Alþýðublaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 1
RÍTSTJÓRI: F. R. VALÐEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÖUFLOKKtJBÍNN XXI. ARGANGUR. "T111 -"" ..w-ibw,»|ii i^i^wwSiegMaai^ .. FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1940. 51. TÖLUBLAÐ Krlstján kom fram I morg- un eftir 12 daga hrakninga. .—--+.—--- BðtuiTme bleyptl inn úr brlmgarðfztum f Hðfnum og menn bjðrguðust á 1 7ELBATURINN „KRISTJÁN“ kom fram kl. rúmlega 8 ♦ * í morgun í Höfnum. Allir mennirnir björguðust í land, en þó við illan leik — og mjög þjakaðir. Það er sjaldgæft að hægt sé að flytja slík gleðitíðindi, enda var báturinn talinn af, þar sem hans hafði verið leitað lengi af fjölda skipa alveg árangurslaust. í nótt og í morgun var hvassviðri, rigning og foráttu- brim suður í Höfnum. Klukkan rúmlega 8, þegar fólk kom á fætur, sá það vélbát rétt uppi í brimgarðinum, sem slag- aði þar fram og aftur með segl uppi: stórsegl, aftursegl og fokku. Þorpsbúar þekktu bátinn ekki, en þegar í stað var símað til Slysavarnafélagsins og samstundis var björgun- arsveitin „Eldey“ í Höfnum kölluð saman og kom hún þeg- ar á vettvang með tæki sín, ef á þyrfti að halda. Fólk óttaðist mjög að báturinn myndi fara upp í brimgarð- inn og var þá lítið útlit fyrir að hægt yrði að koma björgun við. Rétt sunnan við bæinn Merkines er dálítil vík og eftir ör- skamma stund komst báturinn framundan víkinni og setti hann sig skyndilega upp í hana og strandaði um leið. Samstundis var línu skotið úr landi, en á sama augnabliki steyptist báturinn. Allir menn- irnir losnuðu við bátinn og sáu þá þeir, sem stóðu á ströndinni, að þeir voru allir í björgunar- beltum. Einum skipverja tókst að ná í línuna og var hann þeg- ar dreginn á land, en hinir flutu nær landi. Var nú vaðið út eins langt og mögulegt var og tókst smátt og smátt að ná í alla mennina. Munaði þó minnstu að þrír Hafnamenn kæmust heilir aftur úr þeirri viðureign og að einum bátsv'erja tækizt að bjarga — enda var veður mjög slæmt og aðstaða hin versta. Undir eins og búið var að bjarga mönnunum í land voru þeir fluttir heim að Merkja- nesi og háttaðir niður í rúm, GUÐMUNDUR Ó. BÆRINGSSON formaður á „Kristjáni“. enda hafði áður allt verið und- irbúið til að taka á móti skip- brotsmönnunum. Skipbrotsmennirnlr segja Srá hraknlngnm sfnnm. Fréttaritari Alþýðublaðsins í Höfnum fór að Merkjanesi þegar eftir björgunina í morgun og bafði samtal við formanninn á Knstjáni, Guðmund Ó. Bærings- son. Skýrði Guðmundur þannig frá hrakningum þeirra félaga, sem orðið hafa hinir æfintýrleg- ustu, og er skýrt frá þeim í stór- um dráttum. Rétt þegar við vorum búnir að draga línuna á mánudag um kl. 3 út af Sandgerði, bilaði vélin, og varð ekki gert við hana. Rétt um sama leyti skall á þreifandi hríð, og reyndum við að gera einum Sandgerðisbáti, sem við sáum, aðvart, en það tókst ekki vegna þess, hve svört hríðin var. Um leið byrjar hrakningasaga okkar. Við settum upp segl og héldum okkur við á þeim. Reynd- um við fyrst og fremst að forðast það að lenda upp í kletta og sker, enda