Alþýðublaðið - 09.03.1940, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 09.03.1940, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝBUFLO&&1CJMNN XXI. ÁRGANGUR. '11" 11 r “■in; ■■11»* LAUGARDAGUR 9. MARZ 1940. 58. TÖLUBLAÐ MUNIÐ Hörpudanzleikinn í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu í kvöld kl, 9,36. SVINHUFVUD Svíkur Stalin nú einnig samning sinn við Kuusinen, forseta finnsku „alþýðustj órnarinnar11, eins og hann kallaði það, 1 Terijoki? Myndin er tekin, þeg- ar samningurinn var undirritað- úr í Moskva. Kuusinen stendur við hliðina á Stalin. Molotov er að skrifa undir. Bretar bíalr ®l Iæra að verjast segnlmðgn nðn tnndnrdnflnnum. „Qneen Elizabeth" hafði ðtbúnað til hess. LONDON í morgun. FÚ. ÞAÐ vakti mikla athygli, er það vitnaðist um leið og mesta skip heimsins, „Queen Elizabeth“, kom til New York, að hún hefir sérstakan útbúnað, sem ver skipið hættunni af s'eg- ulmögnuðu tundurduflunum. Mörg önnur brezk skip hafa nú fengið þennan útbúnað. Eru lagðir yísar, sem rafmagn er ieitt um, utan um skipsskrokk- fefc. á 4. irfBn. - Bretar og Frakkar ern ð- ánægðir með afstððn Svfa. -— ♦ - Vilja fá að flytja ltertil Flnnlands Það kemur berlega í Ijós í brezkum og frönskum blöðum, að þau eru mjög óánægð mteð afstöðu Svía og forgöngu í þess- um friðarumleitunum. En því var harðlega mótmælt af „Soc- ial-Demokráten“ í Stokkhólmi í gær, að Svíar reyndu á nokk- urn hátt að fá Finna til að ganga að friðarskilmálum, sem ekki væru fullkomlega heiðarlegir fyrir þá. „Soci«l-Demokraten“ leggur áherzlu á það, að fastur grund- völluf fyrir friðarvonir sé enn ekki fundinn, en bendir jafn- framt á það, að tef Rússar vilji ekki unna Finniun heiðarlegs friðar, sem tryggi fullkomlega sjálfstæði þeirra, þá eigi Rússar á hættu stríð við bæði Vestur- veldin, England og Frakkland og það mjög fljótlega. Það þykir líka augljóst, af öllum blaðaummælum á Eng- FA. á 4. st«u. PAASIKIVI.* TANNER. Sambomnlag milll Finna og Rússa eða stríð mllli Vestnrveldanna og RússlaadsT ■ -----------....... Sánmingar bak við tjðidin bæði I Stokkhólmi og Berlín. Urslitatilraun Norðurlanda til pess að komast hjá ófriði. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. ÞAÐ hefir nú verið staðfest af Tanner, utanríkismála- ráðherra finnsku stjórnarinnar, að beinar friðarum- leitanir séu byrjaðar milli Finna og Rússa fyrir milligöngu þriðja ríkis, og er það almennt álitið, áð það sé Svíþjóð, enda þótt allar líkur bendi til, að Þýzkaland beiti sér einnig fyrir því, að friður verði saminn. Talið er af blöðum á Norðurlöndum, að það muni mjög fljótt verða úr því skorið, hvort styrjöldin á Finnlandi haldi áfram eða ekki. En flestum blaðaummælum kemur 'saman um það, að eftir þetta sé varla um annað að velja, en samkomulagsfriðar milli Finnlands og Rússlands, eða í- hlutunar af hálfu Englands og Frakklands, sem myndi þýða stríð milli þeirra og Rússlands og mjög sennilega gera Norð- urlönd jafnframt að vígvelli í styrjöld Vesturveldanna við Þýzkaland. Fullyrt er að finnsk samninganefnd sé komin til Stokk- hólms til þess að ræða friðarsamninga og hefir í því sam- bandi heyrst, að sendiherra Rússa þar, Alexandra Kollon- toj, hafi tekið upp samningaumleitanir við Eljas Erkko, sendiherra Finna þar. , Samningaumleitanir einn- ig i Rómaborg og Moskva. —__—.—»..—-- En það þykir augljóst að samningaumleitanir fari sam- tímis fram í Berlín. Það er nú opinbert mál, að Paasikivi, aðalsamningamaður Finna við Rússa í haust, og Svinhufvud, fyrrverandi Finnlandsforseti, hafa undanfarna daga dvalið í Stokkhólmi. En þeir eru báðir farnir þaðan, og er það kunn- ugt, að Svinhufvud fór í flugvél til Berlínar í gær og gekk strax á fund von Ribbentrops utanríkismálaráðherra Hitl- ers. Tilkynnt hafði verið, að von Ribbentrop færi til Ítalíu í dag á fund Mussolinis og Ciano greifa. En í morgun var því lýst yfir, að Svinhufvud myndi fara þangað með hon- um, og er talið víst að það standi í sambandi við friðar- umleitanirnar. Um ferðir Paasikivi er ókunnugt, en orðrómur gengur um það, að hann hafi farið til Moskva. Um leppstjórn Kuusinens í Terijoki er ekki lengur taiað. Fullvíst þykir, að Stalin muni ekki láta hana standa í vegi fyrir ^samningum, ef hann þykist sjá