Alþýðublaðið - 10.02.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.02.1940, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ LAUOASDAGU* 10. FEBH. 1940. 32) Það voru veiðimenn í skóginum, þeir sátu uppi í greinum trjánna, og veiðihundarnir hlupu út í sefið. 33) Nú var veslings ljóti andarunginn hræddur. Hann ætlaði að stinga höfðingu undir vænginn, en þá stóð við hlið hans ■ hræðilega stór og ljótur hundur. Hann opnaði ginið og ætlaði að bíta ljóta andarungann, en hætti svo við það og fór. 34) — Guði sé lof, sagði ljóti and- arunginn. — Ég er svo ljótur, að jafnvel hundarnir líta ekki við mér. — Og svo lá hann kyrr, en skotin dundu umhverfis hann. 35) Það var ekki fyrr en liðið var á dag, að hætt var að skjóta, en ljóti andarunginn beið lengi, áður en hann þorði að bæra á sér. Títuprjónar. „Bóndi“ beinir því til félags- málaráðherra í „Tímanum“ 6. þ. m., hvaða verðhækkun á mjólk hann telji sanngjarna. Út af þessu er rétt að benda ,,bónda“ á eftir- farandi: 1. Eftir uþprunalegu gengisbreyt- ingalögunum þótti þáverandi ráðherra Framsóknarflokksins, Skúla Guðmundssyni, sem flutti frumvarpið, að sann- gjarnt væri að mjólkin hækk- aði um helming af fyrstu 10% aukningu á almennu verðlagi og um % af aukinni dýrtíð þar fram yfir. Þetta virtist sam- herjum „bóndans" þykja sann- gjarnt þá, eða fyrir tæpu ári síðan, en því þá ekki nú? 2. Þegar félagsmálaráðherra lýsti yfir á alþingi, að þegar ákvæð- in um verðlag á kjöti og mjólk væru felld niður úr gengislögunum, þá væri engin ástæða til að verðhækkun á þessum afurðum á innlendum markaði næmi hlutfallslega eins miklu og hækkunin á kaupgjaldinu, þá var þessu ekki andmælt af neinum á al- þingi, hvorki ráðherrum Fram- sóknarflokksins né öðrum. Það skyldi þó aldrei hafa verið tal- að um þetta sama í ríkisstjórn- inni? 3. 4. 5. 6. Bændur fá margar nytjar af búum sínum, þar á meðal alla töðu frá síðasta sumri, án þess að nokkur verðhækkun væri þá komin til skjalanna, sem nokkru næmi. Allur þungi aukins veðlags skellur strax á verkamönnunum. Þar er því nokkuð ólíku saman að jafna. Því minnist „bóndinn" ekki á kjötverðlagið og síðustu hækk- un þess? Vill hann gera sam- anburð á því og launahækkun verkamanna? Minnist „bóndi“ þess, að fulltrú ar verkamanna hjálpuðu full- trúum bænda til þess með lög- gjöf og stjórnarframkvæmdum, að bæta skipulag á sölu land- búnaðarafurða, bæði hvað snerti mjólk og kjöt? Minnist ,,bóndi“ þess, að verkamenn vörðu með samtökum sínum, þótt pað væri nokkuð erfitt, þegar átti með valdi að brjóta niður þetta skipulag? Verka- mennirnir stóðu við hlið bænd- anna með fulkomnum skilningi og samúð. En mörgum verka- mönnum virðist, að suma for- ystumenn bændanna skorti sama skilning og samúð á hög- um verkamanna. Alþýðuflokkurinn og forystu- menn hans, þar á meðal félags- málaráðherra, hafa frá upphafi unnið að bættri sambúð verka- manna og bænda, í fullum Stðfiia stórra nýbýla- hverfa i sveitom fyrirhugnð - " ♦ Ríkisstjórnin skipar nefnd til að hafa á hendi undirbúning máisins. -----4----- RÍKISSTJÓRNIN skipaði í þessari viku þriggja manna nefnd til að athuga um það, hvar tiltækilegast myndi verða að ráðast í undirbúning í stórum stíl á nýbýlahverf- um. í nefndina voru skipaðir: Ingimar Jónsson skólastjóri, Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri og Valtýr Stefánsson ritstjóri. Nefndin kemur saman á fyrsta fund sinn á morgun. Nefndarskipun þessi er gerS samkvæmt tillögu til þingsá- lyktunar, sem borin var fram á síðasta alþingi um að „skora á ríkisstjórnina að láta rannsaka fyrir næsta alþingi hvar tiltæki- legast sé að reisa í nánustu framtíð nýbýli eða nýbýla- hverfi“. Samkvæmt tillögunni átti ríkið að leitast fyrir um það að kaupa land í þessum tilgangi, ef það kæmi í ljós, að