Alþýðublaðið - 06.03.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.03.1940, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ P IÐVIKUDAGUR 0. MARZ 1940. ALÞYÐUBLABIB RÍTSTJÓRI: F. R. VAIiDEMARSSON. í fjarveru hana: STEFÁN pétursson. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSIND (Inngangur frá Hverfiagötu). SÍMAR: 4900: Afgreiösla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 49503: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: AlþýðuprentsmiSjan. 4900: Afgreiðsla. I 5021 Stefán Pétursaon (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN 0------------------*---------♦ Þakkirnar við slómenoioa. UM miðjan srj)asta mánuð samþykkti landsfundur Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal nokkrir þekktustu o.g áhrifamestu fulltrúar stórútgerðarmanna, í einu hljóði, að „votta íslenzkum sjómönnum virðingu og þakklæti fyrir vel unnin störf á hafinu í þágu alþjóðar". Og í Morgun- biaðinu var þessi samþykkt síð- an birt undir fyrirsögninni: „Þakkir til sjómanna“. Skömmu áður höfðu verið teknar up-p samningaumleitanir milli sjómanna og stórútgerðar- manna um hækkun áhættuþókn- unarinnar fyrir siglingar um stríðshætfusvæði og fleiri ágrein-' ingsmál. Það var þá þegar vit- að, að þær gengu treglega. Og nú, rúmum hálfum mánuði eftir hina hátíðlegu samþykkt lands- fundarins, er slitnað upp úr þeim til fulls. Stórútgerðarmenn neita að taka nokkurt tillit til málaleitunar sjómannanna um hækkun stríðsáhættuþóknunarinn- ar. Það eru þakkir þeirra til sjómannanna í verki! Og hvað segir Morgunbiaðið nú? 13að segir í ritstjórnargrein sinni í gær: „Það er leitt til þess að ■ vita, að ekki skuli vera hægt að ná samkomulagi við sjómennina um kjörin, sem þeir eiga að búa yið í siglingum milli landa“! Það lítur helzt út fy.rir að Morgunblaðinu finnist sjóntennirnir ekki hafa tekið þökkurn landsfundarins eins og vera bæri. Maður skyldi af orð- um þess að minnsta kosti ætla, að það væri meiri ósanngirnirí, sem sjómenn sýndu, að „ekki skuli vera hægt að ná samkomu- lagi við þá“! En hvað er það þá, sém sjó- menn fara fram á og stórútgerð- armenn vilja ekki fallast á? Frá því í haust og fram að nýári var stríðsáhættuþóknun ís- tenzku sjómannanna sú sarna og stríðsáhættuþóknun danskra stéttarbræðra þeirra, 250% fyrir undirmenn og 200% fyrir yfir- menn. En um nýjár var stríðs- áhættuþóknunin í Danmörku hækkuð upp í 350% fyrir undir- menn og 300% fyrir yfirmenn sökurn vaxandi hættu við sigl- ingar. 'Það, sem sjómennirnir okkar fara fram á, cr nú ekki annað en það, að þeirn sé sýnd sama sianngirni og dönskum stéttarbræðrum þeirra hefir verið sýnd, og stríðsáhættuþóknunin hér verði einnig hækkuð upp i 350% fyrir undirmenn og 300°/0 fyrir yfirmenn vegna vaxandi siglingahættu. Það er ekki annað sjáanlegt en að það hafi gengið greiðlega fyrir stórútgerðar- menn í Danmörku, „að ná sam- komulagi við sjómennina" urn svo sanngjarna kröfu. En hér neita stórútgerðarmenn að verða við nákvæmlega sömu kröfu, og Kolaverðið veldur erf iðleik- um á fjölda heimila í bænum -----♦ .. Ekkert er enn vitað um það hvenær pfipurnar til hitaveitunnar munu koma. ■ ■ Aðeins 30 verkamenn vinna nú við hitaveituna. -- , ♦ ÞAÐ ER VÍST óhætt að fullyrða, að engin verðhækkun kemur eins illa við fólk nú eins og verðhækkunin á kolunum. Síðasta verðhækkun varð líka svo gífurleg, að menn stóðu alveg undrandi. Verðið hækkaði úr 92 krón- um og upp í 125 krónur tonnið, eða um 33 krónur. síðan fellir Morgunblaðið krókó- dílstár yfir því, „að ekki skuli vera hægt að ná samkomulagi við sjómennina um kjörin, sem þeir eiga að búa við í siglingum milli landa“! Pað vantar ekki, að það er nógu oft talað um það í hátíð- legum tón, að sjómennimir okk- ar, sem sigla um striðshættu- svæðin, stofni lífi sínu í hættu í hvert sinn, sem þeir fara milli landa. En það nægir bara ekki að tala um það lengur. Hingað til hafa menn, þrátt fyrir allt tal um hættuna, verið með ein- hverjar barnalegar vonir um það, að hún væri þó í raun og veru ekki fyrir hendi, því að. íslenzku skipunum og íslenzku sjömörm- unum myndi verða hlíft. En það geta menn þó sagt sér sjálfir við ofurlitla íhugun, að lausu tundurduflin, sem dreift hefir verið á siglingaleiðunum til Eng- lands, hiífa engu skipi, hverrar þjóðar sem það er. Og nú vitum við það lika, af loftárásinni á togarann Skutul, að vonin um hlífð vegna þess, að við erum vopnlaus smáþjóð, er ekkert ann- að en tálvon. Sú árás sýnir okk- ur, að hættan, sem sjómennirnir okkar leggja sig í, er ægilegur vemleiki. Og þess mun lengi verða minnst, stórútgerðarmönn- unum hér á landi til vansæmdar, ‘ að svo að segja sama daginn og við fáum fréttina af fyrstu loft- árásinni á íslenzkt skip í þes&um ófriði, skuli það hafa spurzt út meðal þjóðarinnar, að þeir hafi neitað að verða við málaleitun sjómannanna okkar um sömu hækkun stríösáhættuþóknunarinn- ar hér og sjómönnunum í Dan- mörku hefir verið veitt ref jalaust fy.rir meira en tveimur mánuðum siðan. Það verður þungur dómur, sem þjóðin fellir yfir slíkri framkomu stórútgerðarmannanna. Og fyrir utan þeirra hóp mun áreiðanléga verða leitun á þeim manni, sem láir sjómönnum, þótt þeir skyldu neyðast til þess undir slíkum kringumstæðum, að segja upp samningum og stöðva skipin þangað til þeim verður sýnd svo sjálfsögð sanngimi, að hækka við þá stríðsáhættuþóknunina á sama hátt og gert hefir verið við stétt- árDræður þeirra í sambandslandi okkar, Danmörku, vegna hinnar sívaxandi siglingahættu. Áður en þessi verðhækkun skall á, var kolaverðið orðið svo hátt, að mönnum hraus hugur við. Leigjendur þurítu víða að borga einn þriðja af sjálfri húsaleigunni fyrir kol og kyndingu. Sá, sem þetta ritar, veit til dæmis um mann, sem leigir 2 herbergi og eldhús og varð að borga um 40 krónur á kol áður en síðasta hækkun varð, en sjálf húsaleigan var 90 krónur á mánuði. Annað dæmi er ura mann, sem borgar 85 krón- ur í húsaleigu, en varð að borga í kol 37 krónur á mán- uði. Hvað verður kolakostnaður þeirra fyrir marzmánuð, ef eyðslan verður sú sama og hún var til dæmis í janúar? Hann verður áreiðanlega um 55 krón- ur eða meira, meira en helming- ur miðað við sjálfa húsaleig- una! Það er bersýnilegt, að það fer að borga sig að hita upp hýbýli sín með rafmagni, að minnsta kosti meðfram, því að þennan