Alþýðublaðið - 05.03.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.03.1940, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1940. QBriAMLA BIOSVI Inga 16 ára Áhrifamikil þýzk kvik- mynd gerð samkv. skáld- sögunni „Sextanerin" eftir V. Neubauer. Aðaíhlutverkin leika: Rolf Wanka og Ellen Schwanneke. - - æfcSi Hl !.• fLP® WMm JL m ST..SÓLEY nr. 242. Fundur í kvöld hefst kl. 8 í Bindindis- höllinni. Inntaka, erindi og skuggamyndir. Helgi Helga- son stórtemplar. ÆT. MÍNERVA nr. 172. Fundur ann- að kvöld. Kosning fulltrúa til þingstúkunnar , og húsnefndar o. fl. Árioandi ao allir íélagar mesú. Æt. ST. EININGIN nr. 14. Furtdur iniðvikudagskvöld stundvíslega kl. 8. Að fundi loknum, kl. 10 stundvíslega hefst skemmtun fjáröflunarnefndar. 1. Einsöng- ur? 2. Sprenghlægileg gaman- saga. Fr. Á. B. 3. Listdans: Bomps-a-Daisy. 4. Dans, — 'Æðstitemplar. Sem ný saumavél er til sölu meö góðu verði á Grettísgötu 28, Fundur í Kvennadeild Slysavarnafé- lags íslands miðvikudaginn 6. þ. m. kl. WA. í Oddfellowhúsinu. Stjórnin. SALA Á TVENNS KONAR MJÓLK , Frh. af 3. síðu. leiðslu. En einmitt þar er að leita þeirra orsaka, sem hrundu .af stokkunum því skipulags- bákni í sölu mjólkur og mjólk- urafurða, sem nú leggst eins og kaldur hrammur á allt at- hafnalíf þorra bænda, er mjólk- urframleiðslu hafa að atvinnu fyrir bezta og stærsta markað landsins. Alexander Guðmundsson. "FINNLAND Frh. af 1. siðu. helmingur þeirra, sem slapp Mfs af, hefir veikzt. Dauðsföllin meðal þessara barna eru sögð tíðari en meðal hermannanna, sem verja héruð- in,- sem börnin urðu aö flýja frá. Végna þessa ástands hefir Hoo- yer-hjálparnefndin ákveðið að senda til Finnlands sex hjúkr- unarsveitir og lyfjabirgðir, fatn- að og fleira. K. R., m. flokkur. Allir K.-R.-drengir á aldrinum 13—16 ára, sem vilja æfa knatt- spyrnu, eru beðnir að mæta í Is- húsinu á morgun kl. 7,15, par eð pá verður fyrsta æfingin. MFA-bækurnar. Þeir áskrifendur, sem eiga eftir að sækja síöustu bækurnar fyrir 1939, verða að gera pað í pessarí vikou — Þeir, sem hafa pantað f>ækurnar í sfðast liðnum mánuði, en hafa ekki fengið þær, verða afgreiddír á morgun í þeirri röð, sem þeir pöntuðu þær, meðan bækurnar endast. Þau giftu sig aftur heitir myndin í Nýja Bíó. Er það amerfsk skemmtimynd með Lorette Young og Tyrone Power. SJÓMANNADEILAN . Frh. af 1. síðu. frest til athugunar á þessu og einnig til þess að leita samþykk- is ríkisstjórnarinnar á því að mega semja um hækkaða stríðs- áhættuþóknun. Svar um þetta drógst alllengi, svo að félögin ákváðu með bréfi að óska svars innan ákveðins tíma, ella myndu þau skoða sem umræður væru niður fallnar, og afstaða yrði tekin til uppsagnar á samning- unum. Með bréfi dagsettu 24. febr. tilkynna eimskipafélögin, að þau óski, að umræður haldi á- fram, og togaraeigendur óska hins sama með bréfi dags. 26. febr. Á fundi árdegis 26. febr. skýra fulltrúar eímskipafélag- anna oss frá því, að þeir geti ekki fallizt á neina hækkun á stríðsáhættuþóknuninni, en töldu hinsvegar, að komið gæti til mála, að hækka stríðstrygg- inguna. Fulltrúar togaraeig- enda tilkynna hið sama á fundi 28. febr. í umræðunum um þessi mál hafa fulltrúar frá öllum stéttarfélögum sjómanna mætt og hefir viðleitni þeirra stefnt að því að hrinda í framkvæmd eftirfarandi atriðum: A. Saiie! ginleg mál aiira stéttarf élaga. . Stríðsáhættuþóknun fyrir isj- lenzka sjómenn verði samræmd því, sem nú er á dönskum skip- um. er sigla á sömu svæðum og hin íslenzku, nánar tilgreint í samningum. 