Alþýðublaðið - 15.02.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.02.1940, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUB 15. FEBB. 1940. ALÞtÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: W. R. VAliDEMARSSON. í fjarveru haxu: STEFÁN pétursson. p" iwn *3pt^ AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHOSINU (Inngangur frá Hverfiagðtu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsiqgar. 4901: Ritstjóm (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vílhjálms (heima). 4905: AlþýSuprentsmiSjan. 4906: Afgreiösla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Fáheyrö hræsni. ÞAÐ er erfitt að hugsa sér, áð öllu lengra verði kom- izt í ábyrgðarleysi og falsi, en Þjóðviljinn undanfama daga í skrifum sínum um utanríkismál okkar. Ekki alls fyrir löngu bar hann ríkisstjóminni það á brýn, að hún hefði stofnað hlut- leysi landsins í yfirvofandi hættu með því að gera samning við brezku stjórnina um stofn- un viðskiptamálanefndar, sem ætti að hafa það hlutverk að hindra alla vöruflutninga héð- an til Þýzkalands og taka þann- ig þátt í viðskiptastríði Bret- lands gegn því! Því var þá strax lýst yfir, að íslenzka stjórnin hefði yfirleitt engan samning við brezku stjórnina gert. Og jafnframt bentu blöð allra annarra flokka en kommúnista á þáð ótrúlega ábyrgðarleysi, sem lýsti sér í slíkum álygum Þjóðviljans. Því að ef nokkuð er til þess fallið, að stofna því hlutleysi í hættu, sem við höfum hingað til sýnt báðum ófriðaraðilum og erum ráðnir í að sýna þeim áfram, þá er það einmitt slíkar tilraunir til þess að gera okkur tortryggi- lega í augum þeirra. Enda er ó- mögulegt að hugsa sér, að Þjóð- viljinn hafi getað gengið þess dulinn. hvílíkt þorparabragð hann var að fremja gegn þjóð sinni, enda þótt líkur bentu til þess, að höfuðtilgangur ritstjór- anna væri sá, að fá blaðið bann- að til þess að komast hjá því að það yrði sjálfdautt, og ábyrgð- arieysið aðeins á svo háu stigi, að þeir vildu vinna það til, að gerast í þeim tilgangi svo opin- berir svikarar við þjóð sína. Það kemur því engum á óvart, þótt Þjóðviljinn hafi síðustu tvo daga endurtekið öll ósannindi sín um utanríkisverzlun okkar. Það er sjálfsagt ekkert annað en ný tilraun til þess að fá ríkis- stjórnina til þess að banna blaðið. En þegar Þjóðviljinn leyfir sér að draga þær álykt- anir nú af sínum eigin ósánnind um, að íslenzka stjórnin sé „að stofna lífi sjómanna vorra á togurunum og flutningaskipun- um í hættu“ og heimtar að hún „freisti þess, hvort ekki sé hægt að komast að samkomulagi við Þjóðverja um að hlífa þeim“, þá veit maður sannarlega ekki lengur, hve langt hræsnin get- ur gengið. Heldur Þjóðviljinn virkilega, að menn séu búnir að gleyma því, hvernig kommúnistar létu hér fyrir ári síðan, þegar þýzka herskipið „Emden“ kom hing- að? Hver var það þá, annar en Einar Olgeirsson, sem fór fram á það við ríkisstjórnina, að hún bæði um brezka eða ameríska herskipavernd gegn herskipi í kurteisisheimsókn á friðartím- Páll Zophoníassons Innanlandsverðlð á af- urðnm landbúnaðarlns UNDANFARIÐ hefi ég sem formaður Mjólkurverð- lagsnefndar og Kjötverðlags- nefndar fengið nokkrar hnútur frá bændum fyrir að hafa ekki hækkað