Alþýðublaðið - 27.01.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.01.1940, Blaðsíða 3
LAUGASDAOUR 27. JAN. 1940. ALÞtÐUBlAÐW GREINARGERÐ FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA: Albýðntrygglngarnar. ----------------------- ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VAUDEMARSSON. 1 fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFÖREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSIND (Inngangur frá Hverflagötu). SÍMAR: 4900: Afgrelðsla, auglýslngar. 4901: Ritstjórn (Innl. fréttir). 4902: Rltstjóri. 4903: V. S. VUhjálma (heima). 4905: AlþýðuprentsmiÖJan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (helma). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN *-------------------------« Landráðagreinín VIÐ erum orðnir ýrnsu vanir af kommúnistum og blaði jreirra í seinni tíð. En svo glæp- samleg skrif og þau, sem birtust í Þjóðviljanum á fimmtudaginn um viðskipti okkar við eina ó- friðarþjóðina, eru þó einsdæmi í hinni löngu röð ábyrgðarlausra orða og athafna af hálfu þess blaðs og peirra manna, sem að því standa. Sú styrjöld, sem nú stendur yfir, er í ægilegri nálægð við okkur en nokkur önnur, sem áður hefir verið háð. En aldrei hefir okkur verið eins knýjandi nauð- synlegt að vera hlutlausir í tófriði )5ins og í þessum. Við eigum svo að segja allt undir því, að hægt sé að halda uppi siglingum milli íslands og útlanda. En þær sigl- ingar eru hættulegri en i nokkr- um ófriði áður. Við höfum að vísu sem ríki lýst yfir ævarandi hlutleysi og í samræmi við það tilkynnt að við séum og viljum vera stranglega hlutlausir í yfir- standandi styrjöld. En við erum lítil þjóð, vopnlausir og vamar- lausir, og getum hvorki varið landið, ef rofið yrði hlutleysi á því, né skipin okkar, ef á þau yrði ráðist. Við getum ekki treyst á neitt annað en það, að ófriðarþjóðirnar telji það dreng- skaparskyldu sína, að lofa okkar vopnlausu og varnarlausu þjóð að vera í friði, hversu hatram- lega sem þær berjast sín á milli. En því aðeins getum við vænzt þess og treyst því, að við sem þjóðarheild og ríki sýnum báðum ófriðaraðilum sama hlutleysis- vilja, og hvorugur þeirra hafi neina ástæðu til þess að gruna okktir urn græsku. Hlutleysi þjóðarinnar og öryggi sjómann- anna, sem halda uppi sambandi hennar við útlönd um hættulegar leiðir, getur verið undir því kom- ið, hvernig okkur tekst að halda því trausti beggja ófriðaraðila í þessu efni, sem við höfum að maklegleikum notið hingað til. Það er því ekki hægt að vinnia meira níðingsverk á þjóð okkar í dag en það, að tortryggja á einn eða annan hátt hlutleysisafstöðu hennar og hlutleysisvilja. En það er einmitt þetta, sem blað kom- múnista, Þjóðviljinn, gerði á fimmtudaginn í skrifum sínum urn viðskipti okkar og samninga- umleitanir við eina ófriðarþjóð- ina. Þetta sorpblað lætur sér ekki nægja minna en að. ljúga því upp á ríkisstjórnima, að hún hafi gert viðskiptasamning við eina ófriðarþjóðina, sem meðal annars feli í sér þá skuldbind- ingu, að hindra alla vöruflutn- inga héðan til annarrar ófriðar- þjóðar, og hafi þannig brotið hlutleysi okkar og stofnað méð því sjálfstæði þjóðarinnar í yfir- vofandi hættu. Það skal alveg ósagt látið, hvað fyrir kommúnistablaðinu vakir með svo eitruðum lygum. En það má öllum vera ljóst, að svo fremi sem nokkurt mark yrði tekið á þefm erlendis, þá væri með þeim hlutley.si okkar virki- ,lega stefnt í hættu og átylla gef- in fyrir þá ófriðarþjóðina, sem okkur er horið á brýn að hafa gerzt brotlegir við, til þess að 1 brjóta hlutleysi og grið á okkur. Skrif