Alþýðublaðið - 28.02.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.02.1940, Blaðsíða 2
 MIÐVIKUÖAOUB 28. FEBR. 1W« RÁUÐU SKORNIR . 1 ww. 26) Þegar heim kom voru skórnir látnir inn í skáp,' en Karen gat ekki varizt því að líta á þá. 27) Nú varð gamla konan veik, og sagt var að hún gæti ekki lifað. Það þurfti að hjúkra henni og engum stóð nær að gera það en Karenu. En úti í þorpinu var dansleikur og: Karenu var boðið á dansleikinn. Hún hoí-fði á gömlu konuna, sem gat ekki lif- að, og svo leit hún á rauðu skóna. Og hún tók rauðu skóna og fór í þá. 28) Og svo fór hún á dansleikinn. UMRÆÐUEFNI 29) Og svo byrjaði hún að dansa. En þegar hún ætlaði til PósVferbir i dág. Frá Reykjavjk: Mosfeilssveitar-, Kjaiarne'ss', Reykjaness-, Ölfniss-, og FÍóapóstar, Laugarvatn, Hafn- arfjörður, Álftanesspóstur. Til R- vik’ur: Mosfellssveitar-, Kjalar- arness-, Reylijaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Hafnarfjörður, Akra- nes,_ Borgarnes,' Húnavatnssýslu- 30) Og skórnir báru hana út úr húsinu, út um borgarhliðið og út í dimma skóginn. póstur, Strandasýslupóstur, Aust- ur-BarðastrandasýsIupósíur, Skagafjarðarsýslupóstur. Drengjaföt, matrosföt, jakka- föt, frakkar, skíöaföt. Sparta, Laugavegi 10, sími 3Ö§4. Útbreiðið Alþýðublaðið! Úthlutun matvælaseðlanna. Er skammturinn of lítill eða of mikill? SkÖmmtunarfyrir- komulagið hefir reynzt mjög vel. Mjólkurmálin. Verðið á skyrinu og kartöfiunum. — Enginn erlendur póstur. All- ur póstur héðan undir smá- sjá Bretans. Þeir, sem búa norðan við Laugaveginn. — Bréf frá hagstofustjóra. —o— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— UTHLUTUN SKÖMMTUNAR SEÐLA fyrir marzmánuð fer fram þessa dagana og biður úthlut- unarskrifstofan þess getið, að nauðsyn sé að fólk komi fyrir mán- aðamótin og sæki seðla sína. Eins og áður verða allir að toma með seðla sína útfyllta með nöfnum heimilismanna, svo að hægt sé að afhenda seðla fyrir næsta mánuð samkvæmf því. SKÖMMTUNARFYRIRKÖMU- LAGIÐ hefir yfirleitt reynst mjög vel, enda litlar sem engar aðíxnnsl- ur komið, að minnsta kosti ekki opinberlega. Er þetta þvx betra þar sem lítil reynsla var fyrir hendi til að byggja á og þetta starf yfirleitt mjög erfitt. Mjög fljótlega fannst það skipulag, sem heppilegast var, og eftir því hefir vérið farið. AÐFINNSLUR hafa aðeins kom- ið út af því, að kaffiskammturinn sé of lítill, en ég hygg að kaffi- skammturinn sé . alveg nógur í flestum tilfellum, enda ekki hund- rað í hættunni þó að við íslending- ar lærðum núna á þessum erfiðu tímum að minnka dáltið kaffi- neyzluna, því áð raunverulega er hún og hefir verið um langan aldur þjóðarlöstur, auk þess sem kafíi- neyzla er mjög útdragssöm. YFIRLEITT ér skammturinn, sem hverjum manni er úthlutaður, nógur, og í flestum tilfellum meira en það. Ég veit um allstórar fjöl- skyldúr og einnig ýmsar fámenn- ar, sem ékki þurfá áð halda á nærri öllum skammti sínum. Ein fjöl- skylda, sem ég þekki, þarf til dæmis ekkert hveiti að kaupa í þessum mánuði, og átti hún þó ekki eitt einasta gramm af hveiti þegar skömmtunin byrjaði. Rúg- mjölið er að tveimur þriðju of