Alþýðublaðið - 08.03.1940, Page 1

Alþýðublaðið - 08.03.1940, Page 1
1 RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ARGANGUR. FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1940. 57. TÖLUBLAÐ Rnssland setur afarkostl fyrlr frlðarsamnlnguoi vlð Flnnland. Helmtar allt Kyrjálanes og Viborg, Hangö, alla norður og vesturströnd Lad- ogavatns, nyrztu héruðin með Petsamo og sameiginleg landamæri við Moreg! Snglnn póstnr M MurMnm með Brfiarfossi. jr» RÚARFOSS kom síðdegis í gær og bjuggust menn almennt við því, að með honum kæmi mikið af pósti, enda er nú komið á annan mánuð, síðan að póstur hefir borizt hingað frá Norðurlöndum. Skipið kom með um 60 póst- poka, og í peim var eingöngu póstur frá Englandi og Kanada, en enginn frá Norðurlöndum. Er ekkert hægt að segja um }>að, hvenær póstur kemur frá Norðurlöndum. Tafirnar stafa af því, að póst- urinn hingað er skoðaður í Eng- landi. Geta stjómarvöldin ekki látið þetta mál meira til sín taka? Verða kommfinist- ar svittir rétti tii iipingsetu í Svípjðð? KHÖFN í morgun. FÚ. ¥ SÆNSKA ríkisdegin- um kröfðust ýmsir ræðum'enn þess, að kom- múnistar væru útilokaðir frá ríkisdagsfxmdum og kom til harðvítugra deilna og lá við handalögmálum og barsmíðum, þar sem kommúnistum var ógnað með kreftum hnefum og þeir kallaðir landráða- menn. Sænski dómsmálaráð- herrann tilkynnir, að í und irbúningi séu lög, sem eiga að banna mönnum að sitja á þingi, er hafa með hönd- um ríkisfjandsamleg störf. Hraknlngasaga skip* verjanna á Isblrninum -----»--- Báturlnn strandaðl við ólgandt brimgarð undir svðrtnm kiettnm -.. ♦---- Nnnali minnstn að skipverjar týnún lifinn. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. P RÉTTARITARI Alþýðu- * blaðsins hafði í nótt við tal við Jakob Gíslason, skip- stjóra á vélbátnum fsbjöm- inn, sem strandaði í fyrri- nótt við Skálavík. En þeir fé- lagar komu heim til ísafjarð- ar kl. 1—2 í nótt. Af þessu viðtali má ráða, að það munaði minnstu, að hinir 13 skipverjar á bátnum færust. Frásögn Jakobs Gíslasonar af hrakningum peirm félaga er á þessa leið: Seinni hluta næíur i fyrri nótt hvessti skyndilega og skall á þreifandi bylur. Við vorum þá staddir um 20 sjómilur undan. Súgandafirði. Við lókum það ráð að slaga og reyna að bíða þess að veðrinu slotaði. En þegar við þóttumst sjá, að veður myndi ekki batna, tókum við venjulega stefnu á Isafjarðardjúp. Við töld- um stefnuna alveg örugga, en austanstormur var allmikill og dimmviðri og suðurfall var ó- ve.ijuiega hratt. Við töldum samt sem áður, að við værum lausir af Stigahlíðarhorni og öllu væri óhætt. En brátt kom það í ljós, að svo var ekki. Við sáum ekki land, og áður en við yrðum hokkuð varir við það, tók bátinn niðri á flúðum. Víð vissum ekki nákvæmlega hvar við vorum, en frá engum heyrðist æðruorð, og hlífuðum við okkur strax eins vel og föng voru é. Verstur var þó útbún- aður okkar til fótanna. Ég var á klossum einum saman og aðrir skipverjar á venjulegxmi klossa- stigvéluin. Við fórum síðan strax að und- irbúa björgunarbátinn, en létum bann þó ekki stmx niður. Eftir svo sem 5 mínútur losnaði skipið af skerinu, en í sama mund kom i ljós að vélin var biluð. Brimið