það ætti ekki sjálft heppilegt land til þessa. Þessi tillaga var ekki afgreidd á þinginu, en samt hefir ríkis- stjórnin nú farið eftir efni til- lögunnar. í greinargerð fyrir þessari tillögu kemur ljóslega fram tilgangurinn með henni. Þar segir meðal annars: „Um margra ára skeið hefir fólkið jafnt og þétt streymt til kaupstaða og kauptúna, sérstak- lega til Reykjavíkur. Flestir þessara staða hafa ekki haft verkefni nema fyrir skilningi þess, að alþýðan við sjó og í sveit ætti samleið í mörgum endurbóta- og við- reisnarmálum. Hins sama skiln- ings hefir oft gætt frá hlið frjálslyndra og víðsýnna bænda. 7. En til þess að eðlileg sambúð og gagnkvæmur skilningur geti þróast milli verkamanna og bænda, þá má hvorugur aðili beita bolabrögðum. En ýmsar verðlagsákvarðanir á vörum bændanna á síðustu tímum leiða í ljós ofurkapp og litla sanngirni þeirra manna, sem tekið hafa að sér umboðs- mennsku bændanna. Þetta þarf að lagast. Þá eru verkamenn- irnir enn sem fyrr til þess al- búnir að vinna með bændun- um að skynsamlegri og sann- gjarnri lausn vandamálanna. x+y. nokkurn hluta íbúanna. Hefir þetta leitt af sér hið mesta at- vinnuleysi á ýmsum stöðum, sem hefir aukizt með hverju ári. Nú má gera ráð fyrir. að sak- ir styrjaldarinnar aukist at- vinnuleysið í ýmsum kaupstöð- um. Fullvíst má telja t. d., að byggingarstörf falli að miklu leyti niður. Hafa þó margir haft lífsframfæri sitt við þau störf, t. d. í Reykjavík og vafalaust víðar. Og þannig má fleira til nefna, sem svipað er ástatt um. Til að ráða bót á þessu verður ekki hjá því komizt, að ríkis- valdið hafi forgöngu um lausn þessa máls. Æskilegasta lausnin á þessu máli er sú, að sem flestir af þeim, er atvinnulausir eru, geti fengið sjálfstæð framleiðslu- störf, sem þeir geti haft bjarg- ræði af fyrir sig og sína. Það er engum vafa bundið. að heppilegasta lausnin á þessu máli er, að ríkisvaldið beiti sér fyrir því að koma upp nýjum býlum úti um byggðir landsins, þar sem skilyrði eru góð til þess, eftir því sem það hefir frekast tök til. Flestu ungu fólki er ómáttugt sakir fjárskorts að byggja af eigin rammleik nýbýli. Gildir það jafnt um fólk í sveit sem í kaupstað. Fyrir þessar sakir meðal annars hefir unga fólk- ið, þegar það hefir stofnað heimili, leitað til kaupstaðanna. Á allmörgum stöðum víðs vegar um landið eru góð og víð- lend landssvæði, sem vel eru fallin til skiptingar í nýbýli. En áður en til framkvæmda kem- ur í þessum efnum, þarf athug- un að fara fram. Getur auðveld- lega til þess komið, að ríkið þurfi að kaupa land í þessu skyni, og þarf þá áður að undir- búa landkaupin. Þar sem nú er alveg fyrirsjá- anlegt, að sérstakar ráðstafanir þarf að gera fjölda fólks til at- vinnubóta, er sjálfsagt að nota starfsorku þess til framræslu, ræktunarvinnu, vegagerðar o. fl.“ Það er ekki nema allt gott um þetta að segja, og er vonandi, að þessi nefndarskipun verði meira en orðin tóm. Búnaðarmálastjóri sagði í við- tali við Alþýðublaðið í morgun, að nefndin myndi hraða störf- Um sinum. Alþýðublaðið spurði hann, hve mörg nýbýli hefðu verið reist á siðustu árum, og kvað hann þau vera um 240. Síbiríulandið er fullbúið til ræktunar, en það er eftir að byggja býli á því, en ein- mitt nú eru miklir erfiðleikar á því að fá byggingarefni. Baiðíoo nýtor liísins Svar tll L. S. "E* G er víst einn af þeim mörgu, sem hefi haft þrár, sem ekki komu til framkvæmda í lífinu. Að minnsta kosti fylgist ég af áhuga með öllu því, sem lýtur að list og sérstaklega leik- list. Einnig fylgist ég dável með öllu því, sem um hana er sagt og ritað. Varð ég því forvitinn að sjá ofangreint leikrit, eftir að hafa fylgst með deilum þeim, sem um það spunnust og áttu tupptök í grein, er L. S. skrifaði um það í Vikuna 11. jan. s. 1. Fór ég þvi síðastliðinn