Alþýðublaðið - 20.03.1940, Page 2

Alþýðublaðið - 20.03.1940, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 20. marz 1940. ALÞfBUBIASte Ritin „Landkönnun og landnám íslendinga í Vesturheimi44 og „Réttarstaða Grænlands, nýlendu íslands“ brevta kennslubókunum jafnóðum og þau afhjúpa ókunnar sögulegar staðreyndir, íslendingar! Gerist áskrifendur! Ættjarðarvinir! Safnið áskrifendum! Gerið þessi alþýð- legu fróðleiksrit að ÚTBREIDDUSTU BÓKUM LANDSINS! Páska-egg f þusiindatali Ódýr —- skraratiecf — til sael gætís, amgKBa^BBdis og ans, frá 7 aarain sffkkid. Alls konar tiátíðamatur heima eða heiman. Páskavikan er byrjuð. Margir helgidagar. HVAÐ VANTAR í BÚRIÐ? lara Mgja, svo kemur það! íuubIBMi UMRÆÐUEFNI Títuprjónar. Skrifstofnr bæjarins og bæjarstofnananna verða lekadar Eangar.daginn fyrir páska9 allan daginn. Borgarstjórliiii. 1. Þjóðviljinn segir í ritstjórnar- grein sinni í gær: „Hið allra svívirðilegasta form, sem auð- valdið, herrar auðvaldsþjóðfé- lagánna, hafa fundið upp til að viðhalda rangsleitni hins hrynj- andi þjóðskipulags, er nazism- inn.“ Þessi augnabliksillyrði um nazismann geta þó ekki þurrkað út þá staðreynd, að Þjóðviljinn hefir lagt og leggur daglega blessun sína yfir vin- áttusamning og bandalag Stal- ins við riazismánn, þetta „allra, svívirðilegasta form” auðvalds- ins. ’ 2. Það er öllum mönnum, sem Iesa Þjóðviljann, kunnugt, að varla líður svo dagur, að hann ráð- izt ekki á England og Frakk- land, þó að mánuðir séu liðnir síðan hann hefir leyft sér að narta í þýzka nazismann. Hvern ig víkur því við, að þetta kom- únistablað skuli hafa skipt svo skyndilega og gersamlega um afstöðu, ef það er þeirrar skoð- unar, eins og áður, að nazism- inn sé „hið allra svívirðileg- asta form“ auðvaldsins? 3. Annaðhvort er skoðun Þjóð- viljans á nazismanum raunveru- lega þessi, og þá verður hann að viðurkenna, að hans heitt- elskaða sovétstjórn hafi gert vináttusamning og bandalag við „hið allra svívirðilegasta form“ auðvaldsins. Eða hann kastar þessum illyrðum um nazismann Auglýsið í Alþýðublaðinu! í gær fram til þess að breiða yfir einhverja aðra afstöðu til hans. Hvaða afstaða getur það verið? Illyrðin skyldu þó aldrei vera til þess ætluð, að losa Þjóðviljann við þann grun, sem komið hefir fram, að hann lifi af fjárstyrk frá þýzka nazism- anum? x+y. Drengjaföt, matrosföt, jakka- föt, frakkar, skíðaföt. Sparta, Laugavtegi 10, sími 3094. Glæsileg frammistaða lítils leikflokks. Ný leikkona sýnir ótvíræða hæfileika. Hvar finna leikstjórarnir beztu „stjörnur“ sínar? Ósiðsemi á götum. Eiga Reykvíkingar ekki að fá að kjósa presta sína framvegis? Sala á að- göngumiðum að barnasýn- ingum. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. G HEFI ALDREI séð jafn vel leikinn smáleik af við- vaningum og leikinn, sem leik- flokkur Alþýðuflokksfélags Reykja víkur sýndi á árshátíð félagsins á laugardagskvöld. Hvert hlutverk var mjög gott og enginn lék illa, en eins og kunnugt er, er oft hin mesta hörmung að horfa á leiki við vaninga. sem æfðir eru innan fé- laga og oftast hefir það verið mér hin mesta kvöl. ÞESSI LEIKUR var hlægilegur gamanleikur um ástamál, erfiði gamals föður við að koma í veg fyrir að dóttir hans fengi þann — sem hún unni og búskap, fénaðar- höld og mat á andlegum og ver aldlegum verðmætum. Þetta tókst allt að sýna