Alþýðublaðið - 29.01.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.01.1940, Blaðsíða 2
MANUDAGUB 29. JAN. 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sildarleit naeð flugvé LITLA HAFMEYJAN H.C.ANÖERS9I#? 57) Morguninn eftir sigldi skipið inn 1 höfn nágrannakonungsins. Það var blásið í lúðra og hermenn stóðu með fána. En prins- essan sást ekki ennþá, hún var alin upp í klaustri. Litlu haf- meyna langaði til að sjá hana, og hún varð að játa, að fegurri stúlku hafði, hún aldrei séð. — Það ert þú, sem frelsaðir mig, þegar ég lenti í skipreikanum, sagði prinsinn og þrýsti prins- essunni að sér. 58) Ég er svo hamingjusamur, sagði prinsinn við litlu hafmeyna. Og hafmeyjan kyssti á hönd hans. 59) Öllum kirkjuklukkunum var hringt og biskupinn blessaði brúðhjónin. Litla hafmeyjan hélt á brúðarslæðunni. Og um kvöldið gengu brúðhjónin um borð í skipið, og svo var lagt af stað. 60) Og um nóttina voru kveikt mörg ljós og svo var dansað. Og enginn dansaði betur en litla hafmeyjan. Og þegar allir voru sofnaðir gekk litla hafmeyjan út að borðstokknum og horfði í austurátt, og hún vissi, að þegar fyrstu geislar sólarinnar sæjust, hlaut hún að deyja. Athugasemd. E O sé þess getið í Morgun- blaðinu í dag, að stofnanir þær, sem stóðu fyrir síldarleitinni s ,1. sumar, hafi haldið hr. flug- manni Erni Johnson samsæti að Hótel Borg í gær. Ekki verður séð. af frásögn blaðsins, 'hverjar þessar stofnanir voru, nema þá helzt ein, Síldarverksmiðjur ríkis- ins. En stofnanir þær, sem stóðu að síldarleitinni voru: Ríkissjóð- ur, sem greiddi Vr kostnaðar við síldarleitina, Síldarútvegsnefnd greiddi i/r. Síldarverksmiðjur rík- isins greiddu Vr og aðrar síldar- verksmiðjur flestar '/r- Er það rétt, að það komi fyrir almenn- ingssjónir, hverjir báru uppi kostnaðinn af síldarfluginu, og þó að þessar stofnanir séu taldar greiða kostnaðinn, eru það að mestu fiskimennirnir og útgerðar- mennirnir, sem bera uppi kostn- aðinrg -og vert að athuga það, þegar sagt er frá síldarleit úr lofti og kostnaði við hana. Ég vildi enn fremur leiðrétta það , sem fram hefir komið í ræðu Þormóðs Eyjólfssonar við umrætt.tækifæri, að Sveinn Bene- diktsson hafi einn stjómað síld- arleitinni síðast liðið sumar og tekist það pryðilega. Sannleikurinn er sá, að 3 menn vom kjörnir til að hafa á hendi framkvæmd síidarleitarinnar, að svo miklu leyti, sem með þurfti. Þessir menn vom: Richard Thors forstjóri, Sigurður Kristjánsson konsúll, Siglufirði, og Sveinn Benediktsson frkv.stj., Reykjavík. Mun þó þessi framkvæmd aðal- lega hafa hvílt á þeim Sigurði og Sveini; en af eðlilegum ástæð- um hefir R. Th. eigi getað haft nein vemleg afskipti af leitinni, mest vegna fjarvem sinnar frá síldarmiðstöðinni, sem er Siglu- fjörður, og hefir verið um síld- veiðitímann. Veit ég að Sigurður vann þarna verkið með Sveini, sem Þormóður þó virðist eigi vita eða hafa gleymt. Vildi ég láta það koma fyrir almennings- sjónir, að fleiri stóðu að síidar- leitinni en Sveinn einn. Eins .og áður segir, verður eigi séð, hverjar