Alþýðublaðið - 16.03.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.03.1940, Blaðsíða 3
LAUGABDAGUR 16. MAR2 1940 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: r. H. VAIJ5EMARSSON 1 íjwveru tutisc: stefAn pétursson. ATGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÓSIND (Inngangur trá Hverflsgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýalngiuc. 4901: Ritstjórn (innl. frétttr). 4902: Ritstjóri. |903: V. S. Vilhjálm* (heima). 4905: Alþýðuprentsmiöjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ísf isksðlnrnar og sjómennirnir. ÞAÐ hefir upp á síðkasti'Ö ekki verið neitt leyndarmál, pótt lítið hafi verið minnzt á það í blöðunum, að ísfisksölur togar- anna, línuveiðaranna og vélbát- anna hefðu á þessum vetri skil- að mjög álitlegum fjárupphæð- um. En hingað til hafa það þó ekki verið nema einstakar afla- sölur, sem út hafa kvisast. Pað var fyrst i gær í skýrslu þeirri, sem Alþýðublaðið birti um ís- fisksölurnar, að alinenningi gafst' kostur á að sjá bæði heildarupp- hæðina, sem skipin hafa selt fyr- ir erlendis, síðan í haust, og með- alsölu hvers skipis í hverri ferð. Þessi skýrsla sýnir, að frá því í október, að ísfisksöiurnar hófust hafa togararnir, línuveiðararnir og vélbá'arnir selt fyrir samtals um 20 milljónir króna, þar af síðan um nýjár fyrir 12 milljónir og 258 þúsundir. Að sjálfsögðu hafa hinar einstöku aflasölur verið mjög misjafnar. En eins og ársskýrslan sýnir hefir síðan um nýjár meðalsala hvers togara í hverri ferð numið 88 þúsund kr. og meðalsala hvers línuveiðara og vélbáts 54 þúsundum. Pað er eins og menn sjá mjög áli'legar fjá 'upphæðir, sem ísfisk- sölurnar hafa skilað síðan strið- ið hófst. Hvemig ísfiskveiðamar hafa borið sig, er hinsvegar ann- að mál. Það er vitað að tiikostn- aðurinn og frádrátturinn er gíf- uriegur og ekki nema nokkur hluti gjaldeyrisins, sem kemur heim En þegar ólafur Thors atviinnu- mála’-áðherra lýsir því yfir, eins og Morgunblaðið skýrði frá síð- astliðinn miðvikudag, að „ísfisk- veiðar hafi undanfarið gengið sætmiiega og verið reknar með ttokkrum arði“, þá er þó varla ástæða til að efast um, að ágóði útgerðarmanna af þeim hljóti að vera töluverðar. Við því er í sjálfu sér ekkert annað en gott að segja. Það er engin vanþörf á því að útgerðin beri sig betur, en undanfarin ár og verði fær urn það að greiða etthvað af þeim skuldum, sem hún hefír safnað meðan skipin voru rekin með tapi. En það er þó ekki hægt að neita þvi, að það er dálítið einkennilegt, að útgerðarmenn skuli lýsa því yfir þrátt fyrir svo álitlega úí- komu af isfisksölunni síðan í haust og á sama tíma og hver ísfisksalan annari betri fer fram, að þeir sjái sér ekki fært, að haakka áhættuþóknun sjómann- anna fyrir siglingar um stríðs- hættusvæði á sama hátt og gert hefir verið af útgerðarmönnum í nágrannalöndum okkar, eða bæta þeim upp lifrarverðið ein- hverju skynsamlegu hlutfalli við hina gífurlegu hækkun lýsisins. Maður skyldi þó ætla að sjómennirnir væru sæmi- l«®a að þvi komstir, Hvið befir afstoðn Hjöð- nazisiais? Hver borgar nil útgáfakostnað blaðsins? Eftir Finn Jónsson. VINÁTTUSAMNINGAR