verð þessara búsafurða þeirra nóg, en jafnframt hafa neytendur og kaupendur var- anna, og sérstaklega dagblöðin í Reykjavík, vítt hækkunina og talið hana í alla staði óréttmæta. Menn eru því ekki vel sammála. Þó ég nú vilji ræða málið nokk- uð, þá er fjarri mér að ætla að fara að svara öllum þeim stað- leysum, sem komið hafa fram um málið í Vísi, Alþýðublaðinu og Morgunblaðinu, að ég ekki nefni Þjóðviljann, sem mér hef- ir verið sagt nokkuð ur, en sem ég álít ekki samboðið virðingu minni að lesa. En það eru þó nokkur atriði, sem mér virðist að menn skilji ekki eða þekki, og um þau vildi ég fara nokkr- um orðum til athugunar og um- hugsunar fyrir þá, er þetta lesa. Mjög margir virðast þeirrar skoðtmar, að hækkun og lækk- un á landbúnaðarafurðum eigi nú, til þess að auka ekki dýr- tíðina í landinu, að hlýta sömu reglu og kaupgjaldinu var sett með gengislögunum, en þessi skoðun er alröng. Ef til vill hafa menn fengið hana af því, að í fyrra var verð á mjólk og kjöti sett fast í gengislögunum eins og kaupið, en sú yfirsjón Al- þingis réttlætir það á engan hátt, að það nú, eftir að Alþingi hefir séð villu síns vegar og lag- að þetta, með því að taka verð- ákvörðun innlendu varanna úr föstum tengslum við kaupgjald- ið, eigi að hækka og lækka landbúnaðarvörurnar í sama hlutfalli og verkamannakaup- ið. Til þess að geta unnið og fengið sitt kaup, þá þarf verka- maðurinn húsnæði, föt og fæði. Þetta eru hans frumlífsþarfir, og eigi hann að bera jafnt úr býtum frá ári til árs, þarf kaup- ið að breytast eftir heildar- hækkun eða lækkun þessara lífsþarfa hans. Bóndinn, sem rekur bú og framleiðir landbúaðarvörur til sölu, er auk þess að vera háður verði lífsþarfanna fyrir sig og sína fjölskyldu á sama hátt og verkamaðurinn, háður verði ýmsra annarra vara, er hann um? Hvar var þá umhyggja kommúnista fyrir hlutleysi landsins og vinsamlegu sam- komulagi við Þýzkaland? Og hver „stofnar“ í dag „lífi sjó- manna vorra á togurunum og flutningaskipunum í hættu“, ef ekki Þjóðviljinn sjálfur með á- byrgðarlausum ósannindum um hlutleysisbrot af hálfu íslenzku ríkisstjórnarinnar? Það þarf í sannleika meira en brjóstheil- indi til af slíku sorpblaði til þess að heimta af ríkisstjórn- inni, að hún tryggi það, að sjó- mönnunum verði „hlíft“ af Þjóðverjum eftir að það hefir sjálft gert allt, sem það gat til þess, að gera hlutleysi okkar tortryggilegt í augum Þjóðverja og skapa á þann hátt átyllu fyr- ir þá til árása á togarana okkar og flutningaskipin! Andstyggilegri skrif en þess- ar landráðagreinar Þjóðviljans gegn hlutleysi okkar hafa aldrei sóst á prenti hér á landi. PÁLL ZÓPHÓNÍASSON alþingismaður, formaður kjöt- verðlagsnefndar, hefir beðið Alþýðublaðið um rúm fyrir eftirfarandi grein, sem gerir að umtalsefni gagnrýni þá, sem komið hefir fram í sambandi við verðhækkunina á landbúnaðarafurðum, sérstaklega kjötinu, innanlands. Greinarhöfundinum, sem er á allt öðru máli en Alþýðu- blaðið, mim verða svarað einhvern næstu daga. þarf til framleiðslunnar, og því aðeins er rétt að verð landbún- aðarvaranna hækki jafnt og kaupið, að verð þessara annarra vara, sem bóndinn þarf til bú- rekstrar síns, hækki í sama hlutfalli og lífsþarfirnar. Þetta