Alþýðublaðið - 27.02.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.02.1940, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAOIÐ MHÐJUDAOUB T. FBBR. 19M 21) Nú fóru allir úr kirkjunni og gamla konan steig inn í bílinn sinn. Karen ætlaði að stíga inn í vagninn, en þá sagði gamli hermaðurinn: — En hvað þetta eru fallegir dansskór! Og Karen varð að stíga fáein dansspor. 22) Og þegar hún var byrjuð, þá gat hún ekki annað en haldið áfram. Það var eins og skómir hefðu fengið vald yf- ir henni. 23) Hún kom dansandi fyrir kirkjuhornið og ekillinn varð að hlaupa á eftir henni og grípa hana. 24) Og hann bar hana inn í vagninn. 25) En fæturnir hreyföust enn- þá eftir danstaktinum og hún sparkaði í gömlu konuna. Loks náðust skórnir af henni og þá kyrrðust fæturnir. Happdrættl Háskólans byrjar 7. starfsár sitt ----0»--- S©x fiyrsta árlii nam ágéðinn tæprl ©inni milljón Mréna. Happdrætti háskóla ÍSLANDS er nú að byrja hið sjöunda starfsár sitt. AHar þær vonir, sem tengdar voru við þessa starfsemi af þeim, sem forgöngu áttu fyrir henni, hafa ræst ágætlega. Það var stofnsett til þess að fá fé til að koma upp háskóla, og nú ter hann risinn upp fagur og tígu- legur á ágætum og tilkomu- miklum stað. Happdrættið hefir verið gróðafyrirtæki eins og til var ætlast, og það væri mjög rangt að halda því fram, að fénu hafi verið illa varið. Það hefði varla verið hægt að verja því betur. Okkar þjóð er ekki fjölmenn og því ekki von, að happdrætti okkar sé stórt eða tekjur þess nokkuð á borð við það, sem er hjá happdrættum annarra þjóða, en þátttakan í happdrætt- inu hefir verið ágæt, þó að sala miðanna hafi ekki verið svo mikil, að miðarnir hafi gengið út. Háskólnn hefir einkaleyfi til happdrættis hér á landi til 1. janúar 1944 og er nú komið fram á Alþingi frumvarp um að framlegja þetta einkaleyfi um 3 ár. í greinargerð fyrir þessu frumvarpi segir um afkomu happdrættisins og hlutverk þess: Síðan happdrættið byrjaði hafa miðar selst þannig: 1934 45080 fjórðungsmiðar. 1935 64968 —. 1936 67779 — 1937 67437 — 1938 *76064 — 1939 77200 — Hefir happdrættið á þessum árum gefið af sér alls 930000 kr.. þégar frá er dreginn ágóða- hluti atvinnudeildar háskólans (10%, ágóðinn 1939 er áætlað- ur). Má áætla, að það gefi á þeim 4 árum, sem eftir eru af einkaleyfistímanum, 650000 til 700000 kr., og er þá ágóðinn alls á einkaleyfistímanum um kr. 1580000 til 1630000 kr. Þessi fjárhæð hefði að sjálf- sögðu nægt til verksins, ef ekk- ert hefði breytzt frá því, sem var, þegar lögin voru sett. En nú er þess að gæta, að fyrst voru lagðar 200000 kr. í hús fyrir rannsóknarstofnun há- skólans, og svo hefir verðlag farið mjög mikið hækkandi. Eftir því sem næst verður komizt mun kostnaðurinn við hús og lóð verða um 2 millj. kr. Hefir byggingarnefnd háskól- ans þó komizt hjá stórkostlegri verðhækkun með því að herða á verkinu langt umfram það, sem tekjur hafa fengizt til. Er nú komið svo, að húsinu má Ijúka á þessum vetri og næsta sumri, ef nægilegt fé er hægt að fá. Er það fullkomin nauðsyn, því að vænta má geysilegrar hækkunar á öllum liðum. Háskólaráð býst við að geta aflað lánsfjár til þess að ljúka verkinu, ef full trygging er fyr- ir því, að tekjur happdrættisins SamtiykktirLandssamband ísienzkra ntvegsmanna. AAÐALFUNDI Landssam- bands íslenzbra útvegs- imanna, sem haldinn var Í Reykja- vík dagana 19.