kolakostnað getur enginn klof- ið. Mjög víða í bænum hefir mikið verið dregið úr upphitun húsa og er mjög kvartað undan þessu, þó að lítið sé hægt að gera til að bæta úr því. Dæmi eru til þess, að í sumum stórum leiguhúsum hér í bænum er ekki kveikt upp fyrr en kl. 11 á morgnana og jafnvel ekki fyrr en klukkan 12 og 1. Svo er upp- hitun hætt kl. 5, 6 eða 7. Þetta hlýtur að breyta 'mjög lifnað- arháttum fólks, enda hefir sú orðið raunin. Það er líka auðsætt að fjöldi leigjenda getur ekki staðizt þennan kostnað og þá er ekki annað að gera, þar sem ein miðstöð er fyrir allt húsið, en að hætta kyndingu alveg. Það gera menn þó ekki fyrr en í fulla hnefana. Rafmagnsnotkun hefir tölu- vert aukizt síðustu tvo mánuð- ina, einmitt af þessum ástæðum og hún mun enn aukast mjög mikið, ef veður verður kalt. Það, sem bjargar okkur úr þessu öngþveiti, er hve ákaflega vet- urinn er mildur og veður hlýtt, það er raunverulega ekki hægt að segja að vetur sé enn kominn hér og vonandi kemur ekki vetrarharka úr þessu, því að nú fara þáskar að nálgast. Það er ekki nema eðlilegt, að menn hugsi mikið um fram- kvæmd hitaveitunnar. þegar svona er ástatt. Mönnum finnst, sem vonlegt er, að aðalatriðið sé að þrauka af þennan vetur, því að næsta vetur þurfi engin kol, þá streymi heita vatnið um hita- leiðslur húsanna nótt sem dag, jafnt og þétt, og aðaláhyggju- efnið verði að muna að skrúfa fyrir ofnana, svo að hitinn verði ekki.of mikill. Vonandi væri, að þetta yrði eina áhyggjuefnið út af hitaþörfinni, en hætt er við að þau verði fleiri. Vonandi verður verðið á heita vatninu þó allmiklu lægra en kolaverðið. í haust leit illa út með það að við myndum fá hingað efni til veitunnar. Sérstaklega varð út- litið ískyggilegt eftir að Bretar ákváðu að hertaka allar vörur, sem kæmu frá Þýzkalandi, en pípurnar til hitaveitunnar koma einmitt þaðan. Útlitið batnaði hins vegar þegar við gátum fengið leyfi til flutnings á píp- unum, en síðan hefir ekkert heyrst um pípurnar og' vita menn ekkert um hvenær þær koma. Má þó vera að þessi ó- vissa spái ekki neinu illu, held- ur komi pípurnar þá og þegar. En meðan svona er, er raunveru lega ekki hægt að halda'vinn- unni áfram, nema að litlu leyti. Mikinn meirihluta gatnanna er nú búið að grafa sundur og bíða nú opnir skurðirnir eftir steypu- rennum og pípunum. Steypunni hefir miðað seint áfram, því að þó áð frost hafi verið lítil í vet- ur, þá hafa þau þó verið það mikil, að ekki hefir verið hægt að steypa nema í hálfgerðum í- gripum. Sums staðar er þó búið að steypa, en ekki nema lítinn hlyita af því, sem þarf. Ef píp- urnar fara að koma og frostleysi verður, þá er hægt að byrja af fullum krafti á framkvæmdun- um. Nú vinna aðeins 30 manns við hitaveituna, og vinna þeir aðal- lega að viðgerðum. Það má því segja, að öll vinna sé sem stend- ur stöðvuð við hana. En gera má ráð íyrir að mörg hundruð manna komist að, þegar frostin minnka og pípurnar koma. Þannig þyrfti þetta líka að ganga, því að allir vona að hita- veitan komist í framkvæmd fyrir haustið og kolin verði ó- þörf í kuldunum næsta vetur. En með fyrirhyggju og vitur- legri framkomu gat hitaveitunni