Alþýðublaðið - 04.03.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.03.1940, Blaðsíða 2
MiNODAGUR 4. MARZ 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ RAUÐt; SKÓRNIR, 46) —■ Nú hefi ég þjáðst nóg fyrir rauðu skóna, nú fer ég í kirkju. En þegar hún kom í kirkjuna dönsuðu rauðu skórnir á undan henni og hún varð hrædd og snéri við. 47) Alla vikuna var hún sorgbit- in og grét, og á sunnudaginn á- kvað hún að fara til kirkju. 48) Og svo fór hún til kirkju. en þegar hún kom að kirkju- hliðinu, sá hún rauðu skóna dansa á undan sér. Þá varð hún sorgbitin og snéri við. 49) Og hún fór á prestssetrið og bað um vinnu. Og prestskonan kenndi í brjósti um hana og tók hana til sín. Og hún var dugleg og hugsunarsöm. 50) Hún hlustaði á, þegar presturinn las upp úr biblíunni. Og öllum féll vel við hana. Orðsending til kaupenda út um land. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeár, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. 4 I|r bátnr i Niarðvík. l^YRIR NOKKRU hljóp af stokkunum nýr bátur frá skipasmíðastöð Péturs Wige- lund í Njarðvík og er það þriðji báturinn, sem smíðaður var þar á síðastliðnu ári. Báturinn er 67 smálestir að stærð, 72 fet á lengd, 17 fet á breidd og 9 feí á dýpt. Vélin er þriggja sylindra Alfa-diselvél frá Burmeister & Wain. af nýjustu gerð, og er áætlaður hraði bátsins um 10 mílur. Báturlnn er aliur úr ©ik, og eru í honum vistarverur fyrir 16 menn og að öðru leyti er út- búnaður allur hinn vandaðasti. Kostnaðarverð á bátnum tilbún- um á veiðar verður um 140 þús. kr. þar í innifalinn styrkur frá fiskimálanefnd. Eigendur eru C amvinnuútgerðarfélag Kefla- \ ,*kur. Stjórn þess skipa Dani- val Danivalsson, Kristinn Jóns* ccn, Valgarður Þorkelsson, Guðni Guðleifsson og Jón G. Pálsson. Skipstjóri er fyrst um sinn Guðmundur Guðjónsson. Báturinn hlaut nafnið Keflvík- ingur, og er gert ráð fyrir að Griðasan laað, sei iningarinn sið Finn n Rðssland brant. AÐ er nauðsynlegt, að a|h menningur fái að vita, h\ernig ekki-árásar-samningurinn milli Sovét-Rússiands og Finn- lands hljóðar, sem Rússar hafa nú upphafið með þeirri tylli- ástæðu, að Finnar hafi brotið hann fyrst. Samningurinn var undirritaður í Helsingfors 21. jan. 1932 af þeim. A. S. Yrjö Koskinen, þá- verandi utanríkismálaráðherra, sem seinna varð sendiherra i Moskva fyrir hönd Finnlands, og fyrir hönd Rússlands af ráðherr- anum J. Maisky, sern nú er sendiherra í London. í formála samningsins er sagt, að markmið hans sé „óskin um aö sty.ðja að því, að efla friðinn", og sannfæringin um að „friðsam- leg lausn sérhverra deiíumála milli finnska lýðveldisins og Sov- étríkjanna sé báðum samnings- aðilum í hag og muni stuðla að vinsamlegri samvinnu og góðu nábýli milli þessara landa.“ Hér fara á eftir þær greinar samningsins sem máli skipta. 1. grein: Samningsaðilarnir á- byrgjast gagnkvæmt, að ekki verði hröflað við núverandi landamærum millí finnska lýð- veldisins og Sovétríkjanna, sem ákveðin voru í friðarsamningn- um, sem lokið var í Dorpat 14. okt. 1920, og er sá samningur hínn óbrey.tanlegi grundvöllur sambúðarinnar og þessi riki skylda sig til þess að forðast allar árásir hvort gegn öðru. Til árása telst sérhvert ofbeld- isverk, sem skerðir friðhelgi yfir- ráðasvæðis annars hvors samn- ingsaðilans og stjórnarfarslegt sjálfstæði, jafnvel þótt það sé framið án stríðsyfirlýsingar og komizt sé hjá hinum ytri tákn- um stríðsins. 