Alþýðublaðið - 23.03.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.03.1940, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUH 23. MARZ 1840. JkLS»YÐUBLA®IO TINDÁTINN r---- STAÐFASTI. Ua---------------C-----=-------—* 28) í sama bili gleypti stór fiskur hann. En dátinn missti ekki byssuna sína, hvað sem á gekk. Allt í einu fór fiskurinn að sp'rikla og svo var hann ristur á kviðinn og einhver hrópaði: — Tindáti! 30) Síðan borinn á' torgið og seldur. 29) Fiskurinn hafði verið veidd- 31) Það var farið með hann í eldhúsið, eldabuskan risti hann á kviðinn og tók dátann og bar hann inn. 32) Og allir vildu sjá þennan einkennilega dáta. sem hafði ferðast um í kviði fiskjarins. En dátinn var ekkert hrifinn af ferðalögum sínum. Hann var settur á borðið. Og en hvað lífið getur verið undarlegt. ÁfeniismðliB og lýi- ræðið. Lýðræði og jafnrétti eru þau orð, sem okkar íslenzka þjóðfélag skreytir sig með — og er talinn hyrningar- steinn þess. En hvernig er nú þetta í raun- inni? Lög eru vitanlega sett til verndar þessum fögru hugtök- um, og svo hópur manna til að gæta laganna. Þannig voru sett lög um á- fengissölu á íslandi, árið 1935. í 9. grein þeirra segir svo: „Ríkisstjórninni er heimilt að setja á stofn nýja útsölustaði á- fengis, en þó aðeins í kauptsöð- um og kauptúnum. Áður en út- sala er sett á stofn skal fara fram atkvæðagreiðsla kosninga- bærra manna í því sýslu- eða bæjarfélagi, sem í hlut á, og þarf 3/5 hluta greiddra at- kvæða til þess að útsalan sé leyfð.“ Hér á ísafirði fór fram at- kvæðágreiðsla um útsölustaðinn hér, og voru 90% greiddra at- kvæða sem kröfðust þess. að á- fengissölunni yrði lokað. En hvert varð svo svar valdhafanna við þessum einróma kröfum bæjarbúa? Jú, svarið var á þá lund, að með næsta skipi, sem frá Reykjavík kom, barst hing- að stærri sending af áfengi en venjulegt hefir verið síðan 1935. Það var hreinskilnislegt og greinilegt svar. En er nú hægt að snoppunga jafnréttið öllu betur en gert var með þessu? Er það jafnréttið íslenzka að 9/10 hlutar ísfirzkra kjósenda fá ekki jafn mikinn rétt og 4/10 hlutar kjósenda annarra byggðarlaga? Til al- þingis þess er sat fyrir ára- mótin síðustu var send krafa um lí5 samþykkja breytingar þær á áfengislögunum, sem fyr- ir lágu, um héraðabönn, flutt af þeim Pétri Ottesen, Finni Jóns- syni o. fl. En þó merkilegt megi virðast, sá alþingi sér ekki fært að verða við þessum kröfum, en Leyndardómur ^-^dryi » gðmln taaUarinnar V Rétt á eftir hittum við rannsóknarlögregluna, en hún átti > svo annríkt við verk sitt, að hún veitti okkur enga athygli.