vel og engu skeikaði í meðferðinni. Bezta hlutverkið var það, sem Auróra Halldórsdóttir lék. Hún er tvímælalaust efni í ágætis leikkonu og mun henni fara langbezt að hafa á hendi gleði og gamanhlutverk. Ég man ekki til að ég hafi séð efnilegri byrjanda og hef ég þó séð svo að segja hvert leikrit, sem leikið hefir verið hér í síðastliðin 14 ár. Hygg ég og að Auróra skilaði sér- staklega vel revíuhlutverkum, þar sem hún yrði og að skila gletnis söngvum, en söngrödd hefir hún góða. ÖNNUR HLUTVERK voru líka ágætlega af hendi leyst. Jafnvel fólk, sem svo að segja aldrei áður hefir komið á „senu“ sýndi ágætan leik — eins og til dæmis Þórdís Snjólfsdóttir. Hún var alltaf sjálfri sér samkvæm og oflék aldrei, eins og viðvaningum er þó svo hætt við. Það er alveg eins og maður hefði fyrir sér ráðsetta en tilfinninga- næma og trygglynda ráðskonu á sveitabæ. Önnur hlutverk léku: — Jón Leós, Gunnar Stefánsson, sem ekki er að vísu hægt að segja að séu viðvaningar og verður líka að gera meiri kröfur til þeirra, Helgi Guðmundsson, Steinunn Péturs- dóttir og Hólmfríður Ingjaldsdótt- ir. Mér finnst sérstök ástæða til að geta þessa vegna þess hve frammistaða leikflokksins var góð, en það er svo afar sjaldgæft hjá viðvaningum. — Margir leikstjór- ar hinna stóru leikhúsa hafa og fundið skærustu stjörnur sínar í slíkum leikhópum sem þessum. „EINN AF MÖRGUM“ skrifar DAGSINS. mér um Guðbrand Jónsson og út- varpið. Hefi ég áður skrifað um þetta efni. Höfundur bréfsins seg- ir: „Ég sá í dálki þínum, Hannes minn, fyrir nokkru síðan, klausu um útvapið og dagskrá þess, Ýmsu, sem þar var sagt, er ég ekki sam- mála, en ég man eftir einu atriði þessarar klausu, sem ég vil strika undir með feitu striki. En það er það, sem sagt er þar um Guðbrand Jónsson. Mér er óskiljanlegt, hvernig útvarpið getur verið án Guðbrandar Jónssonar. Hann er af öllum talinn einhver snjallasti fyr- irlesari, sem völ er á hér á landi, margfróður maður, hefir farið víða um lönd, mörgu kynnzt af eigin sjón og raun og kann frá mörgu að segja. Og ekki skemmir það, að hann kann að bera fróðleik sinn svo lystilega á borð bæði í ræðu og riti, að unun er á að hlýða. Ekki hefi ég heldur ennþá heyrt við- kunnanlegri og snjallari útvarps- rödd en rödd Guðbrandar. Má því segja að hann sé að öllu leyti mánna bezt fallinn til þess að tala í útvarp. Hvað veldur því, að slík- ir menn sem hann fá ekki að koma að hljóðnemanum? Mega „háttvirt- ir hlustendur“ engu fá að ráða um það, hverja þeir fái að hlusta á?“ VESTURBÆINGUR skrifar: „í grein um nýju kirkjusóknirnar í Alþbl. 16. þ. mán. stendur eftir- farandi klausa: „Að vísu er heim- ild fyrir 4. prestinum (aukapresti), og er að sjálfsögðu ætlunin, að það embætti verði skipað í náinni framtíð. Séra Sigurjón Árnason frá Vestmannaeyjum, sem gegnt hefir þessu embætti, hefir nú sagt því lausu fyrir skömmu, og hefir sókn- arnefnd dómkirkjusafnaðarins þegar gert tillögur um að kalla mann í hans stað, eins og hinu háa ráðuneyti er kunugt um.“ „MÁ ÉG SPYRJA: Gilda önnur lög fyrir Reykjavík í þessu efni en aðrar sóknir á landi voru, þar sem sóknarmenn kjósa sjálfir þá presta, sem þeir óska að hafi á hendi prestsþjónustu? Hvaða á- kvæði gefa sóknarnefndinni vald til að skipa þessa 2 presta, án þess að leita um það samþykkis sókn- armanna, og án þess að auglýsa þessi störf til umsóknar? Ef ég hefi rétt tii að kjósa mér prest, þá vil ég ekki láta taka þann rétt af mér. En ef búið er að svifta mig þessum rétti, þá vil ég fá að vita það, og hvenær það hafi verið gert.