Alþýðublaðið - 07.03.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.03.1940, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1940. ÁLÞYÐUBLADIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ HITSTJÓBI: r R. VALDEMABSSON. í í’jarveru taana: STEFÁN PÉTURSSON. AFQREIÐSLA; ALÞÝÐUHÚSIND (Irmgangur frá Hverfligötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). '4905: Alþýðmprentsmiöjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Fétureson (heima). ALÞÝÐUPSRENTSMIÐJAN L. é.-------------------------» Ionílntninos og gjaldeyrisnefnd. SJÁLFST ÆÐISFLOKKURINN hefir boríð fram frumvarp til laga á alþingi um nýja skiþ- Un á gjaldeyris- og innflutnings- nefnd. Er þar gert ráð fyrir að nefndin verði framvegis skipuð aðeins þremur mönnum, í stað fimm, sem nú eiga sæti í henni, og skuli einn þeirra tilnefndur af .Verziunarráði íslands, annar af Sambandi íslenzkra samvinnu- félaga, og sá þriðji „með sam- komulagi milli ráðherranna", eins og það er orðað í frumvarp- inu. I greinargerð Sjálfstæðisflokks- ins fy,rir framvarpinu er það kall- að „má]amiðlunargrundvöllur“ í þeim deilum, sem staðið hafa um innflutninginn og gjaldeyrisút- hlutunina, og komst Vísir svo að orði í fyrradag, að „þetta sé hverju orði sannara“. Breytingar þær, sem í frumvarpinu felast,“ sagði hann enn fremur, „era ekki einungis miðaðar við það, sem Sjálfstæðisflokkurinn telur rétt- látt í þessum efnum, heldur engu síður við það, sem telja verður að samstarfsflokkarnir geti sætt sig við.“ Og í gær var hrifning Vísis orðin svo mikil yfir frumvarpinu, að hann kallaði það „málamiðlun, sem hinir flokkam- ir eigi að geta tekið fegins héndi“! Þaö skal hér alveg ósagt lát- ið, Tivort viðskiptamálaráðherra Framsóknarflokksins „tekur því fegins hendi“, að hann verði framvegis sviftur fulltrúa í inn- flutnings- og gja'deyrisnefnd. En að sjálfsögðu ætti hann engan hilltrúa þar, þó að þriðji mað- úrinn f né'fndinni væri skipaður „með samkomulagi milli ráðherr- anna“, svo að ekki sé gert ráð fyrir því, sem verra væri, að yfirleitt ekkert yrði úr „sam- komulagi inilli ráðherranna" um skipun hans! En hvað, sem því líður, þá er það að minnsta kosti dájítið kynleg hugmynd, að það sé eitt- hvað sérstaklega aðgengileg skip- un innflutnings- og gjaldeyris- nefndar fyrir Alþýðuflokkinn, að hann sé éviptur þeim fulltrúa, sem hann hefir átt í nefndinni hingað 'tií, og raunverulega hefir verið eini fulltrúi neytenda þar, og innflytjendumir, það er að segja heildsalamir og Samband íslenzkra samvinnufélaga, séu gerðir einráðir í henni! Það er alger misskilningur, ef Sjálf- stæðisflokkurinn heldur það, að það séu aðeins „kaupmenn ann- ars vegar og samvinnufélögin hins vegar, sem hér eiga hlut að máli“, eins og komizt er að orði t greinargerð frumvarpsins. Inn- flutnings- og gjaldeyrisnefnd er ríkisstofnun til þess að vaka yfir viðskiptum* og fjárhagsafkomu þjóðarinnar út á við, en engin sérhagwmunastofnun heildsalttnna Tilraunir útgerðarmanna að halda niðri kaupi sjómanna. -— ■»-— Dæmi um framkomu þeirra i deil- unni um launauppbét kyndara. AÐ er óhætt að fullyrða. að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika hafi skipaútgerð ekki gefið jafnmikinn arð í fjölda