mik- ið. Aðrar vörxxr ertx líka nógar, þó að þær séu ekki eins yfirfljótan- legar og þær vörur, sem ég nefndi fyrst. — pað virðist vera alveg á- stæðulaust að hafa skammtinn svona stóran. Það skal tekið fram, að sú íjölskylda, sem hér um ræðir, kaupir aðeins örsjaldan kökur í brauðgerðai'húsum. í HINNI ÁGÆTU GREIN Alex- anders Guðmundssonar hér í blað- inu á mánudaginn gerir hann að urhtalsefni skyrið og verðið á því. DAGSINS. Hann getur þess, sem rétt er, að kg. af því kosti 80 aura. Það hefir því ekki hækkað neitt síðan fyrir stríð, - en það er samt allt of hátt vérð. Það eru áreiðanlega fjölda margar fjölskyldur hér í bænúm, sem vildu gjarnan geta aukið skyr- neyzluna, en þetta verð útilokar fá- tækt fólk frá því að gera þaö. Af öllu því, sem á undaníörnum árum hefir verið skrifað um mjólk og mjólkurafurðir, sést það mjög ljós- lega, að bændur og mjólkursér- fræðingar telja xnjög nauðsynlegt að auka skyrneyzluna eins og mögulegt væri, en þetta tekst ekki, því að skyrneyzlan mun ekki hafa aukizt að neinu ráði. EINA RÁÐIÐ til að auka neyzl- una er að lækka verðið og ef það yrði gert myndu bændur og for- ystumenn þeirra fljótt sjá og finna undirtektirnar. Það er sama sagan um þetta og kartöflurnar. Birgð- irnar eru svo Vniklar í landinu, að að hver einstaklingur verður að meðaltali að auka neyzlu sína úr 50 kg. upp í 80 kg. á ári, ef við eigum að geta torgað þeim birgð- um, sem til eru. Þetta verður .ekki hægt nemá með því eina ráði að lækka verðið á kartöflunum að miklurn mun. En það er hætt við að erfitt verði að fá þessum verð- Ííekkunum komið fram fyrst um sinn. MARGIR MENN eru nú orðriir langeygðir eftir erlendum pósti. Það er nú meira en mánuður síðan síðasti póstur kom og Lyra, sem kom hingað á mánudag, kom ekki með neinn póst. Þetta mun stafa af skipaskoðun Breta. Skipin hafa skyldu til að koma við í enskum höfnurn til rannsóknar, en svo virðist sem þau skip, -sem koma hingað frá Norðui'löndum og ekki ,;taka póst, þurfi'ekki a,ð gerp þetta og þá er það.ekki nema eðlilegt að þau neiti að taká póst, þó að það sé leiðinlegt og ákaflega óþægilegt. En þetta verður maður að þola, þó að við eigum ekki í neinu stríði. PÓSTSTJÓRNIN iíefir nú til- kynnt, að allur póstvxr héðan til Ev- rópu verði að fara um, England og að þangað séu ferðir svo að segja daglega. Þetta mxxn þýða það, að Bretar skoða hvert eitt og einasta bréf, sem héðan fer. Talið er að mjög mikill vafi sé( á því, að hing- að komi með góðum skilum bréf, sem hingað eru send og fara um hendur Bretans eða að bréf, sem við seiidum héðan, komist á á- kvörðunarstaðinn og það er áreið- anlegt, að ekkert bréfanna kemst á sinn ákvörðunarstað fyrr en seint og síðar meir. — Þannig varð reynslan í síðasta ófriði. ÍRÚANDI VIÐ LAÚGAVEGINN skrifar mér bréf og kvartar mjög yfir því, að snjór sé ekki hreinsað- ur burtu norðan við veginn. Hann segir: „Ég skil ekki hvers við eig- um að gjalda, sem eigum heima norðan megin við Laugaveginn. Þar hefir gatan verið öll grafin sundur vegna hitaveitunnar og er vitanlega ekkert við því að segja, en það er hart að verða að þola það að auk hættunnar, sem af þessu stafar, skuli ráðamenn bæjarins gera hana enn meiri með því að láta ekki hreinsa snjóinn burtu þessa megin við götuna. Þetta er því einkennilegra þegar þess er gætt, að allt er búið að skafa og snurfussa sunnan megin við göt- una.