verið lokið áður en stríðið brauzt út og kolin hækkuðu — og þá hefði hún kostað okkur nokkrum milljónum króna minna en nú er áætlað og þar með hefði heita vatnið komið eins og guðsgjöf úr íslenzkri náttúru. En fyrrihyggjunni var ekki til að dreifa, eins og kunnugt er. Drengjaföt, matrosföt, jakfea- föt, frakkar, skíðaföt. Spartfl, Laugavegi 10, sími 3094. Þjððræknisfélag Isleidinga SKEMMTIKVÖLD að HÓTEL BORG fimmtudaginii 7. Mara kl. 8,30 síðdegis Ræða: Jakob Kristinsson. Stutt ávörp flytja: Ásgeir Ásgeirsson, Árni Pálsson, Ágúst H. Bjarnason, Guðm. Finnbogason, Jónas Jónsson, Sigurður Norðdal, Thor Thors. Tvísöngur: Jakob Havstein, Ágúst H. Bjarnason. Dans til kl. 2. Gangið í Þjóðræknisfélagið. Það kostar að- eins kr. 2,00. Aðgöngumiðar fyrir meðlimi kr. 2,00, fyrir utanfélagsmenn kr. 3,00 seldir á Hótel Borg og hjá Bókaverzl. Sigfúsar Ey- mundssonar. Guðmundur Davíðssons VeoakerfiA á Þingvðllim. -. ♦ ■ ■ ■—■— Nl. Fornar þjóðgötur liggja fyrir ofan Almannagjá, en neðan Brúsastaði og Svartagil. Þær eru framhald af gamla Mosfells- heiðarveginum norður Kalda- dal. Þessi leið var af og til farin fram undir síðustu aldamót. Áð- ur fyrr var hún mest notuð af skreiðarlestum og kaupafólki frá Suðurnesjum til Norður- lands. Þetta var miklu beinni og betri leið heldur en að fara um Þingvöll. Götuslóðirnar liggja þarna víða um slétt hraun og harðlenda grasbala. Akbrautar- stæði er þarna ágætt. Eina tor- færan er Öxará. En hún er jafn- an svo lítil að sumrinu, að hún veldur engum farartálma. Laust fyrir Alþingishátíðina var byrj- að að leggja þarna veg, sökum þess að áformað var að hafa há- tíðatjaldbúðirnar á flötunum við Öxará. En frá því var horfið og Leirurnar valdar, og' vegur lagður þangað frá Þingvöllum. Hafði þessi breyting sína kosti fyrir hátíðagestina. En hér var ekki látið staðar nema. Veginum var haldið áfram norður fyrir Leirurnar og upp fyrir Al- mannagjá hjá svokölluðum Leynistíg og tengdur við Kalda- dalsveginn fyrir sunnán Ár- mannsfell. Þannig opnaðist þjóðleið gegnum Þingvelli, sem kom í staðinn fyrir göturnar, er áður voru nefndar. Þar af leið- andi varð að setja voldugt og dýrt hlið á þjóðgarðsgirðinguna við Leynistíg. Út frá veginum, á völlunum og Leirunum, mynduðust sums staðar djúp hjólför og troðningar eftir bif- reiðar. Hefði orðið að girða Leirurnar, eins og vellina, eða setja upp girðingar meðfram öllum veginum til að koma í veg fyrir þetta, en var þó ekki gert, enda orðið til mikilla óþæginda og lýta. Ef rudd er akbraut fyr- ir ofan Almannagjá, í nánd við gömlu þjóðgöturnar, og um- ferðinni beint þá leið norður um Ármannsfell og Kaldadal, og vegurinn frá Þingvöllum gegn- um vellina, Leirur og um Leyni- stíg lagður niður fyrir bifreiða- umferð, er ekkert til fyrirstöðu að taka í' burtu allar girðing- arnar á völlunum. Jafnframt mætti græða vegarstæðin, bæði á völlum og Leirum. Báðir þessir staðir voru stórskemmd- ir þegar vegurinn var lagður eftir þeim endilöngum. Þá má taka Leynistígshliðið í burtu og tengja þar girðinguna saman. Leiðin frá Þingvöllum inn á Leirur er stutt, aðeins hægur 20 mínútna gangur. Engum er því ofraun að komast þangað