þeirra Hitlers og Stalins komu bæði kommúnistum og nazistum utan heimalandanna alveg á óvart. Kommúnistar höfðu í nokkur ár boðað heilagt stríð gegn nazismanum og þeir sögðust ætla að hafa forgöngu í því stríði. Nazistar höfðu líka boðað stríð gegn kommúnisman- um og sögðu að það væri helzta hlutverk sitt að brjóta þá stefnu á bak aftur. Flokkarnir virtust ekki hafa önnur hlut- verk en berjast hver við ann- an. Vináttusamningar þeirra féllu því mörgum fyrir brjóst. Hérna á íslandi gáfu kommún- istar í fyrstu hinar ótrúlegustu skýringar á vináttusamningn- um við nazista, t. d. sögðu þeir að hann væri gerður til að frelsa Kína. Svo sviku Rússar Kín- verja og gerðu vináttusamning við Japani. Eftir að það gerðist hætti „Þjóðviljinn" að segja frá sigrum „hinna frægu kommún- istisku hersveita í Kína“ og sú afsökun kommúnista fyrir svik- um þeirra við lýðræðið er að engu orðin. Enn héldu þeir þó áfram að afsaka sig og hafa þeir m. a. haldið því fram, að vin- áttusamningurinn við nazism- ann væri beinlínis gerður í því skyni að drepa nazismann. Kúg- un Rússa á smáríkjunum við austanvert Eystrasalt var af hálfu kommúnista afsökuð með þessu. Síðan kom hin svívirði- lega árás kommúnista á Finn- land. Þá loksins hættu komm- únistar að leita að afsökunum og köstuðu grímunni alveg. Þeir eru opinberlega sannir að sök. Réttur smáþjóðanna er í þeirra augum einskisvirði þeg- ar hagsmunir Hitlers og Stalins eru annars vegar. Finnarnir, sem einhuga gripu til vopna til að verja frelsi sitt gegn ofureflinu, eru í augum kommúnistanna í „Þjóðviljan- um“ eins og auðvirðilegir rétt- lausir þrælar. Mannúðin og samúðin með smælingjunum. sem þeir alltaf hafa verið að hrósa sér af, stendur ekki dýpra hjá þeim en þetta. Finnar sýndu hetjuvörn, en í hvert sinn og rússneska ofureflið virtist vinna eitthvað á hinum liðfáu og fá- tæku Finnum, hlökkuðu komm- únistar yfir því í blaði sínu. verða einhvers hluta af þeim á- góða aðnjófandi, sem ísfisksölum ar hafa gefið. Þeir hafa ekki síður en útgerðaiTnennimir orðiö jhart úti í aflaieysi og taprekstri siðustu ára. Og þaÖ eru þeir, sem veiða fiskinn og nú leggja líf ■sítt i hættu til þess að flytja hann yfir haf, fullt af tundur- duflurn og kafbátum og um- sveimað.af sprengjuflugvélum, á erlendan markað. Aldrei hafa sjómennimir barizt með betri rétti fyrir málstað sin- um, en nú. Og það verður á- reiðanlega erfitt fyrir útgerðar- menn, að telja þjóðinni tru um það, að þeir sjái sér ekki fært að verða við hinum sanngjörnu kröfum þeirra, eftír þær upp- lýsingar, sem nú eru komnar fram wm Íifiskíölur vatmrtoi. Sigrar ofbeldis, níðingsskapar og menningarleysis eru happa- fengur í augum þeirra, sem rita ,,Þjóðviljann“. Og nú, þegar Finnar hafa neyðst til að semja frið með afarkostum. er eins og kommúnistasprautunum hérna þyki sem Rússar hafi farið allt- of vægilega með þá. Hin taum- lausa grimmd og ofbeldi á all- an hug þeirra. Og þeim nægir ekki að hlakka með Stalin, heldur eru þeir líka farnir að tilbiðja Hitler. Kemur hið síðara úr hörðustu átt, því enginn hefir valið þeim einvalda önnur eins ókvæðisorð og rit- stjórar