Alþýðublaðið - 15.03.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.03.1940, Blaðsíða 4
FOSTUDAGUB 1J. MABZ 1540. KBCAMLA Blð SP Lejrnilega giftnr § Bráðskemtileg amerísk gamanmynd, gerð eftir leikriti hins fræga franska leikritahöfundar Jacques Deval. — Aðalhlutverkið leikur hin fagra franska leikkona Olympte Bradna. B Bay Milland. Skrlfstofa Bókaútgáfu Menningarsjóðs, Austurstræti 9. Sími 4809. Opin daglega kl. 10—7. Laxfoss fer til Vestmannaeyja á morgim kl. 6 síðd. Flutningi veitt mót- taka til klukkan 3 á morgun. Hljómsveit Reykjavíkur. „Brosandi land“ Óperetta í 3 þáttum eftir FRANZ LEHAR verður leikin í kvöld kl. 8% í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir í dag eftir kl. 1 í Iðnó. Sími 3191. Venjulegt leikhúsverð eftir kl. 3. SEINASTA SINN. Bii&dra iðn. Gólfdreglar °g gólfmottur til sýnis og sölu í BANKASTRÆTI 10. Guðspekifélagar! Septímu- fundur í kvöld. Grétar Fells: „Undir austrænni sól.“ Dagsbrðo tilkynnir. Stjórn V.m.f. Dagsbrún hefir ákveðið, að gefa út vinuréttindaskírteini fyrir skuldlausa félaga árið 1939, og geta félgasmenn vitjað þirra á skrif- stofu Dagsbrúnar frá kl. 2 til 7 e. h. daglega. Frá 20. marz nk. hafa þeir einir rétt til vinnu, er hafa vinnuréttindaskírteini sín í lagi, og eru félagsmenn því beðnir að bera jafnan skír- teini sín á sér við vinnu, svo þeir geti sýnt þau trúnaðarmönnum félagsins sé þess óskað. STJÓRN DAGSBRÚNAR. ATHYGLISVERÐUR CRSKURÐbR Frh. af 3. sfðu. þetta ekki orðið tekið til munn- legs málflutnings fyrr en nú. Því dæmist rétt vera: Þeim meðlimum Nótar, fé- lags netavinnufólks, sem unnu að netabætingu hjá stefndum, Birni Benediktssyni, á Siglu- firði, sumarið 1938, bar { kaup kr. 2,25 -f- 3% eða kr. 2.1814 fyrir hverja klukkustund. Málskostnaður falli niður. Hákon Guðmundsson. Gunnl. B. Briem. Svei’rir Þor- bjarnarson. Kjartan Thors. Sig- urjón Á. Ólafsson." HÆSTá RSTTARÐÓMUR Frh. af 1. síðu. þess, að viðurkenndur verði kvaðalaus eignarréttur hans að áðurnefndri gangræmu frá Austurstræti til fyrrgreindra lóðamarka, en til vara, að merkjadómurinn verði stað- festur. Svo krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar fyrir báðum dómum eftir mati hæstaréttar." Niðurstaða Hæstaréttardóms- ins var þessi: „Gagnáfrýjandi, Austurstræti 3 hf. á að vera sýkn af kröfu aðaláfrýjanda, Sigurþórs Jóns- sonar og ísleifs Jakobssonar sem eiganda Veltusunds 1 og Hafnarstrætis 4, um viðurkenn- ingu á eignarrétti þeini til handa að framangreindri gang spildu á austanverðri lóð gagn- áfrýjanda frá Austurstræti til lóðamarka nefndra fasteigna að- ilja. Aðiljar eiga að vera sýknir hvor af annars kröfum um við- urkenningu á umferðarrétti um téða gangspildu milli Austur- strætis og Hafnarstrætis. Ákvæði lóðamerkjadómsins um brotttöku girðingar gagná- frýjanda og um dagsektir eiga að vera ómerk. Málskostnaður fyrir báðum dómum falli niður.“ KVIKNAR I LÍNUVEIÐARA Frh. af 1. síðu. Varð þegar tekið til að slökkva og tókst það, án þess skipið skemmdist mikið. En mennirnir brenndust töluvert. Mest brenndist matsveinn- inn, Gunnar Ámason, Laufás- veg 63 í Reykjavík. Brenndist hann allmikið á handleggjum. Þá brenndist skipstjórinn, Gísli Jónsson, Sjafnargötu 5, Reykja- vík, töluvert á annarri hendi. Enn fremur vélarmaðurinn, Sveinbjörn Davíðsson. Enginn þeirra er þó hættulega brunn- inn. Alþýðublaðið hafði í morgun samtal við mann, sem er ná- kunnugur allri útgerð og af- komu togaranna. Kvað hann ekki of í Iagt að telja, að gróði togaranna síðan stríðið brauzt út nemi um 