gang- andi. Við þessa breytingu mun’du vellirnir og Leirurnar prýkka að stórum mun og fá sitt forna og eðlilega útlit. Fjöl- mennar samkomur á völlunum nytu sín miklu betur ef þar væri losnað við allar girðingar og bif- reiðaumferðir og óþægindi, sem af þeim stafar. Fyrir ofan Almannagjá. báð- um megin við Öxará, er víðáttu- mikið flatlendi. Jarðvegur er þar mikill og góður. Mætti græða þar út að minnsta kosti 100 kúa tún. Hefði verið öllu hyggilegra að byggja þarna býli en að lappa upp á niðurnítt eymdarkot eins og Svartagil var orðið. Þarna er ágætur staður fyrir sumartjöld. Ef þarna yrði rudd akbraut, ætti að banna ölí tjaldstæði á friðlýsta landinu fyrir austan Almannagjá, en leyfa þau hins vegar fyrir ofan gjána á flötunum við Öxará. Hingað til hefir ekki frágangur tjaldbúðagesta á Þingvöllum verið staðnum yfirleitt til þess sóma, að eftirsjón sé að leggja þar tjaldstæði niður með öllu. Steintröppur voru gerðar 1930 í skarði í efri gjábakkanum. öðrum. megin við Öxarárfoss, og bráðabirgðatrébrú lögð yfir ána rétt fyrir neðan fossinn. Hún var tekin burtu eftir Alþingis- hátíðina. Mætti gera þarna göngubrú aftur til þæginda fyr- ir þá, sem byggju í tjöldum fyr- ir ofan gjána. Sumir menn hafa látið óánægju sína í ljós yfir því að þeim sé úthlutaður á- kveðinn tjaldstaður á Efri völl- unum. Þeir vilja heldur dreifa sér út um hraunið, og hafa líka stundum gert það, og þá sums staðar tjaldað í nýgróðursettan trjáreit og spiilt mikiu af ung- viði, sem ætlað var til vaxtar og þroska, Sumir ganga enn illa frá tjaldstæðum, og af skeyt- ingarleysi kveikja í skóginum og öðrum gróðri. IJefir á hverju sumri orðið mörgum sinnum að kæfa þannig kveiktan eld á ÞingvÖllum. Nú er þegar búið að leggja volduga akbraut upp með Þing- vallavatni að austanverðu ag tengja hana við „Konungsveg- inn“ við norðurenda vatnsins. Þá hefir komið til orða að halda veginum áfram frá Þingvöllum suður með vatninu að vestan- verðu, upp fyrir Almannagjá og tengja hann við Mosfellsheiðar- veginn, Er þá komin lítið áber- andi þjóðleið gegnum Þingvelli. Engum bifreiðum ætti að aka út fyrir þessa meginbraut, þar sem hún liggur um friðlýsta svæðið, hvorki eftir veginum um Almannagjá eða á Þingvöll- um. En gangandi fólki eingöngu ætlað að hafa þá til afnota. Væri hins vegar fyrirsjáanlegt að þessi nýja fyrirhugaða þjóðleið gegnum Þingvelli hefði í för með sér álíka skemmdir og um- rót, er stöfuðu frá veginum eftir Almannagjá, sem lagður var 1896. þá er betra að vera án hennar. En ruddur vegur fyrir bifreiðaakstur og ríðandi menn þyrfti að koma sem fyrst fyrir ofan Almannagjá, þá leið, sem áður er nefnd. Vegarstæðið er þar víðast hvar ágætt. Má þræða slétta bala og lágar hraunbungur. Fyrir nokkrum árum var bifreiðum ekið þessa leið með byggingarefni að Svartagili, Má því ætla að ekki þurfi að kosta miklu til að gera þarna akfæran sumarveg, enda yrði hann lítið notaður annan tíma árs. Það stendur til að krappa bugðan við Flosagjá, frá 1907, verði bráðlega tekin af með því að sveigja veginn í víðari bugðu örfáum metrum norðar, þvert Erk. i 4. síöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.