Alþýðublaðið - 22.02.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.02.1940, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBR. 1940. 1) Einu sinni var lítil stúlka. falleg og yndisleg, en á sumrin varð hún alltaf að ganga berfætt. því að hún var fátæk. 2) Og á vetr- um gekk hún á stórum tréskóm og fæturnir á henni voru rauðir og bólgnir. Gamall hyltingarmaö- ur gerir npp wið Stalin. 3) í miðju þorpinu bjó gömul kona, sem bjó til skó. Og hún saumaði ofurlitla skó úr rauðu efni, og þessa skó átti litla stúlkan að fá. Litla stúlkan hét Karen. Póstferðir 23. febr. 1940. Frá Reykjavík: Mosfellssvcitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Hafnarfjör'ður, Snæfel Isnesspós tur, Breiðaf jarð- arpóstur, Rangárvallasýslupóstur, Vestur- og Austur-Skaftafells- sýslupóstur, Akranes, Borgames. — Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Hafnarf jörður, 4) Daginn, sem móðir hennar var grafin, fékk hún rauðu skóna og fór í þá. Það var nú reyndar ekki sorgarlitur, en hún átti ekki aðra skó, og svo gekk hún berfætt í skónum. Snæfellsnesspóstur, Breiðafjarð- arpóstur, Borgarnes. Trúlofun. Síðast liðinn laugardag opin- beruðu trúlofun sína. . Guðrún Eggertsdóttir, Njálsgötu 33 B, og Sigdór Heigason, Hverfisgötu 100 B. ITtbreiðið Alþýðublaðið! HNN þekkti, gamli, rúss- neski byltingarmaður, Charles Rappoport, sem þangað til fyrir fáum árum var með- * limur franska kommúnista- flokksins, hefir í bréfi til rit- stjóra enska blaðsins „Manches- ter Guardian“ fordæmt pólitík Stalins með hörðustu orðum. Þessi hvassa gagnrýni er því meira virði sem hún kemur frá manni, sem var þekktur innan verkalýðshreyfingarinnar löngu áður en nokkur vissi, hver Sta- lin var. Bréfið er svohljóðandi: ,,í fimmtíu ár, frá því árið 1883, hefi ég háð óeigingjarna baráttu fyrir sósíalismanum, á- samt mönnum eins og Lavroff, George Plekhanoff, Lenin og Karl Kautsky. Ég hjálpaði til að stofna rússneska bylting- arflokkinn, sem var í meiri- hluta á stjórnlagaþinginu árið 1917, og ég mótmælti því opin- berlega, að það væri leyst upp. Ég hjálpaði einnig til þess að koma fótunum undir franska kommúnistaflokkinn, sem ég vildi að væri óháður, og sem meðlimur miðstjórnar hans hafnaði ég fjárhagslegum stuðn- ingi frá Moskva, og getur fyrr- verandi ráðherra, herra Fross- ard, borið vitni um það með mér. Allt þettá mun ef til vill veita mér rétt til þess að segja við herra Stalin: — Þér eruð svikari. við friðinn, mannkynið, Rússland, sósíalismann og kom- múnismann. Allt mannkynið vænti af yður, að þér stydduð að friði gegn Hitler, sem í bók sinni „Mein Kampf“ sagðí úneð ljósum orðum menningönni stríð á hendur 1 nafni villifnann- legrar kynþáttakenningar. í stað þess að vinna að friði gegn Hitler hafið þér lagt út í styrj- öld með honum. Og ekki nóg með það. Þér hröðuðuð yður til árásar á þjóð, sem hefir í hund- rað ár verið píslarvottur sög- unnar, við hlið hins opinbera illræðismanns, sem ógnar heim- inum með eyðiléggingu. Herrá Stalin, ég þarf ekki að nota sterk orð um yður. í millj- ónum eintaka af blöðum yðar, sem ekki birta eitt orð án yðar leyfis, beint eða óbeint (upplög þeirra eru 38 milljónir eintaka á dag), hafið þér lýst Hitler og stjórn hans sem „þorpurum“, „villimönnum“. „brennuvörg- um“ og „friðarspillum". Þér hafið dregið öll borgaraleg ríki og herrana Chamberlain og Bonnet eftir sorpræsinu vegna þess, að þeir sömdu við þessa „þorpara“, og þetta hafið þér gert um mörg ár. Nú þurfum við ekki annað en að setja nafn Stalins í stað Hitlers, svo að Sta- lin dæmi Stalin. Þér svívirðið rússnesku þjóð- ina (eða þjóðirnar, sem byggja Rússland, og þér gerið kröfu til að kalli yður .,föður“), svo fram- arlega sem nokkur harðstjóri með voldugan her að baki getur svívirt þjóð, sem er vopnlaus og' bundin á höndum og fótum. Geri maður ráð fyrir því bezta, að lokatakmark yðar hafi verið að vinna gagn hinni sósíalist- isku byltingu, þá hafið þér ekki einasta framið hinn óheyrileg- asta glæp, heldur einnig gert stórkostlega skyssu. Ef þér hefð uð hindrað heimstyrjöld með því að styðja vesturveldin, hefð- uð þér varpað hinum mesta ljóma yfir kommúnismann. í þess stað hafið þér kallað yfir kommúnismann fyrirlitningu og fordæmingu allra þjóða. En það er nóg að þekkja for- tíð yðar til þess að varpa frá sér öllum vonum um góðan til- gang yðar. Sannleikurinn er sá, að á síðari árum hafið þér ein- beitt kröftum yðar í þágu heimsveldisstefnu, sem jafnvel varpar skugga á heimsveldis- stefnu zarsins. Bráðum munuð þér svíkja Tyrkland og krefjast Konstantinopel og sundanna, eins og á tímum zarsins. Sem rauður soldán haíið þér drepið alla keppinauta yðar, alla hina miklu upphafsmenn októberbyltingarinnar 1917. Þér hafið kvalið, rekið úr landi og strádrepið samstarfsmenn Len- ins, sem að lokum fordæmdu stefnu yðar og neituðu að heilsa yður. Þér eruð ataður blóði milljóna bænda, sósíalista og lýðræðissinna. Þér eruð hæfi- legur félagi Hitlers. Stefnu, sem byggist á ógur- iegustu glæpum, er aðeins hægt að viðhalda með glæp. Enginn heiðarlegur maður getur verið sökunautur yðar, ekki einu sinni með þögninni. Rússneska þjóðin öðlast ekki heiður sinn og hamingju aftur, fyrr en hún hefir rekið yður og klíku yðar frá völdum. Charles Rappoport.“ 5) Þá bar þar að stóran, gamlan vagn, og í vagninum sat stór, gömul kona. Hún leit á litlu stúlkuna og kenndi í brjósti um hana, og hún sagði við prestinn: — Fáið mér litlu stúlkuna, og ég skal vera góð við hana. Orðsending til kaupenda át um iand. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. Skfðafæriö Buxur, Feysiai*, Legghlífar, Baikpok&irs Kufidaháfor. Flesf á gaenla lág^ werHÍMu. VefmaðarwÍírsMetM. er komið. Blússnr, Weflfingar, Mestisftisfenr, Swefnpokar, liulaerU m BenediktBlöndai á Halionsstað. WT Ú er rétt ár libið frá því að Benedikt Blöndal, kennari á Hallormsstað, var til moldar borinn. HiS sviplega fráfall hans mun mörgum Austfirðingum og öðr- úm, er þekktu hann, enn í fersku minni. Er hann var dáinn, kom gleggst í Ijós, að horfinn var góður og mætur maður. Sú ríka samúð, er hann jafnan sýndi samferðamönnum sínum, var nú af þeim goldin minningu hans í sömu mynt, er birtist á margvíslegan hátt, en öll varð ástvinum hans hin bezta huggun og hjálp. Brátt kom,u í ljós óskir manna og vilji til að geyma nafn þessa vinsæla manns í sögu Austur- lands, því þegar eftir útför hans gengust samstarfsmenn hans í Búnaðarsambandi Austurlands og Kaupfélagi Héraðsbúa fyrir því, að hafinn var