Alþýðublaðið - 31.01.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.01.1940, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 31. JAN. 19400. ALÞÝÐUBLAÐfÐ RGANDER/^N Ljóti andarunginn. U'.. . ■-rtesssrr'i. ■: .' 1) Það var svo yndislegt í sveitinni, það var sól og sumar. Korn- gresið var gult og hafrarnir grœnir. Heyið var komið í sátur á grænu enginu .Storkurinn leggjalangi þvaðraði egypsku, því að þá tungu hafði hann lært af móður sinni. Umhverfis engin og akrana voru stórir skógar og í skógunum voru vötn. Það var yndislegt í sveitinni. 2) Þar úti í sólskininu var gamall herragarður og umhverfis hann voru djúpir skurðir og á múrunum uxu jurtir all leið niður að vatnsfletinum, og það var líka skógur. Nýr skóli tekur til starfa á morgun. •v>'.. » ----— - Kennsla í ýmsum verklegum grein- um fyrir kennara og kennaraefni. .....-»—... 3) Þarna lá önd á eggjum sín- um. Hún þurfti að unga út litlu andareggjunum sínum. En nú var henni farið að leið- ast, vegna þess að það stóð svo lengi á því að ungarnir kæmu úr egginu. Títuprjónar. 1. Tíminn upplýsir í gær, að rétt hefði verið að láta kaup verka- mannanna í Reykjavík LÆKKA um þriðjung, nú þeg- ar dýrtíðin vex sem örast. Tel- ur blaðið það greiða við verkamenn, að kaupið lækki niður í 97 aura í stað þess að hækka í 158 aura? Þetta ber vist að skilja sem „góðvilja" til verkamanna! 2. Tíminn er úrillur yfir því, að Alþýðublaðið lýsti engri vel- þóknun yfir síðustu verðhækk- un kjötsins. Þó hefir Tíminn áður með réttu haldið því fram, að þeir, sem birgðir eiga, megi ekki hækka þær, þó að vöru- verð væri stígandi á heims- markaði. 3. Ef til vill óttast Tíminn að bændur fari að athuga hvað þeir fá fyrir kílóið af kjötinu þegar það er selt á tvær krón- ur kílóið í Reykjavík. Væri nú fróðlegt að Sláturfélagið og Sambandið upplýstu, hversu mikill milliliðakostnaðurinn er, 4) Loks brast skurnin á einu egginu eftir annaö og ungarnir gægðust út. því að vitanlega er ekki um að ræða milliliðagróða hjá þeim ágætu stofnunum. T + z. Jóhann E. Kuld flytur erindi í útvarpið í kvöld, er hann nefnir: Endurminningar sjómanns. Baldur Bjarnason stúdent flytur erindi um Kó- sakka i útvarpið í kvöld. Es. Lyra Flutningur komi fyrir hádegi föstudag. Farseðlar sækist fyrir sama tíma. P. SMITH & CO. np IL ÞESSA hefir aðstaða ísl. kennara og kennaraefna til náms í verklegum greinum verið mjög erfið. Vegna ónógs húsa- kosts hefir Kennaraskólinn eigi getað fullnægt þörfum nemenda sinna í þessum efnum. Að visu hafa ýmsir áhugasamir kennarar aflað sér allmikillar þekkingar í einstökum greinum verklegs náms, sem þeir síðan hafa hag- hýtt í kennslustarii sínu. Flestir þessara kennara hafa stundað þetta sérnám sitt ytra, en þar eð efnahagur kennara yfirleitt er þröngur og laun þeirra lág, hefir fæstum þeirra gefizt kostur á langri námsdvöl erlendis. En nú er bót ráðin á þessu. Lúðvíg Guðmundsson skólastjóri hefir nú stofnað hér skóla, sem er fyrst og fremst ætlað það hlut- verk, að veita kennaraefnum og kennurum staðgóða sérinenntun í ýmsum greinum verklegs náms, sem almennt ættu að vera kennd- þr í barna- og unglingaskólum. Þessi nýi skóli, sem heitir Hand- íðaskólinn, hefst nú um máinaða- mótín. Hefir Alþbl. spurt L. G. frétta af þessum nýja skóla. „Hverjir verða kennarar Hand- íðaskólans og hvað verður þar kenn-t?" „Aðalkennari skólans verður þýzkur maður, Kurt Zier að nafni. Sl. vor réði ég han-n til mín, og kom hann upp hingað rttt áður en ófriðurinn brauzt út. Er hann ráðin-n hingað til þriggja ára. K. Zier hefir í Þýzkalandi hlotið