Alþýðublaðið - 13.02.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.02.1940, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUB 13. FEBR. 1940 ÁLP»Ýf>UBILAIII& framkvæmd kjötlaganna. "V —--— Eftir Alexander Guðmundsson. ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: r. R. VALDSMARSSON t fjárveru han»: \ STEFÁN PÉTURSSON. AFGRimSLA: ALÞÝÐUHÚSÍNB (Inngangur frá Hveríisgötu). SÍMAR: 4900: AfgreiBsla, auglýsingar. 4901: Hitstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjórl. 4903: V. S. Vilhjálma (helma). 4905: Alþýöuprentsmiðjan. 14906: AfgreiCsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). I ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦ r.--------------------♦ Rústlr. EGAR Héðinn Valdimarsson boðaði fyrir nokkru síðan þá Dagsbrúnannenn, sem hann héll að væm hans fylgismenn, til fundar í því skyni, að stofna með þeim klíkufélag innan Dags- brúnar, og Moskóvítar tóku þar af honum ráðin og tryggðu sér strax á fyrsta fundinum völdin í klíkufélaginu, mátti segja, að Héðinn hefði upp skorið eins og til var sáð af hans hálfu með klofningshrölti hans i verkalýðs- hreyfingunni og baudalagi hans \ið Moskvakommúnistana hin slðustu ár. En Héðinn hefir ekki til einskis gengið í skóla hjá þeim. Hann er nú orðinn svo æfður í vmnú- brögðum þeirra, að hann klauf sjna þrengri klíku út úr hinu rameiginlega klíkufélagi og stofnaði annað klíkufélagið innan Dagsbrúnar til í lok vikunnar. sem leið. Og nú eru það Moskva- kommúnistamir, sem ; sitja með sárt ennið og kvarta í blaði sínu úndan klofningsstarfi Héðins. En þegar beir setja upp vandlæting- arsvip yfir Héðni og segja, „að flestum komi það á óvart, að svona tilefnislaust séu gerðar til- raunir til sundrungar einungis út frá valdabraskssjónarmiði eins manns,“ þ'á fer fyrir lesandann að verða erfitt að verjast brosi. PVí út frá hvaða sjónarmiði öðm, en „valdabraskssjónarmiði" gerðu þeir sjálfir- fyrir meira en tveim- ur ámm bandalag sitt við Héðinn og hann við þá í þvi skyni að reyna að sundra Alþýðuflokknum? Nei, Moskvakommúnistar og Héð inn hafa áreiðanlega enga ástæðu til þess að koma með ásakanir hvorir á aðra. Þær rústir, sem þeir standa nú yfir og rífast um, ern sameiginlegt verk beggja. Þær em ávöxturinn af „samein- ingunni", sem af svo mikilli em- lægni var til stofnað fyrir tveim ur ámm! Báðir hafa upp skor- íð eins og til var sáð. En það má mikið vera, ef þeir Dagsbrúnarmenn, sem fram að þessu hafa fylgt Héðni og Moskó- vítum, em nú ekki búnir að fá nóg af klofningsbrölti þeirra og klíkuskap. Það verður að minnsta kosti að segja þeim það til heið- urs, að þeir hafa lítinn áhuga sýnt fyrir þes&um klíkufélags- stofnunum. Þó að hinn sameigin- legi listi Héðins og Moskovíta við stjórnarkosninguna í Dagsbrún fengi á sjöunda hundrað atkvæði, komu ekki nerna tæp tvö hundr- Uð á fyrri klíkufundinn, þegar báðir vom þó enn í orði kveðnu sameinaðir, og ekki nema örfáir tugir á þann síðari, þar sem fylgismönnum Héðins einum var leyfð innganga. Þannig er komið fylgi þess manns í Dagsbrún, sem hælir sér af því, að hafa ver- ið formaður