Alþýðublaðið - 20.03.1940, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 20.03.1940, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 20. marz 1940. *•—--------------------♦ ALÞYÐUBLAÐIÐ | RITSTJÓRI: ! F. n. VAU3EMARSSON. | í fjarveru hana: | STEFÁN pétursson. AFGREHJSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverílsgötu). StMAR: 4900: Aígreiösla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: AlþýÖuprentimiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Saltfisksveiðar. ÞINGSÁLYKTUNÖilTILLAGA þeirra Emils Jónssonar og Finns Jónssonar þess efnis, ab skora á rikisstjórnina að hlutast til um það, að togaramir fari allir á saltfisksveiðar á yfir- standandi vertíð, að minnsta kosti fjögra til finnn vikna tíma, hefir ekki aðeins fengið mjög góðar undirtektir alls hins mikla fjölda verkafólks, sem um mörg undanfarin ár hefir átt afkomu sína undir saltfisksveiðum og saltfisksverkun, heldur og vakið sterka athygli allra þeirra, sem af alvöru hugsa um hið ískyggi- lega og vaxandi atvinnuleysi við sjóinn, ekki hvað sízt hér í Reykjavík og Hafnarfirði. Undanfama mánuði hafa togar- arnir eingöngu gefið sig við is- fisksveiðum og flutningi ísfisks- ins á erlendan markað. Það hefir fasrt þehn flestum ágætan hagnað og sumum vafalaust stórgróða. En jafnfnamt hefir atvinnuleysið sorfið að verkafólkinu i landi, sem undanfarið hefir lifað af saltfisksverkun, en nú hefir ekk- ert að gera af því, að engar saltfisksveiðar hafa verið stund- aðar. Og það eru þúsundir nianna, sem á þennat) hátt er stofnað í yfirvofandi neyð. Það er að sjálfsogðu gott, að togararnir stundi ísfisksveiðar með þeim ágöða, að þeir geti grynnkað eitthvað á göimlum skuldum, sem þeir hafa safnað á meðan útgerðin var rekin með tapi, én svo bezt, að ágóðanum sé þá líka virkilega variÖ til þess. En því má þó ekki gleyrna, að það er lítt sæmandi siðuðu þjöðfélagi, að láta það viðgang- ast, að framleiðslutækin séu rek- in með þeim hætti, að verka- fólkið sé ofurselt atvinnuleysi og neyð, þó að einstakir atvinnu- rekendur þykist sjá sér hag í þvi í bili. Og hér hjá okkur er nú svo komið, að til vandræða horf- ir — þrátt fyrir hina ágætu út- líomu af ísfisksveiðunum ~ af þvi að þær hafa tekið atvinnuna af verkafólkinu í iandi. Einhvér kann að segja, og það hefir víst þegar verið sagt, að það sé ekki mikil hagsýni í því, að taka togarana af arðsömum ísfisksveiðum til þess að láta þá fara að stunda saltfisksVeiðar, sem ef til vill yrðu reknar með tapi. En gera þeir, sem þannig tafa, sér það Ijóst, hvað það muni að endingu kosta þjöðina, að þúsundir manna í landi verði ofursel dar áf ramhal dandi; átvinnu- leysi með allri þeirri neyð og úrkynjun., sem því er samfara? Togararnir ættu að þola það eftir hinn. óvenjulega hagnað af ísfisks veiðunum siðan í ihaust, að fara á saltfisksveiðar utn nokkurn tíma, jafnvel þótt þær yrðu reknar með eirthverju tapi. Sú atvinna, sem það skapaði fyrir hið atvinnu- lausa verkafólk í landi, myndi gera meira en að bæta þjóðinni upp þ«ð tjón. Flutningsmenn Verðnr hSfninni i Reyhja- vik lokað að nóttnnni? . , ----— Frumvarp Jónasar Jónssonar tll varnar gegn útbreiðslu kynsjúkdóma. Opið verður UM PÁSKANA EINS OG HÉR SEGIR: Miðvikud. 20. þ. m. kl. 7i/2 f. h. til kl. 10 e. h. Fimmtud. 21. — — 8 — — 4 e. h. Föstud. 22. — Lokað allan daginn. Laugard. 23. — kl. 7i/2 f. h. til kl. 10 e. h. Sunnud. 24. — Lokað allan daginn. Mánud. 