sunnudag í leikhúsið til þess að sjó þessa „dulklæddu viðurstyggð“, eins og þessi mjög svo óheppni mað- ur kallar efni leikritsins í um- ræddri Vikugrein. Að sjálfsögðu hefir grein þessari verið svarað á viðeigandi hátt ív Vísi, en ég fann mig knúðan til að leggja nokkur orð í belg, ef einhver skyldi hafa tekið mark á L. S. og þar af leiðandi látið undir höfuð leggjast að sjá leikinn. Hann ættu allir að sjá og sann- færast þannig um að illkvittinn penni getur breytt sannleika í lýgi- Það má í rauninni undarlegt virðast, að slíkum óskapnaði sem þessari grein, bæði hvað orðfæri og efni snertir, skuli vera hleypt út í lifið. Hártoganir, illmælgi og einhver, að því er virðist, niðurbæld gremja er uppistaða og orðfæri höfundar. Já, herra L. S.! „Það gengur víst bíræfní næst, að fella harð- an dóm um sjónleikinn," eins og þér orðið það. Það er svo mikil bíræfni, að þér hefðuð aldrei átt að hætta yður út á þá braut, nema a'ð þér, einhverra hluta vegna hafið viljað gera ,yður að píslarvætti í aagum alþjóðar. Það er bamaskapur; L. S. að ætla sér, eilaust gegn fegurðarsmekk yðar sjálfs, að ganga í berhögg við það, sem almenningur kallar prúða blaðamennsku. Svo er það „dulklædda viðurstyggðin". Látið yður detta í hug samtal prinz - Sirki (dauðans) og Grazíu í öðnum þætti. Ef þér hafið heyrt eða lesið margar yndislegri ást- arjátníngar, þá verð ég að játa, að þér eruð mikilmenni andans. Af hverju dettur yður í hug, aö dauðinn muni hafa haldið áfram að elta t. d. Öldu, eftir að hann er búinn að segja að hún sé ekki nógu stórbrotin fyrir sig? Alda hefir nægar holdlegar ó- stríður, en það er einmitt það, sem hontim nægir ekki, Þetta er mergurinn málsins. Rhoda er barn í hans augum, fallegt, hraust barn og ekkert annað. Hún hræðist hann eins og Alda, en það má sú, sem hann elskdr, ekki gera. Þér getið ekki hafá fylgst með gangi leiksins, ef þér haldið — og það efast ég um að þér gerið — að dauðinn hafi „kannað unaðssemdir holdsins á ýmsan hátt m. a. með tveim öðr- um stúlkum áður.“ Þetta segið þér, og er það hreinasta fölsun á staðreyndum. Ég læt yður ein- an um að falla á hártogunum yðar um nafn leiksins, en hitt er það, að leikurinn er í sjálfu sér óður til ástarinnar. T. d. endir- inn, sem ég man nú því miður ekki orðréttan, en sem hljóðar eitthvað á þessa Ieið: Ástin er óttanum voldugri, og eins sterk og dauðinn. Ég vil láta almenn- ing sjálfan dæma um, hvar dul- búin viðursyggðt sé í þessu leik- ríti. Ef um viðurstyggð, jafnvei ídulbúna, er að ræða i þessu sam- bandí, þá verð ég að segja, aö þér farið yfir lækinn að sækja vatn. Þér talið um samanburð á kvikmynd, sem gerð var yfir þetta leikrit og sýningu leiksins sjólfs hér, og teljið það „kunn- ingjabragð" að fara ekki lengra út í þá sólma. Hvort það á að vera „kunningjabragð" við leik- arana eða einhverja aðra, veit ég ekki, en ég held nú að „kunn- ingjabragðið" komi yður sjálfum bezt. Ég er hræddur um að á- stæðan fyrir þessu „kunningja- bragði“ sé heldur sú, að kemp- una hafi kjarkinn brostið. Kæri L. S: Ég þekki yður ekki, en samt af því að ég er í eðli mínu jirekklaus maður, þá ætla ég að leggja yður heilræði. Hættið þér að sirrifa um leikrit, eða að öðr- um kosti, látið ekki einhverja gremju eða vonbrigði hafa Frh. á 4. síðu. JOIIN DICKSON CARR: Morðin í vaxmyndasafninn. 