Alþýðublaðið - 18.03.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.03.1940, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 18. MARZ 1946. ALÞYfftUBLAJÍIÐ RTTSTJÓKt: F, R. VALOSMARSSON í í Baráttai n ifi 1 íjarveru taaoe: STBFÁN PÉTURSSON. AFGREEÐSLA: ALÞÝÐUHÖSIND (Inngangur trá Hveríkgötu). SlMAR: 4900: AfgreiSsIa, auglýjlníar. 4901: Ritstjórn (innl. trétttr). 4902: Ritstjóri. i 4903: V. S. Vilhjálma (heima). 4905: AlþýðúprentamiBjan. 4906: Afgreiösla. 15021 Stefán Péturason (heinaa). A1.ÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦---------------------------* Iftir tvð ár. AÐ er táknrænt fyrir útkom- una á deilum peim, seni geysuðu innan Alþý'ðuflokksins f yrir einu til tveimur árum, málstaði hinna deilandi aðilja og þá reynslu, sem fékkst við þær deilur, að nú hefir Alþýðuflokk- urinn fengið hér í Reykjavík margfalt öflugra og heilsteyptara flokksfélag en hann hefir nokkru sinhi haft áður. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur hefir, eins og formaður þess, Har- al'd-ur Guðmundsson, sagði á árs- hátíð félagsins siðast liðið laug- ardagskvöld, vaxið meira og orð- ið öflugra en hinir bjartsýnustu þorðu að vona, þegar það var stofnað í skyndi eftír að hið gamla fiokksfélag hafði verið af- hent kommúnistum af Héðni Valdimarssyni. Stefán Jóhann Slefánsson forseti Alþýðusam- bandsins tÓk og undir þetta í á- varpi sínu: „Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur hefir orðið sú skjald- borg fyrir alþýðusámtökin, sem því var ætlað að verða. Pað hefir meira en nokkur önnur samtök varið þau gegn spjétaiögum ó- vinanna á hasttulegustu tímum, sem yfir samtökin hafa gengið." Árshátíð Alþýðuflokksfélagsins á laugardagskvöl dið var giæsi- iegasta samkoma, sem flokksfé- lag Aiþýðuflokksins hér hefir nokkru sinni haldið, allt frá 1917, að fyrsta flokksfélagið var stofn- jað hér í bænu-m. Húsið var þétt setið uppi og niðri af verkafólki, ungu og gömlu, og öðru flokks- fólki. Þarna ríkti eining og sam- stilltur áhugi fyrir máiefnum flokksins, sem hvað eftir annað kom áþreifanlega í ijós, og var það sannarlega mikil hvatning fyrir foiystumennina um að halda sínu starfi áfram og sömu stefnu: að nota hvert tælrifæri og hverja aðstöðu, er skapast, til að bæta kjör alþýðufólksins, verja það, sem unnizt hefir, og sækja á. Það er lfka athygtísvert, að svo að segja sama daginn og Alþýðu- flokksfélagið heldur þessa glæsi- legu tveggja ára afmælishátíð sína, birtíst yfirlýsing frá aðai- forvígismanni þess hóps, sem klauf Alþýðuflokkinn fyrir tveim- ur árum, um, að það sé sjáifsagt að viðurkenna, að honum og fé- lögum hans, hinum svo kölluðu samfylkingannönnum, hafi hrap- aliega skjátlast. Það var líka auðséð á þessari árshátíð og hefir verið auðséð á fundum Alþýðuflokksfélagsins undanfarið, að fleiri höfðu séð þetta en Héðinn Valdimarsson, því að bæði á fundum félagsins og ekki síður á þessari árshátíð voru allmargir menn og konur, sem yfirgáfu flokkinn um stund, en eru nú komin aftur í raðinnar. Árshátíðin