Alþýðublaðið - 23.02.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.02.1940, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 23. FEBR. 1940. ALÞÝÐUBLAÐIf* RAUÐU SKÓRNIR. 6) Og Karen hélt, að þetta væri einungis vegna rauðu skónna, en gamla konan sagði, að þeir væru hræðilegir, og þeim var brennt. 7) En Karen var klædd í hrein og fal- leg föt. Hún varð að læra að lesa, sauma — og menn sögðu, að hún væri lagleg, en spegillinn sagði: — Þú er miklu meira en lagleg, þú ert falleg. 8) Þá ferðaðist drottningin einu sinni urn landið, og hún hafði litlu dóttur sína með sér og það var prinsessa og fólk flykktist að, til þess að sjá, og þar var Karen litla með. 9) Og litla prinsessán stóð í fal- legu fötunum sínum úti við glugga og lofaði fólki að horfa á sig. Hún hafði hvorki slóða né gullkórónu, en hún hafði fallega rauða skó á fótunum. Þeir voru öðruvísi en rauðu skórnir, sem Karen litla hafði átt. M ■ 91 i 10) Nú var Karen orðin svo gömul, að það átti að ferma hana. Hún fékk ný föt og nýja skó. Ríki skósmiðurinn í borginni tók mál af fótum hennar. Það var heima hjá honum. §|||| íi '/ / c * *’/i* f ik: iMS fs= 11) Og þar voru stór- ir glei/skápar íullir af fallegum skóm. Gjafir til Slysavarnafél. Islands. Frá konu á Akranesi 100 kr. Ónefndur 5 kr. D. K. 5 kr. Sal- björg Jóhannesd ó Uir, Skógum, 10 kr. ónefndur 1 kr. Snorri Hali- dórsson, Breiðabólsstað, 10 kr. Álfheiður Þorsteinsdóttir, Kirkju- bæjarklaustri,- 5 kr. Jakob Þor- varðarson, Teyinigalæk, 3 kr. Jón Eixíksson, Fossi, 2 kr. Gjafir úr Borgarhreppi 11 kr. Kvenfélagið 'Einingin, Bórgarfirði Eystra, 100 kr- Kærar þakkir. J. E. B. Gjafir í rekstrarsjóð björgunar- skipsins Sæbjörg. Frá ónefndri konu, áheit, kr. 5. Ólafur Jónsson, Hafnarfirði kr, 5. Slysavarnadeildin „Keil- ir“. Vatnsleysuströnd kr. 80. Veiðarfæragerð ísl. kr. 1000. Bjarnleifur Jónsson, Klappar- stíg 20 kr. 3,75. Vígmundur Pálsson og frú, Efra;Hvoii; Mos- fellssveit kr. 5. Sveinn Árnason og fjölskylda, Álafossi kr. 5. Eg- ill Sigurðsson, Álafossi kr. 5. Björn Birnir, Grafarholti kr. 10. Steingrímur Jónsson, Týsgötu 4 B kr. 10. Heimilisfólkið í Vatns- skarðshólum, Dyrhólahreppi kr. 15. Slysavarnasveit Lágafells- sóknar. Mosfellssveit kr. 100. M.s. „Gunnvör“, Siglufirði kr. 100. H. J. kr. 35. Safnað af Kvennadeild Slysavarnafélags- ins á Akureyri kr. 120. Safnað af Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins í Ólafsfirði kr. 470. Kvenfélagið „Gleym mér ei“, Flatey, Breiðafirði kr. 100. Sam- skot frá Flatey á Breiðafirði kr. 173. Kvennadeild Slýsavarnafé- lagsins á Norðfirði kr 300. Frá Gunnu kr. 30. — Beztu þakkir. J. E. B. UMRÆÐUEFNI DAGSINS. Stúlkurnar í veitingahúsun- um. Hvernig er afstaða gest- anna til þeirra. Hvað vita þeir um kjör þeirra- Vinna þeirra er illa launuð, erfið og hættuleg heilsu þeirra. Goðasvör atvinnurekenda. Helgi Hjörvar og barnatím- arnir. Ósannindin um gler- augu útvarpsráðsins. Hvern- ig eiga barnatímarnir að vera. Innlendu fréttirnar og útvarpið. Símaskráin og efn- ið, sem liggur á hafnarbakk- anum. Fátækraframfærið í