Alþýðublaðið - 02.02.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.02.1940, Blaðsíða 2
FÖSTUÖAGUR 2. FEBR. 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ljóti andarunginn 9) Jæja, í vatnið skal hann nú samt, þó að ég verði að sparka honum út í það. Daginn eftir var ágætt veður, og andamóð- irin fór með ungana sína á vatnið. 10) Og jafnvel Ijóti andarung- 11) Nei, þetta er ekki kalkún, inn fór rpeð. sagði hún. 12) — Komið þið nú með mér, nú fer ég inn í andagarðinn og kynni ykkur, en þið verðið að gæta ykkar fyrir kettinum. „SEGURIT“ eftii i gólí-ofs vegg|alagnir, framleitt af H.F. STAPI Securit efnið er mjúkt og teygjanlegt þegar það er lagt, en harðn- ar fljótt.5 Myndar slitsterka heila fleti án samskeytá. Einnig framleitt sem veggjaplötur. Þolir vel hitabreytingar, vætu, sterk þvottaefni o. fl. NOTKUN: Eggert Stefánssen kominn heiB eftir ársdvði erlendis. Á gólf í búðum, verksmiðju- húsum, samkomuhús- um, stigum, skrifstof- um, stigagöngum, vatns salernum, baðherbergj- um, eldhúsum o. fl. Mikið af hveitikorni úr þýzka skipinu Bertha Fisser hefir borið að landi í Homshöfn austan við Stokksnes. Bændur, sem næstir búa, hafa hirt kornið og reynt að nota þaÖ til skepnu- Á veggi í eldhúsum og baðher- bergjum. Auk þess ut- an á baðker, bak við vaska, á eldhúss-, vaskaborð og búðar- borð. fóðurs, en ekki komið að veru- legum notum vegna þess, að eng- in tök era á að þurrka það. Flí. Útbreiðið Alþýðublaðið! TC,R ALLT AÐ VERÐ snældu vitlaust?“ spyr' hinn vin- sæli söngvari Eggert Stefánsson, nýkominn frá útlöndum. „Ég fór út í heim eftir Miinchenráðstefn- una, þegar Chamberlain hafði lofað okkur friði næsta manns- aldur, í þeirri von, að þá kæmi það fyrirmyndarfriðarástand, að listin gæti blómgast á ný. En nú kem ég heim vonsvikinn, en með reynslu merkilegasta en um leið eins hræðilegasta árs, sem ég hefi iifað." — Hvar hefir þú alið manninn? „Ég hefi alltaf verið í eldinum! London, Berlin, Danzig og Gdy- nia era bæimir, sem ég hefi dval- ið í. Þar hefir saga síðasta árs skapast. En innan um hina stór- pðlitísku og örlagaríku viðburði era fléttaðar ánægjuríkar söng- skemmtanir mínar. Fyrst söng ég i útvarpið í Berlin og fékk siðan tilboð um að syngja í póilska út- varpið. Þótti mér sérstaklega vænt um það, því að ég hefi allt- af haft mikið dálæti á Póllandi og pólsku þjóðinni. Hvaða undir- okuð smáþjóð hefir átt slíka menn á sviði iista og vísinda sem Chopin, Paderewski, Madame Curie-Skiodowska? Mér þótti líka ánægjulegt að geta þá um leið þegið heimboð frá mínum ágæta vini, Fritz Kjartanssyni, sem bjó þá í Danzig.“ —- Hvernig leizt þér á Danzig? • „Irindæil" bær! með svip gam- allar Hansamenningar, sem við- burðir síðustu ára hafa ekki get- að afmáð. Þar sá ég sildartunnur frá íslandi, sem komu mér strax til að hugsa heim til íslands — til Siglufjarðar — yndislegra sild- arstúlkna, sem Gunnlaugur Blön- dal hefir gert ódauðlegar með málverki sínu Madonna della Silla. En þótt Danzig væri friðsöm og róleg á yfirborðinu, var almunnur órói og uggur yfir heimsástand- inu. Herflulningar og stríðsuodir- búningur settu svip sinn á Dan- zig. Hefði hinn mikli heiinspek- ingur Schopenhauer komið 200 áram síðar í heiminn — en hann er fæddur í Danzig — þá hefði hann dáið úr bölsýni, — en á hinn bjartsýna og lífsglaða Egg- ert Stefánsson virðist þetta hafa haft lítil áhrif." — Hvenær fórst þú frá Dan- zig? „Þremur dögum áður en stríðið brauzt út. Fritz Kjartansson, kona hans og bróðir og ég slupp- um frá Danzig með siðasta skip- inu. Þaðan og til Kaupm-anna. hafnar. Við heyrðum skothvelli frá landamæranum, og síðustu dagana bjuggumst við við að vakna við hvæsandi fiugvélar, spúandi eitri yfir okkur. En allt fór þetta vel. Stríðið drógst, hvort sem Hitler hefir verið að bíða eftir að við færam frá Danzig eða ekki.