2. Viðunandi lausn fáist á kaupgreiðslum sjómanna í er- lendum gjaldeyri. 3. Stríðsáhættuþóknun til sjómanna, dánar- og örorkubæt- ur verði undanþegnar sköttum til ríkis og bæjar. 4. Ekki sé lagður saman sá tími, er skip fer fram hjá Reykjanesi eða öðrum affara- stöðum á útleið og uppleið, þeg- ar reikna skal áhættuþóknun. B. Sérmái Sjómannafé- laganna í M, Mnai- firði og Patrefcsfirði. 1. Kaupgreiðsla til allra, sem ísfiskveiðar "stunda miðað við allt að 20 manna áhöfn, sem í Iandi bíða meðan ferð skips itendur yfir frá og tíl útlanda (biðlaun). (Hér er aðeins átt við háseta). 2. Sömu mönnum séu greiddir fæðispeningar þann tíma, sem biðlaun eru greidd. 3. I tölu biðlaunamanna séu ekki taldir með yfirmenn skip- anna. (Dæmi eru til að slíkt hafi verið gert). 4. Kyndarar og matsveinn fái frí með biðlaunum, ef þeir óska frá því að sigla til útlanda 3ju hverja ferð, eða eftir nánara samkómulagi, sem gert yrði milli aðila. 5. Hafnarfrí sé framkvæmt eins og samningar gera ráð fyrir, þannig, að skipsmenn standi ekki vörð eða vinni um borð í skipunum umfram það, sem venja er til á friðartímum. 6. Að lifrarþóknun hækki eft- ir nánara samkomulagi, án til- lits til lögboðinnar hækkunar á mánaðarkaupi. 7. Að greitt sé fyrir umskipun tími, er skip fer fram hjá Reykjanesi eða öðrum affara- stöðum á útleið og uppleið, þeg- ar reikna skal áhættuþóknun. 9. Að greitt sé fyrir umskipun ísfiskjar í annað skip í höfnum eftir tímakaupi verkamanna í Reykjavík. Þessum kröfum hefir verið svarað með lokatilboði togara- eigenda dags. 3/3, og sem birt er hér á eftir. Lobetilbod togaraeigenda Meðan gildandi samkomulag um áhættuþóknun helst ó- breytt og gegn viðurkenningu sjómannafélaganna fyrir því að heimilt sé að láta þá menn, er á kaupi bíða með- an skip það, er þeir eru skráð- ir á siglir með aflann til út- landa, flytja veiðarfæri skipsins frá borði, vinna að viðg. þeirra veiðarfæra, sem nota á í næstu veiðiför og koma þeim aftur fyrir í skipinu og ennfremur að stilla upp borðum í fiskilest skipsins, þá samþykkjum vér eftirfarandi viðauka við núgild- andi samninga: 1. Að miða við allt að 19 manna áhöfn í stað 17, þegar ákveða skal tölu þeirra manna, er halda kaupi meðan skipið siglir með aflann. 2. Að greiða þessum mönnum fæðispeninga yfir sama tíma, og séu þeir ekki lægri en greiða ber í veikindatilfellum (sbr. gerðardóm 21/3 1938). 