Alþýðublaðið - 11.03.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.03.1940, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUS 11. MASZ 1940. BGAMLA BIO Hótel Imperial Amerísk stórmynd. Aðalhlutverkin leika: Isa Miranda og Ray Milland. Ennfremur Don-kósakkarnir heimsfrægu. Ódvri t Handsápa Emol 0,50 do. Violetta 0,50 do. Palmemol 0,50 do. Favori 0,60 Stangasápa 0,75 Pottasleikjur 0,65 Hárkambar frá 0,65 Skæri frá 0,50 Vasahnífar frá 0,50 Gafflar og skeiðar frá 0,25 Eldhúshnífar ryðfríir 2,75 2fja turna silfurplett mjög ódýrt o. fl. K. Einarsson & Bjðrnsson Bankastræti 11. ★ F.U.J. Saumaklúbbsfundur í kvöld kl. 830 í fundarsal félagsins. I. O. G. T. IÞÖKUSYSTUR. Munið systra- kvöldið annað kvöld. Tekið verður á móti kökum eftir kl. 6 á morgun. — Varatemplar. ST. IPAKA heldur fund og systrakvöld annað kvöld á venjulegum stað og tíma. Inn- taka nýrra félaga. Systurnar stjórna fundi. 1 stóra salnum niðri: Kaffisamsæti, ræðuhöld o. fl. Landspekktir kvensöngv- arar syngja. Upplestur: Ung systir. Hljóðfærasláttur ungra bræðra. Tríó. Ýmislegt fleira nýstárlegt. Allir templarar vei- komnir! STOKAN VERÐANDI nr. 9. Fundur annað kvöld kl. 8. 1. Endurupptaka. 2. Inntaka nýrra félaga. 3. Nefndarskýrslur. SAFN TIL SÖGU VEST- MANNA. (Frh. af 3. síðu.) því móttöku og skal sjá um að það glatist ekki, þótt það ein- hverra hluta vegna geti ekki komið 1 þessu heildarsögu safni. Og ætti einhver gömul skjöl eða handrit. sem sögumálið snerta, eða hefði þau undir.hendi, eða vissi af öðrum, sem ætti þau, þá er hann vinsamlega beðinn að tilkynna mér það, eða útvega mér þau og senda mér þau í á- byrgð til láns um lítinn tíma. Þó seint og síðar meir sé byrj- að á verki þessu, þá er það mik- ið komið undir samvinnu allra, hvernig það verður af hendi leyst. Einnig mun það mest velta á áhuga íslendinga og við- tökunum, er safn þetta fær, hvort meira verður hægt að vinna að málum þessum í fram- tíðinni eða ekki. Nefndarðlit nefndar lagt fjðrveitinga- fram i dag. Samkvæmt því eru útgjöldin áætluð 17,5 milljón króna en tekjurnar 18,3. -—--;— ------- P JÁRVEITINGANEFND alþingis hefir nú skilað áliti um fjárlagafrumvarpið. Aðalatriðin í nefndarálit- inu eru þau, að þeir liðir, sem lækkaðir voru mest í frv. fjármálaráðherra og ollu mestri andstöðu þegar við framkomu frv„ hafa allir verið hækkaðir aftur. Hins vegar hefir nefndin lækkað áætlaða upphæð til launa- bóta opinberra starfsmanna úr 500 þús. kr. í 350 þús. kr. Og loks leggur nefndin til að ríkisstjórninni verði gefin víðtækari heimild til að lækka ólögbundin útgjöld. Um lækkunina á áætlaðri upp hæð til opinberra starfsmanna skal það tekið fram, að frv. um launauppbót þeirra er til athug- unar á alþingi og að það ræður um hve há upphæðin verður. Annars segir meðal annars í áliti fjárveitinganefndar: „Það er augljóst mál, að þess er enginn kostur nú að gera sér til nokkurrar hlítar fullnægj- andi grein fyrir því, hver áhrif styrjaldarástandið muni hafa á hag og afkomu íslenzku þjóðar- innar á þessu eða næsta ári, Það er öllum nú hulinn leyndardóm- ur. Hitt er víst, að hver dagur- inn, sem líður, getur orðið ör- Iagaríkur fyrir þjóðina, eins og sjóhernaðinum er nú komið. Þetta óvissu- og öryggisleysis- ástand gerir það að verkum, að það er miklum erfiðleikum háð að