Alþýðublaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1940. AL!»?BimL£©!Ð •—----------------—-------e AELÞYÐUBLAÐIÐ RlTSTJÓRl: W. R. VAIJ3EWLARSSON. í fjárvéru fean*: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: AXÞÝÐUHÖSIND (Inngangur frá Hverfiegötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN é------------—------------• Btaðamenn. LÖNGUM var litiö á blaöa- menn sem oddamenn hinna hörðu pólitísku átaka og þaö var lítt hugsandi aö þeir gætu unnið að sameiginlegum málum eða haft með sér samtök hvort heldur um eigin málefni eða önn- ur mál með víðtækara sviði. Þó var nokkrum sinnum gerð tilraun til myndunar slíkra samtaka, en þær fóru allar út um þufúr. Fyrir nokkrum árum var síð- asta tilraunin gerð og hún var sú fyrsta sem bar nokkurn árang- ur. Veldur hér margt um, en það þó fyrst og fremst, að blaða- mannastéttin hefir vaxið mikið á undanförnum árum og að sjálf hefir blaðamennskan breytzt mjög frá því sem áður var. Nú er á- litið nauðsynlegt að meirihluti starfsmanna við dagblað hér í bænum séu fréttamenn, það er menn, sem kunna að segja frétt- ir, innlendar og útlendar, hafi nef fyiir nýjungunum og dugnað til að afla sér þeirra. Þetta hefir það síðan í'för með sér að stjórn málamennirnir verða ekki eins einráðir í stétt blaðamanna og áður og samvinna verður auðveld ari innan stéttarinnar, þó að vit- anlega sé um harða samkeppni að ræða, sem góðum blaðamönn- um þykir gaman að taká þ'átt' í og því meira gaman sem „and- stæðingur" hans er duglegri. Það var í" raun og veru fyrst á síðasta ári sem verulegur á- rangur varð af félagsskap blaða- manna. Hann kom fram í heim- boði dönsku b’aðámannanna, sem j vakti mikla athygli, ekki að eins j hér á landi heldur og um öll i Norðurlönd. En hér var að eins j um byriunarstarf að ræða. Það ; var ætíún Blaðamannafélagsins j að bjóða hingað erlendum stétt- | arbræðrum á næstu sumrum og taka fyrst Norðurlöndin hvert á * 1 eftir öðru. Því miður virðist styrjöldin nú hafa komið í veg fyrir að þetta verða hægt á næsta- j sumri, nema þá ef takast mætti að fá hingað nokkra ameríska blaðamenn, sem komið hefir til j orða, en er enn alveg 'órannsak- | að mál. Vitanlega er hér um I mjög þýðihgarmikla starfsemi að i ræða fyrir þjóðina, enda hefir alþingi sýnt skilning sinn á þessu með því að leggja.fram nokkurt fé árlega upp í þann kostnað sem af slíkum heimboðum leiðir en hann er allmikill, eins og skiljanlegt er, þvi að það er alls- staðar siður að taka vel og höfð- inglega á íhóti blaðamönnum. En félagsskapur blaðamanna getur auk þessa haft mik’a þýð- ingu^fyrir þjóðina í heild og memv ingu hennar. Blöðin hafa alls- staóar verið og eru stórveldi og blaðamennirnir stjórna þeim. Það var oft fundið að þvi að íslenzk blaðamennska bæri of mikinn svip af pólitískri og persónulegri óvild og það hafði í för með sér bardagaaðferðir, sem ekki voru taldar til %rirmyndar. Þetta hef- aldrei til fulls rannsakað f hverju vinningur í happ* \ drættinu getur orkað. j Sumir reisa hús, aðrir í kaupa bát, bifreið o. s. fry. } En hér sýnir Sigurður Róbertsson okkur hvað fyrir getur komið: Enginn hefur efni á því auðlegðinni að sleppa. Happdrættinu ættu í allir menn að keppa. Hafa fleiri en Háskólinn hreppt þar mikinn gróða. Þar fær margur maðurinn mikla eign og góða. Vin minn einn þar vissi ég fá vænan hóp skildinga. Feginn þegar fljótt við brá fór og keypti hringa. Afstaða Alþýðuflokksins til fjárlagafrumvarpsins. ——■—♦--— Sæða Haralds Gaðmaodssonar við fyrstn nmræðn fjáriaganna. SÍÐASTI ræðum., 1. lands- ■ kjörinn, Brynj. Bjarnason, j fulltrúi kommúnista, lauk