Alþýðublaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ BBDQAMLA BIO Ot ■ NÝJA BIO Hj Fallinn engill Skemmtiklúbburinn CARIOCA Pépé la Noko (Kæningjaforinginn í Álgier) Hrifandi og skemmtileg Metro Goldwyn-Mayer-kvik- mynd. heldur dansleik í Iðnó annað kvöld frönsk stórmynd gerð eftir hinni frægu sögu lögreglu- , mannsins Ashelbe. Aðalhlutverkin leika: Aðalhlutverkin leika: James Stewart og Margaret Sullavan Mireille Bahn og Jeavi Gahin. AFSTAÐA ALÞÝÐUFLOKKSINS TIL FJÁRLAGAFRUMVARPSINS Frh. af 3. síðu. boðnir gjaldaliðir ótaldir í frv. Sú lækkun, sem hæstv. fjár- málaráðherra í frv. telur að verði á heildarútgjöldum og nema á um 1 milljón króna, er því meira en vafasöm. Ég óttast að lækkunin sé fremur á papp- írnum en í veruleikanum, í orði fremur en á borði. Segi ég þetta ekki til að ámæla hæstv. ráð- herra. Engum er ljósara en mér, hversu gífurlega erfitt e'r að skera niður ríkisútgjöld nú á þessum tímum, þegar flestar þjóðir verða að hækka fjárlög sín. Ég bendi einnig á í sambandi við þetta, að eirinig hinum ske- leggustu flokksmönnum hæstv. ráðherra ætlar að verða heildar- lækkunin býsna erfið. Hv. þm. A-Húnvetninga, Jón Pálmason, sem er alkunnur sparnaðarmað- ur, hefir lagt fram frv. þess efn- is, að veittar verði úr ríkissjóði 2 milljónir króna til þess að bæta upp verð á kjöti og mjólk. Ef þetta frumvarp nær fram að ganga, yrði býsna lítið eftir af sparnaði hæstv. fjármálaráð- herra. (Frh.) VÉLBÁTURINN KRISTJÁN Frh. af 1. síðu. fengum við einhvers konar vatn, sem við gátum notað, að minnsta kosti til að sjóða fiskinn í og slökkva sárasta þorstann. En um líkt ley,ti • og vatnið var búið, urðum við uppiskroppa með eld- spýturnar, en við gættum þess strax, ác5 fáta eídínn ekki drepast, pg fogaðt hann upp frá því þar til hann slokknaði þarna í fjör- Qnnf, um leið og báturinn stevpt- ist. — En okkur vantaði eldivið. Við tókum því upp á því að brenna öllu lauslegu, sem á ann- að borð var hægt að brenna, belgjum, köðlum o. fl. Brutum við timbur úr kojunum og annað þess háttar. Næst lá fyrir okkur að fara að brjóta borðstokkana, en til þess kom þó ekki. Seglin dugðu okkur vel, þó að þau rifnuðu, en síðast var bátur- inn orðinn lekur, og stóðum við siðast í sjó[ í kálfa i lúkarnum. Þegar fréttaritari Aiþýðubiaðs- ins hafði tal af skipbrotsmönnum voru þeir enn í rúmum sínum á Merkjanesi. Þeir voru hinir hress- ustu, enda eru þeir harðgerir menn og formaðurinn annálaður fyrir rólyndi og gætni, en slíkir kostir koma að haldi í slíkum at- burðum. Báturinn er talinn ónýtur. Ligg- ur hann nú á hvolfi. Leitað 100 slómflnr tit «f landinn. Vélbáturinn ,,Kristján“ fór frá Sandgerði, eiris og kunnugt er sunnudagskvöldið 18. febr. síðastliðinn og hefir því verið í 12 daga í hrakningum. Leit að honum hófst mánu- dagskvöldið 18. febrúar og tóku þátt í leitinni björgunarskút- an Sæbjörg, varðskipið Ægir og varðskipið Óðinn og 20 vélbátar frá Sandgerði. Leitað var á stóru svæði frá Reykjanesi og um 100 sjómílur út af landinu, og