“ Allou brosti. Ef til vill hefir lögreglan ekki verið jafn ut- an við sig og blaðamennirnir héldu. ,,Þar var yfirmaður rannsóknarlögreglunnar, Gordani saka- i dómari, og Libot leynilögreglumaður. Við hlið þeirra stóð hár maður, grannvaxinn og hinn knálegasti. Það var Saint-Luce greifi sjálfur. Enn fremur var hinn þekkti húsameistari Du- pont viðstaddur. Hann þekkti þessa höll út og inn. Hann hafði gamla teikningu í hendinni. Það var eigandinn sjálfur, sem hafði fengið honum teikninguna. En byggngameistarinn treysti ekki vel þessari gömlu teikningu, svo hann rannsakar sjálfur allt sem vendilegast. Það geta líka verið leyniklefar og leyni- göng inni í hinum þykku veggjum. Við fylgdumst í klukkutíma með þessu tafsama verki, en svo fórum við upp á efri hæðirnar. Þar sáum við fagra konu sitja í bókasalnum. Hún vildi ekki segja okkur neitt, en okkur hepnaðist að fá hana til að láta í ljós álit sitt á þessu leynd- ardómsfulla máli. Hún áleit, að enginn glæpur hefði verið framinn, heldur hefði maðurinn aðeins farið í burtu. og að það væri vafalaust hann, sem hefði sent þetta nafnlausa bréf. En hvers vegna? Vegna hvers flýði hann? Og hvers vegna hefndi hann sín á þennan hátt? Frú Carloviteh var þreytt, eða lét að mnnsta kosti sem hún UMRÆÐUEFNI mun þó hafa verið talsvert á báðum áttum, vegna þess, hve kröfurnar voru ákveðnar og al- ménnar. Fátt er frekar rætt um nú í ræðu og riti en fjárhagsörðug- leika okkar íslendinga og mun ekki ástæðulaust með öllu. Mér verður því á að spyrja, eru nokkrar líkur til þess, að aukin áfengisnautn og áfengiskaup þjóðarinnar geti greitt úr fjár- hagsvandræðum okkar. Og ef svo er, þá vildi ég vita hversu mörgum milljónum við mund- um þurfa að eyða í vínkaup til þess að fjárhagnum sé algerlega borgið? Eða mundi sanni nær, að þetta væru allt öfugmæli? Mundi máske happadrýgra fyrir þjóðina, að spara sér vín- kaupin, að nokkru eða öllu leyti, en auka afkomumöguleika og öryggi atvinuveganna að sania skapi. Eða væri ekki eitthvað meira vit í að eyða þessari fúlgu sem nú fer í vitfirringsleg áfengis- kaup til þess að auka öryggi sjómannastéttarinnar, sem stundar hinn hættulegasta en um leið arðvænlegasta atvinnu- veg þjóðarinnar, t. d: með styrk til kaupa á talstöðvum, sem ó- mótmælanlega er eitt hið þarf- asta og nauðsynlegasta öryggis- tæki. Þá virðist mörgum það all- torskilið, að á þeim neyðar og hörmungartímum, sem nú eru vegna afleiðinga stríðsins, að þjóðarfulltrúarnir skuli geta lokað augunum fyrir þeirri hættu sem af áfengisnautninni stafar, því að vitanlegt er, að ef vel á að fara, verður hver einstaklingur þjóðarinnar að gera sitt bezta og leggja fram alla krafta sína og vitsmuni, til þess að draga úr hættum og erf- iðleikum yfirstandandi tíma, en lang ólíklegasta ráðið til þess að það megi verða er, að auka á- fengisnautnina og lama þannig bæði andlegt og líkamlegt þrek þeirra mörgu, sem áfengis neyta bæði á æðri og lægri stöðum, eins og það er kallað. Er voftandi að mönnum fari að skiljast þetta. Eiríkur Einarsson, ísafirði. Tímarit Ve.kfræðingafélags íslands, 5. hefti yfirstandandi árgangs er nýkomið út. Efni: Magnús Kon- ráðsson: Hafnargerð á Skaga- strönd, Th. Krabbe: Hafnargerðir á íslandi og skipun vitamála- stjóra 1937. Finnbogi R. Þor- valdsson: Athugasemd. Vor í lofti. Kvæði um vor- þrána og sumarblíðuna. Kjör sendisveinanna eru verri en allra annarra. Erindi Nordals