Alþýðublaðið - 08.02.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.02.1940, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLA0IÐ PlMMTUDAGUR 8. FÉBR. 1040. .-[.C.ANDER/'EN / éú Æ Lióti andarunginn. 25) Það var vegna þess, að ég er svo ljótur, hugsaði andarunginn 26) Svo lenti hann út í stóra fenið, þar sem villiandirnar búa 27) Þarna lá hann alla nóttina, því að hann var svo þreyttur og sorgmæddur. Um . morguninn flugu villiandirnar upp og horfðu á þennan nýja félaga sinn. — Hvers konar náungi ert þú? spurðu þær, og andar- unginn hneigði sig á báðar hlið- ar svo vel sem hann gat. 28) En hvað þú ert ljótur, sögðu villiandirnar, en okkur má vera sama um það, ef þú gift- ist ekki inn í fjölskyldu okkar. En vesalings ljóta andarungan- um hafði aldrei dottið það í hug. Hann vildi aðeins fá að búa um sig í sefinu. 0 0 Orðsendmg til kaupenda út um land. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast íyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. Aöalfundur Svifflugfélagsins fór fram súnnuS. 28. jan s. 1. Samkvæmt skýrslum formanns og gjaidkera hafði árangur liðna ársins verið mjög góður, bæði að þvi er snertir flugið, ýmsar framkvæmdir og félagslíf allt. Fjárhagurinn hafði og batnað nokkuð, þó að enn sé féleysi versti þröskuldurinn á framfara- brauúnni. Allmiklar lagabreyting- ar voru samþykktar og auk þess starfsreglugerð. öll aðalstjórn félagsins var endurkjörin 1 einu hljóði, en í benni eru: Bendt Bendtsen, form., Hallgr. Hall- grímsson, varaform., Hafliði Magnússon, ritari, Þorsteinn Þor- björnsson gjaldkeri, og Björn Jónsson, meðstjórnandi. Flug- stjóri fyrir þetta ár var kjörinn Hafliði Magnússon. Á þessu ári verður allri starfsemi haldið á- fram, þrátt fyrir vandkvæði þau, er styrjöldin bakar því, og e. t. v. hafnar nýjar smíðaframkvæmdir, — ef efnisaðdrættir reynast færir. Útbreiðið Alþýðublaðið! UMRÆÐUEFNI Kvöldvaka blaðamanna. — Skotgröfin við Hverfisgötu. Benzínið. Tvær stökur. At- hugasemd frá „útvarpshlust- anda.“ —o— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— VÖLDVAKA Blaðamannafé- lags Jslands síðastliðið laug- ardagskvöld var ákaflega vel sótt og varð að neita um aðgöngumiða að minnsta kosti 200 manns. Hafa stjórn félagsins borizt margar á- skoranir um að endurtaka kvöld- vökuna, en óvíst er enn, hvort það megi takast. Skemmtiatriðin að þessu sinni voru síst veigaminni en fyrsta kvöldvakan. Var þó nokkuð annar blær yfir henni meiri alvara og minna um létt grín. Töldu ýms- ir að það hefði vantað að fá skemmtiatriði á borð við dans Lárusar og Brynjólfs á fyrstu kvöldvökunni. ÖLLUM ÞEJM, sem skemmtu á þessari kvöldvöku, var tekið ákaf- lega vel og þó virtist Soffíu Guð- laugsdóttur vera tekið bezf, enda var það áhrifarík stund er hún flutti Svein Dúfu og Stúlkuna í kotinu við létta tóna finnsks lags. Bárust frúnni og blóm og dynjandi lófatakinu ætlaði aldrei að linna. Söngur Hallbjargar Bjarnadóttur var mikil nýjung og óvenjuleg nýj- un, ef svo mætti að orði komast. Hún hefir ákaflega einkennilega rödd og öll virðist ungfrúin á söng pallinum vera sköpuð úr jazznót- um. Það er eins og hún sé jazz- músik. Blaðamannafélagið