Alþýðublaðið - 18.03.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.03.1940, Blaðsíða 2
ALÞffiUSUÐIð MANUDAGUR 1S. MARZ 1940. Hefirðu vega- TINDÁTINN STAÐFASTI. 22) í sama bili kom stór rotta undan bréf? spurði rottan. 23) En dátinn steinþagði og kreppti hendi utan um byssuna. Báturinn rann fram hjá og rott- an hljóp á eftir. 24) En straumurinn varð hrað- ari og loks opnaðist stórt vatns- fall. 25) Báturinn snérist í hring og fyllist. Dátinn stóð í vatni upp í háls. 26) Nú flóði vatnið yfir höfuð dátans. Þá hugsaði hann ekki um annað en dansmeyna. 27) Nú rifnaði bréfskipið og dát- inn féll í djúpið. fslenzkir stidentar i K,- klfn Détmæia stjrkreit- ingnfl Henntamálarððs. Alpýðublaðinu hefir borist eft- irfarandi fundarsamþykkt frá Fé- lagi ísienzkra stúdenta í Kaup- mannahöf n: v Fundur í Félagi íslenzkra stúd- íenta í Kaupmannahöfn, 27. febr. 1940, lýsir yfiT þeirri skoðun sinni að andlegu lífi og málfrelsi á Islandi sé stefnt í háska, ef póli- tiskrar hlutdrægni gætir í styrk- veitingum til skálda og lista- manna, og telur óviðeigandi það fyrirkomulag, sem nú er á út- hlutun þessara styrkja. Samþykkt me'ð 33 samhljóða atkvæðum. Guðm. Arnlaugsson formaður. Magnús Kjartansson ritari. Fundur verður haldinn í Stúdeníafélagi Reykjavikur í kvöld, 18. marz, í Kaupþingssalnum kl. 8V2 e. h. Verður það fyrri fundurinn af tveimur, sem í ráði er að halda til umræðu um afstöðu Islands til umheimsins. Á þessum fundi er umræðuefnið: fsland og Am- eríka. Framsögumenn eru tveir. Thor Thors alþingismaður talar um afstöðu Islands almennt til Ameríku, um samvinnu íslend- inga austan hafs og vestan, en einkum þó um rökin fyrir nauð- syn á auknum viðskiptum við Ameríku og þýðingu þeirra fyrir fjárhagslegt og pólitískt sjálf- stæði íslands. Ragnar ólafsson lögfræðingur ræðir um menning- arlega samvinnu Islands og Vest- urheims, námsmannaskipti 0. fl. Síðari fundurinn verÖur haldinn um næstu mánaðamót. Umræðu- efnið á þeim fundi er: fsland og Norðurálfa. Stefán Jóh. Stefáns- son félagsmálaráðherra hefir fram sögu um afstöðu íslands til Norð- urlandanma, en Sigurður Einars- son dósent talar um afstöðustór- veldanna til smáþjóðanna og þá miklu breytingu, sem orðin er á réttarstöðu smáþjóðanna á síð- astliðnum 2—3 árum. Mun Sig- urður Einarssom i erindi sí-nu sér- staklega taka tii meðferðar að- síöÖu Islands í þessum efnum. Leyndardómrar Mo81v^rx> i« gðmln hallarinnar — Við verðum að vekja Babtiste, sagði Saint-Luce. Vinda fallhurðarinnar er í herbergi hans, Við fórum niður og drápum á dyrnar. Það leið stundarkorn, áður en hann lauk upp. Hann virtist mjög óttasleginn. Hann hafði ekki snert vinduna þessa nótt. Fallhurðin var alveg niðri, það var auðséð á vindunni. Og hann hafði ekkert heyrt. — Þá er Carlovitch hér í húsinu, sagði Saint-Luce. Við kveiktum nú fleiri ljós og fórum að leita. Við leituðum lengi og vandlega, hátt og lágt. Dyrnar að hinum auðu álmum hallarinnar voru harðlæstar. Mig grunaði, að Carlovitch hefði flúið þangað og að kona hans hefði lokað á eftir honum, en ég þorði ekki að hafa orð á því. í þess stað fórum við og aðgættum fallhurðina. Hún var ekki alveg niðri. Ég kallaði á hina og við komumst að raun um, að hægt var að skríða undir hana. — Þetta er einkennilegt, sagði Saint-Luce. Venjulega fellur hurðin alveg niður. Við sáum, hver orsökin var. Það hafði verið settur