Alþýðublaðið - 30.01.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.01.1940, Blaðsíða 2
AL8»ÝÐUBLA@B0 ÞRIÐJUDAGUR 30. JAN. 1940 ” n'^'3 3E 13B IÍIXI31~T*J LI1LA HAFMEYJAN AUrittfjvitt\ 61) Þá sá hún systur sínar stíga upp úr hafinu. Þær voru fölar, eins og hún, og þær höfðu klippt af sér hárið. — Við höfum gefið galdranorninni hárið, en í þess stað hefir hún fengið okkur hníf. Áður en sólin kemur upp, verðurðu að stinga prinsinn í hjartað og þegar blóð hans drýpur á fætur þér, færðu aftur sporð eins og við — og þú getur lifað í þrjú hundruð ár. 62) Litla haf- meyjan leit inn í tjaldið og sá brúðina sofa með vangann á brjósti prinsins, og hún kyssti hann á ennið. Svo kastaði hún hnífnum í sjóinn. Svo horfði hún í síðasta sinn á prinsinn og fleygði sér svo í hafið, því að hún fann, að hún var að verða að froðu. 63) Nú kom sólin upp — og litla hafmeyjan sveif upp í himininn og hún sá mörg hundruð yndislegar verur svífa fyrir ofan sig. Litla hafmeyjan sá, að hún hafði samskonar líkama og þessar verur. 64) Og litla hafmeyjan rétti hina björtu arma sína móti sólunni. Hún sá prinsinn horfa með döprum svip ofan í hafdjúpið, því að állir héldu, að hún hefði dottið í sjóinn. Hún kyssti brúðina á ennið og sveif svo upp í skýin. til kaupenda út um land. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svö sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. Póstferðir á morgun. Frá Reykjavík Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Laugarvatn, Hafn- arfjörður, Álftanesspóstur. Tii Reykjavíkur Mosfellssveitar-, Kjal arness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Hafnarfjöröur, Snæ- felisnesspóstur, Breiðafjarðarpóst ur, Akranes, Borgames, Húna- vatnssýslupóstur, Skagafjarðar- sýslupóstur, Daiasýslupóstur, Austur-Barðastrandasýslupóstur Strandasýslupóstur. JOHN DICKSON CARR: Morðin í vaxmyndasafniiiu. 40. mér. Hann gekk fram og aftur um gólfið og hló annað slagið og tautaði: — Mér þætti gaman að vita hver gimsteinasalinn ér. Við þurfum að finna gimsteinasalann. Svo settist hann niður. Hann var nú aftur í góðu skapi og lék við hvern sinn fingur. Svo tó khann glas sitt og saup á því. — Taktu nú eftir, sagði hann. — Nú drekk ég skál einhvers sniðugasta morðingja, sem ég hefi komizt í kynni við um dagana. wm, v t f XII. KAFLI. • Á SAMKOMU SVARTGRÍMUMANNA Ljóskerin varpa birtu á votar gangstéttirnar. Bílarnir renna um strætin og mikil mannaþröng er á gangstéttunum. Ég horfði rólega á mannfjöldann, enda þótt ég ætti nú fyrir höndum hina hættulegustu för. Ég hafði silfurlykilinn í vas- anum og grímu í brjóstvasanum. Á síðustu stundu hafði ráðagerð Bencolins breytzt. í upphafi hafði hann ætlast til þess, að koma hljóðnema fyrir i herbergi nr. 18, en það gat orðið mjög hættulegt. Þá hefði orðið að leggja víra út um gluggana og upp á þakið. Og þegar þess er UMRÆÐUEFNI Þjóðargrafreiturinn á Þing- völlum. Er hann á heppileg- um stað? Hverjum ber að hvíla í þjóðargrafreit okkar? Reynsla Frakka. Mennirnir, sem lifa, og þeir, sem gleym- ast. — Sveitakona um Pétur Sigurðsson og ljótar myndir. Islenzkukennsla og vel og illa þýddar bækur. —o— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— YRSTI