Alþýðublaðið - 02.03.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.03.1940, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1940 IgM ií JÖENj % 3 RAUÖU SKÖRNIR. 41) Og böðullinn sagði: — Þú veizt víst ekki, hver ég er? Ég hegg höfuðið af vondum mönnum. 42) Höggðu ekki höfuðið af mér, sagði Karen, — því að þá get ég ekki iðrast synda minna. En högðu af mér fæturna. Og böðulíinn hjó af henni fæturna. En skórnir héldu áfram að dansa yfir heiðina og inn í skóginn. En böðullinn bjó til tréfætur og hækjur handa litlu stúlkunni og kenndi henni sálma. 45) Svo fór hún yfir heiðina. UMRÆÐUEFNI Tímaritið„Jorð“ IMARITIÐ „Jörð“ hefir nú verið gert að mánaðarriti, og er 1. heftið komið út sem sýnishorn. Hvert hefti á að kosta aðeins eina krónu, en til þess að svo geti orðið, þarf marga áskrif- endur. Þetta hefti er 64 blaðsíð- ur, en éf nægilegur áskrifenda- fjöldi fæsí verður ritið stækkað Úqo í 100 síður. Nokkrir ágætir rithöfundar skrifa í þetta hefti, svo sem Gunnar Gunnarsson, Sigurður Nordal og Guðbrandur Jónsson; enn fremur er þar kvæði effir Tómas Guðmundsson. Grein Gunnars Gunnarssonar: „Landið okkar“, er hin ágætasta í alla •staði. Quðraundur Einarsson frá Miðdal rifar um ferð á Goða- landsjökul, ritstjórinn, Björn O. BjömsSon, skrifar grein, sem hann nefnir: Heimsókn til Einars Jónsso'nar. Fyjgja greininni þrjár myndir af líkneski Einars af Jón- asi Hallgrimssyni. Sigurður Nor- dal skrifar þarfa hugvekju um þióðmenningu og stjómmál. Þá er grein um Finnland. Sigfús Halldórs frá Höfnum ritar um það, sem er aðalumræðuefnið þessa dagana, hina vofeiflegu at- burði úti i löndum. Guðbrandur Jónsson skrifar um bækur, og loks er framhaldssaga eftir .Som- merset Maugham. Enn fremur eru greinar um líkamsmenningu, garð rækt og fleira. í ávarpi sínu til lesenda kveðst rltstjórinn munu birta greinar um íslenzka þjóðmenningu, bækur og listir, uppeldi, heimilismenn- ingu, hjúskap og trúmál. Þetta fy.rsta hefti, sem út er komið, er fjölbreytt að efni og lofar góðu um áframhaldið. Dönsku blöðin birtá langar greinar og viðtöl við bókaútgefandann Ejnar Munksgaard í tilefni af 50 ára afrnæli hans. Við tíðindamann „Berlingske Tidende“ sagði Munksgaard: Ég lít á íslendinga sem sérstæðustu og gáfuðustu þjöð Norðurlanda. Það sanna þau stórvirki, sem þeir hafa iskapað í fortíð og sameina Norð- Urlöndin í núííð. — Munksgaard hefir fengið heillaóskaskeyti frá fjölmörgum löndum. Einnig hefir honum verið afhent hátiðarit á áíta málum, þar á meðal ís- lenzku. (FO.) Skíðaslóðir, nýja bókin um skíðaíþróttina. Slefsögurnar. Drepið á dæmi. Þulan og er- lendi fréttalesturinn. Oper- ettan og söngvarnir. H. og S. svara hagstofustjóra og koma með nýjar spurningar. —o—- ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— ÉG SPÁI ÞVÍ að „Skíðaslóðir" eftir Sigmund Ruud verði vinsæl bók og víðlesin af ungu fólki hér á landi. ívar Guðmunds- son blaðamaður hefir þýtt þessa bók. en ísafoldarprentsmiðja gefið hana út og er frágangurinn allur hinn vandaðasti. Bókin er spenn- andi frásaga um skíðaferðir og skiðauppeldi og auk þess er hún prýdd fjölda mynda. Meðal þeirra er til dæmis mynd af Ruud gamla föður hinna fimm sona, sem flestir eða allir eru kunnir skíða- menn og sumir heimsfrægir. ÉG HEFI TVISVAR áður minnzt á slefsögurnar í bænum. Slefsögur ganga alltaf manna á meðal. Þær fylgja nú einu sinni mönnunum. Þær eru misjafnlega skaðlegar, en alveg er það óskiljanlegt, að búnar skuli vera til algerlega að tilefnis- lausu sögur um það, að tiltekin skip hafi farizt. Um síðustu helgi gekk sú saga mjög hér um bæinn, að eitt af flutningaskipum okkar hefði verið skotið í kaf. Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem slíkar sögur hafa komizt á kreik síðan stríðið brauzt út, því að alltaf hafa þær gosið upp við og við. Sem bet- ur fer hafa þær allar reynzt rang- ar, en það verður að teljast ein- kennileg iðja hjá þeim, sem slíkar sögur semja. ÞÁ HEFIR undanfarið gengið sú saga um bæinn, að kunnur lista- maður hafi fundizt sekur um ö- venjuleg afbrot og að mál hans sé nú til rannsóknar hjá lögreglunni. Var jafnvel sagt, að tiltekinn lög- fræðirigur hefði mál hans til með- ferðar. Ég hafði heyrt þessa sögu úr allmörgum áttum og þegar ég hitti þennan listamann fyrir nokkr- um dögum, spurði ég hann að því, hvað hæft væri í þessu. VITANLEGA var sagan ósönn frá rótum. Slíkar sögur og þessar eru uppfundnar af einhverjum mjög aumum mannpersónum. Mennirnir, s.em verða fyrir þeim, eiga erfitt með að hrekja þær og mætti þá svo verðá að þeir lægju undir sögunum og svo þegar al- menningur verður ekki var við það að viðkomandi fái neina hegn- ingu. þá et strax sagt að yfirvöldin hafi hlíft honum. Slíkar sögur hafa og heyrzt. — Það væri mikill og góður vottur um aukna menningu Reykvíkinga ef sögur eins og þess- ar hættu að heyrast. ÉG MÓTMÆLI ÞVÍ alveg að þulan í útvarpinu sé látin lesa er- lendar fréttir. Hún getur það ekki DAGSINS. og henni hefir ekkert farið fram með þetta síðan hún byrjaði. Hún ber elend orð svo vitlaust fram, að undru msætir. Jafnvel svo algengt borgarnafn eins og Cuxhaven kann hún ekki að bera fram og er það þó nefnt oft hér í Reykjavík. Þul- an segir „Söxhaven“ í staðinn fyr- ir Kúkshafen. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Mér finnst líka að undirbúningstíma hennar við lestur innlendra frétta ætti nú að fara að verða lokið. Henni verður mjög oft á alls konar mislestur og hygg ég að það sé af því að hún gefi sér ekki nægan tíma, auk þess sem handritin eru auðvitað ekki góð. — Ég hefi ekki viljað vera að birta aðfinnslur um þetta undan- farið vegna þess að ég hygg, að ekki sé hægt að fá neinn byrjanda fullkominn. Rödd ungfúarinnar er góð og hún verður því að vanda sig. — En meðal annarra orða: Fer hún ekki að ganga út eins og hinar þulurnar? ÓPERETTAN „Brosandi land“ : hefir nú verið sýnd 6 sinnum alltaf i fyrir húsfylli og við vaxandi vin- sældir. Það er líka ekki að undra, því að hér er um mjög glæsilega skemmtun að ræða, sem enginn getúr svikið sig um, sem annars hefir ráð á því að sækja skemmt- anir um þessar mundir. Vitanlega verður söngurinn minnisstæðastur og get ég ekki stillt mig um að birta hér á eftir erindin, sem Mi (Sigrún Magúsdóttir) syngur ynd- . islega og önnur, sem Pétur Jónsson syngur: Eiri er tízka allsráðandi enn í dag í voru landi: sú, er sýndist góð fyrir syndaflóð. Hattaprjál og silkisokkar sæma ei hefðarmeyjum okkar og hin flegnu föt vitna um vonda hvöt. Tscha, tschi, tschi, tschu, tschu. Við sama búning bárum, tscha, tschi,, tschi, tschu, tschu, fyr’ átta þúsúnd árum. Nakta arma eða fætur allar forðast heimasætur, allt skal vera. vftt og þó einkum sítt. Fegurð hrífur hugann meira, andann grunar