Alþýðublaðið - 05.03.1940, Page 2

Alþýðublaðið - 05.03.1940, Page 2
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1940. AL£»?ÐUBLAÐIÐ 51) Næsta sunnudag fóru allir til kirkju, en hún tor inn í litla herbergið sitt og las sálma. henni engill, sem hélt á grænni snerti loftið með greininni og það hækkaði hann 53) Og þá var sjálf kirkjan komin heim til litlu stúlkunnar. Og hún sat þar hjá fjölskyldu prestsins. 54) Og hún heyrði orgelkliðinn og hjarta Karenar fylltist svo sólskini, friði og gleði, að það brast og- sál hennar flaug til guðs og þar var enginn, sem spurði eftir rauðu skónum. Þjöðrækoisfélag fs- lendinga. Utbreiðslu- m skemtifundur á Þriðjudagskvöld. JÓÐRÆKNISFÉLAG íslend- lendinga heldur útbreiðslu- og skemmtifund næstk. fimmtu- dag að Hötel Borg. Þar verður margt til skemmt- unar. Jónas Jónssan setur sam- komuna, Jakob Kristinss. fræðslu- málastjóri flytur ræðu. Síðan syngja þelr Jakob Hafstein og Ágúst Bjarnason en þá tala Ás- geir Ásgeirsson bankastjóri, dr. Ágúst H. Bjamason, Árni Páls- son prófessor, dr. Guðmundur Finnboga&on, dr. Sigurður Nor- al og Thor Thors alþingismaður Loks verður dansað til kl. 2. Þjóðræknisfélagið var stofnað 1. desember síðastliðinn í þeim tilgangi að auka samstarf, kynni og samhug milli Islendinga vest- ■ an hafs og austan. Aðgöngumiðar að útbreiðslu- og skemmtifundinum kosta 2 kr. fyrir félaga og 3 kr. fyrir utan- félagsmenn, en félagar geta menn gerst með því að skrifa sig á lista í Hótel Borg og í bóka- verziun Sigfúsar Eymundssonar. Bridgekeppoin. "ORIDGEKEPPNIN hófst á Stúdentagarðinum síðdegis á sunnudag. Sex fjögurra manna sveitir taka þátt í keppninni. Eftir fyrstu umferð, 24 apríl eru vinningatölur þriggja efstu sveitanna þannig: 1. Árni Daníelsson, Gísli Páls- son, Benedikt Jóhannsson og Pétur Halldórsson +2450 stig. 2. Einar B. Guðmundsson, Stef- án Stefánsson, Axel Böðvarsson og Sveinn Ingvarsson +2440 st. 3. P.étur Magnússon, Láms Fjeidsted, Guðm. Guðmundsson og Brynj. Stefánsson +310 st. Hæstiréttur; Dómur fyrlr ölvun við akstnr gærmorgun var í Hæstarétti kveðinn upp dómur i mál- inu: Valdstjórnin gegn Sigurði Jónssyni bifreiðarstjóra fyrir ölvun við akstur. Málsatvik eru sem hér segir: Aðfaranótt sunnudagsins 28. maí síðast liðinn var lögreglan beðin að koma að Hringbraut 74 og tók kærða, sem var ölvaður og ilíur viðureignar. Fór lögregí- an með hann í Landsspítalann, þar sem tekið var sýnishorn af blóði hans, sem reyndist við rannsókn 1,95°/0o að áfengis- magni. Var síðan farið með kærða í fangahúsið. Við vitnaieiðslu í niálinu kom það fram, að kærði hafði ekiö bifreið sinni uiidir áhrifum víns- ins. Hefir vitnið Sigríður Þor- steirisdóttir borið það, að hún hafi hitt kærða umræddan laug- ardag kl. ö1.4 í Lækjargötu og ók þá kærði bifreiðinni R. 771. Bauð kærði henrii upp í bifreið- ina og ók með hana hingað >og þangað fyrir innan bæinn, þar til kl. 0,30, að haldið var heim til kærða. Meðan á þessum akstri stóð ber vitnið, Sigríður, að þau hafi drukkið úr þriggja pela flösku af biennivíni og að kærði hafi orð- ið mjög drukkinn, er þau komu að húsinu nr. 74 við Hringbraut. Vildi kærði þá fá hana inn fil sín, en Sigríður kallaði þá í lög- íegluþjón, sem þar var staddur, og hljóp þá kærði út úr bílnum og inn til sín. Kærði hélt því fram, að hann hafi umræddan dag ekið með fólk suður á Vatnsleysuströnd og að því loknu haldið