Reykjavík. —o— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— STÚLKURNAR í veitingahús- unum eru nú allt í einu komnar á hvers manns varir. Hvað veldur þessu? Við erum ekki vanir því, sem höfum einhverntíma sótt kaffihúsin hér í bænum að helga frammistöðustúlkunum eða stúlk- unum í éldhúsunum mikið af hin- um dýrmæta tíma okkar. Við tök- um þakksamlega við bollanum úr hendi hennar, borgum henni með hálfgerðri ólund og rétt lítum á hana um leið. Þar með er áhugan- um fyrir þessum stúlkum lokið hjá okkur. OKKUR HEFIR EKKI komið það nokkurn skapaðan hlut við, hvernig stúlkan kæmist af. Hvað varðar okkur um kjör þessara stúlkna? Við heimtum aðeins að hún sé hreinleg, við hugsum ekkert um það, að hún þurfi að kosta þvottana á vinnusloppunum sín- um af allt of litlu kaupi. Við heimt- um að hún sé glaðleg, og framar öllu eldfljót. Við hugsum ekki ekki nokkurn skapaðan hlut um það, að hún kunni að vera þreytt, að hún hafi ef til vill gengið fram og aft- ur um þetta gólf með þunga bakka í annarri hendinni í 11 klukku- stundir. HVENÆR DETTUR okkur það í hug, þegar við erum að skemmta okkur seint á kvöldum eða að nóttu til í veitingahúsum, að nú er frammistöðustúlkan að vinna yfirvinnu, bæta 5—6 klukkustunda vinnu ofan á 11 stunda vinnu. Við heimtum að hún sé fljót og ,ef við erum svo alþýðlegir, að skjóta að henni glettnisyrði og hún tekur því ekki með flýrubrosi, þá verð- um við öskuvondir. Hvenær dettur okkur það í hug, að vinna stúlkn- anna í veitingahúsunum sé hættu- leg og að margar stúlkur, sem þessa vinnu stunda um lengri tíma beri minjar hennar alla ævi? — Stúlkurnar eiga að koma myndar- lega fram í veitingahúsunum. Þær rnega ekki bera bakkann, hversu þungur, sem hann er, framan á maganum með báðum höndum. Þær veröa alltaf og alla tíð að bera hann á annarri hendinni — Þetta gerir það að verkum, að margar þessara stúlkna fá hrygg- skeggju, sem erfitt er að losna við og getur skapað ýmsa aðra sjúk- dóma, suma hættulega. UNDANFARNA DAGA hefir verið nokkur mikið rætt um kjör þessara stúlkna. Atvinnurekendur vildi ekki semja við stúlkurnar, af því að þær væru fyllilega ánægðar með kjör sín. Þetta þekkjum við. Það er alveg eins og atvinnurek- endur hafi sérstaka formúlu fyrir hverjum atburði. Eða halda menn, að sá starfsmaður sé ánægður með kjör sín, sem fær svo lítil laun fyrir langa og erfiða vinnu, að hann getur ekki liíað á þeim? „HELGI HJÖRVAR flutti skemmtileg erindi í tveimur síð- ustu barnatímunum“. skrifar J. J. mér í gær. „Ferðasagan, sem hann las, var prýðileg og mátuleg æf- intýrarík og söguleg til þess að vekja tilfinningar og hugmynda- flug ungu hlustendanna. Hjörvar bar upp nokkrar spurningar, sem hann bað ungu hlustendurna að svara og verður gaman að kynnast því síðar í útvarpinu, hvernig svör- in verða, því að þar hygg ég að muni kenna margra grasa.” „ÉG VIL svara þeirri spurningu hvað ég vilji helzt að hverfi úr barnatímunum. Ég vil að allt það, sem er ósatt, hverfi algerlega, allt það, sem börnin síðar meir komast að raun um að geti ekki hafa átt sér stað, má ekki flytja þeim, — hvorki í bókum, í útvarpi eða á annan hátt, því að það er