stofnanir stóðu að samsæti. fyrir flugmanninn af T. F. Örn, nema þá Síldarverksmiðj- Urnar. Ég býst við, að hinar stofnanirnar, og tala ég sérstak- Iega fyrir hönd Síldarútvegs- nefndar, hefðu viljað sýna hr. Erni Johnson þá vinsemd og virðingu, að .taka þátt í iumræddu hófi að Hótel Borg í .gær; en þeir Sveinn Ben. og Þormóður munu hafa gleymt hverjir stóðu að síldarfluginu með þeim, Hins vegar munu allir þeir, er síldarleitinni voru kunnugir s. 1. sumar og dæma vilja um það með sanngirni, telja, að hr. örn Johnson flugmaður hafi unnið sitt starf af frábærum dugmaði og árvekni, og fyrst þeir Þormóður og Sveinn vildu eigi gefa þessari stofnun, SUdarútvegsnefnd, tæki- færi, ásamt þeim í höfinu á Hótel Borg, að þakka ffugmanninum fyrir vel unnið starf, þá vildi ég hér með f .h. þessarar stofnunar, Síldarútvegsnefndar, — og veit ég að ég tala þar fyrir hönd allra nefndarman-na — bera fram virðulegt þakklæti til flugmanns- ins fy.rir, eins og áður segir.fram- úrskarandi árvekni og dugnað í starfi sínu við síldarleitina. Hins vegar, fyrst á þessi mál er drepið, er rétt að geta þess, að þótt misjafnir dómar — sér- staklega skipstjöra — komi fram um síldarleitina, þá er það alltaf svo, að engin starfsemi er alfull- komin. Svo er og um síldarflugið. Komið mun það hafa fyrir, að skip hafi þyrpst um of á einn stað og farið langleiðir, stundum án árangurs, eftir fréttum frá Síldarfluginu. En um það má eigi saka flugmanninn. Þessar til- raunirjneð síldarflugið standa til bóta. Fyrir forgöngu Síldarútvegs- nefndar var hér hafin síldarleit með flugvél danska eftirlitsskips- ins sumarið 1938. Stjómaði f. h. Síldarútvegsnefndar Sig. Krist- jánsson konsúll á Siglufirði á- 'samt foringja eftirlrtsskipsins síldarfluginu það sumiar og tókst það með ágætium. Um það skrif- aði S. Kr. grein í Morgunblaðið að vertíð lokinni og skýrði þar frá árangrinum. Sama sumar styrkti Sildarút- vegsnefnd flugferðir til sildarleit- ar með T. F. Örn með dálítilli fjárupphæð, og að mínu viti lánaðist þaö vel og kom að miklu gagni hvorttveggja. Þess vegna varð það, að síðast liðið vor var |um það rætt í Síldarútvegsnefnd, að halda þessum tilraunum á- fram, og fyrir atbeina hennar og með góðum skilningi ríkísstjórn- ar og áður nefndra stofnana var svo síldarleitin gerð s. 1. sumar, og verður væntanlega haldið á- fram með þvi að byggja ofan á þá reynslu, sem fengist hefir, og þá sérstaklega með góðu sam- starfi þeirra stofnana, sem koma til með að sjá um síldarleitina og bera uppi kostnað hennar. Hafnarfirði, 26./1. 1940. Óskar Jónsson. Afvegaleiiandi leiðtogar. Eftir Pétnr Signrðssra. „Afburðug mjög og ægifríð yfirstéttin á hverri tíð, ljóma varpar á löst og glys, leiðir fólkið til helvítis.