sýndi hinn vaxandi þrótt Alþýðuflokksins hér í höf- uðstaðnum, en hér beið hann á sínum tima mest afhroð við sundrungina, og það er sérstak- i«g* gl«ðil«efí ®ð veita því ot- ESSA dagana er nýr kapí- tuli að byrja í sögu Eystra- salts. Hve langur þessi kapítuli verður og hverjar breytingar á valdahlutföllunum umhverfis Eystrasalt hann hefir í för með sér er enn of snemmt að mynda sér skoðun um. Fyrst um sinn er óhætt að fullyrða, að veldi Stalins stefnir þangað eins og veldi Péturs mikla fyrir rúmum 200 árum. Þá jókst veldi Rússa við Eystrasalt og stund- um réðu þeir lögum og lofum þangað til rússneski Eystrasalts- flotinn eyðilagðist árið 1905 í Tsushima-sundinu hinum meg- in á hnettinum. Þær ráðagerðir, sem zarveldið hafði á prjónun- um þar á eftir um endurreisn valdsins við Eystrasalt, á þann hátt að koma sér upp nýjum flota og nýjum flotahöfnum í Reval og Helsingfors, voru hindraðar af heimsstyrjöldinni. Viðburðir síðustu daga hafa sýnt, hvernig Sovét-Rússland tekur nú upp Eystrasaltspólitík zartímabilsins. Þegar veldi Péturs mikla óx við Eystrasalt, var þar með lok- ið Eystrasaltsveldi Svía. Jafn- vel þótt Svíar hefðu nokkurt vald við Eystrasalt um tíma þar á eftir, var mjög dregið úr valdi þeirra. Hin langa barátta milli Dana og Svía, sem einnig hafði verið háð út af valdinu yfir Eystrasalti, endaði með ósigri beggja ríkjanna. Upphaflega var það Dan- mörk, sem gerði kröfuna um yf- irráðin yfir Eystrasalti, Domini- um maris Baltici. En það var í raun og veru aðeins á skömm- um tímum, sem yfirráð Dana yf- ir Eystrasalti voru meira en orðin tóm. Stjórnarár Valdimar- anna í Danmörku var eitt af þessum tímabilum, sem lauk með hinni frægu orustu í Eist- landi 1219 þegar Dannebrog „féll af himnum ofan“ og danski konungurinn lagði und- ir sig Eistland og kristnaði þjóð- hygli, að hið innra starf Alþýðu- flokksfélagsins undanfarm tvö ár er nú farið að bera hinin glæsi- legasta árangur. Svo að segja allÍT starfskraftar árshátíðarinnar voru eigin félagar. Það með mörgu öðru sýnir, að það eru eklri aðeins nokkrir forystumenin í flokknum sem starfa, heldur leggur fjöldi féiaga hönd á plóg- inn og vinnur sín störf, hver maður á sínum stað, en þetta er eánmitt höfuðskilyrði fyrir hvaða samtök sem er. Hver félagi verð- ur að inna starf af höndum og skila þvi eins góðu og honum er frekast kostur. Þetta skapar áhuga og kraft, sem hægt er aö beina sameinuðum að stórum og voldugum áformum, þegar á þarf að halda. Alþýðuflokkurinn er vaxandi flokkur. Hann hefir algerlega sigrazt á sundrungkmi frá 1938. Nú stígur hann fram öflugri og heilsteyptari innbyrðis en nokkru sinni áður og gefur fyrirheit um 'nýja sigra í framtíðirmi. Það er líka óhætt að segja, að flokksforystan hefir ekki legið á liði sínu þessi tvö ár og að félag- amir hafa ekki skorazt undan því að leggja frarn starf og fórn- ir, hver eftir sinni getu. Sagan um fórnir félaganna í Alþýðu- flokksfélaginu þessi ár hefir enn ekki verið skráð og er enn ekki kunn nema innan félagsins, en