“ — Hvað ætlarðu að dvelja hér Io*gi? „Ég er hræddur um, að það sé kominn í blóð mitt órói farfugl- anna, og því erfitt fyrir mig að dvelja lengi á sama stað. En þó getur brottför min héðan dregist, því að ekki megnar söngur minn að yfirgnæfa hávaða kanónanna úti í þessum heimi, sem vill kalla sig menntaðan." Um leið og Eggert Stefánsson kveður, segir hann með alvöru- svip: „Nú eigum við að gera Reykjavík að höfuðborg norrænn- ar menningar." Veitt verölann. Alþýðublaðið hefir verið beðið fyrir eftirfarandi grein tíl birtíngar, þar sem Morgunblaðið synjaði henni um rúm. FÖSTUDAGINN 26. janúar flytur Morgunblaðið athygl- isverða grein fyrir sjómenn og i'ugeröarmenn, sem síldveiðar stunduðu síðastliðið sumar og ætla að stunda framvegis. Fyrir- sögn greinarinnar er: „Sí-ldarleit- með flugvél". Samkvæmt grein Morgunblaðs- ins hafa stjórnir Síldarverksmiðja ríkisins og Kveldúlfs, ásamt nokkrum síldarútgerðarmönnum haft samsæti á kostnað sildarút- vegsmanna og sjómanna að Hótel Borg vegna árvekni Arnar John- sons flugmanns og vélstjóra hans við síldarleitina síðastliðið sumar. Fiugmaðurinn hlaut gull- úr í verðlaun, en vélstjórinn „standmynd af sjóinanni, sem er að gá til veðurs“, og er þá lík- lega þar með meint, að stjórnir .ofannefndra fyrirtækja og flug- maðurinn ásarnt vélstjóran- um hafi betur vakað yfir hags- munum sildarútgerðarinnar en skipstjórar og sjómenn gerðu síð- astliðið súmar. Aðalræðuna á mótinu flutti Sveinn Benediktsson, enda mun hann hafa stjórnað síldarleitinni og miklu ráðið um, hvernig til- kynningum frá flugvélinni var hagað, svo og ferðum hennar. I nefndri grein segir Sveinn, að 20. ágúst hafi borizt á land síld að verðmæti 1,5 til 1,8 millj. kr. vegna tilstilli flugvélarinnar. Að svo mikið verðmæti hafi k-omið að landi nefndan dag, lýsi ég al- ger ósannindi, og enn fremur er það algerlega villandi og hlut- draíg frásögn að þakka það flug- vélinni, því að þennan morgun, 20. ágúst, voru nokkur skip á austurleið til að leita á þar nefndu svæði og sum þegar kom- in að síldinni við Flatey um líkt leyti og flugvélin fór þar um. Næsta málsgrein í áminnstri grein tekur þó af allan vafa um, hvað menn þessir hugsa til sjómann- anna á sildveiðiskipunum. Þar segir: „Yfirleitt má fullyrða, sagði Sveinn, að flugvélin hafi fundið upp og ofan alla þá síld, sem vart varð í slumar á svæðinu frá Melrakkasléttu vestur að Horni.“ Allir, sem til máls tóku, voru sammála. En meðal þeirra voru Þormóður Eyjólfsson, Rich- ard Thors, Ásgeir Stefánsson, Ás- geir Pétursson, Jón Gunnarsson og Guðmundur Hlíðdal. Þar sem hér eru nefnd nöfn mjög mætra manna, sem ættu að vita og skilja, hversu mikið fleipur og ranghermi hér er sagt, og enn fremur er hér ráðist að síidveiðisjómönnum á hinn herfi- legasta hátt, því eins og tákn- myndin gefur til kynna, er hér varla heegt að draga aðra ályktun fyrir þá, sem fylgdust með störf- um flugvélarinnar og tilkynning- um frá henni, og fundu hvað þeim var ábótavant, auk þess sem þær vora ekki nema suma daga, er hér óbeinlínis sagt: Skipstjórnarmenn síldveiðiflotans hafa svikizt um störf sin. Sigurjón Einarsson skipstjóri hefir í sjómannablaðinu Víking- ur, 6.