mörg ár og hún gefur nú. Á þetta bæði við um útgerð togara og flutn- ingaskipa. Það, sem af er stríð- inu, hafa útgerðarmenn grætt álitlegar fjárfúlgur, þó að segja. megi að a. m. k. hjá sumum þeirra séu nógu margar holurn- ar til að taka við því, sem áskotn ast, ef gróðinn verður þá notað- ur til þess að borga gamlar skuldir. Eitt aðalviðfangsefni verka- lýðssamtakanna í öllum löndum nú er að koma í veg fyrir óhæfi- legan stríðsgróða, það er að koma í veg fyrir það, að ein- stakir atvinnurekendur og auð- menn hagnist gífurlega á því að láta hinar vinnandi stéttir vinna fyrir sig, taka á sig áhættuna, sem stafar af ófriðnum, en hirði síðan sjálfir gróðann, sem þessi vinna skapar. Margir töldu alveg víst, að hér á landi yrði hægur vandi að koma í veg fyrir þetta. Víða tekur ríkisvaldið þátt í þessari viðleitni verkalýðssamtakanna og þó sérstaklega á Norðurlönd- um. Menn töldu líka líklegt að ríkisvaldið hér myndi telja það affarasælast fyrir alla þjóðina að komið. yrði í veg fyrir stríðs- gróða einstakra stétta, að það teldi heppilegast að hið aukna fjármagn, sem streymdi til landsins vegna ófriðarins rynni og samvinnufélaganna, sem þeir aðilar geti litið á og farið nieð sem sína eign. Neytendur eiga því engu síður rétt til þess að hafa fulltráa í innflutnings- gjaldey.risnefnd en innflytjend- ur, enda mun Alþýðuflokkurinn ekki sætta sig við neina þá skip- un hennar, að hann eigi þar ekki fulltráa eins og áður. ---------♦ ekki sízt til þeirra, er afla þess og ekki fyrst og fremst til þeirra, er hafa atvinnutækin á höndum, en eiga þau oft og ein- att ekki nema að nafninu til. Þetta virðist ætla að ganga erfiðlega, og sést það meðal annars af þeirri deilu, sem nú er hafin milli útgerðarmanna og allra starfsstétta sjómanna. Það hefir nefnilega komið mjög áþreifanlega í ljós, að út- gerðarmenn hafa ekki í heilan áratug verið jafn harðsvíraðir í kaupkúgunartilraunum og ein- mitt nú, og liggur beinast við að álíta, að það stafi eingöngu af því að þefinn af léttfengnum gróða leggur nú að vitum þeirra. Það héfir líka vakið sérstaka athygli í sambandi við þetta, að blöðum er algerlega bannað að skýra frá, hvernig sala togar- anna á ísfiskinum gengur. Hafa blöðin, a. m. k. Alþýðublaðið, farið fram á að mega skýra frá. því eftir hvern mánuð, hvernig ísfisksalan hefir gengið, hve margar ferðir hafi verið farnar, hve mikið magn hafi verið selt og hve miklu söluupphæðin nemi. En Alþýðublaðið hefir fengið þvert nei. Alþýðublaðið hefir ekki farið fram á að skýra frá einstökum ferðum skipanna, en þessa neitun er ekki hægt að virða, svo ósanngjörn er hún. Það þýðir ekki að segja neinum heilvita manni, að það sé hættu- legt að skýra frá sölunum, því að þúsundir manna bæði hér og annars staðar vita um siglingar skipanna. Næst liggur að álíta, að þessi neitun stafi af því að j verið sé að reyna áð dylja al- menning þess, að þó að sala j gangi stundum illa, þá er þó yf- * irleitt selt fyrir gott verð. En það er þó líka brosleg viðleitni, því að sjómennirnir vita jafn vel og útgerðarmenn- irnir, í flestum tilfellum, fyrir hve mikið selt hefir verið. En hvað sem j^ví líður. þá er hér um sömu stefnu að ræða og undanfarið hefir gætt svo mjög hjá