Alþýðublaðið - 19.02.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.02.1940, Blaðsíða 3
MANUDAGUR 19. FEBR. 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ BTl’STJÓRI: F. R. VAUJEMARSSON. í ?íarv*rí2 him: STEFÁN PÉT0BSSOK. AFGREIÐSLA: A L 8» Ý Ð U H C SIN O (Inngangur trá Hvcrfl**ötu). StMAR: 4900: AfgreiSsla, *uglý*lng»r. 4901: Ritstjórn (mnl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálma (heima). 4908: AlþýBuprentamiSjEn. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefén Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Hverlir reyna að græða á_strf ðinn ? HVAÐ ER ÞAÐ, sem blasir við sjómannastéttinni ís- lenzko um þessar mundir í sambandi við Íaunakjör hemiar og hlunnindi og það starf, sem hún ynnir af höndum ? i fyrsta lagi veit hún, að af- koma þjóðarinnar veltur nú svo að segja öll á þessu starfi henn- ar. í öðru lagi veit hún, að starfi liennar fylgja zegilegar hættur. í þriðja lagi veit hún, að út- gerðarmenn og bankar fá nú mik- inn gróða af sölu afurðanna, sem þeir flytja á erlenda markaði. I fjórða lagi finnur hún, að það er reynt að halda kaupi hennar og kjörúm niðri eins og mögu- legt er, að hefðbundnar venjur cm brotnar í þessum tilgangi og að hún verður að sæta kjörum, sem tæplega ern eins góð og nú er á Norðurlöndum. Þetta hefir vakið óánægju meðal sjómannastéttarinnar, sem meðal annars kom fram á fundi þeim. sem um 80 sjómenn héldu í erlendri höfn fyrir skömmu, og nýiega var skýrt frá hér í blað- inu. Sjómennirnir vilja ekki nota sér hina erfiðu túúa og þá aðstöðu, sem þeir hafa til að ákveða sjálf- ir kjör sín, ednmitt nú, þegar allt veltur á starfi þedrra og þeir Ifiggja líf og heilsu í sölurnar fýrir afkomumöguleika þjóðarimv- ar. En þeir vilja fá viðunanleg kjör, fyrst að vel er hægt að Játa þá fá þau. Þeir vilja ekki sæta verrf kjörum en stéttarbræð- ur þeirra í nágrannalöndunum. Þeir vilja ekki, að brotnir séu á jæim gildandi samningar, og svifta þá hvofki aflahlutnum í lifrinni né þeim gjaldeyri, sem þeir hafa fengið til umráða í er- lendúm höfnum. Aðalblað Sjálfstæðisflokksins heldur þvi fram,. að Alþýðuflokk- urinn sé að æsa upp til kmfna og dedlna út af þessum málum. Þetta er hin gamla aðferð blaða Sjálfstæðisflokksins, að halda þvi fram, að hinar vinnandi stéttir séu algei-lega ánægðar með allt, én það séu annað hvort forystu- menn þeirra eða blöð Alþýðu- fJokksins, sem séu að æsa þetta foJk upp í öánægju með kjör sin. En þetta er alger misskiln- ingUr hjá Morgunblaðinu. Al- þýðttblaðið hefir ekki hafið nein- ar æsingar út af þessum málum, þáð getur blaðið sannfært sjálft sijgr um, ef það nennir að snua sér til sjómannanna sjálfra og fá umsögn þeirra. Sjómönnunum ftnnst, sem von- legt er, að þeir mæti skilnings- leysi og óþolandi stírfni, þegar raett er um kjör þeirra og kaup. í hvert sinn, sem samið hefir verið um kaup og kjör á togur- um, hefir verið tekið tillit til verðlags á lifur og lýsi og við það miðað, þegar ákveðinn hefir verið lifrarhluti sjómanna. Nú hefir verðið á lýsinu hækkað um 150—200%, en útgerðarmenn neita að hækka aukaþöknun sjó- ananna i hlutfalli við þessa verð- hækkun. Þeir ætla sér að stinga gróðanum af hækkuninni í sinn vasa. Sjómennirnir líta hms vegar svo á, nú eins og áður, að þeim beri vemlegur hlutí af