ræðu i sinni með því að segja, ,að það, ! sem gera þyrfti, væri að víkja frá völdum þeirri stjórn, sem nú er við völd, og mynda stjórn, sem þjóðin gæti treysi Og það var svo sem auðheyrt á ræðu hans, hvaða stjórn þjóðin ætti að geta treyst. Það væri stjórn mynduð af þeim þ’remenning- unum hér í þinginu, honum og sálufélögum hans. Þessi ummæli eru ekki verð annarra svara en þeirra, að vit- anléga yrði slíkri stjórn ekki til annars treystandi en svipaðra aðgerða og skoðanabræður hans í öðrum löndum eru nú að leítast við að koma þar fram. Slík stjórn myndi njóta svipaðs traustS hjá ísl. þjóðinni og stjórn Kuusinens nýtur hjá finnsku þjóðinni. Þá fullyrðir hv. þm., *að lög hafi verið brotin með því að hafa ekki útvarpsumræður á seinni hluta síðasta þings, þ. e. eldhúsumræður. Slík fullyrðing er ekki • svaraverð. I því * efni var fylgt þingsköpum út í yztu æsar. Hinar feitu kýr Jóns ívars- sonar. Ég tók eftir því, að hv. þm. A.-Skaftafellssýslu, Jón ívars- son, lét í ræðu sinni orð falla um það, að þeir undanlegu atburð- ir hefðu gerzt hér hjá okkur, að „feitu kýrnar“, eins og hann orðaði það, hefðu lagt sér til munns „mögru kýrnar“. Vildi hann þar með halda fram, að „góðærin,“ sem hann kallaði, 1934—1938, hefðu etið upp af- ganga harðæranna 1932—1933. Ég vil ekkert fullyrða um hvernig árferðið hefir verið í kjördæmi þessa hv. þm. árin 1934—1938. En hitt veit ég, að á þeim árum dundi yfir okkur markaðslokun á Spáni, alheims- kreppa í viðskiptum, stórkost- ir nú nokkuð breytzt til batnaðar og niá sennilega þakkn Blaðæ mannaféiaginu það að einh'verju leyti. Félagið hefir ekki látið sig neinu skifta deilur milli flokka og blaða, en ósjáiffátt hefir sú kynning sem ofðið heiir við stofn un þessa félagsskapaÉ skapað nokkurn gagnkvæman skilning á pólitískum skoðunum andstæðing anna, þótt hver haldi þar að sjálfsögðu eftir sem áður við sín sjóharmið. 1 gærkvöldi hafði Blaðamanna- félag'^slands fýrstu árshátíð sína. Þar mættu, auk allmargra blaða- manna, förystumenn úr atvinnu- menningar- og fjármálalífi þjóð- arinnar, sendiherrar eriendra ríkja og stjórnmálamenn. Það ef og allsstaðar venjan að slíkir menn komi saman einu sinni á ári undir merkjum blaðamanna og verður áframhald á því einn- ig hér á landi. Blaðamennirnir vilja gera Blaðamannafélagið að göðum og öfiugum félagsskap, sem láti mik- ið gott af sér leiða fyrir þjóðina í heild. Vitanlega þarf að leita að leiðum til að fara og þeirra er nú leitað. Er þess og að vænta að þjöðin skilji þá viðleitni og styðji hana. ■** ■ leg mæðiveiki í sauðfé og ó- minnilegt aflaleysi. Þetta er í augum þessa hv. þm. „góðæri.“ Árin 1932—1933 voru vissulega um margt erfið ár, en þó var fiskaíli þessi ár um helmingi meiri en árin 1935—1938, að meðaltali hvert ár. Þar sem ummæli hv. þm. um, að þessi „góðæri“ hefðu etið upp afgang harðæranna“ 1932 til 1933, láta mér undarlega í eyrum, fékk ég hjá hæstv. við- skiptamálaráðherra, fyrrver- andi fjármálaráðherra, upplýs- ingar um, hvað tölurnar segja. um þessi efni. Samkvæmt skýslum Hagstofunnar er hækk- un á skuldum þjóðarinnar við útlönd frá árslokum 1935 til ársloka 1938 talin 14,8 millj. kr. En þar af eru 5Vz millj. kr. — sem liggja einungis í því, að betur er talið fram, fyllri upp- lýsingar fyrir hendi um skuld- irnar við lok þessa tímabils en við upphaf þess. Skuldir þessar voru til 1934, en ótaldar þá. Skuldaaukning við útlönd á þessu tímabili er því ekki nema rúmlega 9 milljónir króna, Þax af er lánið til Sogsvirkjunar- innar -eitt saman 7 millj. kr. Auk þess voru á þessu tímibili stækkaðar og byggðar