Þjóðviljans á fimmtudag- inn fela því í sér fullkomin land- ráð, hver svo sem tilgangur þeirra hefir verið. Þau eru verk flugumanna, sem vega að baki þjóð sinni í baráttu hennar fyrir því að varðveita hlutleysi sitt og vernda með því líf sjómannanna, sem halda uppi sambandinu fyrir hana við umheiminn. Þau eru rýtingur reiddur aftan að þjóð- inni. Sú saga gengur hér um bæinn, að kommúnistablaðið hafi birt landráðagrein sína í þeirri von, að hún myndi leiða til þess, að það yrði bannað. En á þann hátt hafi átt að bjarga blaðinu frá því, að verða sjálft að stöðva útkomu sína, vegna þess að kaupendur þess og stuðningsmenn eru hver á eftir öðrum að snúa við því bakinu og segja því upp. Og um leið hafi, með því að framkalla bann á blaðinu, átt að varpa yfir það einhverjum píslarvættisljóma upp á síðari tíma, ef vera mætti að hann gæti orðið til þess að hjálpa til að skapa því nýja út- komumöguleika siðar meir. Ef þessi saga er sönn, sem vel getur verið, þá væri hún enn einn votturinn um það, hve samvizku- lausir æfintýramenn eru að verki í kommúnistaflokknum. Fyrir slíkar spekúlasjónir ætti að hafa verið meining þeirra herra, sem þar hafa forystu í umboði al- þjóðasambands kommúnista í Moskva, að tefla á tvær hættur um það, hvort hlutleysi og vel- ferð íslenzku þjóðarinnar og lífi hennar hraustustu sona yrði fórn- að með landráðagrein Þjóðvilj- ans! En hverju er ekki hægt að trúa upp á þann flokk og þá menn ,sem aldir eru upp í skóla Kuusmens og frá því fyrsta hefir verið stjórnað af honum austan frá Moskva? NeviUe Henderson spðir lönpn strfði. LONDON í gær. FO. IR NEVILLE HENDER- SON, fyrrverandi sendi- herra Breta í Berlín, flutti ræðu í gær og spáði iöngu og hörðu stríði, en hann kvaðst vera sannfærður um, að fulln- aðarsigur myndi falla Banda- mönnum í skaut, af því að þeir hefðu miklar auð- og orkulindir og vilja til að sigra og trú á góðan málstað. En hann varaði menn við að trúa því, að hrun myndi verða i Þýzkalandi í máinmi friamtið, þvi að þótt óánægja væri ríkjandi, væri skipulagið svo traust orðið, áð enginn möguleiki væri á, að fólkið bryti af sér bönd þess í bráð. Bretar verða að vera nægju- samir og sparia, sagði hann, eins og Þjóðverjar, sem leggja ekki út eitt rikismark án þess að fá fyrir það, sem verðmæti þess nemur. Við verðum að fá 20 shillinga virði fyrir hvert ster- lingspund, sagði hanm. Sir Ne- ville • nefndi nokkur dæmi um nýtni Þjóðverja og sagði, að þar i landi væri hvers konar úrgang- ur hagnýttur á einhvern hátt. Ástfanginn eiginmaður heitir amerisk rnynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðal- hlutverkin leika John Boles óg Dorís Nolan. EINS og alkunnugt er, voru sett hér á landi lög um alþýðutryggingar árið 1936. Til þeirra trygginga teljast sjúkra-, elli-, örorku- og slysatryggingar, auk þess sem í lögum er heimild til atvinnuleysistrygginga. Með alþýðutryggingarlögunum var órotið nýtt blað í sögu trygging- armálanna á íslandi. Hinn litli vísir, sem til var, var mjög fullkomnaður og nýjum grein- um bætt við. Á árunum, sem iðið hafa síðan lögin voru sett, hafa þessar tryggingar færst í aukana með ári hverju, og bet- ur og betur náð tilgangi sín- um, þótt enn sé langt frá því að tilganginum sé alveg náð. Mun ég þá víkja að þessum tryggingargreinum hverri fyrir sig, eins og þær hafa verið á árinu 1939. IlIiliBB oi irorkihatflr Árið 1939 var varið til elli- launa- og örorkubóta samtals yfir allt landið kr. 1 513 000,00 til 6660 manna, eða kr. 227,00 til einstaklings að meðaltali. Af heildarupphæðinni lögðu bæjar- og