ennþá fleira ef hún hjúpuð er. Þetta vitum vér. Gaman það er ætlað yður éitt, — að hlaða börnum niður og að þjóna eiginmanninum. . Eldhússtrit er ykkar vegur og svo nýjar sængurlegur. Það eitt varðar eiginkonurnar. Haldið þið þá, að við höfum ei aðrar kenndir líka? Sei, sei, nei! Og því skulum okkur temja ástarinnar leik að fremja; — fleira varði okkur fráleitt um. Siðlega sér hegða og haga, heima sitja alla daga, bíða eftir eiginmanninum, sem til elli af ei lætur útiflakki, daga og nætur. En það varðar okkur fáleitt um. Haldið þið þá, að við höfum ei aðrar kenndir líka? Sei, sei, nei! Og því skulum okkur temja ástarinnar leik að fremja, fleira varði okkur fráleitt um. OG PÉTUR JÓNSSON syngur: Þú ein ert ástin mín. ef þú ert fjær ég föln’ og dey sem fjallablóm í hlíð, er vetur slær og vægir ei. Þú veizt mitt dýsta ljóð er ort af þránni, sem brennir mitt blóð, og seg mér enn að þú elskir mig. ' Ó, seg þú aftur enn: Ég elska þig. > Og þó þú farir frá mér, ég finn þig alltaf hjá mér. Ó, leyf mér æðstu lífsins veiga 1 af ljúfum vörum þínum teiga, þú ást mín ein. Sem logaglóð er þitt lokkanna flóð, draumblíð og bljúg af þrá blika augun þín skær. Rödd þín mig andar á ásthlý, sem vorsins blær. Þú ein — — — H. og S. svara í eftirfarandi bréfi hagstofustjóra og bera fram nýjar fyrirspurnir. „Við þökkum svar Hagstofunnar 28. febr. s.l., við fyrirspurn okkar frá 26. sama mánaðar, en við erum því miður ekki ánægðir með svarið og verð- um því að spyrja aftur. Hagstofu- stjórinn viðurkennir að verðhækk- unin á kolum sé orðin 86% og á rafmagni 16% frá því í janúar 1939, en með því að gas hafi ekki hækkað og steinolía lítið, þá verði hækkunin á eldsneytis- og ljósmet- isliðnum í heild, miðað við áætlaða notkun 5 manna fjölskyldu hér í Reykjavík, aðeins 30%. Við spyrj- um enn, hvernig má þetta ske? Eftir hvaða hlutföllum er þessum fjórum auðsynjum skipt miðað við óætlaðar þarfir hér í Reykjavík? EF KOLIN væru áætluð vera helmingur af kostnaðarliðnum mið að við janúar 1939, og er.gin yerð- hækkun hefði orðið á rafmagni, gasi og olíu síðan, þá væri meðal- hækkunin samt orðin 43% í jan. s.l. Nú hefir rafmagn einnig hækkáð talsvert og gas og olía eitthvað, svo að augljóst er að á- ætlað er ríflega í þá liði sem minst hafa hækkað og lítt skipta máli, ef heildarhækkunin er ekki nema að eins 30%. Ef skiptingin vaéri þannig á eldsneytis og ljósmetis- kostnaðinum í heild: Gas og olía rúmur helmingur, kol ca. 14 og rafmagn tæpur %, þá virðist okk- ur vera hægt að fá sömu niður- stöðu og hagstofustjórinn, en að- eins með þessari aðferð. En þessa aðferð getum við ekki skilið, því að svona vitlausa áætlun um hlutfallsskiptingu þessara nauð- synja, gerir enginn einstaklingur, hvað þá sjálf Hagstofani. Undir svoleiðis áætlanir myndi ekki vera eytt pappír nú í kreppunni. Hér hlýtur því að vera eitthvað óupp- lýst sem við ekki skiljum.