Alþýðublaðið - 13.03.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.03.1940, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1940 TINDÁTINN STAÐFASTI. 1) Einu sinni voru tuttugu og fimm tindátar. Þeir voru allir bræður, því að þeir voru allir fæddir af sömu tinskeiðinni. Þegar lokið var tekið af öskjunni, sem þeir lágu i, var þetta það fyrsta, sem þeir heyrðu: 2) — Tindátar! Það var lítill drengur, sem hrópaði þetta og klappaði saman höndunum. Hann hafði fengið tindátana í afmælisgjöf og nú raðaði hann þeim á borðið. 3) Einn dátinn var öðrum líkur. r 4) Það var aðeins einn þeirra, sem var öðruvísi en hinir. Hann var einfættur, því að hann hafði verið steyptur sein- ast, og það var ekki meira tin til. En þó stóð hann jafnörugg- ur á einum fæti og hinir á tveimur. 5) Á borðinu hjá þeim voru margs konar önnur leikföng, en það. sem mest bar á, var falleg höll úr pappa. Gegnum litlu gluggana mátti sjá beint inn í salina. Kringum höllina stóðu ofurlítil tré um- hverfis svolítinn spegil. sem átti að líta út eins og vatn.„Svanir pr vaxi syptu á vatninu. En það fallegasta var þó ofurlít- il stúlka, sem stóð í hallardyrunum. Hún var búin til úr pappír. Hún teygði fram armana, því að hún var dansmær, og svo lyfti hún öðrum fætinum svo hátt, að ein- fætti hermaðurinn sá hann ekki og hélt að hún væri einfætt, eins og hann sjálfur. | Brunatryggingar | Liftryggingar Siifðsar Sigbvatssonar. 1 LækjargSti 2. | Noel Vimdryi Leyndardómur ? gðmlu hallarlnnar — Hverskonar hljóð var þetta? — Hvernig á, ég að geta lýst því? Það virtist vera dýrs- legur hæðnishlátur. Það var öskur villidýrs. Ef ég hefði verið í fenskóginum, þá hefði ég ekki orðið hræddur. — Gátuð þér þekkt á hljóðinu, hvaða dýr þetta var. — Það var ekki öskur neins dýrs, sem ég þekki. — Hvaðan kom hljóðið? — Það veit ég ekki. Auðvitað hélt ég fyrst, að það kæmi utan að. Ég opnaði gluggann. En ég heyrði ekki betur' þó að ég gerði það, ef til vill vegna þess, að hljóðin komu innan úr höllinni. — Reynduð þér ekki að rannsaka það? Ég opnaði hurðina og gekk fram á ganginn, en hljóðið varð ekkert gleggra fyrir það. — Þér hefðuð átt að rannsaka, hvort hljóðið kom að innan eða utan. — Ég ætlaði að gera það, en þá heyrði ég hurð opnaða og fótatak á gólfinu aftur eftir bera fætur. Því næst heyrði ég hurð lokað. — Hvað gerðuð þér þá? — Hvað átti ég að gera? Ég þorði ekki að fara lengra. Ekki vegna hugleysis. heldur vegna þess, að ég áleit, að þetta væri eitthvað, sem ekki kæmi mér við. Ég fór inn í herbergið aftur. Og þegar ég fann, að ég gat ekki sofnað, kveikti ég ljós, — En hljóðin? ~«ir Fréttabréf ðr Vestmannaeyinm: titgerð er með mesta miti —... ♦■■■---- Byggingar vegna fiskveiðanna. —,----»■ Afleiðingin af ráðsmennsku kommú^ nista í verklýðsmálum kemur i Ijós. A LÞÝÐUBLAÐINU hef- ir borizt eftirfarandi bréf frá Vestmannaeyjum. Ræðir þar um atvinnumál Vestmannaeyinga, og þá fyrst og fremst um útgerð- ina, framfarir, verkalýðs- mál og verðlag. Slík bréf er sjálfsagt að birta og ættu flokksmenn í sjávarþorpum að senda blað- inu slík bréf við og við. VESTMANNAEYJUM, 9. marz 1939. Vertíðin. Samningar tókust milli sjó- manna og útgerðarmanna eftir nokkurt þóf, þó án þess að til á- taka kæmi. Aliveru'eg hækkun á fiskverðinu fékkst fram eða þann- ig, að þorskurinn er nú keyptur fyrir 111/4 eyri kg upp úr sjó. Otgerðarmenn hafa