Alþýðublaðið - 04.03.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.03.1940, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 4. MARZ 194b. ALOYSUBIASÍS Eftlr sex mánaða strfð. ♦--------— ----------——— ♦ FRÁ sama ónefnda höfundinum, sem skrifaðí um stríðið á þessum stað skömmu eftir nýjárið, þegar það hafði staðið í fjóra mánuði, hefir Alþýðuhlaðinu nú borizt eftir- eftirfarandi yfirlitsgrein, eftir að sex máiiuðir eru liðn- ir fró því að stríðið hófst. *--------------—---------- ALÞYÐUBLAÐIÐ SITSTJÓHI: F. R. VALDEMARSSON. 1 fjarveru: hana: STEFÁN PÉTURSSON. AFGrRFIÐSLA: AtÞÝÐUHÚSIND (InngRngur írá Hverfiasötu). SÍMAR: 4900: Aígreiösla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (Innl. fréttir). 4.902: Ritstjórl. 4ÖjÖ3: V. S. Vilhjálm* (hetma). 4908: Alþýöuprentsmiöjan. 4908: AfgreiÖsla. 5021 Stefán Péturscon (heima). ALÞÝÐUPRENl'SMIÐJAN «--------------------------♦ Tvö frnmiðrp félags málarððherra. MEÐ tilliti tíl hinnar vax- andi dýrtíðar af völdum stríðsins munu tvö lagafrumvörp, sem útbýtt var á aíþingi fyrir helgina, hljóta óskipta viður- kenningu allrar alþýðu manna I landinu. Það eru frumvarp til laga um húsaleigu og frumvarp til laga um hækkun á slysabótum og uppbót á ellilaunum pg ör- orkubótum, bæði undirbúin og flutt að tilhlutun félagsmálaráð- herra. : 1 Eins og kunnugt er, var, 1 því skyni að koma í veg fyrir dýr- tíð af gengislækkun krónunnar í apríl í fyrra, meðal annars það ákvæði sett i gengislögin, að húsaleiga sky.ldi haldast óbreytt í heilt ár og húsaleigunefnd stofnuð til þess að vaka yfir því, að það ákvæði væri ekki brotið. Mátti sú ráðstöfun teljast mjög vel verjanleg með tilliti tíl þess, hve gífurlega há húsaleiga ,var þá þegar orðin, og átti ,hún ekki aðeins mjög verulegan þátt í því, að afstýra allri dýrtlð af völdum gengislækkunarínnar, heldur og að draga ör dýrtiðinni, sem síð- an í haust hefir skapazt af völd- um stríðsíns. En svo nauðsynlegt, sem slíkt. lagaákvæði var í fyrravor, þegar gengi krónunnar var Iækkað, þá er það þð ennþá miklu nauðsyn- íegra nú, þegar stríðið er búið að standa í hálft ár, flestar lífsnauðsynjar stórhækkandi í verði, án þess, a‘ð full kaupupp- bót komi fyrir, og fyrirsjáanlegt, að húsaleiga myndi einnig hækka mjög verulega, ef ekki væri bann við því sett, þó aldrei væri nema vegna þess, hve mjög hlýtur að d raga úr húsabyggingum vegna ófriðarins. Það er af þessum á- stæðum, sem hið nýja frumvarp til lága um húsaleigu er fram komið, og innihaid þess er í að- alatriðum ekk'ert annað en þaö, að húsaleiguákvæði gengislag- anna, sem annars myndu falla úr igildi i næsta mánuði, skuli íram- fengd um óákveðinn tima. Ef frumv. nær samþykki alþingis, sem varla virðist ástæða jtil að efast um, Verður því eftir sem áður bannað að hækka húsaleigu, og húsaleigunefnd þeirri, sem starfað hefir með ágætum árangri síðan í fy.rravor, falið að vaka yfir því, að gegn því banni verði ekki brotið. Væri þar meÖ séð iyrir því, að einn langstærsti lið- ur framfærslukostnaðarins héldist, óbreyttur, eins og hingað til, þrátt fyrir þá verð- hækkun, sem verða kynni á öðr- um lífsnauðsynjum, og geta menn gert sér í hugarlund, hve þýðingarmikil