vestur á miðjan flóa, en án nokkurs árangurs og var leit- inni hætt fyrir viku síðan, eða síðastliðinn föstudag og menn- irnir þá taldir af, enda var veð- ur mjög slæmt, eins og menn muna, þegar báturinn fór á veiðar og næstum alla þá viku. TÍLLAGA VILHJÁLMS STEFÁNSSONAR Frh. af 1. síðu. En eins og lcunnugt er var Monroeyfirlýsingin, sem gefin var út af Bandaríkjastjórn á þá leið, að Bandaríkin teldu það hættulegt öryggi sínu og myndu skoða það sem fjandsamlega at- höfn við sig, ef ríki í öðrum heimsálfum seildust til yfirráða yfir löndum í Ameríku. Síðan er litið svo á, að Bandaríkin hafi með Monroeyfirlýsingunni í raun og veru tekið ábyrgð á sjálfstæði og öryggi hinna am- erísku þjóða gegn utan að kom- andi árás. ,,The Washington Post“ get- ur þess í frétt sinni, að Vil- hjálmur Stefánsson bendi í á- litsskjal sínu á það, að svo geti mjög hæglega farið, að einræð- isríkin í Evrópu, sem Finnland á nú frelsi sitt að verja fyrir, og ógna auk þess Svíþjóð, Nor- egi og Danmörku, fengju auga- stað á íslandi og gerðu tilraun til þess að leggja það undir sig. Og segir hann í því sambandi, að ísland gæti í höndum erlends herveldis orðið mjög hættuleg bækistöð fyrir loftárásir á Ka- nada og Bandaríkin. Sennilega ber að líta á þessa uppástungu Vilhjálms Stefáns- Lanfey Valdimars- dóttir fimntng. Laufey valdimars- DÓTTIR er fimmtug í dag. Hún er vel kunn meðal allrar alþýðu bæjarins fyrir frábært starf í þágu hennar og er óhætt að fullyrða, að fáar konur hafi helgað hinum bágstöddu í þess- um bæ jafn einlæglega krafta sína og Laufey Valdimarsdóttir. * Hún hefir verið aðalkrafturinn í Mæðrastyrksnefndinni, sem hefir látið svo margt gott af sér leiða fyrir fátækar, einstæðar mæður. Hún hefir átt sæti í framfærslunefnd lengi og yfir- leitt starfað mikið að þeim mál- um. Þegar sundrungin varð í Alþýðuflokknum, hvarf hún því miður úr sínum gamla flokki, en slíkar konur láta allt- af gott af sér leiða, hvar í flokki sem þær standa. Laufey hefir verið arftaki móður sinnar í baráttunni fyrir réttindum kvenna, enda má fullyrða, að íslenzkar konur eigi nú fáa jafn skelegga full- trúa sem hana. sonar sem áframhald þeirrar við leitni, sem kom fram í hinni nýju bók hans í fyrrasumar, „Iceland, the First American Republic“, að fá ísland viður- kennt sem amerískt land 1 stað Evrópulands, eins og hingað til. Hverjar undirtektir álitsskjal Vilhjálms hefir fengið hjá Bandaríkjastjórn, er ókunnugt enn. Deilan í veitmgahúsunum: Samningaumleitanir taafnar miili starfstðlknanna og aívínnarekenda . — * —.... Ef ekki næst samkomnlag í dag eða í nótt stððvast vinna í fyrramálið. G AMNINGAUMLEITAN- IR hófust í gær milli at- vinnurekenda og starfs- stúlkna í veitingahúsum, en Alþýðusamband íslands fer með umboð þeirra, og mætti Óskar Sæmundsson fram- kvæmdastjóri þess. Samn- ingaumleitanirnar hófust kl. 5 og stóðu með stuttu hléi til kl. 12 á miðnætti. Fulltrúar atvinnurekenda voru Rosenberg á Hótel ísland, Theodór Johnson í Hótel Vík og Guðlaugur Guðmundsson