steinn undir hana. — Flóttinn hefir verið undirbúinn, sagði ég. En hefir hann komizt út um innra hliðið? — Já, það er engin læsing fyrir hliðinu. Það er enginn vandi að opna það að innan, sagði Saint-Luce. Áður en vð skriðum undir fallhurðina leit Saint-Luce á Skattur á hópferðaleyfis Leið til að afla fjár til mest aðkallandi brúarbygginga. Eftir BJSrn Blonilal Jénsson T TÍMANUM s.l. laugardag er sagt frá frumvarpi um brúarsjóð, sem flutt var í efri deild. Efni frv. var, að lagður skyldi einn eyrir á hvern ben- zínlítra, sem til landsins flytt- ist, auk þess skatt, sem nú er á benzíni, og skyldi með tekjum þessum stofna sjóð, /er varið yrði til þess að byggja stór- brýr. Frv. þetta var felt með jöfnum atkvæðum. Þó íurðulegt megi .teljast, hafa bifreiðaeigendur staðið mjög á móti því, að benzín væri skattlagt, þó að vitað sé, að eng- ir græða meira á bættum veg- um og brúm yfir stórar og smá- ar ár, en þeir. Því betri, sem vegirnir eru, og því sjaldnar, sem bifreið þarf að fara yfir ó- brúaða á, því minna slit og eyðsla yfirleitt á akstrinum, en allt það, sem sparast á þennan hátt, kemur eiganda farartækis- ins til ágóða, og ferðamannin- um til þæginda. En furðulegast er, að heilir þingflokkar skuli fylgja þessum þröngsýnu mönnum að málum í þessum efnum, þar sem þeim ætti þó að vera það ljóst, að með því eru þeir að leggja hömlur á bættar samgöngur og þá einnig hömlur á aukin þægindi fyrir þá, sem ferðast þurfa um land- ið. Jafnhliða þessu eru svo þess- ir sömu menn að stofna til auk- innar gjaldeyriseyðslu, því allt það, sem notað er til bifreiða, kostar útlendan gjaldeyri, að undanskyldum vinnulaunum þeim er fara til viðgerðarmanna. Tökum til dæmis brúna á Jökulsá á Fjöllum, sem bráð- nauðsynlegt er, að komizt á sem allra fyrst, vegna þess að með henni styttist leiðin til Austurlands um ca. 10 km. — Þessi stytting vegarins, reiknað með þeirri umferð og því benz- ínverði, sem var í fyrra, mundi spara um 12 þús. krónur á ári, en vitanlega væri þessi sparnað- ur þeim mun meiri nú, sem ben- zín og annað til bifreiða er dýr- ara nú, en það var í fyrra. En mál þetta er svo þýðing- armikið fyrir vegakerfi og sam- göngur landsins, að ég tel ekki rétt, að umræður um það falli niður, og vil ég því skýra frá til- lögu, sem ég gerði í sambandi við rannsókn mína á gistihús- um síðastliðið sumar, en þar lagði ég til, að tekinn yrði upp tekjustofn, sem varið yrði til þess að bæta ástandið, sem nú er á ýmsum hótelum og greiða- sölustöðum landsins. Tillaga þessi mun ekki hafa fundið náð fyrir augum skipulagsnefndar fólksflutninga, sem fékk hana til umsagnar, enda hafa sérleyf- ishafar þar.tögl og hagldir, svo ekki var við öðru að búazt, en tillagan fengi þar mótspyrnu, ekki síður en benzínskattur. — Geri ég ráð fyrir því, að sú til- laga sé úr sögunni í bili í því sambandi. Tillaga mín var í stuttu máli sú, að lagður yrði skattur á hópferðaleyfi, jafnhár þeim, sem nú er greiddur af sérleyfis- ferðum og gengur til Ferðaskrif- stofu ríkisins. Meiri hlutinn af því fólki, sem ferðast með sérleyfisbílun- um, er fólk, sem er í atvinnu- leit til ýmsra staða á landinu og frá þeim aftur, svo og bænd- ur og aðrir, sem þurfa að ferð- ast vegna ýmsra erinda. En minnsti hlutinn er skemmti- ferðafólk, og er þessi skattur því mest megnis tekinn af þeim, er ferðast vegna nauðsynja. En þeir,' sem