Alþýðublaðið - 12.03.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.03.1940, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUBAGUR 12. MARZ 1940. ALÞfmiBLAÐIÐ *>—-------—------- «» i ALÞYÐUBLAÐIÐ BH'STJÓRI: ! V. B. VALDEMARSSON. ! i íjarveru hana: STEFÁN PÉTUKSSON. AFGREEPSIaA: aLþýðuhúsinu. (Inngangur írá Hveríiagötu). SÍMAR: 4600: Afgreiöala, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálma (heima). 4905: Alþýðuprentsmiöjan. 4906: Afgreiðsla. ífi021 Stefán Pétursaon (helma). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN . '' ' ' ------------------*..... Isfiskveíðar, saltfisk veiðar og atvinnn- ieysið í landi. TOGARARNIR stunda nú nær eingöngu ísfiskveiðar og munu útgerðarfélögin hugsa sér að láta þá gera það áfram méðan sala á erlendum mark- aði er jafn góð og hún hefir verið undanfarið. Þetta er að vísu ekki nema eðlilegt, togara- félögin hafa staðið sig illa á undanförnum árum og tapað, og peningastofnanirnar eiga hjá þeim of fjár, landið vantar er- lendan gjaldeyri og skuldirnar eru miklar við erlend ríki. En fyrir verkalýðinn í landi er þetta ekki gott nú sem stend- ur. Saltfiskveiðar hafa alltaf veitt honum mikla atvinnu, ís- fiskveiðar gera það ekki. , Auk hinnar gífuríegu dýrtíðar, sem alltaf fer vaxandi, bætist nú at- vinnuleysi, jafnvel á sjálfri ver- tíðinni, sem venjulega hefir ver- ið eina lífsvonin fyrir verka- fólkið á vétrum. Það er því eðli- legt að verkamenn í landi óski þess að saltfiskvertíð byrji sem fyrst, en því miður virðist vera lítil von til þess, meðan togar- .arnir selja svo vel ísfiskinn. sem nú er raunin á. Það hlýtur því að vekja mikla athygli,, þegar tveir togarar í .Hafnarfirði hefja upsav.eiðar. Þetta eru togararnir Júní, eign Bæjarútgerðarinnar, og togar- inn Óli Garða, eign Hrafna- Flóka, en eins og menn muna voru nokkrir Alþýðuflokks menn reknir úr Verkamannafé- laginu Hlíf í fyrra fyrir það eitt að hafa gerzt hluthafar í þess- um togara, sem var raunveru- lega ekki annað en atvinnu- trygging. Mönnum er það ljóst, að út- gerð þessara togara á upsaveið- ar er gerð til atvinnubóta fyrir verkamenn í landi, og raunveru- lega getur það haft í för með sér tap fyrir útgerðarfélögin, Bæjarútgerðina og Hrafna- Flóka, þó að útgerðin þurfi ekki að verða tap og vonandi sé að svo verði ekki. Á þessu geta menn, og þá fyrst og fremst verkamenn, ekki aðeins í Hafnarfirði, heldur og hér í Reykjavík, séð töluverðan mun. Einkaútgerðarfélögin í Hafnarfirði, eða hér í Reykja- vik, láta skip sín ekki fara á upsaveiðar eða saltfiskveiðar vegna þess, að það er vissari gróði að láta þau halda áfram ísfiskveiðunum og ísfisksöl- unni í Englandi. Fyrir þeim, sem sjá um útgerð Júní og Óla Garða suður í Hafnarfirði, vakir hins vegar fyrst og fremst að skapa atvinnu í landi, veita verkamönnunum og verkakon- unum, sem nú þjást af atvinnu- leysinu, einhverja vinnu. , Vitanlega væri nauðsynlegt að gera þetta einnig hér í ALEXANDER GUÐMUNDSSONs Skyrverðið og nokkur önnur