Alþýðublaðið - 25.01.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.01.1940, Blaðsíða 2
FIMMTCBAODR 25. JAN. 194«, ALÞÝÐUBLAÐIÐ ta I.IT1.A HAFMEYJAN H.C.ANDERSEN 46) Þarna er nú drykkurinn, sagði nornin og skar tunguna úr litlu hafmeyjunni, svo að hún gat nú hvorki sungið né talað. Nú sá hún höll föður síns. En hún þorði ekki þangað heim. Hún læddist inn í garðinn og tók sitt blómið úr hverju blómabeði systranna. 47) Sólin var ekki komin upp, þegar hún sá höll prinsins. Hún settist á marmaraþrepin og drakk hinn beizka drykk. Hún missti meðvitundina. Þegar sólin kom upp, raknaði hún við og leið miklar þjáningar. Fyrir framan hana stóð prins- inn. 48) Prinsinn spurði, hver hún væri? Og hún leit á hann, en hún gat ekki talað. Þá leiddi hann hana inn í höllina. Hana kenndi til við hvert skref, eins og nornin hafði spáð henni. En allir dáðust að því, hvað hún væri tíguleg í framgöngu. KBsaai Orðsending til kaupenda út um land. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. —- Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo s*nding blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. ss m i ? m vi n U Foreldrafélag vinna að aukinni kynningu og var stofnab þann 14. þ. m. að samstarfi skóla og heimila. FO. Drangnesi í Steingrímsfirði með 20 félagsmönnum. Markmið fé- UMRÆÐUEFNI lagsins er að auka áhuga og þekkingu almennings á uppeldis- málum með fræðslufundum og námskeiðum. Einnig vill það Skákþing Norðurlands stendur nú yfir á Siglufirði. Þátttakendur eru 14 að tölu, frá Akureyri, Siglufirði og Húsavík. Tveim umferðum er lokið. FO. Saga Eldeyjar-Hjalta og á- hrifin af henni. Vel starfandi félagsskapur kvenna. Bréf frá Halldóri Eiríkssyni, for- stjóra Samsölunnar. Gagn- rýni á útvarpið, sem er ó- sanngjörn. Vísur um nútím- ann. Víxlar falla. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. •—o— G HEFI UNDANFARIÐ verið að lesa sögu Eldeyjar-Hjalta. Skrumlaust verð ég að segja það, að þetta er með betri og skemmti- legri bókum, sem ég hefi lesið á söðustu árum. Þetta segi ég af því að frásögnin er lipur og létt, efnið er þannig’, að svo að segja á hverri einustu síðu er athyglisverður við- burður, annaðhvort um afrek og þrekraun eða gamansaga, sem fær mann til að skellihlægja, að sagan hitar manni og ósjálfrátt eykst hugurinn til viljastyrks, vinnu, framkvæmda, áræðis og fastheldni í orðum og athöfnum. Þennan síð- asta kost bókarinnar tel ég veiga- mestan og hljóta að hafa mesta þýðingu. Það hefði verið mikill skaði ef þessi saga hefði ekki ver- ið rituð. ÞAÐ ER MIKILL SKAÐI, hve bókin er dýr. Hún þyrfti að verða lesin af hverjum ungum manni, sem er að byrja lífið. Hún er kennslubók í sparsemi, nægjusemi og áræði. Það eru til örfáar frá- sagnir í bókinni, sem draga skugga á kostina en það sýnir bara að ekki er dregið undan — og svona er lífið, og hverjir hafa ekki framið svolítil prakkarastrik meðan hug- -ur svellur af æfintýralöngun og* 1 ábatavon. ÞAÐ ER TIL LÍTIÐ FÉLAG hér í bænum, sem starfar betur en flest þau félög, sem stærri eru. En svona er það líka oft með félags- skapi, sem konur stjórna eingöngu. Þetta félag er Kvenfélag Alþýðu- flokksins. Það er ekki ýkja fjöl- mennt, enda lítið verið gert að því að sópa konum inn í það, en það starfar af frábærum dugnaði. Á hverjum fundi þess eru haldin fróðleg erindi, oftast af konum. Það hefir haft námskeið fyrir fé- lagskonur, sem hafa borið mikinn árangur. f fyrra hafði félagið til dæmis námskeið í hjúkrun í heimahúsum undir ágætri leiðsögn og nú er félagið að efna til nám- skeiðs í uppeldi ungbarna undir leiðsögn dr. Símons Jóhanns