sú ráðstöfun væri til þess að draga úr áhrifum dýr- tíðarinnar á lífskjör alls aímenn- ings og gera honum unnt að risa undir henni. Hitt frumvarpið er þess efnis, að slysabætur skuli á því ári, scm nu er byrjað, hækka um UM áramótin var hér litið til baka yfir fjóra fyrstu mánuði stríðsins. Nú, þegar það er búið að standa í sex mánuði, er rétt að líta um öxl á ný og glöggva sig um leið á þeim horf- um, sem fram tmdan eru, að svo miklu leyti, sem það er unnt. * Eins og við var að búast hefir allt verið með kyrrum kjörum á vesturvígstöðvunum. Stríðið milli Þýzkalands og Vesturveld- anna hefir aðeins verið háð á sjónum bæði ofan sjávar og neðansjávar. England, sem sjó- hernaði Þýzkalands er nær ein- göngu stefnt gegn, hefir að mestu látið sér nægja að verj- ast. Það hefir aðeins gert nokkr- ar loftárásir á eyjamar víð Norðursjávarströnd Þýzkalands og eina kafbátaárás á Helgoland, en hún mistókst. Þýzkaland hefir fyrst og fremst teflt fram flugvélum sínum. Þær hafa bæði verið notaðar til þess að leggja tundurduflum og gera á- rásir á ensk skip. Meiriháttar loftárásir á enskar borgir hafa enn ekki verið gerðar. Úr kaf- bátahernaðinum hefir í bili heldur dregið. Ástæðurnar til þess geta verið fleiri en ein. En það er í öllu falli augljóst, að áhættan er við loftárás miklu minni fyrir það land, sem árás- ina gerir, heldur en við kaf- bátsárás. Það er minna tjón, sem það verður fyrir, ef flug- vél ér skotin niður, heldur en ef kafbát er sökkt. Engu að síð- ur stendur kaupskiptaflota, og herskipaflota Breta töluverð hætta af þýzka kafbátahernað- inum og sennilega fer hún vax- andi með vorinu. Að vísu er sú hætta tiltölulega miklu meiri fyrir skip hlutlausra þjóða. — Einkum hafa Norðurlönd þegar orðið fyrir miklu skipatjóni. Á- stæðan til þess er augsýnilega sú, að skip þeirra verða að fara yfir Norðursjóinn, sem liggur miklu nær bækistöðvum Þjóð- verja, en hafið vestan við Bret- landseyjar og Biskayaflóann. þar sem ekki hefir orðið vart við þýzka kafbáta nema endur og eins. En um þær slóðir liggja þýðingarmestu aðflutningaleið- ir Englands, og þar hefir her- skipafylgdin fyrir skip frá og til sömu hundraðstölu og vísitala kauplagsnefndar, og jafnframt skuli lífeyrissjóði heimilt að greiða á þessu ári uppbót á elli- laun og örorkubætur, sem nemi einnig sömu hundraðstölu og vísitala kauplagsnefndar hækk- ar. Er augljóst, að það er með öllu óhjákvæmiLegt, að slysabætur, ellilaun og örorku- bætur verði hækkaðar vegna dýr- tíðarinnar, enda ekkert réttlæti í því, að þær haldist óbreyttar eftir að allur þorri launþega í landinu hefir fengið kaupuppbót. Ög með tilliti til þess, að hinir slysatryggðu og skyldulið þeirra, gamalmennin og öryrkjamir mega sízt allra fyrir því verða, að missa nokkuð af þeim styrk, sem þeim er ætlaður, virðist ekki nema réttlátt, að uppbótin til þeirra nerni fullkomlega jafn- miklu og verðhækkunin á því, æm þeir þurfa að veita sér. Þess er að vænta, að alþingi synji ekki heldur sliku mannúðarmáli um samþykki sitt. Þessi frumvörp eru bæði ætl- uð til þess að skapa vamir gegn dýrtíðinni. Ef þau ná samþykki alþingis, verður annað þeirra til þess að draga mjög verulega úr