Alþýðublaðið - 02.02.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.02.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRÍ: F. R. VALÐEMARSSON ÚTGEFANM: ALÞÝBUFLOKKTOINN XXI. MtGANGUR. FÖSTUDAGUR 2. FEBR. 1940. "«t'"iM!'RigU.<L!ll. 27. TÖLUBLAÐ Rússar hefja æðisgengin á- Maup á Mannerheimlinuna. " """""¦' ~ '" '¦ '-----------------------?---------------:-------- Beifa fyrir sig nýju tæki: brynviSrðum sleðum, sem eru útbúnir með vélbyssum Frá fréttaritara Alþýðublaðsíns. KHÖFN í morgun. RÚSSAR hófu í gær ný og æðisgengin áhlaup á víg- girðingar Finna á Kyrjálanesi, að undangenginni stórskotahríð, sem stóð í sex klukkustundir samfleytt. Rússar heita fyrir sig í áhlaupunum nýju stríðstæki, brynvörðum sleðum, sem eru með hlífiskildi úr stáli, en á bak við hann eru hermennirnir, vopnaðir vélbyssum, og láta þeir kúlunum rigna yfir framverði Finna, þegar þeir eru komnir í næsta nágrenni við þá. Finnar hrundu öllum áhlaupunum í gær. Brezkar flugvélar tóku í fyrsta skipti ^þátt í vörn þeirra og létu sprengjurnar dynja á hinum brynvörðu sleðum Rússa. Orostan við austurlandamær- I hefir verið fremur kyrrt að und- in, í grennd við Rasty, er enn í algleymingi, og sækja Finnar fram hjá þorpinu Kuhmo. Segir í einni fregn, að þeir séu komnir þar yfir landamœrin og inn í Rússland. Það er þó ekki búizt við úrslitaviðburðum á þessu svæði íbráð. Blóðugir bardagar standa nú einnig yfir fyrir sunnan Pet- samo. Amerískur maður, staddur í Finníandi, hefir lýst nýrri teg- und íkveikjusprengja, sem Rússar nota. Sprengjan er í lag- inu eins og tunna, 8 feta löng og IV^ fet í þvermál. Inni í sprengjunni eru 6 íkveikju- sprtengjur, en þegar henni er varpað út, dreifast íkveikju- sprengjurnar í allar áttir. Geta því hæglega orsakast maugar í- kviknanir af sömu sprengjunni. Brezka verkalýðsnefndin, sem er í Finnlandi, er nú komin aft- . ur til Helsingfors. Hefir hún m. a. verið á Kyrjálanesi, en þar anförnu, eða þangað til hin nýju áhlaup hófust á Mannerheim- víggirðingarnar, þau, sem frá er sagt hér að framan. KommðHistiskir erindrek ar á yigstöðvunam tii að stappa stáliou i Rássa. Útvarpið í Moskva birtir í gær fregn, sem vekur mikla at- hygli. Það segir frá því, að rússneski kommúnistaflokkur- inn hafi nú sent erindreka á vettvang á öllum vígstöðvum í Finnlandi og f ái allur rússneski herinn leiðbeiningar og upp- fræðslu, morguns og kvölds og um miðjan dag í kommúnistisk- um fræðum. Meðal annars séu þeir fræddir um tilgang og „nauðsyn" styrjaldarinnar gegn Finnlandi og hvers vegna út- rýma verði ,,hinum hvíta fána" Finnlands. Fleiri menn í atvinnubóta vinnu nnd anfarið en á sama tima í fyrra. --------------*-------------_ Stjérn Dagsbrúpar kom í veg fyrlr fækkun fyrra flmmtudag. P YRSTA FEBRÚAR var fækkað í atvinnubóta- vinnunni um 100 manns. Er það illa farið, því að full nauðsyn var á að atvinnu- bótavinnunni yrði haldið á- fram fyrir jafnmarga og und- anfarið, fyrst um sinn. Blað kommúnista notar og tækifærið og segir í dag að þessi fækkun sé ein fyrsta af- leiðingin af úrslitum stjórn- arkosninganna í Dagsbrún. Það var ákveðið fyrra fimmtudag að fækka um 100 menn, en fyrir atbeina stjórnar Dagsbrúnar var þeirri fækkun frestað um viku, og er það betra en verið hefir undanfarin ár meðan kommúnistar stjórnuðu Dagsbrún. í fyrra voru í atvinnubóta- vinnu frá 5. janúar til 1. marz 300 menn. Núna haf a verið í at- vinnubótávinnu frá 7. desem- ber til 31. janúar 400 manns. í fyrra var þó engin vinna við hitaveituna, en öllum er það ljóst, að sú vinna hlýtur að hafa áhrif á það, hve mikil at- vinnubótavinnan er. Það hlýtur vitanlega að verða