Alþýðublaðið - 08.03.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.03.1940, Blaðsíða 2
FöSTUDAGUR S. MARZ 1940. ALÞYÐUBLAÐIÐ 11) Og hún reyndi að verma sig á fótunum. 12) Þá slokknaði loginn og hún sat með brunna eldspýtu í hendinni. 13) Og hún kveikti á annarri — og þegar bjarminn féll á múrinn varð hann gegnsær. ■ i; ÍfeítÆfe;:! 14) Hún sá beina leið inn í stof- una, þar sem borðið var hlað- ið réttum. 15) Og steikt gæsin stökk ofan af borðinu með hníf og gaffal 1 bakinu og hljóp til litlu stúlk- unnar. En þá slokknaði á eld- spýtunni og sýnin hvarf. 9 Orðsending til kaupenda út um lantí. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. S 01 0 fl 8 8 Fyrsta stritslán [Breta 300 millj. sterlinospnnda LONDON í gærkveldi. FO. Sir John Simon, fjármálaráð- herra Breta, tilkynnti í gær, að boðið yrði út hið fyrsta mikla styrjaldarlán Bretlands í yfir- standandi styrjöld. Lánsupphæð- in er 300 milij. stpd. Vextir eru 3o/o og endurgreiðist lánið eftir 15—19 ár. Matarkex 1.00 % kg. Kremkex 1.25 % kg. Bjúgu, ný daglega. Úrvals harðfiskur. Sítrónur, ostar, egg. Munið ódýra bónið í pökkun- um. REKK4 Fleiri slik stórlán verða tekin, sagði Sir John. Ásvallagötu 1. Sími 1678. TJARNARBÚÐIN. Sími 3570. UMRÆÐUEFNI DAGSINS Allt of mikið keypt í búðum á laugardögum. Geta menn ekki fært nokkuð af verzlun sinni yfir á aðra daga vik- unnar? „Þjóðverjinn“, sem er til sölu á götum bæjarins. Slökkviliðið gabbað 12 sinn- um á stuttum tíma. Tillaga, sem gæíi komið í veg fyrir þetta að nokkru leyti. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ÍÁRSSKÝRSLU Kaupíélags Reykjavíkur og nágrennis er frá því skýrt, hvernig verzlunin kemur á hina ýmsu vikudaga. Kemur þar fram aS verzlunin á laugardögum einum er næstum því eins mikil og þrjá fyrstu daga vik- unnar: mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Þetta mun vera með- altalsútreikningur hjá Kaupfélag- inu yfir árið. Geta menn skilið hve gífurleg verzlunin er í búðum hér í Rvík á laugardögum og það á fá- um tímum, þegar þess er gætt, að yfir nokkra mánuði á hverju ári er búðum alltaf lokað eftir hádegi á laugardögum. ' ÞESSI MIKLA VERZLUN staf- ar fyrst og fremst af helginni, sem er næsta dag og að fólk kaupir oft . til vikunnar á laugardögum, en það stafar aftur ó móti af því að fjölda margir menn, fyrst og fremst allir verkamenn og einnig margir iðn- aðarmenn, fá útborguð laun sín á föstudögum, þegar vinna hættir, en það sama kvöld er enginn tími til að komast í búðir, þar sem þeim er lokað kl. 6. ÉG MINNIST ÞESS að þegar rætt var um breytinguna á lok- unartíma sölubúða síðas.t, þá bárust mér bréf frá verkamönnum, sem mótmæltu því að búðum yrði lok- að á föstudögum kl. 6, því að það gerði þeim svo erfitt fyrir um að komast í búðir. Þessu var ekki sinnt að neinu. En ég sé nú ekki betur af þessari skýrslu KRON en að það væri einmitt til mikilla þæginda fyrir kaupmenn að opið væri lengur á föstudögum en aðra daga, því að laugardagarnir hljóta að vera ákaflega erfiðir fyrir allar verzlanir og þá fyrst og fremst starfsfólkið, enda mun það vera svo, að það sleppi ekki úr búðinni fyrr en seint og síðarmeir á laug- ardögum, þó að svo eigi að heita að búðum sé lokað kl. 1 yfir sum- armánuðina. ANNARS SKRIFA ÉG þessar línur í þeim tílgangi að hvetja fólk til að dreifa meira verzlun sinni. Þeir, sem geta það, ættu að verzla meira en þeir gera aðra daga en laugardaga. Ef almenningur gæti fært verzlunarviðskiþti sín við kaupmenn og kaupfélagið meira af laugardögunum, þá myndi það verða til milcils hægðarauka fyrir allt verzlunarfólk. — Við eigúrfi að vera mjög fljótir til í umbótum á samlífi okkar. Og í þessu efni er hægur vandi. Umbætur á þessu sviði kosta enga röskun. í GÆRMORGUN þegar ég gekk gegnum bæinn, sá ég smádreng á Lækjartorgi. sem var með blöð undir hendinni, blár í gegn og kaldur. Hann hrópaði af öllum kröftum: ,,Morgunblaðið, Vikan og Þjóðverjinn.