25. — kl. 8 f. h, til kl. 12i^á hád. ATH. Miðasalan hættir 45 mínútum fyrir lokun. Bezt að koma fyrri hluta dags, svo að komist verði hjá bið, Börn verða að koma fyrir kl. 7. SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR. Skíðabuxur, Skfðaskór ávalt fyrirliyg|andi. Verksmið|uútsaian GEFJUltf — IÐUNN. Aðalstræti. Simi 2838. þingsályktunartillögunnar um saltfisksveiðamar telja, að hver togari, sem stundaði salt- fisksveiðar í fjórar til fimm vik- ur, myndi skapa atvinnu í landi fyrir 50 þúsund krónur, eða tog- ararnir allir fyrir samtals 1 milij. og 800 þúsundir. Með slíkri atvinnu væri þús- undum manna hjálpað, og þjóðin öll firrt miklum vanda. Og þjóðin á heimtingu á því, að tog- araútgerðarfyrirtækin vlki sér ekki undan þeirri þjóðfélags- skyldu, að taka þátt í sameigln- legum bjargráðum gegn atvinnu- leysisbölinu. Hún hefir öll tekið á sig þungar byrðar til þess að styðja togaraútgerðina, þegar þess hefir verið þörf, nú síðast 'ineð gengisiækkunin)ni í fyrra og fullkomnu skattfrelsi togaranna. Og ef togaraútgerðarfyrirtækin skyldu þrátt fyrir það ekki telja það skyldu sína, að senda skipin á saltfisksveiðar, þó ekki væri nema fjögra til fimm vikna tíma, til þess að forða hinu atvinnu- lausa verkafólki í iandi frá neyð, þá er sannarlega ekki sjáanlegt, hvaða ástæða væri til þess leng- ur, að hlífa þeim við opinberum sköttum, eftir þann ágæta hagn- að, sem þau hafa haft af ísfisks- veiðunum siðan í haust. Og það er heldur ekki sjáanlegt, hvernig þá ætti yfirleitt að bjarga því fólki, sem nú er atvinnulaust vegna þess, að engar saltfisks- veiðar em stundaðar, nema með því, að leggja beinlínis sér- stakan skatt á hirm arösama is- fisksútflutning í því skyni, að afla fjár til brýnustu atvinnubóta í landi. Til pðskanna: Nautakjöf, af ungu. Nordalsíshils Sími 3007. SM&afélíag Réykjavíbur fer skíðaferðir um bœnadagana, ef veður og færi leyfir. Bílferðir verða farnar frá Austurvelli á miðvikudagskvöld kl. 6, skírdags- morgun og föstudagsmorgun kl. 9. Farmiðar seldir við bílana. JÓNAS JÓNSSON flytur á álþingi frumvarp til breyt- inga á lögum um kynsjúkdóma. í frumvarpinu segir: „Lögreglustjóranum í Reykja- vík er heimilt að ákveða, að að- gangur að bryggjum Reykjavík- urhafnar skuli óheimill kven- mönnum frá kl. 8 síðdegis til kl. 8 árdegis, nema þeim, sem eiga þangað brýnt erindi,“' — og „Brot á ákvæðum laganna varða sektum allt að 200 krónum.“ í greinargerðinni segir flutn- ingsmaður: Frumvarp þetta er flutt sam- kvæmt ósk forsætisráðherra. Lögreglan í Reykjavík hefir nú hafið öfluga starfsemi til að bæta ástandið við höfnina í Reykjavík. Við þá athugun hefir komið í ljós, að mikill kynsjúk- dómafaraldur gengur nú um bæinn, og er uppsprettan vitan- lega við höfnina. Er mörgum bæjarmönnum enn í minni van- sæmd sú, þegar útlendir sjó- menn köstuðu unglingstelpum dauðadrukknum 1 land úr skipi sínu í fyrravor eftir áflog og ryskingar. Nú í vetur verður lögreglan hvað eftir annað að sækja kvenfólk úr landi út í er- lend skip á höfninni, Þykir lög- reglustjóra mikil nauðsyn til bera að geta haldið þessum ó- farnaði í skefjum með því að banna óviðkomandi og tortryggi legu kvenfólki aðgang að höfn- inni um kvöldtíma og nætur. Hirðuleysi það, sem ríkir við höfnina, hefir vakið undrun og eftirtekt allra sæmilegra manna, sem til þekkja. Með samþykkt þessa frv. gerir al- þingi sitt til að bæta úr van- rækslu, sem hefir orðið höf.uð- borg landsins og þar með öllu landinu til varanlegrar smán- ar.“ Eitt sinn í vetur var mikið deilt um þetta mál á fundi bæj- arstjórnar Reykjavíkur. Þá hélt Jónas Jónsson því fram, að það bæri að loka höfninni algerlega vissa tíma sólarhringsins með bárujárnsgirðingu. Hafnarnefnd hafði fengið tillögu J. J. um þetta efni til athugunar og með samhljóða atkvæðum mótmælt efni hennar. Á bæjarstjórnar- fundinum deildu þeir Jón Axel Pétursson og J. J. allhart um þetta mál. Nú virðist J. J. hafa horfið frá bárujárnsgirðingunni Það verður að viðurkenna, að spilling mikil fylgir heimsókn- um stúlkna um nætur í erlend skip hér á höfninni og stórhætta fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma, sem sannarlega eru nógu út- breiddir fyrir. Hins vegar munu margir á- líta, að eftirlit þurfi lílta að vera við hafnir utan Reykjavíkur. Samkvæmt skýrslu landlæknis um heilsufar í landinu fyrir ár- ið 1937 voru þó nokkur tilfelli um kynsjúkdóma utan Reykjavíkur. Jónas Jónsson virðist álíta að allt vont komi frá Reykjavík. Vitanlega er Reykjavík mesta hafnarborg landsins, en samt sem áður virð- ist allt benda til þess, að ströngu eftirliti þurfi einnig að koma á við aðrar helztu hafnir lands- ins, að minnsta kosti vissa tíma ársins, og þá fyrst og fremst um síldveíðitímann, en þá virðist hættan vera mest. Af frumvarpinu er ekki gott að sjá hvernig Jónas Jónsson hugsar sér eftirlitið með höfn- inni, en ef til vill kemur það fram þegar hann flytur fram- söguræðu fyrir frumvarpinu. Æskan. 3. hefti yfirstandandi árgiangs er nýkomið út. Efni: Ásta litia lipurtá, framhaldssaiga fyrir lítil böm eftir Stefán Júlíusson, Fær- ið, eftir Þ. ól., Selma Lagerlöf, eftir Aðalstein Sigmundsson o. m. fl. MinniQparorð nm Onð mand Ágðst ðlafsson ¥ DAG verður hann til moldar borinn. Nú er lok- ið stuttum kafla af lífi, sem hafði allt of skjótan enda. Enn- þá_einu sinni hefir hvíti dauði herjað með góðum árangri á hóp okkar efnilegu æskumanna. Aðeins hinn mikli alvaldi fær skilið tilgang þeirra hamfara, er sviptir svo skjótlega frá okkur ættingjum og elskulegum vin- um. Við vinir þínir, Guðmund- ur rifjum upp fyrir okkur í dag allar þær ógleymanlegu stund- ir er við saman áttum. Þær stundir, þegar við töluðum um lífið og tilveruna eins og fagra draumsjón er ætti eftir að ræt- ast. Allt hið mikla, sem við með guðs og góðra manna hjálp, ættum éftir að láta eftir okkur liggja. Við sáum líka sumar þessara draumsjóna leysast upp — og verða aðl þdku, þoku, sem bar þá með sér kulda- gjóst og næðinga brostinna vona. Ég man hve vel brynjaður af sálarþreki og stillingu þú mættir næðingunum. Og nú síðast, þegar þér sjálfum hefir ef til vill verið bezt ljóst, hvert ferðinni var heitið, hvað þú horfðir rólega og æðrulaust fram í ókomna tímann og ó- kunnugleikann. Þó var þér ekki að öllu hulið, hvað við mundi taka og þú hafðir meiri trú og sannari en almennt gerist á þeim verðmætum, sem þú yfir- gæfir — og þeir, sem við tækju. Við vinir þínir bíðum því yó- legir þangað til kallið kemur og örlög okkar eru ákveðin. Við komum þá, eins og þú fórst, ró- legir gegn um skuggann, sem skilur, í þeirri fullu vissu, að oftast er sá, sem koma skal. að eins vinur okkar, sem vísar okk- ur veginn til meiri hamingju og fullkomnunar. Ég veit að þú ert sárt syrgð- ur af föður þínum, systur. og öðrum ættingjum, en ég vona, að þau finni líka þá fullu vissu um, að dauðinn er ekkert hræðilegt, heldur endurlausn frá lífi, sem okkur voldugri ó- vinur var búinn að leggja í rúst. Verstu sæll, kæri vinur. Við hittumst aftur, ef til vill fyrr, en okkur grunar. G. S. Guðnumdur G. Hagalin: Kátir voru karlar. Ný bók eftir John Stein- becb, Karl fsfeld íslenzk- aði, útgefandi bóbaútgáfan Heimdallur. BÖKMENNTA Bandaríkja- manna gætti lengi vel eklri ímikið í heimsbókmenntunum, en nú er öldin önnur. Áhrifa Banda- ríkjaskálda gætir nú ef til vill meira í heimsbókmenntunum en áhrifa frá nokkurri annari þjóð, enda eru í Bandaríkjunum híig- kvæm skilyrði til sköpunar merki legra bókmennta og andstæður stórbrotnar, ytra og innra, þar sem um er að ræöa meira og minna hálfíuilnaðan sammna ó- líkra þjóðflokka og kynþátta, alls konar mennxngarleg afbrigði og hin ólíkustu lífsskilyrði og lífs- kjör. Einkum á tveim sviðum bókmenntanna eru Bandaríkja- menn áhrifamiklir, á sviði leik- 4'itagerðar og sagnaskáldskapar. Ekki hafa þó Islendingar haft af þessu mikil