gera áætlanir fyrir framtíð- ina þannig úr garði, að líkur séu til, að þær fái staðizt. Afleiðingin af þessu hlýtur því óhjákvæmilega að verða sú, að afgreiðslu á fjárlögum fyrir árið 1941 verði að haga í aðal- dráttum með hliðsjón af þeim horfum og útliti, sem nú blasir við. En hitt er aftur á móti alveg sjálfsögð öryggisráðstöfun, sök- um óvissunnar um tekjuöflun- armöguleika ríkissjóðsins á næsta fjárhagsári, að láta rík- isstjórnina hafa miklum mun rýmri heimildir en hún hefir í núgildandi fjárlögum til að láta greiðslur úr ríkissjóði niður falla, ef tekjurnar bregðast. Með þessum forsendum hefir fjárveitinganefnd gert tillögur um hækkanir á nokkrum liðum til verklegra framkvæmda í 13. og 16. gr. fjárlagafrumvarpsins, og sömuleiðis tekið upp fjár- veitingu til vitabygginga. Þá hefir nefndin og borið fram til- lögur um lækkanir og niðurfell- ingar á nokkrum liðum fjárlaga- frv. Þá ber nefndin einnig fram tillögur um hækkanir á áætlun- arupphæð nokkurra tekjuliða. Nefndin vill láta þess getið, að hún hefir átt samræður við ríkisstjórnina um afgreiðslu fjárlagafrv., og eru aðalbreyt- ingarnar á útgjaldalið frum- varpsins gerðar með hennar vit- und. Nefndin flytur nokkrar breyt- ingartill., sem valda hækkun, og nema þær alls 1 015 200 kr. Útgjöld ríkisins á rekstrar- reikningi, talin í heilum þúsund um, samkvæmt tillögum nefnd- arinnar áætluð 17 555 000 kr. og tekjur 18 328 000 kr. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir yfirstandandi .ár var tekin upp sú stefna, að stöðva fjárveiting- ar til nýrra framkvæmda, sem erlent efni þurfti til. Var þó f DA6 gerð nokkur undantekning um þetta að því er snertir vita- byggingar á þessu ári. En jafn- framt því, sem þessi ákvörðun var tekin, var nokkuð rýmkað um fjárframlög til aukningar á akvegakerfi landsins og vega- lagningunum hagað þannig, að það færi saman, að bætt yrði úr brýnni og aðkallandi þörf fyrir samgöngubætur og að vinnunni yrði skipt þannig, að þar gætu sem flestir notið góðs af. Þá var fé því, sem innheimt er með benzínskatti, skipt nið- ur til vegalagninga á öllum höf- uðsamgönguleiðum landsins. Þessari sömu stefnu hefir nefndin í aðaldráttum fylgt í til- lögum sínum um þessi mál. Ef tillögur nefndarinnar um breyt- ingar á fjárframlögum til nýrra akvega verða samþykktar, hækkar framlagið til þeirra í heild lítils háttar frá því, sem ákveðið er í núgildandi fjár- lögum. Þá hefir nefndin gert tillög- ur um að hækka nokkuð fjár- framlög til hafnargerða og lend- ingarbóta. Er þar eingöngu um að ræða áframhald á verki, sem hafið er og þannig stendur á um, að hafnarbæturnar koma því aðeins að notum, að hægt sé að koma þessum fyrirhug- uðu viðbótum í framkvæmd. í meðförum nefndarinnar hefir hækkun á 16. grein orðið 665800 kr. Aðalhækkan- irnar eru í sambandi við jarð- ræktarstyrkinn, sauðfjárveik- ina, ýmsa byggingastyrki, fyr- irhleðslu vatna í Rangárvalla- sýslu. ræktunarvegi o. fl. Þótt nefndin hafi hækkað jarðabótastyrkinn nokkuð frá því, sem.hann er 1 frv. stjórnar- innar, er hann þó miklu lægri en undanfarandi ár. Byggist þetta á því, að ætla má, að jarðrækt minnki til muna og húsabætur falli niður að mestu eða öllu leyti 1941, að ó- breyttu ástandi. Nefndin hefir ekki séð sér fært að gera veru- legar breytingar á fjárframlög- um