Alþýðublaðið - 29.01.1940, Side 1

Alþýðublaðið - 29.01.1940, Side 1
XXI. ÁROANGUR. MÁNUDÁGUR 29. JAN. 1940. 29. TÖLUBLAÐ. : ALÞÝÐUFLOKKUKÍNN RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON Kommúnistar fengu aðeins 13< ---------4------- Fjórtán þúsund króna reksturshagnaður og eignirnar 'nema nú alls 188 þúsund krónum. AÐALFUNDUR Sjómannafélags Reykjavíkur var hald- inn í gær og voru þar tilkynnt úrslit stj órnarkosning- arinnar. Stjórnarkosning í Sjómannafélaginu fer þannig fram, að kosið er bæði um borð í skipunum og í skrifstofu félags- ins, og stendur kosningin yfir í 2 mánuði. Þátttaka í kosningunum varð nú nokkru minni en í fyrra, og veldur þar mestu um að skipin hafa verið meira í flutningum í haust og í vetur heldur en í fyrra og þess vegna færri menn á þeim, en á skipunum hefir aðalkosn- ingaþátttakan alltaf verið. Kosningin fór þannig, að stjórnin var öll endurkosm. Alls tóku þátt í kosningun- um 537 félagar og urðu úrslitin þessi í hverju sæti: Sigurjón Á. Ólafsson formað- ur, 407 atkv. Ólafur Friðriksson varafor- maður, 352 atk. . Sveinn Sveinsson ritari, 329 atkv. Sigurður Óláfsson gjaldkeri, 474 atkv. Ólafur Árnason varagjald- keri, 363 atkv. Við kosningar í stjórn í Sjó- mannafélaginu eru 3 menn í hverju sæti. Það, sem athyglisverðast er við þessa kosningu, er það, að kom- múnisti. sem var í kjöri í fyrra, fékk þá 97 atkvæði, en nú að- eins 13 atkvæði. Á aðalfundi félagsins í g’ær flutti formaður félagsins, Sig- “urjón Á. Ólafsson, ítarlega skýrslu um störf félagsins á síð- astliðnu ári, og verður hún birt hér í blaðinu einhvern næstu daga. Samkvæmt þessari skýrslu urðu tekjur félagsins á árinu 31 584 krónur, en gjöldin kr. 17 491. Tekjuafgangurinn hefir því orðið á árinu rúmlega 14 þúsund krónur. Er þessi hagnaður lagður í vinnudeilu- sjóð að mestu leyti, en hann er nú orðinn kr. 139 000,00. Eignir félagsins nema alls kr. 188 000, SIGURJÓN Á. ÓLAFSSON formaður Sjómannafélagsins. StJórnarfcosBing í líf f gær. Ltsti SjáUstæði»anna OSNINGARNARí Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði á aðalfundi þess í gær fóru á þann veg, að írambjóðendur Sjálfstæð- isflokksverkamanna voru allir kosnir, og fara þeir því méð stjórn í félaginu þetta félagsár. Það fór eins og búist var við og kipm raunverulega engum á óvart. Aðalátökin voru um kosningu formannsins og eftir að þeirri kosningu var lokið var raunveru- lega ekki lögð meiri áherzla á aðrar kosningar af hálfu Alþýðu- flokksmannanna. Frh. á 4. síðu. iaðekkeð i ssifin I psssnia. BánnHf ¥@r^liækkiiii9 s®m mun wek|a mlkla aadfil#. KJÖT VERÐL AGS- N E F N D ákvað á laugardaginn að hækka verð á kjöti um hvorki meira né minna en 20 aura hvért kg. Þar með hefir kjöt verið hækkað í verði um 30 aura kg. síðan 1. janúar. Þessi samþykkí var gerð með atkvæðum þeirra Jóns Árna- sonar, Helga Bergs og Páls Zóp- hóníassonar. Ingimar Jónsson greiddi atkvæði gegn þessari hækkun, en annar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Þorleifur Gunnarsson, mætti ekki á fund- inum. Verðhækkunarmennirnir færa það fram sem ástæðu fyrir þess- Frfe. á 