Alþýðublaðið - 14.02.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.02.1940, Blaðsíða 2
MIÐV3KUDAGIIR .14. FEBR 1940 ALÞÝÐUBLAÐIÐ H.C.ANDER/'EN \V / ál Æ UMRÆÐUEFNI Ljóti andarunginn. 44) Nú færðist haustið yfir, blöðin urðu gul og brún og lauf- vindarnir- feyktu þeim. Skýin voru þrungin snjó. 45) Og hrafninn brýndi gogg sinn á gerðinu og krunkaði, — því að honum var kalt. Og veslings ljóta andarunganum leið hreint ekki vel. 46) Kvöld nokkurt, þegar sólin var að setjast, kom hópur fal- legra fugla út úr. runnunum. Ljóti andarunginn hafði aldrei séð svo fa'llega fugla. Þeir voru snjóhvítir og höfðu hvíta hálsa. Þetta voru svanir. i til kaupenda út um land. Munið, að Alþýðublaðið á að greíðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þéir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. -<C> Pástferðir á morgun Fr áReykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalamess-, Reykjaness-, Kjósar-, Ölftiss- og Flóapóstar, Hafnar- f'jöröur, Akranes. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Kjósar-, Ölfuss- og Flóápóstar, Laugarvatn, Hafnar- fjörður, Akraness. Ármeimingar. Skflnimtifundur verður í kvöid 47) Þeir þöndu út vængina sína og flugu burtu frá köldu lönd- unum til hlýrra landa. Og þeii’ flugu mjög hátt og ljóta andar- unganum fannst hann vera svo lítill og ljótur. Hann teygði úr sér og rak úpp óþ, sem var svo skringilegt, að hann varð sjálfur hræddur. kl. 9 í Oddfellow. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn. Gamla Bíó byrjar aö sýna Borgarvirki í kvöld. Aðalhlutverkin leika Ro- bert Donat og Rosalind Russell. Snæfellingar haida kvöJdvöku annað kvöld að Hótel Borg. Veröur þar margt til slíemmtunar. Kristmann Guðmundsson. Næsta útvarpssaga: „Strönd- in blá.“ Nýtt voldugt tíma- rit. Efni þess og útbúnaður. Bréf frá verkamanni um Kiljan og Rússa. Athuga- semd fra Nýja Bíó út af bréfinu um hljóðvélarnar. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. -—-o— Kristmann guðmunds SON rithöfundur mun lesa næstu útvarpssögu og verður það „Ströndin blá.“ Þetta er ein af allra beztu skáldsögum Kristmanns — og ég tel vafamál að aðrar sög- ur hans en Morgun lífsins og Ár- mann og Vildís séu betri en þessi saga um litlu dreymnu börnin, sem maður gleymir aldrei. Ég hefi heyrt það, að Kristmann muni stytta söguna um leið og hann les hana, en þetta tel ég mjög slæmt. Sagan er svo mikið listaverk, að ég er hræddur um, að hún missi mikið við styttingu; jafnvel þó að það sé gert afiþöfundinum sjálf- um. Ég hygg, að Kristmann muni ef til vill telja, að almenningur muni . þreytast á hinum hárfinu sálarlífslýsingum í bókinni og gera meira úr hinum stærri viðburðum sögunnar með því að stytta þessar lýsingar, en þetta teldi ég mjög miður farið og vildi ég biðja Kristmann um að stytta söguna ekki. ANNARS VIRÐIST ríkisútvarp- inu hafa bætzt nýr ágætur kraft- ur, þar sem Kristmann Guð- mundsson er, því að samvinna er ekki niikil með útvarpinu og skáldum okkar, eða réttara sagt,- of lítil. I vetur hafa verið leikin leik- rit ,í. útvarpið eftir Kristmann og hafa þau gð flestra dðmi líkað vel