Alþýðublaðið - 25.01.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.01.1940, Blaðsíða 3
AUÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÍAN. 1940. ——— — --------------«*• ALÞYÐUBLAÐIÐ RTTSTJÓRI: T. R. VAIuDEMARSSON. t fjarveru bana: STEFÁN PÉTUKSS0N. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU flnngangur frá HverfUsgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjéri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN *-----------------------* Dagsbrúnarmenn og féiagsstjórn geirra. ‘K' INN af helztu og hættu- ■“-j legustu göllunum, sem komið hafa fram í Verka- mannafélaginu Dagsbrún á síðastliðnum 2 árum, er sú van- trú verkamanna á félagsstjórn- inni, að ekkert þýddi að kvarta við hana um óréttlæti og brot á félagssamþykktum, sem verkamenn urðu að þola. Verkamenn eru oft í vand- ræðum með slík mál. Meðan at- vinnuleysið er svo gífurlegt, sem það hefir verið undanfarið, vilja verkamenn forðast að lenda í kasti við atvinnurek- endur. Þess vegna verða þeir oft að þola ýmsar misfellur, ef þeir geta þá ekki kært yfir þeim til stjórnar Dagsbrúnar, er síðan fái þær lagfærðar. Ef stjórn félagsins bregður ekki fljótt og vel við og fær misfell- urnar lagaðar, tapa verkamenn- irnir trúnni á félagsskapnum, hætta að treysta honum, snúa sér ekki til hans með vandamál sín, og síðan ganga atvinnurek- endur á lagið, misfellurnar aukast og réttleysið, sem verka- menn verða að þola, fer sífellt vaxandi. Á síðastliðnum tveimur ár- um hafa verkamenn hvað eftir annað kvartað við stjórn Dags- brúnar, ekki aðeins yfir taxta- brotum, sem vitanlega eru hættulegustu, en jafnframt erf- iðustu brotin, heldur og ýmis* konar aðrar misfellur, tiLdæmis að verkamönnum væri borgað kaupið úti, hvernig sem viðraði, að vistarverur á vinnustöðvum til kaffidrykkju væru of litlar og sóðalegar og fjölda margt annað, sem borið hefir á milli verkamanna og atvinnurek- enda. Maður skyldi nú ætla, að þessi mál velflest hafi ekki verið svo erfið viðfangs, að stjórn Dagsbrúnar hefði ekki átt að veitast létt að fá þau leiðrétt, svo að hagsmunum verkamanna væri vel borgið, en þetta fór á annan veg. Stjórnin sinnti ekki kvörtunum verkamanna og upp á síðkastið voru kvartanir alveg hættar að berast til félags- stjórnarinnar. Þess minna, sem stjórnin lagði á sig í slíkum mál- um sem þessum, þess meira vasaðist hún í pólitískum deilu- málum og atti félagsskapnum sem heild út í þau til stórkost- legs skaða fyrir hann. Nú er ný stjórn tekin við völdum í Dagsbrún. Með nýjum herrum koma nýir siðir. Hin nýja stjórn Dagsbrúnar mun hafa fullan hug á því að sinna að fullu kvörtunum verka- manna. Verkamenn þurfa að eins að segja henni, eða hinum nýja ráðsmanni félagsins, þeg- ar hann tekur til starfa, frá Hið pögnla og æsingalaisa strlð Breta. --------- ♦-------------------------------------------------------------♦ GREIN þessi, um viðskipti ensku stjórnarinnar við blöð- in, er eftir norska blaðamanninn Bjarne Braatoy, sem er fréttaritari fyrir Alþýðuflokksblöðin á Norðurlöndum í London SAMKVÆMT venjulegum hugmyndum manna um styrjaldir er styrjöldin milli Þjóðverja annars vegar og Frakka og Englendinga hins vegar hálfgert örverpi. Fram með víggirðingunum liggja her- mennirnir í vel vörðum skýlum og hundleiðist. Uppi yfir höfð- um þeirra sveima meinleysis- legar njósnarflugvélar og ljós- myndaflugvélar. Á sjónum hef- ir verið dálítið fjörugra. En í stað þess að flotarnir eigist við, er ráðist á varnarlaus flutn- ingaskip. Og á fyrsta mánuði ársins fórust fleiri í umferða- slysum á þjóðvegum Englands en á vígvellinum. Hernaðarþjóðirnar reyna af fremsta megni að leyna hern- aðaráætlunum sínum hver fyrir annari. Ennþá vita Bretar og Frakkar