Þjóðviljans. Hitler var í þeirra augum fyrir nokkrum mánuðum síðan éins konar djöf- ull í mannsmynd. Það gæti valdið kröftugum andmælum frá fulltrúa hans hér í bænum að prenta þó ekki væri nema örlítið brot af öllum þeim kjarn- yrðum. sem blað kommúnista hefir valið honum fyrr og síð- ar. Stefnu hans hefir enginn lýst með eitraðri orðum en „Þjóðviljinn11. íslenzk tunga átti engin nógu sterk orð til þess að lýsa skaðræði hennar. Ekkert „Þjóðvilja“-blað var prentað, svo eigi væri varað við nazismanum og hatrið við þá stefnu og alla, sem henni fylgdu virtist vera. æðsta boðorð kom- múnistanna. Gekk þetta svo langt, að þeir Þjóðviljamenn réðust út í skip og á ræðismanns- bústaði til þess að skera niður fána nazista, sem þeir kölluðu blóðfánann og öðrum líkum nöfnum. Nú er þetta allt orðið um- breytt. Stalin samdi við Hítler og þessir einvaldar urðu nú elsku- legir vinir og senda hver öðr- um heitar afmælisóskir í stað bölbæna áður. Á samri stundu breyttist nazisminn í augum þeirra, er rita „Þjóðviljann", úr ranglæti í réttlæti. Eins og æfinlega skipt- ir „Þjóðviljinn11 um skoðun. — þegar Stalin skiptir um skoðun. Það þarf ekki að leita að sönnunum fyrir þessu annars- staðar en 4 ,.Þjóðviljanum“ sjálf um. Engir, nema þeir, sem lesa blað þetta umhugsunarlaust, geta komizt hjá að sjá þetta. ,.Þjóðviljinn“ er alveg hættur að vara menn við nazismanum, hann minnist ekki lengur á naz- ismann. Það orð er horfið úr dálkum blaðsins, eins og það sé ekki lengur til. Nazismahættan — sem að vísu er ógurlegri en nokkru sinni fyrr, hvarf úr kommúnistablaðinu, skömmu eftir vináttusamninga Hitlers og Stalins. Hvað er komið í staðinn? Vinsamleg einkaskeyti 1 garð hinna gömlu fjandmanna blaðs- ins, sem eru þannig, að þau gætu alveg eins verið frá Ber- lín eins og frá Moskva. Enn- fremur taumlaus áróður gegn Frökkum og Bretum. Einkum þó Bretum. Þetta fyrra mun mörg- um þykja meira en skrítið, sem tóku baráttu kommúnista gegn nazismanum alvarlega fyrir nokkrum mánuðum síðan. Og hið síðarneínda gæti verið ráð- gáta, þeim, sem muna eftir að Einar Olgeirsson krafðist þess á Alþingi fyrir tæpu ári síðan, að íslenzka ríkisstjórnin bæðist verndar Breta, gegn væntanleg- um yfirgangi nazista. Fjand- skapur komníúnistablaðsins nú í garð Breta er áiíka eitraður og fjandskapur þess áður í garð nazista og þá hefir hvorugur þessara aðilja breyzt frá því, sem var fyrir nokkrum mán- uðum síðan. Báðir halda sömu stefnu og þeir höfðu þá. Hafi nazisminn verið skaðlegur fyrir nokkrum mánuðum síðan, sem sá, er þetta ritar, efast ekkert um, þá er hann það ennþá. Og Bretar eru eins og þeir eru van- ir að vera. Hvað veldur þessum kúvend- ingum „Þjóðviljans“? Hvað hef- ir breytt afstöðu blaðsins til naz ismans? Eru það fjárhagsástæð- ur blaðsins? Eru ritstjórarnir keyptir til að hafa komúnism- ann í gær og nazismann í dag eða eru þeir blindir ofsatrúar- menn, sem alltaf fylgja Stalin, hvort sem hann berst fyrir naz- ismanum eða á móti honum? Og ætlast þessir menn í alvöru til að alþýða manna á íslandi sé svo gersneydd allri skynsemi og gagnrýni, að hún fyigi þeim í þessari endalausu vitleysu? Ef síðari tilgátan skyldi vera réttari, hver kostar þá útgáfu „Þjóðviljans“? Hvorki fæst út- gáfukostnaður hans með tekjum af auglýsingum né heldur með áskriftargjaldi. Reykjavfk á að sklpta f fférar kirkjuséknir. ----».