3. Að greiða með tímakaupi hafnarvinnumanna í Reykjavík fyrir losun á ísfiskfarmi í ann- að skip er flytur fiskinn til út- landa. Á því skipi er tekur fisk til flutnings til viðbótar eigin afla, skulu þeir, sem sigla í það skipti undanþegnir vinnu við móttöku fiskjarins síðustu sex klukkustundirnar áður en skip- ið lætur úr höfn. 4. Að greiða 2. stýrimanni bátsmannakaup, á því skipi er eingöngu kaupir bátafisk, ef þar er enginn bátsmaður skráður. Ofanskráð tilboð er einnig háð því skilyrði, að samkomu- lag náist um að lifrarþóknunin skuli hlýta sömu reglum til hækkunar og mánaðarkaupið. Reykjavík, 3. marz 1940. F.h. Félags ísl. botnvörpuskipa- eigenda. Kjartan Thors (sign). Ólafur H. Jónsson (sign). Ásgr. Sigfússon (sign). Þórður Ólafsson (sign). Ól. Tr. Einarsson (sign). Mbugasemdirviðtilboðið Sem skilyrði af hálfu togara- eigenda eru tvö atriði svo veiga- mikil, að vér teljum að ekki sé hægt að taka tilboði þeirra. 1. að afsala sér kröfu um aukna áhættuþóknun, og þar með því sem þeir hafa samþ., á- hættuþóknun af dýrtíðaruppbót. 2. að félögin fallist á af fúsum vilja að lifrarþóknunin hækki eftir sömu reglum og mánaðar- kaupið, og í 3. lagi. að ekki er neitt sagt um frá hvaða tíma fæð- ispeningar eiga að gilda og krafan um frí kyndara og mat- sveina er ekki tekin með. Krafa stéttarfélaganna um aukna áhættuþóknun byggist á eftirfarandi rökum: 1. í Dan- mörku er greitt frá 1. jan. þ. á. 100% hærra en hjá oss eða alls 350% fyrir uhdirmenn og 300% fyrir yfirmenn í stríðsá- hættuþóknun á svæði, se'm mið- ast við 61. gr. n.br, 47 gr. n.br. og 20 gr, v.l, Svíar fengu í des- ember stríðsáhættuþóknun á svipuðu svæði og Danir 300% fyrir undirmenn og 250% fyrir yfirmenn og í janúar þá gerðu þeir kröfu um hækkun á sama hátt og Danir höfðu fengið. Mál- ið fór til sáttasemjara, úrslit ókunn. Ókunnugt er um hvað nú gildir hjá Norðrpönnum, en f DA6 Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími ^34. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. OTVARPIÐ: 19,15 Pingfréttir. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnír. 20,20 Érindi: Líf og dauði, III: Þú flytur á einum eins og ég (Sig. Nordal prófessor). 20,50 Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó, Op. 70, nr. 2, Es-dúr, eftir Beethoven. 21,20 Hljómplötur: Brandenborg- arkonsert nr. 1 og 4, eftir Beethoven. 21,55 Fréttir. Dagskrárlok. óstaðfestar fregnir herma, að það muni hið sama og hjá Dön- um. 2. Mikill otti ríkir um það, að vaxandi hætta sé fyrir hendi um siglingar til Bretlands, meðal annars að lengri birta og batn- andi veður geri stríðsaðilum kleyft að hafa sig í frammi meir en verið hefir. 3.. Að stríðsáhættuþóknun okkar er frá byrjun bundin við það, sem gildir á Norðurlöndum ög breytist eftir því, sem þar gildir. , . Um gjaldeyri til sjómanna í erlendum höfnum höfum vér skrifað viðskiptamálaráðherra og mótmælt þéim ráðstöfunum, sem í því máli hafa verið gerð- ar. en það mál mun að líkum ékki fást fullkomlega útkljáð svo viðunandi sé nema á einn eða annan hátt í sambandi við hin málin, sem skýrt er frá hér að framan. Með þessari greinargerð höf- um vér í stórum dráttum reynt að draga fram um hvað er deilt. Hihsvegar höfum vér gert okkar ítrasta til að fá nauðsynlegar breytingar á gildand^ stríðsá- hættusamningum án þess að til uppsagnar þyrfti að koma. En þar sem slíkar breytingar ekki hafa fengist, ér það samhljóða álit stjórna stéttarfélaganna að leggja það undir dóm þeirra, sem undir samningunum búa, hvort þeim skuli sagt upp eða ekki. Með félagskveðju. Reykjavík, marz 