“ Visu þessa hefir ort einn hinna snjallari menntamanna landsins; og gaf hann mér leyfi til að nota hana sem kjörorö eftirfarandi greinar. P. S. "C*F GUÐ getur ekki aðskilið réttlátan og ranglátan, en verður að iáta blítt og strítt ganga jafnt yfir báða, þá er ekki þess að vænta, að ég geti flokkað ‘ sundur saklausa og seka. Þessi orð min verða þvi að berast jafnt báðum til eyrna. Saklausa þurfa þau ekki að meiða, en hinir eiga ekki annað betra skilið. Fyrr á árum átti ég stundum í orðakasti við menn út af hinum lærðu og svo kölluðu mennta- mönnum. Átti ég þá stundum erfitt með að rökstyðja það, sem mitt innra auga sá og tilfinningar minar túlkuðu mér. En nú er ég búinn að lifa bráðum 50 ár og sjá dálítið af heiminum, og lesa nokkuð af speki hans. Ég stend því ekki lengur ráðafár og í vandræðum meö rök viðvíkjandi þeirri skoðun minni. Spámaðurinn segir: „Lýður minn! Leiðtogar þínir leiða þig afvega, og þeir, sem láta sig leiða, tortímast.“ Þetta er hinn sígildi sannleikur. Þeir menn, sem þekkinguna og lærdóminn eru alitnir að hafa, og ættu að vera þeim, sem neðar standa, fyrirmyndir, eru oft hið gagnstæða og sannkallaðir af- vegaleiðendur. Þeir menn, sem velja sig sjálfa fyrir Ieiðtoga fólksins, leiða það oft út í vand- ræðalíf og tortímingu. Ekki skort- ir á loforð um fyrirheitið land, en oftast fer þó svo, að lýðurinn ferst í eyðimörkinni. Það má kenna vantrú, möglun ogheimsku fólksins um, en fólkið er nú allt- af aðeins fólkið. Það eru hinir svokölluðu lær- dóms- og menntamenn, sem skap- að hafa og viðhaldið spillingu og kvölum heimsins. Þeir hafa kunn- að að kenna eitt, en aðhafast annað. Þeir hafa blekkt, ginnt og afvegaleitt óreynda og ófróða. Þeir hafa leikið sér að klækjum, fjárglæfrum og margháttaðri spillingu. Þeir hafa skapað og ræktað sjúkt og spillt tízkulíf, þar sem engin falleg stúlka getur verið óhrædd um fegurð sína og mannorð, og enginn ungur maður óhultur fyrir táldrægni drykkju- siða og villimennsku. Þeir hafa haldið við áfengisspillingu og slíku naufnalífi, sem orðið hefir kynslóðum og jafnvel heilum þjóðum falli. Og slíkt vand- ræðalíf hafa þeir kennt óreyndum og smælingjum, og haft áfengi og aðra skaðræðisvöru óspart á boðstólum fyrir þrælkaðan og af- skiptan verkalýð. Þeir hafa byggt Upp stéttaskiptingu og stéttaríg, byggt lúxushallir stórborganna og einnig skuggahverfi þeirra. Þeir hafa viðhaldið fátækt og eymd, skapað auðvald og óhóf, rekið nýlendukúgun og arðrán, verzlað með menn og málefni, verzlað með hernaðartæki og drápstól, og skapað þá viðskipta- samkeppni, sem hrundið hefir af stað hinum ógurlegu og blóðugu stríðum. Það voru hinir menntuðu og íærðu menn, sem afnámu guð, drápu sálina í brjósti mannsins, slökktu von hans og trú og eilífð- arvissu. Það voru þeir, sem leiddu hina sáldrepandi efnis- hyggju yfir þjóðirnar, útbreiddu guðleysi, rifu grundvöllinn undan hjónabandi og fjölskyldulífi, en réttlættu hórdóm, sem eðlilegan og sjálfsagðan hlut, báru siðgæð- ið fyrir borð, brutu alla mæli- kvarða þess, saurguðu bókmennt- ir og fagrar listir, og tóku vinnu- gleðina og lífshamingjuna frá mönnum og skildu þá eftir von- lausa og guðvana í heiminum. Það er fyrst í þeirra hópi, hinna rangnefndu menntamanna, að við verðum hrædd um börnin okkar, bæði um líkama þeirra og sálu, því likamann leitast tizkulíf þess- ara