ekki, hvernig Þjóð- verjar ætla að haga styrjöld- inni, þegar bólan springur. Og menn efast um, að Þjóðverjar viti það einu sinni sjálfir. Að minnsta kosti segja stjórnir Vesturríkjanna ekki orð um það, sem þær kunna að vita um því, sem þeir telja að aflaga fari og rökstyðja kvartanir sínar. Stjórnin mun svo taka málin til athugunar, án þess að meira komi til kasta þess verkamanns, sem kvartar, og fá þau leiðrétt, ef nokkur tök eru á. Þó að kaup verkamanna sé nú um sinn, eins og annarra starfsstétta, bundið með lögum, þá er fjölda margt annað, sem hægt er að vinna til gagns fyrir verkamannastéttina, því að- margt þarf að laga og endur- bæta. Á svona tímum á einmitt að snúa sér. að slíkum málum. Og pólitísku æsingamálin munu ekki taka upp tíma núver- verandi stjórnar í Verkamanna- félaginu Dagsbrún. Hún mun geta sinnt hinum beinu hags- munamálum verkamanna þess vegna. ** fyrirætlanir Þjóðverja. Ég spurði einu sinni yfirmann einn í hermálaráðuneytinu um að- stöðu Þjóðverja á vígstöðvun- um. — Ég svara því ekki, sagði hann. — Við kærum okkur ekki um það, að óvinirnir komist að því, hversu gott njósnaralið okkar er. Og svo lét hann okk- ur eftir að brjóta heilann um það, hvort Englendingar vissu nokkuð eðá ekki. Þessi yfirmaður var kynntur okkur blaðamönnunum, en við fengum ekki að hafa neitt eftir honum. Oft hittum við ýmsa hina merkustu stjórnmálamenn Stóra Bretlands, en fulltrúar heimsblaðanna fá aldrei að hafa neitt eftir þeim. Einu sinni í viku fáum við að heimsækja hermálaráðherrann. En við fáum ekki heldur að hafa neitt eftir honum. En samt sem áður svarar hann spurning- um okkar mjög greiðlega. Hann kemur stundvíslega á hinum til- tekna tíma, gengur að skrif- borðinu og biður blaðamennina að bera fram spurningar sínar. Einn af öðrum rísa blaðamenn- irnir úr sætum sínum og bera fram spumingar sínar, en ráð- herrann svarar. Þetta er hið svonefnda blaðaþing, sem hald-. ið er einu sinni í viku í höfuð- borg heimsveldisins. Þetta er sannkallað heimsblaðaþing, því að ráðherrann er jafngreiður á að svara spurningum blaða- manns rússnesku Tass-frétta- stofunnar, eins og spurningum blaðamanns frá Times eða Chi- cago Daily News. — En þið megið ekki bera mig fyrir þessu, segir ráðherrann að lokúm. Og aðeins lítinn hluta af því, sem hann segir okkur, getum við notað í blöðin. Meiningin er sú, að fræða okkur um það, sem er að ske, svo að við getum dregið af því réttar ályktanir. Brezka stjórnin gengur ríkt eftir því, að heimildarmenn séu ekki nefndir. Og jafnvel þegar veitt eru heiðursmerki fyrir ein- hver afrek, þá er það gert svo seint, að afrekið er gleymt, þegar viðurkenningin er veitt. Smám saman höfum við kom- ist að því, hvað veldur því, að svo laumulega er með þetta far- ið, en það er vafamál, hvort við megum segja frá því. Og stjórn- in hefir svo góðar ástæður fyrir sínu máli, að hún getur látið sér í léttu rúmi liggja árásir blað- anna. Árásir þessar byggjast fyrst og fremst á því. að blöðin þurfa að fá eitthvert efni. Og frásagn- ir um afreksyerk er fyrirtaks blaðamatur. Og blöðin hafa enn fremur veitt því eftirtekt, að lesendurnir vilja óvægir láta nafngreina heimildarmennina. Allir þeir, sem muna eftir vígæðinu, sem greip fólkið árið 1914, muna líka eftir ræðunum, sem þáverandi stjórnmálamenn fluttu. Það er ennþá hægt að vitna í Asquith, Lloyd George og Churchill. Þeir lifðu upp aft- ur hina gömlu góðu daga, þegar Churchill flutti fyrstu skýrslu sína í neðri deild. Menn vildu fá meira að heyra, og Churchill talaði í útvarpið oftar en einu sinrti. Churchill notar litrík orð. Enginn meðlimur stjórnarinnar getur talað eins og Churchill. Mál hans var eðlilegt í hinum pólitísku deilum fyrir heims- styrjöldina. En