síldar- verksmiðjur fyrir milljónir króna og hafa þær orðið bjarg- vættur fyrir þjóðina, þegar þorskaflinn brást. Rafveitur og' fjöldi iðnfyrirtækja, sem kost- uðu stórfé, voru og reist á þess- um árurn. Alls var lagt fram á þessum þremur árum, 1935— 1937, til slíkra framkvæmda mun hærri upphæð en samtals á 10 næstu árum þar á undan. Ég vil nú biðja hv. þm. að athuga, í fyrsta lagi: Hvað voru feitu kýrnar feitar, og í öðru lagi, hvað voru mögru kýrnar magrar? Og í þriðja lagi, hvað var „afgangur harðæranna“ mikill? Árið 1933 var hagstæður verzlunarjöfnuður um 2Vz millj. kr. En greiðslujöfnuður- inn var óhagstæður, því þar eru ekki taldar duldar greiðslur. sem áreiðanlega hafa verið þre- falt hærri. Gengi dönsku krón- unnar lækkaði á þessu tímabili og því skuldir við Danmörku taldar í ísl. krónum. Skal ég svo víkja að fjárlaga- frumvarpinu sjálfu og ræðu hæstv. fjármálaráðherra. Einkennilegur undirbóning- ur fjárlagafrumvarpsins. Ég skal játa, að það er ákaf- lega örðugt, að ég ekki segi ó- mögulegt, að semja, nú á þéss- um tíma, frv. til fjárlaga, sem gilda eigi fyrir árið 1941, og ég er þess fuilviss, að hæstv. fjár- málaráðherra er þetta ljóst. — Enda hygg eg, að okkur geti komið saman um það, að þetta frv. beri fremur að skoða sem frómar óskir og ábendingar, heldur en að hæstv. ráðherra búizt við, að hægt sé að líta á það sem trausta undirstöðu til að byggja á fjárhagsfram- kvæmdir á næsta ári. Einmitt þegar á þetta er litið, er það því undarlegra, hvernig undirbún- ingi fjárlagafrumvarpsins hefir verið háttað að þessu sinni. Ég hefi það fyrir satt, og það er ekki ágizkun ein, að hæstv. fjármálaráðherra hafi ekki ráð- fært sig í ríkisstjórninni áður en hann gekk frá frumvarpinu. Ég verð að harma, að svo hefir verið farið að, því að þegar þjóðstiórnin var mynduð, var það tilætlunin, að sem mest samvinna væri á milli ráðherra þeirra flokka, er að ríkisstjórn- inni standa og að reynt væri á þann hátt að sneiða hjá árekstr- um. Áður en ég vík að sjálfu frumvarpinu, vil ég með leyfi hæstv. forseta lesa hér upp ör- fá orð úr þeim ræðum, sem fluttar voru, þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum. í þessum ræðum og sérstak- lega ræðu hæstv. forsætisráð- herra, sem talaði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar, er það tekið fram, hvað stjórnin telur sín höfuð verkefni, og í hvaða skyni hefði verið til samvinnu stofnað. Þá sagði hæstv. forsætisráð- herra m. a.: „Ríkisstjórnin telur, að meg- inviðfangsefni hennar verði fyrst og fremst: 1) Að efla framleiðslustarf- semina í landinu. 2) Að búa þjóðina undir að geta lifað sem mest af gæðum landsins, og gera aðrar ráð- stafanir þjóðinni til sjálfbjarg- ar, ef til ófriðar kemur.“ Þetta eru 2 fyrstu atriðin. Síðan telur hæstv. ráðherra tvö önnur meginatriði, sem stefnu- mál stjórnarinnar, „3) Að sam- einá lýðræðisöflin í landinu til verndar og eflingar lýðræðinu,“ og ,,4) Að sameina þjóðina um þann undirbúning, sem gera þarf í sambandi við framtíðar- ákvarðanir í sjálfstæðismálinu.“ Þá segir hæstv. forsætisráð- herra síðar í ræðu sinni við þetta sama tækifæri: „Ennfremur mun ríkisstjórn- in vinna eftir megni að sparnaði og lækkun útgjalda, bæði hjá ríkinu og bæjarfélögum. í þ.ví sambandi tekur ríkis- stjórnin þó fram, að hún telur, að ekki beri að öraga úr verk- legum framkvæmdum hins op- inbera eða framlagiím til aí- vinnubóta eins og atvinnuá- standið 'er nú í landinu.