manna við að svívirða með drykkjudrabbi og ólifnaði, en sál- in er leidd burtu frá öllu háleitu, burt frá Guði og drepinn úr hungri í andlegu hallæri þeiraar ómenningar og tízkulifs, sem menn hafa málað utan með menn- ingargyllingu, líkt og skækjan málar varir sínar og kinnar. Það eru þessir menntamenn, sem slökt hafa þann eld, sem mann- sálin hefir bezt ornað sér við, og bezt hefir brætt kuldann og ís- inn úr gleði manna. Og við ösku þess kulnaða báls hafa þeir skil- ið við bjargþrota menningu, þar sem menn reka rýtinginn í brjóst hvers annars, og kenna hver öðr>- um um, að sá turn er bruninn. sem átti að ná upp til himins- ins, sá heimur í rústum, sem átti að verða guðsríkí þeirra, og að sá efnisheimur, sem átti að full- nægja öllum þeirra girndum og nautnasýki og verða þeim dún- mjúkur beður makinda og sælu- lífs, er nú orðinn þeim fanga- búðir, gálgi og píningarkjefi. En sú er ein bót I máli, að við öll tækifæri er hægt að drekka og kæfa vanvit sitt i ólgusjó ölæðis ins. Það er hægt að slá upp drykkjuveizlu þegar líf fæðist og þegar líf deyr. Það er hægt aó hafa drykkjuveizlu þegar barn er skírt eða fermt, en einnig þegar heiðvirður bóndi er grafinn. Það er hægt fyrir hinn menntaðaheim að slá upp drykkjuveizlu og drekka erfi bæði Guðs, manns- sálarinnar og þess tízkuheims, sem verið er að kasta rekunum á, og í þeirri drykkjuveizlu geta hínir lærðu menn sett upp ein- kennishúfur til merkis um menn- Rrh. á 4. síðu. 2729S tðlnr á 5 anra stykkið, seljum við meðan birgðir endast. Um 100 tegund- um úr að velja. Einnig nokkur þúsund skelplötu- og tau- tölur á 2 aura stykkið. K. Einarsson & Biðrnsson. Bankastræti 11. JfHN DICKSON CARR: Morfiin í vaxfflpdasafninu. 39. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og horfði hugsandi á ljósakrónurnar. — Auðvitað veit ég það ekki fyrir víst. En þó er margt, sem hægt er að fara eftir. Við minnumst þess, að frú Martel fullvissaði okkur um það, að Claudine hefði aldrei borið neitt skraut á sér, perlur. gimsteina eða þess háttar. Svo að það hefir sennilega verið einn af þessum. Upp úr skrifborðsskúfunni tók hann ofurlítinn silfurlykil. Ég horfði á Bencolin og hann kinkaði kolli. — Það hefir verið lykill Claudine Martels sjálfrar, bætti hann ,við og kastaði lykli Robiquets á borðið. Ég get ekki hugsað mér neinn annan hlut, sem morðinginn hefir viljað leggja svo mikla áherzlu á að ná í. — En hvers vegna þurfti morðinginn á honum að halda? Hvers vegna lagði hann svona mikið í hættu til þess að ná í hann? Hvernig sem því er nú varið, þá upplýsist það mál bráðum. Og hann náði í lykilinn. Þá dettur honum skyndi- lega í hug að fleygja líkinu í fangið á hafurfætlingnum. Hann gerir það. Og hvað skeður svo? Ljósin slokkna í safninu, því að ungfrú Augustin þykist nú þess fullviss, að enginn sé þar inni og sér þá ekki ástæðu til að hafa lós þar lengur. Ekki hafa liðið meira en fimm mínútur frá því, að hann myrti stúlkuna. Hann opnar safnshurðina, læðist út í ganginn og kemst út á Boulevard de Sebastopol. Og