mun hafa fleiri kvöldvökur í vetur og vanda til þeirra eins og það hefir þegar gengist fyrir. Hið versta er, að félagið vantar nógu stórt hús- næði. JARÐRASKIÐ í BÆNUM, sund- urgröfnu göturnar setja sinn svip á Reykjavík og hafa gert í vetur. En mér hefir þótt harla undarlegt að sjá sömu holuna vera í allan vetur í gangstétt Hverfisgötu, rétt fyrir framan Garðar Gíslason. — Þetta er heil skotgöf og hefir verið hreinasta mildi, að menn skuli ekki hafa slasast í vetur í þessari gryfju. Væri nú ekká ráðlegt að fara að gera við hana? „BENSÍNVERÐIÐ er enn hækk- að í verði, nú um 2 aura,” segja óánægðir bifreiðastjórar í bréfi til mín og þeir halda áfram: „Heyrst hefir, að eðlisþyngd þess sé svo mikil, að það verð, sem það var sett á, hafi reynst of lágt. Olíufé- lögin kaupa vöru sína eftir vigt. Nú langar okkur til að vita hvort benzín sé ekki verra eftir því, sem það er þyngra, því ef svo er, þá finnst okkur það einkennileg ráð- stöfun, að hækka í verði verri vöru en hingað til hefir fengizt.” ÞAÐ ER VÍST alveg rétt, að benzínið er því verra því þyngra sem það er. En hvort benzín það, sem olíuverzlanirnar selja núna er DAGSINS. þyngra en áður hefir verið, veit ég ekki. í þessu sambandi vil ég benda á þá niðurstöðu um gæði benzínsins, sem Rannsóknarstofa háskólans komst að nýlega. TVÆR STÖKUR sendi Jón frá Hvoli mér nýlega, þær eru svona: „Mikið getur maðurinn máls í hretum frekur: hækkar ketið, heiðurinn háa setið tekur. Nægta götur nefndin fer nýtum fötum knúin; hækkar kjötið, hugsun er hreinum fötum búin.” ÚTVARPSHLUSTANDI skrifar mér langt bréf um aðfinnsl- ur, sem ég hefi nýlega birt hér í dálkum mínurri: „ÉG STAKK niður penna vegna aðfinnslna einhvers, sem þykist vera „pólitíkus" í dálkum þínum. Pólitíkus þessi skrifar þannig, að maður getur ekki varizt þeirri hugsun, að það hlakki í honum, ef eitthvað kemur aðfinnsluvert, svo sem orð hans um „brezka sendi- herrann í London“ benda til. Það liggur í augum uppi, að hér hlýt- ur að hafa verið um misritun að ræða í handriti (eða mismæli) að ræða og er vitanlega alltaf leitt ef slíkt kemur fyrir, en skiljanlegt er, að við hraða afgreiðslu geti slík mistök komið fyrir. Póiltíkus mun vita, að oft koma fyrir prentvill ur í blöðum, sem eru háskalegar, en ekki hefi ég vitað, að hann stykki upp á nef sér þess vegna. Nú mun oft vera meiri tími til þess að ganga frá fréttum og öðru, sem í blöðum er birt en útvarpsfrétt- um, serA mér hefir skilist að oft þurfi að skila til þuls tafarlaust. Og koma þó fyrir miklu háskalegri villur í blöðum en þetta sem pólitíkus nefnir.” „EN ÞAÐ VAR RAUNAR um aðalefni bréfs „pólitíkusar", sem ég ætlaði að ræð» jítilsháttar. — Hann telur það, að mér skilst, ó- hæfu mikla, að tala um „ameríska sendiherrann,“ „amerísk skip“ o. s. frv., þegar átt er við sendiherra Bandaríkjanna eða Bandaríkjaskip. Ég segi fyrir mitt leyti, hvað sem landafræðinni líður, sem „pólitík- us“ hefir á borðinu hjá sér, að ég get ekki talið þetta aðfinnsluvert. „Amerískur" hljómar vel og er þjált í munni, en þá er hin hliðin, hvort það er skákt eða nokkur ó- hæfa, að tala um „ameríska sendi- herra“ eða amerísk skip,“ þegar átt er við sendiberra og skip Bandaríkjanna. Nú veit þessi póli- tíkus sjálfsagt það, sem allir vita, að í Vésturálfu eru Bandaríkja- menn kallaðir „Americans“ og yf- irleitt í enska heiminum, Suður- Ameríkumenn „South-Americans“ og hliðstætt á öðrum málum, en Suður-Ameríkumenn aftur, ef ekki er talað um Suður-Ameríkumenn almennt, Argentínumenn o. s. frv. Hinsvegar er komin sú hefð á, að kalla Bandaríkjamenn „Americ- ans“ víða um lönd, og það dettur ekki nokkrum lifandi manni í hug, hvorki á íslandi né annars staðar, að átt sé við kanadiskan eða mexikanskan sendiherra. — Kanadamenn t. d. gera ekkert til- kall til þess að vera kallaðir „A- mericans" né Mexicobúar. í Kan- ada kalla menn Bandaríkjamenn „Americans“ og mætti margt fleira um þetta segja.“ „í ÞESSUM EFNUM finnst mér, að við getum, þegar svo ber undir, hagað okkur eftir því, sem tíðkast annarsstaðar. Nú dettur engum í hug, að við förum að kalla Bandarkjamenn Ameríku- menn eða Bandaríkin Ameríku, en það fer oft betur á því, að nota orðið „amerískur“ heldur en Bandaríkja — t. d. amerísk skip í stað Bandaríkjaskip, (sem mætti skilja svo, að um skip væri að ræða. er væri eign Bandaríkjanna) o. s. frv. Hér er ekki um annað að ræða, en hvort haga skuli orð- um að nokkuru í samræmi við það, sem hefð er k«min á annars- staðar, eða „hengja hatt sinn á þann snaga,“ að þetta geti valdið misskilningi eða sé skakkt. Ég hygg, að það sé ekki skakt. að kalla skip Bandaíkjanna „amer- ísk skip,“ eða tala um „ameríska sendiherrann,“ þegar átt er við sendiherra Bandaríkjanna, og rökstyð það með því, að Banda- ríkin heita ekki bará „United Stat- es“ heldur „United States of Ame- rica.” Þar er grundvöllurinn undir þeirri venju, að kalla Bandaríkja- menn „American" og það sem Bandaríkin og Bandaríkjamenn varðar „amerískt“.“ „ÞETTA er víðast gert nú orðið og tel ég það enga goðgá, þótt eins sé gert hér, hvað sem landafræði hins ágæta manns, dr. Bjarna Sæmundssonar, líður. Margt í þess- um efnum er breytingum undir- orpið og sumt til bóta og sumt ekki, og oft má úm della, hvað rétt sé. Góður rithöfundur íslenzk- ur notaði t. d. orðið Lithaugaland um LitJhauen. Nú segja menn ávalt Lithauen. Það má líka deila um, hvort rétt sé að nota þau borga og staðanöfn, sem menn kannast við úr landafræðinni, þótt fengið hafi annað heiti. þegar áður und- irokaðar þjóðir fengi sjálfstæði sitt og breyttu nöfnunum. Almenn- ingur kannast vafalaust betur við gömlu nöfnin, svo sem Riga, Kovno, Viborg, svo nokkur séu nefnd, en þeir, sem halda því fram, að rétt sé að nefna þessar borgir þeim nöfnum, sem þær nú heita, hafa líka mikið til síns máls. Póli- tíkus heldur því vafalaust fram, að það verði að fara í einu og öllu eftir landafræðinni. sem hann lærcji í barnaskólanum og hann enn hefir á borðinu hjá sér, en hver getur neitað því, að sterk rök mæla með því, að borgir séu nefnd- ar sömu nöfnum og þær nú heita. Erlendis taka menn tillit til vilja hlutaðeigandi þjóða í þessum efn- um. Virðist og stefna í sömu átt hér og fæ ég ekki séð, að það sé aðfinnsluvert, ef ekki er farið út í neinar öfgar. „Pólitíkus" ætti að gagnrýna af meiri velvild og sann- girni en hann gerir. Gagnrýni, sem byggist á sanngirni og velvild. er alltaf góðra gjalda verð, hvort sem ríkisútvarpið á í hlut eða aðrar stofnanir, en það er ekki „diplo- matiskt" að skrifa eins og höfund- ur bréfsins, sem hér hefir verið gert að umtalsefni gerir, og er furðulegt, að jafnmikill pólitíkus skuli ekki sjá það.