Alþýðublaðið - 07.03.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.03.1940, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1940. ALÞYÐUBLAÐIÐ LITLA STÚLKAN MEÐ ELDSPÝTURNAR. 6) Hún settist í skot milli tveggja húsa. Hún þorði ekki heim, því að hún hafði ekki getað selt neinar eldspýtur. 7) Faðir hennar myndi berja hana og það var kalt heima. 8) Hún var krókloppin af kulda. Skyldi ekki vera hægt að verma sig á einni eldspýtu. Og hún kveikti á einni. 9) En hvað hún logaði vel. Það var bjartur logi, eins og ofur- lítið kertaljós. Það var undar- legt ljós. 10) Litlu stúlkunni fannst hún sitja fyrir framan ofninn og eldurinn skíðlogaði. M bók ætla ég aðkaupa. IGÆRKVELDI sá ég bók í búðarglugga, er hét „Svífðu seglum þöndum.“ Hún er eftir mann, sem heitir Jó- hann Kúld. Þessa bók ætla ég að kaupa. Ekki er það þó af því, að ég sé kunnugur höfundi hennar, því ekki veit ég til, að við höf- um talast við. En hann hefir ritað eina bók áður, og hún þótti mér góð, ( nema helzt nafnið. hún heitir „íshafsæfintýri.“ Þar er sagt frá selveiðum í Dumbshafi norður, bjarnar- veiðum og fleiru þessháttar. Frásögn er skemmtileg og á liðugu máli og góðri íslenzku. Þó höfundurinn hafi ekki, svo kunnugt sé, birt neitt áður, er hann hefir ritað, dylst ekki, að hér hefir maður verið að verki, er vel hefir tamið sér ritleikni. Einn kafla úr þessari nýju bók hefi ég heyrt. Höfundurinn las hann í vetur í útvarpið. Þeir, sem ritmennsku stunda, vita hve efnið er oft erfitt við- fangs, og hve treglega gengur oft að þrýsta því út um penna- oddinn, þannig, að orðin rað- ist eðlilega og auðskilið sé mál- ið. Ég hlaut því að dázt að rit- leikni þeirri, er kom fram í þessum kafla, er lesinn var, því hún var óvenjuleg. Ólafur við Faxafen. Þorskafli Norðmanna O AMKVÆMT símskeyti ný- ^ lega til Fiskifélagsins var þorskafli Norðmanna 4. þ. m., sem hér segir: Þorskafli 45 877 smálestir, þar af hert 7 271 smálest, saltað 22 976 smálestir, gufubrætt meó- alalýsi 23 793 hl. og hrogn 10880 hektólítrar. Á sama tíma i fyrra var þorsk- I afiinn 60517 smálestir, þar af hert 7 783 smálestir, saltað 48 486 smálestir, meðalalýsi 29 700 hl. og hrogn 12840 hl. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Eru nýjar vígsföðvar i Snðaast- ur^Evrépu væntaulegar I vor? —---».— Mikill liðsafnaður Breta og Frakka í Vestur-Asíu AÐ 'er hin mikla áhætta við aillan áróður, að áróðurs- maðurinn sjálfur trúir áð lokum því, sem einungis öðrum var upphaflega ætlað að trúa. Hitler fullvissaði sjálfan sig um það, að lýðræðisríkin myndu miklu heldur fremja sjálfsmorö, en veita viðnám. Og þess vegna rauk hann út í stríðið, sem hann hefði vafalaust getað komist hjá að gera, ef hann hefði sýnt meiri varkárni. Nú virðist svo, sem bandamenn ætli að misstíga sig hraparlega. Eftir að þeir hafa reynt að koma öðrum til að trúa því, að þýzku nazistarnir fremji sjálfsmorð með því að halda ulppi styrjöld við vesturyeldin, er nú svo komið, að áhrifamenn meðal bandamanna eru farnir að trúa því sjálfir, að svo muni verða. Én þvi lengur sem bandamenn.. bíða eftir hinni nazistísku árás á vesturveldin, því minni líkur eru til þess, að þessi árás verði gerð. Svo framarlega sem hernaður Þjóðverja hefir verið skynsam- legur, og það er engin ástæða til að ætla að Hitler leggi niður þá aðferð, sem honum hefir heppnast svo vel, að ráðast ein- ungis á veikustu staðina, aðeins vegna þess, að bandamenn höfðu á réttu aö standa, þegar þeir á- litu að árás af