—7. tbl., október 1939, á bls. 2, 3 og 4, lýst sildveiðunum og síldarleit flugvélarinnar síð- astliðið sumar mjög vel. Geta þeir, sem vilja fylgja réttu máli, lesið það og borið saman við hér áminnsta grein Morgunblaðs- ins. Vænti ég þá að mönnum skilj- ist, í hvaða átt er stefnt með auglýsingaskrumi fiugvélarinnar, sem hingað til, með þeirri yfir- stjórn, sem hún hefir haft, hefir að mestu verið nagdýr á síldar- útveginum. Hins vegar má það ve! vera, að í vissum tilfellunr og undir góðri lyfirstjóm (fag- manna), þá geti hún komið að nokkrum notum. Þar sem ég hefi nú tekið mér penna í hönd til að skrifa lítil- lega um stjóm Síldarverksmiðja rtkisins á síðastliðnu ári, vil ég minna sjómenn og útgerðarmenn á eftirfarandi axreksverk alþingis og stjórnar Síldarverksmiðjanná, sem sjómenn þurfa að þakka sér- staklega: 1. Jónas Jónsson, sem er for- maður fjárveitinganefndar al- þingis og heizt virðíst gera kröfu til að vera eins- konar alræðismaður á alþingi, flutti þar tiilögu um að Síldar- verksmiðjur ríkisins hafa sérstök sjóði 200000 kr. rentulaust. Fé þessu skyldi varið til vegagerðar. Tillagan var að vísu ekki sam- þykkt, heldnr vísað frá. Til skýr- ingar skal þess getið, að sildar- verksmiðjur ríkisins hafa sérstök lög, og fé þeirra á að vera eign útgerðarmanna og sjómanna, líkt og fé Sláturfélags Suðurlands er eign bænda, sem þar leggja inn vöru sína. 2. Á alþingi kom fram tillaga um að stúdentar hefðu forgangs- rétt að vinnu við ríkisbræðslurn- ar, en auralausir daglaunamenn að horfa á atvínnulausir. 3. Stjórn síldarverksmiðja ríkis- ins hefir með leyfi ríkisstjómar- innar leigt síldarverksmiðjuna á HúsavSk, til stórtjóns fyrir síldar- verksmiðjur rikisins, og á þessu ári stendur jafnvel til, að hún verði keypt handa ríkisbræðslun- um. Verksmiðjur af þessari stærð 'og gerð hljóta, vegna mikils reksturskostnaðar og lítilLa af- kasta, að bera sig illa, og aðeins keyptar til að vernda núverandi eigendur frá tapi, en í framtíð- inni til að lækka síldarverðið til sjómanna og útgerðarmanna, þar sem það er oröin staðreynd, að síldarverksmiðjur ríkísins er sá aðili, sem ákveður verð á bræðslusild. Af framanrituðu og mörgu öðra, sem bíður betri tíma að skýra frá, er sú staðreynd opin hverjum, sem eitthvað vill hugsa ifram í timann, að ótti sá, sem sjómenn .hafa alið í brjósti sér, að ótryggt væri að útgerðarmenn og . sjómenn legðu bræðslusíl^ sina fcn til ríkisbræðslanna fyrir ósamningsbundið verð, er ekki á- stæðulaus. Hafnarfirði, 29./1. 1940. Ólafur Þórðarson skipstjóri. Útbreiðið Alþýðublaðið! Má leggja hvort sem er á undirlag úr timbri eða steini. Tilvalið á gömul slitin trégólf og stiga. — Úr ,,Securit“ má gera ýmsa fagra og nytsmlega hluti, svo sem arinhillur, sólbekki o. fl. SÖLUUMBOÐ: J. Þorláksson & Norðmann % Sími 1280. JOHN DICKSON CARR; Morðin í mmynðasafniBH. 43. hann, en breytti því næst um ákvörðun og gekk upp stigann. Hann stóð grafkyrr og lífvarðarmennirnir sátu líka grafkyrr- ir og héldu áfram að reykja. Róiegur nú! Ég komst klakklaust upp á næstu hæð. En sakir ókunnugleika míns átti ég örðugt með að finna herbergi númer nítján. Ég vonaði, að enginn væri þarna uppi, sem gæti veitt því eftirtekt, hve ókunnuglega ég gekk um þetta hús. Ég vonaði enn fremur, að öll herbergin væru númeruð. Hér var núraer átján. Ég þrýsti á hnapp, dyrnar voru opnar. Ég gekk inn og lokaði hurðinni á eftir mér. — Það var dimmt inni, en ofurlitla birtu bar þó inn um gluggann. Þung gluggatjöld blöktu fyrir glugganum. Ég heyrði aðeins óminn af leik hljómsveitarinnar. Hvar í skollanum var nú kveikjarinn? Nei, það var víst vissara að kveikja