starf þessa fólks og fórnir þess hafa lagt grundvöllinn að þeim sigrum, sem unnir verða í fram- j; fíðtnni, Kort af austanverðu Eystrasalti. ina. En þessi sigur var skamm- góður vermir og árangur hans varaði ekki nema fáein ár. Síð- ari tilraunir Dana til þess að leggja undir sig Eistland, báru ekki betri árangur, og árið 1346 seldu Danir þýzku ridd- arareglunni yfirráðarétt yfir Eistlandi fyrir níu þúsund mörk í silfri. Valdaaðstaða Dana var aldrei byggð á áhrifum á strönd um hinna núverandi Eystra- saltslanda, heldur á yfirráð- um yfir dönskum. sænskum og finnskum strandsvæðum. Sterk- ust var aðstaða Dana, þegar Margrét drottning með Kalmar- sambandinu 1937 náði yfirráð um allra Norðurlandanna í sín- ar hendur. Þá ríkti Margrét drottning yfir ströndum Eystra- salts frá Finnska flóanum, þar sem Kronstadt liggur nú, norð- ur yfir Finnland og Svíþjóð og suður yfir dönsku eyjarnar til Holtsetalands. Þá lenti þetta stóra Eystrasaltsveldi í baráttu við Hansastaðina, hið mikla samhand norður-þýzkra verzl- unarborga. Á ýmsu gekk í bar- áttunni um yfirráðin yfir Eystrasalti, þangað til Svíar í byrjun 16. aldar náðu völdum yfir Eystrasalti, en vald Hansa- staðanna varð minna og minna. Með þrjátíu ára stríðinu breyttist valdaafstaðan við Eystrasalt. Svíþjóð varð stór- veldi og náði yfirráðum yfir Eystrasalti. Þegar friðurinn var saminn í Vestfalen 1648 fengu Svíar Vestur-Pommem, Rúgen, Austur-Pommern, ásamt Stett- in og Wollin, ásamt nokkrum þýzkum héruðum. Áður höfðu Svíar haft yfirráð yfir Finn- landi, Ingermanlandi, Eistlandi og Lettlandi. Þar með réði Sví- þjóð yfir öllum stærstu árósum við Eystrasalt, en þær eru — Wesel, Elba, Oder, Dyna, Nova og Neva. Aðeins Memel og Vistla hjá Danzig voru utan yfirráða- svæðis Svía. Nokkrum árum seinna reyndu Svíar meðan Karl X. Gustav var í stríði við Dani að treysta vald sitt ennþá meira við Eystraland. Þegar friður var saminn við Hróarskeldu 1658, var tekin sú ákvörðun, að loka Eystrasalti fyrir herskipum framandi þjóða. Þessu var snú- ið gegn vaxandi herskipaflota Hollendinga og Englendinga og tilraunum þessara ríkja til þess að ná áhrifum í Eystrasalti. — Karl X. Gustav gerði því næst, þegar stríðið hófst á ný, tilraun til þess að loka hringnum við Eystrasalt með því að taka Danmörku. Það misheppnaðist að miklu leyti vegna þess, að Holland, sem þá átti öflugan flota, kærði sig ekki um að Sví- ar fengju meiri yfirráð yfir Eystrasalti, en þeir þegar höfðu. í rúma hálfa öld ennþá var- aði vald Svía yfir Eystrasalti. Því lauk gersamlega í styrjöld Karls XII. við Pétur mikla. — Þegar Svíar árið 1721 eftir fall hetjukonungsins, sömdu frið við Rússa, urðu þeir að láta þá fá Ingermanland.Eistland Lettland Usel, suðurhluta Kyrjálaness og borgina Viborg. Tveim árum áður höfðu Svíar orðið að láta af hendi við Prússa Pommern og önnur héruð í Norður- Þýzkalandi. Auk þess fengu Danir því til vegar komið, að þeir næðu yfirráðum yfir sund- inu, sem er hlið Eystrasalts. Það er almennt vitað, að eitt af