viðfangsefni miólkurmálsins. RÁTT FYRIR töluverðan á- róður fyrir meiri og al- mennari notkun innlendra fæðutegunda verður ekki séð að tilætlaðra áhrifa gæti að því er skyrneyzlunni viðkemur. Ligg- ur fyrir umsögn þeirra manna, er gerzt vita í þeim efnum, um að skyrsalan hafi minnkað árið 1939 miðað við sölu fyrri ára. En skyrneyzlan hefir alla tíð verið lítil. Eftir því, sem næst verður komizt, aðeins 0,7 kg. á viku hjá hverri meðalfjölskyldu í bænum. Þjóðarréttar okkar gætir því ekki á hvers manns borði í þeim mæli, er vera ætti og nauðsyn er á, þegar á það er litið, hve holl og góð fæða skyr- ið er. Aðallega munu tvær meginá- stæður fyrir þessu: Hin fyrri er óeðlilega hátt verð á skyri í smásölu. Hin síðari, sem í raun og veru er bein afleiðing hinnar fyrri, að ekki hefir verið hægt með neinni sanngirni að halda að mönnum þessu þjóðlega lost- æti. Virkum áróðri ekki við komið, en orðið við það að sitja, er greiðslugetan skammtar á hverjum tíma um kaup og notk- un. Eru þó ærnar ástæður til og þjóðarnauðsyn að nýta vel alla fæðu, er til fellur í landinu og ekki verður gerð verðmæt á annan hátt. En svo er um flestar mjólkurvörur, þar á meðal skyr- ið. Engin leið er líklegri til auk- innar neyzlu á óarðbærri mjólk- urframleiðslu en skyrgerð fyrir rúman, vaxandi markað. Verður því að krefjast skýringa á, hvers vegna skyrið er selt svo háu verði, sem gert er og engum sennilegum rökum verður und- ir skotið til réttlætingar. Hrað- vaxandi mjólkurframleiðsla, meðal annars af því, hve mjög kreppir skóinn að sauðfjárrækt- inni af völdum „mæðiveiki“ og Reykjavík, en bærinn ræður ekki yfir neinum skipum, svo að af hans hálfu er því ekki neins að vænta í því efni. En þrátt fyrir það sjá menn ljóslega mismuninn hér og í Hafnarfirði, og það er ein- mitt um þetta. sem svo hörð barátta hefir staðið á undan- förnum árum. Það er hagur þjóðfélagsins að sem allra flestir menn hafi at vinnu. Þess v.egna er það skylda hins opinbera að miða fram- kvæmdir sínar við það. Ef Reykjavíkurbær hefði nú átt nokkur stór fiskiskip, þá hefði jafnvel íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórn hlotið að sjá hag bæjarfélagsins bezt borgið með því, að láta þau stunda upsa- veiðar eða saltfiskveiðar, en nú á bærinn ekkert fiskiskip og þess vegna er atvinuleysið svo tilfinnanlegt hjá fjoldanum í landi. sem raun ber vitni um. Nú er hins vegar komin fram á alþingi tillaga til þingsálykt- unar frá Alþýðuflokknum um að ríkisstjórnin hlutist til um að togaramir verði látnir stunda saltfiskveiðar 4—5 vikur á ver- tíðinni, en það myndi þýða at- vinnuaukningu fyrir verkalýð- inn í landi upp á 1,8 milljón króna. Er þess að vænta að sú tillaga fái góðar undirtektir, svo knýjandi nauðsynlegt sem það er að skapa aukna atvinnu í landi. ** annarra fjárpesta, sem farið hafa eins og logi um stór land- svæði og tekið fyrir, að minnsta kosti í bili, alla von bænda um öruggan afrakstur af henni, gera spurninguna um sölu mjólkurafurða að