þeirri verðhækkun, sem orðið hefir á lýsinu, því á þann eina veg eru nokkrar líkur til að sjómenn fái tekjuauka, sem nokkru nemur umfram það, sem var fyrir strið, því að reikna má með að tekju- bezta tímabil togarasjómanna, saltfisksvertiðin, falli burt að þessu sinni, sem þýðir að sjáTf- sögðu lækkaðar tekjur fyrir sjó- mennina. íslenzku sjómennimir vita það, að danskir sjómenn hafa alla á- hœttuþóknunina skattfrjálsa. En hvað fá þeir? Aðeins helmingur áhættuþóknunarinnar er skatt- frjáls. Um þetta mál stóðu ein- mitt harðar dedlur á alþingi síð- ast. Sigurjón Á. Ólafsson bar fram tillögu um, að öll áhættu- þóknunin væri skattfrjáls, eins og er í Danmörku og að líkindum nú í Noregi. En þingmenn hinna stærri flokka felldu það. Þar með hefir Sjálfstæðisflokkurinn þvi enn einu sinni sýnt, hvemig hann skilur það hugtak sitt, að hann sé' flokkur allra stétta. Framsókn gerir hin svegar ekki kröfu til þess. Það er alger misskilningur hjá Morgunblaðinu, að allt þetta sé bundið með lögum. Margt af þessu er samkomulagsatriði, og það hefir komið ápreifanlega í ljós, að þeir, sem kaupa vinnu sjómanna og lifoJ á jhenui, reyna að halda réttindum ‘þeirra niðri með öllum ráðum. MorgunblaðiÖ er að tala um iþað í gæ'r, að menn. sem haldi fram kröfum sjómanna, séu að reyna að nota 'ófriðarástandið fil atkvæðaveiða. Þetta er ódrengi- leg getsök. En í þessu sambandi er rétt að spyrja: Hvea-jir reyna að notfæra sér strlðið, ef það eru ekki þeir, sem græða frá 25 og Upp í 100 þúsund krónur á hverjum túr togaranna, sitja heima og neita að greiða sjó- mönnum það *sem þeir geta unað við, eða þeir, sem sigla skipunum og vinna með hættuna vofandi yfir sér? Það er ekki nóg fyrir Sjáif-. stæðisflokkinn að balda þvi fram, að hann fylgi fram réttindUm hins vinnandi fölks og sé flokkur allra stétta. Hann verður að hætta að sýna það í veridnu, að hann geri það ekki. Barbarar og Helleaar. ■■ . ■».. Tímabærar hugleiðingar eftir Z. Huglund. Harðfiskur, Riklingur, Bjúgu, Egg, Valdar Kartöfiur og Gulrófur. BREKKI Ásvallagötu 1. Sími 1078. TJARNARBÚÐIN. sími 3570. DrengjafSt, matrosföt, jeikka- föt, frakkar, skiðaföt. Sparta, Laugavegi 10, sími 3094. íltbreiðið Alþýðubiaðið! er undarlegt, hversu hinn gamli málsháttur rætist, að sagan endurtaki sig. Þegar við lesum upp aftur hin ar dásamlegu lýsingar Hero- dotos. f öður sagnaritunarinnar, á mismuninum á Hellenum og barbörum, mismuninn á hinni grísku menningarþjóð og Asíu mönnunum og baráttunni milli þeirra, sem lauk með sigri Hell- ena á hinni asiatisku harðstjórn, þá er það eins og hinn ömurlegi harmleikur, sem leikinn var fyrir meir en 2000 árum, sé enn þá á leiksviðinu fyrir augum okkar. En um leið finnum við aftur hinar sömu mannlegu dygðir, allt það viljaþrek, alla þá skyldurækni, og allt það hugrekki, sem felst undir nafn- inu Hellenar, og þeir, sem báru það nafn, eru fyrirmynd allra tíma og allra þjóða. Eric Hedén sagði einu sinni í ræðu á tutt ugu og fimm ára afmæli sænska Alþýðuflokksins árið 1906: „Heimspekingar Grikkja hugs- uðu fyrir okkur, Spartverjar féllu fyrir okkur við Þermopyle og fyrir okkur dýfðu Aþenu- menn árum í sæ við Salamis.