ætti öllum að geta skil- izt. Bóndi einn, sem ég þekki hér í nágrenni Reykjavíkur, þarf t. d. alltaf að kaupa tilbúinn á- burð fyrir um Ve af öllu, sem hann kaupir til bús síns. Og verð á tilbúnum áburði hækíc- aði vorið 1939 um 15% meðan vísitala lífsþarfanna sýndi sama og enga hækkun. Og alls keyptu bændur þá til- búinn áburð fyrir rétt um eina milljón króna, og notkun hans lagði að nokkru 'leyti grundvöll- inn fyrir t. d. mjólkurfram- leiðslunni nú í vetur. Gengislögin ákváðu að kaup- gjald skyldi ekki hækka, og lík- lega hefir það ekki gert það í kaupstöðum, þar sem um var að ræða samningsbundið kaup milli stærri heilda, en til sveita hækkaði kaup þrátt fyrir á- kvæði gengislaganna. Það eru á hverju sumri um 2000 kaupa- menn í kaupavinnu í sveit, og álíka margar stúlkur. Ég hefi árlega síðan 1933 rannsakað hvert meðalkaup þeirra væri, með því að fara í gegnum allar skattskýrslur allra bænda og taka þar upp hvað hverjum einum kaupa- manni og kaupakonu væri borg- að. Skattskýrslur frá síðastliðnu sumri liggja ekki fyrir nú, og gera það ekki fyrr en í sumar, en eftir bráðabirgðaupplýsing- um, sem ég hefi aflað mér frá hreppstjórum í nokkrum þeim sveitum, sem kaupafólk er til- tölulega margt í, virðist það í sumar hafa haft um 8% hærra kaup en það hafði 1938, og auð- vitað hefir fæði þess líka verið dýrara. Öll áhöld og tæki til fram- leiðslunnar í sumar og vetur voru hækkuð í verði, og fóður- bætirinn, sem gefa þarf kúnum í vetur, er 30—40% dýrari en í fyrra. Og hvað mjólkina og mjólk- urafurðirnar snertir sérstak- lega, þá hefir vinnsla þeirra á mjólkurbúunum og flutningur þeirra frá heimilum bænda til mjólkurbúanna og þaðan á sölustaðina stórhækkað. Hverjum manni, sem vill um þetta hugsa hlutlaust, má því vera ljóst að hækkun á verði landbúnaðarvara á ekki að fylgja kaupgjaldi, heldur getur það bæði átt að vera meira eða minna, eftir því hvernig hækk- un á því öllu, sem bóndinn þarf að kaupa til framleiðslunnar. fyrir utan sínar lífsþarfir, hefir verið og er. Sumir segja nú, að bóndinn hafi notið góðs af gengislögun- um, og því eigi hans vörur ekki að hækka í verði á innlendum markaði. Verðmæti útfluttra landbúnaðarvara hefir árin 1938 og 1939 numið að meðal- tali um 8,9 miljón króna. Sömu ár nemur verð landbúnaðar- vara, seldra á innlendum mark- aði. svo til sömu upphæð (8,7 milljón), svo það má segja, að sú verðhækkun, sem gengislög- unum var ætlað að skapa á framleiðsluvörunum, hafi náð til helmings af vörum landbún- aðarins, en hækkunin á að- keyptu vörunum aftur til þeirra allra, og því hafi bændunum sem heild mátt vera sama hvort lögin-voru sett eða ekki, hvað þeirra atvinnuveg snerti. Aftur gat það verið rétt, til að reyna að rétta sjávarútveginn við. Sú röksemd, að söluverð landbún- aðarvaranna eigi,’ vegna þess hagnaðar, sm bændur hafi notið af gengislögunum, að vera lægri en ella, hefir því ekkert við að styðjast, hver sem hana segir. Og hún er jafn léttvæg þó hún hafi verið sögð á Alþingi, og þar ekki mótmælt, því enginn endist til þess þar, frekar en annars staðar, áð mótmæla öll- um staðleysum, sem fram eru bornar. Berum við nú saman, hvernig verð landbúnaðarvaranna er nú eftir þessar miklu