útgerðarmönnum. Þessi stefna hefir ekki sízt komið fram í deilunni út af lifrar- premíunni. Lýsið hefir marg- faldast í verði, samt vilja út- gerðarmenn ekki greiða sjó- mönnum meira verð fyrir lifr- ina en var fyrir stríð, og þó hefir lifrin alltaf, eða frá 1916, verið þóknun eða premía. Kjörlce skömtnð banda kyndurunnm. En þó að sérgæðingsháttur útgerðarmanna hafi komið nægilega skýrt fram í þessu máli, þá hefir hann einnig kom- ið mjög Ijóslega fram í máli, sem snertir launakjör kyndara og kauplagsnefnd hefir nýlega úrskurðað með þeim árangri, að kvndararnir lentu í 2. launa- flokki og fengu því ekki nema 8% launahækkun. Þetta var, er og verður mikið óánægjuefni meðal kyndara og ekki ein- göngu meðal þeirra. því að allir sjómenn þykjast sjá fram á það, að með því að fara þannig að við kyndarana, sé stefnt að því að einnig verði beitt sömu rang- indunum við aðrar starfsgrein- ar sjómanna, vélstjóra, stýri- menn, Ioftskeytamenn og mat- sveina. Það lá fyrir kauplagsnefnd að úrskurða í hvaða launaflokki kyndarar skuli vera, en það aft- ur á móti ákvað hve miklar launabætur kyndarar skyldu fá vegna dýrtíðarinnar. Nú vita menn að því hærri sem launin eru, því lægri verður uppbótin og því var um að gera fyrir at- vinnurekendurna, sem í þessu máli voru aðallega eimskipafé- lögin, og þá fyrst og fremst Eim- skipafélag íslands, að reyna að láta tímakaup kyndaranna líta sem hæst út á pappírnum. Fulltrúi atvinnurekenda vegna þessa máls í kauplags- nefnd var Kjartan Thors, en fulltrúi kyndaranna Sigurjón Á. Ólafsson. í kauplagsnefnd efga að öðru leyti sæti Björn E. Árnason lögfræðingur, skipaður formaður af ríkisstjórninni, Jón Blöndal hagfræðingur, tilnefnd- ur af Alþýðusamhandi íslands, og Eggert Claessen. tilnefndur af Vinnuveitendafélagi íslands. Eins og áður er sagt stóð deilan aðallega um það, hve hátt tímakaup kyndara skyldi talið. Almenningur mun álíta að hæg- ur hafi verið vandinn að deila með vinnustundafjölda í mán- aðarkaupupphæð kyndaranna og fá þar með tímakaupið. En þetta var ekki gert, enda telja lögin um gengisskráningu, þar sem líka eru ákvæðin um regl- ur þær, sem fara skuli eftir um útreikning kaupuppbóta, heim- ilt að reikna sem kaup ýms hlunnindi: fæði, húsnæði, afla- verðlaun og ágóðahlut. Af þessum ástæðum varð deilan aðallega um það, hvern- ig virða skyldi hlunnindin og hvaða hlunnindi skyldi taka til greina. Útgerðarmenn eða full- trúar þeirra heimtuðu að auk þeirra atriða, sem' getur að framan og tiltekin eru í lögun- um, skyldi reikna með sumar- fríi, hafnarfríi, fatnaðártrygg- ingu, veikindastyrkjum og veik- indatryggingu, iðgjöldum til slysatrygginga o. s. frv. Dýrt (æði handa sjé- möiinum. Menn skilja að með því að taka sumarfríin undan verður vinnustundafjöldinn yfir árið minni og kaupið því hverja vinnustund hærra, eins er með hafnarfríin. Kyndararnir hafa fengið leyfi til að fara í land þegar skipin eru í höfn og eyða í-þessi frí hálfum degi tvisvar í mánuði. Þegar skipin eru í höfn hafa kyndararnir ekkert að gera og er því í engu dregið frá atvinnurekandanum með þess- um eina frídegi í mánuði. En þetta vildu fulltrúar útgerðar- manna fá dregið frá og þar með hækkaði tímakaupið einnig. Fatatryggingin