hina ágætustu uppeldis- fræðilega menntun í þessum efn- ttm, er völ var á, er hann mjög fjölhæfur maður og fær í kennslu greinum sínum, sem- eru trésmíði, málmsmiði, pappavinna og teikn- ing. Auk hans kennir Jónas Sól- mundsson húsgagnaarkitekt smiði ísl. húsgagna, en sú kennsla er ætluð væntanlegum kennurum sveitaskólanna. Ríkarður Jónsson myndhöggvari er ráðunautur skólans um tréskurð. Ég mun kenna kennslufræði og flytja er- indi um ýms uppeldisfræðileg efni. — Annars er hér námsskrá kennaradeildarinnar, og getið þér þar séð allt það, er máli skiptir um kennsluna, inntökuskilyrði o. s. frv.“ „Verða margir nemendur í skólanum í vetur?" „Umsóknir eru óðum að berast. Var skólinn þó eigi auglýstur al- menningi fyr en nú fyrir nokkr- um dögum. — Annars er mjög óhagstætt að byrja slíkt skóla- hald síðari hluta vetrar, en um annað var þó ekki að ræða. Ég ætlaði að byrja í haust, en vegna óvæntra tafa hefi ég orðið að bíða þar til nú. — 11 ákveðnar Umsóknir um sémám í kennara- deitd hafa nú borizt. Sumir um- sækjenda hafa í hyggju að verða kennarar í öllum aðalgreinum skólans, aðrir vilja einkum leggja stund á einstakar greinir. Nokkrir hafa óskað upptöku nk. haust. Nemendur úr Kennaraskólanum fá einnig kennslu í kennaradeild skólans. Þá hafa nokkrir starf- andi kennarar í Reykjavík óskað eftir kennslu í einstökum náms- greinum." „%)r ekki í ráði að efna til námskeiða fyrir almenning?" „Jú, en þau verða auglýst nán- ar eftir nokkra daga, þegar aðal- stari skólans er hafið.“ „En kennsla fyrir börn og ung- linga?“ „Um hana má segja það sama. Er ég að vinna að undirbúningi námsskeiða fyrir ungmenni. Þeg- ar þeim undirbúningi er lokið, mun ég skýra yður nánar frá til- höguninni.“ „Hvar hafið þér fengið húsnæði og hvernig er það með útvegun verkfæra og efniviðar?" „Fyrst um sinn mun skólinn .starfa í kjallara hússins á Hverf- isgötu 57 hér í bæ. Eru þar þrjár stofur, ein fyrir pappavinnu, önn- ur fyrir trésmiði og sú þriðja fyrir málmsmíði. Auk þess er þar geymsla fyrir efnivið og fullunna muni nemenda. Margt af nauð- synlegustu verkfærum, sem ég þurfti til skólans, hafði ég keypt ' i Þýzkalandi sl. sumar. Liggja þau þar enn og óvíst að ég nái þeim fyrr en ófriðnum lýkur. Hefi ég nú orðið að kaupa verk- færi hér, látið smíða sumt og enn vantar mig nokkuð; en úr þvi verður reynt að bæta eftir föng- um. Erfiðleikar eru einnig á út- vegun efnis til að vinna úr. Þó hefi ég von um að það standi starfinu eigi fyrir þrifum. — Húsakynni skólans nú eru hvorki við til veggja né há til lofts. En ef þessari byrjun verður svo vel tekið, að ástæða verði til að fjölga námsgreinum og auka húsakost skólans, treysti ég því, að sá vandi leysist einnig.“ Elínborg Elísabet Jð- bannesdöttir. Elínborg Elísabet Jóhannesdóttir. HTNN 7. jan. sl. andaðist á elliheimilinu hér í bæ ekkjan Elinborg Elisabet Jóhannesdóttir, 82 ára að aldri; fædd 10. okt. 1857 að Dalgeirsstöðum í Mið- flrði í Vestur Húnávatnssýslu. Hún giftist 24. júní 1891 Jó- hannesi Sveinssyrii, dugnaðar og atorkumanni. Hann andaðist 22. dez. 1936, 76 ára. Þau hjón fluttust til Hafnar- fjarðar 1906 og dvöldust þar síðasta áfangann. Fyrstu búskaparár þeirra hjöna vom mjög erfið, efnin lítil oft þurfti að hafa bústaðaskipti. Konan þurfti oft að vera ein helma með börnin, og maðurinn oft fjarvistum að afla heimilinu bjargar. Þessu tók Elinborg sál. með sérstakri festu og ró. Alls staðar eignaðist hún vini og það trygga. Miðfjörðurinn var þeim eínkar kær. Þar vom þau bæði fædd og upp alin. Þegar þau fluttust hingað suð- ur var bærinn