Alþýðublaðið - 14.02.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.02.1940, Blaðsíða 4
MIÐYIKUDAGUR 14. FEBR 1940 GAMLA Blð SP Borgarvirkl. Metro-Goldwyn M'ayer-stór- my.nd gerð eftir hinni frægu samnefndu skáldsögu enska læknisins og rithöfundarins A. J. Cronins. Aðalhlutverkin ieika: Robert Donat og Rosalind Russel. Hljómsveit Reykjavíkur. „Brosaodi land“ Óperetta í 3 þáttum eftir FRANZ LEHAR verður leikin í kvöld kl. 8 í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir í dag eftir kl. 1 í Iðnó. Venjulegt leikhúsverð eftir kl. 3. i. o. e. t. ST. DRÖFN nr. 55: Fundur annað kvöld klukkan 8,30. Innsetning embættismanna. Nefndaskipanir, Kosning kjörmanna o. fl. Mætið stundvíslega. ÆT. GUNNFRJÐUR JÓNSDÓTTIR Frh. af 3. síðu. bær, sem hefir alið pessa perlu marmkosta og hæfiieika. — ís- land á fyrst og fremst henni að bakka gæfu og gengi listamanns- ins Ásmundar Sveinssonar. — is- landi helgar hún sjálf sínar fáu en fögni myndir. (Fáar eru þær af skiljanlegum ástæðum). — Finnst ekki fleirum en mér, að ættland hennar ættí að sýna henni einhvern vott ástar, virð- ingar og viðurkenningar, — að íslenzka ríkið ætti að kaupa Nilár drenginn henna>\ meyjarlikanið fagra eða elnhverja aðra mynd? ðii sönn list eist og nærist fyrst og fremst við sjálfa sig og ein\’«runa. Þar er hún sæl og n”ýt.ur sín bezt — og í óraframtíð, Iöngu eftir aö listamaðurinn sjálfur er horfinn héðan af jörð. En pað er til önnur hlið á tilveru listanna, sú hliðin, sem sinýr að samtíðinni. í>eirri pjóð, sem alið hefir iistamanninn, er sjálfri bezt uö sú hliðin gleymist henni ekki algerlega. Unuur 6. Bjarklind. MALMU8INN I NORÐUR-SVÍ- WÓÐ. Frh. af 3. síðu. samtals 1000 tonnum af málmi, og sé það þyngsti farmur, sem járnbrautarlest hafi nokkru sinni flutt. Nú télja málmlest- irnar 60 vagna og flytja 2100 tonn, það eru rafmagnslestir. Ég hefi farið í gegnum allt Lapplandi, standandi við hlið lestarstjórans. og það kom oft fyrir, að við urðum að nema staðar vegna þess, að hreindýra- hjarðirnar stóðu rólegar á beit á milli járnbrautarteinanna. í Kiruna eru 12 þús. íbúar. Það er fullkominn tízkubær, með fallegum timburhúsum á stangli upp í fjallshlíðinni. Á sumrin fer fólk á reiðhjóli um göturnar, en á vetuma í sleðum með bakháum stólum. Hátt yfir bænum gnæfir kirkjan og gröf Hjalmars Lundholms, jarðfræð- ingsins, sem helgaði Kiruna starf sitt og stjórnaði námunni. Hátt yfir Kiruna gnæfir fjallið -’S.s. Bergenhusg hleður n.k. föstudag til Kaupmannahafnar, Færeyja og Vestmannaeyja. Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Farþegar sæki farseðla fyrir hádegi á föstudag. Vér leyfum oss að vekja athygli heiðraðra viðskipta- vina vorra á því, að ef um vörur er að ræða, sem nauð- synlega þurfa að komast með næstu ferð skipsins frá Kaupmannahöfn, muni heppi legast að panta þær sím- leiðis. Skipaafor. Jes Zimsea Tryggvagötu. — Sími 3025. Háskólafyrirlestrar sendiherra Dana. Næsti fyrir- lestur verður í Oddfellowhúsinu á morgun kl. 6, og verður pað 4. fyrirlesturinn, sem sendiherr- flytur um Muhameðstrú (Islam) og áhrif hennar á rás við- burðanna í heiminum. öllum er heimill aðgangur. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Luossavaara, en þaðan er góð útsýn yfir öldóttar hæðirnar. En stór málmæð liggur í þessu fjalli og eins í fjallinu Kiruna- vaara. Hún er 5 km. löng og sums staðar 100 m. breið, og með demantsbor hefir verið borað allt að 900 m. ofan í æð- ina. í fjallinu er djúp náma, en í Kiruna liggur málmurinn ofan- jarðar. Ég hefi klifrað alveg of- an í botn námunnar. Þar stóð bormaður og boraði, en rétt hjá honum var ein af stærstu graftrarvélunum. Hún boraði trjónu sinni inn í fjallið, tók 8 tonn í einum munnbita, sveigði hálsinn og steypti málminum ofan í vagninn svo að bergmál- aði í fjallinu. Allt í einu varð þögult í nám- unni. Ég heyrði flautublástur og allir mennirnir hlupu inn í timburkofana, nema örfáir menn, sem tróðu dynamiti í borholurnar og hlupu síðan í skjól. Engin sála sást á ferli. Svo kom fyrsta þruman og það var eins og eldi og brennisteini rigndi og bergmálið hljómaði. Svo var dauðaþögn og menn- irnir flýttu sér út til þess að at- huga verkanir sprengingarinn- ar. Ég fór í vagni, sem knúður var með rafmagni, 2 km. inn í námuna. Vagnarnir runnu einn eftir annan inn undir mölunar- vélina og fóru út aftur og heim til Narvik. Þessa leið fara tutt- ugu og fimm vagnar á hverjum degi. Árlega eru fluttar 3 millj. tonna frá Gállivaara til Luleá og þessum birgðum er safnað saman í stórar dyngjur á Svart- ey, sem er eins og fjall í lögun og þar er góð útsýn yfir hið ísi- lagða Bottenhaf, þar sem gufu- skip liggja innifrosin við málm- bryggjuna. Það er ekki fyrr en í apríl, að ísbrjótarnir geta rutt veginn, svo að hægt er að flytja málminn. sem að mestu leyti fer til Þýzkalands. Luleá er fal- leg og virðuleg borg, sem hefir verið kölluð litla borgin með stóra drauminn. Því að íbúana í Luleá hefir dreymt það, að borgin þeirra yrði einhvern tíma Klondyke nr. 2. Og borgin ber þess menjar enn í dag. Þar eru allar byggingar geysistórar og herbergin í aðalhótelinu eru svo stór, að mér fannst ég vera þar eins og barn meðal risa. Þar sem járnbrautin sveigir til Finnlands, liggur þorpið Bo- den. Þar er gömul falleg kirkja. En þrátt fyrir hið sakleysislega útlit sitt er Boden vel varinn kastali og útlendingar fá ekki að fara meir en 200 m. frá járn- brautarstöðinni. Ég hefi oft far- ið um Boden með lestinni, en einu sinni kom ég þangað í bíl og flæktist tímunum saman um þetta litla þorp, án þess að vita hvað ég ætti af mér að gera. En allt í einu stóðu lögreglumenn fyrir framan mig. Það voru stórir, hræðilegir menn með stórar loðskinnshúf ur. Þeir fóru með mig til yfirheyrslu og ég varð að leggja fram öll mín skjöl. Loks komst ég að raun um, að enginn útlendingur mætti dvelja í bænum, og ætl- aði maður að dvelja þar um nætursakir, þá yrði maður hvorki meira né minna en fá leyfi hjá Gustaf konungi sjálf- um. Ég fullvissaði þá um það, að ég hefði ekkert leyndarmál