Á- gústssonár. Stök regla er á allri starfsemi þessa félags, og gæti það verið fyrirmynd fyrir mörg önnur. HALLDÓR EIRÍKSSON. for- stjóri Mjólkursamsölunnar hefir sent mér eftirfarandi bréf út af nokkrum orðum í bréfi „íbúa í Sogamýri“, 'sem birtist hér fyrir nokkru. Virðist „íbúinn“ hafa gert of mikið úr ,,efni“ bréfs síns, eins DAGSINS. VÍXLAR FALLA! í Sögu Eld- eyjar-Hjalta er skemmtileg frásaga um það, þegar Hjalti tók sinn fyrsta víxil. Hann var ekki í þá daga kunnáttumaður á því sviði, og það er trúlegt að nú á dögum kunni fleiri þá list að hengja sig með víxli en þá var. Það er víst ólíkt að taka víxil og borga hann. Þegar menn fara með peningana út úr bankanum finnst þeim allt leika í lyndi — og þeir séu ríkir menn, en þegar bankinn heimtar endurgreiðslu — þá falla allar borgirnar og grár veruleikinn tek- ur við. í flestum tilfellum mun það vera þannig, að sá, sem tekur víxil, tekur fyrir sig fram af eigin orku — og það er heimskra manna háttur. Víxlar og alkóhól eiga margt sameiginlegt. Það eru ekki allir, sem græða á því að taka víxla, en það gera sumir. Flestir tapa á því. Einu sinni mæta þeir í bankanum til að taka við pen- ingunum, en síðan verða þeir að mæta mörgum sinnum fyrir framan glerþil gjaldkerans, hoknir í hnjá- liðum með allt of litla peninga upp í allt of stóran víxil- og raunar var gefið í skyn 1 sam- bandi við bréf „íbúans“. Bréf H. E. er svohljóðandi: „í Alþýðublað- inu, föstudaginn 19. þ. m., getið þér um bréf, undir „Umræðuefni dagsins“, er yður hafi borizt frá „íbúa í Sogamýri“, varðandi einka- afnot mín af bifreiðum Mjólkursam sölunnar. í tilefni af nefndu bréfi vildi ég mega biðja yður fyrir eft- irfarandi örfáar línur: „FRÁ ÞVÍ að ég tók til starfa hér hjá Samsölunni 1. febrúar 1935 og allt þar til nú nokkru fyr- ir jólin, eða síðla síðastl. haust — í hartnær 5 ár —- man ég aðeins eftir að hafa stigið tvisvar fæti inn í bifreið, sem Samsalan hefir átt eða haft til umráða, og í hvorugt skiptið var bifreiðin gerð út til að aka mér. Bifreiðin átti leið, í öðr- um erindum, fram hjá þeim stað, sem ég þurfti að fara til, og fékk ég að „sitja í“ eins og það fer kall- að, án þess að bifreiðin svo mikið sem beygði af leið mín vegna.“ „Á SÍÐASTL. HAUSTI var það ein af ráðstöfunum þeim, sem stjórnarvöldin töldu nauðsynlegt að gera vegna stríðsins, að bann var lagt við notkun einkabifreiða, og náði það að sjálfsögðu jafnt til mín sem annarra. Ég notaðist þá um nokkurt skeið við strætis- vagnaferðirnar. En að því rak, að ég gat eigi notfært mér þær nema endrum og eins og það fyrir þá sök, að mér reyndist ókleift að losna frá vinnu minni nákvæmlega á þeim tíma, sem til þess þurfti. Af þessari ástæðu hefi ég nú um tíma notað vagn frá Samsölunni þegar með hefir þurft, en svo sem kunnugt er, fer strætisvagn um- rædda leið aðeins einu sinni á hverjum klukkutíma. Hvað bréf- ritarinn á við með því, að þetta hafi ég gert í leyfisleysi, veit ég ekki og get því ekki farið nánara inn á það atriði.“ „UM KOSTNAÐINN vegna þess- arar bifreiðanotkunar segir, að bréfritarinn hafi komið með mik- inn útreikning. Og þótt eigi sé nein upphæð nefnd, virðist mega ráða að eigi sé hún óveruleg. Mér er nú lítt skiljanlegt, hafi hann haldið sér við það, sem raunveru- lega hefir átt sér stað, hvernig hann getur látið þetta leika á há- um tölum. En upphæð má að sjálf- sögðu lengi hækka, ef vilji er fyrir hendi, séu aðeins „góðviljaðar“ á- gizkanir lagðar til grundvallar og lítið hirt um það raunverulega.