2. grein: Ef annar samningsa'ð- ili verður fyrir árás eins eða fleiri annara ríkja, skuldbindur hinn samningsaðilinn sig til að gæta hlutleysis meðan á deilunni stendur. Ef annar samningsaðilinn byrj- ar árás gegn þriðja ríki, geíur hinn samningsaðilinn sagt upp þessum samningi fyrirvaraiaust. 3. grein: Báðir samningsaðilar skylda sig til þess að taka ekki þátt í neinum samningi eða sam- komulagi, sem bersýnilega er hann fari á veiðar einhvern næstu daga. Yrjö Koskinen, sendiherra Finna í Moskva fram að ófriðarbyrjun. Maisky, áður sendiherra Rússa í Hel- singfors, nú sendiherra þeirra í London. f jandsamleg hinum samningsaðil- anum og stríðir gegn þessum samningi formlega eða efnislega. 5. grein: Samningsaðilarnir lýsa því yfir, að þeir skuli alltaf leit- ast við að ley.sa í anda réttlæt- isins öll deilumál, hverrar teg- undar eða uppruna sem vera skal, sem kunna að koma upp milli þeirra, og skuldbinda sig jafnframt til þess að leysa þau einungis eftir friðsamlegum leið- um. Með þetta markmið fyrir augum skuldbinda samningsaðil- arnir sig til þess að láta gerðar- dóm gera út um allar deilur, sem upp kunna að koma milli þeirra, éftir að þessi samningur hefir verið undirskrifaður, svo fremi sem ekki hafi tekist að jafna þær eftir venjulegum samn- ingaleiðum. Réttindi, skipun og vinnubrögð gerðardómsins skulu ákveðin með sérstökum viðbótar- samningi, sem telst hluti af þess- ttm samningi, og skulu samnings- aðilarnir gera þenna viðbótar- JÖHN DICKSON CARR: —■■■■■,_ _____________ Nofðin í ¥axmyndasafBiDn. 85. — Og þetta allt gæti ég sparað yður, Martel liðsforingi, ef þér vilduð ennþá einu sinni taka á yður áhættu og vogun spiíaraannsins. RÖddin var ennþá hásari en áður. — Ég skil yður ekki ennþá, herra minn. — Jæja, lofið mér þá að útskýra málið fyrir yður. Hafið þér saltsýruna við hendina. Röddin: Hún er hér í skrifborðsskúffunni minni, í ofurlítilli flösku. Ég útvegaði mér þessa flösku í síðasta mánuði. . . • • — Takið upp flöskuna, herra liðsforingi og setiið hana á borðið. Gerið eins og ég segi, takið hana upp og setjið hana á borðið. Þar getið þér fengið skjótan, heiðarlegan dauðdaga. Horfið nú á flöskuna stundarkom. Það varð þögn. Bencolin kipraði saman augnalokin og glott lék um varir hans. Hver dráttur í andliti hans bar vott um skap- festu. — Þér horfið .á flöskuna. Ef þér rennið niður einum dropa, dettið þér dauður niður. Það lítur svo út, sem þér hafíð stytt yður aldur af sorg vegna hinna hörmul*gu örlaga dóttur yíar. Jæja, hafið þér svo ekki hjá yður spilastokk? Ég er ekki að gera að gamni mínu, það megið þér vera viss um. Þér hafið spilin, Það er gott. Jæja, herra minn, nú kem ég með uppá- stungu mína. — Þér dragið tvö spil og látið auðnu ráða. Fyrra spilið dragið þér fyrir mig, en hitt fyrir yður. Þér eruð þarna ein- samall, er ekki svo? Það er ágætt. Svo segið þér mér í símann, hvaða spil þér dragið. — Chaumont átti ervitt með að ná andanum. Allt í einu skildi ég, hvað um var að vera. Bencolin hélt áfram: — Ef spilið, sem þér dragið fyrir mig, er hæri*a en spilið, sem þér