stór- skaðlegt. Þess vegna verð ég að finna að því að lokum við Helga minn Hjörvar, að hann skyldi ljúka síðasta barnatíma með ósann- indunum um gleraugun, sem þeir hefðu uppi í útvarpsráði og sæju með meira en venjulegt er að sjá með eigin augum eða nokkrum gleraugum hversu góð, sem þau annars kunna að vera.” ÞÁ ER MÉR skrifað þetta bréf: „Fréttirnar í útvarpinu, það er að segja innlendu fréttirnar, eru gjörsamlega orðnar óþolandi. Of-t- ást nær eru þær ekkert annað en afmælistilkynningar ýmissa sveita- bænda, og þó að það sé eflaust þakklátt meðal þessara afmælis- barna að geta þeirra í útvarpinu, þá má óefað fullyrða það, að þess- ar fréttir, ef fréttir skyldi kalla, eru til sárra leiðinda fyrir 99% af öllum útvarpshlustendum. fs- lenzka útvarpið hefir í þessu efni algera sérstöðu meðal útvarpsfyr- irtækja um allan heim og ég full- yrði, að allsstaðar erlendis yrði þeim fréttastjóra, sem tæki upp slíka fréttamennsku, álitinn geggj- aður og vera tafarlaust settur af.” KUNNUGUR skrifar mér: „Mig furðaði eigi alllítið á svörum þeim, sem landssímastjóri gaf þér, er þú spurðir hann um það, hvers vegna símaskráin er enn ekki kom in út. Efni það, sem landssíma- stjóri talar um, hefir nú legið á hafnarbakkanum síðan fyrir jól. Mér er sagt, að gjaldeyrisnefnd hafi ekki viljað yfirfæra peninga fyrir landssímann og að það sé aðalatriði málsins. En hvernig er það, hefir landssíminn ekki alltaf ráð á nægum gjaldeyri fyrir sig? Það hélt ég.‘” ÁRNÝ skrifar mér á þessa leið og er bitur: „Reykjavík er höfuð- staður íslands. Hún er í vissum skilningi höfuð þess og hugsana- bú. Hún stælckar og víkkar með ári hverju og er því talin fögur fram- fáraborg. Enda verður því ekki neitað. Reykjavík er framfaraborg fljótt á litið. Og hún er líka fög- ur að því leyti, sem útvegsbónd- inn í Grindavík sá hana árið 1938. Hann orti þá kvæðið: „Ástaróður til Reykjavkur“ og birti það í Morgunblaðinu 25. okt. Höf. þessa, kvæðis sér Reykjavík aðeins á yf- irborðinu: Fjallahringinn, sólarlag- ið og sjóhlaðna knerri o. s. frv. En hvernig er þá mannúðin og bræðra þelið, þegar litið er á Reykjavík innan brjóstveggjanna?" „VEGNA STRfÐSINS nú, er þegar orðin ógurleg og almenn dýrtíð. Fátækt fólk í Reykjavík hcfir engin ráð á að kaupa það, sem hver dagur heimtar. Fátækra- stjórnin, sem er lagalega skyld að sjá um þetta fólk, neitar að taka tillit til dýrtíðarinnar með því að auka kaupgetu þess. Og ekki mun ofsagt, að fátækt fólk í Reykjavík geti nú þegar sýnt merki þess á líkama sínum, að fátækrastjórnin ér nokkuð kaldrifjuð og kærulaus um líðun þess. Hvað skal eiginlega segja um þá menn, sem gera með ráðnum hug þær ráðstafanir um hag styrkþega, að þeir verði svangir og klæðlitlir, að hafast við í óhituðum húsum að vetrarlagi? Eg held, að þeir stjórnist af svip- aðri velvild sem Stalin nú sýnir Finnum. Munurinn bara sá, að Stalin drepur í einni svipan, en hér í Reykjavík ér ándlátsstundin dregin drjúgum meira á langinn.” Hannes á horninu. Lélegnr agi I rAssneska innrásarhernnm á Finnlandi Það hefir komið fyrir að Eússar hafa knúíð hermennina tii sóknar með þvi