“ „NÚTÍMINN." Þannig kallar Jón frá Hvoli eftirfarandi stökur, sem hann hefir sent mér: „Fárra manna fólsku ráð framför sanna tefja. setja bann á sæmd og dáð, svikum annir vefja. Fárra manna fé og völd fága annir blóði; tíðum brann við tignar kvöld tekinn þannig gróði.“ GAMALL HLUSTANDI skrifar mér um útvarpið á þessa leið: Mig langar til að biðja þig fyrir fáein- ar línur viðvíkjandi útvarpinu, Hannes minn. — Það hefir verið og er raunar enn töluvert rætt um efni það, sem útvarpið bíður hlust- endum sínum upp á. Þó eru um- ræður manna á milli um þessa menntastofnun töluvert farnar að hjaðna, sem mun stafa af því, að menn eru hættir að búast við nokkru góðu úr. þeirri átt og taka með sinnuleysi við því, sem að þeim er rétt. En svo má ekki lengur standa. Um hljómlistina, sem út- varpið flytur, ætla ég ekki að ræða að þessu sinni. Fyrst ætla ég að minnast á hina svokölluðu gaman- þætti. Þeir eru þannig úr garði gerðir, að engum, sem á þá hlust- ar, stekkur bros, heldur þvert á móti. maður líður önn fyrir þá. Og ef ekki er hægt að gera þá betur úr garði, verður að hætta við þá.“ „ENN FREMUR eru sumir fyr- irlestrarnir heldur ekki upp á marga fiska. Sumir eru raunar sæmilegir að efni til, en þá að jafnaði illa fluttir. Nú er það svo, að það mun afarerfitt að finna snjallan útvarpsfyrirlesara, enda þótt slíkir menn hafi komið að hlióðnemanum einstöku sinnum. Sá maður, sem tvímælalaust er vin- sælastur allra útvarpsfyrirlesara hér, er Guðbrandur Jónsson pró- fessor. Hann hefir flest það til að bera, sem útvarpsfyrirlesara er nauðsynlegt: efni vel valið. efnis- meðferð ágæt og málrómurinn framúrskarandi. Guðbrandur lét oft til sín heyra í útvarpið hér fyr meir, en upp á síðkastið hefir ekki til hans heyrst. Hvað veldur? Vill Guðbrandur ekki tala í útvarpið eða vill útvarpið ekki Guðbrand? Ef svo er, vildi ég varpa fram þessari spurningu í fullkomnu lít- illæti: Hefir útvarpið ráð á því að synja hlustendum sínum um skemmtandi og fræðandi erindi og afburða fyrirlesara eins og Guð- brandur Jónsson er að allra dómi?“ ÞESSU um Guðbrand Jónsson er ég sammála. Hann var alltaf mjög skemmtilegur og fræðandi í útvarpinu, en því. sem segir um útvarpið yfirleitt, er ég algerlega ósammála. Það er yfirleitt gott og með þeim tekjum. sem það hefir, er ekki hægt að gera meiri kröfur. Hannes á horninu. ný daglega. Harðfiskur. Riklingur. Smjör. Ostar. Egg. KOMIÐ. SÍMIÐ. SENDIÐ: BREKKA Símar 1678 Off 2141. TJARNARBÚÐIN. Sísti 357«. 35Kl PAIiTGERÐ cirfprH Ms. Helgi fer frá Reykjavík á morgun til ísafjarðar. Kemur við í suður- leið á Bíldudal og Tálknafirði. Flutningi veitt móttaka til hádegis á morgun. Auglýsið í Alþýðublaðinu! JfHN DICKSON CARR; Morðin í vaxmpðasafninu. 36. einu sinni sjálf meðlimur í íélagsskap svartgrímumanna. Það var fyrir fimmtán árum. En nú er félagsskapurinn víst orðinn öðruvísi en hann var þá. Hann er kominn undir nýja stjórn núna. En mér datt aldrei í hug, að vaxmyndasafnið stæði í nokkru sambandi við samkomuhús meðlima svartgrímumanna- félagsins. En stundum datt mér í hug, að Claudine væri í þessum félagsskap. Og þegar ég frétti um léát hennar setti ég það í samband við morðið á Odette . . . Hún sleikti á sér varirnar. Hún hélt áfram að drepa fingr- unum á dagblaðið. — Allt í einu, herra minn, datt mér þetta í hug. Ég fann það á mér, að eitthvað væri öéruvísi, en það átti að vera. Ég fann það á mér, að Odette hefði staðið í einhverju sambandi við, klúbbinn. Var ekki svo? — Ég yeit ekki, frú mín, ef til vill. Augu hennar urðu vot. Hún muldraði: — í þriðja og fjórða lið. Ég hefi aldrei verið trúuð. En ég trúi á guð núna. Og ég veit, að þetta er hefnd, réttlát hefnd. Hún var farin að skjálfa. Robiquet var fölur sem vax í