dýrtiðinni sjálfri fyrir allan al- menning í landinu, og hitt tíl þess að bæta úr afleiöingum dýr- tiðarinnar fyrir þá, sem verzt standa að vígi af öllum til að bera byröar hennar. Englands verið framkvæmd rækilegast, svo að nærri stappar öruggri vernd, eftir því, sem enskar skýrslur herma. Að meðaltali er skipatjónið undir herskipavernd sagt vera aðeins 0,2% (0,67 í heimsstyrjöldinni), þ. e. a. s. af hverjum 1000 skip- um er ekki nema 2 sökkt. * Þegar á stríðið er litið í heild, hefir ekkert verulegt breyzt á þessum síðustu tveimur mánuð- um, hvað þá heldur nokkrir úr- slitaviðburðir gerzt. Hvor aðili um sig heldur því fram, að tím- inn sé í liði með honum, og í því atriði hafa þeir báðir nokk- uð til síns máls. Hráefnakvíin, sem Vesturveldin halda Þýzka- landi í, getur ekki haft veruleg áhrif, meðan hráefnanotkunm til hernaðarins er tiltölulega lít- il. En meðan stríðið er háð með sama hætti og nú, er hergagna- tjón Þýzkalands lítið. Auk þess á það ennþá aðgang að hráefn- um — fyrir utan sín eigin — á Norðurlöndum (sænska málm- inum), í Austur-Evrópu og Suð- ur-Evrópu (rússnesku og rúm- ensku olíunni). Að vísu hafa vetrarhörkurnar undanfarið valdið Þýzkalandi óvæntum erf- iðleikum. Þær hafa um lengri tíma gert því ómögulegt að flytja að sér sænska málminn yfir Eystrasalt og rússnesku og rúmensku olíuna eftir Dóná. Það gæti orðið til þess að fresta lítið eitt stórfelldri vorsókn, ef hún skyldi hafa verið fyrirhug- uð. En um það hefir ekkert heyrzt annað en ágizkanir. Sú skoðun, að Þýzkaland verði undir öllum kringumstæðum að hefja stórkostlega sókn á næstu mánuðum, er áreiðanlega röng, að minnsta kosti að því er stríð- ið á landi snertir. Þar eru báðir ófriðaraðilarnir enn álíka sterk- ir. Stórkostleg þýzk sókn á vest- urvígstöðvunum, sem að sjálf- sögðu myndi fyrst og fremst snúast gegn Frakklandi, en ekki Englandi, gæti ef til vill — eins og vorsóknin 1918 — borið nokkurn bráðabíirgðaárangur, en varla haft neinn úrslitasigur í för með sér. En þá væri heldur ekkert við hana unnið, þvert á móti. Slíka áhættu mun þýzka herstjórnin og þýzku stjórnar- völdin varla vilja taka á sig. Sama er að segja um árás á Hol- land, sem alltaf öðru hvoru hef- ir verið talað um að í aðsigi væri. Slík árás myndi að vísu, svo fremi að hún heppnaðist, færa bækistöðvar Þjóðverja nær Englandi, og þá fyrst og fremst stytta leiðina þangað fyrir flugvélar þeirra. En hún myndi líka gera Bretum unnt að fljúga stytztu leið til loftá- rása á hið þýðin'garmikla þýzka iðnaðarhérað við Ruhr. * Með hvaða hætti stríðið verð- ur háð framvegis, er að sjálf- sögðu ekki hvað minnst undir fjárhag ófriðarþjóðanna komið. Stríðið kostar Þýzkaland nú þegar um 100 milljónir ríkis- marka, eða, talið í íslenzkum gjaldeyri, um 250 milljónir króna á dag. Svipaða upphæð verður England að leggja út daglega til ófriðarins. Vegna þessa ógurlega herkostnaðar meðal annars, þó að margt legg- ist þar á sömu sveif, fer þeim röddum nú óðum fjölgandi á Englandi, sem hvetja til áhrifa- meiri hernaðaraðgerða gagnvart Þýzkalandi en hingað til. Það er ekki rétt, segja þessar raddir, að láta Þýzkaland einatt hafa frumkvæðið og bíða a$ öðru leyti