og þó að einhverjir kunni að hafa gagnrýnt þau, þá er óhætt að fullyrða, að- maður þreytist ekki á því að hlusta á leikrit Kristmanns, þau eru athyglisvéfð og þrungin af magni, sem öf sjaldan finnst í stuttum útvarpsleikritum. NÝTT TÍMARIT er í þann veg- inn að hefja göngu sína hér í bæn- um. Er þetta ti&t'aritið Jörð, rit- stjóri iséra Björn Björnsson. Þetta verður eitt af stærstu og voldug- ustu tímaritum landsins og á það að koma út mánaðarlega. Ég hitti séra Björn Björnsson núna einn daginn og spurði hann um efni fyrsta heftisins. Hann sagði mér frá því. og er það á þessa leið: Fyrst er stör og fögur mynd á tit- ilblaði eftir Titian, þá eru ávarps- orð: Heilir jslendingar, síðan kem- ur hvert af öðru: Heilsíðumynd: Dettifoss, eftir Vigfús Sigurgeirs- son, grein eftir Gunnar Gunriars- son: Landið okkar, Suðurjöklarn- ir, skemmtiferðasaga eftir Guð- mund frá Miðdal með myndum, Nýr Jónas Hallgrímsson, heilsiðu- mynd af skáldinu eftir nýju lista- verki Einars Jónssonar mynd- höggvará, þá er viðtal við lista- manninn um líf og list,: heiísíðu- DAGSINS. r LögfræðiBprinn svarar. Sí Ð A N Hannes á horn- inu byrjaði að skrifa pistla sína hér í blaðið, hafa honum oft borizt fyrirspurnir um lögfræðileg efni, sem hann hefir ekki tækifæri til að svara, enda geta sjaldan svarað slíkum spurningum nema lögfræðingar. Hinsveg- ar hafa þessar mörgu fyrir- spurnir sýnt það, hve kær- komið það myndi verða fólki, að geta fengið svör við slík- um fyrirspurnum. Nú hefir Alþýðublaðið samiðNið þekktan lögfræðing um að svara fyrirspurnum frá lesendum þess viðvíkj- andi lögfræðilégum efnum. — Munu svör hans birtast einu sinni í viku. Bréf með fyrir- spurnum skulu stílast til Al- þýðublaðsins, en vera merkt „Lögfræðingurinn.“ mynd af helgrímu Einars Bene- diktssonar, Sigurður Nordal skrif- ar um: Þjóðmenningu og stjórn- , mál. Suomi, grein um Finnland með myndum, Svíar gagnvart Finnlandsstyrjöldinni eftir Sigfús Halldórs frá Höfnum, Bækur, eftir Guðbrand Jónsson, Við Miðjarðar- hafið, kvæði eftir Tómas Guð- muridsson. Barnaskrítlur með myndum eftir Barböru rÁnason, MóðSúða, gaman og alvara, Grein uin garðyrkjuáætlanir næsta sum- ai:s,, „ Líkamsmenning, inngangs- grein með myndum, Upphaf stuttr- ar fráiriháldssögu eftir Sommerset Maugham, Nýtt sönglag eftir Karl O. Runólfsson. Þrettándadagshug- leiðing 0 fj. —r Tryggvi Magnús- son hefir teiknað fyrstu fyrirsögn- ina í fornum stíl. Þá hefir Halldór Fétúrsson gert frummyndina að kápuforsíðunni, sem er með litum, og auk þess' teiknað tvær fyrir- sagnir. EÍNS OG MENN SJÁ kennir piargra grasa í þessu fyrsta hefti þessa mikla tímarits, enda eru út- geíendur og ritstjóri mjög stór- huga. Það er líka reynslan hér í útgáfustarfsemi, að því betri, sem bækurriar éru, því betur seljast þær. ÉG HEFI FENGIÐ nokkur bréf um styrkveitingar Menntamála- ráðs, en ég sé ekki ástæðu til að birta þau. Kennir alls konar skoð- ana í þessum bréfum með og móti. VERKAMAÐUR skrifar mér þetta bréf: ,,Þér hefir ekki líkað hin virðulega predikun mín um Kiljan eða hefir kannska ekki einu sinni lesið hana. En það er allt í lagi. Ég