“ Og þannig er það. Barátta mannkynsins, sem ennþá verð ur að heyja með vopn í hönd gegn hersveitum barbaranna — baráttan fyrir því að vernda frelsið og réttlætið — er hin sama nú sem þá, og þeir, sem í dag falla í baráttunni fyrir því að hindra það, að hið villimann- lega blóðveldi Asíumannanna nái að breiðast út yfir hinn menntaða heim vinna sams konar sögulega hetjudáð eins og þá, sem einu sinni var unnin í Þermopyle-skarðinu. Það getur haft sitt gagn að minnast nú hinnar misheppnuðu herferðar Xerxes Persakonungs gegn hinni hellensku þjóð. Margir viðburðir, margar frásagnir um þessar hetjur eru þess virði, að þeim sé ekki sökkt í móðu gleymskunnar. Það eru frásagn irnar um hina hetjulegu bar- áttu, sem þjóðin, sem á var ráð- izt, háði fyrir lífi sínu, heiðri og sjálfstæði. Xerxes ætlaði að hefna hins mikla ósigurs föður síns, sem hann beið fyrir Aþenumönnum við Maraþon, þegar hinar ótelj andi hersveitir barbaranna urðu að lúta í lægra haldi gegn hin- um fáu, en ósigrandi aþensku úrvalshersveitum. Xerxes lét sem vind um eyrum þjóta varn- aðarorð hins reynda föðurbróð ur síns, þegar hann réði honum frá herferðinni til Hellas. Hann sagði meðal annars: „Guð brýt- ur niður það, sem vill vaxa of hátt. Á sama hátt getur lítill her eyðilagt stóran her.“ í stað þess fylgdi hann ráðum, sem ómerki- legir smjaðrarar gáfu honum, smjaðrarar, sem sögðu að hann væri ekki einasta mestur allra þálifandi Persa, heldur mestur allra þeirra Persa, sem nokkru sinni hefðu uppi verið og þeirra, sem nokkru sinni myndu fæð ast. Xerxes hafði dreymt að hann væri krýndur sigurkranzi og að greinar kransins næðu út. yfir allan heim. Fuglsspámenn og stjörnuskoðarar þýddu þenn- an draum á þá leið, að veldi hans myndi ná um allan heim og allar þjóðir heims yrðu þegn- ar hans. Xerxes safnaði saman hinum stærsta her og flota, sem fram að þeim tíma hafði sést, frá öll um þjóðflokkum í Asíu í því skyni að fara eldi eyðilegging- arinnar um land frelsisins og menningarinnar. En byrjunin var ekki betri en endirinn, því að stormviðri eyðilagði brýrnar j yfir Hellespont, sem höfðu ver- ið byggðar með ótrúlegu erfiði. Xerxes gaf út skipun um að gefa hafinu þrjú hundruð vel útilátin vandarhögg og háls- höggva þá, sem höfðu stjórnað brúarsmíðinni. Því næst fengu aðrir skipun um að byggja brúna á ný og hafa hana traust- ari. Að því loknu var lagt af stað yfir brúna og tók það sjö daga og sjö nætur án minnstu hvíldar. Herinn var neyddur á- fram með viðnámslausum högg- um, en það var siður barbar- anna að fjörga herinn á þann hátt. Herodotos segir frá því, að þegar herinn var allur kominn yfir, hafi Xerxes fengið jar- teikn, sem hann skipti sér ekki af, enda þótt ekki væri vandi að vita hvað það þýddi. Það var þannig, að hryssa ól héra. Það var auðvelt að skilja þetta. Xer- xes fór með stóran her gegn Hellas og lét mikið yfir sér, en leikslokin myndu verða þau, að hann hlypi til baka eins og héri, til þess að bjarga lífinu. Hann þóttist öruggur með landher sinn, sem taldi hvorki meira né minna en tvær milljónir og sex hundruð þúsund manns. Hann tók ekki heldur til greina að- vörunarorð ráðgjafa síns Helle- nans Demaretos, sem sagði með- al annars: .,í Hellas er fátæktin fylgikona þjóðarinnar, en dugn- aðinn hafa Hellenar erft. Þeir hafa öðlazt hann að sumu leyti með hyggindum og að sumu leyti með lögum og réttarfari. Og með dugnaði sínum verja Héllenar sig gegn hvers konar erlendri áþján.