ekki hér inni. Það gátu verið varðmenn hér á næstu grösum, spor- hundar Galants sjálfs, sem vissu. að hann var ennþá niðri. En ég varð að finna einhvern felustað. Þetta var þokkalget eða hitt þó heldur. Ég hafði gengið beint í gildruna, anað beint í gin úlfsins. án þess að vita, hvort hér væri yfirleitt nokkur staður, þar sem hægt væri að fela sig. Ég hvessti augun út í myrkrið, en sá mjög lítið frá mér. Ég flýtti mér að glugganum og gægðist út. Glerið í rúðunni var dökkrautt. Ég minntist þess nú, að gler- brotið, sem fannst í andliti Odette Duchénes var dökkrautt, og að rúða var brotin í næsta herbergi. Ég dró þungt andann og leit út. Svalur vindurinn lék um andlit mitt. Það var um tuttugu metra hæð frá glugganum og ofan á gangstéttina. Átta eða níu fet frá glugganum, sem ég stóð við, sá ég glerþak aðal- hallarinnar. Á næstu hæð fyrir neðan mig heyrði ég í hljóm- sveitinni. Svo kom tunglið upp. Fölum bjarma mánans sló á gler- þakið og sindraði þar. Mér var farið að kólna af því að standa úti við gluggann, þar sem svalur gusturinn lék um mig. Allt í einu fór kaldur hrollur um mig, því að í garðinum sá ég mann með hvíta grímu stara upp í gluggann. í fjarska heyrði ég umferðaskarkalann á götunum. Njósnarar Galants stóðu á verði. Ég hrokk til baka frá glugganum og horfði ringlaður í kringum mig. Það var kolniðamyrkur í herberginu, en það var ógerningur að kveikja meðan maðurinn stóð þarna niðri í garð- inum. Ég steig eitt skref áfram og rak mig þá á stól. Skápur einn var í herberginu. Það hafði ég aðeins getað greint. Það hefði verið hin fáránlegasta heimska að fela sig bak við skáp- inn, því að það fyrsta, sem þau hlutu að gera, þegar þau kæmu inn var að líta á bak við skápinn, hvort þar væri nokkur óboðinn gestur. Þá heyrði ég, að hljómsveitin hætti skyndi- lega að leika og ömurleg þögnin heltók allt. Ekkert heyrðist, nema ýlfur vindsins við gluggarúðuna. Þá sá ég skyndilega glampa á ganginn og heyrði fótatak. Hamingjan góða, hugsaði ég — þau eru að koma. Það var. ekki nema um eitt að ræða. Skápurinn var ekki nema svo sem tvö fet frá glugganum. Ég skreið á bak við hann og mér fannst ég vera að kafna. Þarna stóð ég og heyrði ekkert annað en minn eigin hjartslátt. — Góða Gina mín, heyrði ég Galant segja. — Ég var ein- mitt farinn að undrast, hvað hefði orðið af þér. Bíddu andar- tak meðan ég kveiki ljósin. Þessu næst heyrði ég fótatak á gólfinu inni í herberginu. Ég heyrði að hann stóð rétt hjá skápnum, sem ég var falinn bak við. — Ég ætla aðeins að loka þessum glugga, sagði hann. Svo sagði hann ástúðlega: — Komdu hérna, Marietta! Hann hafði þá köttinn með sér. Ég heyrði ofurlítinn hávaða, þegar glugg- anum var lokað. í sama bili voru ljósin kveikt og ég gægðist nú fram úr skúmaskoti mínu. Gína Prévost sat á legubekk og snéri að mér baki. Ljósið skein á gullinbrúnt hár hennar. Svo kom ég auga á Galant. Hann hafði nú tekið af sér grímuna. Hann strauk nefið á sér, og sýndist mér það vera kækur hans. Hann stóð stundarkorn og horfði á Ginu. — Þér líður ekki vel, vina mín, sagði hann. — Er það nokkur furða? Rödd hennar var kuldaleg og nærri því hljómlaus. Hún hélt á vindlingi milli fingranna og fékk sér vænan reyk. — Það er einn af kunningjum þínum hér 1 kvöld, vina mín. — Það er Robiquet. Hún sagði ekkert. Hann horfði á hana stundarkorn, en þegar hún sagði ekkert, hélt hann áfram: — Við sögðum honum, að hreingerningakonan hefði brotið gluggann. En auðvitað er búið að þurrka upp blóðsletturnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.