4. síiu. SIGURÐUR ÓLAFSSON gjaldkeri Sjómannafélagsins. en þar með eru talin útistand- andi félagsgjöld, Fullgildir fé- lagar í Sjómannafélaginu 'eru taldir 1120, en á aukaskrá eru 240 menn, en þeir skulda meira en 1 árstillag. Það er mikill . munur á því, hvernig Sjó- mannafélaginu hefir verið stjórnað eða t. d. Dagsbrún. í Dagsbrún hafa fullgildir félag- ar verið taldir rúmlega 1700 menn og þar er innheimtan með tveimur starfsmönnum 22 þús. kr., en í Sjómannafélaginu hafa innborgast með rúmlega 600 færri félögum um 20 þúsund krónur. Stjórn Sjómannafélags- ins hefir varast það að leggja félagið í nokkur æfintýri. Það kemur líka fram í allri skýrslu stjórnar félagsins og reikning- um þess. Þannig er hægt að stjórna verkalýðsfélögum ef al- úð og varfærni er lögð 1 störfin. Nægir í því sambandi að benda á Sjómannafélagið og Prentara íélagið. En bæði þessi félög telja kommúnistar hálfdauð félög - og er það skiljanlegt mat á hlut- unum frá þeirra sjónarmiði. 500 kíéirar til Finnlaads- Aðalfundurinn hófst kl. 2 og stóð til kl. tæplega 5. Sóttu hann hátt á 2. hundrað manns og fór hann mjög vel fram. Samþykkti fundurinn að leggja fram í Finnlandsöfnunina 50Ó krónur. Myndin var tekin þegar verið var að b’era kistuna til grafar á Þingvöllum á laugardaginn. Gröfin sést lengst til hægri á myndinni, Sýniigar i FJaOa-Eynndi hefjast hér I pessari viki. -----—....... Haraldnr Bjhrosson leikstjéri, Oestnr Pílssen leiknr Epind eg Sofffa SiUaigsdóttir Iðlln. 'O'YRSTA frumsýning á Fjalla- Eyvindi var hér í Reykjavík annan jóladag 1911. Þá lék Guðrún Indriðadóttir Höllu og Helgi Helgason Kára. En Andrés Björnsson Iék Arnes, allt við hinn bezta orðstír. Það ár og fram til ársins 1924 urðu 55 sýningar á leiknum hér í Reykjavík. Margir minnast enn hinnar glæsilegu hátíðasýningar á Fjalla Eyvindi hér í Reykjavík í sam- bandi við alþingishátíðina 1930, þar sem Anna Borg lék aðalhlut- verkið. Þá léku þeir Kára Ágúst, Kvaran og Gestur Pálsson. Har. Björnsson lék Arnes, en Þorst. Ö. Stephensen Björn. Þá var í' fyrsta sinn í ;sögu íslenzkrar leik- listar notaður nýtízku leiksviðs- útbúnaður nieð hringhimintjaldi og tilheyrandi tækni. Fjalla-Eyvindur — vort rnerk- asta leikrit — hefir nú verið leik- ínn i flestum höfuðborgum Ev- rópu og víðar. Þýddur á níu tungumál, verið kvikmyndaður og sýndur víða um heim. Á skömmum .tíma geröi hann höf- undinn, Jóhann Sigurjönsson, að frægum rnanni. Nú hefir blaðið frétt, að Leik- félagið hafi frumsýningu á þess- um- leik núna, annan febrúar. Tíðindamaður blaðsins hefir því snúið sér til leikstjórans, Haralcl- ar Björnssonar, til að fá nánari upplýsingar. — Hver leikur Höllu? — Soffia Guðlaugsdóttir, segir Haraldur. — Eru fleiri breytingar á hlut- verkaskipun ? — Brynj. Jóhannesson leikur nú Arngrím holdsveíka, Marta Ind- riðadóttir leikur Guðfinnu og Pótur Jónsson er í hlutverki sýslu mannsins. Að öðru leyti em hlut- verkin skipuð likt og 1930. Gest- ur Pálsson leikur Kára, Þorsteinn Ö. Stephensen Björn, ég Arnes og Guðlaugur Guðmtindsson Magnús. Gunnþ. Halldórsdóttir leikur konu Jóns bónda, eins og 1930, en