“ Hannes á horninu. Bókaðtgáfa Menning arsjóð so gDjóðvina- fólagsins. MENNTAMÁLARÁÐ hefir að undanförnu búið sig undir að hefja umfangsmikla bókaútgáfu í samvinnu við Þjóðvinafélagið. V'erða gefnar út í ár sjö bækur og fá áskrif- endur þær fyrir 10 krónur. Menntamálaráð gefur út fjór- ar bækur, en Þjóðvinafélagið þrjár. Út munu verða gefnar bækur um náttúruvísindi, félagsmál, sagnfræði og skáldskap. Bók Menntamálaráðs um náttúrufræði verður að þessu sinni heilsufræði með mörgum ágætum myndum eftir Jóhann lækni Sæmundsson. Heiti bók- arinnar verður: „Mannslíkam- inn og störf hans.“ Bókin um félagsmál er eftir enska rithöfundinn Aldous Huxley og heitir; Markmið og leiðir. Þessi bók er íslenzkuð af dr. Guðmundi Finnbogasyni. Sagnfræðibókin er æfisaga Viktoríu Englandsdrottningar eftir Lytton Strachey í þýðingu Kr. Albertssonar. Lytton Strac- hey myndar nýjan stíl í æfi- sögugerð, að sínu leyti eins og þegar merkir rithöfundar mót- uðu sagnir norrænna þjóða með íslendingasögum. Það mætti kalla þessa sagnfræði hinar lifandi æfisögur. Fyrsta skáldsagan, sém Menntamálaráð gefur út, er „Sultur'- eftir Knut Hamsun. Jón Sigurðsson frá Kaldaðar- nesi hefir þýtt bókina. Jón Sig- urðsson er óvenjulega snjall þýðandi, og hafa þýðingar hans eftir Hamsun alveg sérstaklega vakið aðdáun manna. í „Sulti“ er lýst átakanlega bágindum ungs manns, sem leggur fyrir sig andlega vinnu og á í sjálf- um sér svo mikinn auð hug- mynda og tilfinninga, að hörm- ungamar fá ekki drepið niður drengskap hans og manngildi, Frh. á 4. síðu. JOHN DICKSON CARR: Morðin í vaxmynðasafninn. 46. logáÖi undir niðri. — Þú verður að fá að vita þetta vegna þess, að það snertir þig töluvert, og allt það bölvað hyski, sem hér er saman komið. Ég hefi átt þetta hús í mörg ár. Ég þekki hv.ern einasta meðlim, allt, sem hér fer fram og þekki allar hneykslissögurnar viðvíkjandi fólkinu, sem hingað sækir. Jæja, og notaði ég mér svo þessa vitneskju til þess að hafa fé út úr fólki? Aðeins að hverfandi litlu leyti. Ég hafði allt ann- að í huga. Ég hafði ætlað mér að gera það opinbert. Ég hafði ætlað að sýna, hverskonar fólk það væri í raun og veru, sem ræður lögum og lofum í þessu landi, hvers konar fólk það væri, sem allur aimenningur skríður fyrir og horfir upp til, eins og það væri skurðgoð. Maðurinn var kolbrjálaður, það var bersýnilegt. Ég horfði framan í hann og sá, að það var ekki um að villast. Þessi bráð- gáfaði maður hafði fengið fyrirlitningu á samtíð sinni, hann hafði farið að hata mennina og var nú bersýnilega orðinn geggjaður. Kötturinn stökk ofan úr fangi hans og við það virtist hann ranka við sér. Hann leit á hana, en hún hafði hallað sér aftur á bak í legubekknum. — Ég tók þig að mér, sagði hann, aðallega mér til skemmt- ijnar. Þú varst menntunarlaus, og