vekja deilur. Um að stytta sér stundir. Ber þulan illa fram íslenzkuna? —o— ATHU G ASEMDIR HANNESAR Á HORNINU. —o— AÐ VAR sannarlega vor í loft- inu á miðvikudaginn. Það var sól og hiti. jörðin slaknaði og klak- inn hvarf. Það var glit á sjónum, allt frá Kjalarnesi og að hafnar- garðinum og hefi ég sjaldan séð sjóinn svona fallegan. Menn voru líka venjufremur brosleitir þennan dag og gengu með hatta sína í hendinni. THEOBALDUR ÓLAFSSON á Akranesi þráir vorið og sólskinið. Hann sendi mér nýlega þessi er- indi: Vetrarins húm — hve lengi er það líða? Lund mína og geðblæ skuggans faðmur hylur. Hvenær mun aftur vakna vorið blíða vorið sem líkt og elskar mann og skilur? Þó að í blii húmið sigri hrósi hugurinn skynjar er þess valdi lýkur, heiðarnar blána, loftið fyllist ljósi, lifandi blærinn hlýtt um vangann strýkur. Sál mína dreymir gróðurríkar grundir grasið sem vex og þekkir engan trega, blómin, er svigná dýi’um döggum undir draga mig til sín hlýtt og yndis- lega, svo þegar loftið hrífst af sælum hljómum haganna grös að vaxtarmarki skunda, finn ég mig vera blóm af vorsins blómum borinn , til gleði og ódauðlegra stunda. Nálgastu vor í byggðum og á bár- um berðu því kraft, sem er að rísa og vakna, hálfvaxið blómið, hreint í fyrstu tárum hefir þú þroskað. Djúpt má hjartað sakna. þegar þú kveður. Stutt er sumar- stundin snögg eins og spurning gegn um hugann líður: -Hvar er þín iðja, hvar þinn gróði bundinn? Hver á þitt vor. sem eina stundu bíður?“ JÓNATAN ■ SKRIFAR MÉR: — . ,,Sonur' minn er sendisveinn við verzlun hér í bænum. Flest kvöld verður hann að vinna 1 V->—3 klst. eftir lokunartíma sölubúða. Laun sendisveina eru oftast óhæfi- DAGSINS. lega lág, 65—75 kr. á mánuði. Og ég efast um, að fullorðnir karl- menn vildu vinna störf drengjanna — þótt þeim væri greitt fult verka- mannakaup fyrir.“ „AFGREIÐSLUFÓLKI í sölubúð- um hættir all oft við að líta á sendisveininn eins og vélknúið fartæki, sem geti þotið vestur á Seltjarnarnes, suður á Grímsstaða- holt eða inn í Kleppsholt, eins og í næsta hús væri að fara.“ ..HAFA ÞESSIR YNGSTU verka- menn þjóðarinnar engan rétt eða lögvernd gegn þeim óhæfilegu störfum, sem þeim eru ætluð og vinnutíma; sem alltaf er ótakmark- aður? Drengirnir sjálfir vinna þessi störf ótrúalega möglunarlítið, en foreldrar drengjanna finna til þess/þegar þeir koma flest kvöld af sér gengnir af þreytu, 1—-3 tímum eftir að aðrir heimilismenn hafa lokið störfum.“ UM KJÖR ÞESSARA ungu verkamanna hefir þráfaldlega ver- ið skrifað hér í blaðinu. Um skeið var starfandi hér sendisveinafélag og tókst því að bæta kjör sendi- sveina, en svo tókst kommúnistum að eyðileggja þennan félagsskap og síðan hefir kjörum sendisveina hrakað. GUÐLAUGUR skrifar mér og er hrifinn af erindum Sigurðar Nor- dal. Hann segir: „Ég hefi hlustað á þau af og til og held að þau eigi töluvert erindi til almennings. Ég held við þurfum þess með fjöldinn, að hlusta við og við á menn, sem hugsa og ræða um fleira en það, sem snertir