félagsins í fjórtán át og síðustu tvö árin hefir ekkert gert annað en að „hreinsa" það með hjdlp Moskóvíta í þeirri von «ð g«f« tryggt vöid sín þar! ESSA síðustu daga hefir mönnum orðið nokkuð tíðrætt um þá ákvörðun kjöt- verðlagsnefndar, að hækka tvívegis í sama mánuði heild- söluverðið á kjötinu. Fyrst um 13 aura og nokkrum dögum síðar um 20 aura pr. kg. Eða alls um 33 aura. Mælist þetta að vonum illa fyrir á svo erfiðum tímum, sem nú eru í atvinnu- legu tilliti, og þá ekki síður fyr- ir það, að af hálfu ríkisstjórn- arinnar og þingflokkanna lágu fyrir tvímælalaus loforð um, að allt skyldi til þess gert, að spyrna í móti allri óeðlilegri verðhækkun nauðsynjavara, af hvaða uppruna, sem þær annars væru. Eða svo skildist mönnum að minnsta kosti Var þetta og í fullu samræmi við þá ríkjandi skoðun, að allt bæri til þess að gera, að komast hjá allri óeðli- legri verðbólgu, jafnt hinnar keyptu vinnuorku og annarra nauðsynja til viðhalds og rekst- urs atvinnulífs landsmanna. En eitt höfuðskilyrði þess, að hægt sé með nokkurri sanngirni að hamla í móti kauphækkun, er vitanlega það, að lífsnauðsynjar haldist sem næst í sama verði og áður, og hækki að minnsta kosti ekki umfram það, er óum- flýjanlegt kann að vera af ein- um og öðrum ástæðum þeirra erfiðu tíma, sem nú eru. Fyrir þá mjög réttmætu gagn rýni, sem fram hefir komið í garð kjötverðlagsnefndar fyrir þessar gerðir. — sem eru þess eðlis, að snerta meira og minna hvert mannsbarn í land- inu, og því að sjálfsögðu háðar umræðum og dómum allra, er vilja láta sig málið skipta, hell- ir málgagn Framsóknarmanna úr skálum reiði sinnar yfir alla þá, er dirfst hafa að láta skoð- un sína í ljós, skellandi skoll- eyrum við hógværustu rökum um málið. Þó ekki sé vert að láta sér til hugar koma, að vænta nokkurs afturhvarfs af hálfu nefndarinnar, eða þeim hluta hennar, sem hér er á- byrgur fyrir, langar mig samt til að draga fram nokkrar töl- ur, sem alveg tvímælalaust sanna það, hve kjötverðlags- nefnd er til þess fallin, „að greiða fyrir innanlandsverzlun með sláturfjárafurðir,“ eins og í 1. gr. kjötlaganna segir, með því, eins og í 2. gr. sömu Iaga segir, „að ákveða verðlag á kjöti á innlendum markaði í heildsölu og smásölu“. Menn eru nú farnir að venj- ast ýmsu úr heiðskíru. En að Þess er líka að vænta að með þessu hlægiLega klofningsbrölti klofningsmannanna innbyrðis sé nú loksins tokið þeim ófögnuði, er legið hefir eins og mara á stærsta verkalýðsfélagi Jandsins undan- farin ár, og að þeir Dagsbrúnar- menn, sem um skeið hafa látið leiðast af innihaldslausu samein- ingarhjali manna, sem ekki eimu sinni geta staðið rameinaðir sjálf- ir stundirmi lengur og ekkert hafa skapað annað en sundrungu inn- an verkalýðshreifingarinnar, segi nú fyrir fullt og allt skilið við svo óverðuga forystumenn og taki upp aftur samstarf við þá félaga sína, sem af einlasgni vilja vinna að eflingu Dagsbrúnar án tillits til pólitískra skoðana. það heyrði ‘ til „fyrirgreiðslu innanlandsviðskipta“ að selja kjötið því verði, sem nú er gert — gat þó fæsta grunað. Eða hvað finnst mönnum t. d. um þá fyrirgreiðslu nefndarinnar, að láta sumpart afskiptalaust og hlutast sumpart sjálf til um að dreifingarkostnaður kjöts á inn- lendum markaði er nú frá kr. 1,04 til kr, 1,94 kg. miðað við 1. flokk 1. verðlagssvæðis og .