reynt af stjórn Dagsbrúnar eins og mögulegt er að koma í veg fyrir öra fækkun í atvinnubótavinn- unni fyrst um sinn. En geypi- yrði kommúnista nú, þegar þess er gætt, að meðan kommúnist- er voru við stjórn í Dagsbrún, var ástandið miklu verra, eru í mesta máta fyrirlitleg. Ánnars verða mönnum ljós ó- heilindi kommúnista í verka- lýðsmálum enn einu sinni, þeg- ár þeir lesa slík skrif í blaði þeirra. Qg óskir þeirra um að allt gangi sem verst eru alveg augljósar. stefna anna i Belgrad. LONDON í morgun. FO. ÞAÐ er hvarvetna mikið rætt um Balkanríkjafund- inn^ sem hefst í Belgrad í dag. Fylgjast menn af miklum áhuga með öllu, sem þar gerist. Ekki er vitað með vissu hvað tekið verður til umræðu. Balk- anfréttaritari ,.Times" segir, að þær þjóðir, sem í Balkanbanda- laginu eru, Grikkland, Tyrk- land, Júgóslavía og Rúmenía, muni ræða sameiginlega hlut- leysisstefnu. Blöðin i BalkanríkjunUm eru þess mjög hvetjandi, að Balkan- ríkin séu áfram hlutlaus og vinni saman. Það hefir Vakið mikla athygli, að í gær, rétt áður en Balkanráo- stefnan hefst, birtir griskt blað viðtal við von Ribbentrop, ut- anrikismálaráðherra Þýzkalands, og segir hann, að hvorki Þýzka- land né Rússland ðski eftir að styrjöldin breiðist út til Balkan- skagans. Nikil nanðsp ð að auka atvinnnbóta- vinnn íyrir konur. ABÆJARSTJÓRNAR- FUNDI, sem haldinn var í gær, hóf Soffía Ingarsdóttir umræður um atvinnuleysi kvenna og nauðsynina á því að bætt væri úr því. Soffía Ingvarsdóttir benti á það, að nú væri miklu verra út- lit um atvinnu fyrir konur, en áður hefir verið. Engin vinna er við upsa og ekki er útlit fyrir neina vinnu við saltfisksverk- un. Þá tók hún það fram, að engin upphæð hefði að vísu verið ætluð - til atvinnubóta- vinnu kvenna í fjárlögum, en hún hefði vissu fyrir því, að rík- isstjórnin hefði í hyggju að leggja fram allt að 25 þús. kr. til þessarar vinnu gegn jafn- miklu framlagi annars staðar frá. Soffía sagði að nú væru að- eins 8 konur í saumastofu Vetr- arhjálparinnar. Vel væri hægt að efna til atvinnubótavinnu fyrir konur við tóvinnu, sem nú væri og bæri að aukast. Frú Soffía flutti tillögu um þetta mál þess efnis, að bæjar- stjórn samþykkti að fela bæjar- ráði að auka þessa atvinnubóta- vinnu nú þegar. Var tillögunni vísað til bæjarráðs. Jóhann Sæmundsson læknir flytur heilbrigðisþátt í útvarpið í kvöld. tæsmmmmmm Kort af Kyrjálanesi. Svarta línan þvert yfir nesið sýnir landa- mæri Finnlands og Rússlands þar. Mannerheimlínan, sem barizt er um, nær þvert yfir nesið frá Koivisto til Sakkola. Á kortinu sést Terijoki og herskipahöfn Rússa við 'eyjuna Kronstadt úti fyrir Leningrad. Vorn að brekjast í bjirg- nnarbát siðan á sunnndaq. Þrettán af prjátíu og premur, sem í bátnum voru, frusu i hel. LONDON í morgun. FÚ. ? TUTTUGU grískum sjó- mönnum, stem voru að hrekjast í skipsbát sínum und- an írlandsströnd, var bjargað í gær. Skipi þeirra var sökkt með tundurskeyti s.l. sunnudag. Höfðu þeir þjáðst mjög^mik- ið af vosbúð, hungri og kulda þessa daga, sem þeir hafa verið að hrekjast í björgunarbáfnum. 13 menn, sem í bátnum voru, frusu í hel. Lík tveggja þýzkra flug- manna rak á land á Skotlands- ströndum í gær. Talið er að flugmenn þessir hafi verið á- höfn Heinkelsprengja, sem brezk flugvél skaut niður fyrir 2 dögum. Líkin verða jarðsett í'dag með venjulegri hernaðarlegri viðhöfn. 64 skipnm sðkkt í jan- úar, &ar af 36 hlutlausnm Samkvæmt skýrslum, sem hollenzkt blað birtir, fórust 64 skip í janúar af völdum stríðs- ins, og er þetta lægsta tala fyrir einn mánuð síðan styrjöldin byrjaði. 