sveitarfélögin fram kr. 1 020 000,00, Tryggingarstofn- un ríkisins, kr. 404 000.00, og vexti ellistyrktarsjóðanna gömlu kr. 89 000,00. Úthlutunin fer fram í tveimur flokkum, þannig, að til 1. fl. renna vextir ellistyrktarsjóðanna og einn fjórði af framlagi tryggingar- stofnunar ríkisins, gegn að minnsta kosti jafnháu framlagi á móti frá bæjar- og sveitar-i félögum. Til greina koma í þessum flokki gamalmenni og öryrkjar, sem ekki þyggja af sveit, og komizt geta af með tiltölulega lágar upphæðir, eða það sem kalla mætti „glaðn- ing.“ Til þessa flokks var varið samtals kr. 298 000.00 til 4300 manna, eða kr. 69,00 til hvers einstaklings að meðaltali. Til annars flokks var varið samtals kr. 1 215 000,00 til 2366 manna, eða kr. 516,00 að meðaltali til hvers einstaklings. Samtals fengu 5120 gamal- menni 67 ára og eldri, einhvern styrk, eða 63% af öllum gamal- mennum landsins, og auk þeiira var úthlutað til 1540 öryrkja, þar með taldir þeir er styrk fengu samkvæmt eldri lögum um ellistyrk. Þess má geta, að árið 1935, eða næsta ár áður en lögin um alþýðutryggingar gengu í gildi. var úthlutað samtals á öllu landinu til ellilauna og örorku- bóta ca. kr. 200 000,00, en árið 1936, það er fyrsta árið, sem úthlutað er samkvæmt alþýðu- tryggingarlögunum, kr. 924,000 og árið 1939, eins og áður er sagt, kr. 1 513 000,00. S]úkraMnl6gtn. Útgjöld allra sjúkrasamlag- anna árið 1938 voru ca. 1 906- 000,00 kr., en tekjur ca. 1 933- 000,00 kr. Eignir í ársbyrjun 1939 voru ca. 680 000,00 kr. Greiddur ríkisstyrkur var á árinu ca. 291 000,00 kr. og styrkur frá bæjar- og sveitar- félögum jafnhár. Tala samlaga i . ársbyrjun 1939, var 10 (allir kaupstað- irnir, Akranes- og Fljótshlíðar- hreppur). ----------»---------- Á árinu 1939 bættust við 3 samlög: Sjúkrasamlag Villinga- holtshrepps, Hraungerðishrepps og Hvolhrepps (ekki tekið til starfa ennþá). Meðlimatala árið 1938 sam- kvæmt greiddum ríkisstyrk, var 30 544,00 (að meðaltali), auk barna og unglinga innan 16 ára aldurs. Alls má því telja að verið hafi í sjúkrasamlögum á því ári nálægt 46 þús. manns. Talsverð fjölgun hefir orðið í samlögunum á síðasta ári, en fullnaðarskýrslur um það eru eigi komnar enn. Útgjöid á árinu 1939 voru nokkru hærri en 1938, m. a. vegna meðlimafjölgunar. Sljfiatrygglngarnar. Slysatryggingadeildin greiddi á árinu 1939 nærfelt 400 000.00 kr. fyrir læknis- hjálp, sjúkrakostnað og dánar- og slysabætur. Er það heldur lægra en næsta ár á undan. Þá byrjaði slysatryggingar- deildin á árinu að taka að sér frjálsar slysatryggingar, auk hinna lögboðnu. Nokkrum tíma eftir að stríðið hófst, tók hún að sér allar stríðsörorkutrygg- ingar á íslenzkum skipum, sem sigldu til útlanda. Síðar var stofnað stríðstryggingarfélag íslenzkra skipshafna með þátt- töku skipaeigenda, ríkissjóðs, Sjóvátryggingarfélags íslands, Brunabótafélags íslands og Má af þessu marka, að trygg- ingarnar eru nú þegar orðnar allverulegar, þótt meiru þurfi að bæta við, ef þessum málum á að vera vel fyrir komið. — En í sambandi við aukna dýrtíð, sem er afleiðing styrjaldarinn- Slysatryggingardeildar trygg- ingarstofnunar ríkisins. Eru þessar tryggingar því komnar á íslenzkar hendur. Það mun láta nærri, að heildargreiðslur til ellilauna, örorkubóta, sjúkra- og slysa- hjálpar og lífeyrisgreiðslur, hafi árið 1939 orðið svo sem hér segir: ar, má þó. benda á það, að nauð- synlegt mun vera að hækka nokkuð eililaun og örorkubæt- ur, og einnig slysa- og dánar- bætur. En það mál mun að sjálfsögðu verða tekið til athug- unar á sínum tíma. Arshátfð Vélskélans f Reyklavfk •t verður haldin í Oddfellowhúsinu í kvöld, laugardagiran 27. janúar, kl. 10 e. h. Aðgöngumiðar fást hjá G. J. Fossberg og í Oddfellow- húsinu eftir klukkan 4 í dag. Nefndin. , .uSí,.