heim til sín, skilið bifreiðina eftir, tekið úr henni svisslykilinn og ekki hreyft hana eftir það. Hafi hann þvi næst 'farið inn í kjallara í husi sinu og byrjað þá fyrst að drekka áfengi þennan dag. Segist hann því næst hafa farið upp í íbúð sína og muna ekkert úr því, þar Áhoríendur voru margir og höfðu gott tækifæri til að fylgj- ast vel með spilunum. Næst verður keppt á miðviku- dagsk'mldið kl. 7 á Stúdenta- garðinum. til hann raknaði við í fangahús- inu. Lögregluréttur taldi fullsannað, þrátt fy.rir rieitun kærða, að hann hafi ekið bifreiðinni undir áhrif- um áfengis. Var hann dæmdur i 400 króna sekt til ríkissjóðs og 20 daga fangelsis í stað sektar- innar, væri hún ekki greidd inn- an 4 vikna frá lögbirtingu dóms- ins. Hæstiréttur staðfesti dóminn. ÁsniDdnr Jóhanns- son vigtarmaðar. Mimiingarorð. ÁSMUNDUR JÓHANNSSON ANN 25. f. m. andaðist á Landakotsspítalanum Ás- mundur Jóhannsson vigtarmaður, til heimilis á Klapparstíg 13 hér í bæ. Banamein hans var krabba- mein. Ásmundur var fæddur 16. apríl 1890 hér í Reykjavík. Við fráfall Ásmundar er fall- (inn í valinn einhver mesti sæmd- armaður þessa bæjar. Ásmundur var dugnaðarmaður, og hraustur vel, enda hafði hann unnið erfiðisvinnu frá því hann var unglingur. Ásmundur starfaði við kolaverzlun Bj. Guðm. og sjðar hjá H/f. Kol & Salt, í 20—25 ár samfleytt, og var skyldurækni hans og ráðvendni við brugðið, svo að eins dæmi mun vera. Það kvað ekki við neinn brest- Ur, þegar hann lét úr höfn. Hann hvarf eins hljóðlega og hann hafði lifað lífi sínu, þessi hæg- láti og siðprúði maður. Hann barzt ekki mikið á, hann Ási, og virtist að eðlisfari vera feiminn og- óframfærinn; en við, sem þekktum hann, komumst að raun um, að þarna var á ferðinni maður, sem ávann sér traust og virðingu allra sem kynntust hon- um, með sinni prúðmannlegu framkomu. Ásmundur var greind- ur vel og kunni skil á mörgum þeim bókmenntum, sem við höf- um hér, bæði um veraldleg og og andleg mál. Við Ásmundur töluðum oft um þessi mál, og deildum urn þau fram og til baka eins og gengur og gerist. Alltaf var Ásmundur tilbúin að sækja á eða verja, er honum fannst ráðist ógætilega á þær lífsskoðanir er hann áleit rnainn- úðlegastar og fegurstar og gerði það þá með þeim hætti sem prúðmenni einu er sæmandi. Það var segin saga ef maður komzt að einu af hinum mörgu góðverkum, sem Ásmundur gerói og ef við vildum fara að dáöst að því við hann, þá lá við að hann yrði hálf styggur við okkur að við skyldum vera að hafa orð á þessu, sem ekkert væri. Ekk- ert ferðalag fannst okkur takast ef Ási var ekki með, enda var hann hrókur alls fagnaðar í kunn ingja hóp. Oft var hann spurð- ur, hvað heitir þessi bær, þetta fjall og kunni hann skil á flest- um. Ásmundur unni ferðalögum, sérstaklega upp um fjöll ogfirn- indi. Það var einmitt á þessum ferðalögum, sem ég sá bregða fyrir glampa i augum hans er hann tók að lýsa hinni stór- fenglegu náttúrufegurð, dáðst að henni og þeim er skóp hana, og gerði það á þann veg, sem frálslyndum og víðsýnum manni er aðeins hægt að gera. Það mun líklega verða leit að þeim manni, sem kominn er nær fimm- tugu og aldrei hafi látið blóts- yrði frá sér fara, og þið sem ekki kynntust Ásmundi haldið ef til vill, að ég fari með stað- lausa stafi, en það er fjarri mér að gera það. Ásmundur var svo sérstæður maður og ólíkur mörgum sani- ferðamönnum stnum. Og nú er hann