“ Ég hélt kannske að mér hefði misheyrst og sagði því: „Hvaða blöð ertu að selja, góði minn?“ „Ég er að selja Morgun- biaðið, Vikuna og Þjóðverjann.“ Svo keypti ég eitt blað og fór. ÞESSU BARNI hefir farið líkt og barninu í æfintýri Andersens. Það sá að konungurinn var nakinn, þó að aðrir héldu að fötin væru svo fín að þau sæjust ekki. Barnið kallar Þjóðviljann Þjóðverja og okkur finnst það réttnefni, þó að aðstandendur blaðsins segi, að það túlki vilja þjóðarinnar. Þjóð- verjinn er réttnefni. Það er ekki einungis gefið út af bandamönnum þýzkra nazista í yfirstandandi styrjöld, heldur er það líka stutt af sjálfum nazistunum. Menn hafa tekið eftir því, að allar árásar- greinarnar á þýzka nazismann eru horfnar úr blaðinu fyrir löngu og' að blaðið flytur aðeins áróður gegn andstæðingum nazistanna, en íleygir fregnum, sem eru andstæð- ar nazismanum. ÞJÓÐVILJINN EÐA ÞJÓÐ- VERJINN, hvernig sem menn vilja nefna blaðið, er nú hætt að kveina um slæmar fjárhagsástæður. Það hefir fengið hjálp, sem um hefir munað. Er ekki rétt að segja, áð það sé fallegt að hjálpa þeim, sem eiga bágt? En hjálpin hefir ekki komið frá íslendingum, hvorki fá- tækum verkamönnum, eins og Br. B. var að telja fólki trú um ný- lega, eða öðrum íslendingum. Það er hægt að sjá það á blaðinu, hvað- an hjólpin hefir komið. Það ber sannarlega svip herra sinna- ÞAÐ HEFIR ÞRÁFALDLEGA komið fyrir. að slökviliðið hafi ver- ið gabbað og þrátt fyrir allháar sektir, sem liggja við því að gabba slökkviliðið, virðist það ekki fara minnkandi. Þráín eftir að fremja skammarstrikið virðist vera svo rík í einhverjum, þó að ótrúlegt sé. Á skömmum tíma hefir slökkvi liðið verið gabbað 12 sinnum. Ekki hefir tekizt að hafa upp á söku- dólgnum. Sektirnar eru 300 krón- ur og auk þess verður sá, sem gabbar liðið, að greiða allan kostn- að, sem af því leiðir að liðið er kallað út, það er að segja, ef í hann næst. ÞAÐ ER VITANLEGA ákaf- lega slæmt að ekki skuli vera hægt að taka fyrir þetta. Væri ekki reynandi að setja upp við alla brunaboða sterkt ljósker, sem stæði í sambandi við götuljósker- in? Yrðu þessi Ijósker að upplýsa brunaboðana og umhverfi þeirra svo að til þeirra sæist alllanga leið. Tel ég líklegt að þetta gæti komið í veg fyrir, að slökkviliðið verði gabbað eins oft og raun hefir orðið á undanfarið, því að skemmd- arvargarnir munu veigra sér við að fara inn í ljóshafið við bruna- boðana til að gabba liðið. Svona verk er bezt að fremja í myrkri, Vona ég að slökkviliðsstjóri at- hugi þessa tillögu, en vel má vera að betra væri að hafa einhverjar aðrar aðferðir til að koma í veg fyrir þennan verknað í framtíðinni. Harmes á horninu. ¥él. ENGA forneskjutrú fyrri tíma á ógnaröld og páfa- boð þarf nú lengur til þess að eiga reiði himinsins yfir höfði og helvíti undir fótum sér. Alls staðar ógna nú mannskepnunni vélabrögð — ekki aðeins „vonzkunnar11 eins og þar stendur — heldur tækninnar, sem vantar víst ekki annað en að geta grafið sig nógu djúpt inn í iður jarðar, til þess að geta sprengt þennan litla hnött í loft upp. Heiður sé hinni máttugu vél. Sjálfur er