36 voru skip hlutlausra þjóða, og hefir aldrei verið sökkt jafn- mörgum skipum hlutíausra þjóða á einum mánuði. Fjórtán af þessum 36 voru norsk. Skip Sameinaða gufuskapafé- lagsins, „Vidar", hefir rekist á tundurdufl og farizt, 15 menn aí áhöfninni férust, en 7 var bjarg- að. Norðmenn hafa misst 37 skip af völdum styrjaldarinnar, og hafa 225 menn farist með þeim. Sjáiand Isví nær ein- angrað af fsalðpm. KHÖFN í morgun. FÚ. C* JÁLAND er nú nærri því *^ einangrað frá öðrum hlut- um Danmerkur vegna ísalagna og komast jafnvel ísbrjótarnir fekki Ieiðar sinnar. Eru miklir erfiðleikar á skipasamgöngum milli Danmerkur og Þýzka- lands. Kvðidvaka Maða- manna, jafnvel enn betri en sfi fjrsta. 0NNUR kvöldvaka Blaða- mannafélags íslands verð- ur annað kvöld að Hótel Borg. Eru aðgöngumiðar seldir í dag í afgreiðslum Morgunblaðsins og Fálkans. Mjög vel hefir verið vandað til þessarar kvöldvöku og má segja að hún verði enn betri en sú fyrsta, og tókst hún þó fram- úrskarandi vel. Aðalatriði skemmtiskrárinnar eru annars þessi: Bjarni Björns- son leikari verður kynnir kvöldsins (conferencier). Árni Jónsson frá Múla hjalar um daginn og veginn. Dr. Viktor von Urbantschitsch leikur Straussvalsa, Mozartlög og lög eftir Lehar úr operettunni .,Brosandi land", sem Tónlistar- félagið er að æfa. Hallbjörg Bjarnadóttir söngkona, sem nú er nýkomin heim frá útlöndum, syngur nýtízku lög. Brynjólfur Jóhannesson segir söguna um hvarf séra Odds, í Miklabæ og les kvæði Einars Benediktsson- ar um það efni. Soffía Guð- laugsdóttir les upp kvæði Rune- bergs: Sveinn dúfa og Stúlkan í kotinu. Swingtríóið leikur og syngur. Brynjólfur Jóhannes- son syngur nýjar gamanvísur eftir „rjóh". Einnig verður sungin gamanvísa eftir Einar Benediktsson frá aldamótum. Elly Þorláksson danskennari sýnir listdans og loks. leikur hljómsveit Jacks Quinet ný- tízku lög við og við. Fólk er áminnt um að geýma ekki að kaupa aðgöngumiða, því að síðast seldust þeir upp á skammri stundu. Fjörutíu sænskir þingmenn hafa lagt fram tillögu um það, að friðarverðlaun Nobels verði veitt Lindhagen fyrrver- andi borgarstjóra. (FÚ.) Kosningar starfsmanna 01 fastra nefnda i bæjarstjðrn A BÆJARSTJÖRNARFUNDI **¦ í gær fóru fram kosningar á starfsmönnum fastra nefnda. Forseti var kosinn Guðmundur Ásbjörnsson, varaforsetar Jakob Möller og Bjarni Benediktsson. Skrifarar voru kosnir Jón Axel Pétursson og Guðmundur Eiríks- son, en til vara Soffía Ingvars- dóttir og Helgi H. Eiríksson. 1 bæjarráð voru kosnir: Af lista Alþýðuflokksins Stefán Johann Stefánsson, af lista Sjálfstæðis- flokksins: Guðmundur Ásbjörns- son, Jakob Möller, Bjarni Bene- diktsson og Guðmundur Eiríks- son. Listi Sósíalistaflokksins með Bimi Bjarnasyni fékk 2 atkvæði. Varamenn voru kosnir: Jón Axel Pétarsson, Jón Björnssom, Helgi H. Eirfksson, Valtýr Stefánsson og Guhnar Thoroddsen. I byggingarnefnd voru kosnir: Guðmundur Eiríksson og Guð- mundur Ásbjömsson innan bæj- arstjómar, en Tómas Vigfússon og Hörður Bjarnason utan bæjar- stjðrnar. í hafnarnefnd voru kosnir Jón Axel Pétursson, Jón Björnssion og Jakob Möller innan bæjar- stjérnar, og til vara Stefán Jóh. Stefánsson, Guðmundur Eiríksson og Valtýr Stefánsson. Utan bæj- arstjórnar voru kosnir: Hafsteinn Bergþórsson og Sigurður Sigurðs son, en tii vara Þórður ólafsson og Geirr Tborsteinsson. í búnaðarmálanefnd voru kos- ih: Soffia Ingvarsdóttir, GuB- mundur Eirfksson, Guðrún Jénas- son, Helgi Hermann og Valrýr Stefánsson. 1 sóttvarnarnefnd voru kosin Guðrún Jónasson, í stjórn Fiski- mannasjóðs Kialarnessþings var kosinn Guðmundsson, til aö'sem-' ja verðlagsskrá Þorsteinn "'Þori steinsson hagstofustjöri. Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.