ÍSLENDINGURINN hefir nú verið jarðsettur í þjóðargrafreit á helgasta stað þjóð- arinnar, að Þingvöllum. Það sómir sér vel, að það skyldi vera hinn djúpvitrasti skáldspekingur þjóð- arinnar, sem varð fyrsti maður, og komandi kynslóðir munu staldra við gröf hans á Þingvöllum og rifja upp Ijóð hans. Þjóðargraf- reitur er og sjálfsagður að mínu áliti. Stórmenni þjóðarinnar eiga að vísa óbornum leiðir og dæmi þeirra eiga að hvetja þá til afreka fyrir land sitt og þjóð. EN ÉG VIL BENDA Á HÆTTU, sem þessu fylgir, og sem þeir, sem ráða þessum málum nú, ættu að fyrirbyggja nú í upphafi. Það er hætt við því að augnablikstilfinn- ingar einstakra manna eða jafnvel þjóðarinnar í heild geti gert hinn helga þjóðargrafreit . að nokkurs konar almenningi. Þar með yrði grafreiturinn lítils virði og tapaði helgi sinni og áhrifum. Það gæti komið fyrir að hann yrði hafður í flimtingum og að hið reykvíska slagorð: „Allir út á völl,“ yrði hvað þetta snertir notað um Þing- velli og þjóðargrafreitinn þar. FRAKKAR hafa nokkurs konar þjóðargrafreit. Þeir kórsetja af- burðamenn sína í Pantheon. Árið 1885, þegar Victor Hugo dó, átti að setja hann í Pantheon, en þá hafði enginn verið kórsettur síðan 1851. Það kom nú upp úr kafinu, að ekkert rúm var fyrir Hugo, og var þá farið að rifja upp hverjir væru fyrir. Það kom upp úr kaf- inu, að þarna voru lík manna, sem voru svo að segja algerlega gleymdir. Það hafði að vísu farið mikið fyrir þeim á þeim tíma, er þeir lifðu, en lífsstarf þeirra hafði verið svo tímabundið, að það lifði ekki tvo til þrjá áratugi, hvað þá lengur. Þetta varð þess valdandi, að Frakkar settu lög um það, að engan mætti setja í Pantheon fyrr en allmörgum árum, mig minnir 25 árum, eftir að þeir hefðu látizt. Sem dæmi má geta, að Emil Zola hvílir í Pantheon, en gröf hans og minnisvarðinn á henni er enn í kirkjugarðinum þar sem hann var upphaflega jarðsettur. EN HVERJA eigum við íslend- ingar að láta hvíla í þjóðargraf- i reit okkar? Þetta er vandasöm spurning og þó ac$ ég svari henni hér, þá segi ég alls ekki að það svar hljóti að vera það eina rétta. DAGSINS. Ég tel að enga megi láta hvíla í þjóðargrafreit nema sem eru af- burða skáld, vísinda- eða fræði- menn. Réttara sagt: í þjóðargraf- rert eiga ekki aðrir að hvíla en þeir, sem eru ótímabundnir menn, það er menn, sem hefðu getað verið jafnimklir afburðamenn sem þeir voru á hvaða tíma sem þeir hefðu lifað. Ég hefi látið hugann reika til allra stórmenna, sem við höfum átt síðustu öldina eða rúmlega það, og það eru aðeins 4 menn, sem ég tel að sjálfsagt hefði verið að láta hvíla í þjóðargrafreit okkar: Jónas Hallgrímsson, Bólu-Hjálm- ar, Jón Sigurðsson og Einar Bene- diktsson. Þeir eru ef til vill fleiri. MARGIR MUNU SEGJA: En hvað um stjórnmálamennina? Og það er von. Stjórnmálamennina ber mjög hátt meðan þeir lifa, en stjórnmálin og stjórnmálaatburð- irnir eru eins og öldurnar, sem rísa og falla. Þær hverfa og aðrar öldur rísa og hverfa. Stjórnmálamenn- irnir marka spor í þjóðlífið, en hvað er langt þar til önnur spor eru höggvin vegna þess, að hin fyrri eru orðin of þröng fyrir hina öru þróun þjóðfélagsins? Þá munu ýmsir ef til vill segja: En braut- ryðjendur voldugra hreyfinga