—22. febrúar 1940, vom auk venjulegra aðialfunidar- starfa samþykktar eftirfarandi á- lyktanir um landsmái o. fl. — Birtir Alþýðublaðið þessar sam- þykktir hér á eftir, án þess að taka að svo komnu nokkra af- stöðu til þeirra: I. GENGISMÁL: Fundurinn skorar á alþingi að gefa frjálsan innflutning á fiski- skipum og heimila útgerðar- mönnum að ráðstafa sjálfir, án nokkurrar íhlutunar banka >og gjaldeyrisnefndar, 10«/o af út- flutningsverðmæti afurða þeirra, til endurnýjunar og aukningar á fiskiskípaflota landsins. gangi til greiðslu lánanna, eða með öðrum orðum, ef leyfistím- inn er svo langur, að víst megi telja, að hann nægi til þess að greiða allan kostnað af verk- inu. Háskólaráð hefir því farið fram á. að fá nú þegar fram- lenging á einkaleyfistímanum, til þess að það geti sett allan kraft á að ljúka verkinu áður en í óefni er komið um verðlag. Auk þess er Alþingi orðin mjög mikil þörf á því. að há- skólinn fari úr alþingishúsinu, en það myndi hann gera næsta sumar, ef þessi framlenging verður nú veitt.“ Þátttakan í happdrættinu hefir svo að segja farið sífelt vaxandi síðan það tók til starfa. Hefir og fjöldi manna auðgast vel á þátttöku sinni. Almenningur vill freista hamingjunnar — og þegar hann gerir það í von um ágóða fyrir sjálfan sig og í vissunni um það, að þátttaka hans verður til að koma upp og starfrækja æðstu menntastofnun þjóðarinnar, þá er ekki nema gott eitt um það að segja. manna skorar á ríkisstjórn og al- þingi að haga þannig me'ðferð- Landssamband íslenzkra útvegs inni á gjaldeyrisverzl'uninni við „clearing‘‘-löndin, að útflytjendur fái ávallt andvirði útflutnings síns yfirfært á skráðu gengi þess tíma, sem yfirfærzla fer fram. Aðalfundur Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna skorar á gjaldeyrisnefnd að heimila út- vegsmönnum frjáls afnot af eigin gjaldeyri til kaupa á útgerðar- vönum. II. SÍLDARÚTVEGSMÁL: Landssamband útvegsmanna lítur svo á, að undanfarin ár hafi verið gert of mikið að því að kaupa bræðslusíld af erlend- um skipum. Skorar fundurinn því á ríkisstjómina að hlutast til um það viö síldarverksmiðjur landsins, að þær hafi samvinnu sin á milli um móttöku á bræðslusíldarafla íslenzkra skipa, sem tryggi það, að veiðimögu- leikar skipanna verði sem mestir, og sé stjórn Landssambands ísl. útvegsmanna höfð með í ráðum um slíka samvinnu. Landssamband íslenzkra útvegs manna skorar á stjóm sína að beita sér fyrir því við ríkisstjórn- ina, að hún hlutist til um, að landið sé jafnan byrgt af útgerö- arvörum, svo sem salti, kolum, olíu og veiðarfærum, og að inn- káup þessara vara fari fram með samkaupum útvegsmanna, eftir því sem við verður komið. Pundurinn felur stjórn sam- bandsins að vinna að því við Vinnuveitendafélag Islands, að lagður verði gmndvöllur að sanngjörnu hlutaskiptafyrirkomu- Iagi á fiskiskipum hvar sem er á landinu. Fundurinn skorar á stjóm Landssambands fslenzkra útvegs- manna að beita sér fyrir því við stjórnarvöld, að leyft verði að taka öll sJysatryggingargjöld af óskiptum afla, þar sem um hluta- skipti er að ræða. Fundurinn skorar á stjórn Landssambands íslenzkra útvegs- manna að vinna að því, að létt sé af útgerðinni skyldum til þess að kaupa og útfylla viðskiptabók fyrir hvem skipverja á fiskiskip- um, í hvert skipti sem lögskráð er á slripin, og að fá létt af út- gerðinni öðrum slíkum kostnaði, sem að engu gagni kemur. Fundurinn skorar á stjórn Landssambands íslenzkra útvegs- manria að gangast fyrir því, að hið óhóflega afnotagjiald af tai- stöðvum í bátum og skipum verði tafarlaust fært niður í kr. 50,00. Enn fremur að Ríkisútvarp- ið felli niður afnotagjald útvarps i fiskiskipum. Landssamband íslenzkra útvegs manna skorar á alþingi og ríkis- stjóm að hlutast til um að Út- vegsbanka íslards h.f. verðí út- vegað nægilegt starfsfé með svo góðum kjörum sem þarf til þess, að hann geti veitt reksurslán til útvegsins með sömu kjömm og Landsbanki Islands, enda styðji bankinn meira en verið hefir hagsmuni útvegsins. Varðandi starfsemi Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna var samþykkt eftirfarandi tillaga: Fundurinn felur stjóminní að ráða sem fyrst fastan starfsmann fyrir félagið, enda hafi það þá opna skrlfstofu hér f Reykjavík. I stjórn sambandsins vom kosnir: Kjartan Thors, Ásgrímur Sigfússon, Hafsteinn Bergþórs- son, Elías Þorsteinsson, Ásgeir Stefánsson, Sigurður Baldvinsson, Jón J. Fannberg, Sigurður Gunn- arsson og Þórður Einarsson. Jón Gíslason múrarameistari frá Reykjavík er um þessar mundir að láta rannsóknarstofu danska ríkisins rannsaka ein- angrunarhæíni nýs íslenzks byggingarefnis, sem hann ætlar að einkum muni koma að not- um við byggingar í sveitum. Gerir hann sér von um, að efni þetta reynist svo vel, að hægt verði að hefja framleiðslu þess 1 stórum stíl. (FÚ.) Brantings minnzt. Á laugardaginn voru 15 ár liðin frá því er sænski jafnað- armannaforinginn Hjalmar Branting dó. í því tilefni lögðu jafnaðarmenn kransa á gröf hans og var hans minnzt á margvíslegan annan hátt í Sví- þjóð í fyrradag. (FÚ.) Útbreiðið Alþýðublaðið! Lúðvig Guðmandsson: Stððuval imgmenna 1' SÍÐASTA hefti „Mennta- mála“, tímarits. sem Sam- band íslenzkra barnakennara gefur út, er greinarkorn, sem heitir: „Hvert beygist krókur- inn?“ Höfundur greinarinnar er Hannes J. Magnússon, kennari á Akureyri. Skýrir hann þar frá því, að fyrir nokkrum árum hafi spurningin: „Hverjum vilt þú helzt líkjast?“ verið lögð fyrir 406 nemendur í barnaskóla ein- um í Danmörku. „Þegar farið var að vinna úr svörunum,“ segir höf., „kom það í ljós, að langflest börnin vildu líkjast einhverjum þekktum nútíma- mönnum, körlum eða konum, og þó aðallega kvikmyndaleikur- um, söngvurum, sportmönnum o. s. frv., — m. ö. o. þessu fólki, sem flýtur ofan á yfirborðinu og vekur á sér athygli í hinu opin- bera lífi. ... Mjög fáir virtust nokkuð vera snortnir af mikil- mennum sögunnar.“ „Tímaritið, sem frá þessu skýrði, benti á, að hér væri íhugunarefni fyrir alla þá, sem láta sig uppeldi æsk- unnar einhverju skipta. Hér væru börnin að villast inn á leiðir, sem myndu vera vafa- samar þroskaleiðir. Villast inn í heim fullan af falskri fegurð, ó- raunhæfan og langt frá lífinu sjálfu, — og ef filmstjörnur, jazzspilarar og hnefaleikamenn ættu að vera þeir vitar, sem lýstu æskunni í gegnum skerja- garð lífsins, þá myndu nokkuð margir brjóta skip sín.“ S.l. vetur lagði höf. þessar spurningar fyrir 160 börn á Ak- ureyri: „Hverjum vilt þú helzt líkjast?“ og „Hvað viltu helzt verða?“ Börnin voru öll í barna- skóla Akureyrar, flest í 6. og 7. bekk. — Spurningum þessum svöruðu börnin, án þess að vita nokkuð um þær fyrr en þær voru bornar upp, og skrifuðu þau svör sín á miða, nafnlausa eins og við leynilega atkvæða- greiðslu, og „kom því,“ segir höf., „síður en ella nokkuð til þess, að þau miðuðu svör sín við ímyndaðan vilja kennar- ans.“ Niðurstaða svaranna við fyrri spurningunni var þessi: ísl. fornmenn 24%, ísl. seinni tíma menn 21%. Erl. seinni tíma menn 14%. Kristur 10%. Erl. nútímamenn 10%. Ættingj- ar barnanna 10%. ísl. nútíma- menn 9%. Ýmsir aðrir 2%. „Á- nægjulegt er það við þessi svör,“ segir höf., „ef nokkuð er á þeim byggjandi, hve mörg velja sér til fyrirmyndar mikil- menni sinnar eigin sögu að fornu og nýju. Söguþjóðin lifir enn.“ — En svörin við síðari spurningunni voru þessi: Iðn- og handverksmenn 21%. Bíl- stjórar. flugmenn og skipstjór- ar 17%. Embættismenn og kennarar 17%. Skáld og lista- menn 11%. Verzl.