brennandi úr- lausnarefni, er ekki verður til hliðar skotið. Skyrið er nú selt á kr. 0,80 pr. kg. Það er samloðandi efni, þungt í vigt og því villandi lítið fyrirferðar í kaupum. Þá er og ekki metið sem skyldi, hve úr- gangslaus fæða það er og nota- drjúg. Skyr er líka þeim kosti búið, að vera tilbúið á matborð- ið án nokkurs verulegs undir- •búnings eða meðferðar, áður en það er fram reitt. Samkvæmt niðurstöðutölum fyrri ára um skyr og rjómasölu í Reykjavík lætur afar nærri, að til þeirrar sölu hafi farið um 2 millj. lítra af innveginni vinnslumjólk. Fyrir þá mjólk hafa mjólkurbúin fengið um 35 aura verð á lítra. Til að ná því verði á mjólkinni, eftir að skyr- verð í útsölu væri lækkað um 20 aura á kg., er nauðsynlegt að hækka útsöluverð á rjóma um 20 aura á lítra. En sú verð- tilfærsla er réttlát, þar eð skyrið er bein nauðsyn heimilanna, en rjóminn ekki. Niðurstaðan yrði þá sú, að mjólkurbúin myndu fá 34.4 aura verð pr. lítra mjólkur eða einum 0,7 aurum minna. Á 2 millj. lítra næmi lækkunin alls um kr. 14 þús. Ekki er nokkurt vafamál að skyrsalan myndi stóraukast við þetta og valda um leið mjög nauðsynlegri tilfærslu á mjólk- inni úr hinum .lakari vinnslu- greinum mjólkurbúanna, osta- gerðinni, í aðrar þeim hag- kvæmari, skyr- og smjör- vinnslu. Til frekari stuðnings þessu áliti vil ég benda á, að á Akureyri, en þar er útsöluverði á skyri stillt í hóf, hefir skyr- salan aukizt um 14 þús. kg. árið 1939. Það svarar til að hún hefði vaxið um liðug 100 þús. kg. hér í Reykjavík á sama tíma og tek- ið við 600 til 700 þús. lítrum vinnslumjólkur umfram það, sem hún gerir. En eins og yfir- lýsingar liggja fyrir um, þá hef- ir skyrneyzlan minnkað hér á s.l. ári borið saman við söluna 1938. Til frekari skýringar hinni nauðsynlegu tilfærslu á mjólk- inni úr þeim vinnslugreinum, sem lakastar eru mjólkurbúun- um, og í aðrar, er betri raun gefa. verður nauðsynlegt að gera samanburð á því verði, er mjólkurbúin fá fyrir ostamjólk- ina, og því, er þau fengju fyrir sömu mjólk í skyr- og smjör- vinnslu, miðað við verðið, sem hér er gerð tillaga um að skyrið verði selt fyrir, þ. e. 60 aura verði pr. kg. í útsölu. Það svar- ar til, að mjólkurbúin fengju fyrir það 50 aura verð pr. kg. í heildsölu. Lítur sá samanburður þannig út: Fyrir mjólk, sem úr er unninn 30% mjólkurostur og smjör, fá mjólkurbúin 22 aura á lítra, Fyrir sömu mjólk, sem úr væri unnið smjör og skyr, fengju þau 24,4 aura á lítra, eða 2.4 aurum hærra verð. Fyrir hverja 1 millj. lítra af mjólk, sein færi til smjör- og skyr- vinnslu, umfram það, er nú ger- ir, myndu mjólkurbúin þannig fá 24 þús. kr., eða sem svarar 10 þús. kr. meira en verðtil- færslunni nemur á þeim 2 millj. lítra, sem ganga til þeirrar vinnslu. Þetta svarar til, að sal- an á skyrinu ykist um Vi kg. á viku til hverrar meðalfjöl- skyldu í bænum. Salan þarf og getur þó vafalaust aukizt mun meira, og ætti takmarkið að vera að tvöfalda hana frá því, sem er, koma henni í IV2 kg. á viku. Vegna þess, hve