þá staðreynd, að bændur fá aðeins 96 aura fyrir hvert kg. kjöts, sem kaupandinn greiðir fyrir — þó ekki minna en kr. 2,00 til 2,90 pr. kg., miðað við sama verðflokk sama verðlagssvæð- is? Miðað við 2. verðlagssvæði og 2. og 3. verðflokk af kjöti, er mikið af því kjöti er á reyk- vískum markaði, verður munur- inn enn meiri og allt niður í það að skammta bændum 69 til 74 aura fyrir hvert kg. kjöts, sem þó er selt við sama verði og 1. flokks dilkakjöt. Og kemst þá dreifingarkostnaðurinn hvorki meira né minna en í kr. 2,21 pr. kg., þar sem hann verður mestur. Ein ósanngirni kjötlaganna i framkvæmd er sú, að flokka kjötið fyrir innlendan markað eins og nú er gért. Virðist 1 því lítil réttsýni að láta hændur verða fyrir verðskerðingu á kjötinu, sem ekkert er til greina tekin í smásölunni, heldur öllu hrært saman í einn gæðaflokk og selt við einu og sama verði. Má nærri geta þeirri umhyggju, sem hér kemur fram í garð allra kaupenda, er þyngdarflokkún kjötsins, sem- véldur vérðskerð- ingu hjá bændum uni 10 og allt í 25 aura á kg., er engar verk- anir látin hafa á útsöluverðið. Er þó allt mat neyzluvara venjulega við það miðað, hver söluhæfnin ér, og verði. ekki að fundið, á seljandinn, í þessu til- felli bændurriir, fulla kröfu til að fá eitt og sama verð fýrir allt það kjöt, sem á .innlendum markaði selst. Af þeirri álagnirigu, sem hér hefir verið nefnd, fer í verð- jöfnun, slátrunar- og frysti- húsakostnað, samkvæmt áætlun kjötverðlagsnefndar, að manni skilst, 57 til 65 aurar pr. kg.: En 20 aura álagið sé til þess sett, að sporna við því, að inn- lendi markaðurinn gefi minna í aðra hönd en sá erlendi. Smá- söluálagningin nemur hins veg- ar 27 aurum og alit að kr. 1,17 pr. kg. Og er þá miðað við 1. og 2. verðflokk 1. verðlagssvæð- is. Vill nú ekki kjötverðlags- nefnd skýra frá þvi, hvað það er, sem veldur þessum aukna kostnaði við frystingu kjötsins og taka þar með af öll tvímæli um það, að hér 'haí'i legið til ó- umflýjanlegar orsakir? Og' jafnframt væri gott að fá að vita, hverju sætir það tómlæti nefndarinnar, að skeyta engu, við hvaða verði einstakir hlutar kroppsins eru seldir, svo sem hrygghluti, læri og fl., jafn- framt því að skýra fyrir mönn- um hina . einkennilegu flokkun kjötsins, sem í fljótu bragði sýnist skaða bændur allveru- lega, án þess að sýnilegt sé, að neytendum komi til góða. Hvar lendir sá gróði? Það er alveg tilgangslaust fyrir Tímamenn að reyna nú að koma af stað úlfaþyt um þetta mál. Til þess hafa kaupendur kjötsins allt of lengi þagað við þeim órétti, sem þeim er ger. Jafn tilgangslaust hlýtur það einnig að vera, að leitast við að koma þeirri trú inn hjá bænd- um, að Alþýðuflokkurinn og málgagn hans, Alþýðublaðið, geti nú ekki lengur unnt bænd- um viðunandi verðlags þeirra búsafurða, sem innanlands eru seldar. Til þess er saga flokksins of kunn bændum og afstaða hans til umbótalögjafar