endurreisnarstörfum Péturs mikla var það, að auka vald Rússa á sjónum. Hinn rúss- neski zar nam í þessu skyni skipasmíði í Hollandi. Og hann var svo ákveðinn í því, að tryggja Rússlandi aðgang að Eystrasalti, að hann byrjaði að byggja hina nýju höfuðborg Rússlands, Pétursborg, í Inger- manlandi, sem hann hafði náð frá Svíum, áður en stríðinu var lokið. Eftir sigurinn yfir Svíum varð rússneska strandlengjan, sama svæði og nú er rússneskt, ásamt Eistlandi og hluta af Lettlandi. Á næstu öld þar á eftir fengu Rússar, þegar Pól- landi var skipt, það sem eftir •var af Letlandi og Lithauen og því næst allt Finnland. Það er lærdómsríkt að sjá það þessa dagana, hvernig sag- an endurtekur sig. Þegar Napo- leoii, eftir að hafa lagt undir sig Prússland, gerði einskonar samkomulag og árið 1807 við Alexander I. Rússazar um það, að þessir tveir einvaldsherrar skyldu skipta á milli sín heimsyfirráðunum, voru aukin yfirráð yfir Eystrasalti eitt að- alatriðið á rússneska program- inu. Og fyrsta krafan var sú, að Rússar fengju Finnland. ! Tveim árum seinna höfðu B«rg*rklif í R«r*l (Tailim) frá dcgiua Vald«marauua. Aðalfundnr Alþýðuhúss Reykjavíkur h. f. verður haldinn í Alþýðuhúsinu, föstudaginn 29. marz n.k. klukkan 8,30 síðdegis. Verkefni fundarins: Venjuleg' aðalfundarstörf. Hluthafar, sem hafa rétt til að sitja aðalfurid, vitji aðgöngumiða að fundinum í afgreiðslu Alþýðublaðsins, Alþýðuhúsinu, kl. 5-—7 síðdegis síðustu 7 virku dagana fyrir fundinn. Á sama stað og tíma liggja þar frammi reikningar félagsins, til athugunar fyrir hluthafa. StjórnÍH. *#########F#####################J#######4##############W#tf#4W###^W þeir náð Finnlandi á sitt vald, en vörn Finna var svo hetjuleg að af henni slær ljóma í sögu Norðurlanda, og um þau hefir Runeberg ort hin ódauðlegu ljóð sín, „Fándrik Stáls Ságner.“ — Þar með höfðu Rússar tryggt sér yfirráðin yfir Eystrasalti. En valdaaðstaða Svía og Dana við Eystrasalt, sem hafði verið töluvert mikil, þegar Napoleon- styrjaldirnar hófust versnaði mjög'. Valdi Svíþjóðar hafði mjög verið hnekkt, þegar hún missti Finnland, og vald Dana á sjónum var í molum eftir að Bretar sóttu danska flotann 1807. Hvorugt þessara ríkja gat keppt við Rússa um yfirráðin yfir Eystrasalti og Prússland, sem varð mikið herveldi eftir fall Napoleons gerði sig ekki gildandi á sjónum. Svo veikt var vald Prússa á sjónum, að Danir gátu bæði 1848 og 1864 lokað Norðurþýzku höfnunum. En eftir 1864 breyttist aðstað- an snögglega. Hið nýja þýzka ríki skapaði sér stórkostlega flotahöfn í Kiel, sem árið 1895 var sett í samband við Norður- sjóinn með skipaskurði, þannig, að þýzki flotinn átti nú aðgang að Eystrasalti og Norðursjón- um. Við lok aldarinnar, þegar Þjóðverjar juku flota sinn, var Kielarskurðurinn stækkaður og var tilbúinn til notkunar mán- uði áður en heimsstyrjöldin brautzt út 1914. Níu árum áður hafði eins og áður er sagt, hinn mikli rúss- neski Eystrasaltsfloti eyðilagst þegar hann mætti japanska flotanum í Tsushimasundinu. Þegar heimsstyrjöldin