“ (Þetta bréf er skrifað áður en nýi snjórin nféll.) FRÁ HAGSTOFUSTJÓRA hefi ég fengið eftirfarandi bréf: „Þér birtið á mánudag bréf frá H. og S., þar sem látin er í ljós undrun yfir því, að eldsneytis- og Ijósmetislið- urinn í verðvísitölureikningi Hag- stofunnar skuli í janúarbyrjun þ. á. ekki sýna nema 30% hækkun frá því í janúarbyrjun í fyrra, þar sem kolaverðið hafi á þessum tíma hækkað um 86% og rafmagnsverð- ið um 16% og því virzt sem með- alverðhækkun hefði átt að vera að minnsta kosti 51%. Þetta er samt ekki svo undravert, sem í fyrstu kann að virðast, því að í þessum lið í reikningi Hagstofunn- ar er ekki aðeins innifalið kol og rafmagn, heldur einnig gas og steinolía, og dregur það hvort- tveggja meðaltalið niður. Að vísu er nú aðeins tekið með lítið magn af steinolíu og munar því ekki mikið um hana í þessu sambandi, en um gasið munar hins vegar mik- ið, því að það hefir ekkert hækkað í verði, heldur lækkaði það þvert á móti í janúar í fyrra. Að vísu hafa þeir, sem hættir eru að nota gasið, ekkert gagn af því, en þar sem margir nota enn gas hér í bænum, þá er fyllilega réttmætt að taka það með í þessu samþandi.“ „í BRÉFINU er spurst fyrir um það, með hvaða aðferðum Hag- stofan fái sínar niðurstöður varð- andi þessi inál. .Þar, til er því xxð svara, að gengið er út frá vissri upphæð, 1800 kr., rétt fyrir heims- styrjöldina 1914 og áætlun um, hvernig hún skiftist á hina ýmsu útgjaldaliði fjölskyldu, sem hefði haft þá upphæð til umráða. Vöru- magn það, sem þessi áætlun gerir ráð fyrir í hverjum lið, er svo margfaldað með verðinu á hverj- ! um tíma og þannig fundið hvaða upphæð samsvaar upphaflegu á- ætlunarupphæðinni, en af þeim töium er auðfundin hlutfalls- leg hækkun eða lækkun ,essa útgjaldakerfis. Útgjalda- áætlun þessi er að mestu leyti óbreytt frá því, sem hún var gerð upphaflega, nema hvað gerðar hafa verið smátilfærslur, er breyt- ingar á neyzlunni virtust ber- sýnilegar. Þannig var t. d. á síð- astliðnu ári áætlunin um gasnotk- unina lækkuð um helming, en raf- magn tekið í staðinn fyrir þá upp- hæð, sem losnaði við það. Þaö má auðvitað ávalt deila um hina hlut- fallslegu útgjaldaskiptingu sam- kvæmt áætlun Hagstofunnar, hvort hún taki ekki of lítið með af þess- ari vöru og of mikið af hinni, því að sú skipting er mismunandi fyrir hverja sérstaka fjölskyldu. Úr því fæst ekki skorið. hvað réttast sé í því efni, fyrr en fyrir liggja yfir- lit um raunveruleg útgjöld nokk- uð margra fjölskyldna, og hvernig þau skiptust í einstaka útgjalda- pósta. Um slíkt hefir ekki verið að gera hingað til, en útlit er nú fyrir, að úr því fáist bætt, þvx að allmargar fjölskyldur úr alþýðu- stétt hafa tekist á hendur að halda reikning um útgjöld sín og neyzlu í eitt ár, og fær Hagstofan þessa reikninga til meðferðar og úr- vinnslu, Gefst þá kostur á að end- urskoða útgjaldahlutföllin