í örum vexti og mikið um atvinnu. Þar reistu þau sér von bráðar hús á Merkurgötu 9. Það var oft mannmargt hjá þeim hjónum á heimili þeirra og oft sem þau máttu mikið þrengja að sér til að gete lofað öl'um að vera, nóttina og stund- um marga daga, nfeðan menn voru að koma sér fyrir í atvinnu, og þá allt gert til að gera gest- unum dvölina sem ánægjuleg- Og ekki nóg með það. Ef ein- hverjir voru, sem áttu erfitt upp- dráttar, ókunnugir o. s. £rv„ þá var sjálfsögð skylda húsbóndans að sjá þeim öllUm farborða með þvi að útvega þeim ágæta staði itil sjós eða í sveit, þvi alls steðar var hann vel þekktur og kunnug- Ur, og aldrei brast hann ráð. Ég get vart httgsað mér alúð- legra viðmót og allan aðbúnað og risnu en þar mætti manni, á nóttu sem degi, og mátti hús- móðirin oft hafa marga andvöku- nótt, því menn komu oft illa til reika, sérstakléga vermenn á vetium, áður en samgönguteékin bötnuðu. Það var nú sjálfsögð skylda, að Miðfirðingar kæmu þangað fyrst, þegar þeir voru í atvinnuleit eða á ferðalagi hér syðra, og þótti þeim hjónum oft miður, ef þeir einhverra hluta vegna ekki gátu komið því við, að heimsækja þau. Eftir lát manns síns fluttist hún á elliheimilið og naut þar hinn- ar beztu hjúkrunar til hinnztu hvíldar. Elinborg sál. var vel greind kona. Hún fylgdist vel með í öllu og varði öllum tómstundum til lesturs bæði á bundnu og ó- bundnu máli, enda var hún prýði- lega hagmælt, þó heldur færi hún dult með það. Siðari árin las hún mest bækur andlegs efnis. Hún var trúkona mikil og fann óðum að æfiskeiðið væri á enda og þráði að losna undan viðjum þessa lífs. Þau hjónin eignuðust 3 börn: Jóhannes, sem drukknaði af þil- skipinu „Geir“ 1912, mesta efnis- og gáfumann, Björn, bæjarfull- ttrúa í Hafnarfirði, Önnu Kristínu, sem gift er Magnúsi Bjamasyni bryggjuverði. Hér í bæ eignuðust þau hjón marga vini, og er víst, að minn- ing þessara mætu hjóna mun lengi llfa i góðum endurminning- um góðra vina. Og þá ekki sízt munu bamabörnin gömlu kon- unnar sakna hennar, sem hún lagði sérstakt ástfóstur við. Og þó að þau, þessi heiðurs- hjón, séu horfin jarðneskum aug- um okkar mannanná, þá trúum við, sem eftir stöndum, að þeirra biði göfugt starf á stærri stöð- um, en hér em okkur sjáanleg. Mæt er jafnan minning merkis- manna. Hafnarfirði í jan. 1940. >. H. JOHN DIGKSON CARR; ? ? t Morðii í vaxmjrndasafninu. 41. ók eins og fjandinn væri á hælunum á honum. Ég hentist til og frá 1 bílnum og það ýskraði í hemlunum og glamraði í gluggarúðunum. Svo fór ég að syngja franska drykkjuvísu rámri rödd, og ekillinn tók undir. Þegar við beygðum inn á Boulevard Poissioniere, leit ég aftur á úrið mitt. Við höfðum verið níu mínútur þessa leið jafnvel með svona miklum hraða, og tólf mínútur liðu, áður en við komum að Porte St. Martin. Jú, Galant hafði haft á réttu að standa, hann gat að minnsta kosti ekki hafa framið morðið með eigin hendi. Ég varð þurr í kverkunum, þegar ég gekk niður Boulevard de Sebastopol. Og ég fann til einkennilegs fiðrings í fótunum. Torgið var dimmt, nema þar sem götuljósin náðu að skína. Fáeinar hræður voru þarna á sveimi um strætið og ég sá ekki betur, en allar þessar hræður væru að veita mér athygli. Ég hafði ekki búizt við því áður, að nokkur myndi veita mér at- hygli, en nú fékk ég þá grunsemd, að ekki myndi allt með felldu. Það var ekki fyrr en ég þreifaði ofan í vasa minn, að fingur mínir titruðu ofurlítið. Ég stakk lyklinum í skrána og opnaði hljóðlaust og án nokkurra erviðleika. Loftið var þungt í ganginum. Það var þreifandi myrkur þar inni og undarlega