fullum krafti á vesturvigstöðvunum myndi mola nazistana, munu þeir forðast slíka eyðileggingu á sjálfum sér, með- an þeir geta. \ Það, að Hitler slöngvaði út ógnunum um algera árás á Frakk land, hefir enga þýðingu. Það er ekki í fyrsta skipti, sem þessí herramaður stendur ekki við það, sem hann segir. Hvað er það elcki oft síðan styrjöldin byrjaði, sem þessi maður hefir boðað styrjöld af fullum krafti gegn vesturveldunum. En hann hefir aldrei verið svo heimskur, að standa við það. Ástæðan fyrir þessum ógnunum er engin önn- ur en sú, að halda bandamönn- ■um í eftir\'æntingu, meðan Þjóð- verjar eru sjálfir uppteknir á öðrum vígstöðvum. Winston Churchill lét í ljós í ræðu, sem hann flutti fyrir nokkru síðan, bð í Englandi að minnsta kosti væru menn farnir að velta fyrir -----------»—--------- sér spurningunni: Hvernig er hægt að vinna striðið, ef. hafn- bannið, einkum það, er snertir hin nauðsynlegustu yopn, er ekki látið ná til slíkra hernaðarlegra ráðstafana ,sem neyða Þjóðverja, sem í hráefnakvínni eru, til þess að slíta vopnum eins og nauð- synlegt er á striðstimum. Churchill sagði: „Við óskum ekki eftir því að bíða aðeins eftir höggunum og taka okkur síoan góðan tíma til þess að hugsa okkur um. Við vonum, að sá dag- ur korni, að Hitler taki það hlut- verk að sér, og þá fái hann að velta því fy.rir sér, hvar hann fái höggið næst.“ Ef orð hafa nokkra raunveru- Iega merkingu, gefa þessi orð i skyn, að bandamenn séu nú farnir að athuga möguleika þess, að hefja árás af fullum krafti á Þjóðverja. Þar til nýlega hefir skoðun Breta á styrjöldinni verið sú, að bezt væri sem lengst að verjast og bíöa þangað til hægt væri að vinna styrjöldina með hrá- efnakvínni einni saman. Helzti formælandi þessarar skoðunar var Mr. Hore-Belisha. Eins og hvað eftir annað hefir verið sýnt fram á, hafa banda- menn áreiðanlega möguleika á því að vinna stríðið með hafn- banni, en því að eins að þeir geti neytt Þjóðverja til þess að eyða hráefnum í stórum stil. Vandamálið er þetta: Eins og það virðist göfugmannlegt að vernda líf milljóna manna með því að heyja styrjöld aðeins með hráefnakvi, þá er það nú svo, að hráefnakví án hernaðarlegra aðgerðfi er þýðingarlaús, nema þessum milljónum mannslífa sé fórnað. Og þetta er Hitler ljóst, svo framarlega sem hann er ekki gersamlega brjálaður. En hann heldur áfram að ráð- ast á veikustu staðina, Og þessa dagana er það Rúmenía. Meðan menn síðustu mánuðina létu gabbast til þess að álíta, að næst kæmi röðin að Skandinavíu, voru það einungis þeir, sem bezt hafa fylgst með gerðum Hitlers, sem gátu nokkum veginn örugglega vitað, að næst kæmi röðin að Balkanskaganum. Fyrst og fremst verða Þjóð- Weygand, yfirhershöfðingi Bretia og Frakka í Vestur-Asíu. verjar að geta' ráðstafað olíu- framleiðslu Rúmena. Undir venju legum kringumstæðum mundu þeir ekki fá meira en einn tiunda af olíuframleiðslu Rúmena, og það er minna en sjö hundruð þúsund tonn á ári, því að rúm- lega 85»/o af olíuframleiðslu Rú- mena er undir eftirliti Frakka og Englendinga. Og bandamenn hafa þegar keypt meirihlutann af þefm 15o/o, sem eftir eru. En Þjóðverjar verða á venju- legurn tíma að flytja inn meira en 35 milljónir tonna. Rúmenar framleiða nálega 7 millj. tonna af olíu árlega, og er það því mikil freisting fyrir Þjóðverja, að reyna að ná tang- arhaldi á þessari olíu. Ef Þjóð- verjar næðu allri olíuframleiðslu Rúmena að viðbættu því, sem þeir fá innflutt frá Rússlandi, myndu þeir hafa 100% meira af