Alþýðublaðið - 21.02.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.02.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSQN ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR. MIÐVIKUDAGUR 21. FEBR. 1940 43. TÖLUBLAÐ Chamberlain fer hðrðnm orðnn nm af- stððn Norðmanna til pýzka fangasklpsins ...—♦—--- Bretar munu aldrei faliast á það, að misnotk- un Þjóðverja á norskri landhelgi verði löghelguð Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. [ RÆÐU, sem Chamberlain hélt í neðri málstofu brezka þingsins í gær, fór hann mjög hörðum orðum um af- stöðu Norðmanna í Altmarkmálinu og yfirlýsingu Halv- dan Kohts utanríkismálaráðherra í norska stórþinginu í fyrra dag. Kvað Chambrlain það furðulega staðhæfingu, að norska stjórnin hefði ekki vitað, að brezkir fangar voru um borð í „Altmark“, þar eð heimsblöðin hefðu fyrir löngu flutt fréttir um það. Það væri engu líkara, sagði Chamberlain, en að ekkert væri skeytt um það, hvort Þjóðverjum héld- izt uppi að nota norska landhelgi, en slík afstaða væri ó- samrýmanleg skyldum Norðmanna við Breta sem ófriðar- þjóð. Chamberlain mótmælti þeirri skoðun, að herskip þjóðar, sem ætti í styrjöld, gæti flúið inn í landhelgi hlutlausrar þjóðar og flutt fanga í skjóli hennar svo hundruðum mílna skipti. Ef slíkt ætti að vera heimilt, væri misnotkun Þjóðverja á norskri Iandhelgi löghelguð. En á það myndu Bretar aldrei fallast. Chamberlain og kona hans á götu í London með gasgrímur um öxl. Of mikið f ramleitt af kartðflum ílandinu? deysimikfiar Mrgðir erss tf I í !and« Isbix, sem ekkl er iaœgt að selja. —-----«------ Eina ráðið til að auka neyzluna, er að lækka verðið á þessari nauðsynjavoru. Breíar neita krifn Mmanna nm að skila íinianim. KHÖFN í morgun. FÚ. Enska stjórnin hefir þverneit- að að verða við tilmælum Norð- manna um það, að skilað verði aftur til Noregs föngum þeim, 'er Bretar tóku úr „Altmark“. Utanríkismálaráðherra Breta hefir lýst yfir því sem ófrávíkj- anlegri skoðun Bretastjórnar, að „Altmark“ hafi verið í þjón- ustu þýzka hersins, vopnað. og þar af leiðandi orðið að teljast herskip. Utaríkismálaráðherra Norð- manna heldur því hins vegar fram, að hafi „Altmark“ verið herskip, þá hafi það ekki verið rannsóknarskylt og Norðmenn hafi því engar rannsóknir gert í skipinu eins og haldið sé fram af Englendingum og hafi því verið ókunnugt um hina ensku fanga. En jafnvel þó svo hefði verið, hafi Englendingar ekki haft neinn rétt til að ráðast á skipið þar sem það var að fanga- flutningum innan norskrar landhelgi. frá. Líkt veður var í Grindavík og Keflavík. Enn hefir ekki frézt um að ofviðrið hafi valdið verulegu tjóni á húsum og mannvirkjum. Frost er hins vegar ekki mikið, 1—5 stig á Reykjanesskag- anum og í Árnessýslu. Um Norðurland er skafhríð og 6—7 stig* frost, Mstaða Noiegs ósMljaa- ieg, segir Cbamberiaio. Chamberlain endurtók ummæli Koht um stöðvun „Altmark" fyrir utan Þrándheimsfjörð og fyrir lutan Bergen og að skoðun í /skip- inu hefði ekki farið fram þar. Það hefði verið látið nægja að skoða skipsskjölin, og hið síð- félbát frá Reykjavib vantar í Saedgerði. "STÉLBÁTINN „Kristján“ • héðan úr Reykjavík. sem stundar róðra frá Sandgerði, hefir nú vantað í 2 Vz sólarhring. Frh. á 4. síðu. mark“ neitaði skoðun, var látið þar við sitja. Þessi ummæli gerðu afstöðu Noregs enn óskiljanlegri, sagði