vegna sauðfjársýkinnar frá því, sem fjárlög þ. á. ákveða. Um styrk til bygginga, bæði nýbýla og endurbygginga í sveitum, má geta þess. að nú þegar hefir verið byggt svo mik- ið, að þó að fjárhæð sú, sem á- kveðin er í fjárlögum þ. á., standi óskert í fjárlögum 1941, verður ekki fullnægt þeim styrk beiðnum, sem fyrir liggja nú og snerta þær húsbyggingar, sem þegar er lokið við. Með því að líkur benda til, að nýbyggingar verði ekki reistar, miðaði n. till. sínar eingöngu við þegar unnin verk. Hið sama má segja um fjár- veitinguna til byggingar- og landnámssjóð, og til verka- mannabústaða í bæjum og kaup túnunum; hún er nær ein- göngu miðuð við, að nýbygging- ar falli niður. Frystihúsastyrkurinn er ekki miðaður við nýjar byggingar. Styrkur til ræktunar er.tekinn upp eins og hann er í fjárl. þ. á. FINNLAND Frh. af 1. síðu. kveldi, að Finnar vildu semja á sanngjörnum grundvelli, en það væri höfuðskilyrði, að sjálfstæði þeirra væri tryggt. Ef Rússar leggðu fram tillögur vansæmandi fyrir Finna og krefðust þess, að þeir gengju að þeim, myndu Finnar svara með því, að berjast til þrautar. Leiðrétting. Frú Guðrún Geirsdóttir hafði orð fyrir stjórn Hringsins er hún afhenti félagsmálaráðherra Hressingarhælið í Kópavogi og félagsmálaráðherra þakkaði gjöfina. Landlæknir var hins vegar viðstaddur er gjöfin var afhent. Frú Kristín Vídalín Jacobson formaður félagsins er veik og gat því ekki verið við- stödd. Dr. Einar öl. Sveinsson flytur 3. fyrirlestur sinn um menningu Sturlungaaldar í kvöld 'ld. 8 í háskólaniun. Næturlæknir er Kristín Ól- afsdóttir, Ingólfsstræti 14, sími 2161. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.15 Þingfréttir. 19.45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Um daginn og veginn (Sigfús Halldórs frá Höfn um). 20,40 Útvarpshljómsveitin: Rússnesk þjóðlög. — Ein- söngur (ungfrú Guðrún Þorsteinsdóttir): Sönglög frá ýmsum löndum. 21.15 Tónleikar Tónlistarskól- ans: a) Buxtehude: Tríó- sónata í a-moll. b) Ecc- les: Fiðlusónata (la gui- tarre) (fiðla: Björn Ólafs- son). 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Happdrætti láskólans. DREGIÐ var í 1. flokki Happdrættis Háskólans í dag. Dregin voru út 200 númer og komu þessi upp: .10 000 kr. 17236. , 2000 kr. 22320. 1000 kr. 12002. 500 kr. 8417 10003 14027 23401 23807 200 kr. 2244 2643 7126 8267 10417 12168 13550 14997 19790 20119 22092- 22685 22910 23871 23176 100 kr. 84 123 298 482 510 542 581 715 1008 1449 1671 1823 1899 2002 2075 2283 2394 2585 2835 2.854 2898 2903 2916 2943 2987 3114 3229 3422 3724 4092 4201 4344 4378 4950 5005 5083 5103 5220 5248 5428 5489 5498 5525 5756 5694 6084 6256 6483 6612 6735 6927 7154 7228 7407 8028 8072 8179 8673 8800 8842 8947 9019 9397 9650 9691 9708 9780 9859 9862 10144 10316 10381 10411 10431 10533 10697 10739 10847 11098 11117 11219 11320 11425 11875 11901 12035 12160 12219 12265 12343 12422 12458 12478 12488 12494 13077 13267 13341 13629 13988 14086 14089 14214 14292 14393 14511 14529 14690 14664 14712 14913 14948 14964 15233 15552 15690 15900 16000 16174 16373 16452 16465 16804 16884 16950 17354 17462 17882 18101 18369 18713 19042 19131 19334 19440 Kvennadeild Slysavarna- féLísIands i Hafnarfirfii heldur fund þriðjudaginn 12. marz kl. 8V6 e. h. á Hótel Björn- inn. Eftir fund verður kaffi- drykkja og spilað á spil. STJÓRNIN. Drengjaföt, matrosföt, jakka- föt, frakkar, skíðaföt. Sparta, I-augavegi 10, sími 3094. 