—- % Frv. um gagngerða breytingu á skipun kirkjumálefna hér komið fram á alþingi "P RUMVARP hefir verið -*■ lagt fram á alþingi, — sem stefnir að því, að Rykjavík verði skipt í 4 kirkjusóknir og að ýmsu öðru íeyti verði gerð nýskip- im á kirkjumálum hér í horg- inni. Hefir þetta frumvarp verið undirbúið og samið af ýmsum kirkjunnar mönnum, er það er flutt af mennta- málanefnd neðri deildar að tilhlutan kirkjumálaráð- herra. Aðalefni frumvarpsins er á þessa leið: Dömkirkjan í Reykjavík skal afhent dómkirkjusöfnuðinum tíl eignar, umráða og afnota með þessum skilyrðum: Ríkið greiði 300 — þrjú hundruð — þúsund krónur til nýrra kirkjubygginga, með 10 þúsund knónum á ári i 30 ár. Ríkið skal hafa eftir sem áður aðgang að dómkirkjunni án sérstaks gjalds. — Fari fyrsta greiðsla fram árið 1945 og síðan árlega. Eftir afhendingu dómkirkjunn- ar í hendur safnaðarins skal skipta söfnuðinum i 4 sióknir. Kirkjustjórnin ákveður takmörk sókna eftir tillögum prestakalla- skipunamefndar og kirkjuráðs. Kifkjubyggingar í hinum nýju soknum annast og kostar söfnuð- ur hverrar sóknar. Hver sókn fær auR kirkjugjalds frá ársbyrjun þess árs, er greiðslur hefjast, hluta af fé þvi, er ríkið leggur til kirkjubygginga. Greiðist féð í hinn almenna kirkjusjóð og skipt- ist jafnt milli nýju sóknanna, eft- ir að 100 000 kr. hafa verið lagð- ar íil fyrirhugaðrar kirkju á Skólavörðuhæð. Hinar 4 sóknir skulu vera 4 prestaköll, og skulu vera í þeim svo margir prestar, að 1 prestur sé fyrir hverja 5000 sóknarmenn. En ef fólkinu fjölgar, skal prest- um fjölga i hlutfalli við fólks- fjölda, þannig, að á hvem prest komi sem næst fimm þúsund manns. TTfl ir á þessa leið í greinargerð frum- varpsins: Ef dómkirkjusókn næði yfir Vík ina, Þingholt, Arnarhól, Laufás, Ásgarð og Sólvelli, væru þar nú búsettir um 111/2 þús. þjóðkirkj- umenn, og væru því hæfileg 2 prestaköll, er bæði ættu sókn að dómkirkjunni. Ef kirkja yrði byggð á Skóla- vörðuhæð, væri Skuggakverfi, Austurhlíð, Túnga, Suðurhlíð hæfi leg 2 prestaköll með um 9 þús. þjóðkirkjumenn, nú búsetta á þessu svæði, og ættu bæði sókn að kirkju á Skólavörðuhæð. Þá yrði Vesturbærinn nýtt prestakall út af fyrir sig og heita mætti Nesprestakall. Næði það yfir Ægissíðu, Bræðraborg, Sel- land, Eiði, Kaplaskjól, Seltjairn- arnes, Grimsstaðaholt, Skildinga- nes, Bráðræðisholt og Melana, með nálægt 6000 manns. Öskjuhlíð, Fossvogur, Sogin, Kringlumýri, Ártún, Breiðholt, Laugarnar, Sundin og Rauðár- holt, með nál. 3500—4000 manns, yrÖu eitt prestakall með kirkju í Laugarneshverfi. Þess skal getið, að nöfn á bæjarhverfum eru frá Hagstofu íslands, ei:ns og manntal hvers hverfis er þaðan fengið. Skipting þessi miðast vfö reynslu í erlendum stórborgum, þar sem 3000—4500 manms koma víðast til jafnaðar á prest. í samræmi við það, sem hér á undan er sagt, virðist eðiilegí að kirkjur yrðu í framtíðinni reisíar á þessum