Alþýðublaðið - 11.03.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.03.1940, Blaðsíða 3
MÁNUÐAÖUR 11. MAlZ 1®4*. ALÞÝÐUBLABIB ALÞYÐUBLAÐIÐ RETSTJÓKI: W. R. VAIoÐEMARSSON. í fjsrveru haoa: STEFÁN PÉTURSSOR. — AFGR^IÐSLA: AÍÞÝÐUHÚSIND {Imigangfur frA Hverfiagötu) SÍMAR: 4800: Afgreiösla, auglýfingsr. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4803: V. S. Vilhjálm* (heima). 4905: Alþýðuprentsmiöjan. 14906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursion (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Alplngi - og tai- stððvarnar. ÞAÐ virðist svo að örygginu á sjónum sé núna meirí gaumur gefinn en var hér fyrr á árum, þegar Alþýðuflok'ks- menn töluðu fyrir daufum eyr- um á alþingi um það. Allir lúka nú upp einum munni um að bæta þurfi öryggið og menn taka einróma undir kröfuna um ,,talstöð í hvern fiskibát". Það virðist aðeins vera eftir að Magnús prófessor Jónsson af- neiti skoðun sinni frá síðast- liðnu sumri um böl „sigurjónsk- unnar“ svokölluðu, en þannig nefndi hann allar umbætur á skipum og öryggi á þeim, sem hann virtíst álíta lúxus og ó- þarfa, sem myndi setja þjóðina á höfuðið. Stalin, naðnrlnn, sen ónistar wn víða verðld II II Moskvako tigna sem gnð. Hrakningar vélbátsins Krist- jáns hafa vakið menn í þessu máli. Þeir voru svo áþreifanlegt dæmi um það, hve nauðsynleg- ar talstöðvarnar eru. Hefði vél- báturinn haft talstöð, þá hefðí hann fundizt samdægurs og vél- bilunin varð. En þetta gefur hugmynd um það, hve öll leit að bátum myndi verða margfalt léttari, ef allir bátar hefðu tal- stöð. Á síðustu tveimur árum hafa talstöðvarnar tekið ákaflega miklum framförum og það er því ekki nema eðlilegt að menn sjái nú betur nauðsyn þeirra en áður. 1928 var opnað talsam- band við þá báta, sem höfðu tal- stöð, og var það stórkostleg framför fyrir alla sjófarendur, auk öryggisins, sem það veitir. Eh það skyggir á, að talstöðv- arnar og rekstur þeirra er hvorttveggja ákaflega dýrt. Tal- ið er að rekstur talstöðvar í bát kosti á ári um 400 krófíúr. Þetta er of hátt og kemur í veg fyrir það, að allir bátar geti fengið talstöðvar, auk þess sem leigan á talstöðvunum er svo há. Land- síminn hefir heimild til að verja nokkru fé árlega til talstöðva og hefir hann gert, það, en þetta fé er allt of lítið og þarf að auk- ast. Efni í talstöðvarnar er vit- anlega keypt frá útlöndum, en landssíminn hefir látið smíða þær hér. Það, sem þarf að gera, er að landssíminn fái aukið fjár- magn til þessa starfs og allt bendir til þess, að einhver við- unandi lausn fáist á þessu máli á yfirstandandi. alþingi, Á síðasta aðalfundi Slysa- varnafélags íslands var sam* þykkt ályktun í þá átt að samið yrði frumvarp og borið fram á alþingi, sem stefndi að því að allir bátar fengju talstöð. Með þessu komst málið á nýtt skrið. Fyrir nokkru héldu sjáv- arútvegsnefndir beggja deilda alþingis samaiginlagan fund og rsBddu þafcta míl. Tari þai ét- INÆRRI því tíu ár hefir Jós- ef Stalin, sem nýlega varð sextugur, verið einvaldur yfir hinum 170 milljónum, sem byggja Sovét-Rússland. Af öll- um einræðishérrum vorra tíma er hann vafalaust sá, sem hefir mest völd með sinni þjóð. Jafn- vel á zartímunum hefði verið erfitt að finna meira einveldi en einveldi Stalins. Margt hefir skeð á þeim ár- um, sem Stalin