í Heitt og kalt, en Eggert Claes- sen framkvæmdastjóri Vinnu- veitendafélagsins aðstoðaði þá. Sáttasemjari var viðstaddur samningaumleitanirnar. Ágreiningsatriðin voru rædd fram og aftur, en engin úrslit urðu. í dag kl. 2 koma aðilar aftur saman á samningafund og mun stjórn starfsstúlknafélagsins þá mæta. Það er nauðsynlegt að samn- ingar komist á í dag, því að ef svo verður ekki, þá stöðvast vinna í veitingahúsunum í fyrra málið. Sáttasemjari mun hafa farið fram á það, að starfsstúlkurnar frestuðu vinnustöðvun sinni í hálfan mánuð, en starfsstúlk- urnar munu ekki hafa séð sér fært að verða við því, enda hafa þær gefið fullkomlega löglegan frest. Félag starfsstúlknanna fer ört vaxandi og liggja nú fyrir um 20 inntökubeiðnir í félagið. Félagið heldur fund í kvöld kl. 12 á miðnætti 1 alþýðuhús- inu Iðnó uppi og verða þessi mál rædd þar. Skíðafélag Reykjavíkur heldur skíðanámskeið senibyrj- ar næstkomandi mánudag. Helgi Sveinsson frá Siglufirði íþrótta- og skíðakennari verður kennari Áskriftarlisti liggur frammi hjá kaupm. L. H. Muller til laugar- d^gskvöidi. i j | yrj Í DAO í mmmmm Næturlæknir er Daniel Fjeld- sted, Hverfisgötu 46, simi 3772. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,45 Fréttir. 20,20 Spurningar o« svör: fs- lenzkupáttur (Björn Sigfúss.). 20,35 Kvöldvaka: a) Frú Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá: Hernám ,FIóru‘ 1916. Frásaga. b) 21,10 Einar E. Sæmunds- son skógfræðingur: Hesta- vísur, II. Erindi og vísur. c) Kjartan Ólafsson kveður hestavísur. 21,50 Fréttir. Ntilverhasýnmg Jtins Onðmnndssonar. JÓN GUÐMUNDSSON, ung- ur listamaður, opnaði mál- verkasýningu í dag í Góðtempl- arahúsinu. Verður sýningin op- in í hálfan mánuð kl. 10 f. h. til kl. 9 e. h. daglega. Sýnir hann 40 málverk og eru þau flest ný. Jón hefir aldrei haft málverkasýningu fyrr og má búast við að mönnum leiki forvitni á að kynnast list þessa unga manns, sem talinn er mjög efnilegur listamaður. Hefir hann fengið styrk frá Dansk-Is- landsk Forbundsfond til að nema málaralist í Kaupmanna- höfn, og ætlar hann að fara þangað þegar tækifæri gefst. Fasteignaeigendafélag Rvíkur hefir opnað skrifstofu í Thor- valdsensstræti 6 hér í bæ og verð ur skrifstofan fyrst um sinn op- in daglega kl. 10—12 f. h. og kl. 3—6 e. h. Formaður félagsins Gunnar Þorsteinsson hæstaréttar- má'.aflutningsmaður verður til við tals á skrifstofunni bæði fyrir félagsmenn og aðra fasteignaeig- endur er ganga vilja í félagið, daglega kl. 4—6 e. h. Mun starf- semi skrifstofunnar fyrst um sinn aðallega beinast að útbreiðslu fé- lagsins. Verður þar tekið við árstillögum félagsmanna og nýir félagsmenn geta þar og innritast í félagið, en félagsmaður getur sérhver eigandi og umráðamaður fasteignar í Reykjavík orðið. Þá mun skrifstoían leitast við að afla sér áreiðanlegra upplýsinga um vanskilaleigendur og þá leig- endur sem fara sérstaklega illa með leiguíbúðir sínar. Er ætlast til .