“ Og hann sagði enn fremur við Xerxes, að þeir myndu aldrei hlusta á mál hans. ef hann kæmi til þeirra í því skyni að hneppa þá í þrældóm. Þeir myndu mæta honum á víg- vellinum, hversu fáir, sem þeir væru. Og þegar Xerxes hló að þessum aðvörunarorðum, sagði Demaretos: „Enda þótt Hellen- ar séu frjálsir, eru þeir þó ekki alfrjálsir. Þeir hafa herra. nefnilega lögin, sem þeir bera meiri virðingu fyrir en þegnar þínir fyrir þér. Þeir gera allt, sem lögin skipa þeim. Og lögin skipa þeim fyrst og fremst að flýja aldrei úr styrjöld, hversu margir, sem fjandmennirnir eru, heldur sigra eða falla.“ Hinn persneski milljónaher barbarakonungsins var stöðv- aður við hið þrönga skarð Þermopyle, þar sem nokkrar þúsundir Hellena stóðu vörð. Meðal þeirra þrji'i hundruð Spartverja undir stjórn Leon- idas konungs, Xerxes skipaði mönnum sínum að hefja árás án tillits til þess, hversu margir féllu, en mergð þeirra var mik- il. En þeim tókst ekki að hrekja Hellena á flótta, Jafnvel tókst ekki beztu hersveitum Xerxes. sem kallaðar voru hinar ódauð- legu að ná nokkrum árangri. Það var ekki fyrr en svikari nokkur vísaði þeim veginn yfir fjallið til Þermopyle, að þeir gátu neytt ofurefli síns. Það varð bardagi og barbararnir féllu hópum saman. Foringjar herdeilda barbaranna stóðu á bak við herdeildir sínar með svipur í höndum og börðu þá áfram. Margir þeirra féllu niður í hafið og drukknuðu þar, en fleiri tróðust undir og létu þar lífið. í þessum bardaga féll Le- onidas, sem hetja og menn hans börðust meðan nokkur var uppi standandi — fyrst með spjótum og sverðum, þar næst með hníf- um og loks með hnúum og hnef- um. Þeir liggja grafnir þar sem þeir féllu og á minnismerki þeirra standa þessar ódauðlegu Ijóðlínur: „Vegfari! Ber frá oss boð og borglýðum seg það í Spörtu fallnir að hvílum við hér hlýðnir við ættjarðar lög.“ , Þannig börðust Hellenarnir við Þermopyle. Sigurinn sjálfur varð hinum mikilmennskubrjál- aða Xerxes að ósigri. Hann spurði ráðgjafa sinn Demaretos að því hvort hinir íbúar lands- ins væru jafnhraustir þeim, sem hefðu barizt við Þermopyle og fékk það svar að svo væri. — Enda fékk hann að reyna það, að vísu neyddust Aþenumenn til þess að hörfa úr borg sinni. Karlmennirnir fóru út á flotann undir stjórn Þemístokles, en konurnar og börnin flýðu út á eyjuna Salamis. Við þessa ey varð hin mikla sjóorusta, sem gerði út um örlög Xerxes og leiddi til þess að floti barbar- anna var eyðilagður vegna hinn- ar miklu herkænsku Þemisto- klesar. Xerxes flýði nú með meirihluta liðs síns til Helles- pont og kom þangað eftir 45 daga. Þegar þangað kom, var meiri hluti liðsins fallinn. Um þetta segir Herodotos svo: „Hvar sem hermennirnir komu, átu þeir ávextina og blöðin af trjánum og fyndu þeir ekkert slíkt, átu þeir grasið af jörð- unni. Svo hungraðir voru þeir. 5 Auk þess geisuðu veikindi í I hernum“. Þær herdeildir sem Xerxes skildi eftir í Hellas voru stráfelldar á skömmum tíma. Heimsveldið Persaland gat aldrei náð sér eftir þetta áfall. heldur fór stöðugt hnignandi. Þegnar þessa hnignandi stór- veldis gerðu uppreisn og innan- landsóeirðir geisuðu og grófu smám saman undan hinu tröll- aukna stórveldi. Hin Hellenska menningarþjóð hafði með óbil- andi hreysti og viljaþreki sigr- að fjandmannaher, sem var