- og skrif- stofumenn 8%. Vísindamenn í ýmsum greinum 6%. Framleið- endur (þ. e. bændur og sjómenn) 6%. Stjórnmálamenn 5%. Góð- ir menn 5%. Húsmæður 3%. Eitthvað annað 1 %. — Höfund- urinn getur þess til skýringar svörum barnanna, að af þeim, sem hér eru nefndir iðnaðar- og handverksmenn (en þeir voru 21%, eða rúml. fimmti hluti svaranna) „voru langflestir, sem annaðhvort vildu verða saumakonur eða hárgreiðslu- konur“. Loks segir hann: „Ann- ars er það ískyggilegt, hve fáir virðast hafa áhuga fyrir fram- leiðslustörfunum, aðeins 6% (bændur og sjómenn) og aðeins 3% velja sér húsmóðurhlut- skiptið, og hygg ég, að þetta tvennt sé engin tilviljun. í fyrsta lagi vegna þess, að fram- leiðslustéttirnar hafa átt við ó- venju mikla erfiðleika að stríða að undanförnu, og í öðru lagi af vaxandi flótta frá líkamlegri vinnu.“ Óþarft er að bæta nokkru við þetta. Niðurstöður þessarar at- hugunar tala skýru máli og benda til þess, sem raunar mátti ætla að óreyndu, að 1 óskum sín- um og vonum eru börnin mjög háð almannaskoðun og tízku, og fer val þeirra á æfistarfi eftir því. — Þessi litla tilraun. sem ég hefi greint svo ítarlega frá, er ekki aðeins virðingarverð, heldur og mjög eftirbreytnis- verð. Af þessari einu tilraun fæst vitanlega engin heildar- mynd af hugum og framtíðar- draumum íslenzkra barna og ungmenna almennt. Höf. er það einnig fyllilega ljóst og hvetur til þess, að hliðstæð eftirgrensl- an um hneigðir íslenzkra barna og ungmenna verði framkvæmd í stórum stíl. Tek ég undir hvöt hans og svo munu allir gera, sem annt er um uppeldi æsku vorrar. Og vænti ég þess, að sú mynd, sem þá fæst af hugar- stefnu ungmenna vorra, fái vak- ið til almenns skilnings á nauð- syn þess, að vitandi vits verði að því unnið, að sveigja hugi þeirra frá falskri fegurð óraun- hæfs heims inn til hins virka lífs, — lífs veruleikans. „Hvað vilt þú helzt verða þegar þú ert orðinn stór?“ Þessa spyrjum vér börnin. En hvaða skilyrði hafa börnin til að svara þessari spurningu svo, að fullt tillit sé þar tekið til lík- amlegra og andlegra hæfileika þeirra sjálf.ra annars vegar og eðlis þess starfs, er þeim bezt hentar, hverju um sig, hins veg- ar. En einmitt það starfið, sem er í beztu samræmí við andlega og líkamlega hæfileika og getu, hentar hverjum manni bezt. Einmitt í því starfi. nýtur hann sín bezt og nær mestum ár- angri, bæöi fyrir sjálfan sig og þjóðfélagið, sm hann er hluti af. Og einmitt það starfið á því að vera pskastarf hans og tak- mark. En hvaða skilyrði hafa þá börn og ungmenni almennt til að meta réttilega þetta hvort- tveggja? — í ýmsum löndum hafa um langt árabil verið framkvæmdar rannsóknir á óskum og hæíileikum ung- menna til fjölmargra starfa. Heildarniðurstaða þessara at- hugana er sú, að langsamlega flest börn og unglingar hafi mjög óljósan eða algerlega rangan skilning .á hæfilaikum sínum, andlegum og líkamleg- um. En af þessu leiðir aftur hitt, að langflestir æskumenn fara algerlega villir vega um þekk- ingu sína á persónulegum hæfi- leikum sínum til þessa eða hins starfsins. Undantekningar eru þó til hér eins og víðar. Eru það þau börn og ungmenni, sem þegar á unga aldri hafa sýnt ó- tvíræða hæfileika, líkamlega eða andlega, til ákveðins starfs. En það, sem ræður vonum, óskum og draumum alls þorra ungmenna um val æfistarfs, er því eitthvað annað en raunsæ þekking á hæfni til starfsins. Jafnvel lifandi „áhugi“ barns eða ungmennis til ákveðins starfs getur reynzt að vera blekking ein. Oft er þessi „á- hugi“ sprottinn af nýjungagirni. Ef svo er, hjaðnar hann vana- lega áður en langt um líður, eigi sízt ef barnið fær tækifæri til að reyna sig við starfið. Stundum er þessi „áhugi'* býsna varanleg ur, og er þó eigi ætíð víst að hann eigi sér örugga stoð í hæfi- leikum ungmennisins til að tak- ast á hendur það starf, sem hann beinist að. Orsökin getur verið önnur, t. d. vonin um að komast að léttu starfi eða að fá góð laun, eða jafnvel tízkan ein o. s. frv. „Hvað á barnið mitt að leggja

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.