óx nú, bylurinn og stormurinn. Við heistum stórseglið, ef takast mætti að bjarga bátnum, en strax kom í ljós, að báturinn lét ekki að stjóm. Stýrið hafði bilað við strandið, og virtist báturinn nú ætla að kastast upp í brimgarð- inn, og um leið sáum við móta fyrir svörtum klettum bak við brimið. Vindurinn stóð heldur af land- inu og barst skipið svolítið utar, en þá var kominn að því leki. Þótti okkur nú sýnt, að bátnum yrði ekki bjargað, og bundum við þá 7 lóðabelgi á borðstokkana á björgunarbátnum og rendum hon- um í sjóinn. Síðan bundum við 4 belgi á línu og tókst okkur að koma henni undir kjölinn á bátn- um með belgjunum á. Tei ég, að við eigum helzt að þakka þessum belgjaútbúnaði, að Frh. á 4. síöu. I SAMBANDI VIÐ ORÐRÓMINN UM FRIÐARUMLEIT- ANIR milli Finna og Rússa gaf fipnska stjórnin í gær- kveldi út eftirfarandi tilkynningu: „Samkvæmt upplýsingum, sem finnska stjórnin hefir fengið, er ætlað að sovétstjórnin riissneska áformi að bera fram víðtækari kröfur á hendur Finnum en síðastliðið haust, en ekki er kunnugt nánara um hverjar kröfurnar eru. Samkvæmt upplýsmgum frá finnsku fréttastofunni Agence Havas, sem birtust í Parísarblaðinu „Soir“ í gær- kveldi, eiga hins vegar friðarumleitanir að hafa staðið yfir, fjrrir forgongu Svía, í heila viku, og Rússar að hafa sett ákveðna skilmála, sem eru miklu verri en úrslitakostir þeirra í haust. Kröfur Rússa eiga að vera þær, að þeir fái allt Kyrj- álanes, ásamt Viborg, Hangö, allt land í kringum Ladoga- vatn (þar á meðal bæinn Sordavala), þannig að það verði framvegis allt innan landamæra Rússlands, og nyrztu hér- uð Finnlands með hafnarborginni Petsamo og sameigin- legum landamærum við Noreg. Af þessum svæðum hafa Rússar enn ekki náð nema vesturhlutanum af Kyrjálanesi, með suðurhluta Viborgar, og Petsamo með héraðinu umhverfis það. Það fylgir þessari frétt, að Rússar hafi krafizt svars fyrir klukkan tólf í kvöld. En það þykir mjög ólíklegt, að + Finnar taki í mál, að ganga að þessum skilmálum. Samkvæmt Lxxndúnafregn hefir talsmaðxir sænska utan- ríkismálaráðuneytisins nteitað því, að utanríkismálaráðuneyt- inu sé kunnugt xxm nokkrar friðarumleitanir milli Finna og Rússa. Og seinnipartinn í gær var komið á eftirliti með frétta- skeytum frá Stokkhólmi, vegna þess að óáreiðanlegar fréttir hefðu verið sendar þaðan. Segir í Lundúnafregninni, að það muni vera aðallega einn blaða- maður, sem hafi g«erzt sekur xxm slíkt, en hann sé ekki hrezkur. En hvað sem hæft kann að vera í fréttum hinnar frönskxx frétíastofu og fregninni frá London um yfirlýsingu hins sænska emhættismanns, þá þykir það þó augljóst af tilkynn- ingu finnsku stjórnarinnar, að einhverjar friðarumleitanir séu í gangi, hver svo sem milli- göngu hefir haft í þeim. Því er haldið fram af sumunx, að það muni vera þýzka stjórn- in, sein frumkvæðið átti xxm þær. Hins vegar b'endir ein fregn í samhandi við þær þó ó- tvírætt á það, að miðstöð frið- arumleitananna sé nú í Stokk- hólmi. Hún er á þá leið, að Paa- sikivi, sem var ásamt Tanner samningamaður Finna við Rússa í haust, og Svinhufvud, fyrrverandi Fimilandsforseti, séu nýkomnir til Stokkhólms. Það er talið víst að