-. Kaup og kauptryggingar sjómanna á línu- veiðurum og vélbátum frá 1. janúar 1940. SAMVÆMT lögum um gengisbreytingu og ráðstafanir í því sambandi samþykktum á Alþingi 4. jan- s.l. hækkar kauptrygging frá 1. jan. og aðrar fastagreiðslur, sem ákveðnar eru í samningum við Vél- bátafélag Reykjavíkur dags. 6. febr. 1936 og 14. júní 1936, svo og samnings á línugufubátum dags. 17. jan. 1936. Enn fremur samþykktir Sjómannafélags Reykjavíkur, er gilt hafa fyrir aðra útvegsmenn en áðurgreinda samningsaðila. I. a. á línugufubátum við allar veiðar: Kauptrygging 1. vélamanns — 2. vélamann* J • háseta — matsveins Fyrir að grófsalta kverkaða og pæklaða tunnu Fyrir tilslegna (skrúfaða) tunnu II. b. á mótorskipum 60 rúmlesta og stærri og linugufubátum, er stunda sildveiðar eingöngu: Kauptrygging hóseta — matsveins , — 1. vélamanns — 2. vélamanns ■ Fyrir að grófsalta kverkaða og pæklaða tunnu Fyrir að (skúfla) tilslegna tunnu c. Á mótorskipum yfir 60 rúmlestir, er stunda þorskveiðar og sildveiðar: Kauptrygging 1. vélamanns — 2. vélamanns d. Á línugufubátum og mótorskipum yfir 60 rúmlestir. er stunda flutninga: Kaup 1. vélamanns — 2. vélamanns — matsveins — háseta Á mótorbátum á þorskveiðum, útilegubátum, minni en «0 rúrnl.: a. Kauptrygging matsveins, 2. vélamanns og háseta kr. 207,10 er útb. með kr. 152,60 b. Kauptrygging 1. vélamanns kr. 283.40, er útb. með kr. 228,90 Á mótorbátum yfir 12 rúmlestir (viðlegubátar): a. Kauptrygging matsveins. 2. vélamanns og háseta b. Kauptrygging 1. vélamanns Á mótorbátum 12 rúmlesta og minni á þorskveiðum (viðlegubátar): a. Kauptrygging háseta b. vélamanns Á mótorbátum á síldveiðum 60 rúml. og minni: a. Kauptrygging háseta og matsveina kr. 228,90, er útb. með kr. 163,40. b. Kauptrygging 1. vélamans kr. 359,70, er útb. með kr. 294,30. c. Kauptrygging 2. vélamanns kr. 261,60, er útb. með kr. 196,20. VII. Á mótorbátum á síldveiðum 2 um nót: i a. Kauptrygging matsveins. 2. vélamanns og háseta kr. 228,90, er útb. með kr. 163,40. b. Kauptrygging 1. vélamanns kr. 327,00, er útb. með kr. 261,60. VIII. Sé ráðið fyrir fast mánaðarkaup og aflaverðlaun samkv. 3. gr. samn. dags. 14. júní 1986: a. Mánaðarkaup 1. vélamanns kr. 327.00 b. Mánaðarkaup 2. vélamanns __ 218,00 IX. a. Aukaþóknun til matsveins og 2. vélamanns á þorskveiðum kr. 54.50. b. — til matsveins á herpinóta- og reknetaveiðum kr. 81,75. j c- — til 2. vélamanns á sildveiðum 2 bátar. um nót kr. 54,50. ||N| d. — fyrir að kverka, pækla og grófsalta tunnu kr. 2,73. c. — fyrir tilslegna (skúflaða) tunnu kr. 1,09. ’ Reykjavík, 24. jan. 1940. F. h. Sjómannafélags Reykjavíkur. F. h. Sjómannafélags HafnarfjarSar, Sigurjón Á. Ólafsson form. III. IV. V. VI. kr. 381.50 — 299,75 — 218,00 — 272,50 2.73 — 1,09 kr. 218.00 — 272,00 — 540.00 — 425,10 — 2,73 — 1,09 kr. 381,50 — 299,75 kr. 540,00 — 425,10 — 327,00 — 294,30 kr, 163,40 — 245,25 kr. 141.70 — 212,55 Þórarinn Guðmundsson form. Sveinn Sveinsson ritari. Borgþór Sigfússon ritari. Til sjúkratrygginga ...................... ca. kr. 2 000 000,00 Til ellilauna og örorkubóta ................ — — 1 500 000,00 Til slysatryggingar ....................... — — 400 000,00 Til lífeyrissjóðs embættismanna og bama- kennara .................................. — — 100 000,00 eða samtals ............................. ca. kr. 4 000 000,00

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.