nemur í iðgjöld- um 52 aurum á mánuði, það vildu fulltrúar útgerðarmanna einnig láta reikna sem kaup og bæta við tímakaupið, Má því segja að lítið hafi dregið vesæl- an. Um iðgjöldin til slysatrygg- inganna er það að segja, að þau eru lögboðin og ómögulegt að reikna þau sem kaup. Þá var fæðið eitt áðal deilu- málið. Kauplagsnefnd, eða rétt- ara sagt meirihluti hennar, virti fæði kyndaranna á 90 krónur á mánuði. Nú átti vitanlega að reikna fæðið eftir því sem fæði kostaði um það leyti. sem lögin voru sett. Þá var fæðið víðast selt á 60 krónur, en meðaltal selds fæðis var þá 73 krónur. Nú er það vitað, að enginn kyndari getur veitt heimili sínu meira en 40-—50 krónur í fæði á mánuði, en útgerðarmenn vildu halda sig fast við það, að þeim er gert að greiða kyndurum, sem verða að vera í landi milli túra, 3 krónur á dag. Þetta kemur þó örsjaldan fyrir, og hafa útgerð- arfélögin svo að segja engin út- gjöld af þessu, Úrslitin urðu, eins og að framan segir, að meirihluti kauplagsnefndar tók svo mikið af kröfum útgerðarmanna til greina, að kyndararnir komu í 2. flokk og fá því aðeins 8% launauppbót. Krafa útgerðar- manna um að draga sumarfríið frá var ekki tekin til greina, en hins vegar var krafa þeirra um hafnarfríið tekin til greina og er þó hér um að æða nákvæm- lega sama mál. Fæðið var virt á 90 krónur o. s. frv. Verðnr að breyta lðg- nnnm? Þetta er freklegasta rangiæti, enda greiddu þeir Jón Blöndal hagfræðingur og Sigurjón Á. Ólafsson atkvæða gegn þessari niðurstöðu. Það er bersýnilegt, að ef á að beita alþýðu manna þessum aðferðum, þá verður að breyta lögunum, og þó er hér miklu fremur að ræða um óbil- girni og beinlínis naglaskap út- gerðarmanna og einkennilegan skilning meirihluta kauplags- nefndar en galla á lögunum. þó að ákvðnari ákvæði laganna geti hins vegar komið í veg fyr- ir þetta. Að lokum skal það tekið Frh. á 4. si&u. Baráttan gegn dauðanmn og trær aðrar nýjar bækur AÐ hefir dregist úr hömlu a& geta þessarar bókar, sem kom út rétt fyrir jólin; — ekki vegna þess, a& hún væri a& neinu leyti ómerkari þeim bókum, sem voru á jólamarkaðinum, siður en svo. Ástæ&an er blátt áfram sú, að bókin hefir gleymzt uppi í skáp til þessa. Höfundur þessarar bókar, Paul de Kruif, hefir áður verið kynnt- ur íslenzkum lesendum. Bogi ÖI- afsson menntaskólakennari þýddi fyrir nokkrum árum bók hans, Microbe Hunters, Bakteríuvei&ar, sem kom út á ensku árið 1926, og gerði höfundinn heimsfrægan. Áður hafði þessi höfundur gefið út bókina Our Medicine Men og unnið að bókinni Arrowsmith á- samt ameríska nóbelsverðlauna- höfundinum Sinclair Lewis. Paul de Kruif er læknisfræð- ingur að menntun. Að loknu námi starfaði hann að bakteríurann- sóknum og varð prófessor í þeirri vísindagrein. Þegar heims- styrjöldin stóð sem hæst gerð- ist hann herlæknir í Frakklandi, en hefir nú tæp tuttugu sí&ustu árin dregið sig í hlé frá hinum vísindalegu rannsóknum og tekið til ritstarfa. En köllun sinni hefir hann verið trúr, því að ritverk ftans eru nær emgongu um fræði- grem hans. Bókin Baráttan gegn dauðan- um er hetjusaga, eða réttara sagt hetjusögur. Þó er þar hvergi minnzt á þær hetjur“, sem vaða yfir lönd með báli og brandi, ey.