Alþýðublaðið - 29.01.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.01.1940, Blaðsíða 3
MANUDAGUR 29. JAN. 1910. ALÞÝÐUBLAÐIð GREINARGERÐ FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA: Heilbrigðismálin. i ; / «— ---------——-----------• ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓKI: F. R. VALDEMARSSON. I fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSGN. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverflagötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heinaa). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN •-------------------------• Viðskiptin við átlðnl. SFRAX í upphafi þess ófrið- ar, sem nú stendur yfir, var það augljóst, að hann myndi verða háður með óvægnum vopnum á sviði viðskiptalífsins ekki síður en á sviði hernaðarins sjálfs, á svipaðan hátt og heims- styrjöldin, síðustu árin, sem húri stóð. Að sjálfsögðu hafa þó öll þau lönd, sem standa utan ófriðarins, gert ákveðna kröfu til þess að fá óáreitt að halda áfram verzlun við báða ófrið- araðila með allar þær vörur, sem ekki teljast ófriðarbann- vörur samkvæmt alþjóðalögum. Það er þeirra réttur, og ekkert þeirra getur góðfúslega sætt sig við það, að á hann sé gengið. En það er augljóst, að aðstaða hlutlausu landanna er mjög misjöfn til þess að gera þennan rétt sinn gildandi. Og að því er ísland snerti, þurfti þegar í upphafi ekki að ganga að því gruflandi, að það myndi reyn- ast torsótt vegna legu landsins. Ríkisstjórnin sendi þó eins og kunnugt er samninganefndir snemma í október til þess að ræða við brezk og þýzk stjórn- arvöld um möguleikana á á- framhaldandi viðskiptum bæði við England og Þýzkaland. Læt- ur að líkindum, að ríkisstjórnin hafi lagt mikla áherzlu á það, að þau viðskipti gætu haldizt, þrátt fyrir ófriðinn, því að Eng- land og Þýzkaland hafa verið aðalviðskiptalönd okkar og sumar íslenzkar afurðir verið ó- seljanlegar annars stáðar. Þó að starfi þessara nefnda væri lokið nokkru fyrir jól, hef- ir hingað til ekki verið látið neitt opinberlega uppi um ár- angurinn af því annað en það, sem Stefán Jóh. Stefánsson fé- lagsmálaráðherra lýsti yfir í út- varpserindi sínu um félagsmál og utanríkismál á árinu, sem leið, að samningar hefðu hvorki verið gerðir við brezku né þýzku stjórnina. En það er þó vitað, að með viðræðum nefnd- anna við brezk og þýzk stjórn- arvöld tókst að tryggja áfram- haldandi viðskipti við útlönd, einnig ófriðarþjóðirnar, meðan á viðræðunum stóð. Bera verzl- unarskýrslurnar fyrir nóvem- ber þess órækt vitni, enda er það vel kunnugt, að ísfisksölur togaranna héldu áfram allan þann mánuð bæði í Englandi og Þýzkalandi. Aðalhlutverk nefndanna átti þó að sjálfsögðu að vera það, að tryggja, að viðskipti íslands við önnur lönd, þar á meðal Eng- land og Þýzkaland, gætu hald- ið áfram á sama hátt og áður, á meðan ófriðurinn stæði. Var af hálfu íslands lögðu höfuðá- herzla á það. Og einmitt vegna þées, að það fékk«t ekki tryggt Á mun ég minnast á nokkra þætti heilbrigðis- málanna. Verður þá fyrst fyrir hendi ríkissjúkrahúsin og rekstur þeirra. Eins og kunnugt er, hefir ríkið með höndum rekstur landsspíitalans, holds- veikraspítalans, geðveikrahæl- anna á gamla og nýja Kleppi, berklavarnahælin á Vífilsstöð- um, Kristnesi og nú einnig Kópavogshælið. Það, sem hér fer á eftir, lýtur að rekstri þessara stofnana. BikiselúkraMsia. Rekstrarhalli sjúkrahúsanna fyrstu 9 mánuði ársins 1939, var minni en á sama tíma árið áð- ur, og útlit var fyrir að minni munur yrði á áætlun fjárlaga og reikningum en áður hefir verið. Á síðustu mánuð- um hefir þetta breytzt nokkuð vegna verðhækkunar af völdum stríðsins, en hún snertir mjög rekstur sjúkra- húsanna, og má þar til dæmis nefna hina miklu verðhækkun á kolum. Sjúklingafjöldi