hefir orðið rúss- neskur einræðisherra. Hræði- legir viðburðir, svo sem hin öm- urlegu málaferli og hin blóðuga harðstjórn þar á eftir. Nú stendur Stalin gagnvart hinu alvarlegasta augnabliki á einræðisferli sínum, Með þeirri kaldhæðni, sem einkennir hann, hefir hann sigað þjóð sinni á Finna. Hver sem úrslit hinnar ójöfnu deilu verða, þá er það þó komið í ljós, að rússneski her- inn er ekki eins voldugur og af hefir verið gumað. Stalin, sem í skírninni hlaut nafnið Josef Vissarionovitsch Djugashvili, er fæddur 1870 ná- lægt Tiflis, sonur fátæks skó- smiðs. Nafnið Stalin hefir hann tekið sér sjálfur eins og rúss- neskir byltingarmenn voru van- ir að gera á zartímanum. For- eldrar hans ákváðu, að hann skyldi verða prestur, og hann var sendur í skóla, en rekinn þaðan vegna pólitískra skoðana. Frá því érið 1900 lifði Stalin sem byltingannaður í margru ára baráttu gegn zarveldinu. Þangað til árið 1911 flutti hann áróður sinn í Kákasus og með- al annars meðal olíuverkamann- anna í Baku. Því næst fluttist hann til Pétursborgar, sem nú heitir Leningrad, og hóf starf sitt við blað Lenins, Pravda, 1912. En skömmu seinna var hann tekinn fastur og rekinn til Síberíu og þar var hann þegar byltingin í marzmánuði 1917 opnaði öll fangelsi í Rússlandi fyrir hinum rússnesku bylting- armönnum. Frá því fyrsta vmr Stalia 4- hangandi þeirrar deildar rúss- að kosin var undirnefnd til að athuga málið nánar og undirbúa það. Eiga sæti í þessari nefnd formenn beggja sjávarútvegs- nefndanna, Finnur Jónsson og Jóhann Þ. Jósefsson, og Skúli Guðmundsson. Talið er líklegt að það verði úr að borið verði fram frumvarp á þingi eða tillaga til þingsálykt unar um talstöðvarnar, og munu márgir sjómenn og út- gerðarmenn bíða með óþreyju eftir því að sjá úrslit þess. Við íslendingar lifum að mestu á sjávarútvegi. Við höf um á öllum árum beðið mikið afhroð x baráttunni við Ægi og við getum ekki talið neitt eftir af því, sem við gerum til þess að auka öryggi sjómannanna og þægindi þeirra. Vonandi tekst alþingi líka að leysa þetta mál nú þegar á viðunandi hátt. Það er gott þegar góð mál vinna fullan sigur, og ekki síð- ur þegar háð hefir vérið hörð barátta fyrir þeim í mörg ár. En það hefir einmitt orðið hlutverk Alþýðuflokksins að ryðja góð- um málum braut, hefja baráttu fyrir þeim gegn vanþekkingu og skilningsleysi og sjá þau síð- an sigra í krafti síns góða mál- staðar. neskra byltingarmanna, sem seinna urðu kommúnistar undir stjórn Lenins. Stalin var þó aldrei neinn sérlegur fræðimað- ur í þjóðfélagslegum efnum. Það voru þó ekki rök Lenins, sem heilluðu hann, heldur dugn- aður hans. Á árunum eftir stríðið milli Japana og Rússa 1905 sýndi Stalin hvílíkur dugur var í hon- um. Hann varð frægur af því, þegar hann árið 1907 með sprengjuárás náði stórri upp- hæð úr ríkiskassanum rúss- neska og kom henni í flokks- kassann. í marzbyltingunni 1917 varð deila í flokki Lenins um stefnu flokksins. Þó einkennilegt megi virðast, fylgdi Stalin hinum heegfara armi flokksins, en þeg- ar Lenin snéri aftur tl Rúss- lands, varð Stalin aftur áhang- andi hans og tók þátt í nóv- emberbyltingunni 1917 og skrifaði undir ásamt Lenin yf- irlýsinguna, sem veitti Finn- landi sjálfstæði aftur. í borgarastyrjöldinni var Stalin virkur þátttakandi í bar- dögunum