sé að flestir eða allir eru ánægðir með það, sem ég var að fetta fingur út í. Ég átti eingöngu við sögur skáldsins, mér þykir þær alveg frábærar. Auðvitað lýsir hann lífinu og mönnunum eins og það kemur honum fyrir sjónir; það er óumflýjanlegt. En ég geri ekki ráð fyrir að hann krefjist þess, að hans sjónarmið séu talin þau einu réttu; ugglaust eru þau meira og minna ósönn, eins og sjónarmið allra skálda. Og hver getur sagt frá lífinu eins og það er? Hver veit allan sannleikann?“ „SVO ÆTLA ÉG AÐEINS að minnast á Rússa, af því þeir eru svo oft nefndir nú til dags, sem von er. Að vísu hefi ég aldrei get- að viðurkennt að þeir kæmi mér nokkurn hlut við (nema þeir ætli að fara að gerast alheimsdrottn- arar, en á því hefi ég enga trú, að þeim takist það). Ég er víst of þröngsýnn, Mig hefir alltaf skort ímyndunarafl til að gizka á að þeim hafi öðrum þjóðum fremur auðnazt að tileinka sér þau sið- gæðisverðmæti. sem ég held að framtíðarheill mannkynsins hljóti að byggjast á. Mér hefir alltaf fundizt að bilið milli fáfræðinnar, sem ríkti í Rússlandi á keisaratím- unum, og þess lýðþroska, sem er undirstaða fullkomins þjóðfélags, væri stærra en svo, að unnt væri að brúa það með byltingu. Ég hefi aldrei tekið þá kenningu alvar- lega, að Rússar hafi í einu fárra ára skrefi stigið þá leið, sem hefir kostað aðrar þjóðir margra kyn- slóða þróun að komast. Slíkt stökk tekur enginn, hvorki þjóð né ein- staklingur, af þeirri einföldu á- stæðu, að það er ekki hægt.“ „ÞAÐ MÁ VEL VERA, að þeim hafi tekizt að koma á hjá sér nokkuð fullkomnu atvinnuskiþu- lagi, af því þeir hafa lagt svo mikla áherzlu á það. en það er bara ekki nóg. Það hefir sýnt sig. Það er ekki nóg að menn séu saddir ef þeir eru grimmir, siðlausir og fá- fróðir. Ég held ekki að neinum komi til hugar að Rússar séu að vinna í þágu sósíalismans. Ég lít svo á, að hann þurfi ekki á grimmd eða ofbeldi að halda til sinna land- vinninga. — Svona er þetta frá mínum bæjardyrum séð, þaðan er ekki víðsýnt, en ég þykist heldur ekki hafa neitt úrskurðarvald í stórveldapólitík. Ég þrái eins og aðrir betri tilhögun á samlífi manna og þjóða; en ég vil ekki kaupa hana fyrir nein þau verð- mæti, sem eru mönnunum nauð- synlegri en það, sem kynni að fást í staðinn." ÚT AF BRÉFI „Hauks í horni“ hefir Nýja Bíó h.f. sent mér eftir- farandi bréf: „Enn einu sinni birtir vandlætingar- og umbótasamur bíógestur gagnrýni sína á kvik- myndahúsunum í dálkum þess á- gæta manns, Hannesar á horriinu. — Að þessu sinni finnst honum að- göngueyrir kvikmyndahúsanna vera í mjög slæmu samræmi við það, sem þar er á boðstólum, og óheyrilega hár vegna hinna „ófulL- koinnu" talmyndatækja, sem kvik- myndahúsin trassi að endurnýja og halda í samræmi við kröfur tímans.