braust út var fjarri því að zarveldið væri búið að endurbyggja Eystrasaltsflota sinn, og hinar nýju herskipahafnir í Reval og Helsingfors, voru heldur ekki tilbúnar. Eystrasaltsfloti Þjóð- verja var í heimsstyrjöldinni að minnsta kosti fimm sinnum stærri en floti Rússa, og verk rússneska flotans var aðallega það, að halda hluta af þýzka flotanum bundnum í norður- hluta Eystrasalts við að halda vörð um innsiglinguna til Kronstadt. Ósigur Rússa og Þjóðverja í heimsstyrjöldinni skapaði enn- þá nýja valdaaðstöðu við Eystrasalt. Eftir árið 1918 sigldi enski flotinn inn í Eystrasalt og það var að miklu leyti í skjóli hinna ensku fall- byssna, að hin nýju ríki Eist- land, Lettland og Lithauen, — héldu velli fyrstu árin. Hvorki þessi litlu ríki né hið stóra Pól- land, varð þó nokkru sinni Eystrasaltsveldi. — Pólverjar höfðu það þó í huga með því að stofna til herskipahafnar í sambandi við Gdnya, en voru ekki komnir langt áleiðis, þegar flotasamningurinn milli Þjóð- verja og Englendinga árið 1935 rauverulega gaf Þjóðverjum yfirráðin yfir Eystrasalti. Þessi flotasamningur var hið fyrsta stjórnmálaþrekvirki nú- verandi utanríkismálaráðherra Þjóðverja, von Ribbentrop. — Samkvæmt þessum samningi máttu Þjóðverjar hafa 35 skip gegn hverjum 100, sem Eng- lendingar hefðu. Allir litu svo á, að raunverulega þýddi þessi samningur það, að Englending- ar létu Þjóðverjum eftir yfir- ráðin yfir Eystrasalti, Nú, fimm árum seinna, kem- ur Rússland aftur í dagsljósið, sem Eystrasaltsveldi. Og þetta skeður í góðu samkomulagi við Þjóðverja, enda þótt þeir á síð- ari árum hafi vafalaust álitið það eitt af verkefnum sínum að tryggja sér áhrif í Eystrasalts- löndunum, til þess að hindra áhrif Rússa þar. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, er rússneski Eystrasalts- flotinn um þessar mundir mikið veikari en þýzki Eystrasalts- flotinn. Rússar eiga sennilega um 50 kafbáta í Eystrasalti, 2 stór nútíma herskip og fáein herskip af meðalstærð. En Rússar hafa á síðustu árum treyst mjög Eystrasaltsflotann. Og þá komum við að þýðingu lofthernaðarins. Rússar eiga að minnsta kosti mjög margar flugvélar, enda þótt menn viti ekki með vissu hve mikils virði þær eru. En nú fær rússneski loftflotinn góðar stöðvar við Eystrasalt. Þess hefir þegar ver- ið getið í sænskum blöðum, að þaðan geti rússneskar flugvélar náð til Svíþjóðar og' jafnframt til þýzkra hafna. Enda þótt Þjóðverjar séu nú sem stendur sterkasta þjóðin við Eystrasalt, þá má gera ráð fyrir því, að bráðlega verði Rússar þeim jafn sterkir, ef ekki sterkari. Svo lengi, sem vinátta Rússa og Þjóðverja helzt, gerir það ekki svo mikið til. Og ef vináttan varir ekki, álíta núverandi ráðamenn í Þýzkalandi, ef til vill, að þeir gætu sigrað Rússa svo algerlega á landi, að lausn- in um yfirráðin yfir Eystrasalti komi af sjálfu sér. Kominn heim Bjarni Bjarnason, læknir. Drengjaföt, matrosföt, jakka- föt, frakkar, skíðaföt. Sparta, Laugavegi 10, sími 3094

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.