olíu, en þeir þurfa á friðartímum. En á einu einasta ári, sem þeir yrðu að heyja fullkomna nútíma- styrjöld, myndu þeir þurfa 35 millj. tonna af olíu, en það er þrisvar sinnum meira en öll olíu- framleiðsla Rúmena og Þjóð- verja að viðbætfri þeirri olíu, sem þeir flytja inn frá Rússlandi. ff Paö BE Iails Bkki vist, að Hitler þurfi að leggja Rúmeníu undir sig hernaðarlega. Það er vel mögulegt, að einungis hótanir séu nægilegar. Stjóm Rúmeníu hefir þegar birt yfirlýsingu þess efnis, að brezka og franska olíufélagið í Balkanlöndunum séu skyldug til þess að selja Þjóðverjum olíu sína. Karol konungur varð að gera svo vel og vera fljótur að ákveða sig, þegar hann stóð augliti til auglitis við hið mikla herveldi, Þýzkaland. Þótt einkennilegt kunni að virðast, myndi aðstaða banda- manna vera miklu betri, ef Hitler hefði ráðist með her manns inn í Rúmeníu, því að ef svo færi, myndu olhisvæðin, sem eru undir eftirliti bandamanna, blátt áfram verða eyðilögð. En svo lengi sem Karol konungur sér sér færi á því að komast hjá slíku, mur.u Þjóðverjar hika við að hefja hern aðarlegar aðgerðir gegn Rúmeníu Karol konungur myndi hrista af sér ok Þjóðverja, ef hann hefði nokkra von um bandamenn sem bakhjarl. Ef Hitler endurtekur hin ör- lagaríku mistök sin, sem hann framdi gagnvart Póllandi (og Stalin hermdi eftir gagnvart Finnum), ef Hitler hleypur á sig og reynir að ná öllu, sem hann vill ná í, í einni svipan, þá kann svo að fara, að hann lendi í styrjöld, sem enginn veit hvernig endar. En ef hann yelur þá leið- ina, sem varð honum svo happa- sæl þegar hann tók Austurrfki og Tékkóslóvakíu, þá getur verið að hann nái á sitt vald allri olíu- framleiðslu Rúmena. En þvi að eins að bandamenn haldi fast við þá ákvörðun sína að bíða aðeins eftir árásum, en hafast ekki aÖ, en Churchill orðaði það svo á- gætlega í ræðu sinni á dögunum. Það hafa borist út fregnir um þaö, að Gamelin hershöfðingja hafi tekizt að sannfæra stjórnir vesturveldanna um það, að raun- veruleg styrjöld verði nú að byrja. Weygand hershöfðingi yfirmað- ur franska og brezka hersins i löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafsins, Egyptalandí, Palestínu og Sýrlandi, er nýlega kominn þangað frá Paris, en þar var hann á fundi, sem . talið er að muni hafa haft úrslitaþýðingu Um þessi mál. Samband tyrk- neska hersins og hers Banda- manna gæti gert Rúmenum það mögulegt að hafna kröfu nazista. En þannig getur vel farið, að Rúmenar eigi eftir að stórbreyta pólitík Vesturlandanna. Svo er nefnilega mál með vexti að Bandamenn eiga her sem telur 300 þús. manns fyrir botni Mið- jarðarhafsins, sem er tilbúinn hvenær sem kallið kemur. Frakk- land og England hafa, þegar alls er gætt í höndum ritaðan sátt- mála, sem verndar sjálfstæði Rúmeníu gegn öllum árásum. ÚtbreiðiS Alþýðublaðið! Leyndardémnr KoSSlvlnd,Ly: 2 gOmln taallarlnnar — Sjáið þér ekki öríð? — Jú, ég hfi veitt því eftirtekt. Það hefði ekki verið auðvelt að komast hjá að taka eftir því. Það var rautt ör eftir sár yfir ennið, sem ekki var fullgróið ennþá. — Skiljið þér ekki ennþá, hvað ég er að fara? — Nei. — En ég ber þó merki á andlitinu. — Enda þótt. — Lesið þér ekki blöðín? — Sjaldan og þá venjulega fljótlega. Maðurinn tók blað upp úr vasa sínum og fletti því sundur fyrir framan augun á Allou. Hann benti á mynd og undir mynd- inni stóð: „Flóttamaðurinn Pierre Herry. — Þekkið þér mig ekki? Ég er Pierre Herry. Allou las fyrirsögn greinarinnar efst á fyrstu síðu: MORÐINGINN