munn og maga bein- línis. Ég held meira að ségja, að gott væri að fram færu hógværar umræður í blöðum og tímaritum um þessi efni, sem prófessor Nor- dal ræðir um. Það er oft því miður svo lítill gaumúr gefinn að því; sem „alvarlega hugsandi" menn segja. Mér detta í hug nöfn eins og: Helgi Péturss, Pétur Sig- urðsson o. fl. Mætti ég bæta við og segja: Fyrir alvarleg umhugs- unarefni eiga að víkja úr blöðun- um glæpasögur og reyfarar." ÞETTA SEGIR ÞÚ, Guðlaugur minn, en aðrir vilja hafa sína ögn- ina af hverju og ætli það sé ekki líka bezt? Það eru ekki allir á sama máli og þú um erindi Nor- dals og hefi ég heyrt menn og séð hnakkrífást út af þeim. Sjálfum mér kom Nordal algerlega á óvart með þessum kenningum. ÞÁ SEGIR Guðlaugur enn: „Ég sé og heyri að menn hneyslast eitt- hvað á orðatiltækinu: að stytta sér stundir, og vilja segja að það þýði sama og að stytta sér aldur. í minni sveit held ég að enginn ruglaði þessu saman og t. d. skildi vísuna þá arha: „Að fara á skíðum stytt- ir stund“ o. s. frv. þannig, að það, sem þar er talið til yndisauka, miðaði að því að stytta mörinum aldur!“ asBR: „ÁKAFUR útvarpshlustandi“ skrifar: — „Síðan ríkisútvarpið tók til starfa hafa 3 kvenþulir ver- hinar íyrstu voru að flestra dómi ið ráðnir í þjónustu þess. Tvær mjög vel starfi sínu vaxnar. Hlust- endur nutu radda þeirra og fram- burðar með ánægju. Útvarpsstjóri var ekki eins heppinn í vali sínu með þá þriðju, sem nú starfar. Hún hefir ekki komizt hjá aðfinnslum, þó að lítinn árangur hafi borið. Að vísu er það afsakanlegt hjá þul- unni þó að hún beri ekki rétt fram öll útlend orð og mannanöfn, en hitt er óhæfilegt ef hún getur ekki borið rétt fram sitt eigið móður- mál, eins og mörgum heyrist.“ „ÞULURINN TALAR í EYRU nálega hvers manns á landinu, oft á dag, vikum, mánuðum og árum saman. Hann má því ekki meiða eyru hlustendanna með lélegum eða skemmdum framburði. Sá, sem ræður hann til starfans, verður að bera ábyrgð á því.“ „SÉRSTAKLEGA er það s-ið, sem kvenþulurinn á bágt með að bera skýrt fram í fjölda mörgum orðum, einkum í ' atkvæðum, sem byrja á þessum bókstaf. Það fær þ-hljóð á undan hljóðstöfum og sumum samhljóðendum, og heyrist mjög óglöggt, eða alls ekki. Skulu hér tilfærð nokkur dæmi: Svíþjóð er borið fram Þvíþjóð, sigling — þigling, Súgandafjörður — Þúg- andafjörður, sunnudagur — þunnu dagur, sandlag —- þandlag, land- síminn — landþíminn, sjóorusta — þjóorusta o. fl. o. fl. Það er eins og þulan sé að gera sér tæpitungu við vöggubörn, sem þó væri ekki viðeigandi. Þá hafa heyrst, fyrir nokkru síðan, þessi bögumæli: Þigríður Eyjafjallaþql og Vil- hjálmur Tefánsson o. s. frv.“ „ÞÓ AÐ SEGJA MEGI, að þulan sé ekki ráðin til þess að kenna folki réttan framburð í íslenzku, á hún samt að vera öllum til fyrir- myndar, sem á hana hlusta og sem vildu laga framburð sinn eftir hennar. Enn er sá sjóður á lestri hennar, að hún les of hratt. Læsi hún hægar bæri þó enn meira á framburðargöllunum.