og samtaka. Manni dettur í hug al- þýðuhreyfingin og samvinnuhreyf- ingih. En útlendar fyrirmyndir hafa skapað þessar hreyfingar. Af burða skáld og afburða listamenn og fræðimenn framleiða sigild verðmæti. Hvenær munu íslend- ingar gleyma Jónasi, Einari og Hjálmari og hvenær Jóni forseta? Aldrei. Það er alveg óhugsandi, hvað svo sem menning lándsins myndi breytast. Þó að þjóðin öll velti sér í auði, allsnægtum og glæsilegri hámenningu, þá myndu allir þessir menn verða daglega á vörum þjóðarinnar. og þó að þjóð- in missti allt sjálfsforræði sítt og yfir hana steyptist ægiflóð örbirgð- ar og þjáninga, þá myndi enginn gleyma neinum þessara manna, meðan nokkur íslendingur stæði uppi. EN HVERJA AÐRA af íslend- ingum myndu íslendingar. muna hvernig svo sem viðhorfin breytt- ust? Ef Vilhjálmur Stefánsson væri íslendingur raunverulega, þá ætti hann að grafast í þjóðargraf- reit okkar. Æfistarf hans gleymist aldrei. Ef Thorvaldsen og Niels Finsen hefðu raunverulega verið íslendingar, þá ætti að flytja bein þeirra í þjóðargrafreit vorn. Hverjir eru eftir? Ég er í vafa um að rétt hafi verið að velja þjóðar- grafreitnum stað á Þingvöllum. Þeir eru að vísu hjarta þjóðarinn- ar, en þeir eru, eins og gáfaður maður sagði við mig í gær, minn- i isvarði yfir sjálfa sig og söguríka fortíð. Með því að setja þar þjóð- argrafreit grípum við sjálfir inn í söguna, skrifum nýtt blað í sögu þessa helga staðar. Batnar sagan við það eða spillist? Var ekki heppilegra að byggja grafhýsi yfir stórmenni okkar á öðrum fögrum og tilkomumiklum stað? SVEITÁKONA skrifar mér og er fúl út í Pétur Sigurðsson. Ræð ég af bréfi hennar, að Pétur hafi vítt sveitakonur fyrir sóðaskap. Ég trúi því ekki, að P. S. hafi far- ið með neitt fleipur eða staðlausa stafi, og sízt af öllu trúi ég því, að P. S. hafi talað um sóðaskap hús- freyja í sveitum landsins svo und- antekningarlaust og þessi kona vill vera láta. Pétur er umbótasinnaður maður og ræðst oft á það, sem mið- ur fer. Það er alltaf erfitt verk og vanþakklátt. Sama kona skrifar mér og segist hafa ætlað að gefa barnabarni sínu bókina Sumardag- ar eftir Sigurð Thorlacius í jóla- gjöf, en myndirnar í bókinni séu svo hraksmánarlegar, að skömm sé að. Ég verð að játa það, að þess- ar myndir eru ekki neitt sérstak- lega fagrar. SIGURÐUR KRISTJÁNSSON á Húsavík skrifar mér eftirfarandi bréf: ,,í útvarpserindi hr. Björns Guðfinnssonar, er prentuð er í Al- þýðubl. 8. þ. m., telur hann, að til þess að hægt sé að skera úr um hvaða framburður íslenzku sé rétt- astur, þar sem á greinir milli landshluta, þurfi ýtarlegar rann- sóknir. Frá mínu leikmanns-sjón- arfiði get ég þó ekki betur séð en að um a. m. k. tvö atriði megi þeg- ar ákveða. Og sé ástæða til að vinna að samræmingu framburðar í landinu, þá sé fyllilega tímabært að byrja á þéim. Þessi atriði eru: 1. Linmælska Sunnlendinga o. fl., er þeir segja t. d. taga í stað taka, taba í stað tapa, sedja — eða jafn- vel seda í stað setja o. s. frv. Mér finnst allir hljóti að verða sam- mála um það, að þarna sé fram- burður Norðlendinga réttari, og beri því að vinna að því að koma honum á. 2. Harðmælska Norð- lendinga, er þeir segja kvalur í stað hvalur, kver í stað hver o. s. frv. Þarna finnst mér sjálfsagt að vinna að þvi að koma á framburði Sunnlendinga.