þess, sem verða vill. Tím- inn er hlutiaus, hann véitir hvorki þessum eða hinum lið. Það verður að skapa nýjar víg- stöðvar, segja þessir menn, þar sem Þýzkaland er veikara fyrir en á vesturvígstöðvunum, og þá augsýnlega annaðhvort í Suð- austur- eða Norðaustur-Evrópu. Stríð vð Rússland, sem af því myndi hljótast, sé af tvennu illu betra en núverandi ástand, þar eð Rússland gæti þá að minnsta kosti ekki séð Þýzkalandi fyrir þeim hráefnum, sem það nú get- ur af séð. Og í raun og veru sé það sama að segja um Balkan- ríkin og Norðurlönd, sem nú séu að meira eða minna leyti undir áhrifum Þýzkalands. Þessi hugsun er ekki ný. í raun og veru voru það ekki heldur viðburðirnir á vestur- vígstöðvunum, sem úrslitum réðu í heimsstyrjöldinni, held- ur á hinum fjarlægari og minni vígstöðvum (Norður-Ítalíu, Bal- kanskaga, Palestínu). Sókn Breta, Frakka og ítala á þeim vígstöðvum neyddi bandamenn Þjóðverja til þess að leggja nið- ur vopnin, þannig, að langvar- andi vörn þýzka hersins hefði verið óhugsarileg eftir það á vesturví gstöðvunum. * Sennilega hugsa þeir, sem í dag heimta röggsamari hernað gegn Þýzkalandi, fyrst og fremst um virkan stuðning við Finna. Það. sem sagt var hér fyrir tveimur mánuðum um vörn Finna, hefir síðan verið fullkomlega staðfest af viðburð- unum. Finnar hafa barizt af frá- bærum hetjuskap. En engu að síður hlýtur hið ógurlega ofur- efli Rússa fyrr eða síðar að gera sig gildandi. Rússland getur sent hvert herfylkið eftir annað á blóðvöllinn, en Finnar verða að mæta hverju nýju áhlaupi með sömu hermönnunum, án þess að geta nokkru sinni veitt þeim nauðsynlegustu hvíld. Þegar til lengdar lætur heldur enginn hermaður það út. hversu hraustur og þrautseigur, sem hann er. Hvort hins vegar þeir sigrar, sem Rússar hafa þegar unnið við Mannerheimlínuna, hafa úrslitaþýðingu, er ómögu- legt að segja, nema með ná- kvæmri þekkingu á öllu varn- arkerfi Finna þar. Það eitt. að brjótast á einum stað inn í margfalda varnarlínu, sem ann- ars staðar hefir staðizt öll á- hlaup, getur hæglega gert sókn- arhernum meira tjón en gagn, þar eð hann á þá á hættu að fá á sig stórskotahríð og áhlaup frá báðum hliðum, þar sem hann héfir höggvið skarð í viggirðing- ai'nar. En hvað sem því líður: Það er úíséð um örlög Finn- lands, ef það fær ekki fljótlega hjálp, sem um munar. Þær fáu þúsundir sjálfboðaliða, þær fá- einu tylftir flugvéla og fleiri smávægilegar vopnasendingar eru algerlega ófullnægjandi. * Nálægustu löndin til þess að hjálpa Finnlandi eru að sjálf- sögðu Norðurlönd. En þrátt fyr- ir heita samúð með Finnlandi og margs konar stuðning við það halda þau fast við hlutleysi sitt. Þau óttast, að bein þátttaka af þeirra hálfu í stríðinu til hjálp- ar Finnum myndi ekki aðeins þýða stríð við Rússland, heldur og við Þýzkaland. Fyrir Svíþjóð með sína löngu Eystrasalts- strönd, sem liggur opin og varn- arlítil fyrir þýzkri árás, væri slíkt stríð sérstaklega hættu- legt, ekki sízt þegar á það er litið, að lítil von er til, að Eng- land gæti fært henni nógu fljóta og nögu mikla hjálp. Hún væri að því leyti ekki mikið betur sett í stríði við Þýzkaland og Rússland en Pólland var í haust. Hvort Norðurlöndum tekst