“ „HAGSTOFUSTJÓRINN viður- kennir réttilega að olíuverðið skipti ekki máli í þessu sambandi, enda olía lítið eða ekkert not- uð af almenningi hér í Reykja- vík. Það er því af þeirri ástæðu augljóst að það getur efcki sam- rýmst þörfum neinnar fjölskyldu hér í Reykjavík að eyða meiru fyrir gas, en kol og rafmagn til samans. Við biðjum afsökunar á því, að við getum ekki séð að nauðsynlegt sé að vigta ofan í margar fjölskyldur í heilt ár til að áætla þetta sæmilega rétt. Getur ekki Hagstofan valið vso marg- ar fjölskyldur sem henni sýnist og fengið notkun þeirra á kolum upp- gefna hjá einhverri kolaverzlun hér í bænum, á gasi hjá Gasstöð- inni og á rafmagni hjá Rafveit- unni og áætlað notkunina eftir því? Á svipaðan hátt, eða með enn einfaldari aðferð, virðist okkur að áætla mætti aðra kostnaðarliði í venjulegum framfærslukostnaði fjölskyldu af ákveðinni stærð hér í Reykjavík, án þess að nokkru verulegu skakki frá því raun- verulega og virðist því ekki nauð- synlegt að vigta allar nauðsynjar (þar með gas og rafmagn) í heilt ár til að áætla eitthvað nálægt þ\'í rétta, en af fengnum upplýsing- um Hagstofunnar virðist mega róða að eftir þessum vigtarseðlum hafi verið beðið í meir en 20 ár.“ „VIÐ SÁUM í einhverju blaði fyrir skömmu, Tímanum, að okkur mirinir, grein eftir hagstofustjór- ann, þar sem hann skýrir vísitölu- útreikning Hagstofunnar sem ein- hvern hálf dularfullan talnaleik, en ekki sem áætlaðar þarfir 5 manna fjölskyldu í Reykjavík. — Þetta vakti undrun okkar og furð- ar okkur á að þessu skuli ekki hafa verið svarað, þar sem í hag- tíðindunúm hefir staðið í 24 ár, að slíkur útreikningur byggist á áætl- aðri þörf 5 manna fjölskyldu og okkur virðist þessi útreikningur ekki margbrotnari en svo, að hver óbrotinn alþýðumaður hljóti að skilja hann og gæti jafnvel ann- ast hann með sínum eigin penna. En okkur, þessa venjulegu alþýðu- menn undrar ekki þótt reynt sé að halda okkur í þeirri trú, að við sé- um og eigum að vera fáfróðir, ef telja á okkur trú um að við þurf- um ekki meira af kolum fyrir 5 manna heimili hér í Reykjavík en tæpt eitt tonn af kolum á ári, en það virðist okkur vera áætlað samkvæmt framanrituðu, sem við þó ekki trúum að sé rétt, en vænt- um að fá skýringu á í næsta svari hagstofustjóra.“ „AÐ SÍÐUSTU ÞETTA: Hag- stofan áætlar ársþarfir 5 manna fjölskyldu í Reykjavík af eldsneyti og ljósmeti kr, 180,70, miðað við verðlag í janúar 1939, en kr. 234,41 miðað við verðlag í janúar s.l., þegar kolatonnið eitt kostar kr. 92.00. Suma aðra kostnaðarliði áætlar hún af álíka sparsemi. Þetta getum við alls ekki skilið, og heldur ekki hlutfallið í skipting- unni milli hinna einstöku kostnað- arliða. Við þessu óskum við að fá svar, að öðrum kosti leyfum við okkur að benda á, hvort ekki muni rétt að hætta að prenta hinn svo- kallaða vísitölureikning?“ Hannes á horninu. | Útbreiðið Alþýðublaðið! J0HN DICKSON CARR: Norðio í vaxfflpdasafninD. 64. Það getur ,vel verið, að það kosti mig hvorki meira né minna en stöðuna. En ég ætla að láta auðnu ráða með hann, alveg eins og um fjárhættuspil væri að ræða. Ungfrú, er hægt að færa símann yðar hingað? — Ég skil ekki við hvað þér eigið. —- Þér þurfið ekki að skilja það. Svarið mér, er hægt að færa símann úr klefanum og hingað inn á borðið? Hún reís hægt á fætur, klemmdi saman varirnar og gekk snúðugt inn 1 klefann, tók símann, kom með hann og lagði hann á borðið. — Vill herrann ekki segja dkkúr, hvers vegna hann gat ekki farið ínn í klefann og hringt þaðan? — Ég vildi gjarnan lofa ykkur ’að heyra samtalið. Jeff, viltu lafa mer að sitja í þínum stól? Hvað var nú á seyði? Ég stóð á fætur og gekk fáein skref aftur á bak og tók dagblaðið, sem hafði verið notað til þess að skyggja lampann með. Benolin skipaði okkur öllum að setjast umhvcrfis borðið. Chaumont laut fram og glennti