19549 19722 20001 20424 20531 20748 20823 21125 21194 21417 21609 21665 21742 21748 21826 21981 21979 22267 22298 22310 22343 22388 22780 22795 22804 22980 23095 23297 23422 23752 23973 24202 24227 24272 24333 24513 24825 24875 24959 24969 24979 24984 (Birt án ábyrgðar.) BRETAR OG FRAKKAR Frh. af 1. síðu. eingöngu rætt um þetta mál. Fullyrða má, að Bandamenn hafi fullan hug á að veita Finn- landi allan þann stuðning, sem þeir geta í té látið. í London er þó litið svo á, að Bandamenn geti því aðeins veitt þennan stuðning, að 1) Finnar sjálfir fari fram á aukinn stuðning, 2) að Norðmenn og Svíar leyfi h'erflutninga yfir lönd sín til Finnlands, Fregn, sem barst frá Finnlandi í gær, að sænska stjómin hefói t©kið ákvörðun um að leyfa ekki hfrfltttníng* tsl Flnnl«nd« ffir NYJA BIO Effl Mefðarkonan og kðrekinn The Cowboy and the Lady. Fyrsta flokks skemmti- mynd frá United Artists full af fjöri og fyndni — þar að auki prýðilega róm- antísk. Aðalhlutverk leika: Merle Oberon og Gary Cooper. Sviþjóð, hefir ekki verið stað- fest. Þá hafa Svíar neitað því, að það sé vegna þess, að Þjóð- verjar hafi lagt að þeim að beita sér fyrir því, að samkomulag ná- ist milli Rússa og Finna, að þeir tóku sér fyrir hendur að gera til- ,raun í þessa á t. Þá kemur það enn mjög greínilega fram í helztu blöðum S\ía, að þau eni því mótfallin, að lagt verði að Finn- Um á nokku n hátt að ganga að skilmálum, sem tefla öryggi og sjálfstæði landsins í hættu. FÖR RIBBENTROPS Frh. af 1. síðu. öldina. Það er haft eftir stjórn- málamanni, sem handgenginn er Ciano greifa, að von Ribbentrop ætti að vita það, að tilgangslaust sé að reyna að koma því til leið- ar, að ítafir breyti um stefnu. Atkvæðagreiðsla sjómanna heldur áfram af fullum krafti og greiða allir sjómenn atkvœði, sem koma hér í höfn. Fer at- kvæðagreiðslan fram um borð í skipunuin og í skrifstofum Sjó- mannafélagsins og Vélstjórafé- lagsins. Ráðgert er, að atkvæða- greiðslunni verði Iokið utn 30. Þ’ m, Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að konan mín Kristín Þórðardóttir andaðist laugardaginn 9. þ. m. að heimili sínu, Hringbraut 186. Reykjavík, 10. marz 1940. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Ástbjörn Eyjólfsson. Framhalds-AÐALFUNDUR Málarameistarafélaggs Reykjaviknr virður haldinn annað kvöld þriðjud. 12. p.m. kl. 8,30 e. h. í Baðstofunni. Áríðandi að mæta stundvíslega. Stlérnín. Starfsstúlknafélagið Sókn. ADALFUNDUR félagsins verður í Oddfellow-húsinu upþi n. k, miðviku- dag 13. p. m. kl. 8,30 s.d. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið allar. Stjérnln. AfmæliS" flmleikasýnlngn heldur Knattspyrnufélag Reykjavíkur annað kvöld kl. 9 síðd- í Iðnó. Fimleika sýna 3 flokkar úr K.R. Telpur 10—11 ára, 1. flokkur karla, úrvalsflokkur kvenna (Danmerkur- fararnir). Einnig verður til skemmtunar: Steppdans, nem- endur frú Rigmor Hansson, Alfred Andrésson: Upplestur og gamanvísur. Söngur. Aðgöngumiðar eru seldir í Iðnó frá kl. 1 e. h. á morgun og kosta aðeins sæti kr. 1,50 og stæði kr. 1,00. — Reykvíkingar! Fyllið Iðnó annað kvöld! STJÓRN K.R.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.