“ „ÞEIR, SEM UNNA ÍSLENZKRI TUNGU — og það munu flestir ís- lendingar gera —, er gleðiefni öll fræðsla, sem miðar að viðhaldi hennar og fágun, t. d. íslenzku- kennsla útvarpsins. En þeim er jafnmikið rauna- og gremjuefni, að vita árlega gefnar hér út bæk- ur á svo skitnu máli, að þeir skammast sín fyrir að þetta skuli eiga að heita íslenzka. Og þessar bækur eru mikið lesnar. Ég hefi nýlega verið að lesa tvær þýddar bækur. Málið á þeim er eins ólíkt eins og svart og hvítt, þótt hvort- tveggja eigi að heita íslenzka. Önn- ur bókin er „Undir örlagastjörn- um“ eftir Stefan Zweig í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar, gefin út af MFA. Ég minnist þess ekki að hafa lesið betri íslenzku en á þeirri bók. Yfir málinu er svipur fegurðar og tignar, sem hvergi fatast. Ég hika ekki við að telja M. Á. einn hinn málhagasta mann, er nú ritar ís- lenzku, og vonandi eignumst við sem flestar erlendar úrvalsbækur í hans ágætu þýðingum." „HIN BÓKIN er skáldsagan „Anthony Adverse“ eftir Hervey Allan. í þýðingu Magnúsar Guð- björnssonar, gefin út af „Vikurit- inu‘.. Ég hefi að vísu ekki lesið nema fyrra bindi sögunnar, en jafnvel ein blaðsíða er hóg til þess að sjá að þýðandinn er hvort- tveggja í senn: alls ekki fær um að rita á íslenzku og um leið afar- hroðvirkur. Ég efast um að nokkur blaðsíða bókarinnar sé svo, að ekki sé hægt að benda þar á eina eða fleiri málvillur, eða a. m. k. mjög svo klaufalega íslenzku. — Slikur maður ætti ekki að fást við þýð- ingar — eða ritstörf yfirleitt — og þau útgáfufélög, sem gefa slíkt út, ættu að skyldast til að bera hand- ritin undir menn, sem kunna ís- lenzku, áður en þeim væri leyft að prenta þau. — Ég nenni ekki að taka upp tilvitnanir máli mínu til sönnunar.“ „EN ÉG VILDI SKORA Á MENN, sem annt er um íslenzk- una, að bera saman málið á þess- um bókum. Trúá ég ekki öðru en að þeim fari sem mér, að þeim blöskri og þyki full ástæða til þess að taka í taumana á einhvern hátt. Slíkur samanburður gæti verið fullkomið erindisefni í útvarpið, t. d. fyrir íslenzkukennarann. Vona ég að þú, Hannes minn, mælist til þess við hann. Getur hann þar bæði látið menn heyra fyrirmynd og víti til varnaðar. Og eitthvað verður að gera til þess að koma í veg’ fyrir svona hræðilega mis- notkun á málinu fagra, sem við er- um skyldugir til að halda sem hreinustu.11 Hannes á horninu. Jesnítar fá allar eiga ir síaar aftar á Spáni LONDON í gærkv. F.Ú. TJÓRN Francos á Spáni hef- ir fyrirskipað að allar eignir Jesuitareglunnar á Spáni, skuli afhentar henni á ný. Var starf- semi reglunnar bönnuð 1932 og allar eigur henniar gerðar upp- tækar, en þá var lýðveldisstjórn við völd á Spáni. Þá hefir Franco gefið út til- skipun þess efnis, að láta skuli lausa alla fanga, sem leiddir höfðu verið fyrir herrétt og dæmdir í 12 ára fangelsi eða minna, fyrir starfsemi gegn hinni þjóðernislegu hreyfingu. „Gullfoss" fer annað kvöld til Breiða- fjarðar og Vestfjarða. gætt, að mjög sennilegt var, að meðlimir félagsskaparins hefðu menn á verði og að öllu óvenjulegu yrði veitt athygli, varð að hætta við þessa ráðagerð. * . Á