nálykt lagði að vitum mínum, Ekkert hljóð heyrðist. Ég braut heilann um það, hvort Augustin gamli væri á sveimi í safni sínu. Ég þrýsti á hnappinn og grænt ljósið skein um ganginn. Á einum stað, þar sem blóðblettirnir höfðu verið, var búið að þvo ganginn. Fótatak mitt bergmálaði, þegar ég gekk eftir ganginum og festi á mig grímuna. Nú átti ég að vera óþekkjanlegur. Eins og ósjálfrátt horfði ég á vaxmyndasafns dyrnar, sem voru lokaðar. Og ég vissi, að ungfrú Augustin myndi sitja sennilega þar inni. Sennilega var hún þreytt núna. En um hvað skyldi hún vera að hugsa? Einhver var að reyna að opna dyrnar að vaxmyndasafninu. Ég hafði horft á dyrnar frá því ég kom inn — og nú sá ég hand- fanginu snúið. Ekkert getur komið manni í ömurlegra skap í þögn nætur- innar, en að sjá hurðarhandfang hreyfast og vita ekki, hver það er, sem er að koma inn. Andartak velti ég því fyrir mér, hvort ég ætti að bíða eða ekki. Nei, það var hlægilegt að láta sér detta í hug, að þetta væri morðinginn. Það var vafalaust einhver meðlimur félagsskaparins. ..... Jæja, en hvernig stóð þá á því, að þessi manneskja opnaði dyrnar. Hvers vegna rjálaði manneskjan við lásinn, án þess að ákveða sig, hvort opna skyldi eða ekki? En ég gat ekki beðið. Ég mátti ekki á neinn hátt vekja á mér grunsemdir. Ég festi á mér grímuna og gekk að dyrunum til hægri í gang- inum. Þegar ég stakk lyklinum í skrána datt mér allt í einu í hug dálítið. Mér datt skyndilega í hug Galant og kötturinn hans og hrollur fór um mig allan. En nú var orðið of seint að snúa við. Ég varð að opna dyrnar. Um leið og ég opnaði dyrnar, slokknaði ljósið í ganginum. Það hlaut að vera sjálfvirkt. Ég var í fordyri samkomuhúss Svartgrímumanna. Ég reyndi að vera rólegur, og setja á mig húsaskipun alla. — Salurinn var um tuttugu fet á hæð og geysistór, Það var ekki meir en hálfbjart í salnum. Til vinstri sá ég salerni, en hægra megin var gangur. Fram undan mér, einhversstaðar í húsinu þóttist ég geta greint mannamál, eins og margir menn töluðu í einu, óm af hlátrum og fjarlægan klið hljómsveitar. Loftið var þungt og ilmþrungið. Ég hrökk við. Einhverjir virtust koma á móti mér, enda þótt naumast heyrðist fótatak þeirra. Voru það varðmennirnir? Hér var ekkert undanfæri: — Lykilinn yðar, herra minn, sagði rödd. Verðirnir voru í kvöldfötum og höfðu hvítar grímur. En ég sá, að þeir höfðu allir skammbyssur uppi í erminni. Ég iann, að þeir störðu á mig. Þetta voru grunsamlegir menn. Ég fekk dyraverðinum hattinn minn og frakkann, en hann leitaði vandlega að því, hvort ég hefði ekki vopn á mré. Ég rétti fram lykilinn minn. Einn þeirra tautaði ,,nítján“, og leít í bók og ég fann að nú var ég farinn að skjálfa í hnjáliðunum. Svo fóru mennirnir burtu og ég varð einn eftir. En samt varð ég þess var, að þeir gáfu mér auga. Nú heyrði ég betur hljóminn frá hljómsveitinni. Maður og kona með svartar grímur fyrir andlitinu, leiddust út um dyrnar og gengu eftir ganginum. Þau vor ueins og þau væru dáleidd og konan brosti. Hún virtist gömul, en hann var ung- legur. Annað par sat þar úti í homi yfir cocktaliglösum. Nú breytti hljómsveitin um lag og dansinn komst í algleyming. Þá sá ég skyndilega sýn, sem vakti mér hroll. Það var maður, sem stóð hreyfingarlaus með krosslagðar hendur á ofurlitlum svörtum marmarapalli. Hann hafði rauða grímu fyrir andlitinu. En fram úr grímunni stóð rautt, ljótt nef. — Númerið yðar, herra, hvíslaði hann 1 eyra mér. Það fór hrollur um mig. Þaé virtist svó sem Galant h*föi f*ngi« illan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.