á spítölunum var líkur og árið 1938. Reykja- hælið var lagt níður um ára- á viðunandi hátt, voru engir samningar gerðir við stjórnir Englands og Þýzkalands. Það eru því rakalaus ósann- indi og ekkert annað, sem blað kommúnista hélt fram á fimmtudaginn í vikunni, sem leið, að ríkisstjórnin hér hefði gert nokkurn verzlunarsamning við brezku stjórnina, Blaðið hélt því fram þessari staðhæf- ingu til stuðnings, að brezki stríðsviðskiptaráðherrann hefði lýst því yfir, að búið væri að gera samninga milli Englands og íslands. En einnig þetta er ósannindi af hálfu kommúnistablaðsins. Eft- ir áreiðanlegum upplýsingum, sem borizt hafa hingað, sagði brezki stríðsviðskiptaráðherr- ann ekki, að búið væri að gera samninga milli Englands og ís- lands, heldur að lokið væri samninga viðræðu m við ís- land, Það er töluvert annað, eins og sjá má af hliðstæðum yfirlýsingum um samningaum- leitanir Belgíu og Englands. í sama skiptið og brezki stríðsvið- skiptaráðherrann gat þess, að samningaviðræðum væri lokið við ísland, hafði hann nákvæm- lega sömu orð um samningaum- leitanirnar við Belgíu. En nú rétt fyrir helgina barst ný frétt um þær og hljóðaði hún á þá leið, að samningar myndu nú að öllum líkindum verða gerðir innan skamms milli Belgíu og Englands. Má af þessu sjá, hve ósvífin rangfærsla það er af kommúnistablaðinu, að túlka orð brezka stríðsviðskiptaráð- herrans um viðræðurnar við ís- land þannig, að hann hefði sagt, að búið væri að gera samning milli þess og Englands. Hitt er svo allt annað mál, að einstakir menn og fyrirtæki á sviði viðskiptalífsins hafa ráð- izt í það upp á eigin spýtur að stofna sameiginlega viðskipta- nefnd með fulltrúum einnig frá brezkum innflytjendum og út- flytjendum, til þess að greiða fyrir viðskiptum milli íslands og útlanda meðan á stríðinu stendur. En ríkisstjórnin á eng- an þátt í þeirri nafndarstofnun. ----------+--------- mótin 1938 og 1939, en sjúkl- ingafjölgun varð allmikil á Vífilsstöðum, eða hér um bil sem nam þeim f jölda, sem áður var á Reykjahæli. Á síðustu árum hefði sjúkl- ingum og legudögum farið fjölgandi frá ári til árs og rekst- urinn því orðið umfangsmeiri en nú má segja, að slík fjölg- un sé ekki möguleg lengur nema með nýbyggingum. í landsspítalanum hefir t. d. starfsfólkinu, sem bjó í spítal- anum, verið fenginn bústaður út í bæ, svo að þar er nú rúm fyrir allt að 150 sjúklinga í stað hundrað, sem áætlað var í upp- hafi að spítalinn gæti tekið. Á öðrum spítölum hefir sjúklinga- fjölgunin farið mjög í sömu átt, og þó jafnan erfiðleikar á að sinna kröfum um sjúkrahús- vist. Þetta hefir aftur haft í för með sér, að kostnaður hefir farið vaxandi t. d. greiðir landsspítalinn nú rúmlega kr. 12 þús. á ári í húsaleigu vegna starfsmanna, sem vistaðir eru utan spítalans. Af nýbyggingum við ríkis- sjúkrahúsin eru einkum aðkall- andi að reisa deild fyrir órólega, geðveika sjúklinga á Kleppi, og að endurnýja sóttvarnahús ríkisins, sem má heita ónothæft. Um áramótin síðustu færði kvenfélagið „Hringurinn“ ríkinu að gjöf Kópavogshælið með öllu tilheyrandi, og verður það rekið sem ríkisspítali, en eins og áður, sem berklahæli. Rekstur spítalabúanna á Víf- ilsstöðum og Kleppi hefir geng- ið að óskum á þessu ári, þannig, að bæði skila arði, auk hins beina og óbeina hagnaðar, sem spítalarnir jafnan hafa af þessum búrekstri. HaneMiinaiiéfeiir. Eitt af því, sem merkilegast má teljast og við kemur heil- brigðismálum, eru manneldis- rannsóknir þær, sem hófust á s.l. ári. Á síðari árum, hafa menn víða um lönd tekið upp skipulagsbundnar rannsóknir á manneldinu, sem hafa leitt í ljós ýmiskonar fróðleik. Um þetta mál var farið að ræða hér á landi ekki sízt fyrir það, að landi vor, dr. Skúli V. Guð- jónsson, prófessor, hafði