að raða vélbyssum upp fyrir aftan pá. Eftirfarandi grein um hinn slæma agfa í rússneska hem- um og hina ömurfegu hjúkr- un, sem hinir særðu, rúss- nesku hermenn eiga við ao .búa á finnsku vígstöövunum, er eftir fréttaritara blaðsins Social-Demokraten í Kaup- mannahöfn, sem dvelur nú í Helsingfors. ■ T1 IL VIÐBÓTAR hinu ögurlega mannfalli í liði Rússa fyrir norðan Ladogavatn kemur — að því er ég hefi fengið upplýsingar Um — hinn ótölulegi grúi her- manna, sem hafa særzt og orðið óvígir. Og örlög þessara vesa- linga eru hörmuleg. Jafnvel þótt Rússarnir flytji með sér tiltölulega góð hjúkrun- artæki, geta læknar þeir, er taka þátt í hemaðinum, ekki komizt yfir að stunda alla hina særðu hermenn ,og enn fremur gengur þeim illa að uppfylla hin nauð- synlegustu hreinlætisskilyrði, sem eru nauðsynleg þegar um sára- sjúklinga er að ræða. Það hefir fundist rússneskt sjúkraskýli, sem Rússar urðu að flýja frá, og finnskur læknir ,sem sá það, gef- íur á því hina skuggalegustu lýs- ingu. Jafnvel uppskurðarstofurn- ar vom ataðar storknuðu blóði og óhreinindum. Sum herbergin voru full af nöktum líkum, og umhverfis sjúkraskýlið lágu líkin' í hrönnum, en sárin, sem höfðu orðið hermönnunum að bana, vom svo lítilfjörleg, að bersýni- legt var, að hægt hefði verið að bjarga hermönnunum, ef hægt hefði verið að hjúkra þeím. Rúss- arnir hafa mikið af nútíma-lækn- ingatækjum og sáraumbúniaði, „én svona sjúkraskýli hefi ég aldrei séð,“ sagði finnski lækn- irinn. Ekkl feagnar bysiir fjr en t Tigvellinnn. Að umboðsmönnum konunún- istanna gengur illa að haída uppi aga í hernum er bersýnilegt á lýsingu þeirri, sem ukrainskur hermaður, sem tekinn var til fánga, hefir gefið. Hann skýrir frá því, að her- mönnunum sé raðað þannig nið- ur á vígstöðvunum, að ekki séu saman of margir frá sama stað. Ukrainemenn, sem berjast bæði við Ladoga og á Sallavígstöðv- unum, mega ekki bera vopn, fyrr en þeir eru komnir fram í sjálfa víglínuna. Þegar þeir ganga fram á vígstöðvarnar, eru þeir óvopn- aðir. En þegar þeir eru komnir (Frh. á 4. síðu.) JOHN DICKSON CARR; Morðin í vaxmpdasafnina. 53. snöggvast á bindið á enninu á mér og snéri sér því næst að Bencolin og horfði á hann spurnaraugum. — Ég leyfði mér að hringja til herra Chaumonts og biðja hann að koma hingað, eftir að ég hafði heyrt sögu þína, Jeff. Ég hélt, að hann væri kannske forvitinn. — Ég vona, að ég ónáði ekki, sagði Chaumont. — Þér virt- ust svo æstur í símanum. Hvað — hvað hefir komið fyrir? — Fáið yður sæti, vinur minn. Við hofum komizt að ýmsu mjög merkilegu. Hann var ekki ennþá farinn að líta á unga manninn, heldur starði á tærnar á sér. Hann talaði nú orðið mjög rólega og virtist ekkert liggja á. — Til dæmis höfum við komizt að raun um það, að ungfrú Claudine Martel og herra Galánt ollu dauða unnustu yðar, ungfrú Duchéne. — Gerið svo vel og sitjið rólegur ... Eftir langa þögn gat Chaumont loks komið upp orði: — Ég — ég er ekki æstur. Viljið þér gera svo vel og útskýra málið. Hann reikaði og fékk sér sæti á stóli og fingraði við hattinn sinn í einhverju vandræðafálmi. Bencolin hóf nú máls á ný og