framan. Hann ýtti hökunni ofan í frakkakragann og sagði: — Beatrice frænka. Ég sagði þér, að þú skyldir ekki fara út. En það var þýðingarlaust. Þessir herramenn gera það, sem þeir geta. Og ... — í morgun, hélt hún áfram, þegar þér senduð vin yðar niður, til þess að hlusta á Gina Prévost tala við manninn. Auðvitað. Gina er' líka eitthvað við þetta mál riðin. Ég veit, að þær hafa allar verið í félgsskap Svartgrímumanna. — Frú mín, sagði Bencolin rólega, — þetta hefir fengið of mikið á yður. Þð er ekkert að óttast þá tilviljun, að maður kemur að húsi yðar og biður um að fá að tala við ungfrú Prévost. — Nú ætla ég að segja yður dálítið. Ég fékk slæmr grun- semdir, þegar ég heyrði rödd þessa manns. — Einmitt, sagði Bencolin og drap fingrunum á borðið. — Eins og ég hefi þegar sagt, fékk ég slæmar grunsemdir. Ég hefi heyrt rödd hans áður. — Einmitt! Þér þekkið þá herra Galant? — Ég hefi aldrei séð hann, en ég hefi heyrt rödd hans fjórum sinnum. Robiquet starði, eins og hann væri dáleiddur, á litla silfur- lykilinn, í annað skiptið var það fyrir tíu árum. Ég var uppi á lofti og Odette — hún var þá lítil stúlka — var þar hjá mér. Mað- urinn minn var að lesa niðri 1 lestrarstofunni. Ég fann ilm af vindlingnum hans upp á loftið. Þá var dyrabjöllunni hringt, þjónustustúlkan vísaði manni inn, og ég heyrði mannamál í forstofunni. Maðurinn minn. tók á móti honum. Ég heyrði mál- róm þeirra, þó að ég heyrði ekki orðaskil. En oft heyrði ég gest- inn hlægja. Eftir ofurlitla stund fylgdi stúlkan manninum til dyra. Skömmu seinna fann ég púðurlykt og fór niður. Maður- inn minn notaði hljóðlausa skammbyssu, þegar hann skaut sig, vegna þess að hann vildi ekki vekja Odette...... — Þá minntist ég þess, þegar ég heyrði rödd hans í fyrsta skipti. Það var 1 klúbb Svartgrímumanna, þar sem ég hafði komið stundum, áður en ég giftist. Þar heyrði ég grímubúinn mann hlægja. Það hlýtur að hafa verið fyrir tuttugu og þremur eða fjórum árum. Ég man eftir þessum manni, vegna þess, að gat var á grímu hans og þar sá ég hræðilega rautt og þrútið nef, Ég gleymi aldrei þeirri sjón og þeirri rödd. Hún laut höfði. — Og í þriðja skiptið, frú? sagði Bencolin. — í þriðja skiptið, sagði hún, eins og henni svelgdist á, var snemma í sumar, það eru ekki fullir sex mánuðir síðan. Það var á heimili Gina Prévost, hjá foreldrum hennar, í Neuilly. Það var úti í garðinum, komið að kvöldi. Ég heyrði manna- mál inni í sumarhúsinu. Mér heyrðist þar vera stefnumál. En ég þekkti röddina og flýði. Og ég sá Ginu Prévost koma út úr húsinu. Og þá hélt ég, að mér hefði misheyrst. En í dag, þegar ég heyrði rödd mannsins, datt mér þetta aftur 1 hug, og skildi nú, að grunur minn hafði reynst réttur. Og þá skildi ég, hvernig í öllu lá. Svo þegar ég las þetta blað með frá- sögninni um Claudine .... Hún starði á Bencolin. Hann sat grafkyrr. Að lokum sagði hún: — Þér getið þá ekkert sagt mér? —- Ekkert, frú mín! Aftur varð þögn. — Ó, sagði hún. ég hafði vonað, að þér gætuð fært mér heim sanninn um, að ég hefði á röngu að standa viðvíkjandi því, að Odette hefði verið meðlimur í klúbbi Svartgrímumanna. Ég hafði haft veika von um það, en nú sé ég, að sú von hefir brugðist. Vitið þér, að það stendur í blaðinu, að lík Claudine hafi fundist í fangi hafurfætlings. Nú greip Robiquet fram í. Hann sagði: — Beatrice frænka! Ættum við nú ekki að fara? Við ónáðum þessa herramenn. Við getum ekki orðið þeim að neinu liði. Þau stóðu bæði á fætur. Hún rétti Bencolin höndina, hann hneigði sig og sagði: — Frú mín, því miður er ég hræddur um, að við getum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.