nokkuð starfað að þessum málum í Danmörku, þar sem hann hefir um margra ára skeið gegnt ýms um vandasömum störfum á sviði heilbrigðismála. Hann kom hingað á s.l. ári og ræddi við ríkisstjórnina um þetta mál. Að tilhlutun ríkisstjórn- arinnar var svo hinn 27. febr. síðastliðinn skipuð nefnd til þess að athuga um heppilegasta tilhögun manneldisrannsókna hér á Iandi, — ef í þær yrði ráðist, svo og að gera áætlun am kostnað við þær rannsókn- ir. í nefnd þessa voru skipaðir af ríkisstjórninni, dr. Skúli V. Guðjónsson, prófessor, Vil- mundur Jónsson, landlæknir, tilnefndur af tryggingarstofnun ríkisins Jóhann Sæmundsson, tryggingaryfirlæknir, Júlíus Sigurjónsson, háskólakennari, tilnefndur af Læknafélagi Reykjavíkur og Níels Dungal, prófessor. Nefnd þessi skilaði svo áliti til ríkisstjórnarinnar hinn 21. apríl $.1., og gerði hún tillögu um að »kipa íérstskt mann- eldisróð, er hefði með höndum manneldisrannsóknir hér á landi, og yrðu í þessu skyni veittar 20 þúsundir króna. — Ríkisstjórnin tók þetta mál til athugunar og ákvað að leggja fram fé úr ríkissjóði í þessu skyni og skipa manneldisráð. í ráð þetta var skipað 5. júní s.l. og urðu þessir menn fyrir val- inu: Vilmundur Jónsson, land- læknir, formaður, Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri, Níels Dungal, prófessor, Júlíus Sigurjónsson háskólakennari, Sigurður Sigurðsson, berkla- yfirlæknir, Jóhann Sæmunds- son, tryggingaryfirlæknir, og Vilhjálmur Þór, bankastjóri. Ráð þetta hefir nú starfað síðan, og gert ítarlegar rann- sóknir og ráðstafanir í þessu skyni. Samkvæmt áætlun undirbún- ingsnefndar, beinast manneldis- rannsóknir þær, er nú standa yfir, fyrst og fremst að þvi að afla vitneskju um mataræði landsmanna eins og það nú er, og almennt heilsufar í því sam- bandi. Hafa í því skyni verið valin heimili víðs vegar um landið til þess að gera nákvæmar skýrsl- ur um magn og tegundir þeirra matvæla, sem neytt er um eins árs skeið; jafnframt fer fram læknisskoðun á heimilisfólkinu. Rannsóknir þessar hófust á nokkrum stöðum í júlímánuði, og síðan eftir því sem við varð komið. í Reykjavík og nærliggjandi stöðum var ekki byrjað fyrr en í september og október. Af sér- stökum ástæðum várð nokkur dráttur á því að læknisskoðun gæti almennt farið fram, en nú er fyrri skoðun þó að mestu lokið. Framkvæmdastjóri Júlíus Sigurjónsson hefir ferðast um eftir því sem ástæður hafa leyft og leiðbeint við skýrslugerðina. Auk þessara rannsókna fara fram rannsóknir á næringar- gildi ýmissa innlendra fæðuteg- unda, og mun bæjarsjóður Reykjavíkur styrkja þenna þátt rannsóknanna af fé því, er ætl- að var til matvælarannsókna á fjárhagsáætlun Reykjavíkur s.l. ár. Um árangur rannsóknanna verður ekki dæmt að svo komnu, en horfur er á því, að skýrslugerðirnar muni yfirleitt takast vel þrátt fyrir erfiða að- stöðu að ýmsu leyti, og má þvi vænta þess, að niðurstöðurnar reynist mjög þýðingarmikill grundvöllur undir allar frekari rannsóknir á þessu sviði, auk þess fróðleiks, sem þær hafa beint að flytja. Hins vegar er það ljóst, að ekki er hægt að búast við því, að með byrjunar- rannsóknum sem þessum, er að- eins ná til eins árs tímabils, tak- ist að fá gagngerða úrlausn á þessum málum. Fyrst og fremst ætti að vinnast á þessu ári mik- ilsverð reynsla um það, hvernig hagkvæmast sé að haga fram- vegis manneldisrannsóknum hér á landi. Berklamnir. Síðast undir þessum mála- flokki skal ég minnast nokkrum orðum á berklavarnir og ráð- stafanir í því sambandi. Eins og alkunnugt er, hefir berklaveiki verið mjög maim- skseð hér á landi, og um »k*ið eitt örðugssta viðfangsefni heil- brigðismálanna. Árið 1903 voru fyrst sett lög um berklavamir, og síðan hefir mikið miðað á- fram um endurbætur, bæði hvað snertir löggjöf