það á ekki eins vel við núna. Önnur útvarps- Hertoginn af Kent, bróðir Bretakonungs, sem nú er starfandi sjóliðsforingi, nýtur stutts heimfararleyfis með syni sínum. ræðan hans féll hlustendum ekki eins vel í geð og sú fyrri. í raun og veru sníður Cham- berlain gamli ræður sínar meir samkvæmt kröfum samtíðar- innar. Og hinir" ráðherrarnir tala með líku sniði og hann. Hann ber fram blákaldar stað- reyndir. Það er lítil mælska í ræðum hans, heldur orðalag viðskiptamannsins. En það hefir einmitt komið í ljós, að þetta ræðuform fellur Englendingum ágætléga í geð. Þetta stríð er orðið til af nauðsyn. Enginn einstakur maður og enginn sérstakur flokkur hefir ýtt brezku þjóð- inni út í stríðið, heldur er það beizk nauðsyn. Það þarf því enginn að leggja áherzlu á það, að efla bardagaviljann. Það er einkennandi, að það var undir- búin útbreiðsluherferð. Það var búið að ráðgera fundi út um allt landið. En ennþá hefir ekkert orðið úr þessari ráðagerð. Við þurfpm enga áróðursherferð, segja menn. En látið okkur bara fá að heyra sannleikann um það, sem fram fer á hverjum tíma. Menntamennirnir og rithöf- undarnir vilja fá efni til yfir- vegunar í sambandi við hem- aðarpólitíkina. Þeir hafa borið fram háværar kröfur um and- lega næringu. En þar eru skipt- ar skoðanir. Þeir, sem vildu hafa fundahöld um styrjöldina, tilheyrðu gömlu kynslóðinni, fyrirstríðskynslóðinni. Hinir yngri draga sig til baka og iðka einkarannsóknir á eftirstríðs- pólitíkinni, á því, hvernig eigi að skipuleggja Evrópu á nýrri og betri grundvelli. Þeir hafa ekki þessa löngun gömlu mann- anna til þess að láta á sér bera. Þeir vilja gjarnan vinna nafn- laust 1 samvinnu í „Fabian So- ciety“ og þess háttar félagsskap, ef þeir eru þá ekki sendir beina leið á vígvöllinn. Það kann þess vegna að vera, að þetta stríð verði, af Englands hálfu, ekkert örverpi, heldur upphaf að samvinnu legan mælikvarða. 'mHm Stefán Jóhann StefánssQlý féiagsmálaráðherra flytur erindi kl. 20,15 í kvöld í útvarpið um félagsmál og utanríkismál. Happdrætti Háskóla íslands Sala hlutamiOa fyrlr árið 1940 er hafln. Fyrirkomulag verður að öllu leyti hið sama sem síðastliðið ár. 5000 vinningar, samtals 1 milllón og 50 pásund krónur. Þeir, sem í síðasta lagi 15. februar beiðast sama númers, sem þeir höfðu í 10. flokki 1939, og afhenda miða sinn frá 10. flokki, eiga forgangsrétt að númerinu, svo framarlega sem sami umboðsmaður hefir fengið það aftur frá skrif- stofu happdrættisins. Eftir 15. febrúar eiga menn ekki tilkall til ákveðinna núm- era. Þeir, sem unnu í 10. flokki 1939 og hafa fengið ávísun á hlutamiða í 1. fl. 1940, athugi: Að ávísanirnar eru ekki hlutamiðar, heldur verður að framvísa þeim og fá hluta- miða í staðinn. Að ávísanirnar gefa ekki rétt til númera þeirra, sem á þær eru skrifuð, lengur en til 15. febrúar. ATHUGIÐ: Vinningar í Happdrættinu eru með lögum undanþegnir tekjuskatti og útsvari, þ. e. þeir teljast ekki til skattskyldra og útsvarsskyldra tekna. UMBOÐSMENN í REYKJAVÍK: Frú Anna Ásmundsdóttir og frú Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 6, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson kaupm., Vesturgötu 42, sími 2814. Einar Eyjólfsson kaupm., Týsgötu 1 (Mjólkurbúðin), sími 3586. Elís Jónsson kaupm., Reykjavíkurveg 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austustræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484. Frú Maren Pétursdóttir, Laugavegi 66, sími 4010. Pétur Halldórsson, Alþýðuhúsinu. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. UMBOÐSMENN í HAFNARFIRÐI: Valdimar Long kaupm., sími 9288. Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, sími 9310.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.