Chamberlain, þar sem búast mátti við, að stjórnin léti skoðun fara fram. þá hafi það verið tekið sem gilt, að skipstjórinn á „Aitmark" afsakaði sig með því einu, að hann hefði ekki þekkt gildandi reglUr, er hann hafði brotið lög og fyrirmæli og notað loftskeyta- íækí í norskri landhelgi. Þá vék Chamberlain að því, að Bretar hefðu boðið að fara með „Altmark" til Bergen til skoðun- ar, og væru nprskir varðmenn á skipinu, eigi síður en brezkir, og er því var hafnað, stóð til boða, að sjóliðar af norskum fallbyssu- bát færu með brezku sjóliðunum 'út í „Altmark". Ekki að eins einu sinni, heldur 3—4 sinnum, hefðu Norðmenn þannig haft tækifæri til skoðunar. Og ef Bretar hefðu ekki gripið til sinna ráða, hefði „Altmark“ verið leyft að flytja brezku fangana til Þýzkalands. Chamherlain lét í ljós aðdáun sína á því, hvemig brezku sjólið- amir björguðu 299 brezkum sjó- rnönnúm, sem höfðu veríð í haldi við illan aðbúnað í meira en 3 mánuði. Chamberlain kvað ríkis- stjómina enn ekki hafa fengið allar skýrðlur varðandi þetta mál, en hann væri þess fullviss, að allur þingheimur væri glaður yfir, að hinum brezku sjómönnum hefði verið bjargað, og hann þakkaði brezka floíanum og ósk- aði honum til hamingju með unnið starf. Norrænu félögin í Danmörku og Svíþjóð hafa á- kveðið að halda Finnlandsdag til fjáröflunar 28. þ. m. (FÚ.). Rakamsveinafélag Reykjavíkur var tekið inn í Alþýðusamhand íslands á fundi stjómar sam- bandsins í fyrrakvöld. Leikfélagið sýnir Fjalla-Eyvind annað kvöld kl. 8, AÐ hefir heyrzt að í ráði sé að hækka verðlag á kartöflum núna um mánaða- mótin og jafnframt hefir heyrst að kartöflur séu nú miklu hærri en þær voru á sama tíma í fyrra. Sannleikurinn er sá, að í jan- úarmánuði var kartöflupokinn 50 aurum hærri en í fyrrá, en nú er sama verð á kartöflum og í fyrra. Engin ákvörðun hefir enn verið tekin um það að hækka kartöflurnar í verði um næstu mánaðamót, eins og þó hafði verið talað um, þegar þær voru hækkaðar síðast. Hins vegar eru kartöflurnar nú orðnar allmikið vandamál fyrir þá, sem eiga að koma framleiðslunni út til almenn- ings og halda verðinu uppi. Framleiðslan var í sumar sem leið meiri en nokkru sinni áður, eða 120—130 þúsund tunnur. Meðalneyzla á mann af kartöfl- um hefir verið undanfarin ár Um 50 kg. En til þess að við gætum torgað allri framleiðslu okkar, yrði neyzlan að aukast upp í um 80 kg. að meðaltali á mann. Nú hefir þetta ekki átt sér stað undanfarið. Að því er virð- Xst hefir neyzlan ekki aukizt og hggja Því fyrir geysimiklar birgðir. Hér er því að gera vart við sig vandamál, sem hin mikla framleiðsla skapar. Vitanlega þarf að auka neyzl- una eins og mögulegt er, en það verður vitanlega ekki gert nema með því að verði á kart- öflum sé stillt í hóf, Það er vit- anlegt að margir menn eru svo stæðir um þessar mundir, að þeir geta ekki einu sinni keypt Frh. á 4. sfóu. W OSNINGAR í nefndir fóru fram á alþingi í gær í sameinuðu þingi og í báðum deildum. Það, sem vekur mesta athygli í sambandi við þessar nefndar- kosningar er það, að þeir tveir menn, sem stóðu fyrir hinum ein- kennilegu vinnubrögðum fjár- veitinganefndar síðasta þings og voru aðalhöfundar hins svokall- aða „höggormsfrumvarps", þeir Jðnas Jónsson og Jón Pálmason, voru hvorugur kosnir í fjárveit- inganefndina að þessu sinni. . Nefndarkosningarnar fóru þannig: SAMEINAÐ ÞING