dragið fyrir yður, þá skuluð þér læsa niðri flöskuna með eitrinu og bíða eftir lögreglunni. Þá verðið þér að þola allar hörmungarnar, sem yfirheyrslan og dómurinn valda yður, hneykslxð og aftökuna. En ef yðar spil er hærra en mitt, þá drekkið þér eitrið. Og ég legg það við dreng- skap minn, að aldrei framar skal verða á þetta mál minnst. Þér hafið alla ævi verið fjárhættuspilari, liðsforingi. Þorið þér að hætta á þetta? Munið, að ég tek yður trúanlegan. Engnn annar en þér fær að sjá spilin, sem þér dragið. Nú varð löng þögn. Ég hugsaði mér gamla manninn sitjandi í hinu skuggalega bókasafni «ínu, starandi á eiturflöskuna. Klukkan tifaði. — Jæja, herra, sagði röddin. Röddin var þurrleg og var rétt að hún hevrðist: — Jæja, herra, ég tek tilboði yðar. Bíðið andartak meða>i ég 1 spilát. samning svo fljótt sem unnt er og að minnsta kosti áöur en þessi samningur hefir veri'ð und- irritaður af viðkomandi þjóðum. Þetta eru aðalatriði samnings- ins. En með samkomulagi 7. apríl 1934 ákváðu Finnland og Rúss- land að fnamlengja samninginn tíl 31. des. 1945. Samningurinn er ótvíræður, og það er ekki hægt að hártoga hann. Aöeins ef annar aðillinn réðist á þriðja ríki átti hinn aðilinn rétt á þvi að segja upp samn- ; ingnum fyrirvaralaust. Þegar Sovét-Rússland réðist á Pólland í septembermánuði, gat Finnland sagt samningnum upp, en notaði sér ekki þann rétt. Krafa Rússa um mikilsverða hernaðarlega staði á finnsku landsvæði braut í bága við 1. grein samningsins. Árásin á Finnland braut í bága við 1. og 5. grein samningsins. Fyrir þeirxi fullyrðingu, að Finnar hafi rofið landamærafrið- helgina, finnst ekki skuggi sönn- unar, og öll heilbrigð skynsemi mælir gegn því, að til þess nokkur líkindi, því að það er með öllu óhugsandi, að Finnar hafi viljað egna Rússa. 5. grein samningsins skyldaði Rússa til þess að leysa allar deilur ein- ungis eftir friðsamlegum leiðum. Finnska stjómin hefir borið á- sökunina tll baka og boðizt til að leggja málið undir rannsókn og dóm hlutlausrar nefndar. Yfir höfuð hefir finnska stjórn- in alltaf verið viljug á að jafna deiluna samkvæmt 5. grein samn- ingsins. Hvorki samkvæmt orða- lagi sínu né efni gaf sáttmálinn Sovét-Rússlandi rétt til þess að á eigin spýíur að ógilda samning- inn, aðeins vegna eigin ásakana, sem ekki gátu staðizt. Aðeins frá rökfræðilegu sjónar- miði, án nokkurrar tilfinninga- semi er hægt að bera fram sem óhrekjanlega staðreynd, að Finn- land hefir haldið samninginn, en Sovét-Rússland rofið hann. Útborgan ellilaaia ofi ðrorknbéta. ÞAÐ er á hverju hausti aug- lýst, bæði í blöðum og út- varpi, hvenær úthlutun fer fram á ellilaunum og örorkubótum. — Þar er tekið fram, að þ&ð fólk verði þeirra fy.rst og fremst að- njótandi, sem aldrei hefir þegið styrk, er orðið óvinnufært og nógu gamalt til þess að fá elli- laun, og eftir þvi meíra, sem menn eru ver farnir, allt að full- tpn lífeyri, og er þetta sam- kvæmt lögum. En svo virðist kioma annað í Ijós við úthlutun þessara styrkja. Dæmi em til þess, aö menn á áttræöisaldri, sem em eignalitlir eða eignalausir, sem aidrei hafa. noáð styrks og em að pína sig til þess að lifa utan bæjarkass- ans áfram, fá sendar heim þetta 52 kr. og allt niður í 2 kr., en 48 kr. em teknar upp í