síðustu ára, er landbúnaðinum getur að gagni komið. Þar á meðal hvorutveggja lögin um afurða- söluna, kjötið og mjólkina, ef rétt og skynsamlega væri á haldið. Og þessi afstaða Al- þýðufl. er ekki til komin vegna neinnar sérumhyggju fyrir bændum, heldur bein afleiðing þeirrar bjargföstu lífsskoðunár, að hver og einn, hvar sem hann kann að eiga heima á landinu, eigi siðferðilegan rétt á svo ríf- legum arði vinnu sinnar, að um frjálst, ánauðarlaust líf geti verið að ræða. Alþýðufl. hefir aldrei verið þess umkominn, að ráða verulegu úm framkvæmd kjötsölulaganna, af því að í nefndinni er hreínn meirihluti Framsóknarmanna, sem öllu ræður. Enda ávallt verið svo á litið, að framkvæmd afurðasölu laganna væri sérmál þess fíokks. Það hlýtur því að vera að fara úr öskunni í eldinn fyr- ir þennan meirihluta, að reyna til að koma vömmum þeim, sem hann einn er ábyrgur fyrir, á hendur öðrum. Staðreyndin verður ávallt hin sama. Þessu hróksvaldi Framsóknarmanna er einu um að kénna, ,að bænd- urnir, þrátt fyrir geysihátt verð á kötinu á innlendum markaði, bera ekki meira úr býtum en raun ber vitni. Möglunarlaust hefir því verið tekið af hálfu neytenda, að greiða mun hærra verð fyrir kjötið á innlendum markaði en íáanlegt vár erlendis, af því augljóst var að bændur þurftu þess við. Þá var málið stutt af Alþýðufl. og beinlínis varið, að framkvæmd laganna óreyndri, gegn samblæstri íhaldsmanna, hungurvikum þeirra og föstum. En þar fyrir eru Alþýðuflokks- menn ekki skuldbundnir til að taka þegjandi við þeirri stað- hæfingu, að nú, þegar verð er- lendis á kjöti hefir stórhækkað, sé þess vegna nauðsynlegt að hækka verðið innanlands að sama skapi. Einmitt þegar til álita gat komið, hvort ekki var réttmætt að lækka eða leggja niður með öllu verðjöfnunar- gjaldið, þar sem ekki er sjáan- legt að þess þurfi lengur við. Og hvert á svo að leita, þegar hin erlenda verðbólga hjaðnar aftur og nýjar takmarkanir verða á útfiutningi kjöts? Vilja þeir Tímamenn ekki svara því? Samkvæmt útreikningi Hann- esar Pálssonar bónda að Undir- felli í Tímanum 6. þ. m. er kom- izt að þeirri niðurstöðu, að hækkunin nemi einum 8.00 kr. á ári á neytanda. Sé höfðatölu- reglan hér við höfð, sem sjálf- sagt þykir að ætla, hlýtur raun- in að verða önnur, þar sem ekki er gerandi ráð fyrir, að ungbörn og brjóstmylkingar séu neyt- endur kjöts að neinum veruleg- um mun. Áætluð neyzla þess- ara einstaklinga hlýtur því að færast á reikning annarra, þ. e. hinna fullorðnu og hálfvöxnu meðlima fjölskyldnanna. Raun- verulega hlýtur því hækkunin að vera mun meiri pr. einstak- ling en hér er gert ráð fyrir. Og að hækkun þessi geti orðið til- finnanleg einstökum mann- mörgum heimilum er lítill efi á. Þessar afsakanir eru því mjög umkomulitlar, rökfræðilega skoðað, og ljós vottur hins auma málstaðar. Það var og er meining allra Alþýðuflokksmanna, að skipu- lag afurðasölunnar eigi í fram- kvæmd að verða til þess, að létta undir með bændum og tryggja þeim framleiðsluverð fyrir vörur þeirra. Og jafnframt yrði svo í hóf stillt verði vör- unnar, sem framast væri unnt á hverjum