upp auguh? Márié Augustin var náföl eins og vaxmyndirnar í safni íöður lenriar, en faðir hennar tautaði einhverja óskiljanlega þvælu fyrir munhi'sér. -t- Halló sagði leynilögreglumaðurinn og hallaði sér aftur á bak í stólnum’. — Halló, tólf áttatíu og fjórir. Hann starði hálfluktum augum 1 aringlæðurnar. Úti fyrir heyrðum við vagn þjóta um götuna. Svo heyrðum við ýskra í hemlum, um leið og annar vagn þaut fram hjá. Þessi hávaði lét 1 eyrum okkar eins og váboði eða útburðarvæl. — Það er símanúmer Martels, sagði Chaumont. Það var þögn meðan verið var að ná í liðsforingjann í sím- ann, Herra Augustin þurrkaði sultardropa af nefin á sér á erminni á náttfötunum. — Hann situr einsamall 1 bókasalnum sínum núna, býst ég við, sagði Bencolin glottandi. — Ég sagði honum, að hann mætti búast við því, að ég hringdi til hans bráðlega . . . — Já, er það Martel liðsforingi? Það er Bencolin. Hann hélt símatólinu ofurlítið frá eyranu. Það var svo þög- ult, að glöggt heyrðust svör herra' Martels. Það var eitthvað óviðkunnanlegt við þessa hásu, skræku rödd, en þó virtist maðurinn rólegur. — Já, herra minn, — ég beið eftir upphringingu yðar. — Ég talaði við yður fyrir stundu síðan. — Já. — Ég sagði yður, að ég neyddist til að láta taka yður fastan. — Það er skiljanlegt, herra minn, sagði röddin ofurlítið óþolinmóðlega. — Ég minntist á það hneyksli, sem af þessu myndi leiða. Nafn yðar, dóttur yðar og konu verður nefnt með megnustu fyrirlitningu. Þér verðið að skýra frá glæpum yðar og líferni dóttur yðar í réttarsalnum fyrir fjÖlda áheyrenda, þar sem menn af öllum stéttum stara á yður gapandi af undrun. Bencolin talaði mjög rólega og af mikilli alvöru. Hása rödd- in greip fram 1 fyrir honum. — Ég veit þetta allt, herra minn. — Og ég spurði yður, hvort þér settuð ekki eitur í fórum yðar. Þér svöruðuð því, að þér ættuð saltsýru, sem er skjót- virk, eins og þér vitið. Hann hélt símatólinu þannig, að við gátum heyrt svarið. —• Og ég segi yður aftur, herra Bencolin, hreytti Martel út úr sér. — að ég er við því búinn að taka út hegningu fyrir það, sem ég hefi gert. Ég er ekki hræddur við fallöxina. — Það er ekki það, sem um er að ræða, herra liðsforingi, sagði leynilögreglumaðurinn með hægð. — En setjum nú svo, að ég leyfði yður að taka inn eitrið og málið yrði aldrei gert opinberað ... Marie Augustin gekk nokkrum skrefum nær. Bencolin snéri sér að henni ygldur á svip. Hún settist aftur. — Það er undir spilaheppni yðar komið, herra minn. — Ég skil yður ekki. — Ef þér drekkið saltsýruna, herra minn, þá get ég haldið málinu leyndu. Þá yrði aldrei gert uppskátt um líferni dóttur yðar eða þátttöku hennar í skemmtunum klúbbsins. Allt, sem þetta ógeðfellda mál snertir, myndi verða grafið og gleymt. Ég lofa yður því og þér vitið, að ég efni loforð mín. Við heyrðum í símanum að gamli maðurinn dró þungt and- ann. — Hvað eigið þér við? spurði hása röddin. — Þér eruð síðasti afsprengur ættarinnar, herra liðsforingi. Ennþá er tími til að koma því svo fyrir, að Martels-naínið verði nefnt með virðingu. En ef málið yrði uppskátt, þá getið þér hugsað yður, hvað sagt yrði um Martelsættina í öllum húsum, æðri jafnt sem lægri. Jafnvel skóarinn og götusóp- arinn myndu hrækja á gröf yðar. — í hamingjubænum, sagði Chaumont hvíslandi. — Hættið að kvelja manninn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.