“ Það er Ijóst af þessum um- mælum, að meginatriðið, sem lagt var til grundvailar við myndun þjóðstjórnarinnar, að öll orka væri í það lögð að halda uppi verklegum íramkvæmdum í landinu og auka atvinnuna. Vissulega var þessa þörf þá, en ekki er þess síður þörf nú. Ástandið er þannig, að það sem þá var þörf, er nauðsyn nú, í þessu efni. Aukning atvinnunnar. Þá tók þessi hæstv. ráðherra einnig fram: „Ennfremur vill ríkisstjórnin vinna að aukningu og endurnýj- un fiskiflotans með því að veita til þess fé á svipaðan hátt og verið hefir undanfarin tvö ár, eftir því, sem fjárhagur leyfir.“ Ég get ekki látið vera að minna á þetta atriði vegna þeirra sérstöku örðugleika, sem reynzt hafa á því, að fá gjald- eyris og innflutningsleyfi í sambandi við kaup á fiskibátum fyrir Reykvíkinga og jafnvel til íleiri staða á landinu. Ennfrem- ur verð ég að minna á það, að á síðasta þingi var framlag til fiskimálanefndar lækkað um eða yfir 300 þús. kr. Hefði því mátt vænta þess, að ekkert yrði ógert látið til að greiða fyrir innflutningi þeirra báta, sem mögulegt yrði að kaupa. Ég vil vona, að það lánist að greiða úr þessum erfiðleikum, og að Al- þingi sjái sér fært að halda á- fram að styðja aukningu fiski- flotans. Þá mælti hæstv. féiagsmála- ráðherra, Stefán Jóhann Stef- ánsson við sama tækitæri: „Yegna hins mikla atvinnu- leysis, sem ríkir í iandinu, telur Alþýðuflokkurinn, að halda beri uppi opinberum verklegum framkvæmdum og atvinnu- bótum eins og verið hefir una- anfarin ár, um leið og reynt er að láta opinberu fram- kvæmdirnar og atvinnubæturn- ar stuðla að aukinni framleiðslu í landinu.“ í ræðu hæstv. atvinnumála- ráðherra, Ólafs Thors, er ekki að þessu vikið á annan veg, en þann, að hann sé þessu sam- mála. En til viðbótar þessu seg- ir sá hæstv. ráðherra í ræðu sinni við þetta tækifæri, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið þá ákvörðun, að ganga til stjórnarsamvinnu með því skil- yrði m. a., að „ráðherrar hafi gagnkvæman rétt til að fylgj- ast með öllu, er gerizt hver í annars ráðuneyti, og skulu fjár- málaráðherra og viðskiptamála- ráðherra alveg sérstaklega hafa nána samvinnu.“ Ég óttast, eða öllu heldur veit, að samvinna um undirbúning þessa fjárlaga- frumvarps hefir ekki verið eins og gert hefir verið ráð fyrir og æskilegt hefði verið með tilliti til þessara orða hæstv. atvinnu- málaráðherra. „Sparnaðurmn“ og veru- leikinn. Ég minnist þess frá fyrri ár- um, án þess ég vilji nú fara að rifja upp gamlar væringar, að mjög var talað um eyðslu og fjárbruðl fyrrverandi ríkis- stjórnar af andstæðingum henn- ar. Þeir fullyrtu þá, að auðvelt væri að lækka ríkisgjöldin urn milljónir, ef þeir, en ekki A1 þýöuflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn færu með stjórn þessara mála. Ég beið eftir til- lögum Sjálfstæðismanna í þessu efni á síðasta þingi og þá ekki síður í frumvaipi, þvi til fjárlaga, sem fram er nú komið. Ekki ber því að neita, að frv. sýnir vilja í þessa átt, þó að ég þykist glöggt sjá á tillögu hv. ráðherra, að niðurskurðurinn hefir reynst honum býsna örð- ugur. Á pappírnum lítur að vísu svo út, að ríkisútgjöidin eigi að verða um 1 millj. kr. lægri en þau eru ákveðin í fjár- lögum yfirstandandi árs. En þess er að minnast, að þau fjár- lög eru mun hærri en frv, var, sem lagt var fyrir þingið. Ég tel líka fullvist, að eins færi um þetta frv., að óhjákvæmi- legt verði að hækka ýmsa Iiði þess, ef þeir eiga að nálgast veruleikann. Ýmsir útgjaldalið- ir frumvarpsins eru áreiðanlega 1 vantaldir, þó ekki sé nema með tilliti til aukinnar og vaxandi dýrtíðar, sem hlýtur að valda hækkun á mörgum liðum öðrum en launum opinberra starfs- manna. Þá munu og nokkrir lög- F*k. á 4. si4u.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.