uppgötvað á rölti mínu um þorpið og var mér þá leyft að fara. En tveir lögreglumenn fylgdu mér á lögreglustöðina og viku ekki frá mér fyrr en lestin var lögð af stað. BÆKUR M. F. A. Frh. af 1. síðu. fæst Fluglistin á flugmodelsýn- ingunni. Annars geta félagar MFA sótt bækurnar á skrifstofu þess í Alþýðuhúsinu, 6. hæð. Vegna mikillar aðsóknar að skrifstofunni er ekki hægt að koma því við að senda bækurn- ar til áskrifenda, og er því fast- lega skorað á þá, sem enn hafa ekki sótt bækurnar, að gera það í þessari viku og þeirri næstu. Fjöldi nýrra áskrifenda hefir pantað bækurnar, en ekki getað fengið þær fyrr en séð er hvort upplagið endist handa fyrri á- skrifendum. Verði bókanna ekki vitjað innan 10 daga, verða þær seldar nýjum áskrifendum, sem hafa pantað þær. SKIPATJÓN NORÐURLANDA Frh. af 1. sí&u. ir, Svíar 34 skip, rúmlega 65 pús- und smálestir, og Norðmenn 30 skip, um 85 púsund smálestir. Auk pess hefir Belgía misst 11 skip eða meira en 30 pús. smál. SKÆKMÓT REYKJAVIKUR Frh. af 1. síðu. arverð og bendir mjög til þess, að þar sé að renna upp ný ,,stjarna“ á meðal íslenzkra skákmanna. Þessa síðustu daga hefir tals- vert mikið verið rætt um það meðal skákmanna og listunn- enda, hver þessara þriggja skákmeistara yrði skákmeistari Reykjavíkur 1940, en á þessu stigi er auðvitað ógerningur að ætla á slíkt. Óefað er mörgum mikil forvitni að fylgjast með úrslitunum og sjá þessa þrjá meistara heyja lokabaráttuna að hinu fyrirhugaða takmarki, hver þeirra verður hlutskarp- astur. F.U.J. Leikfimisæfingar karla eru í kvöld kl. 8 á venjulegum stað, Mætið stundvLlega! I DAO Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóíeki. OTVARPIÐ: 19.50 Fréttir. <50,15 Útvarpssagan: „Ljósið, sem hvarf“, eftir Kipling. Sögu- lok. 20,45 Uppeldispáttur: Stöðuval unglinga ^Lúðvíg Guð- mundsson, skólastjóri). 21,10 Strokkvartett útvarpsins Kvartett, Op. 12, ! eftir Mendelssohn. 21,30 Hljómplötur: Harmoníkulög 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. ALÞINGI Frh. af 1. síðu. Verður pinglð rofið ? — Telur þú að nokkuð útlit sé fyrir stjórnarskipti eða hörð átök milli þeirra flokka, sem standa að ríkisstjórninni? ,,Um það get ég ekkert sagt. Stefna Alþýðuflokksins er mjög skýr. Hann telur, að þjóð- in þarfnist þess nú fremur en nokkru sinni áður, að allir kraftar vinni sameiginlega að því, að ráða fram úr erfiðleik- unum. Og enginn veit hvað næstu mánuðir bera í skauti sínu. Þó að enginn æski þess, er sú hætta til dæmis yfirvofandi að ógerningur verði fyrir okkur að ná til okkar nauðsynjum eða flytja okkar afurðir út. Og hvernig stöndum við íslending- ar þá að vígi? Ég segi því, að sá flokkur, sem rýfur það sam- starf, sem verið hefir og víst er, að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar æskir eftir að haldi áfram, verður að hafa mjög ríkar ástæður til að slíta sam- starfinu, ef hann á ekki að bíða mikið afhroð við kosningar.