maðurinn orðinn eins konar glötuð sál í víti vél- anna. Verkamanninum hefir vélin kastað í raðir hinna at- vinnulausu. Stórborgir heims- ins lifa í angist og kvíða; um loftin blá svífur þar yfir höfð- um manna vél. sem getur látið rigna niður yfir þá eldi og brennisteini eftir vild. Og ferð- ist maðurinn um heimshöfin é hinum miklu vélknúðu hafskip- um, þá veit hann að einnig þar læðist í hinum dimmu djúpum vélknúinn dreki reiðubúinn til þess að sprengja í loft upp hið risavaxna og tigna hafskip. Gangi hann til hvílu í einhverri af borgum heimsins, þar sem lífið er vélrænt og eins og hver taug titri undir þunga þess tízku lífs, sem vélamenningin hefir skapað, þá getur hann ekki sofnað fyrir vagna- og véla- skrölti á götunum. Þegar til vinnunnar kemur, verður hann að lúta vél og stjórnast af vél, þótt hann telji sér trú um að hann stjómi vélinni sjálfur. Og þegar hann loks þreyttur og svangur. flýr að matarborðinu til þess að endurnærast og hvíl- ast, þá hellir kjaftandi vél ein- hverju ofurmagni tilkynninga- flóðs, glæpafrétta og villi- mannasöngva yfir sálu hans. Þannig er líðan mannsins og kjör í þessu tízku-víti vélanna. Maðurinn hét á guð og allar helgar vættir til þess að geta sett saman vél, en þessi vél snýr sér nú að honum með draugs- rödd, Glámsaugu og fallbyssu- kjaft, sprengir bústað hans i loft upp og tætir hann sjálfan sundur. Loksins hefir mannin- um tekizt með göldrum tækn- innar að vekja upp draug, sem um munar og enginn jarðnesk- ur Grettir brýtur á bak aftur. Einhver orðheppinn enskur rithöfundur hfir sagt um vél- ina: ,,Þú fæddist samkvæmt viti og vilja manns. Þú vinnur stórt í nafni og krafti hans. Hans skipun gaf þér mikið vald og mátt, til meira en strits, —■ þú getur talað hátt. Ef getur sá, sem gaf þér vald og mál, þér gefið líka hugvit. anda og sái, þann mikla dag til mannsins segðir þú: — Ó, mikill dauðans heimskingi ert þú.“ Pétur Sigurðsson. Tilrannaflss ákveðið milii Norðnrianda og Aneriki i sanar. KHÖFN í morgun. FÚ. AÁVÖRÐUN hefir verið tek- in um að tilraunaflug milli Norðurlanda og Ameríku skuli hefjast í surnar. Gjafir í rekstrarsjóð björgimar- skipsins Sæbjörg. Frá Gunnu, kr. 30. Safnað af slysavarnasveit Borgarhrepps, kr. 52,05. Mb. Aðalbjörg, Reykjavík, kr. 100. E. A. Reykjavík, kr. 10. Tveir formenn í Höfnum, kr. 25. J. Höfnum, kr. 10. Frá skipshöfninni á E.s. Goðafoss. Reykjavík. kr. 374. U.M.F. Drengur. Kjós. kr. 10. Safnað af Kvennadeild Slysavarna félagsins á Norðfirði. kr. 356. Frá Margréti og Eyjólfi í Landakoti, kr. 5. Anna, Birna og’ Stína, kr. 5. Sverrir Bernhöft, Reykjavík, kr. 150. N.N. kr. 4. Guðbjörg Jónsdótt- ir, Snartartungu, Bitrufirði, kr. 10. Sara Þorleifsdóttir, Sauðárkróki. kr. 5. Astrid Brekkan. Reykjavík, kr. 10. Kærar þakkir. J.E.B. Áskriftarlistí að skíðanámskeiði Ármanns í Jósefsdal liggur frammi í skrií- stofu félagsins og hjá Þórarni Björnssyni, sími 1333. Þátttaka þarf að tilkynnast fyrir kl. 5 í dag. Leyndardémnr KaBl vlntlry! 