Friðfinnur Guðjónsson leikur Jón. Hefir hann ætíð verið í þessu hlutverki, þau 73 kvöld, sem Fjalla-Eyvindur hefir verið sýndur hér í höfuðstaðnum. Aðrir leikendur eru: Dóra Har- aldsdóttir, Hildur Kalman, Edda Kvaran, Valdimar Helgason, Auðunn Jónsson o. fl. Notið þið sömu leiktjöld og 1930? — Nei, segir leikstjórinn. Þau hafa fúnað í rákainúm í Þjóðleik- húsinli. Freymóður Jóhannesson gerði þau 1930. Hann málar þau nú aftur að nýju. Búningamir em flestir þeir sömu og 1930. — Hugsið þér gott til þessarar sýningar? — Það er alltaf ánægjulegt að vinna að sýningum á merkum leikritum, og Fjalla-Eyvindur hefir jafnan átt mikil íitök í hug- um íslenzkra leikhússgesta. Ættu ekki að jafnaði að líða meira en 10 ár milli þess, að slík leikrit Annars staðar í Finnlandi er mjög lítið um vopnaviðskipti, og er ekki íalið óhugsanlegt, að Rússar gcfist nú upp við að reyna frekari sókn í stórum stíl þangað dl veður fer að hatna og Hvað er dh að vera ð ejfjDuni Sylt? Stððugir flutninsar milii eyi- aritmar og meginlandsins. LONDON FtJ, AUPMANNAHAFNRFREGN segir, að mikið sé um að vera á Hindenburgstíflunni, sem tengir eyjuna Sylt, þar sem Þjóð- verjar hafa flugbátastöð, við ineginlandið. óvanalega margar járnbrautar- lestir hafa farið efttr stíflnnni millí Iands og eyjar, og vagm- fjöldinn meiri en áður. Hafa komið fram tilgátur um, að venð sé að flytja hina al- mennu borgara á brott frá eyj- unni. Kannski hafi Þjóðverjar hætt við að nota eyjuna sem flugbátastöð, og eigi nú að nota hana sem æfingamiðstöð fyrir flugvélar. Fer þá að verða skilj- anlegt, hvers vegna miklar sprengingar heyrðust þar á dög- unum, þegar hvorki brezkar né franskar flugvélar voru nálægar. Nýr bátnr smíðaier á Akraesi. ^JÍÐASTLIÐINN laúgardag hljóp af stokkunum nýr bátur á Akranesi, byggður á vegum hreppsnefndar Akra- neshrepps með styrk frá Fiski- málanefnd. Báturinn var smíðaður á bátastöð Þorgeirs Jósefssonar á Akranesi, er 61,40 brúttósmá- lestir og með 140—160 hestafla Alfa-Dieselvél. Byggingarverð var kr. 114- 630,00, en styrkur Fiskimála- nefndar kr. 21 350,00. Yfirsmið- ur var Eyjólfur Gíslason, Reykjavík. Báturinn heitir Sigurfari og hafa tveir ungir Akranesingar keypt hann, Bergþór Guðjóns- son skipstjóri og Sigurður Þor- valdsson vélamaður. væru tekin til meðferðar. Margt gætu þeir, sem við leikritagerð fást, lært af þvi að sjá slífe leikr'it á leiksviði. Á þessu ári eru líka liðin 60 ár frá fæðingu höfundarins. ísa að leysa, sem venjulega er í marzmánuði. Það er mikið mn það rartt, hvað gerast muni í vor, þegar snjóa leysir. Versnar aðstaða Frh. á 4. síð*. Frekari sókn RAiia frestað tfl vorsins ? Mlfii mlMmsékn nerllaM vfð Ladogga nú tallBi kafa mishappnast. —~—.—♦-—.... Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. ^XLLUM FREGNUM hlutlausra fréítaritara á Finnlandí ber nú saman um það, að mjög sé farið að draga úr áhlaupum Rússa fyrir norðan Ladogavatn og þykir sýni- legt, að hin mikla sókn þeirra þar, sem talið er að um 200 000 hermenn hafi tekið þátt í, hafi algerlega misheppn- ast.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.