tíma. Um þessa von neytenda og hversu hún hefir látið sér til skammar verða, er óþarft að fjöiyrða. En að bænd- urnir; skuli aðeins fá Vz og allt niður í Vá þess verðs, er kaup- endur greiða- fyrir framleiðslu- vörur þeirra, er útkoma, sem enginn gerði reikning fyrir. Enda, í allri vinsemd sagt. varla einhama. •Aiexander Guðmundsson. Blindrafélagiö hélt aðalfund sinn 4. þ. m. Á fundinum voru rædd og tekin til athugunar ýms aðkallandi verk efni er fyrir liggja á þessu ári. Meðal annars var ákveðið að hafa 2 sölúdaga á hverju ári, vor >og haust. Þar yrði seld ýms handa- vinna bæði frá félagsmönnum og öðm blindu fólki er því vildi sinna, enda tilkynni þeir stjórn Blindrafélagsins þátttöku sína í tæka tíð. SteiEfriHir Lýðssoo. Minöingarorð* STEINGRÍMUR var fæddur 27. apríl 1895 á Hjallanesi i Landsveit, þar sem foreldrar hans bjuggu, Lýður Árnason og kona hans, Sigríður Sigurðardótt- ir. Lifa þau enn í hárri elli hér í bæ. Steingrímur var einn aí mörgum mamtvænlegum börnum þeirra og fluttist með þeim hing- að til bæjarins. Hann starfaðí því hér öll sín manndömsár. Fyrri hluta æfinnar vann hann á sjón- um og lengst af á toguram. Síð- ari hluta æfinnar starfaði hann sem ökuniaður á bifreiðum og nú síðast hjá bröður sínum, Hialta Lýðssyni kaupmanni. Kynni okkar Steingríms hófust á sjómennskuárum hans, er hann gerðist félagi í Sjóinanrafélaginu árið 1921, og vrir hann síðan með- limur þess til síðustu stundar. Steingrímur var ekki einn þeirra manna, sem láta mikið á sér bara i lífinu. Hann var hóg- látur og prúður maður í fram- kornu, maður, sem gekk að verki með áhuga og trúmennsku ásamt mikliim dugnaði. Viðmótsþýður og aðlaðandi við hvern sem hann umgekkst, enda var hann sér- staklega vinsæli nieðal starfsfé- laga sinna bæði á sjó og landi. Steingrímur var skapfestumaður. Þeim málefnum, sem hann hafðí bundið tryggð við, fylgdi hann ó- trauður, þótt ýmsir aðrir hikuðu Sú var reynsla mín í félaginu okkar, og hið sama var í flokks- málum. Hann var ávallt hínn góði liðsmaður, sem ekki brást. er til hans var leitað. Steingrimur kvæntist fyrir rúmum tveimur ár- um Láru Guðmundsdóttur Ein- arssonar múrara. ráðdeildar- og myndarkonu. Sambúð þeirra Yarð því skammvinn, því hann lézt 4. þessa mánaðar, tæpra 45 ára gamall. Otför hans fór fram i gær að viðstöddum fjöida manns, venzlamanna og vina, sem hörm- uðu ffáfall hins prúða og vinsæla manns, í blóma lífs síns. Félagarnir þakka liðnar sam- verastundir og góða fylgd og geyma minningu göbs félaga Qg votta' öldruðum foreldrum, konu hans og öðrum nánum venzla- mönnum samúð sína við andlát hans. Sigurjón Á. ólafsson. Saumanámskeið í kven- og faarnafatnaði byrjar 13. þ. m. Tvær vanar stúlkur kenna. Sanngjamt verð. Saumastofa Guðrúnar Arngrímsdóttur. Bankastræti 11, sími 2725. Útbreiðið Alþýðublaðið! Frakkar eru vanir því að drekka létt vín með mat. Þessvegna verður að flytja ógrynni af víni til frönsku hermannanna á vesturvígstöðvunum. Hér á myndinni sjást miklar vínbirgðir á tunnum, sem verið er að senda af stað til vígstöðvanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.