ferðast sér til skemmtunar greiða engan skatt. Ég fæ ekki skilið, hvers vegna þeir, sem hafa efni og ástæður til að ferðast sér til skemmtunar, eiga að sleppa við þann skatt, sem allslausir at- vinnuleysingjar verða að borga. Innheimtunni er hægt að haga á þann hátt, að selja hóp- ferðaleyfi því verði, sem svarar til þeirrar vegalengdar, er sér- leyfisbílar fara á hverjum tíma. Dæmi: Hópferðaleyfi er veitt frá Reykjavík fyrir Hval- fjörð til Akureyrar, fargjald er kr. 30,00 pr. sæti, 5 aurar af krónu, kr. 1,50, 20 sæti = kr. 30,00. Þessi uphæð yrði þá greidd um leið og hópferðarleyfi væri afhent. r’ Með lögum nr. 36, 6. ágúst 1936 er gert ráð fyrir, að ekki þurfi hópferðarleyfi til Geysis, Gullfoss og Reykjanessvita. Þá er í sömu lögum ákvæði um, að vörubifreiðar þurfi ekki hóp- ferðarleyfi til þess að flytja fólk, og ekki heldur 7 manna og 5 manna bifreiðar. Til þess að ná til þess fólks, er ferðast á þessa staði og víðar, þarf að gera þær breytingar á umræddum lögum, að hópferðaleyfi. Sé þetta gert, tel ég víst, að sú upphæð. sem inn kæmi með þessu móti, yrði engu minni en Ferðaskrifstofugjaldið allt er nú — en það er kr. 30 þús. kr. s.l. ,Jafnvel þótt ferðalög kynnu að minnka eitthvað á næstu árum, þá mundi þessi tekjustofn, ef upp væri tekinn, gera unnt að brúa þær ár, sem nú eru mest aðkallandi að brú og bæta þar með samgöngur landsins til gagns fyrir þá, sem njóta eiga, og til sparnaðar fyrir þjóðar- heildina. Björn Bl. Jónsson. 5. hljómleikar Téu- listarlélagsiDS. Sem meðlimur Tónlistarfélags- ins og að því leyti ábyrgur fyrir starfsemi þess, gekk ég lítið eitt andúð snortinn á hljómleika þessa, er helgaðir voru minningu Sigfúsar Einarssonar og höfÖu að bjóöa aðeins þrjú smálög eftir hinn heiðraða. Má vera, að ég sé gefnari fyrir að vera í and- stöðu en félagar minir í Tón- listarfélaginu almennt eru; en eina huggun á ég: að í andstöðu við sjálfan mig er mér ekki gjarnt að komast, eins og t. d. manninum, er, að þvi er mig minnir, fyrir eitthvað um það bil einu ári síðan skrifaði um Hljómsveit Reykjavíkur, að þá væri svo komið að hún hefði sópað af sér öllum innlendum kunnáttumönnum, en eftir sætu aðeins erlendir kunnáttumenn og innlendir viðvaningar. Bíðið þið nú aöeins við! Einu ári síðar, sem sagt á 5. hljómleikum Tón- lislaríélagsins á þesisu starfsári skrifar sami maður, að Hljóm- sveit Reykjavíkur sé að mestu skipuð innlendum kunnáttumönn- um, og heíir þó ekkert gerzt ann- að innan retuliðs Hljómsveitar- innar en að eiinn útlendingur hef- ir farið og einn innlendur komið i staðinn. — Já, svo voru það tón- leikarnir. Fyrst voru 3 sönglög eftir Sigfús Einarsson og 1 eftir Karl Runólfsson, sungin af Kát- um félögum undir góðri stjórn Halls Þorleifssonar. Kórinn hefir prýðilegum, ungum og friskum röddum á að skipa, 0g hefði vel mátt reyna meira á þá eiginleika þessa kórs en lög þau kröfðust, er hér voru flutt. Síðan kom jsyfta í 4 köflum fyrir hljómsveit, eftir Árna Björnsson, ásamt söng- laginu: Nú sigla svörtu skipin, eftir Karl O. Runólfsson, flutt af Kátum félögum með aðstoð Hljómsveitarinnar, og stjórnaði Haílur Þorleifsson sönglaginu. Að lokum var svíta fyrir hljóm- sveit: „Á krossgötum", eftir Karl O. Runólfsson, einniig í 4 köflum. Frammistaða þessara tveggja ungu höfunda fininst mér í ifyllsta máta að hafi verið brautryðjand- anum, er tónleikar þessir