hins vegar að varðveita hlutleysi sitt til lengdar er meira vafamál í dag en nokk'ru sinni áður. Alt- markmálið sýnir meðal margs annars, hve vÖltum fótum hlut- leysi smáþjóðanna stendur. Svipaðir viðburðir geta endur- tekið sig hvenær sem er og Norð urlönd sogast inn í ófriðinn, hversu óljúft, sem þeim er það sjálfum. Stríðinu var líka þröngvað upp á Finnland. * í Suðaustur-Evrópu, á Balk- anskaga, er allt enn með kyrr- um kjörum, en það er bara logn- ið á undan óveðrinu. Það er skýrt frá því, að Tyrkland víg- búist í óða önn. Það er einnig skýrt frá því. að hersveitir frá Ástralíu og Indlandi séu fluttar til Palestínu. Gegn hverjum slíkum viðbúnaði er stefnt, er enn ekki fullkomlega ljóst. Lík- legt er þó, að þeim sé ætlað að koma Rúmeníu til hjálpar, ef á hana verður ráðizt af Þýzka landi eða Rússlandi, eða taka þátt í beinni árás á Rússland að sunnan, í eins konar nýju Krím- stríði. En hugsanlegt er líka, að þessi hjálparher frá nýlend- um og samveldislöndum Breta eigi síðar að fara til Frakklands og hafi aðeins vetursetu í Pal- estínu. Og fjórði möguleikinn sá, að hann eigi að vera þar tíi taks, ef Ítalía skyldi hverfa frá hlutleysi sínu og gera árás á Egyptaland og Súezskurðinn frá Libyu. * * Þegar verið var að ljúka við þessa grein, kom fréttin um það, að sendiboði Roosevelts Banda- ríkjaforseta væri kominn til Ev- rópu, ef til vill í þeim tilgangi að kynna sér möguleika á frið- arsamningum. — En það er erf- itt að sjá, hvernig það ætti að vera mögulegt, að koma á friði á þessari stundu. England og Frakkland hafa hvað eftir ann- að lýst því yfir, að þau muní engan frið semja við núverandi stjórn Þýzkalands. Þau hafa enn fremur gert það að skilyrði fyrir friði, að Tékkóslóvakía og Pólland fái frelsi sitt aftur. Og ekkert hefir komið fram, sem bendir til þess, að þau hverfi frá þessum skilyrðum. En að Þýzka land gangi að þeim, virðist á þessari stundu alveg útilokað. Um samkomulagsfrið getur heldur varla verið að tala eins og taflstaðan er nú í stríðinu. Báðir aðilar gera sér vonir um 100% sigur og hvorugur myndi því verða fús til þess að slá af skilyrðum sínum. Ef til vil! hugsar Roosevelts til ástands- ins, sem var í byrjun ársins 1918 í heimsstyrjöldinni. Hlut- lausir áhorfendur voru þá, eftir ósigur Rússlands og Rúmeníu, þeirrar skoðunar, að samkomu- lagsfriður hefði verið hugsan- legur, áður en hin mikla vor- sókn Þjóðverja á vesturvíg- stöðvunum byrjaði. Báðir aðilar voru þreyttir eftir þriggja og hálfs árs stríð. En tækifærið til þess að semja frið, sem ef til vill hefði komið í veg fyrir hinar óheillaþrungnu afleiðingar Ver- salafriðarins og þar með jafnvel einnig þann ófrið, sem nú er hafinn, var ekki notað. — En ástandið er allt annað í dag. Því miður verður að gera ráð fyrir því, að stríðið sé ekki að enda, heldur þvert á móti fyrst í allri alvöru að byrja. Meira er ekki hægt að segja að svo komnu. Það skal að end- ingu aðeins endurtekið, sem sagt var hér, þegar stríðið var búið að standa í fjóra mánuði, að líkurnar eru ekki miklar til Frh. á 4. sföu. Sjóstríðið: Brezkt herskip skýtur djúpsprengju * þýzkau kefhát.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.