síðustu stundu var ákveðið að ég færi og reyndi á einhvern hátt að koma mér fyrir í herbergi nr. 18. Þetta var töluverðum örðugleikum bundið, sakir þess að við vissum ekkert um skipu- lág hússins. Ef ég væri tekinn, hlaut það að verða mér óþægi- legt. Ég varð að fara vopnlaus og gat enga von gert mér um það, að ná sambandi við umheiminn. Okkur var það ljóst, að dyravörðurinn hlyti að leita á öllum, sem inn komu, til þess að vita hvort þeir væru vopnaðir. Ég sagði við sjálfan mig, að það væri heimskulegt af mér að leggja út í þetta fyrirtæki, en æfintýralöngunin var svo rík í mér, að engin skynsamleg hugsun komst að. Klukkan var naumast orðin tíu, þegar ég lagði af stað í áttina til samkomu- húss Svartgrímumanna. Við vissum það, að ungfrú Prévost þurfti að syngja á kaffihúsinu þangað til klukkan að minnsta kosti fjórða part gengin í tólf. Svo þurfti hún að hafa fataskipti áður en hún færi í klúbbinn. Ég hafði því nægan tíma til þess að komast inn í herbergi nr. 18. Við höfðum hlustað á síma- samtal hennar og hlerað það, að engin breyting hafði orðið á þeirri ákvörðun hennar að fara í klúbbinn um kvöldið. Ég gekk upp rauðu tígulsteinsþrepin að Monte Rouqe, keypti aðgöngumiða, fekk þjóninum pípuhatíinn minn og frakkann og gekk inn. Þetta hús er ekki lengur liekhús, enda þótt leiksviðið sé í því ennþá. Veggirnir eru allir skrautmálaðir. Ég fékk mér sæti og bað um kampavínsflösku. — Ég þreifaði ofan í vasa minn og leit á úrið. Hljómsveitin lék ennþá fjörugri lög en áður og tóbaksreykurinn fyllti danz- salinn. Þá var mér litið yfir danzgólfið og sá mann, sem ég átti ekki von á að sjá þarna. Það var Chaumont liðsforingi. Hann sat hreyfingarlaus og starði á leiksviðið. Nú voru ljósin slökkt og hljómsveitin hætti að leika. Tjöld- in voru dregin frá sviðinu. Estelle stóð á sviðinu í hvítum klæðum með perluband um höfuðið. Ég var of langt í burtu til þess að ég gæti greint and- litsdrætti hennar, en augun þekkti ég. Þetta var sama stúlkán, sem ég hafði séð á Boulevard des Invalides. Fiðlararnir léku dreymandi undir, Og stúlkan kunni áreiðanlega að syngja! Söngur hennar snart alla viðstadda. Þegar söngnum var lokið, féll slæðan og Gina Prévost kom í ljós. Ég ætlaði að komast út, méðan lófa- klappið og fagnaðarlætin væru sem mest. Ég fann að hendur mínar skulfu. Ég þrýsti fáeinum bankaseðlum í lófa þjónsins. Fagnaðarlætin glumdu 1 eyrum mér, ég greip hatt minn og frakka. Ég var að hugsa um það, hvernig Chaumont hefði liðið undir söngnum. Ég hefði líka undrast það mjög, hversu ótti Gina Prévost hafði verið áberandi í söngnum. Það mátti jafnvel greina það, að hún titraði frá hvirfli til ilja. Svalur gustur lék um mig, þegar ég kom út á götuna, Ég sá dyravörðinn benda bílstjóra að koma. Ég minntist skyndilega orða Bencol- ins: — Taktu bíl og aðgættu hversu lengi þú verður á leiðinni. Ég leit yfir strætið og kom auga á búð gimsteinasala. í glugganum, sem var ljósum skreyttur, sá ég klukku, og var hún fimm mínútur yfir ellefu. Eg bar úrið mitt saman við þessa klukku um leið og ég skellti vagnhurðinni aftur á eftir mér. — Akið hratt, sagði ég og það hafði §ín áhrif. Bílstjórinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.