þess að húseigendur gefi skrif- stofunni upplýsingar um slíka leigjendur til afnota fyrir þá fé- lagsmenn er leita kunna til skrif- stofunnar í þessu efni. Þá mun skrifstofan, eftir því sem við verður komið og fært þykir láta félagsmönnum í té upplýsingar og leiðbeiningar um skifti leigu- taka og leigusala og hagsmuna- mál félagsmanna yfirleitt varð- andi fasteignir þeirra. Ýmsfleiri verkefni eru skrifstofunni fyrir- huguð í framtíðinni þó að ekki verði að þeim vikið að svo stöddu. SKEMMTIFÉLAGIÐ GÖMLU DANSARNIR. DANSLEIKUR I Alþýðuhúsinu við Hverfisg. laugardaginn 2. marz klukk- an 10 e. h. Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2, sími 4900. Pantaðir aðgöngum. verða að sækjast fyrir kl. 9Á2. Harmonikuhljómsveit (4 manna). Eingöngu gömlu dansarnir. Skaftfellingamót verður haldið að Hótel. Borg 6. marz n.k. ef næg þátttaka fæst. Hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 7,30. RÆÐUR — SÖNGUR — GAMANSAGNIR o. fl. — D A N S. Áskriftarlistar í Verzl. Vík, Verzl. Fram, Klapparstíg, B. S. R. og Hótel Borg. Nauðsynlegt að menn gefi sig fram fyrir 4. marz. Allir Skaftfellingar verða að mæta á Skaftfellingamóti, — I ráði er að stofna Skaftfellingafélag í sambandi við mótið. UNDIRBÚNINGSNEFNDIN. Fasteignaeigendafélag Ref kjav iknr hefir opnað SKRIFSTOFU í Thorvaldsensstræti 6. -- Sími 1324. Skrifstofutími verður daglega kl. 10—-12 f. h. og kl. 3—6 e. h, Formaður félagsins, Gunnar Þorsteinsson hrm. verð- ur til viðtals á skrifstofunni kl. 4—6 e. h. Tekið á móti árstillögum og nýjum félagsmönnum til inn- ritunar í félagið. STJÓRNIN. Nýreytat tajðt Frosið dilkakjöt Lifur Svið Kindabjúgu Miðdagspylsur Kjötverzlanir Hjalta Lýðssonar Hljómsvýt Reykjavfkur. „Brosandi iand“ Óperetta í 3 þáttum eftir FRANZ LEHAR verður leikin í kvöld kl. 8 í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir í dag eftir kl. 1 í Iðnó. Sími 3191. Venjulegt leikhúsverð eftir kl. 3. RÆÐA GÖBBELS Frh. af 1. síðu. ingur í hlutlausu löndunum væri frjáls að því að misnota hlutleysisaðstöðuna til hvers konar gagnrýni. Dr. Göbbels heldur því fram, með öðrum orðum, segir í annarri fregn, að almenningur í hlutlausu lönd- unum megi ekki vera frjáls að því að láta skoðanir sínar í ljós. Dagskrá efri deildar alþingis í dag. 1. Frv. til 1. um breyt. á 1. um stimpilgjald. 2. Frv. til 1. um framlenging á gildi 1. um vöru gjald fyrir Vestmannaeyjakaup- stað. 3. Frv. til 1. um breyt. á framfærslulögum. 4. Till. til þál. um notkun þjóðfánans. — Neðri deild: 1. Frv. til 1. um breyt á 1. um heimild fyrir ríkisstjórnina til ýmislegra ráðstafana vegna yfirvofandi styrjaldar í Norður- álfu. 2. Frv. til 1. um breyt. á 1. um gengisskráningu og ráðstafan ;ir í því sainbandi. FÉLAGSFUNDUR verður haldinn í kvöld klukkan 8Y2 í Alþýðuhúsinu við Hverfisg. FUNDAREFNI: 1. Félagsmál. 2. Upplestur: Pétur Pétursson. 3. Ræða: Stefán Jóh. Stefánssori. Félagar, fjölmennið og mætið stundvíslega. * 1 Munið, félagar. að skrifstofan er opin í kvöld frá klukkan 5—7. Auglýsið í Alþýðublaðinu!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.