Alþýðublaðið - 10.02.1940, Side 1

Alþýðublaðið - 10.02.1940, Side 1
Miinið skemmtikvöld Hörpu í Alþýðuhúsinu. RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON flBBBl í ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR. LAUGARÐAGUR 10. FEBR. 1940. 34. TÖLUBLAÐ AlMðnflofcksfólk! Sækið Hörpuskemtun* ina í kvöld. Nýr ráðsmaðnr Dagsbrúnar. Hver verðor skákmeist ari Revkjavfknr 1940? s^mkeppmi milll prffjila pekkfra skáksnillinga. URSLITIN á skákmóti Reykjavíkur fara nú óðum að nálgast. Aðeins er eftir að tefla eina umferð. Þrátt fyrir það er samt enganveginn víst hver úrslitin verða í meistara- flokki, þar sem þrír efstu keppinautarnir eru jafnir. — Næsta og síðasta umferð verður tefld á miðvikudag. Mun mörg- um verða forvitni á að vita hver úrslitin verða. Vinningar hjá keppendum standa þannig fyrir síðustu umferð. Meistaraflokkur: Eggert Gilf- er, Ásmundur Ásgeirsson og Guðm. S. Guðmundsson 514 vinning hver. Sæmundur Ólafs- son, Hafsteinn Gíslason og Benedikt Jóhannsson 4 vinn- inga hver. Sturla Pétursson 2Vz vinning. Áki Pétursson og Her- mann Jónsson 3 vinninga hvor og Hannes Arnórsson með 2 vinninga. I. flokkur: Sigurður Gissur- arson hefir 7 vinninga. Magnús Jónasson 6 vinninga. Óli Valdi- marsson 5 vinninga. Ingimund- ur Guðmundsson 4 vinninga, Aðalsteinn Halldórsson og Pét- ur Guðmundsson 2tú vinning hvor. Geir J. Helgason og Kristján Sylveríusson 2 vinn- inga hvor og Ragnar Pálsson með 1 vinning. Síðustu umferð í I. flokki er lokið, eftir er aðeins að tefla nokkrar biðskákir. II. flokkur A: Friðbjörn Benónýsson og Ólafur Einars- son hafa 6Vz vinning hvor. Ás- kell Kjerúlf og Lárus Johnsen 5V2 vinning hvor. Þorsteinn Þorsteinsson, Stefán Jóhanns- son og Þorleifur B. Þorgrímsson 4 vinninga hver. Gestur Pálsson 3V2 vinning. Áskell Nordahl 3 Frh. á 4. siðu. MARTEINN GÍSLASON Q TJÓRN DAGSBRONAR hefir ^ ráðið nýjan ráðsmann fyrir félagið. Varð fyrir valinu Mar- teinn Gísiason verkamaður, Ljós- vallagötu 12. Marteinn Gíslason er ungur maður, aðeins 30 ára gamall. Hann hefir alls staðar þar sem hann hefir unnið, notið mesta trausts. Hann er mjög reglusamur og duglegur. Kommúnistastjórnin í Dags- brún hafði ráðið ráðsmann fé- lagsins með 6 mánaða uppsagn- arfresti. Var pað gert til að gera þeirri stjórn, sem við tæki, erfið- ara fyrir. Starf ráðsmanns er hins vegar svo þýðingarmikið, að nauðsyn- iegt er að fullt samræmi og til- trú sé rnilli stjórnar félagsins og ráðsmanns þess. Hefir þessum málum nú verið Jjannig fyrir komið, að Dagsbrún fær ekkert fjárhagslegt tjón af. Starfsstúlknr á priónastofum stofn uðnmeð sér stéttarf élag í gærkveldi ¥ GÆRKVÖLDI komu sam- an nokkrar stúlkur, sem vinna á prjónastofum hér í bæn um og stofnuðu með sér félag til þess þar, að vinna sameigin- lega að bættum hagsmunum sínurn og annarra stúlkna er vinna í þessari starfsgrein. í bráðabirgðastjórn voru kosnar þær: Sigríður Jóhannes- dóttir, Bergþóra Hólm og Sig- ríður Eggertsdóttir, Stúlkur þær, sem vinna við prjónastörf hafa aldrei haft með sér félagsskap, en vitanlega sjálfsagt fyrir þær, eins og fólk í flestöllum starfsgreinum öðr- um, að hafa sitt eigið stéttar- félag, til þess þar að vinna að sameiginlegum hagsbótum. Enda segir svo 1 lögum um ,,stéttarfélög og vinnudeilur,“ að verkafólk hefir rétt til þess, að stofna með sér stéttarfélög — og ennfremur, að um leið og stéttarfélag er stofnað, er það lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna. Þá segir þar um, að atvinnu- rekendum eða umboðsmönnum þeirra er óleyfilegt að