47. Þá kom skyndilega óvænt atvik fyrir. Ég heyrði hvæs rétt hjá mér og fann eitthvað loðið strjúkast við mig. Ég varð allur helkaldur og stirðnaði upp. Galant rétti úr sér og starði út í homið, þar sem skápurinn stóð. Ég sá gular glyrnur stara á mig. Það var kötturinn, —Það . . er . . einhver . . falinn . . þarna . . bak .. við skápinn, sagði Galant. Röddin var helköld. Aftur varð þögn. Gína Prévost hreyfði sig ekki. Hún sat með vindlinginn milli varanna. — Það — er — einhver — falinn — þarna — bak — við — skápinn, sagði Galant aftur. Ljósið frá lampanum brá birtu yfir andlit Galants, en ég stóð í skugganum. Ég varð að nota mér þennan aðstöðumun, ann- ars var úti um mig. Allt í einu stakk hann hendinni í frakkavasann. — Það er einhver af bölvuðum lögreglunjósnurunum- — Hreyfið yður ekki, sagði ég. Ég þekkti ekki lengur mína eigin rödd. Þó talaði ég hátt og skýrt: — Hreyfið yður ekki, annars eruð þér dauðans matur. Þér standið í birtunni. Blóðið sauð í æðum mér og það var eins og hvíslað væri að mér: — Þú verður að leika á hann, annars er úti um þig. Hann starði út í myrkrið í horninu og það var nógu dimmt til þess, að ég hefði getað haft skammbyssu, þótt hann sæi það ekki. Ég sá, að augu hans urðu rauð og blóðhlaupin af bræði. Hann gretti sig ógurlega, svo að skein í hvítar tenn- urnar og rauðan tanngarðinn. Óvissan gerði hann uggandi um sig. — Upp með hendurnar! hrópaði ég. — Upp með hend- urnar og hafið nú hraðan á! Hann ætlaði að hreyta úr sér blótsyrðum, en áttaði sig á síðustu stundu. Ég sá, að hann þreifaði snöggvast skjálfandi hendi undir borðið, en svo rétti hann upp hendurnar með hægð. — Snúið yður við! — Þér komizt ekki héðan út, það vitið þér, sagði hann. Það leit fremur illa út fyrir mér, það varð ég að játa. Og það voru ekki miklar líkur til þess, að ég kæmist lifandi úr þessari úlfakreppu. En þó hló mér hugur 1 brjósti. Ég kom nú fram úr skúmaskoti mínu. Galant snéri nú baki að mér og stóð með uppréttar hendur. Gína Prévost sat á legubekkn- um og laut fram. Ég minntist nú þess, að ennþá var gríman á andlitinu á mér. Ég sá það á henni, að hún var hvergi smeyk, en sigurbros lék um varir hennar. Allt í einu bandaði hún frá sér og fór að skellihlæja. Hún hafði veitt því eftir- tekt, að ég var gersamlega vopnlaus. — Ég hló líka. Það eina, sem nú var um að ræða, var að ná góðu taki á Galant og taka af honum skammbyssuna. Allt í einu sagði Galant á ensku: — Vertu óhrædd, Gína! Þeir verða komnir eftir örfáar sekúndur. Ég þrýsti á hnapp undir borðinu. Það eru traustir piltar og öruggir. Allt í einu var dyrunum hrundið upp. Ég nam staðar eins og mér hefðí verið rekið utan undir, í bjarmanum framan af ganginum sá ég í dyrunum fimm náunga, með trefil um hálsinn og hvítar grímur fyrir andíitinu. -4- Gott, piltar mínir, sagði Galant frjálsmannlega. — Takið þið við þessum pilti, hann hefir skammbyssu, en farið hægt að öllu og gerið engan hávaða. Hann snéri sér snögglega við og horfði nú á mig. Gína Pré- vost hló ennþá og kreppti hnefana. Ég greip þungan stól og bar hann fyrir mig og gekk svo háegt aftur á bak í áttina til gluggans. Mennirnir læddust fram. Galant glotti ógeðslega. Gína Pré- vost hló ennþá hærra og sagði: — Hann snýr á þig, Etienne! Það veit hamingjan, hann snýr áh þig. — Hann hefir enga skammbyssu,. takið hann! Mennirnir hlupu nú fram. Ég sveiflaði hinum þunga stól og barði honum af afli í gluggann. Brothljóð heyrðist og gluggagrindin lét undan. Ég sveifláði stólnum aftur og fleygði honum af afli í manninn, sem fremstur var. Ég heyrði þytinn af hnífi, sem flaug fyrir ofan höfutðið á mér. Ég snéri mér að glugganum aftur og stökk út 1 myrkrið. Ég fann kaldan gust leika um niig. Svo fann ég einkenni- leggp sting í fótunum og féll á hnen. Ég brölti á fætur, reik- aði'íýfir að múrnum. Ég skynjaði fyrst í stað ekkert annað en það, að ég hafði óþolandi kvalir' í fótunum og ég sá ekkert. Ég var í gildrunni. Þeir gátu umkringt húsið og ég komst ekkji burtu. Fyrr eða seinna hlaut að koma að því, að ég sæi meþn með hvítar grímur nálgast, og þá var úti um mig. En ég jvar ruglaður í höfðinu og vissí, að ég hafði hlotið að fá höf úðhögg. L

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.