viljað halda því fram, að verð þetta væri allt of hátt og að þeir mundu skaðast á þvi að kaupa. Fram- koma þeirra sýnir þó nokkuð annað, því sumir þeirra hafa ver- ið- með vangaveltur og jafnve! látið verða af því að selja ekki þorsk í ís fyrir 15—16 aura kg. Vilað er einnig, að langa er keypt yfir samningsverði. Sjómanna- samtökin eru, öflug hér, og þó að ekki hafi ef til vill náðst fyilsta sannvirði í samningunum, verður ekki annað sagt, en. .að allvel hafi verið haldið á málum sjómanna hér. Bátar eru nú all- flestir byrjaðir veiðar, ýmist með línu, dragnót eða troil. Auk þess sigla tveir Vestmannaeyjabátar með ísfisk, þelr Helgi og Skaft- fehingur, báðir eign Helga Bene- diktssonar. Útgerð er með lanig- mesta mó.i. Mikil aukning varð á skipastólnum síðasta ár og bætt- ust aðal’éga stórir bátar við. Framfarir í landi. Lyfrarsamlagið hefir verið að koma sér upp kaldhreinsunarstöð fyrir lýsið. Mun nú vera hér lang- fulikomnasta lýsisbræðsla lands- ins. Lýsisbræðslan er sameignar- félag útgerðarmanna. Stofnkostn- aður er orðinn afarmikill og ef- laust meiri en raunverulega hefði þurft að vera, ef þekking og fjárhagsaðsíæður hefðu verið fyr- ir hendi, þegar hafizt var handa. Þrátt fyrir þetta er enginn vafi á því, að stofnun liírarsamlagslns markaði stórmerk tímamót hjá útgerðinni hér og hefir fært henni drjúgar tekjur fram yfir það, sem annars hefði orðið. Edinborgar- eignunum svo nefndu er nú verið að breyta í hraðfrystihús, senni- xega það stærsta hér á landi. Verki þessu er nú að verða lokið og frysting byrjuð fyrir nokkru. Allmargt fólk, karlar .og konur, hefir haft atvinnu við þetta fyr- irtæki. Sölusamband ísíenzkra fiskframleiðenda kom hér upp lítilli niðursuðuverksmiðju á sl. ári, Verksimiðjan starfaði lítið sl. ár, en nú er verið að hefjast handa um niðursuðu. Georg GísJason hefir kornið ’hér u.np reykhúsi, því fyrsta hér í bæ. Mun hann aðallega hafa reykt ýsuflök fram að þéssu. Þykja þau hið mesta hnossgæti og hafa hlotið nafnið Eyjaflök. Tómas Guðjónsson er að ljúka við byggirigu á aðgerðarhúsi. 'Ifús þetta stendur á þeim stað hér í Eyjum, sem allra lélegustu fisk- þrærnar voru til skamms tíma. Hús þetta er þrjár hæðir, byggt úr steinsíeypu og hið vandaðasía í al!a staði, Mun engum gert rangt til, þó að fullyrt sé, 'að hús þetta sé langfullkomnasta að- gerðar- og fiskgeymsluhús hér , i bæ og sennilega á öllu landinu. Á neðstu hæð hússihs er salt- geymsla og söltunarpláss á mið-; hæð er aðgerðarplássið, og er bílgengt þangað upp; á efstu hæð j er neta- og veiðarfærageymsla. Landvinnan. Kommúnistar hafa um 10 undr anfarin ár haft forustuna i mál- ; um landverkamanna. Á þessu timabili hafa þeir aldrei gert samninga um kaup verkamanna. Tímakaupið býr enn að sam- komulagi, sem Alþýðusambandið gerði 1931. Síðan hefir svo allt gengið afturábak. Greiðsla vinnu- launa er í hinu herfilegasta á- standi. Margir atvinnurekendur greiða yfir höfuð ekki nema í vöruúttekt, og allt þetta hafa for- ustumennimir látið óátalið. Nokkrir atvinnurekendur eiga þó sérstöðu um greiðslu vinnulauna, svo sem skipaafgreiðslumar og fleiri; þeir greiða yfir höfuð i peningum á réttum tíma. Kom- múnistarnir munu hafa stillt upp taxta fyrir mánaðarkaupsménn 1933, en öll gögn því viðvíkjandi hjá þeim em nú töpuð og jafn- vel gjörðabókin líka. Af þessum ástæðum em erfiðleikar nú á að sanna