FRÁ S AINT-LU CEHÖLLINNI, PIERRE HERRY, LEIKUR ENN LAUSUM HALA. —o— í marga daga höfðu blöðin birt frásagnir af þessu máli, Allou hafði séð þessar fréttir, en ekki lesið þær gaumgæfilega, þar eð þær kpmu honum ekki við. Og auk þess var ekkert leyndar- dómsfullt við það, það hafði frá því fyrsta verið ljóst, hver morðinginn var. — Ég er Pierre Herry endurtók maðurinn vonleysislega. — Eins og stendur eruð þér gestur minn og ekkert ann- að, sagði Allou. Þér hafið trúað mér fyrir leyndarmáli yðar, og ég mun ekki misnota vantraust yðar. Þegar þér hafið borðað yður saddan, getið þér farið og ég gleymi frásögn yðar. — Nei, ég vil heldur láta taka mig fastan. Ég afber þetta ekki lengur. Röddin var svo þreytuleg, að Allou varð undrandi. Var það iðrunin, sem hafði leikið þennan karlmannlega mann %vona. Það var ekki mjö'g sennilegt. — Nú er nóg komið. Það er hræðilegt að svelta. Það er hræði- legt að hafa ekki einn eyri í vasanum og þora ekki að hætta. Hvernig stóð á því, að ég þorði að ávarpa yður? Ég skil það ekki. Ég held, að það hafi verið augun í yður, sem veittu mér flugrekki, til þess. Ég hefi víst fundið það á mér, að það var engin skömm að því að biðja yður hjálpar. Er ekki svo. Þér skiljið, að maður getur betlað, þegar maður er mjög svangur.............Og samt sem áður er ekki hungrið það versta. Og það er ekki held- ur það versta að vera á sífelldum flótta og þora ekki að horfa framan í nokkurn mann. Hann varð ákafari því lengur, sem hann talaði og það var hitagljái á augunum í honum. Var það aðeins maturinn og vínið, sem hafði þessi áhrif? Allou áleit það í fyrstu, en brátt komst hann á þá skoðun, að það væri rétt, því að maðurinn hélt áfram og talaði lágt. — Nei, það versta er að þurfa að þegja, þegar mann langar til að tala við aðra, til þess að fá að vita, hvort maður er brjál- aður eða ekki. Yður finnst það máske óskiljanlegt. Ég þurfti að geta talað við einhvern. Ef ég er brjálaður, þá gerið svo vel og segið mér það. Ég vil miklu heldur fá vissu um það, að ég sé brjálaður en að lifa lengur í þessari óvissu. Hann talaði nú hærra, en sem betur fór var enginn í borð- salnum. Þeir sátu aleinir. En samt sem áður reyndi Allou að stilla manninn. — Ég hefi ekki beðið yður að trúa mér fyrir neinu. Munið það, að ef ég verð kallaður sem vitni, neyðist ég til að endur- taka allt það, sem þér hafið sagt mér. — Það sakar ekki. Ég vil ekki leýna sannleikanum, eða því, sem ég álít, að sé sannleikur. Þér skuluð fá að heyra það, sem ég hefi séð, eða, það sem ég álít, að ég hafi séð. Og þetta sama mun ég endurtaka, eftir ofurlitla stund, þegar ég verð tekinn fastur. — Eruð þér sekur eða ekki sekur? — Ég veit það ekki. Samkvæmt almennri rökfræði hlýt ég að vera sekur. Enginn skynsamur maður myndi láta sér detta annað í hug. Skynsemi mín — en hvers virði er hún nú orð- ið? — segir mér, að ég sé glæpmaaður. Og samt sem áður álít ég, að ég sé saklaus. Allon leit hvasst á hann. Hann áleit, að maðurinn væri að reyna að leika á sig. Var herra Pierre Herry að reyna að leika geggjaðan mann, til þess að láta rannsóknardómarann bera vitni um það. að maðurinn væri ekki með öllum mjalla? Hann svaraði ekki strax. heldur gaf sér góðan tíma til þess að troða í pípuna sína. Hann hafði komizt í kynni við svona menn áður. Og við þá kunni hann aðeins eitt ráð: að neyða þá til að segja sann- leikann. — Ég skal hlusta á yður, fyrst þér hafið ákveðið að segja

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.