hafa áhrif á afstöðu starfsfólks síns, til stéttar eða stjórnmálafélags með: uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn, með loforðum um fjárgreiðslur, eða neitunum um réttmætar greiðslur. Þegar þessa er gætt, þurfa stúlkurnar ekki að óttast, að þær verði fyrir ofsóknum eða óþægindum af hálfu atvinnu- rekenda, þótt þær taki þátt í slíkum félagsskap, sem stofn- að var til í gærkveldi. Til þess að sýna hversu mik- il nauðsyn var á, að félagið væri stofnað, má geta þess, að sam- kvæmt gengislögunum ber at- vinnurekendum engin skylda til að hækka kaup þess fólks, sem ekki er stéttarfélagsbundið. Frh. á 4. síðu. Vetrarhörkurnar í Danmörku: Alísað skip inni í Kaupmannahöfn. ísalögin í Danmörku hafa stöðvað alla flutninga á sjó. ♦ Stérkostfteg vandræói fi Kaiapiiaaiiiialiiifn og víðar sðkuni skorts og verðhœkkunar á Ififsnauðsynjuin KHÖFN í morgun. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins, SAMGÖNGUVANDRÆÐIN af völdum ísalagna við Danmörku náðu hámarki sínu í gær. Allar siglinga- íeiðir milli dönsku eyjanna og milli þeirra og Jótlands eru nú lagðar svo þykkum ís, að allar skipaferðir hafa stöðvazt. Allt Kattegat er lagt norðan frá Skagen og sitja 30 skip föst í ísnum hingað og þangað. ísinn er orðinn svo þykkur, að starfsemi íshrjótanna, sem þó hingað til hafa getað haldið opnum rennum á stöku stað fyrir skipaferðir, er að verða með öllu ómöguleg. Kuldarnir vour óskaplegir í fyrrinótt. Frostið náði 23 stig- um á Celsius í Gribsskógi, 22 stigum í Álaborg og 20 stigum víðs vegar annars staðar. Það er þó talið útlit fyrir að frostið eigi enn eftir að vaxa. Samgönguvandræðin hafa ♦ skapað mjög alvarlegt ástand í Kaupmannahöfn og fleiri borg- um. StÖðvun aðflutninga á öll- um lífsnauðsynjum hefir haft það í för méð sér, að vörur hækka óðfluga í verði. Og elds- neytisskorturinn vei'ður með degi hverjum tilfinnanlegri. Stjórnin hefir gefið út strang - ar reglur um eldiviðarsparnað og ganga þær í gildi á mánu- daginn. Samkvæmt þeim skal loka fyrir heitt vatn í eldhúsum, bað- herbergjum og snyrtiherbergj- um. Allir gildaskálar skulu loka kl. 24. Sömuleiðis er fjölda skemmtistaða, íþróttahúsa og kvikmyndahúsa algerlega lok- að. Hiti í íbúðum einstakra manna má að viðlögðum sektum ekki fara yfir 18 stig og í kirk.j- um og fundahúsum og öðrum samkomuhúsum skal ekki hita upp yfir 10 stig. Ráðgert er, að með þessum ráðstöfunum geti Danir sparað sér 22 500 smá- lestir af kolum á mánuði. í Noregi er og víða orðinn mikill eldiviðarskortur. Kola- skömmtunarnefndin norska hef- ir fengið heimild stjórnarvald- anna til þess að flytja eldivið- arbirgðir úr einum stað í annan og koma á algerðri skömmtun. Mörgum skólum í Oslo er lokað vegna eldiviðarskorts. Norðnr-Atlantshafs fluiift með fiðkomn á Islaidi trjjggt? KHÖFN í gærkveldi. FÚ. "O LUGMÁLANEFND sú frá Norðurlöndum, sem fyrir nokkru fór til Bandaríkj- anna til samninga við stjórnar- völd þar, skýrir frá því opinber- lega, að póstflugferðir milli A- meríku og Norðurlanda muni bráðlega geta hafizt, og verða amerískar flugvélar notaðar til flugsins. í tilkynningu þessari er gert ráð fyrir viðkomustað á íslandi. Merfcjasala Ranða fcrossins fcomst npp í hátt á 8. pás. fcr. O ÖFNUN Rauöa krossins sí'ð- ^ astliðinn miðvikudag fór víða fram á Iandinu og tókst svo vel, að hún varð 6—7 ' sinnum meiri en í fyrra. I Reykjavík söfnuðust 4656 kr., á Akranesi 298 kr., í Borgarnesi 142 kr., á ^safirði J350 kr., á Hvammstanga 50 kr., á Akureyri 700 kr., á Siglufirði 258 kr. og í Vestmannaeyjum 500 kr., eða samtals á þessum stöðum 6936 krónur, Enn hefir þó ekki borizt skila- grein frá nokkrum stöðum, og gera má þvi ráð fyrir, aö söfn- unin, sem aðallega var rnerkja- sala, hafi komizt upp í hátt á áttunda þúsund krónur. t DAO Næturlæknir er Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími 2714, Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. ÚTVARPIÐ: 19,20 Hjómplötur: Kórlög. 