sér hag í þeim á þessari stundu. Ósjófært skip Maðið f iski varð að snúavið Leki kom skyndilega að skipinu er það var nýlega lagt af stað til útlanda. fj EGAR ELDEY, hið ný- ♦ keypta skip Ingvars Vilhjálmssonar, var í gær að leggja af stað út með 90 tonn af fiski, sem útgerðin hafði bæði fiskað og keypt, kom skyndilega allmikill leki að skipinu. Var það þá ekki komið nema hér rétt út fyrir. Alþýðublaðið hafði í morgun tal af Ingvari Vilhjálmssyni og spurði hann um þetta atvik. — Hann sagði: „Pað var verið að rétta komp- ásana héma rétt fyrir utan, á leáðinni út, þegar skyndilega. kom leki að skipinu. Sást strax að lekinn var aftan á því, rétt við sjávarmálið, svo ofarlega, að ekki þurfti annað en að velta 10 olíutunnum, sem voru á þilfarinu, dálítið tíl, svo að sjór hætti aið streyma inn í skipið. Pað þurfti heldur ekki að leita að gatinu nema á 2—4 tomma svæði. Er talið, að lekinn sé inn- án í rórkistunni." — Var skipið ekki nýkomið úr Slippnum? „Jú, og hafði verið þar alllengi til skoðunar. Verður nú að taka allan fiskinn úr því, selja sumt af honum og salta hitt. En síðan verður að taka skipið aftur upp í slippinn.“ — Þetta veldur ykkur allmiklu tapi? „Vitanlega, en það er þó fyrir öllu, að lekinn skyldi koma svona sinemma í Ijós. Verra befði verið, hefði lekinn orðið þegar lengra var komið út.“ Eldey kom hingað fyrir nokkru siðan og var keypt frá útlönd- um. Happdrættið I Alþý&uhúsinu. Umboðið fyrir happdrætti há- skólans verður opið í kvöld til kl. 12 á miðnætti. Dregið verður á mánttdaginn. Rafmagnsbilun í bænum í dag RAFMAGNIÐ bilaði kL 8 mín. fyrir 11 f morgun. Alþýðublaðið náði tali af raf- magnsstjóra, og sagði hanin, að það væri annar strengurinn frá Elliðaánum, sem hefði bilað, og hefði hann sent út menn til að rannsaka bilunina. Ljós komu aftur rétt fyrir hádegið, en voru dauf fyrst í stað. Samtðk fflilli Hiti- 1 ers, Stalins og ob Hnssoiinis? Brezka útvarpið fór í dag hörðum orðum um samningaum- leitanir þær, sem nú eru í gangi, fyrir forgöngu Sví- þjóðar og Þýzkalands, um frið milii Finna og Rússa. Það sagði, að för Ribben- trops til Ítalíu sé farin eftir samkomulagi milli Þýzkaiands, Rússiands og Ítalíu um að skipta meg- inlandi Evrópu í áhrifa- svæði sín á milli. Þýzka- land eigi að fá Norðurlönd, Rússland Eystrasaitslönd- in og Finnland og ítalía Ralkanskaga. Héngn aftan i bil og meiddnst "D ÉTT fyrir hádegið S gær var hringt á lögreglustöðina og sagt, að tvelr drenghnokkar veeru suður hjá Grhnsstaðaholti ai- blóðugir. Fóru tveir lögregluþjónar suð- ureftir og tóku drengina og fóru með þá á Landsspítalann og siðan heim með þá. Voru þetta litlir hnokkar, 5 og 6 ára, Þorsteinn og Jóhann Egils- synir, Ásvallagötu 25. Höfðu þeir dottið á götuna og meiðst all» mikið á höfði, er þeir slepptu bil, sem þeir höfðu hangið aft- an í. Er það stórhættulegur leikur, scnn böm iðka hér, að hanga aftan í bílum, sem eru á fieygi- ferð, og verður ekki nógsamlega við því varnð. Ætti lögregla bæjarins að hafa miklu strangara eftirlát en áður með slíkum leik. Byltíng við stjérnar* kosningn I Fiskif élaginu Kristján Bergsson féll við kosn- inguna eftlr sextán ára starf. —........... . 23 ára gamall hagfræðingur, Davíð Ólafsson, var kosinn forseti. -..... 4 -- U ISKIÞINGIÐ hélt Iokafund sinn x gærkveldi og fór þá fram kosning á stjórn fyrir Fiskifélagið_Alger stjórnarbylting varð við kosninguna. Davíð Ólafsson, 23 ára gamall hagfræðingur, sonur Ölafs heitins Gíslasonar út- gerðarmanns í Viðey, var kosinn forseti með 6 atkvæð- um. Kristján Bérgsson fékk 5 atkvæði, en 1 seðill var auð- ur. Hinn nýi forseti er algerlega ó- kunnur og óreyndur. Hann lauk prófi rið háskólann í KM i vet- ur og fjallaði prófritgerð bans um fiskveiðar íslendinga. Kristján Rergsson hefir verið forseti Fiskifélagsins siðan 1924, éða í 16 ár. Einnig var skipt um meðstjóm- endur. Kosnir voru Emil Jónsson ritamálastjóri og Sigurjón Þ. Fónsson fymærandi bankastjóri frá ísafirði. Þeir, sem fóru úr stjöminni, voru Bjami Sæmundsson fiski- fræðingur, sem hefir átt sæti i stjóm félagsins frá upphafi, og Geir Sigurðsson skipstjóri. í varastjöm vom kosnir: Árni Friðriksson fiskifræðingur og Frh. á 4. sfðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.