Alþýðublaðið - 07.03.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.03.1940, Blaðsíða 4
FIMIVjTUDAGUR 7. MARZ 1940. B9CAMLA BlOOi Inga 16 ára Áhrifamikil þýzk kvik- mynd gerð samkv. skáld- sögunni „Sextanerin11 eftir V. Neubauer. Aðalhlutverkin leika: Rolf Wanka og Ellen Schwanneke Drengjaföt, matrosföt, jakka- föt, frakkar, skíðaföt. Sparta, Laugavegi 10, sími 3094. Hljómsveit Reykjavfknr. „Brosandi land“ Óperetta í 3 þáttum eftir FRANZ LEHAR verður leikin annað kvöld kl. 8 í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 á morgun. Sími 3191. Guðspekifélagar. Reykjavíkur- stúkan .annað kvöld. Einar Lofts- son fly.tur erindi. Útbreiðið Alþýðublaðið! BAZAR heldur kirkjunefnd kvenna dómkirkjusafn- aðarins í húsi K. F. U. M. föstudaginn 8. marz klukkan 4 eftir hádegi. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „Flalla- EyvindurM Sýning í kvöld kl. 8 e. h. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Nýtt met var sett i 100 m. bringasnndl á K.R.-mðtinn. Skrautsýoingarnas* vðkta m|ðg mikla athyglL MARGIR munu hafa beðið með eftirvæntingu eftir sundmótinu, sem K.R. hélt í gæikveldi í Sundhöllinni, enda var húsið troðfuilt og margir urðu að hverfa frá. Þeir, sem Sundhöilin rúmaði, urðu heldur ekki fyrir vonbrigðum, enda var það óspart látið í ljós, og hefir frægð K.R. í sundíþróttinni auk- izt stórum eftir mótið. Skyrtusundið vakti mikla á- nægju, en eggjasundið var að því ieyti misheppnað, að enginn keppenda hafði vit á því að missa eggið. Skrautsýningarnar, sem fóru fram í bjarma marg- litra kastljósa, hrifu áhorfendur mjög. Kóróna mótsins er samt sú, að ungur og mjög efnilegur bringusundsmaður, Sigurður Jónsson, setti nýtt íslenzkt met í 100 m. bringusundi. Synti hann vegalengdina á 1:19,3 míu. en það er 2,4 sek. betra en fyrra metið. Það var mjög á- nægjulegt að sjá, hversu marg- ir þátttakendur voru í yngri flokkunum, enda óttast enginn um framtíð sundsins hér á landi. Þau Gunnar Þórðarson, Svein björn Jóelsson, Brynja Guð- mundsdóttir og Hólmfríður Kristjánsdóttir sýndu dýfingar. Stukku þau oft laglega, en tóku sér fyrír hendur stökk, sem ætl- uð eru hærri brettum. Helztu úrslit í einmennings- keppnum urðu þessi: 100 m. bringusund karla: Sig- urður Jónsson, 1:19,3 (met. 100 m. bringusund stúlkna: Sigríður Jónsdóttir, 1:45,4. 200 m. frjáls aðferð karla: Guðbrandur Þorkelsson, 2:42,7. 200 m. bringusund drengja (innan 16 ára): Georg Thorberg. 3:09,8. 25 m. bringusund drengja (innan 12 ára): Brynjólfur Sandholt, 22,5. 25 m. baksund drengja (inn- an 12 ára): Leifur Eiríksson, 23.7. 50 m. baksund karia: Pétur Jónsson, 40,8. 50 m. eggjasund: Georg Thor- berg, .99,5. 100 m. frjáls aðferð drengja (innan 16 ára): Rafn Sigurðsson, 1:17.6. 50 m. frjáls aðferð drengja (innan 14 ára): Einar Sigurvins- son, 38,3. 50 m. bringusund drengja (innan 14 ára): Gísli Hansson, 54.8. 