í reikn- ingi Hagstofunnar eftir því sem á- stæður benda til með hliðsjón af raunverulegri neyzlu." Bogglasmjðr Harðfiskur, Riklingur, Bjúgu, Egg, Valdar Kartöflur »g Gulrófur. mmwwwa- Ásvallagötu 1. Sírai 187*. TJARNARBÚÐIN. Síuú 3*Tt. Poul Ammendrup klæðskeri, Grettisgötu 2, hornið við Klapp- arstíg, simi 3311. Saumar, hreins- ar og pressar. Breytír og gertr við karlmannaföt 1, flobks vinna. Sanngjarnt verð. Efni fyrirliggja- andi. Tek efni í saum. ¥ estflrðlngamót. verður haldið að Hótel Borg föstudaginn 1. mars og hefst með borðhaldi kl. 7% e. h. — Til skemmtunar: SÖNGUR ---------- RÆÐUR ---- DANS. Áskiftarlistar hjá Jóni Halldórssyni, Skólavörðustíg 6 B, Maríu Maack, Þingholtsstæti 25, og Bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar. Forstöðunef ndin. þá fóru skórnir vinstri. til til kaupenda út msu laxad. Munið, að Alþýðublaðið á að greiSast £yrirk'««a ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðftr á réttum gjalddögum, svo sending bla'ösms truJL- ist ekki vegna greiðslufalis. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krarfii með póstkröfu. JOHN DICKSON CARR; Morðia í vaxmpdasafmaa. . oi. ftfni til þess að skrifa föður hennar um í því skyni að neyða út úr honum peninga. Galant beið þangað til hann hafði nóg efni. Þá skrifaði hann föðurnum. ■— Auðvitað skeði þetta áður en Odette Duehéne var tæld til hússins og myrt þar. Jafnvel áður en Claudine Martel datt í hug að leika á ungfrú Duchéne. Ég get hugsað mér Galant sitja í stofu herra Martels og segja honum frá visum atburðum á sinn rólegá og ósvífna hátt. Hvað kom svo fyrir? Hvernig voru tilfinningar gamla mannsins? Um mörg ár hefir hann setið þar aleinn með aft- urg'öngunum. Hann minnist þeirra daga, þegar menn háðu ein- vígi út af minnsta bletti, sem hafði fallið á heiður konu. Hann skimar í kringum sig, horfir á bókaraðirnar. Honum f'innst einmanalegt í þessu fornfáíega húsi og reynir að skilja, hváð þessi rauðnefjaði þorpari er að fara. Og hann botnar ekki nei'tt í neinu. Hvernig má það vera. að hans eigin dóttir ? Hann getur ekkert hugsað. Vildi hann henda Galant út úr húsinú? Vildi hann láta dreyra úr þessu rauða nefi? Nei, það beld ég ekki. -Ég held, að hann hafi aðeins staðið á fætur. ef til vill dálítiS -fölari en venjulega og stífur í framkomu. Hann sagði þjóni rfnum að leiða herra Galant til dyra. Því næst get-ég hugsað mér hann setjast einsamlan við borð sitt, þar sem hann heldur áfram að raða domino-töflum og klukkan heldur áfram að tifa. Hann getur ekki trúað þessu. Hann er gersamlega ruglað- ur. Hann endurtekur það, að þetta sé vitleysa, það geti ekki átt sér stað. En þó dynja orð Galants eins og líkhringing í eyrum hans. Og slíkar hugsanir eru síður en svo hollar manni, sem situr einsamall við dominóið sitt í fornfálegri höll. Hann getur ekki talað við neinn, ekki konuna sína og síz't af öllu við Ciaudine. En honum dettur ekki morð í hug. En ég get hugsað mér hann ganga frarn og aftur einsamlan um garðinn sinn, þegar haustið færist yfir. Hann pjakkar gullbúnum stafnum sínum ofan í jörðina. ... Og hvað kemur svo fyrir? Glóandi