hækkanir, samanborið við verð annarra nauðsynja, þá kemur í ljós, að sá samanburður lítur þannig út: Febr Verð pr. einingu Hlutfallstölur 1939 Febr. 1940 Febr. 1939 Febr. 1940 Kjöt pr. kg. 1,68 2,00 100 119 Mjólk pr. lítra 0,40 0,44 100 110 Smjör pr. kg. 3,88 5,00 100 129 Skyr pr. kg. 0,80 0,80 100 100 Smjörlíki pr. kg. 1,60 2,40 100 150 Brauð heil 0,50 0.90 100 180 Hveiti pr. kg. 0,44 0,54 100 123 Rúgmjöl pr. kg. 0,31 0,55 100 177 Hafragrjón pr. kg. 0,50 0,83 100 166 Hrísgrjón pr. kg. 0,43 1,02 100 237 Kol pr. 10 kg. 5,38 10,00 100 186 Það er því augljóst, að hækk- liður í fæði fólksins. 1 mjólk- anir landbúnaðarvaranna eru tiltölulega minni en hækkanir annarra nauðsynja og er það eðlilegt, því það er ekki nema sjálfsagt, að hafa verð þeirra í landinu eins lágt og frekast er hægt að réttlæta gagnvart framleiðendunum, þar sem þær þar hafa mikinn markað, og mega ekki missa hann, að minnsta kosti ekki hvað mjólk- ina og mjólkurafurðirnar snert- ir, og á hinn bóginn er kaup- geta neytendanna takmörkuð, og nokkur hætta á að mjög hátt verð á þeim, miðað við aðrar líkar nauðsynjar, geti dregið úr sölu þeirra. Hér hefir þá h'ka verðinu ver- ið stillt það í hóf, að lítt eða ekki er forsvaranlegt með mjólkina, enda það mál nú til rannsóknar og stendur til leið- réttingar. Mjólkin og mjólkurvörurnar eru gagnstætt kjötinu verulegur inni, sem tilfellst í landinu, eru um 40% af allri þeirri næring- arþörf, er þjóðin þarf árlega, og í henni er hollasta og bezta næringargildið, sem ekkert eitt fæðuefni getur komið í staðinn fyrir. Kjötið er aftur lítill liður í fæði kaupstaðarbúa. í kauptún- um og kaupstöðum, sem í búa um 60000 manns, eru árlega seld um 2400 tonn af kinda- kjöti, eða 40 kg. á mann að með- altali, og skiptir því litlu fyrir kaupendur, hvort kg. er nokkr- um aurum dýrara eða ódýrara. Að gera það að háværu deilu- máli er því næsta ástæðulítið af neytendum og þeirra málsvör- um. Og hvort það er neytt meira eða minna af því í landinu, skiptir líka litlu máli, þegar hægt er að selja það til annarra landa. Verð þess hefir þá Hka, Frh. á 4. síðu. Hæstaréttardómur: Skaðabætur vegna mæðiveikinnar. T GÆR var kveðinn upp ■“■ í Hæstarétti dómur í málinu landbúnaðarráðherra f. h. ríkis- sjóðs gegn Ara Páli Hannessyni. Hafði Ari stefnt ríkissjóði til greiðslu skaðabóta að upphæð kr. 984,04. Segir svo í dómi Hæstaréttar: „Áfrýjandi, sem skotið hefir máli þessu til hæstaréttar með stefnu 18. júlí 1939, krefst þess: Aðallega, að héraðsdömurinn verði ómerktur og, >að málinu verði vísað frá bæjarþinginu en til vara„ að hann verði alsýkn- aður. Ennfremur krefst hann mál- kostnaðar í héraði og fyrir hæsta rétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst hinsvegar: Aðallega, að héraðsdómurinn verði staðfestur en til vara, að hæstiréttur kveði á um það, að yfirmatsgerðin sé vegna annmarka ekki skuldbind- andi fy.rir hann. Svo krefst hann og málskostnaðar fyrir hæstarélti eftir mati dómsins. Áfrýjandi hefir í málinu borið það fyrir, að tjón stefnda vegna förgunar sauðfjár hans sé þegar metið af dómkvöddum mömium, svo sem mælt er í 19 gr. laga nr. 12 frá 1937, og geti stefndi ekki átt kröfu til bóta umfram það, er í matsgerðinni