íróðlegt er og nytsamt til ályktana um „mjólkurmálið1 ‘fyrir þá, er sér- staklega vilja með því fylgjast eða láta sig af einum og öðrum ástæðum skipta lausn þess. tel ég rétt að enda grein þessa með nokkrum upplýsingum um það, hvert er raunverulegt verð vinnslumjólkurinnar. En þar á að vera að leita orsaka mjólkur- laganna. Til að sjá raunverulegt verð vinnslumjólkurinnar, verður að bæta við framanreiknað verð því, er fæst fyrir þær áfir og mysu, er til fellur á mjólkur- búunum, Hagnýting áfa og mysu getur verið að ýmsum leiðum. T. d. beina sölu til neyzlu og til geymslu annarra matvæla, aðallega sláturs, mysuostagerðar og fóðrunar bú- fjár. Þar sem engar tölur liggja fyrir um það, hve mikið af þess- um efnum er hagnýtt, né á hvern hátt, verður ekki ná- kvæmlega séð hvernig verðauk- inn skiptist á hinar einstöku vinnslugreinar mjólkurbúanna. Svo miklar upplýsingar liggja þó fyrir um þessi efni. að all- nærri verður komizt því meðal- verði, er fyrir vinnslumjólkina fæst. Sú athugun er fróðleg með tilliti til verðuppbótanna, sem greiddar eru á þessa mjólk úr verðjöfnunarsjóði. Verðupp- bóta, sem réttlæta verður með því, að án þeirra verði mjólkur- búin ekki rekin svo að gagni komi þeim framleiðendum. er við þau skipta. Til fóðurs er hæfilegt að meta áfirnar á 6 aura pr. lítra, en mysuna á 3 aura. Aftur á móti er söluverð áfanna til neytenda í Reykjavík 18 aurar á lítra, en mysunnar 10 aurar. Mest verður þó upp úr niysunni haft við mysuostagerð, og fást þannig fyrir hvern lítra hennar 9 aur- ar. Þetta svarar til að raunveru- legt vinnslumjólkurverð sé 2 til 8 aurum hærra en að framan reiknað. Miðað við heildsölu- verð á mjólkurvöru fá því mjólkurbúin sem næst 27, 30 og 40 aura verð fyrir hvern lítra mjólkur við sínar dyr. Af þessu verður ljóst að vinnslukostnaður mjólkurvöru er geysimikill, þar sem útborg- að verð til bænda eru einir 20 aurar eða þar um og þó ekki fyrr en mjólkin hefir notið verðuppbóta. Má af þessu ráða, hver nauðsyn er á nákvæmri at- hugun þess kostnaðar, sem á mjólkina leggst hjá mjólkurbú- unum, og freista jafnframt að lækka hann frá því, sem er. Ekki verður hér tekið tillit til heimsendrar vöru til samlags- manna, þar sem verð hennar verður að miða við óhjákvæmi- legan kostnað við vinnsluna. Sjáanlegt er, að allar verð- uppbætur hrökkva skammt til, er til lengdar lætur, að halda uppi atvinnufyirtækjum, sem jafn greinilega eta sig upp að innan og raun er á vun mjólk- urbúin, hvað sem valda kann, hvort sem það eru óumflýjan- legar orsakir eða ásköpuð víti. Ekki verður því um kennt, að mjólkurbúin hafi ekki notið velvildar og stuðnings. Engin iðnfyrirtæki hefir þjóðin borið jafn greinilega á höndum sér og þau. Engra vanefna hefir gætt í húsakosti þeirra og vélum, og standa þau fyllilega jafnfætis samskonar fyrirtækjum erlend- um. Öll ytri skilyrði virðast því vera í stakasta lagi. Fróðlegt er í samanburði við þetta, að athuga vinnslukostnað mjólkurinnar hjá Mjólkursam- lagi Eyfirðinga