voru helgaðir, til heiðurs og sóma. Þeir Karl og Árni sönnuðu okkur með vel á veg kominni kunnáttu sinni, að það er vel hægt að læra hlutina hér heima á íslandi, ef vilji og hæfileikar eru fyrir hendi. — Victor von Urbantsch- itsch stjórnaði hljómsveifinni með alveg óvenjulegri næmni og myndugleik. — Áheyrendur voru hinir ánægðustu. S. E. Markan. Tvíburasysturnar heitir ensk mynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkið leikur EUsabeth Bergner. Páskaeofl og allt í PÁSKABAKSTURINN. Bezt og ódýrast. BREKKA Ásvallagötu 1. Sími 1678. TJARNARBÚÐIN. Sími 357». Sonju. í bjarma ljóskersins, sem hún hélt á, sá ég, hversu föl hún var og aS augu hennar leiftruðu. — Látið hana ekki vera einsamla, sagði ég. Ég reiknaði ekki með Babtiste, sem hríðskalf af ótta. Ég skreið því næst út undir fallhurðina og hvarf út í myrkr- ið. Brátt komst ég að raun um, að litla hliðið var opið. Babtiste mundi greinilega eftir því, að hann hafði lokað hliðinu um kvöldið. Til hvers var að leita lengur? Carlovitch var flúinn. VIII. ÝLFRIN ENN. Þegar við komum heim og ég kom auga á símann. sagði ég að við yrðum að gera lögreglunni strax aðvart. — Nei, sagði Saint-Luce. Hann lét Sonju fara frá okkur. Svo hvíslaði hann að mér: — Það er maðurinn hennar. Ég féll frá fyrirætlun minni, enda þótt ég undraðist göfug- lyndi hans. Ef Carlovitch yrði tekinn fastur, þá var það bezta tækifærið fyrir Saint-Luce að losna við hann. En Saint-Luce leit víst þannig á, að hann hefði gefið hinum flúna manni svo mikla ástæðu til árásarinnar, að hann hefði engan siðferði- legan rétt til þess að kæra hann. Þetta væri einkamál tveggja manna og það væri fremur óviðeigandi að blanda lögreglunni í það mál. En það var alveg óráðin gáta, hvers vegna maðurinn hafði ráðizt á mig. Ég játa það, að ég hafði horft á hana og ef til vill fullmikið. En samt sem áður þóttist ég ekki hafa gefið honum átyllu til þess að reyna að myrða mig. Hann hafði sennilega orðið viti sínu fjær af afbrýði. Sennilega hafði hann komið að konu sinni að óvörum, þeg- ar hún var að koma út úr herbergi Saint-Luces, eins og ég þóttist hafa gert nóttina áður. Svo hafði hann í flýti gripið það vopn, sem næst lá hendi án þess að vita. hvorn okkar Sonja hefði heimsótt. Þegar ég féll hefir hann víst haldið, að ég væri dauður. Og þegar Saint-Luce afvopnaði hann, þá flýði hann. Við fórum öll inn í bókasafnið og fengum okkur þar sæti. Enginn sagði neitt. Við skulfum. Babtiste lagði í ofninn og fór því næst að hátta. Meðan við sátum þarna við arininn fór allt í einu hrollur um mig. Ég heyrði ýlfrin aftur. Þau voru hærri en áður. Saint-Luce varð víst þess var, að ég hafði heyrt eitthvað, því að hann deplaði til mín augun- um og átti það að þýða það, að ég ætti ekki að segja neitt vegna Sonju. Hún var svo taugaóstyrk, að ég vildi ekki hrella hana meira. Þannig sátum við þar til birta tók. Alltaf heyrð- ust ýlfrin, ef til vill tíu sinnum á klukkutíma. Og í hvert skipti fór hrollur um mig. Ég varð þess var, að Sonja hafði ekki heyrt neitt. Babtiste færði okkur heitt að drekka, og loks gátum við byrjað að tala saman. Það var Saint-Luce, sem rauf þögnina: — Hann þorir ekki að koma aftur. — Heldurðu það? spurði ég. — Hann er svo huglaus. Hann þorir ekki að ganga beint framan að. Á nóttunni skal höllin vera harðleast.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.