kolamoli féll úr ofninum. Ég hrökk við. Bencolin greip fast um stólbríkurnar. — Ég hefði átt að láta mér detta það í hug fyrir löngu. Claudine Martel leggur gildru sína. fyrir Odette Duchéne. Við vitum, hvað kom fyrir. Við vitum, að Gálant myrti stúlkuna. eftir að hún féll út um gluggann. En CTaudine Martel hélt, að stúlkan hefði dáið af fallinu. Og hún vissi, að hún bar ábyrgð- ina á því. Og það fær svo á hana, að hún fer beim máttvana af skelfingu. Hún fer heim til sín — eins og börn gera. Hún læðist upp stigann í tunglsljósinu. Hún getur ekki hugsað um annað en áð lögregluþjónarnir, stórir menn með einkennismerki 1 húfum sínum, eru að leita að henni. Sá hún axidiit Odette Duchéne í tunglsljósinu? Ég veit það ekki. En móðir hennar var vakandi. Flún kom inn í herbergið til henn- ar og reyndi að ko.mast að því, hvað að henni amaði. . . . Hvað skeður svo? Hún þorir ekki að segja neitt um þetta. En hún verður að trúa einhverjum fyrir þessu leyndar- máli. annars gengur hún af vitin. Hún talar því við móður sína þarna í myrkrinu ... segir heyrnarlausri konu frá raun- um sínum. Hún veit, að móðir hennar heyrir ekki játningu hennar. En henni er svölun að því að tala um þetta. Önnur persóna hefir orðið vör yið þetta móðursýkiskast. Það er faðir hennar, sem ennþá hefir ekki getað skilið, hvað um er að vera. Chaumont stundi. Hann titraði frá hvirfli til ilja, en enginn gaf honum gaum. Við vorum öll að hugsa um mann, sem stóð í tunglsljósi og var að reyna að átta sig á erfiðu viðfangsefni, Hann hafði setið í bókasafni sínu, spilað domino og hlustaö á tif klukkunnar. Skyldi hann sitja núna með gamla bók í hönd yfir glasi af gömlu víni? Þarf hann að efast lengur? Nei, hann getur verið viss. Hann hefir heyrt frásagnirnar um klúbbinn. Hann veit, að dóttir hans er viðriðin þetta hneyksli. Það er ekki einasta, að hún hafi valdið dauða saklausrar stúlku. Hún er auk þess vændiskona, ævintýrakona. Ég þarf ekki að rekja þetta mál lengur. Martel liðsforingi hefir játað sekt sína,. En samt sem áður hygg ég, að hann hafi ekki samið ráðagerð um að myrða dóttur sína. Hann hefir langað til þess að fara inn í herbergi hennar þessa nótt og flengja hana svo að um munaði. En hann var svo reiður, að hann mátti sig hvergi hræra. Ég held, að hann hafi setið alla nóttina og horft út í gluggann. Kvöldið eftir heyrir hann símasamtalið. Hann kemst á snoð- ir um það, að þessar tvær stúlkur, dóttir hans og Gina Pré- vost, ætla að hittast í klúbbnum. Þær Verða að fá einhverja vitneskju. Þær verða að fá að vita, hvað Galant hefir gert við líkið. Þær verða að fá að vita vissu sína um það, hvort þær eru óhultar eða ekki. Þess vegna leggur hann af stað klukkan nákvæmlega hálftíu. fer í stóra frakkann sinn. tekur stafinn sinn gullbúna og fer út, eins og hann hefir gert í fjörutíu ár — eins og hann væri að fara til kunningja síns til þess að spila við hann. En hann fer eklci til vinar síns í þetta sinn. — Hvað hann gerði þangað til hann kom til vaxmynda- safnsins tveim klukkutímum seinna. vitum við ekki. Ég hygg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.