gegn Denikin, meðal annars tók hann þátt í bardag- anum við borgina Tsarisyn. Þar lenti hann í harðri deilu við Trotsky, sem var yfirmaður hersins. Seinna skírði Stalin borgina Tsarisyn og kallaði hana Stalingrad. Árið 1922 var Stalin kosinn aðalritari kommúnistaflokksins, en brátt kom að því, að Lenin leizt ekki meir en svo á aðfarir hans. Á banabeði sínum í des- embermánuði 1922 skrifaði hann skjal eitt, sem seinna hef- ir verið kallað „téstamenti Len- ins“, og þar stendtir eftirfar- andi klausa um Stalin: „Stalin hefir dregið geysimikil völd í sínar hendur og ég er ekki viss um að hann kunni alltaf að nota þetta vald í hófi.“ 4. janúar bætti hann svo við: „Stalin er of grófur, og þess vegna verðúr að setja hann af og fá annan í hans stað, sem er þolinmóðari, löghlýðnari, kurteisari og ekki eins dutlungafullur.“ En Lenin varð aldrei heil- brigður aftur, svo að hann gæti framkvæmt þetta. Og þegar ekkja Lenins í aprílmánuði 1924, skömu eftir lát Lenins las upp testamentið á flokksþingi. vakti það ekki einasta reiði Stalins, heldur fleiri leiðtoga ráðstjórnarríkjanna, því að fáir þeirra fóru varhluta af gagn- rýni Lenins. Þeir komu sér því saman um það, að halda testa- mentinu leyndu og taka ekki til- lit til þess. Seinna varð þó skjal þetta birt, því að hinir ýmsu leiðtogar kommúnista notuðu ummæli Lenins til skiptis hver gegn öðrum. Þegar Lenin dó 1924 hafði enginn þorað að spá því, að Stal- in yrði hinn nýi einræðisherra. Trotsky var álitinn hinn líkleg- asti. Lenin hafði 1 testamenti sínu bent á Bucharin sem eftir- lætisgoð flokksins. Sinovjev, æðsti maður alþjóðasambands kommúnista og einræðisherra yfir Leningrad, áleit sjálfan sig líklegasta manninn. Stalin sýndi hin mestu hygg- indi á þessum árum og notaði vald sitt út í yztu æsar. Stuön- ingsmenn hans vöru menn, sem aldrei hofðu orðið að flýja frá Rússlandi. Það var hinn nú- verandi utanrfkisr«ðh*rr* Me- l*t*v »g j»*4 v*r •rMkmtlkiAi*, Stalin. sem eitt sinn var yfirmaður rússneska iðnaðarins, og það var Kaganovitsch, sem núna er yfirmaður rússneska iðnaðarins, og það voru fjölda margir Ge- orgíumenn. Fyrst bræddu þeir sig sam- an, Stalin, Sinovjev og Buchar- in, gegn Trotsky, sem rekinn var úr öllum sínum embættum og því næst vísað úr landi. Svo hóf Stalin baráttuna við Sinov- jev, sem hann og Bucharin í sameiningu gerðu með öllu valdalausan. Að lokum hóf Stalin baráttuna gegn Bucharin og hinum nána samstarfsmanni hans, Rykov, sem árið 1924 hafði tekið við af Lenin, sem formaður. þjóðfulltrúaráðsins. Árið 1930 hafði Stalin með öllu sigrað. Hann hafði rutt úr vegi öllum hinum uppaflegu sovét-leiðtogum. í raun og veru öllum þeim, sem á zartímunum höfðu verið landflótta. Hann gerði málpípu sína Molotov að formanni þjóðfulltrúaráðsins, en sjálfur lét hann sér nægja að vera aðalritari flokksins. Og hann lætur sér það nægja enn. En það sýnir vald hans, að öll mikilsverð pólitíak skjöl verða að vera undirskrifuð af honum, svo sem er um þýzk-rússneska samninginn. •f Stalin hefði dóíð árið 1984. hefði hans verið getið i sögunni sem höfundar fímm ára áætl- unarinnar. Og hvernig sem sag- an dæmir hann nú annars, þá er ekki hægt að neita honum um það, að það var fyrst og fremst hann, sem framkvæmdi fimm ára áætlunina, sem leiddi af sér hina