sjúkra- samlagsgjald. Af öðrum vom jafnvel tekin ellilaunin við sið- ustu úthlutun, er áður hafa notið þeirra, þótt ástæður séu sam- bærilegar við ástæður þeirra, sem úthlutun hafa hlotið, og einnig óbreyttar frá fyrra ári. Sama gildir um örorkubætur, þó að um sé að ræða menn, sem hafa 100 °/o örorku eftir læknis- vottorði, hafa aldrei þegið styrk og ættu því samkvæmt lögum að fá fullan lífeyri. Slíku fólki er úthlutað 100 kr. Af því er haldið eftir 48 kr. í sjúkrasam- lagsgjald. Hins vegar er úthlut- unin miklum mun ríflegri ti! þess fólks, sem hefir verið og er að meira eða minna leyti á bænum. Þannig virðist því meg- inákvæði laganna, að þeir, sem ekkí hafa hlotið sveitarstyrk, ' skuli fy,rst og fremst njóta elli- og örorkutrygginga, vera alger- lega snúið við i framkvæmdinni, AfleíÖingin er sú, að það fé, sem á að ganga til elli- og örorku- trygginga, rennur að mestu i bæjarkassann, en eftir standa hin i- óvínnufæm og ellihmmiu gamal- menni og öryrkjar styrklausir og styfklitlir, lifandí við fátækt og þröngan kost. Það má e. t. v. segja, að þess- ar aðfarir séu mannlegar, en göfugmannlegar em þær ekki, Lögin em brotin á tvennan hátt. ! stað samvizkusamlegrar úthlutunar í samræmi við lögin er níðst á þessum vesalingum, sem Am að baslast áfram án þéss að þiggja bæjarstyrk. I öðm lagi era lögin brotin með þvi að halda eftir sjúkrasamlags- gjaldi, þó aldrei nema bæjarráð, tíæjarstjórn og aðrir slikir geri samþykktir þannig útbúnar, áð þær notast sem heimild fyrir bæjarstjórn til þess að halda þessu gjaldi eftir og það eins hjá fólki 67 ára og eldra; því samkvæmt lögum em allar slíkar samþy.kktir ógildar, nema þær séu stáðfestar af ráðherra. Nú vildi ég skora á þing Og stjóm að endurbæta lögin þann- ig, að ekki finnist á þeim slík glufa, að kleift sé fyrir þá menn, sem hafa þessa úthlutun á hendi, að smjúga þar í gegn frá þvi ao framkvæma hinn upphaflega að- altilgang laganna og þar með að tryggja það, að lögin séu ekki brotin á þessu fólki, sem ekki getur borið hönd fyrir höf- uð sér. G. Ölafsson, Útbreiðið Alþýðublaðift! Marie Augustin stundi þungan: — Þér eruð djöfull í manns- mynd .... þér eruð _____ Hún titraði frá hvirfli til ilja. Allt í einu rak faðir hennar upp gjallandi, óhugnanlegan hlátur, sem lét hræðilega í eyrum. — Hann horfði með mikilli hrifsingu á Bencolin. Klukkan tifaði, ennþá féll einn kolamoli á gólfið og úti á götunni heyrðist 1 bílhomi. — Ég er tilbúinn, herra, sagði röddin. — Nú dragið þér fyrir mig — og þér vitið, hvað er undir því kömið: — Það varð þögn ofurlitla stund. — Yðar spil, herra minn, er tígulfimm. — Ó, sagði Bencolin, — það ef ekki hátt spil, liðsforingi. Það ætti. ekki að vera vandi fyrir yður að vinna þetta spil. Hugsið nú um það, sem ég hefi sagt yður og dragið fyrir mig. Hann horfði á mig og glotti háðslega. Klukkan tifaði. Vagnaskrölt heyrðist úti fyrir. Augustin gamli stiklaði fram og aftur um gólfið. — Jæja, liðsforingi? sagði leynilögreglumaðurinn og hækk- aði röddina ofurlítið. Þá heyrðist röddin í símanum. Chaumont var náfölur í and- liti. — Spilið mitt, herra minn. Röddin skalf ofurlítið. — Spilið mitt er spaðaþristur. Ég skal bíða eftir lögreglunni. ENDIR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.