ðandi og drepandi allt, sem lífi er gætt. Þetta eru látlausar en þó mjög lifandi og litríkar frásagnir um hinar hljoðu hetjur nútímans, vísindamennina, hetj- urnar með smásjána, mennina, sem loka sig inni og leggja lif sitt og heilsu í hættu til þess að reyna að yfirvinna dauðann, sem Iæðist að hrjáðu mannkyni i líki ósærra smávera, þektra og ó- þekktra. Þessir menn eiga oftast við mótblástur og misskilning að stríða, ekki einasta frá almenn- ingi, heldur einnig frá skamm- sýnum og skilningssljóum stétt- arbræðrum. Oft hefir þeim legið við örvílnan, en því meiri var sigurgleðin, þegar gátan var loks ráðin og meðalið fundið gegn hinum leyndardómsfyllstu sjúk- dómum. - Finnur Einarsson hefir gefið þessa bók út, en þýðendur eru læknanemarnir Þórarinn Guðna- son og Karl Strand. Bókin er á prýðisgóðri íslenzku, málið er látlaust, orðaval smekklegt og fjölbreytt og setningaskipun ís- lenzkuiegri en maður á að venj- ast á þýddum bókum. •m Flestir munu kannast við norska skíðakappann Birger Ruud, sem kom hingað í.fyrra og lék listir sínar uppi í Hvera- dölum fyrir fjölda áhorfenda. En færri munu kannast við bróður hans, Sigmund Ruud, sem stend- uP ekki bróður sínum langt að baki um garpmennsku á skíðum. Nýlega er komin út á íslenzku bók eftir Sigmund, Skíðaslóðir, gefin út af Isafoldarprentsmiðju h/f., en þýðandi er ívar Guð- mundsson. Aðalefni bókarinnar eru frá- sagnir nra ferðalög þeirra bræðra til ýmissa skíðakappmóta bæði í Evrópu og Ameriku og er mjög spennandi á köflum, einkum þar sem sagt er frá kappmótunum. Hún er og mjög læsilega skrifuð og ber höfundi sinum það ágæta vitni, að hann sé gæddur hinum sanna „íþróttaanda“. Hann segir mjög yfirlætislaust frá sigram þeirra bræðra og dregur ekki undan ósigrana og fer mjög við- urkennandi orðum um skæðustu keppinauíana. Slíkur skíðaáhugi hefir nú gripið bæjarbúa og fleiri, .að þessi bök mun áreiðanlega verða keypt og lesin. Þýðing ívars Guðmundssonar er mjög liðleg, enda þótt hann sé byrjandi í þessari grein bók- menntanna. ♦ Fyrir nokkru síðan kom út ofurlítið sönglagahefti eftir vinsælasta og sérstæðasta tón- skáld okkar, Sigvalda Kaldalöns. Eru það fimm lög útsett fyrir blandaðar raddir: Island ögrum skorið, við vísu Eggerts Ólafsison- ar, Sveitin mín, við kvæði Sig- urðar frá Arnarvatni, Þótt þú langförull legðir, við kvæði Step- hans G. Stepbanssonar, tileinkað bróður tónskáldsins, Guðmundi A. Stefánssyni, Reykjavík, við kvæði Einars Benediktssonar, og loks Móðurmálið, við kvæði Einars Benediktssonar, tileinkað Páli Eggert Ólafssyni dr. phil. Um lög Sigvalda Kaldalóns er óþarfi að fjölyrða. Hann hefir fyrir löngu sungið sig inn í hug og hjarta sérhvers söngelskandi Islendings. í lögum hans er ís- Ienzkur stormþytur, íslenzkt brim hljóð, yfir sumum þeirra er is- lenzk sólbirta, önnur era þrungin þeim ugg og ótta, sem grípur mami yfir lestri íslenzkra þjóð- sagna um útilegumenn í Ódáða- hrauni. Sigvaldi Kaldalóns er éinn hinn íslenzkasti íslenzkra listamanna. Ódýrt. Matarkex 1.00 Vz kg, Kremkex 1.25 Vz kg. Bjúgu, ný daglega. Úrvals harðfiskur. Sítrónur, ostar, egg. Munið ódýra bónið í pökkun- um. BBEKKA Ásvallagötu 1. Sími 1678. TJARNARBÚÐIN. Sími 3570.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.