miklu iðnþróun og þróun landbúnaðarins. Auðvitað var fimm ára áætl- unin ekki slík dásemd, sem full- trúar Moskva í öðrum löndum vildu vera láta í lýsingum sín- um á hinni rússnesku paradís. Að rnörgu leyti var henni ábóta- vant, eins og bezt sést núna í stríði Rússa og Finna. Og Stal- in notaði öll meðul til þess að ná takmarki sínu. Fimm ára áætlunin gekk út á það, að nýta betur auðlindir Rússlands. Og þegar Stalin árið 1934, eftir að nazistar höfðu sigrað í Þýzkalandí, reyndi að komast að samkomulagi við Frakkland og gekk því næst í Þjóðabandalagið, vonuðu marg- ír, að iðnþróunín myndi smám saman færa Rússland í lýðræð- isáttina. En hin ömurlegu málaferli gerðu brátt þessar vonir að engu. Þau hófust 1936 með málaferlum gegn sextán fræg- um sovétleiðtogum, meðal þeirra yar Sinovjev. Seinna voru smám saman allir hinir þekktu byltingarmenn frá bylt- ingarárunum dregnir fyrir opin- bera eða leynilega dómstóla og síðan skotnir. Tugir þúsunda ó- þekktra manna um allt Rúss- land biðu sömu örlög. Enginn maður með fullu viti gat botnað í þessum málaferl- um. Þau eru ennþá óráðin gáta. Sumir álíta að hér sé um að ræða hefnd Stalins gegn fyrr- verandi keppendum um völdin. Stalin hefir sjálfur sagt, að það bezta, sem hann þekkti, væri að hefna sín á andstæðingi. Aðrir álíta að málaferlin hafi verið vel útreiknað bragð í baráttu Stalins fyrir því að tryggja sér völdm fyrir hættulegum and- stæðingum á erfiðum tímum. Skyldi þessi gáta nokkurn tíma verða leyst? Skyldi gátan um hinar stórfurðulegu ,,játn-- ingar“ nokkurn tíma verða ráð- in? Allir þekkja ölduganginn í pólitík sovétstjórnarinnar síð- ustu mánuðina. Snnþá vftit rúss- neska þjóðin ekkert um það, hvað hlýzt af styrjöldinni við Finna. En í stað þess fær rúss- neska þjóðin að vita, að Stalin sé mesti vitringur allra yitringa, mesti maðurinn, sem nokkurn tíma hafi uppi verið í heimin- um og nokkurn tíma eigi eftir að fæðast. Og hún fær jafnvel að vita í hinu guðlausa landi, að Stalin sé guðdómlegur í allri tign sinni. Er þetta hlægilegt? Nei, það er sorglegt að sjá, hvernig sú bylting, sem hófst undir merkj- um marxismans, hefir orðið að bysantisku einræði, hvernig mennirinir, sem með nafn Marx á vörum smána kenningar Marx og þær hugsanir, sem birtast í hinni materialistisku söguskoð- un. í Rússlandi er allt þakkað guðinum S.talin og allt hið illa er kent djöflinum Trotsky, sem áður fyrr var formælt fyrir það, að hann væri verkfæri í hönd- um leynilögreglu nazista, en er nú sakaður um að vera leígutól Frakka og Englendínga. Oft vaknar þessi spurning: Hvernig getur nokkur maður, hvernig getur Stalin afborið það, að hlusta á hinn brjálæðis- kennda lofsöng um sjálfan sig? Og menn spyrja: Hvers konar maður er Stalin í raun og veru? Það er dálítið erfitt að svara þessu, því að Stalin hefir árum saman sýnt það í pólitík sinni, að hann er svo mikill fyrir- hyggjumaður, að erfitt er að hugsa sér að honum láti vel í eyrum þessi barnalæti, sem þó geta ekki yerið framreidd án- hans vilja og vitundar. Ef til vill er hann smám sanian kominn á þá skoðun, að hann, sem aldrei hefir verið mikið yfir meðal- lagið, hvorki sem ræðumaður, rithöfundur eða hugsuður, sé í raun og veru orðinn það við- undur, sem aðdáendur hans halda fram. Þá er hann kominn á sama hættulega