bein kynni. Þö eru til tvær ritgerðir frá seinustu árum um Bandaríkjabókmenntir, báðar sæmiloga fróðl«gar, önmir JOHN STEINBECK er’eftir þann, er þetta ritar, og birtist hún í Iðunni. Hún fjallar aðallega um sagnaskáldskap Bandaríkjamanna á áratugnum 1920—1930. Hin er eftir prófessor dr. phil. Stefán Einarssön. Hún var prentuð fyrir nokkrum árum í Eimreiðinni, og hún er um hið mikla leikritaskáld Eugen 0‘Neill, en hann hefir orðið mjög áhrifa- ríkur á sviði leikritagerðar um allan hinn menntaöa heim. Þá hafa ýinsir Islendingar, flestir án þess að vita það, orðið fyrir meiri og minni áhrifum frá Bandaríkjabökmenntum seni les- endur Halldórs Laxness, því að hann hefir í ýmsu lært af sum- um Bandaríkjahöfundum — eink- um í stíl og framsetningu, og svo hefir hann' aftur á möti haft áhrif á suma hina yngstu ís- lenzku höfunda. Fyrstu bókmenntir Bandaríkja- manna vora skapaðar í Austur- ríkjunum. Þá komu Miðríkin til sögunnar, síðan Suðurrikin — og nú loks á seinustu áram Vestur- ríkin. Það er einn af hinum ungu höf- undurn Vestumkjanna, sem skrif- að hefir Kátir voru karlar. Bók- in heitir upprunalega Tortilla Flat, en hefir i þýðingum fengið ýmis konar nöfn. Á sænsku heitir hún Riddarna kring Dannys bord, á dönsku Dagdriverbanden og á norsku Dagdrivergjengen. En ég er ekki frá því, að íslenzka heitið sé albezt. Höfundurinn heitir John Stein- beck. Hann hefir sitthvað aðhafzt um dagana — en mikið hefir hann flakkað og slæpzt, þangað til nú á seinustu áram, að hann hefir skrifað hverja bókina af annarri, morandi af lífi — og arðið heimsfrægur rithöfundur. Seinasta bók hans, sem sá, er þetta ritar, hefir séð, er stór- brotið og umfangsmikið skáld- verk, harðvítug árás, en um leið lifandi og mannlegt eins og bezt verður á kosið og endar á tákn- fænu og hrífandi atviki. Ég býst við, að í fljötu bmgði kunni sunium að finnast Kátir voru karlar léttvæg bók, sern ekki hafi átt mikið erindi á íslenzku. Hún lýsir nokkram slæpingjum, sem drekka, hórast, stela og eyða — án hugsunar um morgundag- inn. En það er eins með Stein- beck eins og Maxirn Gorki, að hann hefir Lag á að sýna okkur, ijafnvel í svona fólki, hinar góðu taugar, hinn ágæta efnivið, hæfi- leika mannanna til þess, þrátt fyrir allt, að vera hver öðrum góðir. 1 rauninni finnum við það að lestri ioknum, að við höfum þarna fengið nýja sönnun þessa: Það er svo mikið gott og já- Ikvætt í mönnunum,að því verður varla tortímt, hvernig sem með þá er farið — og hvemig sem þeir sjálfir fara með sig. En svo kemur fleira til greina. Bókin er svo vel skrifuð, að ein- stakt má heita. Frásögnin erhvort tveggja í senn, yfirlætislaus og sérstæð. Hún er blæbrigðarík og hnitmiðuð, án þess að við í riaun- inni tökum eftir því, að þarna sé nú höfundurinn að leggja sig all- an fnam. Og þýðing Karls ísfelds er svo meistaraleg, að það er vafasamt, hvort við eigurn nokkra þýðingu betri, Loks er þess að geta, að bökin er með áfbrigðum fyndin og skemmtiieg, persónulýsingarnar lifandi og óvenjulegar. Klúr muu sumum finnast þessi bök — þó ekki, að ég field, fyrr en þeir fara að setja í sig tilgerð. Þvi þetta er allt svo blátt áfram og umsvifalaust. Þarna er ekki verið að lauma neinum lokuðum bréf- þm ofan í vasann á ínanni. Og hvað sem öðra líður: Þrátt fyrir allt er hressilegur og jákvæður blær yfir þessari bök, og ef til vill á útgáfa henn- ar á íslenzku eftir að skilja eftir spor i íslenzkum bökmenntum. Og eitt er vist: Þar sem Karl ísfeld er, höfum við eignast af- brigðasnjalian þýðanda, sem ekki má setja sitt ljós undir mæliker. Guðmundur G. Hagialín, Dansskóli Rigmor Hansson. Næsta æfing verður á þriðju- daginn eftir páska, 26. marz. At- hugið: Engin æfing í kvöld. Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.