50 m. bringHSund stúlkna (innan 14 ára): Unnur Ágústs- dóttir, 49,4. Sá maður, sem stendur á bak við mót þetta og hefir þjálfað þenna myndarlega hóp, er Jón Ingi Guðm|«áipon. Þakka K.R.- ingar horira*Mveg, hversu fé- lagið hefir aukizt að gengi í tsundinu, enda hefir hann unn- ið að því með elju og áhuga, eins og árangurinn sýnir. B. ðnnnr nmferð bridge keppninnar. 0NNUR KEPPNI Bridge- keppninnar fór fram í gær- kveidi og vekur þessi keppni mikla athygli. Úrslitin í gærkveldi urðu þessí: Hörður Þórðarson, Einar Þor- finnsson, Guðlaugur Guð- mundsson og Kristján Kristj- ánsson + 2330. Árni Daníelsson, Gísli Páls- son, Benedikt Jóhannsson og Pétur Halldórsson + 970. Pétur Magnússon, Lárus Fjeldsted, Brynjólfur Stefáns- son og Guðm. Guðmundsson + 570. Næsta keppni fer fram á sunnudag í Stúdentagarðinum. Mönnum er heimilt að fylgjast með keppninni meðan húsrúm leyfir. , Gullbrilðfeaup: Jófianna Norðfjörð og Sig. firímss. prentari GULLBROÐKAUP eiga í dag hjónin Jóhanna Norðfjörð og Sigurður Grímsson prentari. Sigurður er nú 72 ára, en frú Jéhanna er um sjötugt. Sigurður Grímsson starfaði lengst af í Gutenberg, en er nú hættur a'ð vinna fyrir nokkrum árum fyrir ellí sakir. Alls starfaði hann sem prentari í 52 ár og var talinn mjög leikinn hand- setjari. Bæði hafa þau hjónin haft mikil afskipti af félagsmálum. Sigurður hefir verið góður félagi stéttarfélags síns, og bæði hafa þau starfað mikið í Góðtemplara- reglunni. Margar heilla- og hamingju- óskir munu berast pessum heið- urshjónum í dag. ÚTGERÐARMENN OG SJÓMENN Frh. af 3. síðu. fram, að upphæð sú, sem Eim- skipafélag íslands sparaði með því að kyndararnir væru settir í 2. flokk, munað félagið 2—3 krónum á mánuði fyrir hvern kyndara. SKÝRSLA KRON Frh. af 1. síðu. 16o/o og á laugardaga 33°/0. I stjórn Kaupfélagsins eiga nú sæti: Sveinbjörn Guðlaugsson formaður, Theódór B. Lindal, Friðfinnur Guðjónsson, ólafur Þ. Kristjánsson, Hjörtur B. Helga son, Margrét Bjömsdóttir, Run- ólfur Sigurðsson, Benedikt Stef- ánsson og Þorlákur G. Ottesen. Framkvæmdastjórn félagsins skipa Vilmundur Jónsson, Jens Figved og Árni Benediktsson. Aðalfundir hinna ýmsu deilda Kron fara nú að hefjast, og verða þeir fyrstu um næstu helgi. f DA8 Næturlæknir er Þórarinn Sveinsson, Austurstræti 4, sími 3232. Næturvörður er i Reykjavíkur- og Iöunnar-apöteki. ÚTVARPIÐ: 19,25 Þingfrættir. 19.45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20.20 Erindi: Líf og dauði, IV: Laun dyggðarinnar er syndin (Sig. Nordal próf.). 20.45 Einleikur á Fiðlu (Þórar- inn Guðmundsson) Lítil sónáta i D-dúr, eftir Schu- bert. 21,00 Frá útlöndum. 