stigið og margir hinir rómversku kéisara komust á. Ef svo er mun vilja- styrkur sá og það þolgæði, sem hingað til hefir ásamt skynsam- legu mati á tækifærunum verið aðalstyrkur hans í baráttunni gegn andstæðingunum, verða að bráð bakteríu yfirmatsins á sjálfum sér, sem fyrr eða síðar hlýtur að koma einvaldsherr- anum á kné. Þorstemn Þ. Þorsteinsson: Safn til sðgn festmana. (Nl.) III. Fyrir meir en fimmtíu árum var vakið máls á því (í Hkr. 1888 og 1889), að nauðsyn bæri til að hefjast handa þá strax og skrifa Landnámssögu íslend- inga í Vesturheimi. Er það tekið fram, að þá séu óðum að hverfa þeir mennirnir, sem muni bezt ýmsar sögur frá fyrstu árunum og fyrstu dögum nýlendanna í borgum og byggðum, sem hvergi sé í blöðum skráð. Illu heilli var sú saga aldrei rituð, og óefað hefir margt al- gerlega glatazt af því, sem þá var munað, og sem nú myndi þykja markvert og fróðlegt, en orðið hefði mikill styrkur þess- ari söguritun og seinni tímum gróði að eiga. Löngu seinna varð breyting í sömu .átt, en ekkert varð þó úr henni, og þeim. sem þetta ritar, ókunnugt um, hvort mikið eða lítið safnaðist aí gögnum til Sig- tryggs Jónassonar frumherja Nýja íslands, sasn i»u» h*ia ast'laé af ráta sáfuna. §a*** *r að segja um nefndir þær innan Þjóðræknisfélagsins, sem um nokkur síðastliðin ár hafa stað- ið fyrir söfnun gamalla heim- ilda og frumgagna. Frá þeim hefir mér ekkert borizt í hend- ur. Og í einu orði sagt: Þó að fyrst í vor og seinast í vetur hafi í þessu tilliti verið skorin upp heröí- í íslenzku blöðunum, með hinum snjöllu hugvekjum rit- ara Sögunefndarinnar, dr. Sig. Júl. Jóhannessonar, og þó að mér hafi borizt fjöldi bréfa (sem ég hefi flestum svarað), þá má svo heita, að ég hafi ekki fengið eina einustu línu um hinar mörgu smálendur íslendinga, sem liggja um þveran og endi- langan Vesturheim, og sem aldrei hefir áður verið ritað sér- staklega um. En þaðan vanhag- ar mest um öll frumgögn, og stuttar en glöggar lýsingar í heildarsöguformi, og eins írá öllum þeim smábæjum, sem myndazt hafa innan íslenzku nýlendnanna, en ekki verið get- ið í b»nd*sögum byggð*nn*. Ég gmg xi Jrví ví*u *4 ]»*rgt sé glatað nú, sem áður var mun- að, en vona að allir játi, að betri sé hálfur skaði en allur, ef þeir, sem bezt muna og bezt þekkja til, vildu vinna þetta verk. í hægðum sínum, sér til sæmdár og ókrossaðra nafnbóta. Og um fram allt að gleyma ekki þeim frásögnum, sem eitthvert sér- stakt sögugildi hafa. Eitt vil ég sérstaklega taka fram, að þó að ekki rúmist í safni þessu þættir einstaklinga, sem ékki snerta beinlínis aðal- söguna, og hér sé ætlast til heildaryfirlits yfir þá, sem fyrst settust að í hverjum stað ög síð- an félagsmyndana þeirra og samtaka héildarinnar eftir það, þá verða með þökkum þegin öll fáanleg nöfn og þættir þeirra íslenzku manna, sem .settust að í hverri borg eða byggð. Þau verða geymd ásamt handritinu á óhultum stað. Og hvort *©m þeir þættir verða síðar preatað- ir eða ekki, þá samt geta þeir orðið góðar heimildir fyrir ís- lenzka fræðimenn að byggja á seinna meir. í þessu sambandi vil ég einn- ig minna þá á, sem eitthvað muna og eitthvað kunna, sem þeim finnst þess virði að geym- ist •» £leymi»t'*kki, *ð ég v*Wi - 9ék. i á, **«.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.