3 gðmln Siallarinnar frá þessu. En ég veit ekkert um málið. Þér verðið að segja iriér allt saman og megið engu sleppa. Pierre Herry fiskaði upp úr vasa sínum mikið af blaðaúr- klippum og lagði þær á borðið. — Lesið, sagði hann. — Nei, það yrði nú of mikið af svo góðu. Ég’ skal lesa úr- klippurnar smám saman, eftir því sem á líður frásögnina. En nú verðið þér sjálfur að byrja frásögnina. Ókunni maðurinn sat kyrr, eins og hann væri utan við sig. Hann sat lengi þegjandi, en svo hóf hann máls. — Hvar á ég að byrja? Á ég að byrja á því, sem skeði fyrir löngu síðan, eða á ég að segja frá því, sem gerðist síðustu dag- ana? Hvað er það 1 raun og veru í þessu máli. sem hefir þýð- ingu? — Allt hefir þýðingu. Gleymið engu. Reynið nú að vera rólegur. Hvar voruð þér, þegar þetta kom fyrir? L II. . ...... li.. i ':£. i ntv* SAINT-LUCE GREIFI. Pierre Herry tók úrklippurnar úr vasa sínum og blaðaði í þeim. — Sko, hérna er myndin af Saint-Luce höllinni, sem liggur í tíu kílómetra fjarlægð frá Parísarborg. Það sést á myndinni, | að það er stór slétta bak við trén í garðinum. En þar er engmn ( gróður, aðeins kyrkingslegir runnar. Og þar ganga sauðir á beit. — En garðurinn virðist vera mjög gróðursæll. Það er aðeins við fyrstu sýn. Trén eru svo þétt, að nóttinn kemur áður en sól er sigin til viðar. Og garðurinn er umluktur þriggja metra múr. Og út fyrir múrinn er ekki hægt að komast. Það er aðeins eitt járnhlið á hoiium, sem er svo ryðgað, að ekki er hægt að opna það framar. Og svo eru þessar litlu dyr, sem þér sjáið þarna. — Já, sagði Allou, þetta er 1 raun og veru mjög ömurlegur staður. Þar vildi ég ekki eiga heima. — Þannig hugsaði maður ekki í gamla daga. Þá var ekki verið að hugsa um umhverfið. Þar var nóg vatn og þar var hægt að verjast umsátri. — Er höllin jafngömul og’ húnlítur út fyrir á myndinni? Sumir hlutar hallarinnar hafa verið endurbyggðir á öldinni sem leið, til dæmis turninn þarna til hægri. En annars er höllin frá átjándu öld. Þar eru mörg herbergi, sem ég þekki ekki. Þér sjáið þarna vindubrú og breið sýki full af vatni. Vindubrúin er ekki notuð lengur. Nú er komin föst brú. En fallhurðin er notuð ennþá. — Ég get ekki hugsað mér, að neinn komist þar inn ó- boðinn, sagði Allou. Eru engir gluggar undir þessum glugg- um? — Nei, það er ekkí annað en skotraufarnar, sem eru í tíu metra hæð, og það þarf stóran stiga, ef á að gera árás. — Það er bersýnilegt. — Og fyrir um 50 árum síðan voru settir járnhlerar fyrir gluggana. Það er ómögulegt að brjótast inn í höllina. — Bíðið andartak. Það vekur eftirtekt mína að aðeins er hægt að komast inn um fallhurðina. Og ef enginn er í höllinni, þá er hurðinni ekki lokað að utan með hengilás. — Þér hafið á réttu að standa. Það er leynigangur til hall- arinnar, og til þess að geta notað hann, þarf að nota bát. En það þarf ekki að gera ráð fyrir þeirri leið. — Vegna hvers? — Vegna þess, að hún hefir ekki verið notuð í tíu ár. Timbrið er fúið og lásinn ryðgaður. Það er ekki hægt að opna dyrnar. — Eruð þér viss um það? — Já, því miður. Ég minntist á þetta við lögregluna. Það var síðasta von mín, en ég varð að játa, að ekki væri hægt að opna hurðina. — Þá er ekki um annað að ræða en reykháfana. — Nei, þeir eru alsettir gaddavír að innan, svo að ómögu'iegt er að komast inn. Það er ekki hægt annað en að játa þetta. — Það lítur svo út. —- Það er ómögulegt að komast inn í höllina, nema um leyni- gang sé að ræða. Allou hleypti í brýrnar. — Þess háttar er ekki til nú á dögum nema í illa gerðum reifurum. — Hafi þeir einhverntíma verið til, þá eru þeir hrundir saman núna. — Þér hafið á réttu að standa, það hefir fundist mjög gömul teikning af höllinni. Þar eru leynigangamir merktir. Það hefir verið leitað, en það er búið að múra fyrir alla gangana. Ef hægt væri að nota einhvem gagninn, þá hefði Saint-Luce greifi sagt mér frá því. Það er hann, sem á höllina. Hún hefir verið í eigu ættarinnar frá því hún var byggð. — Hvernig kynntust þér honum?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.