horfinn yfir landamæri lífs og dauða, en eftir sig hefir hann skilið minniingu um mann er allt vildi fyrir alla gera, en krafðist engra launa. Vertu sæll og þökk fyrir sam- veruna. M. E. Arshðtíð F. V. J. í Hafnarfirði. FÉLAG UNGRA JAFNAÐAR- MANNA í Hafnarfirði hélt árshátíð sína að Hótel Birnin- utii i fyrrakvöld og minntist um leið 12 ára afmælis slns. Ræður flutíu formaður félags- ins, Sveinn Stefánsson, er setti hátíðina, Matthías Guðmundsson, formaður F. U. J. í Reykjavík, og Guðmundur Gissurarson. Hörður Vigfússon söng einsöng með undirleik Magnúsar Lýðs- sonar, Stefán Júlíusson las upp gamankvæði eftir örn Arnarson, en Alfreð Andrésson skemmti með gamanvísnasöng. F. U. J. félagar úr Reykjavik fjöimenntu á hátíðina, en hún fór hið bezta fram og var félaginu til hins mesta sóma. Útbreiðið Alþýðublaðið! Orðsending 1 til kaupenda út um land. I Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. -O 8 j Í Guðmundur Ðavíðsson: Vepkerfið á ÞingvðllDir. . ----4 I^T OKKRU fyrir aldamótin síðustu var gerður akveg- ur frá Re'ykjavík til Þingvalla. Hann er lagður, eins og kunn- ugt er yfir há-Mosfellsheiði, bak við alla bæi í Mosfellssveit og kom því sveitinni að engum notum. Hann var nokkurskonar öræfavegur. Meðfram honum var nálega hvergi snöp handa ferðamannahestum um há sum- arið og undir snjó lá hann all- an veturinn. Nú er hætt að nota hann að mestu. En í annan stað er búið að gera veg gegnum Mosfellssveit, yfir lág heiðina og til Þingvalla. Hann var lagð- ur í tilefni af Alþingishátíðinni 1930. Þegar búið var að leggja há- heiðarveginn austur á bak við Skálabrekku var um tvær leiðir að velja með hann ofan á Þing- velli. Annaðhvort varð að fara með hann skáhalt aust- ur að Þingvallavatni og upp með því, nálægt gömlu þing- mannaslóðunum, upp á Þing- velli, eða norðaustur fyrir neð- an túnið á Kárastöðum og ofan í Almannagjá, og var sú leið valin. Verkfræðingurinn, sem þá var, áleit að heppilegra væri að leggja veginn upp með vatninu, og mældi þar fyrir honum. En þetta fór öðruvísi en ætlað var. Ráðin voru tekin af verkfræðingnum. Honum var boðið að hætta við að fara með veginn þessa leið, en taka hina leiðina, þar sem vegurinn ligg- ur nú. ofan 1 Almannagjá. Að þessu lágu þau atvik, sem nú skal greina. Bóndanum, sem þá var á Kárastöðum, var það ljóst — að loku var skotið fyrir það, að hann hefði mikinn hagnað af greiðasölu, ef vegurinn lægi fjærri bænum upp með vatninu. Hann gerði sér vonir um. að gestir, á leið til Þingvalla, mundu frekar slæðast heim að bæ sínum, ef vegurinn lægi rétt hjá túninu. Bóndi fór því á fund prestsins á Þingvelli og fékk hann á sitt mál til að fá ráð- stöfun verkfræðingsins breytt. Prestur talaði við landshöfð- ingja um þetta mál. Eftir þessa krókaleið, á bak við verkfræð- inginn, bar bóndi sigur úr být- um. Þannig varð hagnaðarvon, lítilsiglds kotbónda, af greiða- sölu, orsök til þess að skemmd- ar voru ýmsar merkar sögu- menjar á Þingvöllum og stór spillt útliti staðarins. í tilefni af veginum voru hús reist á ó- heppilegum stöðum innan fornu þinghelginnar, gerð spjöll á jarðvegi og fornum búðarleif- um, vegir lagðir og troðnir stíg- ar um vellina þvera og endi- langa. Ríkið hefir orðið að kosta' stórfé til að afmá lýtin á Þing- völlum, þó aldrei verði það hægt um sura þeirra, einungis fyrir glappaskot að leggja veg- inn um Almannagjá, en ekki upp með