ég kenndi þér að meta skáldskap og fagrar listir, einkum sönglist. Og nú vitum við bæði, hvers virði lífið er. Við þekkjum mannfólkið. Hann dró djúpt andann. — í öruggri geymslu, hélt hann áfram og glotti djöfui- lega, — eru fjöldamörg handrit, innsigluð umslög, sem bíða aðeins eftir því að verða send víðs vegar út um París til stór- blaðanna. Það eru sögur um —- mennina, sannar sö'gur. Og þessar sögur verða sendar út skömmu eftir að ég hverf héð- an á burtu. Þau ættu nú raunar að borga mér fyrir þetta, ef þau þora þá að nota það. Og þau munu þora að nota eitthvað af því. — Þú ert brjálaður, sagði hún með hægð. — Drottinn minn dýri! Ég veit ekki, hvað ég á að segja við þessu. Ég vissi, að' þú varst þorpari, en svona hélt ég ekki að þú værir. —- Auðvitað þykir mér fyrir því, sagði hann, — að þessi félagsskapur skuli um leið vera liðinn undir lok. Því að hing- að þorir enginn maður að koma framar. En ég hefi engan áhuga á því framar vegna hins fjárhagslega hagnaðar, og ég er hræddur um, að félagi minn verði nú að sjá um það, sem eftir er. Jæja, vina mín, við skulum nú vera skynsöm. Það gæti farið svo, að eitthvað stæði um þig í þessum blöðum . . . Hún snéri sér að honum eldsnöggt. — Ég bjóst við því, Etienne, að svona hlyti það að enda. ... Ef þú segir mér, hver myrti Claudine Martel . . . — Læturðu þér í raun og veru detta í hug, að ég segi þér, hver myrti Claudine Martel? Og hvers vegna langar þig svona mikið til þess að vita þetta? Fyrst þú ætlar þér að verða æru- verður sveitamaður. — Af því, að ég held, að ég viti það. — Einmitt það? — Ég var alltaf varkár, vina mín. Einh-vern tíma 1 fram- tíðinni kann að reka að því, að ég þarfnist peninga. Og for- eldrar þeirrar manneskju, sem ég held, að hafi framið morð- ið, -eru ekki einasta mjög stoltir, heldur enn fremur vellauð- ugir. Segðu mér nú, hver það var. Hún tók vindling upp úr vindlingaveski sínu og virtist vera hin rólegasta. Galant rétti fram höndina og sagði: — Ég þykist þess fullviss, að morðinginn sé Chaumont liðsforingi. Mér var orðið klígjugjarnt þarna á bak við skápinn. Ég sá framan í Galant og veitti þvl eftrtekt, að hann afskræmdist allur í framan. Chaumont! Chaumont! Það er ósennilegt, að Gína Prévost hafi getað orðið meira undrandi á þessu en ég varð. En ég heyrði, að hún greip andann á lofti. Þaö varð löng þögn og nú hey-rði ég, að hljómsveitin niðri var aftur farin að spila. — Etienne, sagði Gína að lokum, — nú veit ég að þú ert orðinn brjálaður. Hvernig í dauðanum getur þér dottið í hug annað eins og þetta? — Þú hlýtur að vita það, að þetta morð er framið í hefnd- arskyni, í hefndarskyni fyrir morðið á Odette Duchéne. Og hver væri manna líklegastur til þess að hefna þessa ódáða- verks? Auðvitað unnusti hennar. Hefi ég á réttu að standa eða ekki? Það var orðið mjö guggvænlegt hér inni. Ég lagði hlustirn- ar við eins og ég gat, því að ég var hræddur um, að Gína Prévost hvíslaði einhverju, sem mér væri um megn að heyra, því að hljómsveitin var orðin allhávaðasöm niðri. Galant stóð frammi fyrir henni og horfði ó hana ógnandi augum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.