1940. F.h. Sjómannafélags Reykjavík- ur og Sjómarihafélags Patreks- fjarðar. F.h. Sjómannafél. Hafnarfjarð- ar. F.h. Vélstjórafélag íslands. F.h. StýrimanUafélags íslands. F.h. Fél. ísl. loftskeytamanna. F.h. Matsv. og veitingaþjónafé- lags íslands. F.h. Skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Ægir. Óperettan „Brosandi land" verður — vegna veikindafor- falla eins leikarans — ekki sýnd fyrr en á föstudag. Málfundaflokkur Alþýöuflokksfé- lagsins. Æfing í kvöld kl. 8,30 í Al- pýðuhúsinu, 6. hæð. JL e \J •*!-« Fundur málfundaflokksins fell- ur niður^ í kvöld vegna fundar Alþýðuflokksfélagsins. . * Skrifstofa félagsins verður opin í kvöld frá kl. 73—830. „¦!¦¦!¦.....MÉL.1.IHBIN.......... I _.. I I II 1 ¦ II .' .....)¦......IIII. Auglýsi^ í Alþý,9ublaði»u! fer tll Stykkishólms á morgun sfðdegls. Flutningi veitt móttaka 1 dagc AFGREIÐSLA LAXFOOSS ¦. i, ' i • i' i • i i, ii Gó» lítO íbáð óskast nálægt miðbænum 14. maí. Skilvísi og góð umgengni, Sigríður Valdi- marsdóttir. Sími 5413. K.-R.-Ingar þeir, sem hafa æft frjálsar í- þróttir í vetur, éru béðnir að mæta á æfingunni í kvöld kl. 7,45. Áríðandi! WM NÝJA BIÚ f±W Pan giftu sig aftnr Amerísk skemmtimynd frá Fox um ástir, rómantík. hjúskap og skilnaði. Aðal- hlutverkin leika: Louretta Young og Tyrone Power. Aukamynd: Pólski píanósnillingurinn PADEREWSKI 1 spilar Adagio úr tungl- skinssónötu Beethoven ofl. t Jarðarför bróöur okkajr, Ásmundar Jófaannssonar, vigtarmanns, fer frain frá dómkirkjunni, miðvikudaginn 6. marz, og hefst með húskveðju frá heimili hans, Klapparstíg 13, kl. 2 eftbr hád. . Guðrún, Ingveldur og Kristín Jóhannsdætur. Dansskóli Elly Þorláksson Kennslugreinar: Ballet, Akrobatik, Plastik og Stepp. — Upplýsingar Tjarnargötu 16, sími 4283 kl. 12—2 e.h. v Arsdansleikur Nemendasambands Kvennaskólans í Oddfellowhúsinu n.k. föstu- dag hefst með sameiginlegri kaffidrykkju kl. 9 e. hád. SKEMMTIATRIÐI: Theódóra Thoroddsen: Endurminningar frá skólaárunum. — Soffía Ingvarsdóttir: Ræða. — Carl Billich: Píanósóló. — Ólafur Beinteinsson og Sveinbjörn Þorsteinsson: Söngur með guitar-undirleik. Aðgöngumiðar á kr. 4,00 (kaffi innifalið) verða seldir í Odd- fellowhúsinu á föstudaginn kl. 12—7. STJÓRNIN. Alpýðuflobksfélag Rejrkiavíbor heldur framhaldsaðalfund í kvöld klukkan 8% síð- degis í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. DAGSKRÁ: 1. Lagabreytingar. 2. Kosningar og önnur ólokin aðalfundarstörf. 3. Erindi: Ragnar Jóhannesson. 4. Önnur mál. Félagar, fjölmennið stundvíslega. STJÓRNIN. Bergfirðinga- m Mýramannamðt verður haldið að Hótel Borg næstkomandi föstudag, 8. marz, og hefst með borðhaldi kl. 8. Fjölbreytt skemmtiskrá. — Borgfirzkir skemmtikraftar. Aðgöngumiðar seldir á miðvikudag og fimmtudag í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og á skrifstofu Hótel Borg. Eðlj21< félag prjónakvenna, heldur fund á skrifstofu Alþýðusam- bandsins miðvikudaginn 6. þ. mán. klukkan 8% e. hád. STJÓRNIN. Aðalfnndiir Starfsfflannafélags Reybjavikurnæjar verður haldinn fimmtudaginn 7. marz kl. 8% síðdegis í Varðarhúsinu. DAGSKRÁ: Aðalfundarefni. STJÖRNIN,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.