21.20 Útvarpshljómsveitin: Ýms lög. 21,40 Hljómplötur: Gömul kirkju lög, 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. FINNLAND Frh. af 1. síðu. verkamannafélög á Englandi, að hjálpa Finnlandi með því að senda gjafir, matvæli, fatnað, lyfjavörur og fleira. Happdrættið. Á mánudaginn verður dregið í 1. flokki í happdrættinu. Það er reynsla fyrri ára, að síðasta söludaginn er óhemjumikið að gera í umboðunum, og er því hyggilegra að kaupa miða strax í dag. Hvað segja hommfin- istar nd nm loftð- rásina ð Pajala? KHÖFN í morgun. FÚ. 33NSK blöð skrifa, að blöð kommúnista í Svíþjóð séu komin í vandræði vegna þess, að rússneska stjórnin hafi við- urkennt loftárásina á sænska þorpið Pajala, en blöð komm- únista hafi haldið því fram, að Rússar hafi ekki gert árásina, heldur hafi það verið finnskt herbragð .til þess að leiða grun að Rússum. Aths. Þjóðviljinn, sem þrætti fyrir loftárás Rússa á Pajala, eins og sænsku kommúnista- blöðin, steinþegir um það. að Rússar hafi nú játað árásina á sig og beðizt afsökunar á henni! I. O. G. T. FREYJUFUNDUR annað kvöld kl. 81/2. Nýjum félögum veitt móttaka. Kosið í hússtjórn. Kosning fulltrúa til þingstúku. Br. Kristján Sig. Kristjánsson og s. Ása Friðriksdóttir annast hagnefndaratriði. Félagar, fjöl- sækið með nýliða-. — Æðsti- templar. F.U.J. Talkór félagsins hefir æfingu í kvöld kl. 9 í fundarsal félags- ins. Sklp hleður í Kaupmannahöfn að öllu forfallalausu fyrir miðj- an marzmánuð. Skipaaigr. Jes Zimsen. Tryggvagötu. — Sími 3025. ■a nyja bio m Þai giftn sig aftnr Amerísk skemmtimynd frá Fox um ástir, rómantík. hjúskap og skilnaði. Aðal- hlutverkin leika: Louretta Young og Tyrone Power. Aukamynd: Pólski píanósnillingurinn PADEREWSKI spilar Adagio úr tungl- skinssónötu Beethoven ofl. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Ásmundar Jóhannssonar, vigtarmanns. Guðrún Jóhannsdóttir og fjölskylda. FIMMTUDAGSDANSKLÚBBURINN DANSLEIKVB i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu i kvöld klukkan 10. Aðgöngumiðar á kr. "f KA seldir eftir kl. 8 í kvöld * N.B. ölvuðum mönnum stranglega bannaður aðgangur. HAFNARFJÖRÐUR AlDýðuflokksfélag Bafnarfjarðar heldur aðalfund n.k. sunnudag, 10. marz og hefst fundurinn kl. 4 s.d. í bæjarþingsalnum. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, 2. Erindi: Emil Jónsson. 3. Önnur mál, er upp kunna að verða borin. Stjórnin. Atkvæðagreiðsla um uppsögn á samningum sjómanna um stríðsáhættuþóknun og stríðstryggingar vegna yfirstandandi Norðurálfuófriðar fer fram næstu daga; gert er ráð fyrir, að atkvæðagreiðslunni verði lokið eigi síðar en 20. þessa mánaðar. Atkvæðagreiðslan fer fram meðal þeirra manna, sem starfað hafa á skipum, sem siglt hafa um áhættusvæði síðan ófriðurinn byrjaði. Félagsmenn sem siglt hafa, en nú dvelja í landi, geta greitt atkvæði í skrifstofum Sjómannafélaga Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar og Vélstjórafélagsins. Stjórnir stéttarfélaga sjómanna. Húsmæðor! Skyrið er nú með allra bezta móti, og verðið er óbreytt frá því sem verið hefir. Allir vita, eða ættu að vita, að heilsufræðingar telja skyr holla og góða fæðu. Og fróðir menn segja, að það muni nú vera einhver sú ódýrasta fæðutegund, sem hér er völ á. — ATHUGIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.