Alþýðublaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. E. VALDEMARSSON fív" ÚTGEFANDl: ALÞÝÐUFLQKKU$INN XXI. ARGANQUR. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBR. 1940. 30. TÖLUBLAÐ Rússar gersigraðiif aífFiim- um norðan við Ladogavatn .—,-------------*—,—— Slellt herfylki, sem ætlaði að komast vestur fyr- ir vatnið og að naki Mannerheimlínunui, eyMlant | ""V** .t^SSf.r.'' ¦.; .«*? .,l fr-rr-w......— i fr i ,,„.,.....,.h.i.i-i. 15*20000 Rússar féllireða voru teknir til fanga. Borgarvirki, síðara bindið komið. SEINNA BINDIÐ af Borgarvirki, — eftir Cronin, er nú komið til Menningar og fræðslusam- bands alþýðu og geta fé- lagar sótt bókina nú þegar. Engin bók seldist svo vel á síðasta ári og þessi bók (fyrra bindið) og var hún svo að segja rifin út jafn- óðum og hún kom úr bók- bandinu, svo að ekki var hægt að hafa undan. Sækið seinna bindið, sem allra fyrst. &*+4M^*^*P*-4MJ^+-+&*<é^^4>Té^-íha^**0+*-} Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. "C1 INNAR hafa nú unnið einn stórsigurinn á Rússum við ¦*¦ austurlandamærin enn, að þessu sinni rétt norðan við Ladogavatn, þar sem'Rússar hófu hina miklu sókn sína á dögunum í því skyni að komast vestur fyrir Ladogavatn að norðan og að haki Mannerheimlínunni. Það er 18. herfylki Rússa, sem þarna hefir verið ger- sigrað. Hafði Finnum fyrir viku síðan tekizt að króa það af hjá Kitelá á norðurströnd vatnsins og hafa nú leifar þess orðið að gefast upp eftir blóðuga viðureign. 15—20 000 manns hafa fallið af Rússum eða verið teknar til fanga. Loftáráslf Rússa halda LONDON í gærkveldi. FO. Rússár héldu áfram loftárásum sínum á finnskar borgir í dag. Enn var gerð loftárás á Víiborg FlugmodelfélagBerkiaviknr opnar sýningu i Þjððlelkhús inu næstkomandi snnnudag FLUGMODELFÉLAG REYKJAVÍKUR hefir á- kveðið að gangast fyrir flug- modelsýningu og á hún að hef j- ast næstkomandi sunnudag, en gestum vesður boðið að skoða hana á laugardaginn. Sýningin verður í Þjóðleikhúsinu. Búizt er við, að sýningin verði opin um mánaðartíma. en þó er það ekki fullráðið ennþá og mun fara nokkuð eftir að- sókninni.: í flugmodelfélaginu eru 16 meðlimir, á aldrinum 8—20 ára. Sumir þeirra eru einnig í Svif- flugfélaginu. Flugmodelfélagið var stofnað fyrir tveim árum með um 200 meðlimum, en sökum efnis- vandræða var ekki hægt að láta þá alla hafa nægileg verkefni og voru því valdir úi um 20, sem áttu svo að leiðbeina hin- um. Meðlimum verður svo fjölgað strax og möguleikar verða á. Flugmodelfélagið hefir síðast liðið ár haft bækistöð sína í Þjóðleikhúsinu og er það sæmi- legt pláss. Tilgangur sýningarinnar er sá, að afla fjlugmodelfélaginu fjár til stofnunar skóla í flug- modelsmíði. og auk þess að kynna almenningi starfsemi fé- lagsins. Nýlega er lokið námskeiði, sem félagið hélt fyrir utanfé- lágsdrengi og var það vel sótt. Var ekki hægt að taka fleiri en 24 drengi, en margir fleiri vildu komast að. Sýningin verður í 3 deildum. í stórum sal verða model af ýmsum gerðum af þekkt- um flugvélum, þýzkum, ensk- um og amerískum. Er þar t. d. model af TF Sux. Einnig verð- ur þar upphleypt kort af ís- landi, þar sem flugvél sést fljúga hringflug um landið með viðkomu í helztu kaupstöðun- um. Ennfremur verður í þessari deild flugmodel, sem gengur fyrir benzínhreyfli, smíðað og teiknað af kennara félagsins, Helga Filipussyni. Skrúfan Frh. á 4. síðu. og sömuleiðis á Abo, en báðar þessar borgir hafa orðið fyrir fjöldamörgum loftárásum. Frétta- riturum í Finnlandi ber saman um, að flugmenn Rússa leggi á það megináherzlu, að Ieggja í rústir sjúkrahús og kirkjur, og meðal annars geta frétteritararnir þess, að margar kirkjur í sveitá héruðum landsins séu í rústum eftir loftárásir Rússa. Fjórir rússneskir hermenn, sem héngu í fallhlífum, sáust yfir ísn- um á stað nokkrum við strönd Finnlands. Þeir voru allir skotnii á leið niður á ísinn. Allir voru þeir ungir menn, um 17 ára, og hver um sig var með miklar birgðir af sprengiefni. Fyrsti sænski sjálfboðaliðinn i her Finna, sem sæmdur hefir ver- ið heiðursmerki, nefnist Gustav Halber. Var hann sæmdur frelsis- krossinum finnska. 9 rússneskar flugvélar skotnir niður í fyrradag. Pað var staðfest I Helsingfors í dag, að 9 yússneskar sprengju- flugvélar hefðu verið skotnar nið- 0.r í gær. í hinUm miklu loftárásum Rássa að undanförnu hefir verið varpað niður um 7000 sprengi- kúlum og íkveikjusprengjum, én 145 menn biðu bana og 180 særð- Ust. Bðrn úr Reykjavik í sveit á sumruiEi. —. - ?........