lágmarkskaupið, og nota allmargir atvinnurekendur sér af því og svo hinu, að þeim bíðst yfirfljótanlegur vinnukraftur of- an úr sveitum fyrir lágt kaup. Til eru atvinnurekendur, sem hafa svo að segja engan bæjar- mann í þjónustu sinni yfir ver- tíðina, og svo Iangt hefir þetta gengið, að Gunnar ólafsson, sem hefir afgreiðsíu Laxfoss á hendi, lánaði sína menn (utan- 'bæjarmenn) í lestar á Laxfossi nú fyrir skemmstu til að skipa upp vörum. Þetta var á sunnudegi, en helgidagataxti ér hér tæpar tvær krónur um tímann. Hygg ég, að dæmi þetta muni vart eiga sinn líka síðan þrælahald var afnum- ið hér á landi. Menn, sem em ráðnir til fiskaðgerðar fyrir kaup, sem liggur langt innan við krónu um tímann, era leigðir út í skip til uppskipunarvinnu fyrir meira en helmingi hærra kaup, og fá ekkert af þvi sjálfir, en menn- imir, sem stunda skipavinnuna að jafnaði, ganga auðum hönd- um. Verðlagið. AÍmennt munu menn hafa trú- að þvi í byrjun, að verðlagi yrði haldið í skefjum, eftir að genginu var breytt og stríðió skall á. Verðlagsnefrtd var stofn- uð og farið af stað með brauki miklp 0g bramli, Einn eða fleiri heildsalar vom sektaðir fyrir okur, og það var jafhvel farið að bera á að eftirlitið verkaði. Þá kora eitthvað fyrir, ég veit ekki hvað, en öllum er ljóst, að eitthvað: hefir hlotið að koma fyrir, sem snarbreytti öllu. Eitt það fyrsta, sem ég veitti eftir- fekt, var, að kindábjúgu hækk- t luðu allt í einu um 75 aura kg i heildsölu, eða nærri 50o/o, Kjöt- verðið hafði þá ekkert hækkað, og ekki er líkiegt að t. d. Garðar Gíslason með sína bjúgnagerð fari að grciða bændum uppböt á kjötið, sem hann hefir keypt í sláfurtiðinni, þó að bjúgun hækk- i uðu. ErigUm er hægt að telja trú um, að tilkostnaðurinn hafi hækk- að sem þessu nam. Er það kann- ske svo, að hejldsalaokur sé frið- helgt, ef það byggist á hlið- stæðri starfsemi, sem sé til dæm- is gefið nafnið kjötuppbót til bænda. Hvað yrði sagt um það nú, ef verkamennirnir notuðu hnefaréttinn og hækkuðu kaup sitt um söniu hundraðstölu og stjómin hækkaði prófessoralaun- in? Það er sagt, að prófessoram- ir haíi verið lágt launaðir, en hafa verkamennimir ekki verið það líka? Eða er það svo, að verðlagseftirlitið, skorðumar við hækkun kaupgjalds og fleira, eigi aðeins að ná til nokkurs hluta þjóðfélagsins? Almenningur í landinu gerir engan greinarmun á okri, hvort heldur það kemur frá heildsa’a, smásala, samvinnu- félagi eða bónda. Menn trúðu þvi, að þegnar þjóðfélagsins ættu og ætluðu að taka sameiginlega á sig byrðarnar af verðbólgu ó- friðarins. Verkamennirnir tóku þessu möglunarlítið, þó að þeir væm lítt undir það búnir, en því er vart treystandi, að friður haldist í landinu, eftir að öllum er Ijóst, að farið er að létta þeirn af einni eða fleiri stéttum og jafnframt iþyngja öðmm umfram það sem komið var. Ég hygg, að óþarfi sé að nefna fleiri dæmi má!i minu til stuðnings um verð- hækkun á vöram, sem á engan hátt er réttlætanleg. Menn geta til dæmis farið í búðirnar og at- hugað verðhækkun á dósamjóik, ullarlopa og bandi, tólg 0. fl. Sumir koma með þá skýringu, að þessi hækkun sé framkvæmd í samrærni við það, sem gerist um svipaðar eða sömu vömr á heims markaðinum, en mér er þá spurn, Hví vkr ekki heimsmarkaðsverðið á saltkjöti látið til skamms tlma ráða innanlandsverðinu? Svarið veröur, að bóndinn hafi ekki get- áð framfleytt búi