undirbúningur að fjársöfnun á Austurlandi í því skyni. Vakti fyrir sumum, að reist yrði minnismerki mn hann, en minningarsjóður fyrir öðrum. Árangur þessarar fjársöfnunar varð sá, að þessi félög hafa ,safn- að og lagt frarn nokkurt fé, er beint er í ákveðna átt, og verður 'stofnfé í mmningarsjóð um Bene- dikt Blöndal. Almenn samskot hafa aftur á móti ekki verið hafín ennþá nema á litlu svæði. Nú hafa þó nokkrir vinir hins látna ekki viljað sleppa hug- myndinni um minnismerki uro hann. Var því á síðast liðnu sumri stofnaður annar sjóður og sam- tímis ákveðið að verja skyldi fé því, er inn kæmi í þann sjóð, til byggingar kapellu við Hallonns- staðarskóJa. Skyldi kapellan vera minnismerkið. Nú er þessum sömu mönnum kunnugt, að nemendur Benedikts Blöndal og ýmsa aðra vini hans víðs vegar um landið hefir lang- að til að gefa einhverja gjöf til minningar um hann. Er þeim nú gefinn kostur á þessu með stofn- un kapellusjóðsins, sem nú þegar er hálft fjórða þúsund krónur. Er hann ávaxtaðtur í innlánsdeild Kaupféiags Héraðsbúa á Reyðar- firði. Ef .einhverjir fyndu hvöt hjá sér til að gangast fyrir samskot- lum í nágrenni sínu, mundi það heppilegt. Kanpfélag Héraðsbúa veitir móttöku samskotum til kapellusjóðsins, svo og undir- ritúð. * Einhver hinna mörgu, er rituðu eftirmæli um Benedikt Blöndal, komst svo að orði, að skólinn á Hallormsstað mundi bafa verið óskabarn lians. Þessa var rétt til getíð. Fyrir enga stofnun, er hann vann við, haíði hann lagt jafn- 'mikið í söliurnar. Um enga stofn- Un hafði hann dreymt fegurri drauma. Suma þessa drauma sá hann ræíast. En aðra á minningin Um hann eftir að láta rætast. Einn þessara drauma var um kapellu við skólann. Þeir, sem þekkfu hann bezt, munu vel skilja þann draum. Þeim mun öllum kunnugt, að um ekkert var hann eins sannfærður og siöferðilegan fijgang lífsins og óendanleik þess. Fyrir engu bar hann eins mikia Frh. á 4. síðu. JOHNf DICKSON CARR: Btorððn í faxmyndasaínmn. 57. — Ég er hræddur um, ungfrú, að það verði ervitt, sagði Bencolin og brosti. — Þess vegna er sennilega bezt að senda gestina burtu, áður en þér hefjið rannsóknina, Durrand. En það verður að halda öllu þjónustufólkinu eftir. En ungfrú Prévost hlýtur að vera ennþá í herbergi nr. 18. Reynið nú að hraða yður. Durand kvaddi og benti fjórum af mönnum sínum að koma með sér. Þann fimmta setti hann í fordyrið, en sendi þann sjötta út á götu. Svo var þögn ofurlitla stund. Ég hallaði mér aftur á bak í stólnum og reyndi að hagræða mér. Ég dreypti á heitu kaffi og horfði á félaga mína. Mér var farið að líða sæmilega. Bencolin virtist vera í þungum þönkum og barði staf sínum í gólfið. Marie Augustin horfði á saumakörfuna sína fremur háðslega, eins og íiún hefði aldrei haft hana til annars en að villa mönnum sýn. Meðai okkar ríkti mikil eftirvænting. Ekkert heyrðist nema ganghljóðið í klukkunni. Þá varð ég allt í einu var við Augustin gamla. Gráa flón- elsskyrtan hans náði nærri því ofan að öxlum og gerði hann mjög skrýtinn útlits. Hann laut höfði og gráir skeggbroddarnir iðuðu. Hann var á sífelldu iði um herbergið í rauðum inni- skóm, sem voru honum alltof stórir, hann hélt á dökku sjali í hendinni. — Legðu þetta yfir herðarnar á þér, Marie, sagði hann og