og fram- kvæmdir. Með berklavarnalögunum 1921 var vafalaust stigið stórt skref í áttina til útrýmingar berklaveikinni hér á landi. Með þeim lögum var berklasjúk- lingum veitt ókeypis vist á sjúkrahúsi eða hæli, ef efnahag þeirra var þannig háttað, að þeir voru taldir eiga örðugt með að standa straum af kostn- aðinum. Afleiðing þessarar lagasetn- ingar varð sú, að reynt var að koma öllum, er leituðu læknis vegna berklaveiki, í sjúkrahús eða hæli, ef sjúkdómurinn var á því stigi, að slíkt væri talið nauðsynlegt sjálfra þeirra vegna eða annarra. Hefir þetta vafa- laust varnað því, að margir smituðust og sýktust af berkla- veiki, og einnig aukið til muna batahorfur sjúklinganna. Stórum virkari berklavarnir hefjast hér á landi er berkla- varnarstarfið er falið sérstök- um manni, bekrlayfirlæknin- um, árið 1935. En þá er horfið að róttækari vörnum gegn því að heilbrigðir smitist af berkl- um, með því að leita beinlínis smitberana, sjúka og ósjúka, uppi og að fylgjast síðan sem bezt með heilsufari hinna berklaveiku. Hefir þessi berkla- varnastarfsemi síðan aukist ár frá ári, svo að á s.l. ári voru starfandi sex berklavarna- stöðvar á landinu, auk þess sem berklavamalæknirinn ferðast um landið árlega og rannsakar fólk á öðrum stöðum en þar sem stöðvarnar starfa. Má gera ráð fyrir að á s.l. ári hafi verið rannsakaðir í berklavarnaskyni um 20 þúsund manns hér á landi, eða um 16% allra lands- manna, þ. e. um sjötti hver maður. Af þessum 20 þúsundum má telja, að um 12 þúsund hafi verið „röntgen“-rannsakaðir, og mun það vera hærri tala, miðað | við fólksfjölda, en í nokkru ná- | grannalandi voru, og þótt víðar sé leitað. Á síðasta þingi var berkla- varnalögunum breytt og þau samræmd hinni nýju skipun berklavarnastarfseminnar. Er gert ráð fyrir því í lögum þess- um, að berklavarnastarfsem- inni verði haldið áfram í því horfi, sem nú er hafið (sbr. 2. og 3. gr: laganna): Ýmsum kann Hindabltga ný daglega. Harðfiskur. Rikliugur. ‘ ■ ''il Smjör. Ostar. Egg. ^ • , ■' ‘V KOMIÐ. SÍMIÐ. SKND»: BREKKA SSmar 1678 eg 2148. TJARNARBÚÐIN. »««i 357«. að finnast að mjög sé höggvið nærri frelsi einstaklinga með lögum þessum, þar sem gert er ráð fyrir að skylda megi ein- staklinga og heimili til að gang- ast undir berklarannsókn, ef sér- stök ástæða er til að ætla, að um smitandi berklaveiki sé að ræða. Enn fremur að úrskurða megi smitandi berklasjúklinga í sjúkrahús eða hæli, ef sérstök nauðsyn ber til. Frá þjóðfélags- legu sjónarmiði eru þó ákvæði þessi nauðsynleg, svo að fáum einstaklingum verði eigi látið haldast uppi að hindra að ár- angur verði af hinni víðtæku berklavarnastarfsemi. En ör- uggt má telja, að sjaldan muni þurfa að grípa til ákvæða þess- ara, þar sem reynsla síðari ára hefir sýnt, að almenningur er mjög fús á að undirgangast berklarannsóknir og yfirleitt boðinn og búinn að veita þeim, er þær rækja, álla aðstoð. Þá er enn fremur í lögunum gert ráð fyrir því, að reynt verði að bæta kjör berklasjúklinga, er bata hafa fengið, en það er mjög mikilsverður þáttur í berkla- baráttunni. Má vafalaust telja lagabálk þenna einn hinn þýð- ingarmesta frá síðasta alþingi, enda hin ítarlegustu berkla- varnalög, sem nokkurs staðar hafa verið lögfest. Lítur út fyrir að berklaveik- in, sem svo hart hefir leikið þóðina hina síðustu manns- aldra, og virzt ósigrandi, sé nú loks á undanhaldi. Síðan 1930 er berkladauðinn var í hámarkí (232 dánir) hefir hann rénað um meira en helming (1938, 106 dánir) og munar mestu hin síð- ustu ár. Má vafalaust meðfram þakka það berklavarnastarf- seminni og enn vænta aukins árangurs, ef sleitulaust verður fram haldið sem nú horfir. MuMtelini: iiaie Frakkar cvona marga skriðdreka?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.