stöðum: Stór kirkja á Skólavörðuhæð, rninni kirkja í Vesturbænum fyr- ir Nesprestakall og kirkja í Laug- arneshverfi. En fyrst ;um sinn, þangað til kirkjubyggingar þessar komast i framkvæmd, eins og að ofan er til ætlazt, er gert ráð fyrir, að 2 prestaköllin eigi sökn að dómkirkjunni, en stór kirkja á Skólavörðuhæð verði reist hið fyrsta, og gangi hún fy,rir öllu. Þangað til kirkja yrði reist fyrir Nesprestakall yrðu guðsþjónustarnar fyrir vesturbæ- inn haldnar í kapellu háskólans 1—2 á hverjum helgidegi, eða fjölga í því skyni guðsþjónustum í dömkirkjunni. Laugameskirkja er ætlazt til, að reist verði hið fyrsta, að kleift þykir og ástand leyfir. Fiumvarpib ásamt greinargerð er samið af prestakallaskipunar- nefnd, er skipuð var af kirkju- málaráðherra í júlímánuði 1939, þeim Sigurgeír Sigurðssyni bisk- up og Friðriki J. Rafnar vígslu- biskup. Fylgir því bréf frá þeim og segir þar m. a.: „Við undinitaðár, sem höfum verið skipaðir af kirkjumálaráð- herra í nefnd til þess, ásamt próföstum landsins, að endur- skoða og gera tillögur um skip- un sökna og prestakalla í íand- inu, leyfum okkur hér með að rita hæstvirtum kirkjumálaráð- herra um tíllögur okkar viÖvíkj- andi skipun þessara mála í stærsta söfnuði landsins, Reykja- vík. Eins og kunnugt er, hefir mik- ið og margt verið rætt um fjölg- Un presta í Reykjavík á undan- förnum árum, og það ekki að ástæðulausu. Dómkirkjusöfnuður- inn telur nú orðið rúm 30000 manns, og eru hér starfandi 3 prestar sem stendurl Að vísu er heimild fyrir 4. prestinum (auka- presti), og er að sjálfsögðu ætlun in, að það embættí verði skip- Mð í náinni framtið. Séra Sigur- jón Árnason frá Vestmannaeyjum sem gegnt hefir þessu embætti, hefir nú sagt því lausu fyrir skömmu, og hefir sóknarnefnd dómkirkjusafnaðarins þegar gert tillögur um að kalla mann í hans stað, eins og hinu háa ráðuneyti er kunnugí um. Dömkirkjan var á sinum tíma byggð með það fyrir augum, að hún gætí rúmað 900 manns. Nú munu vera, eins og áður er sagt, rúm 30000 manns sem eiga sókn til þessarar kirkju og þarf því ekki orðlengja um kirkjuþörfina. Þess munu dæmi erelndis, að í álika stórum bæj- um og Reykjavík séu 10—12 kírkj ur, og sumar þeirra allstórar. Viða þykir horfa til vandræða ef einn prestur hefir um 5000 manns eða meira að þjóna í bæj- um og borgum. Og sumstaöar, Frt. é 4. Reykjavíkurbær skal leggja ó- keypis lóð undir fyrirhugaðar kirkjur í hinum nýju sóknlum, einnig undir prestsseturshús. Auk lögmætra launa skal greiða prestunum 1200 kr. hverj- ,um á ári í húsaleigustyrk, þar til prestsseturshús verða reist. Um skiptingu sóknanna s®g- AOal li'uiir: ip Alþýðuhúss Reykjavíkur h. f. verður haldinn í Alþýðuhúsinu, föstudaginn 29. marz n.k. klukkan 8,30 síðdegis. Verkefni fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf. Hluthafar, sem hafa rétt til að sitja aðalfund, vitji aðgöngumiða að fundinum í afgreiðslu Alþýðublaðsins, Alþýðuhúsinu, kl. 5—7 síðdegis síðustu 7 virku dagana fyrir fundinn. Á sama stað og tíma liggja þar frammi reikningar félagsins, til athugunar fyrir hluthafa. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.