það standi í sambandi við friðarumleitanirn- ar. En það þykir augljóst, að ef ekki tekst að miðla málxxm nú, muni verða barizt á Finnlandi þar til yfir lýkur. Norðurlðnd vígvöllur, ef frlðarumleitanlr mistakast Ummæli norska Arbeiderblaðsins í gær. í því sambandi vekur rit- stjórnargrein, í norska Arbeid- erbladet í gær mjög mikla teftir- tekt. Þar segir, að ef ekki verði neinn árangur af þeirri mála- miðlxmartilraxm, sem nú sé ver- ið að gera, sé mjög vel hugsan- Iegt, að Finnlandd biðji Eng- land og Frakkland um hjálp og muni þá áreiðanlega fá hana. Blaðið leggur áherzlu á það, að íhlutun af hálfu Englands og Frakklands myndi geta Ieitt til þtess, að Norðurlönd yrðu nauð- ug gerð að vígvelli, Margar erleaðar flug- vélar yfir Mur-Noregi KHÖFN í morgun. FÚ. Margar erlendar flugvélar Iiafa undanfarna daga sést yfir Norður-Noregi og hefir land- varnarráðuneytið fyrirskipað að framvegis skuli skotið á slíkar flugvélar. Árás Rússa af ísnum á Viborg flóa hefir algerlega verið brotin á bak aftur. Rússar gera víða Frh. á 4. siðu. KORT AF FINNLANDI. Á því sjást öll þau héruð og þorgir, sem Rússar heimta: Efst, ofurlítið til hægri, Petsamo, neðst til hægri Ladogavatn og finnsku héruðin norðan og vestan að því, þá Kyrjálanes og Viborg, og loks Hangö, neðst á kortinu, lítið eitt til vinstri. Lomten Times heimtar að Finn- um sé veitt skjót 09 mikii hjálp. ---—----»------- Noregur og Svípjóð skyldug, segir blaðið, samkvæmt Þj óðabandalagssáttmálanum til að leyfa flutning hers til Finnlands. --------+------- OSLO í morgun. FB. BLADIÐ „TIMES“ hefir birt grein til þess að leggja frekari áberzlu á það, sem sagt var í grein í blaðinu degi áður, en í henni var þtess krafizt, að Finnum væri veitt skjót og mlkil hjálp. Greinarhöfundurinn heldur því fram, að samkvæmt 16. grein sáttmála Þjóðabandalagsins, sé skylt að leyfa flutning herliðs yfir Norðurlönd, þar sem þau séu í Þjóðabandalaginu, ef her- flutningarnir fari fram til hjálpar bandalagsþjóðum, sem á hefir verið ráðizt. Undir þetta er tekið í i-itstjórnargrein í „Times“. Jafnframt er bent á, að allar líkur séu til, að Finnland fari bráðlega fram á, að Bandamenn veiti því fullan stuðning og má þvi búast við því, að hvenær sem er, verði þetta spurning, stem leysa þarf, þ. e. hvort Svxar og Norðmenn leyfa herflutninga yfir lönd þeirra Finnum til hjálpar. Kermit Roosevelt herdeildar- foringi, sem tekur við stjórn al- þjóðahersveitarinnar, sem fer frá Englandi til Finnlands, vann sjálfboðaliðseið sinn í dag, í við- urvist finnska sendiherrans í London. Opinber finnsk skýrsla, svo- nefnd blá bók, verður gefin út í London, um aðdragandann að finnsk-rússnesku styrjöldinni. Skýrslur þær, sem í bókinni verða, sýna greinilega, að kröf- ur þær, sem Rússar gerðu, voru í algeru ósamræmi við samninga þá og sáttmála, sem Finnar og Rússar höfðu gert með sér. Baadadkio vilja ekki fara í stríð. Bo fðs tli aO hjilpa Baoda minnom að ððru leyti. LONDON í morgun. FÚ. C ENDIHERRA Bandaríkj- anna í London, Joseph Kennedy, sem verið hefir í leyfi vestra að undanförnu, er nú kominn aftur til London. Frh. i 4. aáðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.