skýrði honum rólega og skilmerkilega frá því, sem gerzt hafði um nóttina. — Þannig sjáið þér, að herra Galant hefir haft yður grunaðan um morðin á ungrfú Martel. Er það svo? Bencolin varpaði fram þessari spurningu mjög kæruleysisl. Chaumont varð gersamlega orðlaus. Hann lagði hattinn sinn á borðið og greip báðum höndum fast um stólbríkurnar. Hann var gersamlega orðlaus. Hann reyndi að stama einhverju fram, öskugrár í andliti. Hann gat loks stamað fram sundurlausum orðum. — Ég — er — grunaður. Ég. Hamingjan góða. Horfið á mig. Sýnist yður ég vera þesslegur, að ég sé morðingi? Sýnist yður, að ég sé þesslegur, að ég stingi konur með hnífi í bakið? — Flægan, tautaði Bencolin. — Ég veit, að þér gerðuð það ekki. Glóandi kolamoli valt fram úr ofninum og ofan á gólf- ið. Mér var orðið hálf bimbult. Orð Chaumonts voru beitt eins og byssustingur. Mér fannst kaffið brenna í hálsinum á mér. — Þér lítið svo út, hreytti Marie Augustin út úr sér — sem þér vitið, hver hinn seki er. Og þér hafið tekið til greina öll þau atriði, sem nokkra þýðingu hafa haft í þessu máli. Bencolin hnyklaði brýrnar og varð fremur þungur á brún- ina. Hann sagði dálítið kuldalega: — O, ekki vil ég nú segja það. Það kann vel að vera, að mér hafi yfirsést í einhverju. Eitthvað var aðsigi, það var mér ljóst. Ég hafði það á vitundinni, enda þótt ég gæti ekki gert mér ljósa grein þess, hvað það væri. En ég sá, að æðarnar þrútnuðu á enni Ben- colins og það var síður en svo góðs viti. — Það var einn galli á þeirri skýringu yðar ungfrú Aug- ustin, að rnorðinginn hafi stolið lykli ungfrú Martels 1 því skyni, að komast inn í lastabælið, sagði leynilögreglumaður- inn — eða öllu heldur tveir gallar. Ungfrúin yppti öxlum. — Fyrst er það, kæra ungfrú, að þér getið enga grein gert yður fyrir því, hvers vegna morðinginn þurfti nauðsynlega að fara inn í klúbbinn, eftir að hann hafði myrt stúlkuna. .... Hinn gallinn er sá, að ég blátt áfram veit, að þér hafið-á röngu að standa. Hann stóð hægt á fætur. Öll hörfuðum við aftur á bak, enda þótt hann væri mjög rólegur. Hann virtist horfa út í loftið mjög fjarhuga. Ganghljóð klukkunnar heyrðist glöggt. — Segið hvað sem þér viljið um heimsku mína, ungfrú. En verið viss um það, að ég hefi ekki látið mitt eftir liggja í þessu máli. Og þó var það lengi vel þoku hulið fyrir mér. Það var ekki fyrr en seint 1 kvöld, að sannleikur blasti við mér. En það var ekki eingöngu mér að þakka, síður en svo. Morðinginn kom mér sjálfur á sporið. Og þetta er sá ein- kennilegasti glæpur, sem ég hefi komizt í kynni við. Hann er heimskingi! Allt í einu sá ég, að augu hans skutu gneistum. Hann hleypti í herðarnar. Ég horfði órólegur um- hverfis mig. Chaumont sat í stól sínum og hallaði sér aftur á bak. Marie Augustin laut fram og starði á Bencolin galoppnum augum. Hún greip fastar um arm föður síns. — Heimskingi, endurtók Bencolin. — Þú manst það, Jeff, að ég sagði þér í kvöld, að ég yrði að hitta skartgripasalann. Jæja, ég hefi gert það, það var þar, sem morðinginn lét gera við úrið sitt. ‘ — Hvaða úr?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.