“ S. SEGIR í bréfi til mín: „Það er tvennt, sem mér leikur hugur á að koma að í umbótaskrifum þín- um. í fyrsta lagi eru það götuhræk- ingarnar. Slík brögð eru að þessum sóðaskap, að það er með öllu ósam- boðið því siðferðisstigi, sem íbúar Reykjavíkur að öðru leyti eru á. En á meðan t. d. kennarar, lög- regluþjónar og' strætisvagnabíl- stjórar hrækja út úr sér hvar sem er, er tæpast von á að almenningi finnist nokkuS athugavert við þetta. í vetur stiklaði ég í bleytu upp í strætisvagn, sem stóð fyrir frarnan Stjórnarráðið. Þarna var gatan ötuð skyrpum og notuðum strætisvagnamiðum. Ungur og að öðru leyti geðfelldur strætisvagn- stjóri hrækti út úr sér fyrir framan mig og aðra farþega, sem vorum að stíga upp í vagninn. Lögregluþjóna og kennara hefi ég þráfaldlega séð gera það sama. Það verður að brýna fyrir fólki mikið meira en gert er, að nota götuniðurrennslin til að hrækja í og í öllum opinber- um stofnunum ætti að festa upp aðvörunarspjöld þessu viðvíkjandi og hafa hrákabakka til notkunar." MÉR VÆRI ILLA VIÐ auglýs ingar um þetta á opinberum stöð- um, því að það verkar eins og hnefahögg í andlitið. En vitanlega verður að kenna fólki siðsemi í þessu sem öðru. Annars veit ég varla hvernig strætisvagnabílstjór- ar eiga að fara að. Vinnutími þeirra er svo hnitmiðaður, að engir starfs- menn munu verða að vera svo bundnir eins og þeir. „HITT ATRIÐIÐ er. sunnudags- aðgöngumiðasalan fyrir barnasýn- ingar í Nýja Bíó,“ segir S. enn fremur. „Mér er ekki persónulega kunnugt um það, hvort ástandið er eins í Gamla Bíó við þessi tæki- færi, en er sagt að svo sé ekki, það sé meira pláss þar og myndist því ekki eins mikill troðningur og í Nýja Bó. En þar er það svoleiðis í þau fáu skipti, sem ég hefi keypt þar aðgöngumiða á barnasýningar, að ég hefi beinlínis lent í stymp- ingum til þess að hafa mig út úr þvögunni. Börn, sem send eru ein, verða oft illa úti, því þar gildir eingöngu hnefarétturinn, hvort nokkuð hefst upp úr förinni eða ekki. Lögreglan þarf að hafa strangt eftirlit með þessari sölu á sunnudögum, og í þeim tíma, sem aðgöngumiðasala á barnasýningu fer fram, ætti engin sala að vera á aðgöngumiðum á seinni kvöld- sýningar, en sú sala eykur þrengsl- in að mun.“ NÝJA BÍÓ hafði að minnsta kosti um tíma aðgöngumiðasölu að barnasýningum fyrir hádegi á sunnudögum. Ef rétt er frá skýrt í þessu bréfi, þá virðist nauðsynlegt að taka upp einhverja nýja aðferð. Hannes á horninu. og allt í PÁSKABAKSTURINN. Bezt og ódýrast. BREMEA Ásvallagötu 1. Sími 16ft. TJARNARBÚÐIN. Sími MM. Leyndardómur WoiS1 v-'^ n gðmln hallarlnnar — Og þú ætlar að vera hérna? spurði ég óttasleginn. Hvers vegna flyturðu ekki til Parísar? — Þar væri Sonja í mikið meiri hættu en hér. Við förum ekki fyrr en eftir nokkra daga, þegar bræði Carlovitch hefir sjatnað og hann er farinn að óttast lögregluna, — Jæja, ég skal vera hér svo lengi sem þú vilt, sagði ég. — Það er ágætt, sagði hann, Hann hafði víst búizt við því og fanst ástæðulaust að þakka það. En örlögin höguðu því nú öðruvísi. Ég hafði sagt frá því í París, hvert ég færi, og þegar leið á daginn var hringt til mín. Bíll hafði ekið