“ „TIL LEIÐRÉTTINGAR á þessu vill Nýja Bíó taka eftirfarandi fram: Talmyndatæki kvikmynda- hú':?.nn hér í bæ er fullkomnasta gerð kvikmyndatækja, sem yfir- leitt er framleidd í veröldinni (Western Electric Sound System). Tæki þessu eru þannig frábrugð- in öllum öðrum tækjum til kvik- myndasýninga, að þau eru aldrei seld til eignar, heldur leigð hverju kvikmyndahúsi. sem hafa vill, til 10 ára í senn. Leigan af tækjum þessum er 100 000,00 —Eitt hund- rað þúsund kónur — í 10 ár, eða 10 þúsund krónur á hverju ári. Með þetta hárri leigu á kvik- myndatækjum, auk þess sem kvik- myndahúsin gjalda þriðjung af miðasölu í leigu til erlendra' kvik- myndafélaga, er ekki nema eðli- legt að aðgöngumiðar séu seldir því verði, sem hér er, enda er það í fyllsta samræmi við betri kvik- myndahús í nágrannalöndúm vor- um, jafnvel þótt þar sé allur að- dráttur og leiga kvikmynda auð- veldari.“ „EINS OG FYRR GETUR, þá eiga kvikmyndahúsin hér ekki nagla í tækjum þeim, sem notuð eru til myndasýninga, og sáma gildir um þessi fullkomnustu tæki hvar sem er í heiminum. Félagið sem tækin á, hefir fastan umboðs- mann á staðnum, sem hefir með höndum stöðugt eftirlit. Auk þess sendir félagið hingað til lands verkfræðing tvisvar á ári til eftir- lits.“ : „HINS VEGAR ER RÉTT að geta þess í sambandi við aðfinnsl- ur gagnrýnanda, að nú á síðast- liðnu ári eru komin á markaðinn til muna fullkomnari viðbótartæki við vélar þessar, sem bæta mjög mynd og hljóð. Hafa bæði kvik- myndahúsin gert ráðstafanir til þess að fá þessi tæki til landsins, en það hefir tafizt nokkuð vegna gjaldeyrisörðugleika, sem vonandi lagast bráðlega. Annars hafa kvik- myndahúsin hér á hverjum tímá gert sér far um að hafa aðeins það bezta á boðstólum fyrir gesti sína, þrátt fyrir stóraukinn kostnað frá ári til árs, og hið sama er um þess- ar síðustu nýjungar á sviði tal- myndatækninnar, sem þegar hefir verið hafizt handa um að fá til landsins. -- Þar sem gagnrýnandi Alþýðublaðsins talar um mjög slæman „tón“ í ýmsum kvikmynd- um, þá er það til að segja, að slíkt er ekki talmyndatækjunum að kenna, heldur stundum „filmun- um“ sjálfum, sem oft koma hingað til lands nokkuð notaðar. Slík fyr- irbrigði eru þó mjög sjaldgæf, og venjulega eru slíkar myndir send- ar til föðurhúsanna aftur, ef mikil brögð eru að.“ „ANNARS ER SJÁLFSAGT að gefa hinum vandlætingasama bíó- gesti allar nánari upplýsingar um rekstur og tækni í sambandi við kvikmyndahúsin, ef hann óskar þess, þannig að hann í næsta bréfi sínu til Hannesar sé fullviss um að fara með rétt mál og sanngjarn- ar aðfinnslur, því í hans augum virðist vera þar af miklu að taka.“ Hannes á horninu. JOllN DICKSON CARR: Norðii í vaxnsrndasafiiin. 50. móti. Hún dró þungt andann, en ég reykti vindlinginn minn í mestu rólegheitum. — Hvers vegna komuð þér hingað? spurði hún. — Til þess að reyna að komast að einhverri niðurstöðu í hinu leyndardómsfulla morðmáli. — Og gátúð þér það? — Já. — Ég vona þá, að þér hafið komizt að þeirri niðurstöðu, að ég sé ekki við það mál riðin? — Mér datt aldrei í hug, að þér væruð neitt við það mál riðin og málið þarf ekki heldur að vera viðkomandi félagi Svartgrímumanna. Hún kreppti hnefann. — Getlð þér ekki um annað talað en félag Svartgrímumanna? Vitið þér það, að ég hugsa ekki um annað en viðskipti? Vitið þér, hvers vegna mig hefir alltaf Jangað til að eignazt þennan stað? Hún kipraði varirnar ofurlítið, laut fram, hofði yfir öxlina á mér og sagði dreymandi: — Það er aðeins