segir. Að svo vöxnu máli verða dómstól- arnir ekki taldir bærir uím 'að.kveöa á um hæð fébótanna, og verður því að merkja ex officio ákvæði héraðsdómsins um bótahæðina og vísa málinu, að því leyti frá bæj- arþingt Reykjavíkur. Kröfur stefnda í héraði, þær sem hér hefir verið krafist dóms um, voru byggðar á því, að yfii-- matsmennimir háfi ranglega tal* ið 12o/o sauðfjár stefnda aflóga, að þeir hafl metið það sem sýkt fé, þótt þess sæfst ekki vottúr við slátrun þess, og að þeir hafi ekki rannsakað áhrif sýkíngai' hættunnar. á gangverði sauðfjév þess, sem stefndi keypti i skarð- ið. Kröfur stefnda í héraði fólu þannig í sér andóf þess, ,að hon- ttm væri skylt að hlíta yfirmatítíu, og var um þetta dæmt í héraði. Er stefnda þess vegna heimilt að koma að sem varakröfu í hæsta- rétti véfengingu á greindum at- riöum matsins. Stefndi hefir haldið fast á því, að engum hluta hins fargaða sauð fjár hans, sem voru 65 ær, 16 veturgamlar kindur og 2 hrútar, hefði þurft að lóga vegna ald- urs Yfirmatsmenn virðast elcki hafa kynnt sér aldur sauðfjár stefnda, þótt þeim væri þaðskylt, heldur byggt mat sitt að þessti leytí á ágizkun. Verður stefndí þess vegna ekki talinn bimdínn við þetta atriði matsgerðarinn- ar, sem metast verður að nýju Eftir að sauðfé stefnda hafði verið fargað, keypti hann 30 ær í slcarðið uppi íi threppum og greiddi að meðaltali hverjaþeirra kr. 21,75. Ekki Verður séð, aö yfirmatsmenn hafi kynnt sér, hvort mæðiveikihættan hafði á- hrif á gangverð sauðfjár til lifs í Hreppum og í Árnessýslu yfir- leitt á þeim tíma, er kaup þessi fóra fram, en rannsókn þessa a<- riðis var nauðsynleg við saman- burð á verðgildi sauðfjár þess, er stefndi var látinn farga, og Jhins, sem hann. keypti. Verður þess vegna að telja þetta atriði mats- ins haldið þeim annmörkum, að stefnda sé ekki skylt að hlrta því, og ber því að meta það að nýju Ák-væði héraðsdómsins u.m greiðslu kostnaðar við yfirmatíð þykir mega staðfesta, enda virð- ist stefndi hafa haft fulla ástæðu til að krefjast yfirmats. Eftir þessum málslyktum þykir rétt að dæma áfrýjanda til að reiða stefnda kr. 300,00 í máls- 'kostnað í héraði og fyrir hæsta- rétti.“ Starfsmannafél. Hér. Aðalfandor lélagsins var haldlon I fynadao. ST ARFSMANN AFÉL AGIÐ Þðr hélt aðalfund sinn 12. þ. m. og fór fram kosning á stjörn fyrir félagið. Björn Pálsson, formaður fé- lagsins, flutti ítarlega skýrslu á fundrnum um störf félagsins á s.l. éri. í stjórn félagsíns voru toosnir: Björn Pálsson formaður, Stein- grímur Guðjónsson varaformað' ur, Landsspítalanum, Albert Jö- hannsson, gjáldkeri, Vífilsstðöum. Jön Jóhannesson ritari, Nýja Kleppi, og Sveinn Gamalíelssou, meðstjómandi, Vifilsstöðum. Þá vom kosnir trúnaðarmenn samkvæmt vinnulöggjöfinni: Á Kleppsspítalanum: Björn Pálsson, á Landsspitalanum Adolf Smith og á Vífilsstöðum Albert Jó- hannsson. Samhugur og eining rikir innan félagsíns. Hljómsveit Reykjavitour sýnir operettuna „Brosandi land“ annað kvöld kl. 8 i Iðuó. Leikfélagið sýnir FjaIla-E\n/ind í kvöldkl. & .. Hallbjörg Bjarnadóttir , jazzsöngkona heldur næturhljóm- leika annað kvöld kl. 11,40 í Gamla Bió. Auglýsið í Alþýðublaðinu!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.