sagði hann hásum rómi. — Þú færð annars kvef. Hún virtist eiga bágt með að verjast hlátri. En hann var mjög alvárlegur. Hann lagði sjalið á herðar henni og hlúði a,ð henni. ITáðssvipurinn hvarf af henni. — Þetta er ágætt, faðir minn, sagði hún hlýlega. — En vilt þú ekki fara að hátta, faðir minn? — Þú vilt alltaf koma mér í rúmið, vina mín. En ég vil ekki fara 1 rúmið núna, ég ætla að vernda þig. Bencolin fór úr frakkanum, lagði hatt sinn og staf á borðið. tók fram stól og fékk sér sæti. Hann leit einkennilegu augna- ráði á Augustin og það vakti athygli mína. — Herra, sagði Bencolin. — Yður þykir mjög vænt um dóttur yður, er ekki svo? Hann talaði mjög hægt. En ungfrú Augustin reis upp og greip hönd föður síns. Það var hún, sem svaraði: — Hvað eigið þér við? — Auðvitað þykir mér það, hrópaði gamli maðurinn. Taktu ekki fast um hönd mína, góða mín, hún er bólgin. — Og það er sama, hvað hún kynni að aðhafast. Þér mynd- uð vernda hana, hvað sem á gengi? hélt leynilögreglumað- urinn áfram rólega. — Já, auðvitað, hvers vegna spyrjið þér? Bencolin lagði aftur augun og virtist vera í þungum þönk- um. Heimurinn er einkennilegur, sagði hann. — Stundum er ég að brjóta heilann um það, hvort allir menn í heiminum séu ekki gengnir af göflunum. Þeir haga sér að minnsta kosti stundum svo sem þeir séu ekki með fullu viti . . . Hann þagnaði skyndilega og strauk hönd yfir gagnaugað. Marie lét ekki koma sér úr jafnvægi, en sagði rólega: — Ég veit ekki við hvað þér eigið, herra minn. En mér þætti ekki ósennilegt, að þér hefðuð eitthvað þarfara að gera en að sitja hér og velta því fyrir yður, hversu „heimurinn er einkennilegur“. Hlutverk yðar er að handsama morðingja. Hann talaði í nærri því dapurlegum rómi. Bencolin starði á tærnar á sér stundarkorn. Svo sagði hann: — Við vitum, hvað fyrst bar við í þessu máli. Við vitum, að Odette Duchéne var lokkuð til þessa lastabælis, og við vitum, hver það var, sem lokkaði hana. Við vitum enn frem- ur, að hún datt út um glugann og að Galant stakk hana til bana, er hann komst að raun um, að fallið hafði ekki riðið henni að fullu. En hver er hinn hræðilegi morðingi? Hver var það, sem stakk ungfrú Martel og Galant, ungfrú Augustin? — Ég veit það ekki. Það er í yðar verkahring en ekki mín- um að upplýsa morðmál. Ég hefi sagt herra Marle, að ég álíti, að það hafi verið kona. — Og hver.var ástæðan? Ungfrúin bandaði frá sér með óþolinmæði. — Það er ber- sýnilegt. Sjáið þér ekki, að morðið er framið í hefndarskyni? — Það var hefnd, sagði Bencolin, — en mjög einkennileg hefnd. Ég veit ekki, hvort þið skiljið það, og veit ekki einu sinni, hvort ég skil það sjáll'ur. Þetta er hinn furðulegasti glæpur. Þér skýrið lykilþjófnaðinn á þann hátt, að stúlkan, sem var að hefna moðrsins á Odette Duchéne með því að myrða Claudine Martel, hafi þurft að nota lykilinn til þess að kom- ast inn í lastabælið. Einmitt það. Það var drepið á dyr og allir hrukku við. — Kom inn, sagði leynilögreglumaðurinn. — Ó, gott kvöld, liðsforingi! Þér þekkið víst alla, sem hér eru viðstaddir, er ekki svo? Chaumont gekk inn í herbergið. Hann var mjög fölur, en bar sig þó vel. Hann hneigði sig fyrir samkundunni, leit

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.