“ ÉG HEFI EKKI heyrt þetta, sem bréfritarinn getur um, en þar sem hann er ákaflega mikill smekk- maður á slenzkt mál, kennari og fræðaþulur, tel ég rétt að birta bréfið, sem hann setur yíir þessa spurningu: „Heyrist fleirum hið sama?“ — Ég efast um það! Hannes á horninu. aeflB og allt í PÁSKABAKSTURINN. Bezt og ódýrast. 11 Ásvallagötu 1. Sími 1678. TJARNARBÚÐIN. sími 3570. væri þreytt. Hún vildi ekki svara spurningum okkar. Við komumst seinna að raun um, að lögreglan hafði ekkert getað veitt upp úr henni heldur. —- Við höfðum deilt, sagðí hún. — Hann stóð á því fastar en fótunum, að ég héldi við greifann. Hann vildi, að við fær- um, en ég hlýddi honum ekki. Þegar hann fór, hótaði hann því að hefna sín.“ Nú greip Allou fram í: — Er það rétt, að hún hafi sagt þetta, eða eru það blaða- mennirnir, sem hafa lagt henni þessi orð í munn? —■ Frásögnin er alveg rétt, svaraði Pierre tlerry. Við feng- um hana staðfesta seinna. — En mér finnst þetta ekki koma heim við það, sem þér sögðuð mér áður. Annaðhvort hefir Sonja sagt ósatt þessa örlagaríku nótt, eða hún hefir leikið á lögreglumennina. Hvað álítið þér? Vissi hún, eða vissi hún ekki, þegar þið leituðuð að Carlovitch, að hann var flúinn? — Ég þori ekki að segja um það með vissu. Mér virtist hún vera hreinskilin og hrekklaus. En er hægt að treysta konum eins og Sonju? -— Við skulum lesa meira, sagði Allou. „Þégar við hættum að spyrja hana, teygði hún handlegginn yfir borðið, tók bjölluna, sem þar var og hringdi. Babtiste, þjónninn, kom, og hún bað hann að fylgja okkur út. Á ganginum létum við rigna yfir hann spurningum. Hinn góðlátlegi Babtiste varð óttasleginn á svipinn. Til þess að neyða hann til að svara sögðum við byrstir: —- Hefir greifinn drýgt glæp? . * Hann varð svo reiður, ,að við álitum, að hann ætlaði að kyrkja okkur 1 greip sinni. — Að greifinn hafi framið glæp? Nei, nú dámar mér ekki. Eins og Carlovitch-hjónunum hefði nokkurs staðar getað liðið betur en hjá honum? — Hvern skollann voru þau að gera hér? — Það kemur mér ekki við. — Kom nokkur hingað í heimsókn nóttina sem verkfræð- ingurinn hvarf? — Ég er ekki skyldugur til að svara því, hverjir heimsækja greifann. Það þýddi ekki að spyrja hann nokkurs frekar. Næst hittum við eldabuskuna, Cleménce. Það reyndist auð- velt að fá hana til að tala. — Hvort ég álíti, að hér hafi verið framinn glæpur? Það getur maður ekki sagt um, nema maður sjái það með eigin augum. — Álítið þér að greifinn hafi getað framið glæp? — Ó, eigið þér við það? Hann hefir ekki gert annað um dagana en að drepa. Við urðum ekki lítið undrandi, en þá bætti hún við: — Villidýrin þar sem negrarnir búa. — Nú, þér eigið við það! — Ég held, að sá, sem drepur dýr, víli ekki margt fyrir sér. Þetta var skemmtilegasti kvenmaður. — Hafið þér aldrei soðið humar, Clemence? — Það er dálítið annað. Humarinn hljóðar ekki. — Satt er það. En hafið þér þá aldrei drepið kanínur? — Jú, til að borða þær. En greifinn hefir skotið dýr, sem

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.