Fjárveltinganefnd: Emil Jóns- son (A.), Pjetur Ottesen, Þorst. Þorsteinssion, Sigurður Hlíðar, Sigurður Kristjinsson (S.), B*rn- Sbaðabétamál 6t af hanðtðko togara. IMORGUN var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í málinu Lárus Fjeidsted f. h. eiganda og skipshafnar b/v St. Malo gegn fjármálaráðherra vegna ríkis- sjóðs, <en mál þetta var höfðað til greiðslu skaðabóta vegna handtöku togara. Málavextir eru þeir, að varð- skipið „Óðinn“ tók togarann St. Malo fyrir meint landhelgisbrot undan Pétursey 5. júlí 1929 og fór með hann til Reykjavíkur. Kærði skipherrann togaraskip- stjórann fyrir lögreglurétti. Fóru þar fram yfirheyrslur og að þeim loknum var höfðað mál gegn togaraskipstjóranum með þeim úrslitum, að hann var dæmdur í 12 500 kr. sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt. Hinn kærði skipstjóri hélt því hins vegar fram, að hann væri sýkn saka og hefði ekki verið að veiðum í landhelgi. Dómi lögregluréttar var skot- ið til Hæstaréttar, sem komst að þeirri niðurstöðu, að ekki værx örugg sönnun fengin fyrir því, að kærði hafi í umrætt skipti verið að botnvörpuveiðum í landhelgi. Endurgreiddi svo ríkissjóður eigendum togarans sektarféð og andvirði aflans. Mál það, sem hér um ræðir, var höfðað f. h. eigenda og skips hafnar togarans gegn ríkissjóði út af handtöku skipsins og af- leiðingum hennar og tjóni því, er stefnandi telur sig hafa orðið fyrir vegna þessara atburða. Sýknaði undirréttur ríkissjóð af kröfum stefnanda að öðru leyti en því, að hann greiði stefnanda 5% ársvexti af kr. 14.953.00 frá 9. júlí 1929 til 30. nóv. 1931. Hæstiréttur staðfesti dóminn. harð Stefánsson, Bjarni Bjarna- son, Helgi Jónasson, Páll Her- mannsson (F.). Utanrikismálanefnd: Ásgeir Ás- geirsson (A.), Thor Thors, Jó- hann Jósefsson, Garðar Þorsteíns- son (S.), Bergur Jónsson, Bjami Ásgeirsson, Jónas Jónsson (F.). Varamenn: Haraldur Guð- mundsson, Magnús Jónsson, 01- afur Thors, Bjarni Snæbjörnsson, G'ísli Guðmundsson, Páll Zophó- níasson, Pálmi Hannesson. Allsherjamefnd: Finnur Jóns- son (A.)„ Magnús Jónsson, Árni Jónsson (S.), Þorsteinn Briem (B.), Einar Árnason, Jömndur Brynjólfsson, Páll Zophóníasson (F,). NEÐRI DEILD FJfirhagsnefnd: Ásgeii Asgairs- Erh. á 4. ffóu. ára sinni, er skipstjórinn á Alt- Fárviðrí með geysiíepl snjó- koia ni vestanvert Soðirland. •—;-- +------- SnlókosnaEfi snmstffiöar meiri en I margga undanfffirna áratugi. ■ ■' *------ Ekki fært miili húsa í Vestmannaeyj- um9 Sandgerði og á Eyrarhakka. -------«-----— FÁRVIÐRI hefir gengið yfir Reykjanesskagann, Vest- mannaeyjar og Árnessýslu undanfarna þrjá sólar- hringa. í Vestmannaeyjum var í nótt fárviðri eða um 12 vindstig og snjókoma afarmikil. Á Eyrarbakka og Stokks- eyri og upp um Árnessýslu hefir verið aftakaveður og snjókoma svo mikil, að menn muna ekki annað eins á síðustu áratugum. Hefir snjókoman verið svo mikil, að skaflar eru mannliáir á götuxn og nema víða við húsaþök. Ófært var milli húsa á Eyrarbakka í morgun. Sama veður hefir verið í Sandgerði. Þar nema skaflar einnig við húsaþök og í morgun var engum manni fært húsa í milli. Sá landssímastöðin í Sandgerði sér til dæmis alls ekki fært að senda eftir manni, sem átti heima skammt Nefndakosningar á alþingi: AðaíitðMar hðgoornsiiis hsrfiir nr fjárveitinganetnd

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.