hann hlýtur að vera steinhissa á því, hvers vegna stúlkan, sem var vitni að verkn- aði hans, hefir ekki gert lögreglunni aðvart. — Jæja. Ef nú þessi kenning þín er rétt, hvers vegna gerði hún þá ekki lögreglunni aðvart? — Vegna þess, að hún óttast lögregluna eins og heitan eld- inn. Hún vildi ekki með neinu móti, að lögreglunni væri bland- að 1 þetta mál, vegna þess að hún hefir sjálf ekki hreinan skjöld. jafnvel þótt hún sé ekki sek um morð. Hún vildi ekki að lögreglan tæki sér neitt það fyrir hendur, sem leitt gæti til þess, að upp kæmist um félag svartgrímumanna. Og þér mun sjálfum vera ljóst, hvað það var, sem hún gerði. — Ég get gizkað á það, sagði ég. — Samt sem áður er dá- lítið einkennilegt við þetta allt saman. Þú segist álíta, að morðinginn hafi farið inn í safnið áður en lokað var um kvöldið. — Já. — Og hafi farið inn um aðaldyrnar og keypt sér aðgöngu- miða. — Já. — Og því í skollanum spurðir þú þá ekki ungfrú Augustin, hverjir hafi komið inn í safnið um kvöldið? Þeir hafa ekki getað verið svo margir. Hún hefir hlotið að sjá morðingjann. — Vegna þess, að hún hefði ekki sagt okkur það, heldur einungis aðvarað morðingjann. Sjáðu nú til. Ég hefi mínar grunsemdir um það, að morðinginn sé meðlimur félags Svart- grímumanna. Nú vitum við það, að ungfrú Augustin, þó að hún kæri sig ekki um að hilma yfir með morðingjum, þá vill hún þó að minnsta kosti hlífa félagi svartgrímumanna við öllum eftirgrennslunum lögreglunnar. Því að ef kæmist upp um starfsemi þess félags. hlytu tekjur hennar að minnka að miklum mun. Hugsið yður .að, að nokkrir af meðlimum fé- lagsskaparins hafi farið inn um safndyrnar þetta kvöld, og þá getið þér rétt ímyndað yður, hvort hún færi að gefa lýsingu á þeim. — Ég býst við ekki, sagði ég. — Jæja þá. Og þegar við vitum það nú, að lögreglan er að leita að einum þeirra, hefði hún getað komið þeim skila- boðum til allra meðlimanna þessa nótt, að vera vara um sig. Hvað oft á ég að segja þér, Jeff, að okkur er nauðsynlegt, að telja lögreglunni trú um, að þetta morð sé framið til fjár. Manstu það ekki, að serinilega hefir ungfrú Martel aldrei á æfi sinni komið inn í vaxmyndasafnið. — Þú verður að minnast þess, að í þessum félagsskap eru sumir frægustu og mestu valdamenn Frakka. Við getum ekki gert hneyksli. Og ég er viss um, að ungfrú Augustin er að einhverju töluverðu' leyti við þetta mál riðin. En samt veit ég ekki ennþá, í hverju þátttaka hennar er fólgin. En ég skal nú komast fyrir það. áður en þessu máli er lokið. Ef faðir hennar vissi, að hún gerir annað en að selja aðgöngumiðana . . Hann var ennþá einu sinni að kveikja 1 vindlingnum, en það hafði slokknað í honum oft þetta kvöld. En allt í einu breytti hann svip og starði út í loftið. Eldspýtan brann upp, en hann veitti því ekki athygli. Varir hans bærðust. •— ... selja aðgöngumiða . . . ef faðir herinar vissi . . . Hann stóð á fætur og gekk um gólf i æstu skapi. — Hvað er að? spurði ég. En hann virtist ekki taka tótir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.