hundrað sinnum stærri og réði yfir þeim öflugustu vopnum. sem til voru á þeim tíma. Herj- um mannkynsins mun alltaf verða, eins og Heine segir, skipt í tvo hluta: Hellena og barbara. Þetta er ekki ný skipting. — Hún er nú í gildi eins og áður. Og í hvaða stjórnmálaflokki, sem við erum, verðum við að standa við hlið þeirra, sem berjast gegn barbörunum. Hvað dvelur endurbætuni' ar á gamla Iprðttavellinum? Mánuðwr er uú Hðinn slðan bæjarstjérn samþykkti fjárveitingu ti! endurbótanna ¥ ENGI hefir staðið til að fullgera íþróttasvæðið fyrirhugaða í Skerjafirði, en allir virðast nu sjá fram á það, að það geti dregizt lengi enn. Atvinnulausir unglingar hafa unnið þarna mikið starf undanfarin þrjú ár, og ber vinna þeirra þess glögg merki, að þarna hafi unnið góðir verkmeim, þó að um unglinga hafi verið að ræða, og að þeir hafi unnið undir góðri og nákvæmri stjóm. Margir æskja þess, að þessi nýi leikvangur geti orðið full- búinn sem allra fyrst, en í- þróttamenn okkar geta ekki beðið eftis því von úr viti. — Framfarir í íþróttamálum okkar eru svo stórstígar, að íþrótta- mennirnir geta ekki beðið eftir því von úr viti að fá sæmilegan völl til að stunda íþróttaæfing- ar sínar á. Öllum var það ljóst í fyrra- sumar, að fieiri ár væri ekki hægt að stunda íþróttir á gamla íþróttavellinum, án þess að hann yðri á einhvern hátt lag- færður. Þá kom það í ljós, að ekki mátti koma dropi úr lofti, ef nokkur tök ættu að vera á því að heyja kappleiki á vellin- um. Minnast víst margir síð- ustu kappleikanna í fyrrahaust, þegar drengirnir komu af leik- unum eins og dregnir af sundi og verra en það, því að þeir voru .t ataðir allir saman í for. En þetta. var ekki hið eina sem gerði völlinn svo að segja óhæfan. Það hefir lengi verið vitað, að Iítt mögulegt hefir verið að stunda á vellinum frjálsar íþrótti og er þar meðal annars að leita nokkurrar kyrr- stöðu í afrekum frjálsra 1- þróttamanna á síðustu árum. — Þá hafa búningsklefar og á- horfendasvæði verið svo að segja óhæf. Menn hefir áf öllum þessum ástæðum langað mjög til þess að fá gert við gamla íþróttavöll- inn svo hægt væri að nota hann meðan beðið er eftir leikvang- inum í Skerjafirði. Stjórn íþróttavallarins hefir rætt þetta mál allmikið og munu hafa fyrir nokkru verið gerðar teikningar að breyting- um á vellinum, sem ganga fyrst og fremst í þá átt að gera þarna góðan völl fyrir frjálsar íþróttir og hækka völlinn svo mikið, að vatnselgur sitji ekki á honum þó að skúr komi úr lofti. Þá mun og hafa verið gert ráð fyr- ir því, að laga búningsklefana og áhorfendasvæðin. Eftir að þetta hafði verið gert var snúið sér til bæjarstjórnar og samþykkti hún fyrir sitt leyti að taka nokkuð af fé því, sem í fjárhagsáætluninni var áætl- að til leikvangsins fyrirhugaða til breytinga á gamla vellinum. Jafnframt var snúið sér til nefndar atvinnulausra unglinga og farið fram á það, að þessir unglingar yrðu látnir vinna að breytingunum og var því vel tekið. Síðan þetta gerðist er nú liðinn meira en mánuður og síðan hefir ekkert heyrst um þetta mál. Það er vitanlega mikill sparnaður fólginn í því að atvinnulausir unglingar vinni þessi verk, og ætti því að fást meira fyrír þá peninga sem á- ætlaðir eru til þess. En þess Frh. á 4. síðy.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.