ein skemmtun til. Það er að lifa tvenns konar lífi, geta annað slagið verið prinsessa, þó að maður þurfi hinn sprettinn að vera vinnuþræll. Þetta hefi ég gert. Sérhvern dag dreymir mig nýjan draum. Ég sit á daginn við aðgöngumiðasöluna. Ég geng í baðmullarsokkum og tíni sam- an hvern eyri, sem inn kemur. Ég elda matinn fyrir mig og föður minn og þvæ gólf . . . Ungfrú Augustin yppti öxlum. — En á nóttunni, þegar dagsverkinu er lokið, þá er ég prinsessa. Ég loka húsinu, hjálpa föður mínum í rúmið. Og svo fer ég hingað. Það er eins og arabiskar nætur. Ég drap í vindlingnum og reis á fætur. Þá áttaði hún sig, brosti ofurlítið og sagði: — Ég má ekki láta tilfinningarnar hlaupa með mig í gönur. Þetta er aðeins draumur stúlku, sem einu sinni var fátæk. Leggist niður og hívlið höfuð yðar. Ég hallaði mér aftur á bak í legubekknum. Á öðrum enda legubekkjarins sat ungfrú Marie Augustin og handlék skamm- byssuna. Hún virtist mjög róleg á svipinn. Ég lá kyrr, reyndi að venja augun í mér við ljósið og horfði á hana. Hún var fremur langleit og hafði dökkbrún augu og hár. En núna sýndist mér hún nærri því fögur ásýndum. Ég skildi það nú, að þegar hún væri ekki í hinu ömurlega umhverfi vaxmynda- safnsins, hlyti hún að vera fögur kona. Hún skipti hárinu í miðju enni og greiddi það aftur fyrir eyrun. Og augu hennar voru iíú miklu mýkri en þegar við vorum að yfirheyra hana í vaxmyndasafninu. — Hvers 'vegna gerðuð þér þetta? spurði ég. Hún hrökk við. Það virtist svo sem henni hefði fundist ég vera að hnýsast inn í hugskot sitt. Svo klemmdi hún saman varirnar og svaraði tilbréytingarlausri rödd: — Þáð þarf að hreinsa sárið. Ég notaði aðeins heftiplástur Ég hlýddi henni og hallaði- mér út af aftur. — Fyrst við erum nú farin að skilja hvort annað, þá ættuð þér að geta sagt mér, hvað þér áttuð við, þegar þér sögðust ætla að „bjarga“ mér. Já, mér er ekkert á móti skapi að skjóta þeim pilti ref fyrir rass. Ég ætla að skýra yður frá öllu, sem ég varð áskynja um í nótt. — Er það skynsamlegt af yður, að segja mér frá því? — Nei, ekki ef þér hafið slæma samvizku í sambandi við morðin. Hún greip í öxlina á mér og sagði: — Ég get svarið það, að allt og sumt, tem ég veit um þessi morð, er það, sem ég hefi séð um þau í blöðunum. Og ef þér hefðuð ekki sagt mér það um kvöldið, að morðin stæðu í sam- bandi hvort við annað, hefði ég ekki haft hugmynd um það. — Og samt sem áður luguð þér að oldkur þetta kvöld. Þér sögðust hafa séð ungfrú Odette Duehéne fara út úr vaxmynda- safninu þetta kvöld. — Það gerði ég vegna föður míns. Og það var líka allt og sumt, sem ég sagði ósatt. Vinur yðar, Bencolin, veit það vel. Ég sagði aðeins, að ég áliti, að hún hefði farið út um liinar dyrnar út á götuna. Ég blés reykjarhringum út úr mér. Ef maður kom þessari stúlku einu sinni í klípu, þá losnaði hún ekki úr henni aftur. hugsaði ég. En þar sem þér voruð annar eigandinn að þessu samkomu- húsi, hlutuð þér að vita, að hún var einn af meðlimum félagsskap arins. Og hvers vegna hélduð þér þá, að hún hefði farið út um hinar dyrnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.