hrakti bátinn stöðugt fyrir veðrinu undan landinu. Teljum ’við víst, að okkur hafi hrakið 120—130 sjómílur undan landi. Loks tókst okkur að beina stefnunni til landsins, en það gekk treglega, sem vonlegt var. Allan þennan tíma sáum við ekki til skipa, en síðast liðna nótt komumst við í um 20 skipa hóp, sem var að veiðum og með ljós uppi. Við gerðum þessum skipum þegar aðvart með neyðarmerkj- um, en þau slökktu þá öll ljós eða hurfu á brott. Við héldum áfram tilraunum okkar til að komast að landinu — og það hefir nú tekist tiltölulega vel, þó að það skyggi á, að víð höf- um nú misst bátinn. Þegar skipbrotsmennirnir eru spurðir um líðan þeirra,- brosa þeir. Við höfðum aðeins mat til eins sólarhrings og vatn í 3 sólar- hringa. Við vorum búnir að fá fisk, þegar hrakningar okkar byrjuðu, og hann suðum við og átum í allan mat. Það var erfið- ara með vatnið. Þegar það var búið, var gripið til óvenjulegs ráðs. Einn okkar fann upp á því að eima sjóinn, og þannig Prii. á 4. s«Su. ,Jg held að pingið verði stnít og stjðrn- arsamviiian naai haida áfr»“. Bæða fonætiuiherri A ÐALVIÐBURÐUR árs- hátíðar blaðamanna að Hótel Borg í gærkveldi var ræða Hermanns Jónassonar. Forsætisráðherra talaði um viðhorfið í stjórnmálunum og framtíðina. Sagði hann meðal annars: „Ég held að þingið verði stutt og stjórn- arsamvinnan haldi áfram.“ Þó gat forsætisráðherra þess að til væru mál, sem svo mikið greindi á um, að ef þeim yrði haldið til streitu, þá gæti það orðið til þess að samvinnan rofnaði. Árshátíðin fór mjög vel fram. MeSal skemmtiatriða var: söngur Sveinbjarnar Þorsteinssonar og Sigrúnar Magnúsdóttur með und- irleik dr. Urbantschitsch og ein- leikur hans síðan á píanó. Þá las Bjarni Ásgeirsson alþingis- maður upp nokkrar nýjar þing- vísur, og vöktu þær mikinn fögn- Uð, en Brynjólfur Jóhannesson mætti með margar- orður í gervi uppgjafa blaðamanns og söng tvennar gamanvísur. Dr. Guðm, Finnbogason flutti skemmtilega ræðu um blaðamenn og blaða- mennsku. F. U. J. I Haínarfirði heldur árshátíð sína að Hótel Björninn á sunnudaginn kemur. Margt verður til skemmtunar, svo sem ræða: Sigurður Einars- son docent, Alfred Andrésson sy.ngur gamanvísur, upplestur og dans. Sameiginleg kaffidrykkja. Nóg af hermönnum og vopnum í Moskva — en minna um matvæli. Hermenn með stríðs- vagna og fallbyssur á rauða torginu í Moskva. ússar nálgast Viborg að aust an en varnarlína Finna érofin. Tilraunir Rússa, að komast á is til borgarinn- ar yfir Viborgflóa enduðu með skelfingu. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. XJIN æðisgengna örusta um Viborg heldur áfram. Rúss- um heíir enn hvergi tekizt að rjúfa varnarlínu Finna fyrir suðaustan borgina, en á einum stað hafa þeir með lát- lausum áhlaupum og ógurlegu manntjóni komið fleyg inn í finnsku vígstöðvarnar og eru fremstu sveitir Rússa þar ekki nema IV2 kílómetra frá borginni. Allar tilraunir Rússa til þess að komast á ís yfir Vi- borgflóa til borgarinnar hafa endað með skelfingu. Flug- vélar Finna hafa gagnvart þeim tilraunum tekið að sér hlutverk Björkövirkjanna, látið