— Rauði Krossinn ætlar að setja upp miðstöð í þessum tilgangi hér i bænum. __—,—^.-------------— Samtal vill Arngrím Kristjánsson RAUÐI KROSS ÍS- LANDS efnir til ágóða fyrir starfsemi sína á morgun. Rauði Krossinn hefir und- anfarið haft mikið starf fyrir Finnlandssöfnunina og eigin starfsemi hans hér heima hefir því orðið að sitja á hakanum. Rauði krossinn hefir mjög mörg verkefni með höndum, sem þurfa að fá bráða úrlausn. Meðal þeirra er jí+gáfustarfsemi og starfsemi, sem stefnir að því að koma börn- Frh. á 4, siðu. Eftir einn af fundum æðsta herráðs bandamanna: Fremst á myndinni, til hægri, Gamelin yfirhershöfðingi Frakka. Lengst til vinstri Lord Gort, yfirmaður brezka hersins í Frakklandi. Æðsta herráð Bandamanna á fundi i Paris i gae Hergagnáframieiðsian verður enn aukin Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. HÐ SAMEIGINLEGA ÆÐSTA HERRÁÐ Breta og Frakka kom sarnan á fund í París í gær. Segir í opin- berri tilkynningu, sem gefin var .út að fundinum loknum, að rætt hefði verið um aukna framleiðslu hergagna og sam- komulag náðst um aukna samvinnu Breta og Frakka í því skyni. Fullkomin eining hefði yfirleitt verið ríkjandi á fundinum. Af hálfu Breta voru mættir Lord Gort, yfirmaður brezka hersins í Frakklandi, Sir Ed- mond Ironside, yfirmaður brezka > herforingjaráðsins, Chamberlain forsætisráðherra, Churchill flotamálaráðherra, Oliver Stanley, hinn nýi her- málaráðherra, og Sir Kingsley Wpod flugmálaráðherra. Af hálfu Frakka voru mættir Gamelin yfirhershöfðingi, Geor- ges, yfirmaður herforingjaráðs- ins, Daladier forsætisráðherra og nokkrir aðrir helztu ráðherr- ar Frakka. unum hans hafi verið breytt, en ríkisstjórnin taldi önnur áform hans of kostnaðarsöm fyrir rík- ið. Það er tekið fram, að lausn- arbeiðnin standi ekki á nokkurn hátt í sambandi við utanríkis- málastefnu Hollands, eða við lausnarbeiðni belgiska yfirher- foringjans fyrir skemmstu. Hollenzkar flugferð- !r yf ir Norður-Atlants haf leð ¥iðkomn- stað á fslaodi? KHÖFN í gærkv. FO. "OOLLENZKA STJÓRNIN hefir •*••"¦ ásamt flugvélaverksmiðjum Fokkers stofnað félag til þess að halda uppi flugferðum um norð- anvert Atlantshaf, og er gengið út frá því sem visu, að félagið ætli sér að hafa' viðkomustað á íslandi. Hefir það þegar sótt um leyfi Bandaríkjastjðrnar til þess að mega reka flugferðir þangað. Á- kveðið er, ao reynsluflug hefjist í aprílmánuði. Ármenningamét verður n. k. Iaugardag á Hótel Borg með fjölbreyttri dagskrá. Nánar auglýst síðar. Danir verða óhltuðam 40 pfzknm ka sðkkt síðan i striðs- Wud. Franski flotamálaráðherrann tilkynnti í gær, að a. m. k. 40 pýzkum kafbátum hafi verið sökkt, en þegar styrjöldin byrjaði létu 55 þýzkir kafbétar úr höfn. Yf irhersbof ðingí Hol- lendinga taellr beð- izt lansnar. LONDON í gærkveldi. FÚ. YFIRMAÐUR hollenzku landvarnanna á sjó og landi, Kendoe, hefir beðizt iausnar, að sögn vegna ágrein- ings við ríkisstjórnina um hernaðarleg málefni. Sagt er, að sumum fyrirætl- ni að vinna hfisakpnum. Samgonguvandræði af vöidum isaiagna hafa stöðvað aðflutninga á elisneyti. KHÖFN í gærkveldi. FU. SAMGÖNGUVANDRÆÐIN af völdum ísalagna í Dan- mörku eru nú farin að válda stórkostlegum erfiðleikum. Fjöldi einstaklinga og við- skiptafyrirtækja hefir nú eng- an eldivið svo að fólk verður að hafast við og starfa í óhituðum húsakynnum. Einnig er mjög mikill skortur á matvælum, að minnsta kosti sumum fegundum í hinum stærri bæjum. Á svæðinu 35 til 50 kílómetra norðvestur af Skagen eru 5 skip inni frosin og eru menn orðnir mjög áhygjufullir út af því, hvernig takast megi að koma nauðsynjum til landsins eða milli einstakra landshluta. Við. suður* og suðvestur- strönd Svíþjóðar hefir ekki held ur batnað neitt í þessu efni. í fyrrinótt frusu 15 skip inni í Kattegat og er jafnvel búizt við að ísalagnir eigi enn eftir að aukast á þessum slóðum. Þó hefir til þessa verið hægt að halda uppi ferðum ferjunnar milli Trálleborg í Svíþóð og Sasenitz í Þýzkalandi. Gylfi P. Gíslason hagfræðingur flytur IX. eringið í fræðsluflokki sínum um hráefni og heimsyfirráð í útvarpið i kvöld kl. 20,30. Nefnir hann þetta erindi: Stórveldin. og hráefna- lindir þeirra. Fösiumessa í fríkirkjunní annað kvöld kl. 8,15. Séra Arni Sigurðsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.