Þingvallavatni, eins og upphaflega var ráð fyrir gert. Árið 1896 var farið með veg- inn ofan í Almannagjá um svo- nefndan Kárastaðastíg. Þar var áður einstígi upp úr gjánni. — Sögulegast við hann er það, að sagt er, .að Flosi Þórðarson og Eyjólfur Bölverksson hafi gengið þarna upp á efri gjá- bakkann árið 1012, er Eyjólfur þáði mútu til að taka að sér vörn í brennumálinu. En það atvik varð einn aðdragandinn að bardaga á Alþingi. Þegar vegurinn var lagður, voru klappirnar þarna sprengdar og rifnar niður. Miklu stórgrýti var rutt óreglulega í neðri veg- kantinn. Meðfram berginu var gerð mikil uppfylling undir veginn og aflíðandi halli ofan í gjána. Niðri í Almannagjá voru leifar af stórri fornmannabúð, sem giskað var á að Gestur Odd- leifsson, spekingurinn frá Haga á Barðaströnd, hafi átt. Þær voru þurrkaðar út með öllu. Þegar komið var með veginn að Drekkingarhyl var þar öllu um- turnað. Sprengt úr gjábakkan- um og stórgrýti dembt ofan í hylinn þar, sem hann var dýpst- ur. Trébrú var síðan lögð yfir gljúfrið þar, sem áin féll úr hylnum og ofan á vellina. Veg- urinn var lagður stuttan spöl austur fyrir brúna, var þá hætt við hann í það sinn. Það mátti afsaka, að vegurinn var lagður eftir gjánni og jarðrask, sem af því stafaði, ef ekki hefði verið um aðra leið að gera, en það var síður en svo, eins og áður er sagt. Oft kemur fyrir að vegurinn í gjánni verður ó- fær af snjó frá hausti og fram á vor, kemur hann þá engum að gagni. Konungskomu ár var 1907. í tilefni af því var þá byrjað á veginum aftur, þar sem áður var fráhorfið. Nú var gerð skörp beygja á veginn og hann lagður þvert yfir miðja Neðri vellina (Lögréttuvöllinn forna) og suð- ur með hraunjaðrinum fyrir endann á Flosagjá, en þar var gerð einhver sú krappasta bugða, sem til er á þjóðvegi hér á landi. Tveimur vögnum með hestum fyrir, varð ekki ekið eftir bugðunni, hvorum á eftir öðrum, nema maður fylgdi hverjum hesti til að koma í veg fyrir útaf keyrslu. Þarna hefir bifreiðum verið ekið útaf veg- inum. minnsta kosti 5 sinnum síðan 1930, þó hefir ekkert slys hlotizt af. Trébrú var lögð yfir Nikulásargjá. Hún var látin víkja fyrir steinsteypubrú laust fyrir 1930. Eftir að gjáin var brúuð 1907, var farið að grýta ofan í hana peningum. Síðan fékk hún nafnið „Peningagjá.” Veginum var haldið áfram frá gjánni, austur hraunið að Vell- ankötlu. Þar hvíldist vegagerð- in í 30 ár. En vegurinn frá Þingvöllum þangað austur var lagður í eins dags nauðsyn, eða eingöngu til þess, að hægt væri að aka konungi yfir hraunið, sem þó aldrei þurfti á að halda. Vegurinn var síðan kallaður , .Konungsvegur.” Þar, sem vegurinn var lagð- ur með hraunjaðrinum, frá Neðri völlunum, sást á stöku stað votta fyrir leifum af forn- um búðum. En menjar þeirra hurfu algerlega eftir að vegur- inn kom. Á þessari íeið var Brennugjá. Henni var einnig að mestu leyti spillt með því að hlaða veginn upp þvert yfir hana, þar sem hún opnast úr hrauninu fram að Öxará. Um 1920 var loksins farið að byrja á að hlynna eitthvað að Þingvöllum. Vegurinn, sem lagður var 1907 þvert yfir Neðri vellina var tekinn í burtu og lagður í víðri bugðu á klöpp milli Efri og Neðri vallanna, þar sem lítið bar á honum. Var síðan sléttað rækilega yfir veg- arstæðið á völlunum og öll sár grædd, sem af því stöfuðu. Gistihúsið „Valhöll” var reiet

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.