sprengikúlum rigna niður á ísinn og brotið hann. Hafa Rússar misst margt manna nið- ur um ísínn og fallbyssur og skriðdrekar sokkið í djúpið. Finnar viðurkenna að ástandið sé engu að síður alvarlegt við Viborg, en engin ástæða sé til að æðrast. Irezki ferkalýðssiœíök LONDON í gærkveldi. FU. Framkvæmdaráð brezku verkalýðsfélaganna hefir afhent stjórn finnska hjálparsjóðsins 1000 sterlingsþund (um 25 000 ísl. kr.) að gjöf frá verkalýðsfé- lögunum. -— Framkvæmdaráð Hefir lagt tillögu þess efnis fyrir Cordell Huil utanríkismáiaráðherra Hoosevelts. *T5 he washington 11 1 POST“, eitt hinna þekktustu blaða í Bandaríkj- unum, skýrði frá því þ. 30. janúar síðastliðinn, að Vil- hjálmur Stefánsson land- könnuður hefði lagt álits- skjal fyrir Gordell Hull, ut- anríkismálaráðherra Roose- velts, þar sem lagt væri til, að Bandaríkin gæfu út boð- skap þess efnis, að Monroe- yfirlýsingin gilti einnig fyrir ísland, (Frh. á 4. s.) námumannasambandsins brezka h'efir einnig afhent stjórn sjóðs- ins 1000 sterlingspund að gjöf. Ríkisstjórnin 1 Nýja Sjálancli hefir gefið Rauða krossi Finn- lands 5000 stpd. til starfsemi hans. Féð hefir verið afhent konu finnska sendiherrans í London. Afhenti fulltrúi Nýja Sjálands í London, Mr. Jordan, henni féð. Öldungadeild Bandaríkjaþjóð- þingsins samþykkti í gær laga- frumvarp, sem heimilar 20 milij. doliara iánveitingu til Finnlands, en fulltrúadeildin var áður búin að samþykkja hana. Þarf frum- varpið nú aðeins undirskrift for- setans til þess að verða að lög- Um. Helztu andans menn í Svíþjóð hafa sent áskorun til leiðandi 'manna í Bandaríkjunuin, að þeir vfnni að því, að Finnland fái alla þá hjálp, sem auðið er að iláta í té. Fremstur í flokki þeirra, sem að áskoruninni standa, er Oscar prinz, bróðir Svíakonungs. Frá Hornafirði , réru í fyrradag heimabátar með úrgangsbeitu og fengu góðan afla í dag vom allir bátar á sjó og vom síðast er fréttist — eða laust fyrir hádegi búnir að fá mikinn fisk. FO. S Matvælasfcortar sagðar í loskva. ðefrðir i Nnrmiosk. Frá fréttaritara Alþýðubl. KHÖFN í morgun. np IL London hafa borizt fregnir um mjög al- varlegan matvælaskort í Moskva. Afleiðingar stríðs ins á Finnlandi séu farnar að gera tilfinnani<ega vart við sig. Skortur er sagður á öllu nema brauði. I Murmansk er matvtela | skoríurinn þegar sagður | hafa leitt til óeirða é með- ‘i al hafnarverkamanna. Borgin hefir verið sett f undir herlög. | fiðbbels vill bælanlð or alieaaiagsðlitið iti oæ beíi. Heimtar Mstleysi eiMtaklímfl «dbh siður en rikja! LONDON í gærkveldi. FÚ. ¥ RÆÐU, sem dr. Göbbels, lítbreiðslumálaráðherra Þýzkalands, flutti í gær, sagði hann, að ÞjóðVerjar gætu ekki sætt sig við þann mismun, sem væri á milli hlutleysis ríkja og hlutleysis almenningsálitsins. Þeir gætu ekki þolað, sagði dr. Göbbels. þá útskýringu á hlutleysi, sem aðeins næði til hernaðarlegs hlutleysis, en ekki stjórnmálalegs hlutleysis. Það væri ekki nægilegt fyrir ríki, sem vildi vera hlutlaust, að lýsa yfir hlutleysi sínu, ef almenn- Mi. A 4. sHtau

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.