árið 1939. Hann varð samanlagt einir 5 aurar á lítra, þegar frá eru dregin aukagjöld vegna nýbyggingar, sem nam IV2 eyri. Verð á neyzlumjólk var allt það ár á Akureyri aðeins 30 aurar á lítra til neytenda. Ekki verður séð, hvað veldur þeim geypimun á reksturskostnaði þess og ann- arra sambærilegra fyrirtækja í landinu, sem veldur því, að það skuli eitt og óstutt geta greitt bændum 19 aura verð á lítra fyrir mjólkina og staðið jafnframt eigin fótum undir stórauknum kostnaði vegna bygginga og vélakaupa, á sama tíma og önnur mjólkurbú verða að njóta lögþvingaðra styrkja til að standa undir hinum beina vinnslukostnaði. Hvað, sem þessu veldur, er og verður eitt víst í framkvæmd mjólkurlaganna, og það er, að sú aðgerð Mjólkursölunefndar að setja nokkurn hluta bænda á skylduframfæri stéttar- bræðra þeirra í næstu sveitum með skattaálögum, en loka augunum fyrir ófullnægðum nauðsynjum í málinu, er al- röng túlkun á þörfum bænd- anna. Þeim væri ábyggilega kærara og happasælla, ef kom- izt verður fyrir þau átumein annan veg og eðlilegri, en þann, sem farinn hefir verið. Því að sjálfsögðu er leiðin sú, að koma rekstri mjólkurbúanna á heil- brigðan og öruggan grundvöll. PóstferSir 13/3 1940. Frá R: Mosfellsveitar-, Kjalar- ness-, Reykjaness-, Ölfuss- ov Flóa- póstar. Laugarvatn, Hafnarfjörður, Álftanesspóstur. Til R: Mosfells- sveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörð- ur. Kanpstefna i Lyon 13. til 21. april. ¥ FJÓRÐA SINN verður kaupstefnan í Lyon haldin á stríðstímum. í marz 1916, þegar orustan við Verdun stóð sem hæst, var hún haldin í fyrsta sinn. Þegar 1915 fóru helztu iðn- rekendur í Lyon, í samráði við borgarstjórann, Edouard Herri- ot, að hugsa um að endurreisa hinar fornu Lyonkaupstefnur, sem svo mikinn þátt höfðu átt í uppgangi borgarinnar á mið- öldum, svo sem ýmsar fornar leifar benda til. Þrátt fyrir óvissu og örðug- leika, sem stofnendur Lyon- kaupstefnunnar áttu við að stríða, héldu þeir samt ótrauð- ir áfram starfi sínu. . Nýir iðnrekendur bættust í hóp þeirra, sem 1916 höfðu byrjað kaupstefnuna, 1918 voru þeir 3,000 og 1919 4,500; þar af voru 1.500 útlendir. 24 ár eru liðin. En nú hefir verið ráðið að undirbúa Lyon- kaupstefnuna 1940. Hún hefst laugardaginn 13. apríl og henni verður lokið sunnudaginn 21. apríl. Listiðnaður, tízkuvax-nihgur, matvörur, franskar gæðavörur yfirleitt, verða sýndar svo sem venja er til í hinni miklu sýn- ingarhöll í Lyon. Hinn franski iðnaður hefir verið fljótur að laga sig eftir hinum nýju aðstæðum, sem sköpuþuart við styrjöldina. — Stjórnin varð að gera ýmsar ráðstafanir vegna hernaðarins, sem ollu miklum erfiðleikum á sviði viðskiptanna. Ódýrt. Matarkex 1.00 % kg. Kremkex 1.25 % kg. Bjúgu, ný daglega. Úrvals harðfiskur. Sítrónur, ostar, egg, Munið ódýra bónið í pHlrkms- imt. BEEKKA Ásvallagötu 1. Sími 10f«. TJARNARBÚÐIN. Sími 3W«. Hermenn frá Afríkunýlendum Frakka á hergöngu í gegnxun París

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.