2,5 milljónum ís- lenzkra króna. Við þetta bætist síðan ágóði línuveiðaranna og vélbátanna. Útbreiðið Alþýðublaðið! Snnner Welles mjog fáorðnr nm fðr sins. LONDON í morgun. FÚ. SUMNER WELLES, einkaer- indreki Roosevelts Banda- ríkjaforseta, lagði af stað frá London á'.eiðis til Parísar í gær. Eítir komuna til Parísar ræddi hann við Daladier, forsætisráð- herra Frakklands. Welles er væntan’egur til Rómaborgar ann- að kvöld. Þegar Welles fór frá London í gærmorgun spurði blaðamaður hann, hvort hann vildi ekki segja nokkur orð um ferðalög sin í Evrópu og viðræður. Welles svaraði: „Ekki eitt, hvað þá fleiri." Selma Lagerlðf rnjðg al- varlega veik. *—o-- T FREGNUM frá Stokkhlómi er sagt, að sænska skáld- konan Selma Lagerlöf sé mjög veik. Hún er nú á 82. aldursári. (FÚ). VA RNA RBANDALAGIÐ Frh. af 1. síðu. Það er ekki fyrirhúgað, né búizt við því, að Danmörk verði í slíku varnarbandalagi, né taki nokkurn þátt í viðræðum um það. Það er nú viðurkennt, að talað hafi verið um að koma á þessu varnarbandalagi milli Finn- lands, Svíþjóðar og Noregs fyr- ir nokkru síðan, þegar Tanner var staddur í liðsbón í Stoltk- hólmi, og er gert ráð fyrir, að formleg ráðstefna verði nú hald- in um það, undir eins og Finnar hafa fluft herlið sitt til hinna nýju landamæra norðan og vestan við Kyrjálanes og Lado- gavatn. 1 öllum fréttum um þetfa er lögð áherzla á það, að varnar- bandalaginu verði ekki stefnt gegn neinu ríki og brjóti því ekki á nokku n hátt í bága við skuld- bindingar Finna gagnvart Rúss- um, samkvæmt friðarsamningn- um. En í honum er ákveðið, að hvorki Finnland né Rúss’and megi taka þátt í neinum rikja- samtökum, sem stefnt sé gegn hinu. Kallio, ríkisforseti Finnlands, hefir ávarpað finnsku þjóðina í útvarpsræðu, og komst hann svo að orði, að undangengnir athurð- lir í Finnlandi hefðu fært mönn- um heim sanninn um það, að nauðsyn bæri til, að Norður- landaþjóðirnar mynduðu með sér varnarfcandalag. Þetta hefðu ná- grannaþjóðir Finna á Norður- löndum nú viðurkennt. Sænsk og norsk fyrir- spurn i Moskva. LONDON í morgun. FÚ. Sænska stjórnin hefir ákveðið að æskja skýringa á því, í Moskva, hvers vegna rússneska stjórnin hafi sett það að skilyrði við Finna, að járnbraut yrði lögð sameiginlega af Finnum og Rúss um yfir Mið-Finnland að sænsku landamærunum. Ennfremur óska Norðmenn skýringa á því, hvers vegna vöruflutningar Rússa yfir Finn- land til Norður-Noregs og Finn- lands eigi að vera tollfrjálsir. Er uggur í Norðmönnum og Svíum út af þessum ákvæðum. Skautasvell er mjög gott á tjörninni. f DA6 Næturlæknir er í nótt Páll Sigurðsson, Hávallagötu 15, sími 4959. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 13,00 Bændavika Búnaðarfé- lagsins: Fimm búnaðar- erindi. (Flytjendur: Hall- dór Pálsson, Pálmi Ein- arsson, Klemenz Kr. Kristjánsson, Gunnar Bjarnason, Metúsalem Stefánsson.) 19.15 Þingfréttir. 19,45 Fréttir. 20.20 Leikrit: „15. marz“, eftir Schlúter (Þorsteinn Ö. Stephensen o, fl.). 21.20 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. Árshátíð Alþýðuflokksins. Munið að tryggja ykkur að- göngumiða nú þegar. Hljómsveit Reykjavíkur sýnir óperettuna „Brosandi land“ eftir Franz Lehar í kvöld kl. 8Vt. Grænlandskönnuðurinn Gustav Holm er dáinn. 