sínu með því verði fyrir allt kjötið. En halda þá þeir sömu menn, að því séu engin takmörk sett, hvað verka- menn geta greitt fyrir vöm, með- an kaup er þvi nær óbreytt. Jóhann Sæmundsson læknir flytur heilbrigÖísþátt i útvarpið i kvöld. Leynilega giftur heitir myndin, sem Gamla Bió sýnir núna. Er hún gerð sam- kvæmt frönskum gamanleik. Aö- alhlutverkin leika .Olympe Bra- dua og Raý Milland. Iiáskólafyrirlestrar á sænsku. Sænski sendikennarinn, fil. mag. Anna Z. Osterman, flytur næsta fyrirlestur simi um kveöskap Kunebergs um finnsku þjóðina í háskólanum í k\-öld kl. 8. öllum heimill aðgangur. — Ég heyrði engin hljóð tvo klukkutíma. Þá heyrði ég þau aftur í nokkrar mínútur, en þá tók að hve«sa og ég heyrði ekkert meir, Þegar byrjaði að birta, sofnaði ég ofurlitla stund í hæg- indastól. Ég vaknaði við það, að fallhurðin var dregin upp. — Og þetta er allt og sumt? spurði Allou vonsvikinn. — Það skeði ekkert fleira þessa nótt. En það átti eftir að ske fleira. — Spurðuð þér Saint-Luce hvernig á hljóðinu stæði? — Já, ég ákvað að gera það, mér fannst það vera skylda mín. Ég sagði honum frá því, þegar við fengum okkur göngu- túr eftir morgunverð. Hann var náfölur og það leið stundar- korn, áður en hann svaraði. — Heyrðir þú það líka? Ertu alveg viss um, að það hafi ekki getað verið ímyndun? — Það er ég viss um, að ekki er. — Það er líka ósennilegt, að við höfum báðir samskonar í- I myndunarveiki. — Þú hefir þá líka heyrt það? Ég hélt, að enginn nema ég hefði svo góða heyrn. — Nei, ég heyrði það ekki í nótt. En ég hefi heyrt það áður, ' þegar hljóðið var sterkara. — Þekktirðu hljóðið? — Nei, það var svo dauft. — Og þú hefir ekki rannsakað það? — Til hvers átti ég að gera það? Þetta er eitt af leyndar- málum hallarinnar, og fram að þessu hefi ég verið sá eini, sem hefi uppgötvað þetta. — En Babtiste? — Hann hefði sagt mér frá því. ;V.'/1 ’,■ r í .i, , ..._ ; 1 ... : En hve lengi hefir þetta staðið yfir? — Þegar ég hitti þig í Indlandi fyrir tveim árum, hafði ég aldrei heyrt það, þegar é gkom heim bjó ég hér í sjö mánuði og þá heyr'ði ég það. — Oft? — Nei, ef til vill fimm eða sex sinnum. Svo fór ég til Af- ríku, og þe,gar ég kom aftur fyrir mánuði síðan heyrði ég það . aftur. Ég reyndi að sannfæra mig um það, að þetta væri í- myndun, því að maður með nokurnveginn heilbrigða skynsemi á bágt með að trúa því, að villidýr séu hér. Geiturnar hefðu hlotið að verða varar við þau, heldurðu það ekki, Herry? — Það er að minnsta kosti trúlegt. •— Ég hefi reynt að fullvissa mig um það, að þetta hlyti að vera misskilningur. En fyrst þú hefir nú heyrt það líka, þá fara að renna á mig tvær grímur. — En það er ekki líkt þér að verða hræddur. Þú verður að rannsaka þetta. — Ég hefi reynt að rannsaka það. — En það hafa verið fálmandi tilraunir. Þér hafa aðeins dottið villidýr í hug. Getur ekki verið, að einhver sé að herma eftir villidýrinu. Mér hefir dottið það í hug, og ég hefi verið úti á nóttum og rannsakað þetta eftir getu. En það hefir engan árangur borið. Og ég hefi spurt Antoine gamla. — Hver er það? — Geitnahirðirinn, sem býr héma rétt hjá og er á ferli nótt og dag. Hann hefir aldrei uppgötvað neitt grunsamlegt. En hann er líka mjög heymarsljór. En hver ætti tilgangurinn að vera, ef þetta er einhver hrekkjalimur? Ef hann ætlaði sér að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.