yfir systur mína, og það var ekki víst að hún liföi það af. Ég átti ekki nema eina systur. Foreldrar okkar dóu, þegar við vorum börn. og hún var eini náni ættinginn, sem ég átti. Ég varð því að fara strax. Þegar ég kom að hliðinu. sagði ég við Babtiste: — Hafið þér aldrei orðið var við neitt einkennilegt? — Nei. — Hvernig er nábúi yðar. Antoine? — Það er ágætur náungi. Það er ekkert við hann að athuga annað en það, að hann er ágjarn. Að vísu er hann orðinn ein- kennílega ástfanginn í ellinni. Hann glápir á eftir frú Carlo- vitch," IX. GLÆPUR. Allt kvöldið sat ég við sóttarsæng systur minnar og ég gat ekki farið frá henni tvo fyrstu dagana. En þriðja daginn var hún betri. Það var þann 20. október. Þá tók ég blað og las það. Þér finnið það í bunkanum, og þér munið geta skilið það, að ég varð hrærður. Allou fann blaðið og sá stóra fyrirsögn. „Hið leyndardómsfulla hvarf Carlovitch verkfræðings. Nafnlaust bréf kemur upp um glæp. Lögreglan rannsakar Saint-Luce-höllina.“ — Hafði ekkert verið skrifað um þetta mál fyrr? spurði Allou. — Nei, ég hefi ekkert getað fundið. Allou leitaði í blöðunum næstu daga á undan, en þar var ekkert. Allou las hálf hátt: „Að kvöldi þess 18. október kom einkennilegt bréf til lög- reglunnar í Versölum. Það stóð ekkert nafn undir því, og höf- undur þess virðist leggja mikla áherzlu á að hann þekkist ekki. Eftir öllu að dæma er bréfið skrifað með vinstri hendi. Hvers vegna vill hann ekki láta vita, hver hann er? Óttast hann hefnd? Eða er þetta bara spaug? Það er erfitt að svara því, Það er að minnsta kosti mjög alvarleg ákæra. Það er hvorki meira né minna en morð, sem um er að ræða, Þannig hljóðaði bréfið: „Carlovitch verkfræðingur hefir búið í Saint-Luce-höllinni. Nóttina milli 16. og 17. október hvarf hann á leyndardóms- fullan hátt. Líkið hefir ekki getað verið flutt burt frá höllinni. Leitið í höllinni. Þar munuð þið vafalaust finna það, en það er vel falið.“ Lögreglan ákvað að gera húsrannsókn um morguninn, og einn af blaðamönum okkar kom til hallarinnar rétt á eftir þeim. Okkur var neitað um aðgang að höllinni og notuðum því tímann til þess að rannsaka umhverfi hallarinnar og heimsækja geitsmala einn, sem býr þar rétt hjá. Gamli mað- urinn var allt annað en málreifur, en samt sagði hann okkur ýmislegt um eiganda hallarinnar. Það er Saint-Luce greifi, maður um fertugt. Hann býr sjaldan í höllinni, en er oftast á villidýraveiðum. í Asíu og Afríku. Hann kom heim úr síðustu för sinni fyrir tveim mánuðum. Fyrir 8 dögum komu leyndardómsfull hjón í heimsókn til hans; það var Carlovitch verkfræðingur og frú hans. Frúin, Sonja, býr ennþá í höllinni, en maður hennar hvarf á leynd- ardómsfullan hátt aðfaranótt 17. október. Tveim dögum áður hafði komið óþekktur maður til hall- arinnar. Geitsmalinn hafði aldrei séð hann áður. Hann hafði dvalizt þar í tvær nætur. Hann fór um tíu klukkutímum eftir að Carlovitch hvarf.“ — Það var ég, greip Pierre Herry fram í. ,,Á bak við hús geitsmalans var langur stigi. Við tókum stigann og reistum hann upp við múrinn og komumst á þann hátt inn í garðinn, sem 'minnti einna helzt á þéttan skóg. Okkur heppnaðist að finna dyrnar að höllinni, en lögreglan hafði aðeins fengið skipun u*i. að sleppa engum þaðan út. Við gengum beina l*ið inn. i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.