“ Nðbúakritur. — Það er töluverður nábúa- kritur í nágrenninu? ,,Já, svo virðist. Nábúar okk- ar hafa undanfarið sent hvor öðrum hörð og bitur skeyti. — Það er eins og þeir hafi verið að undirbúa fundi sína. Lands- fundur Sjálfstæðisflokksins verður settur á morgun og mið- stjórnarfundur Framsóknar- flokksins verður einnig settur á morgun. — Þetta er einhvers konar glímuskjálfti í nábúum okkar núna undir þinghaldið.“ — Verður þetta ekki stutt þing? „Jú, ég tel að það þurfi ekki að verða langt og ég tel sjálf- sagt að það afgreiði fjárlög og önnur mál, sem fyrir því liggja. Engin ástæða virðist til að fresta því. Ef óvæntir at- burðir gerast, verður hvórt sem er nauðsynlegt að kalla þing aftur saman á árinu.“ 50 ára er í dag Einar Andrésson verkamaður, Suðurgötu 11 í Hafnarfirði. , MálfundafJokkur Alpýðuflokksfélagsins heldur æfingu í kvöld kl. 8,30 í Alpýðu- húsinu, 6. hæð. Kvöldblað „Berlingske Tidende“ í Kaupmannahöfn flutti í fyrra- dag grein um söngkonuna Maríu Markan, söngafrek hennar í Kaupmannahöfn, sem farið er niiklum lofsorðum um, og fyrir- Ný ýsa. Ódýr þurkaður saltfiskur. Saltfiskur úr stafla. Hafliði Baidviasson. Sími 1456. Luðvíg Guðmundsson skólástjóri flytur uppeldispátt í útvarpið í kvöld. Nefnir hann erindið Stöðuval unglinga. B NÝJA BIO ■ Pygmalion Hið dásamlega leikrit eftir enska stórskáldið Bera- hard Shaw, sem ensk stór- mynd, hefir tekist svo vel, að hún er talin merkisvið- burður í sögu kvikmynda- listarinnar. Aðalhlutverkin leika: Leslie Howard og Wendy Hiller. Útbreiðið Alþýðublaðið! I: Þökkum öllum okkar góðu viðskiptavinum fyrir i ;l hlýjar kveðjur á 30 ára starfsaímæli okkar hinn 12. ? i; þ- m. og góð viðskipti á umliðnum árum- í ii Trolle & Rothe h.f. | LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR. „FJalla- E,yvlndur“ Sýning á morgun kl. 8 e. h. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Ath. Vegna mikillar aðsóknar verður ekki svarað í síma fyrsta klukkutímann eftir að sala hefst- VerBhækkuii Smásöluverð á bökunardropum verður fyrst um sinn sem hér segir: 15 gr. glös kr. 0,55 30 — glös — 0,90 50 — glös — 1,55 Er þar með úr gildi gengið það verð, sem undanfarið hefir verið tilgreint á einkennismiðum hinna ýmsu tegundá bökunardropa. ÁFENGISVERZLUN RÍKISINS. Bafvirbjafélag Reyblavíbur. Aðalfundur verður haldinn í Oddfellowhúsinu fimmtu- daginn 15. þ. m. kl. 8,30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. hugaða söngför hennar til Ást- ralíu. Segir blaóið, að tilboð pað, sem hún hafi fengiö, sé mikill sómi fyrir hana og mjög álit- legt. FÚ. Félag Reykhyltinga og Hvítár- bckkinga í Reykjavík efnir til héraðsskólahátíðar i Oddfellow föstudaginn 16. p. m. kl. 9 e. h. Aðgöngumiðar verða seldir í Oddfellow ■ eftir ld. 5 sama dag. öllum heimil pátttaka. Hijómsveit Reykjavíkur sýnir operettuna „Brosandi fand“ í kvöld kl. 81/2. Leikfélagið sýnir Fjalla-Eyvind annað kvöld kl. 8. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúloíun sína Ragna Jóhannsdóttir, Sól- vallagötu 12, og Hörður Valdi- marsson, Fálkagötu 8 hér í bæ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.