90 ára að aldri. FÚ.) Vegna Thulemótsins, sem háð verður í Hveradölum dagana 16. og 17. þessa mánað- ar, verða bílferðir uppeftir sem hér segir: Á laugardaginn að morgni kl. 10 og kl. 1 e. h. Á sunnudaginn að morgni kl. 9 og kl. 1 e. h. Lagt á stað frá Aust- urvelli. Farmiðar seldir hjá kaupm. L. H. Múller. Skíðanámskeið. Næstkomandi mánudag hefst annað skíðanámskeið Ármanns i Jórefsdal og stendur yfir í þrjá daga. Kennari er Guðmundur Hallgrímsson. Áskriftarlisti ligg- ur frammi til föstudagskvölds hjá Þórarni Björnssyni, simi 1333, og á skrifstofu félagsins. Nám- skeiðstími þessi er mjög heppi- legur fyrir skó'.afólk og kennara, sem frí eiga þessa daga. HJÁLPIN TIL FINNA Frh. af 1. síðu. hjálparsjóðsins finnska í Banda- rikjunum, og þakkað honum vel- vild hans og störf og óskað eftir freka i aðstoð til viðreisnarstarfs- ins, en Hoover hefir svarað því, að Bandaríkin muni hjálpa Finn- um í viðreisnarstarfinu eftir því sem þau geti. Cordell Hull, utanrikismálaráð- herra Bandarikjanná, sagði i gær, að Bandaríkjamenn myndu í engu breyta stefnu sinni, að því er Rússa snertir, og hið svo kall- aða „siðferðilega útflutriings- bann" yrði áfram í gildi, en það fsc í þvi fólgið, að hið opinbera beitir áhrifum sínum til þess, að Rússar fái hvorki flugvélabenzín, flugvélar eða annað, sem þeim má að gagni koma í hemaði, keypt í Bandaríkjunum. Hann tók það skýrt fram, að Banda- ríkin hefðu ekki viðurkennt hin nýju landamærí Sovét-Rússlands og Finnlands og myndu umræður um það fara fram við finnsku stjórnina, áður en Bandaríkin viðurkenndu þessi landamæri. F.U.J. Skrifstofa félagsins er opin i dag frá kl. 5—6V2 e. h. * Málfundaflokkurinn hefir æf- ingu í kvöld kl. 8V2 i fundarsal félagsins. Mefðarkonan og ktirekinn The Cowböy and the Lady. Fyrsta flokks skemmti- mynd frá United Artists full af fjöri og fyndni — þar aö auki prýðilega róm- antísk. Aðalhlutverk leika: Merle Oberon og Gary Cooper. VEGNA ÍSA í Danmörku hleður skipið ekki fyrr en að öllu forfallalausu í byrjun apríl. Skipaafgr. Jes Zlmsen. Tryggvagötu, — Sími 3025 Útbreiðið Alþýðublaðið! Jarðarför konu minnar og móður okkar, Kristínar Þórðardóttur, sem andaðist 9. þ. m., fer fram laugardaginn 16. marz og hefst með húskveðju að heimili liinnar Iátnu. Hringbraut 186, kl. 1 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Reykjavík, 15/3 1940. Ástbjörn Eyjólfsson. Lárus Ástbjömsson. Egill Ástbjörnsson. SKEMMTIFÉLAGIÐ GÖMLU DANSARNIR. DANSLEIKUR í Alþýðuhúsinu við Hverfisg- laugardaginn 16. marz klukk- an 10 e. h. Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2, sími 4900. Pantaðir aðgöngum. verða að sækjast fyrir kl. 9^. Harmonikuhljómsveit félagsins. Eingöngu gömlu dansamir. Vartappa i rafmagnslagnir. Rafmagnsveita Reykjavíkur vill kaupa af rafmagnnotend- um brunna vartappa af gerðinni N. D. Z. fyrir 5 aura stk. Stærðir: 6, 10, 15 og 20 Amp. Utanmál þessara vartappa: Lengd 5 cm. Þvermál 1,2 cm. Afhendist á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Tjamargötu 12. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR / . Skommtunarskrifstofa rikisins er fluft i Trygpagðtn 28, (pridju hæð). Fyrstu bæknr Menningarsjóðs og Þjóðvínafélagsins verða prentaðar í aprílmánuði. Umboðsmenn og aðrir, er safnað hafa áskrifend- um, eru beðnir að senda áskriftalistana hið allra bráðasta og eigi síðar en um næstu mánaðamót. Nú eru því síðustu forvöð að tryggja sér þessar góðu og ódýru bækur. Mfélknrsamsalan vill vekja athygli á því, að skrifstofusími hennar er nú 1628 (3 llnur). Aðalfundiir FRÍKIRKJUSAFNAÐARINS í REYKJAVÍK verður haldinn í Fríkirkjunni n.k. sunnudag, 17. marz, klukkan 4 e. m. FUNDAREFNI: Reikningsskil fyrir árið 1939. Stjórnarkosning o- fl. Mætið vel og stundvíslega. SAFNAÐARSTJÓRNIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.