19,40 Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20,15 Leikrit: „Gesturiim", útvarpsleik- rit eftir Kristmann Guðmundsson (Brynjólfur Jóhannesson). 20,40 Danshljómsveit útvarpsins leikur og sy.ngur. 21,10 Útvarp frá Ár- nesingamóti að Hótel Borg. Á- vörp og ræður. Söngur. 21,50 Fréttir. 22,00 Danslög. 24,00 Ðag- skrárlok. Á MORGUN: Helgidagslæknir er ólafur Þ. Þorsteinsson, Mánagötu 4, sími 2255. Næturlæknir er Eyþór Gunn- arsson, Laugavegi 98, sírni 2111. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 9,45 Morguntónleikar (plötur): Cellósónata í g-moll og píanósó- nata í o-moll, eftir Beethoven. 10,40 Veðurfregnir. 11,00 Messa í dómkirkjunni (séra Fr. H.) 12,15 —12,30 Hádegisútvarp. 15,30— 16,30 Miðdegistónleikar: Létt klassisk lög (plötur). 18,30 Barna- tími: a) Sögur o. fl. (H. Hjörv.). b) Drengur, 13 ára, leikur á píanó. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Hljóm- plötUr: Lög eftir Delius. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: Frá manni til guðs, III: Alheimskirkjan (Gr. Fells rithöf.). 20,40 Hljómplötur: Feuermann leikur á celló. 20,50 Upplestur: Úr sögum herlæknis- ins, eftir Topelíus (Pálmi Hann- esson rektor). 21,15 Tónleikar Tónlistarskólans: Sónata fyrir fiðlu og píanó, G-dúr, Op. 13, eftir Grieg (Björn Ólafsson og Árni Kristjánsson). 21,30 Danslög. Fundur verður haldinn í Varðarhúsinu á morgun kl. 1 eftir hádegi, til þess að stofna félag með trillubátaeigendum í bænum og formönnum þeirra. Er þess fast- lega vænzt, að formenn trillu- bátanna og eigendur þeirra mæti, þar sem bráð nauðsyn er að ráða bót á þeim hrakningi, sem trillu- bátarnir verða fyrir. Tveimnr kafhátam sðfcfct af brezknm tnndirspiili. B LONDON í morgun. FÚ. REZKA flotamálaráðu- n'eytið tilkynnti í gær- kveldi, að tveimur þýzkum kaf- bátum hefði verið sökkt. Höfðu þeir gert tilraun til árásar á kaupskipaflota, sem herskip fylgdu. Sami tundurspillirinn sökkti báðum kafbátunum. Koma engir vélbát- ar til Reykjaviknr? T SAMBANDI við fjárhagsáætlun Rteykjavíkur báru fulltrúar Alþýðuflokksins fram tillögu þess efnis, að atliugaðir yrðu möguleikar fyrir því að fá hingað 10 vélbáta til útgerðar. Tillagan náði fram að ganga og voru skipaðir í nefnd til að athuga þetta, Jón Axel Pétursson, Hafsteinn Bergþórsson og Sveinn Benediktssen. Þessir menn hafa dag- lega nú í heilan mánuð unnið að þessu og aflað sér marg- víslegra upplýsinga um skilyrði fyrir því, að fá hingað vél- bátana, en allt virðist hingað til hafa strandað á bönkunum og fulltrúum þeirra í innflutnings- og gjaldteyrisnefnd. Þetta er ótrúleg saga, en þó er hún sönn. Nægilega marg- ir menn, sem liafa peninga og vilja gerast kaupendur að bát- unum eru til, en það strandar á aðalatriðinu, að innflutnings leyfi fáist fyrir bátana. — Yrði þetta þó mikið bjargræði fyrir bæjarmenn, bæði nú á vertíðinni og þó sérstaklega á síld- veiðitímanum næsta sumar, Það 'er von manna, að nú verði gerð úrslitatilraun til að hrinda þessu máli í framkvæmd. Ríkisstjórnin ætti að geta ráðið þessu máli til úrslita á ráðitneytisfundi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.